KLUKK - VESEN

 

Guðlaug Helga bloggvinkona mín skoraði á mig áður en ég fór að heiman í byrjun sept. Þá vannst mér ekki tími að svara þessu veseni og svo skoraði Úlli bloggvinur minn á mig líka á meðan ég var í Paradís. Ég hélt að þetta væru vinir mínir, Errm GetLost Frown hóst, hóst, jarí, jarí og úl, la, la. GetLost

Kom heim í gærkvöldi ásamt tveimur ungum stúlkum og við förum aftur á morgunn. Faðir minn  kemur einnig með á morgunn og við fegðin munum dveljast í Paradís næstu þrjár vikurnar ef Guð lofar. Happy

 

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

SíldarsöltunHeart  skemmtilegt en hrikalega erfitt (byrjaði að salta þegar ég var barn, saltaði hámark í tvær tunnur þegar þær fljótustu voru með 20 tunnur. Þakka fyrir að hafa aldrei farið á eftir síldinni ofan í tunnurnar. Ég var styttri en núna Smile og þurfti þá að vega salt á tunnunni á meðan ég var að raða neðstu lögunum. Þetta hafðist allt með þrjóskunni og tóri ég enn) Happy 

Fiskvinnsla, saltfiskverkun, loðnubræðsla, síldar- og loðnufrysting

Saumastofur, gaman, gaman. Heart

Hagkaup Skeifunni, búsáhaldadeild Heart

 

Fjórar bíómyndir sem ég held uppá:

Líkklæði Krists. Heart

Krossinn og hnífsblaðið, sá hana síðast nú í ágúst hjá Bróðir Clifford.

The Passion of the Christ, Heart Mel Gibson.  Átakanleg mynd.

Moses, Burt Lancaster

Ein barnamynd í Bónus HeartHeartHeart

The Chronicles of Narnia, Walt Disney Pictures and Walden Media

Bókin: Ljónið, Nornin og Skápurinn var gefin út af Almenna Bókafélaginu í Reykjavík1984. Myndi var gefin út á dvddisk af Sammyndir.

Bý á hjara veraldar þar sem er ekki í boði að fara í bíó!!!! Grin

 

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

Húsið á Sléttunni Grin

Dallas Grin

Kitty, Kitty bang, bang   Grin

Úlfasumar Happy Sýnd 11. sept. sl. í Ríkissjónvarpinu. Vistmenn Paradísar nutu þess að vera saman og horfa á þessa mynd. Happy Norsk verlaunamynd frá 2003 um stúlku sem vingast við úlfynju og ylfing hennar og reynir að bjarga þeim frá bændum sem vilja þau feig. Fimm stjörnur. Stelpan var mögnuð.

 

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Fyrir utan HeartVopnafjörðHeart þar sem ég er fædd og uppalin.

Reyðarfjörður Heart

Flateyri og Garðar við Önundarfjörð

Akureyri Heart

R-vík og Kópavogur

 

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríi:

Norðurlöndin

Bandaríkin og HeartKanadaHeart

HeartÍsraelHeart

Bretland

 

Fjórar síður sem ég skoða daglega: (fyrir utan bloggsíður)

Gospel.is

Krossinn.is (þar fer ég inná Biblían og næ í ritningastaði fyrir bloggsíðuna mína)

Islendingabok.is Happy

Vopnafjordur.is

 

Fernt matarkyns sem ég held uppá:

Jólamatseðillinn hjá okkur: Tounge 

Hamborgarahryggur með hvítri sósu og Londonlamb með brúnni sósu ásamt nóg af meðlæti

Heimatilbúinn Frómas

Hangikjöt með jafning, baunum, rauðkáli, laufabrauði og allskyns gúlmolaði

Kótelettur í raspi með almennilegu meðlæti

 

Fjórar bækur/blöð sem ég les:

BIBLÍAN Heart

Biblíulykill Happy

Námsbækur Smile  Úff

Orðabækur Grin Úff, úff

 

Fjórir staðir sem ég helst vildi vera á núna:

Fyrir utan HeartHimnesku JerúsalemHeart 

Ísrael, InLove á söguslóðum. Gaman væri að fara þar sem álitið er að Jesús hafi verið skírður en þá þarf leyfi því sá staður er á Jórdönsku svæði.

