13.10.2008 | 00:09
Varpið allri áhyggju yðar á Drottinn.
Guð gefi ykkur öllum, gott kvöld í Jesú nafni.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði þegar hann ávarpaði flokksráðsfund Sjálfstæðisflokksins í gær, að sú vika, sem nú er að líða, hafi verið einhver sú erfiðasta í sögu þjóðarinnar í seinni tíð."
Þetta er því miður staðreynd. Margir eru í sárum, margir hafa misst vinnuna og margir hafa miklar áhyggjur. Því miður höfum við líka misst fólk sem misst höfðu vonina og ákváðu að binda endi á líf sitt. Það er átakanlegt.
Í Biblíunni er skrifað: Það sem maður sáir, það mun hann uppskera." Gal. 6: 7b.
Davíð Oddsson talaði og talaði í útvarpi og sjónvarpi um góðæri og aftur góðæri. Aldrei gat ég nú sætt mig við þetta tal því ég gat ekki séð neitt góðæri í veski almúgans. Þjóðin fór á eyðslufyllirí með kaupsýslumenn í broddi fylkingar. Engin fyrirhyggja eins og í Egyptalandi forðum þegar Jósef réði draum Faraó. Þar var tekin fimmtungur af afrakstri Egypta í sjö nægtaár og nægði það til að Egyptar lifðu af næstu sjö hallærisár og gátu þeir einnig selt fólki sem kom frá öðrum löndum korn. Okkur hefur vantað þannig leiðtoga til að stjórna hér. Leiðtoga sem hefur gert Jesú Krist að leiðtoga lífs síns og hefur beðið Guð almáttugan um visku.
Ég var aldrei sátt þegar forráðamenn okkar vildu einkavæða og einkavæða ríkisfyrirtæki sem er eign okkar allra. Mörg fyrirtæki voru seld einstaklingum eða réttara sagt, þeim voru gefin fyrirtækin okkar sem sum hver eru nú gjaldþrota.
Íslenskir kaupsýslumenn hafa sáð og sáð með því að kaupa og kaupa eignir með veðsettum eignum sínum sem sumar hverjar voru bara til á pappírum. Þessum skrípaleik er lokið en því miður þurfa aðrir en kaupsýslumenn að líða fyrir sáningu þeirra og uppskeru. Margir uppskera að allt sparifé þeirra er glatað vegna gjörða kaupsýslumanna sem dýrkuðu Mammon. Þetta er ekki sanngjarnt en því miður staðreynd. Íslenskir kaupsýslumenn minna á fólkið í Sínearlandi forðum daga sem ákváðu að reisa Babelturninn. Fólkið vildi reisa borg og turn sem átti að ná til himins. Turninn átti að vera minnismerki sem átti að upphefja þá. Drottinn ákvað að rugla tungumáli þeirra svo enginn myndi skilja framar annars mál. Fólkið tvístraðist um alla jörðina. Í dag er bent á að tungumál veraldar eiga rætur sínar að rekja til Sínearlands, ekki langt frá þar sem Örkin hans Nóa strandaði. Orð Drottins er stöðugt þó margir leggi nótt við dag að reyna að véfengja hið Heilaga orð.
Skoðið versin í Biblíunni um fjármál:
Betri er lítil eign réttláts manns en auðlegð margra illgjarnra, því að armleggur illgjarnra verður brotinn, en réttláta styður Drottinn." Sálm. 37: 16.
Betri er hnefafylli af ró en báðar hendur fullar af striti og eftirsókn eftir vindi." Préd. 4: 6.
En þetta segi ég: Sá sem sáir sparlega mun og sparlega uppskera, og sá sem sáir ríflega mun og ríflega uppskera. Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara. Guð er þess megnugur að veita yður allar góðar gjafir ríkulega, til þess að þér í öllu og ávallt hafið allt sem þér þarfnist og getið sjálfir veitt ríkulega til sérhvers góðs verks." 2. Kor. 9: 6.-8.
Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela. Safnið yður heldur fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela. Því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera." Matt. 6: 19.-21.
Gefið, og yður mun gefið verða. Góður mælir, troðinn, skekinn, fleytifullur mun lagður í skaut yðar. Því með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður aftur mælt verða." Lúk. 6: 38.