Alaska. Bróðurdóttir mín er þar í Biblíuskóla. Sjá netslóð í dálki höfundar á bloggsíðunni minni.

InLove Kanada - Vancovereyja InLove

Færeyjar - Grænland - Jan Mayen -Svalbarða  og ég gæti talið endalaust upp. Vantar money!  Er ekki í sömu stöðu og sumir sem geta eytt 5 milljónum í ferðalög á kostnað okkar án þess að blikna né blána. Frown   Ætli ég yrði ekki eins ef ég kæmist í kjötkatla ríkisins! FootinMouth = Tala af sér.

 

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

Whistling (Frændur eru frændum verstir en bestir þegar á reynir) Halo

Guðlaugur Hermannsson

Benedikt Halldórsson

Eyþór Arnalds

Ragnheiður Arna Arnarsdóttir

Veit ekki hvort búið sé að klukka frændsystkinin mín.  Ef búið er að klukka þau þá vonast ég til að fá einhverja sjálfboðaliða til að hlaupa í skarðið. HeartÁsa Gréta EinarsdóttirHeart er örugglega viljug að redda frænku sinni.

 

Fáeinar mataruppskriftir í BÓNUS. Átti þetta á tölvunni og læt þetta fjúka án ritskoðunar. Ef þetta er eitthvað klikk þá kvartið við Guðlaugu Helgu og Úlla. Grin Þau skoruðu á mig og voru að láta mig rifja upp eitthvað hættulegt, uppáhalds mat og þvíumlíkt. Þvílíkt og annað eins og þvílík mæða að eiga svona bloggvini. Grin

Skinkuréttur

Campellssúpa=Sveppasúpa í dós

Skinkubréf

1peli rjómi

franskbrauð/heilhveitibrauð

grænn aspas

sveppir

ostur

Súpan í pott + 1 peli rjómi og aspassafinn. Þetta er hitað. Síðan er skinkan, aspasinn og sveppirnir sett út í. (Má sleppa sveppum) Rifið brauð sett í eldfast mót og súpunni hellt yfir. Ostur rifinn og stráður yfir+brauðraspur úr rauðum paxopökkum ef vill.

Hiti 200 °C þangað til byrjar að sjóða og ostur tekur lit.

Camenbert brauðréttur

Franskbrauð/Heilhveitibrauð

1 Camembert ostur

1 peli rjómi

1 bréf skinka

1 lítil græn paprika

1 lítil rauð paprika

Camembert og rjómi hitað saman þar til osturinn bráðnar. (Veitt uppúr húðin utan af ostinum) Því er hellt yfir brauðið. Skinkan og paprikan skorin í bita og sett yfir. Að lokum eru ostsneiðar lagðar ofan á.

Pasta með skinku, lauk og rjóma

Hráefni

                                 300-400 gr. pasta                                       

                                 ¼ rjómi                                   

5-6 skinkusneiðar

½ - 1 laukur

1 egg

Aromat krydd 1- 1 ½ tsk.

Steikingarolía

(Má líka nota ananasbita + gular baunir)

Aðferð: Pasta, Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka, hellið soðnu pastanu í sigti og látið kólna í skál. Þegar pastað er orðið volgt, setjið þá hrátt eggið út í pastað og hrærið því saman.

Sósan

Léttsteikið skinkuna í örlítilli olíu og takið svo skinkuna af pönnunni, notið sömu aðferð með laukinn. Hellið rjómanum á pönnu, bætið skinkunni og lauknum saman við rjómann og látið krauma við lágan hita, kryddið sósuna með aromati. Hrærið stöðugt í þar til sósan þykknar. Hitið sósuna saman við pastað. Berið fram með hvítlauksbrauði.

Kornflexkaka

4 eggjahvítur

200 gr. sykur

2 bollar kornflex

1 tsk. lyftiduft

150 °C í 1 klst. Milli botna ¼ peli rjómi, vanilludropar og 1 msk. sykur.

 

Peruterta

3 egg

300 gr. sykur

1 dl. heitt vatn

1 tsk. lyftiduft

150 gr. hveiti

Bakið í stóru tertuformi ( Einn botn, krem og perur)

Krem

2 eggjarauður 

1 bolli flórsykur

1 stk. suðusúkkulaði-brætt

2 dl. rjómi-þeyttur

Eggjarauður og flórsykur þeytt saman. Brætt súkkulaði (passa hita) og rjóma hrært út í.

Heilhveiti Svampbotn

3 egg

150 gr. púðursykur

150 gr. heilhveiti

1 ½ tsk. lyftiduft

Bakist við 180-200°C í c.a. 20-30 mín. Botninn bleyttur með safa. Rjómi og sulta sett á milli botnana. Rjómi settur ofan á, ásamt skreytingu.

       Rabbabarapæ, uppskrift frá Finnlandi. 

                                       ½ kg. rabbabari                                         

2 dl. sykur

 

100 gr. smjörlíki

½ dl. sykur

2 dl. hveiti

Aðferð: Rabbabari settur í eldfast mót og sykri stráð yfir að vild. Smjörlíki, sykur og hveiti sett í skál og hnoðað og stráð yfir. Bakist við 225°C í rúmar 30 mín. Borið fram með ís og rjóma. Ábyggilega ekki verra að nota púðursykur.   

Rósa Aðalsteinsdóttir síung og kát.                      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Guðlaug mín.

Þú ert ekkert hrædd við hina bloggvinina mína, það les ég úr innlegginu þínu.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.9.2008 kl. 15:15

2 identicon

Sæl Rósa.

Er þetta orðinn einhver Matar og Megrunarþáttur.

Gaman að fá þig í hópiin

Guð veri með þér alla daga.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 15:30

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Maður kemur ekki að tómum kofanum hjá þér Rósa mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2008 kl. 15:37

4 identicon

Já - þú droppar bara inn með stæl Rósa mín...hehe.....ekkert smá fjölbreytt bloggið hjá þér núna!!!

Ása (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 15:46

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir Vestfirðingar.

Sæll Þórarinn. Já þetta er orðinn matarþáttur  en þessar uppskriftir eru nú ekkert megrandi að mínu áliti en Heilhveititertan er ágæt. Þegar ég var í denn á Náttúrulækningarstofnuninni í Hveragerði þá var þessi terta höfð á sunnudögum fyrir vistmenn. 

Sæl Ásthildur. Ekkert af þessu er til hérna eins og er. Ef þú kemur í heimsókn þá er ekkert almennilegt til.

Sæl Ása Gréta. Vona að þú hoppir í skarðið ef hin frændsystkinin geta ekki verið með í þessu Klukk-veseni. Ég treysti á þig.

Guð veri með ykkur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.9.2008 kl. 16:02

7 identicon

Ehemmm - þú leggur mikla ábyrgð á herðar frænku þinni Rósa mín!

Hef nú engar áhyggjur af þessu svo sem - viss um að frændsystkinin standa sig með sóma!!!

Ása (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 17:05

8 identicon

Kittý,Kittý bang bang hahahahha.Ég sá þá skemmtilegu mynd nokkrum sinnum.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 17:06

9 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Uss þú kannt að svara til baka,nú hef ég enga afsökun fyrir að baka ekki né elda mikið.Það er ekki mín sterka hlið eins og sést á kappa,enda svo horaður að það má bráðum bara fleygja mér eins og hverju öðru rusli.

En ég hef alltaf notað kjörorðið að ég éti til að lifa ekki lifi til að éta.

Bestu kveðjur Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 20.9.2008 kl. 17:09

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Hér er hörku fjör. Best að fylgjast með.

Takk fyrir innlitið.

Sæl Ása mín. Þú veist að frændur eru frændum verstir en bestir þegar á reynir. Í rauninni hef ég engar áhyggjur hvort fólk ætlar að halda þessum klukk-vesen leik áfram. Ég allavega er búin að gera mitt. Er að vona að ég sjái Benedikt aðeins á blogginu en hann er búinn að taka sér gott sumarfrí.