Skoðið versin í Biblíunni um handsal.
Son minn, hafir þú gengið í ábyrgð fyrir náunga þinn, hafir þú gengið til handsala fyrir annan mann, hafir þú ánetjað þig með orðum munns þíns, látið veiðast með orðum munns þíns, þá gjör þetta, son minn, til að losa þig - því að þú ert kominn á vald náunga þíns - far þú, varpa þér niður og legg að náunga þínum. Lát þér eigi koma dúr á auga, né blund á brá. Losa þig eins og skógargeit úr höndum hans, eins og fugl úr höndum fuglarans.
Óvitur maður er sá, er til handsala gengur, sá sem gengur í ábyrgð fyrir náunga sinn." Orðskv. 17: 18.
Ver þú ekki meðal þeirra, er ganga til handsala, meðal þeirra, er ganga í ábyrgð fyrir skuldum, því þegar þú ekkert hefir að borga með, viltu þá láta taka sængina undan þér?" Orðskv. 22: 26.-27.
Boðskapur Jesú Krists var sá að allir væru jafnir fyrir Guði. Nú er allt í einu komin upp sú staða hér að við erum öll jafningjar hvort sem fólki líkar það betur eða ver. Leitt var að heyra um fólk sem þjáist af næringarskort í landi okkar á meðan aðrir dýrkuðu Mammon. Nú vona ég að Mammonleikritinu sé lokið að eilífu, einkaþotuleikritinu sé einnig lokið. Allar þessar dýru ferðir út um allan heim verði sparaðar og í staðinn verði kjör þeirra sem minnst mega sín löguð í samræmi við verðlag. Einnig vil ég að Seðlabankinn lækki stýrivexti strax, að nýju Ríkisbankarnir drífi sig í að lækka vexti og að vísitalan verði afnumin. Ég vil að laun og verðlag sé í samræmi. Stjórnmálamenn láti leiðrétta lífeyrisjóðsgreiðslur sínar. Kvótinn verði afnuminn þannig að fólk við sjávarsíðuna fái atvinnu við fiskvinnu á ný. Aðalatriðið er samt að Íslendingar leiti Drottins og tileinki sér hin kristnu gildi eins og forfeður okkar og formæður gerðu. Við eigum að kenna börnum okkar um Jesú Krist bæði heima og einnig í öllum skólum landsins. Guð mun blessa okkur og snúa við högum okkar.
Guð almáttugur veit um þjáningarnar sem íslenska þjóðin er að ganga í gegnum núna. Margir spyrja örugglega en af hverju leyfði Guð þetta? Guð gaf okkur frjálsan vilja og einnig þessum ógæfumönnum sem hafa með heimsku sinni og græðgi komið okkur í þessar aðstæður. Guð elskar íslenska þjóð og nú þegar fáeinir aðilar hafa eyðilagt fyrir okkur öllum vil ég meina að Guð almáttugur vilji kenna okkur lexíu.
Og þér hafið gleymt áminningunni, sem ávarpar yður eins og syni: Sonur minn, lítilsvirð ekki hirtingu Drottins, og lát ekki heldur hugfallast er hann tyftar þig. Því að Drottinn agar þann, sem hann elskar, og hirtir harðlega hvern þann son, er hann að sér tekur. Þolið aga. Guð fer með yður eins og syni. Hver er sá sonur, sem faðirinn ekki agar? En séuð þér án aga, sem allir hafa fyrir orðið, þá eruð þér þrælbornir og ekki synir. Enn er það, að vér bjuggum við aga jarðneskra feðra og bárum virðingu fyrir þeim. Skyldum vér þá ekki miklu fremur vera undirgefnir föður andanna og lifa? Feður vorir öguðu oss um fáa daga, eftir því sem þeim leist, en oss til gagns agar hann oss, svo að vér fáum hlutdeild í heilagleika hans. Í bili virðist allur agi að vísu ekki vera gleðiefni, heldur hryggðar, en eftir á gefur hann þeim, er við hann hafa tamist, ávöxt friðar og réttlætis." Hebr. 12: 5.-11.
Mig langar að gefa ykkur lesendur mínir fáein uppörvunarorð.
Lesum saman í Biblíunni sem er leiðsögubók sem Guð almáttugur gaf okkur.
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður." 1. Pét. 5: 7.
Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú." Fil. 4: 6.-7.
Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða drekka, né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast. Er lífið ekki meira en fæðan og líkaminn meira en klæðin? Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim? Og hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn? Og hví eruð þér áhyggjufullir um klæði? Hyggið að liljum vallarins, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna. En ég segi yður: Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þeirra. Fyrst Guð skrýðir svo gras vallarins, sem í dag stendur, en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér trúlitlir! Segið því ekki áhyggjufullir: ,Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast?" Allt þetta stunda heiðingjarnir, og yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki. Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning." Matt. 6: 25.-34.
Megi almáttugur Guð, blessa Ísland og alla Íslendinga.
Baráttukveðjur
Rósa Aðalsteinsdóttir
Einhver erfiðasta vika í seinni tíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 19.10.2008 kl. 02:10 | Facebook
Athugasemdir
Sæl Rósa mín.
Hjartanlega vertu velkomin í Bloggheima
og ef ekki nú hvenær þá er þörf fyrir eina Rós sem gefur okkur hinum fræðslu og visku ú Biblíunni og orð frá sjálfri sér.
Jú,við erum ennþá mannleg,meðan við drögum andann hér.
Algóður Guð verndi þig og þína nánustu.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 00:26
Sæl Rósa yndislega, mikið er gott að hafa þig hjá okkur aftur kæra vinkona. Ég bið að Guði gefi þér og öllum sem þennan fína pistil lesa frið í huga og sál. Það er ekkert í heiminum sem getur komið með tærnar þar sem Guð hefur hælana þegar það kemur að því að finna ró og frið.
knús.
Linda, 13.10.2008 kl. 00:48
Sæl og blessuð
Takk fyrir innlitið, falleg orð og blessunaróskir.
Við erum lánsöm að eiga Jesú Krist nú þegar við erum að glíma við öldurótið. Við vitum að Jesús er í bátnum og hann getur lægt öldurnar.
Nú er lag að byggja líf sitt á bjargi sem er Jesús Kristur en ekki á sandi. Við vitum að ef við byggjum húsin okkar á sandi þá hafa þau enga undirstöðu og þola ekki hraustlegt íslenskt veður. Það að byggja líf sitt á sandi er t.d. að dýrka Mammon sem hefur fleiri nöfn og er eitt þeirra Satan. Hann er ánægður núna að vita að þúsundir Íslendingar eru óhamingjusamir.
Megi almáttugur Guð varðveita okkur öll og leiða okkur út úr þessum mikla vanda.
Guð blessi ykkur öll.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.10.2008 kl. 10:11
Elsku Rósa mín, velkomin aftur í bloggheima, gott að lesa pistilinn þinn, veitir manni smá ró.
Guð geimi þig
Kristín Gunnarsdóttir, 13.10.2008 kl. 13:16
Sæl mín kæra.
Búin að kvitta á bloggið hjá þér og senda þér hughreystandi orð úr leiðsögubókinni okkar, Biblíunni. Jesús er okkar haldreipi nú þegar við erum í ólgusjó. Mundu að á eftir storminum kemur logn.
Mitt fley er svo líti og lögur svo stór. Mitt líf er í Frelsarans hönd.
:,: En hann stýrir bátnum, þótt bylgjan sé há, beint upp að himinsins strönd :,:
Þetta er gamall sunnudagaskólakór. Þegar ég var í sunnudagaskólanum sem lítil stúlka þá sungum við þennan kór með miklum tilþrifum. Nú rúmum 40 árum seinna er þessi kór akkurat það sem gildir. Við treystum Jesú fyrir lífi okkar og hann mun stýra bátnum gegnum öldurótið.
Drottinn blessi þig og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.10.2008 kl. 13:28
:,: Þegar stormur, þegar stormur, stríður geysar allt um kring.
:,: Ég veikur er, þó víst mig ber. Hans voldug hönd í dýrðarlönd.
Þegar stormur, þegar stormur, stríður geysar allt um kring.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.10.2008 kl. 13:33
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.10.2008 kl. 17:44
Sæl vinkona og Amen.
Aida., 13.10.2008 kl. 18:39
Rósa mín!
Mikið er gott að fá þig aftur á þennan vetvang.
Vertu áfram kvellandi bjalla !
Vertu Guði falin mín kæra!
Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 13.10.2008 kl. 19:37
Ég vildi að fólk læsi Biblíuna oft og aftur og aftur.
Það eru mörg gullkornin þar. Og einkennilegt er að flest er hægt að samsvara í nútímanum.
Mbk/SJS
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 19:47
Sælar stelpur og takk fyrir innlitið.
Ásthildur mín, takk fyrir hjartað. Var aðeins byrjuð að lesa færsluna þína í dag þegar ég þurfti að bregða mér af bæ.
Aida mín, takk fyrir hjartað og innlegg þitt
Halldóra mín, takk fyrir símtalið og allt glensið. Hörku fjör hjá okkur Takk fyrir góðar óskir. Ég vil vera Guði falinn, fá að vera undir verndarhendi hans.
Sigrún mín, tek heilshugar undir með þér. Það eru svo mörg hughreystandi orð í Biblíunni og einmitt núna þegar við höfum orði fyrir miklum áföllum í fjármálum.
"Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela. Safnið yður heldur fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela. Því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera." Mat. 6: 20-21.
Guð blessi ykkur og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.10.2008 kl. 21:38
1. Vort líf, það er sigling á æðandi öldum. Á aldimmri nótt gegnum boða og sker.
En áfram þó leiðinni hiklaust vér höldum. Vor hjartkæri Frelsari skipstjórinn er.
Kór.Svo örugg vér höllum oss upp að hans hjarta, því aldrei vor Frelsari stýrir af leið.Sé báturinn lakur, oss ber ekki’ að kvarta, því bráðum á himni er þrotin öll neyð.
2. Þótt dimmt sé og kalt úti’ á djúpinu tíðum, Guðs dýrmæta orð varpar ljósi á sæ.Það léttir af ótta- og angistarhríðum. Og umbreytir stormi í hæglátan blæ.
3. Þótt stormurinn blási og öldurnar æði. Vér óðfluga nálægjumst takmarkið þreyð. Þá enduð er sorgin í eilífðar næði. Og aflokið ferðinni, gleymd sérhver neyð.Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.10.2008 kl. 21:41
Fra Ching Mai, Thailandi
Guðrún Magnea Helgadóttir, 14.10.2008 kl. 11:21
Elsku Rósa mín. Takk fyrir góða grein sem veitir manni ró í á þessum erfiðu tímum. Guð geymir þigPs gott að þú ert komin aftur.
Kristín Katla Árnadóttir, 14.10.2008 kl. 11:37
Rósa mín - þetta blogg þitt er snilld - greinilegt að þú kemur aldeilis í flottu formi úr paradís - og Guð blessi þig innilega fyrir þá blessun sem þú ert til annarra!!!
Ása (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 12:10
Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.
Erlingur, það er svo sanarlega verið að kenna okkur lexíu þessa dagana. Vona að við séum mótækileg. Vona að þessi spilling sem hefur fengið að grassera í alltof mörg ár verði stöðvuð.
Við eigu öll að vera jafningjar. Það er boskapur Jesú Krists.
Guðrún Magnea, takk fyrir kveðjuna frá Thailandi
Katla, takk innilega fyrir þín hlýju orð
Ása Gréta, takk innilega fyrir hlý orð Mundu að nú er ég ekki með sama símanúmer og ég var með í Paradís.
Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur styrk og kraft.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.10.2008 kl. 12:51
Sæl og blessuð.
Þennan sálm lærði ég þegar ég var barn og er sálmurinn í uppáhaldi hjá mér enn í dag. Rósa
1. Ég vil byrja með þér, ó, minn Jesús, því þú bætir minn andlega hag. Ég vil byrja með bæn og með lofsöng, Er af blundi ég vakna hvern dag.
Kór: Ég vil byrja með þér ó, minn Jesús, Ég vil byrja og enda með þér. Öll mín daglegu störf. Ó hve dýrmæt Er þín dásamleg nærvera mér.
2. Ég vil byrja með þér, ó, minn Jesús, Meðan bernskunnar vordagur skín. Æ, hví ætti' ég þín ekki að leita, Fyrr en ellin er komin til mín?
3. Ég vil byrja með þér, ó, minn Jesús, Og ég bið þig að varðveita mig. Við hvert fótmál svo ljúft þú mig leiðir, Sál mín lofar og vegsamar þig.
4. Ég vil byrja með þér, ó, minn Jesús, Og ég bið þig að vera hjá mér, Með þér einum ég glaður vil ganga, Því að gleðina finn ég hjá þér.
5. Ég vil byrja með þér, ó, minn Jesús, Þegar brunninn minn lífskveikur er, Lát mig sofna með söng mér á vörum, Lát mig sofna - og vakna hjá þér!
Conrad Björkmann _ S.S.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.10.2008 kl. 13:08
Þú kemur aldeilis fersk úr paradís vertu velkomin elsku vinkona búin að sakna þín!
Frábær lesning og ef ekki nú þá aldrei, biblían er svo sannarlega öll að rætast og nú er tími undirbúnings!
Jesús kemur Jesús kemur sjáið ljósdýrð lausnarans, allar heimsins þjóðir skulu krjúpa fyrir nafni hans
Hann með Guðdómlegum krafti sveiplar sverði sannleikans, með sigri fer hann framm.......
Dýrð sé Guði hallelúja..........
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 14.10.2008 kl. 19:58
knús á þig og eitt ljúft fallegt bros
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.10.2008 kl. 20:52
Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.
Kæra Bryndís. Vantaði einhvern varg á bloggið þegar ég var ekki? Nú er aldeilis mikið að gerast. Mér var sagt að forseti eða forsætisráðherra Frakklands hafi sagt að nú þyrftum við að fá gjaldmiðil sem væri gegnsær. Þessi gjaldmiðill sem þjóðir heims væru að nota núna væri ónýtur. Gegnsær, ef við komum í búð með kort þá veit engin hvað við eigum mikið í raun en þegar merkið verður komið á hægri höndina eða ennið þá getur engin veðsett eignir sem eru bara til á pappírum.
Dásamlegur texti sem þú skrifar. Við fengum gesti frá Eyjólfsstöðum á Héraði á sunnusaginn á samkomu og við sungum og sungum. Gestirnir okkar eru í Kristskirkju og eru mikið kunnáttufólk í tónlist og söng. Þetta var magnað.
Kæra Linda. Sömuleiðis og hafðu það gott.
Kæri frændi. Búin að senda þér skilaboð. Sömuleiðis gott að eiga góðan frænda.
Hér eru nokkur ritningarvers:
Jesús sagði: "Hverja þá bæn, sem tveir yðar verða einhuga um á jörðu, mun faðir minn á himnum veita þeim." Matt. 18:19.
Jesús sagði: " Biðjið og yður mun gefast. leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upplokið verða." Matt. 7:7.
Jesús sagði: " Biðjið, og þér munuð öðlast, svo að fögnuður yðar verði fullkominn." Jóh. 16. 24.
Jesús sagði: "Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrgðar og ég mun veita yður hvíld." Matt. 11: 28.
Jesús sagði: "Yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki." Matt. 6. 32.-33.
Guð blessi ykkur og varðveiti.
Guð blessi Ísland og alla Íslendinga nær og fjær.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.10.2008 kl. 23:13
Yndisleg lesning Rósa, sem endranær. Takk innilega fyrir frábæra færslu!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.10.2008 kl. 23:30
Kæra vinkona: Ég tek undir með síðasta ræðumanni.
Þú ert blessuð manneskja Rósa.
Sigurður Þórðarson, 14.10.2008 kl. 23:47
Færist yfir mann friður og ró að lesa þitt blogg Rósa mín hafðu það ljúft Elskuleg og guð geymi þig
Brynja skordal, 15.10.2008 kl. 00:29
Sæl og blessuð Guðsteinn, Siggi og Brynja.
Takk fyrir innlitið og blessunaróskir.
Með Guðs hjálp munum við ná landi á ný eftir að hafa verið á siglingu í miklu ölduróti.
"Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá." Sálm. 37: 5.
"Á hagkvæmri tíð bænheyrði ég þig, á hjálpræðisdegi hjálpaði ég þér.
Nú er hagkvæm tíð, nú er hjálpræðis dagur." 2. Kor. 6.2.
Guð blessi ykkur og varðveiti
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.10.2008 kl. 01:25
"Ákalla mig á degi neyðarinnar, og ég mun frelsa þig, og þú skalt vegsama mig." Sálm. 50:15.
"Verið því ekki hyggir, því að gleði Drottins er hlífiskjöldur yðar." Neh. 8:10.
"Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður." 1. Pét. 5.7.
"Ver þú hughraustur og öruggur! Lát eigi hugfallast og óttast eigi, því að Drottinn Guð þinn er með þér í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur." Jós. 1:9.
Guð blessi alla Íslendinga nær og fjær.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.10.2008 kl. 01:30
Frábær pistill hjá þér Rósa
Guðrún Sæmundsdóttir, 15.10.2008 kl. 17:27
Sæl Rósa mín og velkomin aftur í bloggverölina! Það er eina og að setjast niður yfir góðri máltíð og næra sig þegar maður les þessa frábæru pistla. Ní var það í fyrsta skiðti að ég kannaðist við svolítið sem ég las úr í Biblíunnu, Alt er hégómi og eftir sókn eftir vindi. Hann prófaði allt og ef predikarinn er sönn saga er þar komin viðurkenning Biblíunnar á lífi eftir þetta lif.
En Pistillinn er algjör snilld eins og þín er von og vísa.Þú ert alveg einstök í einlægni þinni við trú. En mér líður vel af að lesa þessa pistla. Ég er ekki komin með þá hugarró sem þarf til að vera trúaður.
Ég frekar nærist einhvernveg af lestrinum. 'eg var að enda við að skrifa eina færslu sem eru hugrenningar mína um hvað olli þessari kreppu.
þær eru byggðar á sannsögulegum heimildum, enn auðvitað get ég ekki sannað neitt né myndi nokkurntíma reyna,.
Hann takk fyrir pistillin..
Óskar Arnórsson, 16.10.2008 kl. 07:57
Sæl vinkona og velkominn heim úr " útlegðinni " . Þú hefur greinilega haft gott af því að fara í þessa klössun, nú er bara að fylgja þessu eftir og vera dugleg með fyrirbyggjandi viðhald.Pistillinn var fínn hjá þér. Meira af svona.
Ég hef nú að mestu haldið mig til hlés í öllu þessu fári hér á blogginu, hef lagt meiri rækt við heimasíðuna mína að undanförnu.En kíki þó á bloggið við og við.
Kær kveðja.
Ari Guðmar Hallgrímsson, 16.10.2008 kl. 08:32
Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.
Guðrún mín, takk fyrir. Áfram Ísland.
Óskar minn, það er eftirsókn eftir vindi að eignast allt og allt. "Nakinn kom ég af móðurskauti og nakinn mun ég aftur þangað fara. Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins. Jobsbók 1:21 Við förum ekki með veraldlegar eigum með okkur þegar við förum frá þessari jörð og þurfum að svara til um líf okkar.
Ari minn, það var flott að vera í Paradís. Fer þangað aftur seinnipartinn í nóv. í smá hitting og þannig verður það næstu þrjú árin. Vantar tengil á heimasíðuna þína fyrir bloggfélaga þína? Ég vona að nú sé vor á Íslandi í mannlegum samskiptum. Vona að spilling, hroki og dramb heyri sögunni til en ég svosem er nú ekkert bjartsýn með það. alltaf þegar blæs á stjórnarfólkið þá er kallað á hjálp frá almúganum eins og með þjóðarsáttina en svo megum við eiga okkur þegar þeir gátu áfram viðhaldið spillingunni. En ég vona og vona að það sé betri tíð með blóm í haga.
Guðlaugur minn, gott að þú kvartar ekki þegar ég kem inná síðuna til þín og hvæsi.
Munum að boðskapur Jesú Krists var að allir eiga að vera jafnir.
"Varpa áhyggjum þínum á Drottin, hann mun bera umhyggju fyrir þér, hann mun eigi að eilífu láta réttlátan mann verða valtan á fótum." Sálm. 55:22
Guð veri með ykkur kæru vinir
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.10.2008 kl. 11:52
Stórt faðmlag Rósa mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 16.10.2008 kl. 12:25
Sæl vertu Rósa mín! Það er nú meiri krafturinn í þér.... Gott innlegg hjá þér hér á blogginu. Dugleg að vitna um ljósið og benda á lausn á vandamálum sem fylgja kreppu þjóðarinnar. Benda á vitaljósið skæra sem lýsir í óveðrinu og myrkrinu. Þú hefur greinilega verið dugleg að taka inn lýsið þitt á verkstæðinu. Hafðu það gott og haltu því áfram. Verðum í bandi.
Bestu kveðjur frá Hafnarfirði. Hanna Rúna
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 16.10.2008 kl. 19:01
Takk fyrir mig, orð í tíma töluð - nú er vissulega dagur neyðarinnar og HANN mun frelsa okkur.
Ragnar Kristján Gestsson, 16.10.2008 kl. 19:08
Sendi þér baráttukveðjur á Norðurhjara Veraldar og Guð blessi þig Rósa mín. Ævinlega sammála
Kristinn Ásgrímsson, 16.10.2008 kl. 23:48
Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.
Katla mín, kærar þakkir
Hanna Rúna Nú er gott að vera ljóssins börn og eiga ljós til að lýsa sér í þessi óveðri og myrkri. Hátt skal hefja ljósið nú, Vel það skína skal. Tek inn lýsi og allskyns vítamín í von um meiri kraft og orku.
Ragnar minn, já það er neyð hjá mörgum núna og þá þarf að koma með ljósið = Jesú Krist til þessa fólks svo þau öðlist nýjan kraft og nýja sýn.
Kristinn minn, gott á fá baráttukveðjur hingað á hjara veraldar. Datt í hug sunnudagaskólakórinn sem við hefðum átt að syngja á Alþingi saman, minnir þegar Þorgerður Katrín var eitthvað að pukrast við að finna eitthvað nýtt orð og hætta að nota orðið kristin gildi. Sem betur fer fann hún ekkert nýtt orð.
Guð blessi ykkur og varðveiti og gefi ykkur og þjóðinni allri sinn frið.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.10.2008 kl. 01:09
:,: Þetta er mitt litla ljós, vel það skína skal:,:
Skína skal, skína skal, skært það skína skal.
:,:Enginn blása burt skal ljós, vel það skína skal:,:
Skína skal, skína skal, Skært það skína skal.
:,:Skal ég skyggja á ljósið? Nei. Vel það skína skal:,:
Skína skal, skína skal, skært það skína skal.
:,: Hátt skal ljósið hefja nú. Vel það skína skal:,:
Skína skal, skína skal, skært það skína skal.
Inez Anderson – S.P.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.10.2008 kl. 01:13
Lýstu sem vitaljósið skært
Sem að öðrum lýsir leið um lífsins brim og sker,
Lýstu sem vitaljósið skært
áttu góðan dag Rósa mín
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 17.10.2008 kl. 07:47
Sæl og blessuð kæra Hanna Rúna og takk fyrir innlitið.
Dásamlegur kór sem þú skrifaðir hér ofar. Passar vel inní kringumstæðurnar okkar dag.
"Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi." Sálmur 23.
"Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá." Sálmur 37: 5.
"Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss?" Róm. 8: 31.
Guð blessi þig og þína
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.10.2008 kl. 21:48
Ég ætla að senda þér mail Rósa og þakka aftur fyrir snilldarpistil. Nú er é búin að lesa hann nokkrum sinnum.því það gefur mér vellíðan að lesa svona pistla. :)
Óskar Arnórsson, 19.10.2008 kl. 00:10
Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.
Helga mín, sömuleiðis takk fyrir spjallið í gærkvöldi. Við erum flottar saman og mér finnst þú yndisleg og frábær. Ef einhver vill segja eitthvað annað, þá láttu það út um hitt.
Óskar minn, gott að Guðsorðið gefur þér vellíðan. "Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum." Sálmur 46:2.
"Óttast þú eigi, því að ég er með þér. Lát eigi hugfallast, því að ég er þinn Guð. ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig með hægri hendi réttlætis míns." Jes. 41:10.
"Augu Drottins hvarfla um alla jörðina, til þess að hann megi sýna sig máttkan þeim til hjálpar, sem eru heils hugar við hann." 2. Kron. 16:9.
Guð blessi ykkur og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.10.2008 kl. 00:47
Jesús sagði: "Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu sinni?" Matt. 16:26.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.10.2008 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.