Sæl Birna mín. Þegar ég átti að svara þessu með sjónvarpsþætti og fleira þá kom galsinn uppí mér. Nennti ekki að svara Útsvar, Þættir með Evu Maríu. Ýmsir góðir þættir en mig langaði aðeins að brjóta þetta upp og koma með eitthvað eldgamalt eins og Húsið á Sléttunni og Kitty, Kitty, bang, bang. Það var magnað að horfa á þann þátt.

Sæll Úlli minn. Ég held að við ættum að skora á meðbloggara að koma með fitandi mataruppskriftir svo þér verði nú ekki fleygt eins og hverju öðru rusli. Það væri nú gáfulegra en þetta klukk-vesen. Þú þarft endilega að bjóða þér í mat til Ásu Grétu frænku minnar. Hún kann að elda konan sú. Þú skrifar ekki í gestabókina hennar. Kom hálfur, fór tómur.

Flott kjörorð. Fer með það með mér yfir í Paradís á morgunn. Nauðsynlegt að leyfa fólkinu þar að heyra svona djók.

Guð veri með ykkur í öllu sem þið takið ykkur fyrir hendur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.9.2008 kl. 19:24

11 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Hæ hæ Rósa.

Guð blessi þig og þína.

Farðu vel með þig.

Bestu kveðjur Jenni.

Jens Sigurjónsson, 20.9.2008 kl. 19:42

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir strákar og takk fyrir innlitið.

Sæll Jenni minn. Tókstu eftir að ég skrifaði að ég vildi vera í Kanada. Átti að skrifa fjóra staði en það hefði líka verið hægt að tvískipta þessu, fjórir staðir á Íslandi og fjórir erlendis.

Sæll kæri frændi. Það verður gaman að lesa klukk-vesen færsluna frá þér. Frændur eru frændum verstir en bestir þegar á reynir.

Guð veri með ykkur í öllu sem þið takið ykkur fyrir hendur.

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.9.2008 kl. 20:09

13 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ditta mín.

Ég hef haft gott af veru minni í Paradís og stefni á að verða heilbrigð svo ég verði ekki endalaust baggi á þjóðfélaginu mínu.  Það er mikill léttir að pabbi fari með mér á morgunn því það hefði verið svo erfitt að vita af honum einum hér. Bróðir minn var eina viku lengur í fríi svo pabbi yrði ekki einn. Þannig að þetta voru bara örfáir dagar sem hann var hér einn í húsinu. Finnst erfiðast að vita af honum einum á næturnar.  Hinn bróðir minn + fjölsk. búa í næsta húsi svo það var líka léttir.

Gott að heyra að allt sé í orden hjá þér.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.9.2008 kl. 21:22

14 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og góðar ljúfar kveðjur.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.9.2008 kl. 22:10

15 identicon

Jæja Rósa mín ....bara fjör hérna megin ....þú ert rosaleg og heitir Rósa.....hehe......bara farin að senda ókunnugt fólk í mat til mín....úps...ég sýp hveljur....hvað heldurðu að Maggi frændi þinn og eiginmaður minn segi....ókunnugur karlmaður kemur í mat á vegum Rósu frænku...???....ég get alveg gefið þér uppskriftir......hmmm.......er það ekki bara snilld...???

En þetta með að hlaupa í skarðið í klukkinu - heldurðu ekki að ég hafi verið "klukkuð" í kvöld af einum bloggvininum og fyrrverandi sveitunga mínum!!!

Ása (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 22:39

16 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælar stelpur mínar og takk fyrir innlitið.

Linda mín, takk fyrir fallegar kveðju.

Ása mín, frændi minn er mjög jákvæður og er alltaf til í að vinna kærleiksverk fyrir Guð. Okkur veitir nú ekki af að vinna okkur inn prik hjá almættinu.

Betra að fá góða súpu en að súpa hveljur.

Guð veri með ykkur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.9.2008 kl. 23:16

17 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Hæ Rósa mín mikið hef ég saknað þín, svo koma bara uppskriftir og alles, takk fyrir það!

Þú ert vonandi að blómstra í paradís!

Gangi þér vel og Guð geymi þig njóttu helgarinnar! 

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 20.9.2008 kl. 23:48

18 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl mín kæra.

Já ég er að blómstra í Paradís. Verð nú að bera nafnið mitt með stæl. Er búið að klukka þig???

Guð veri með þér kæra vinkona.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.9.2008 kl. 00:04

19 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Þegar stórt er spurt er fátt um svör. Paradís er í Eyjafirði.

Gangi þér vel með að finna fórnalömb í klukk-vesen leiknum.

Guð veri með þér.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.9.2008 kl. 00:21

20 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Mikið er ég búin að sakkna þín her í bloggheimum, kemur þú alkomin eftir 3 vikur. Girnilegar uppskriftirnar hjá þér, þetta er bannað hjá mér í lífsstílnum.

Guð veri með þér Rósa mín og njótið ykkar í paradis

Kristín Gunnarsdóttir, 21.9.2008 kl. 06:50

21 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl mín kæra.

Já við komum heim eftir þrjár vikur eftir dekur og dásemd í Paradís. Ég mun send þér uppskriftir sem ég veit að munu henta þér. Heilhveititertan er ekki á bannlista. Hún var borin fram á sunnudögum á Heilsuhælinu í Hveragerði þegar ég var þar í denn.

Megi algóður Guð vera með þér.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.9.2008 kl. 09:41

22 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Í fyrsta lagi er þetta flottasta "klukk" sem ég hef séð um bloggheima.

Í öðru lagi mun ég prófa þessar uppskriftir þínar og læt þig vita hvað mér finnst.

Guð blessi þig "litla" systir. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.9.2008 kl. 12:05

23 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll kæri Guðsteinn stóri bróðir miðað við hæð en ekki við aldur.

Hugsaðu þér þessa bloggvini að vera að plata mig í svona lagað. Ég sem hélt að þau væru bloggvinir - vinir.

Finnist miklu viskulegra og skemmtilegra að senda áskorun á 4 bloggvini að koma með mataruppskriftir. Sumar fitandi og aðrar hollar fyrir lið eins og mig.

Vona að þú og Mofi hafi fengið bréfið frá mér og nú skal ég drífa mig að senda hitt bréfið sem ég sagði þér frá í síðasta spjalli.

Guð blessi þig og þína.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.9.2008 kl. 12:45

24 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gangi þér vel elsku Rósa mín og stórt knús til þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.9.2008 kl. 18:14

25 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Rósa mín............hvernig væri að bjóða mér með í Paradís????????????????????

gangi ykkur feðginunum sem allra best       óska samt eftir heimilisfangi í Paradís.  Held að mér veiti ekkert af því.......Þín  bloggvinkona

Erna Friðriksdóttir, 22.9.2008 kl. 15:05

26 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælar stelpur.

Takk fyrir innlitið og hlýjar óskir.

Búin að þræla heilmikið í dag. Hjóla í 40 mín, ganga 2 kílómetra, sundleikfimi og ýmislegt fleira. Við vorum líka að útbúa mat og í dag vorum við með Spínatpönnukökur, salat og hrísgrjón. Uppskriftin er í annarri matreiðslubókinni sem Hjartavernd gaf út.

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.9.2008 kl. 15:36

27 Smámynd: Þormar Helgi Ingimarsson

Sæl Rósa. Ég vissi ekki að þú værir með matreiðslu kennslu á síðunni þinni. Engu að síðu takk fyrir þin skrif.

Guð blessi þig í Jesú nafni. AMEN.

P.S. Haltu áframm að elska Jesú og aðra menn.

Þormar Helgi Ingimarsson, 22.9.2008 kl. 18:37

28 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Nú er það svart.

Vona að það birti hjá þér.

Guð blessi þig.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.9.2008 kl. 08:26

29 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll frændi.

Dásamlegt, sólin skín bæði úti og eins í hjartanu. Guð er góður við okkur að leyfa okkur að vera hér hjá þessu yndislega fólki.

Guð blessi þig og þína.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.9.2008 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband