Leystur úr viðjum


Christian Glitter by www.christianglitter.com

 

Leystur úr viðjum

SÖNN FRÁSÖGN

Þýtt og endursagt. Garðar Loftsson.

Offsetstofan

FRÁ EITURLYFJUM OG ÁFENGI INN Í DÁSAMLEGT FRELSI

 

Guð gerði kraftaverk, þegar hann umbreytti mér æskumanni gjörspilltum og eins og dregnum upp úr víti, í nýja sköpun í Kristi.

Í 1460 daga var ég undir áhrifum eiturlyfja, drukkinn eða sjúkur.  Eftir misheppnaða sjálfsmorðstilraun reikaði ég niður götuna og inn í Hvítasunnukirkju, þar sem ég fann þá hjálp sem ég þurfti.

En svo að ég snúi mér að byrjuninni, þá tilheyrði ég tíu manna fjölskyldu, sem lifði í fátækrahverfi í Oakland í Kaliforníu. Við krakkarnir fengum leyfi til að fara okkar eigin ferða í borginni. Afleiðing þess varð sú, að brátt lærði ég þá siði, sem ekki eru hollir litlum dreng. Ég var alinn upp í heimili, þar sem engin Guðs trú var, og aldrei hafði ég farið í kirkju á ævi minni. Ég hafði aldrei heyrt sagt frá Jesú, sem dó á krossi fyrirsyndara eins og mig.

Þrettán  ára gamall var ég líkur flestum öðrum drengjum á því reki, með mikinn hárlubba, reykti sígarettur og blótaði mikið, svipað og aðrir félagar mínir.

Hinir raunverulegu erfiðleikar byrjuðu, þegar ég var 15 ára. Tveir skólafélagar mínir töldu mig á að taka nokkur „skot." Þeir gáfu mér nokkrar pillur og sögðu, að ef ég tæki þær inn, mundi ég verða „hátt uppi," sem þeir kölluðu svo. Ég tók pillurnar inn. Hver taug og vöðvi líkama míns örvaðist af eitrinu. Mér leið harla vel meðan áhrifin verkuðu. En daginn eftir var ég mjög aumur með ógleði, líkt og ég hefði flensu. En langt um verri hinum líkamlega sársauka var ákaft þunglyndi og hugarvingl. Ég sagði við sjálfan mig: „Aldrei framar," en ég var talinn á að taka inn pillurnar aftur og lét til leiðast.Innan tíðar var mér ekki við bjargandi. Eftir fjóra mánuði fór ég að lifa í minni eigin sjúklegu litlu veröld.

Sex mánuðum seinna var ég svo farinn að nota þrjátíu pillur daglega. Foreldrar mínir fóru með mig í sjúkrahús til þess að „útvatna" mig. En starfsfólk þeirrar stofnunnar gat ekkert hjálpað mér, og jafnskjótt og ég slapp þaðan, sneri ég mér aftur að eiturlyfjunum. Þegar ég var 17 ára gamall, fékk ég „maríhjúana" vindlinga senda annan hvorn mánuð fyrir um 300 dollara (tæplega 13 000 íslenskar krónur) frá Mexico, til þess að reykja. Um átján ára aldur var ég einnig orðinn drykkjumaður. Stundum þegar ég gat ekki fengið eiturlyf, sneri ég mér að áfenginu, til þess að draga úr höfuðverk og slappa af. Ég man það, að ég drakk oft um hálfan lítra af víni með morgunmat. Þegar  ég var 19 ára hafði ég verið forfallinn „eiturlyfjaneitandi" í fjögur ár, meira og minna sjúkur á líkama og sál.

Ég vildi ekki vera eiturlyfjaneytandi. Ég reyndi oft að hætta, en árangurslaust. Ég ákvað þá að læra hnefaleik. Ég hélt, að ef ég gæti styrkt líkama minn, myndi mér heppnast að berja þetta úr mér. En ekki lánaðist það. Þegar ég fékk mitt gullna tækifæri sem hnefaleikari stöðvaði dómarinn hnefaleikinn í þriðju lotu, vegna þess að ég var undir áhrifum eiturlyfja.

Eftir þetta ákvað ég að fremja sjálfsmorð, því að hvað var nú að lifa fyrir" ég sá bifreið koma eftir götunni með 60 -70 km hraða. Ég hljóp í veg fyrir hana eins fljótt og ég gat. Rétt áður en ég komst að bifreiðinni, snarsveigði hún og slapp framhjá mér.

Þar sem ég stóð á götuhorninu faldi ég andlitið í höndum mér og fór að snökta og andvarpaði: „ „Æ, guð. Æ, Guð." Og þá gerðist það. Eins raunverulega og það gat verið talaði Guð til hjarta míns. Það var ekki heyranleg rödd, heldur eins og hvatning. Hugsun um kirkju hvarflaði að mér. Eitthvað rak á eftir mér: „Farðu í kirkju."

Ég gekk niður götuna, ákveðinn að fara inn í þá fyrstu kirkju, sem yrði á vegi mínum. Og það var einmitt Hvítasunnukirkja. Ég gekk upp tröppurnar og tók í hurðarhúninn, en dyrnar voru læstar. Þegar ég sneri við, heyrði ég rödd kalla: „Sonur, komdu hingað."

Ég leit við, og þar stóð í dyrunum maður,  nokkuð við aldur, með glampa í augum og geislandi andlit. Hann var allt öðruvísi en það fólk, sem ég þekkti. Hann lagði handlegg sinn utan um mig, og við gengum hlið við hlið inn í kirkjuna og tókum okkur sæti, og hann spurði mig: „Sonur, viltu ekki segja mér, hvert er vandamál þitt er?"

Ég var niðurbrotinn, raunamæddur, sjúkur, og ég fór að gráta og sagði: „Ég er genginn af vitinu, ég er eiturlyfjaneytandi. Ég er stórsyndari og þarfnast hjálpar." Hann náði í biblíu og las fyrir mig úr Opinberunarbókinni, 3. kafla og 20. Vers: „Sjá, ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér." Hann spurði: „Óskar þú eftir að frelsast?" Ég leit á hann og sagði með sundurkramið hjarta:  „Ég veit ekki, hvað þú átt við, en ég þarfnast hjálpar."  „Allt í lagi," sagði hann, „við skulum krjúpa niður." Jafnskjótt og kné mín snertu gólfið, gerðist það, að eitthvað brast hið innra með mér. Ég grét og barmaði mér eins og lítið barn. Ég var iðrandi og hryggur yfir syndum mínum. Ég hafði aldrei grátið jafnmikið. Ég hefði heldur aldrei áður fundið jafnmikinn létti. Ég fann, hvernig kraftur og kærleikur Guðs umlukti mig. Þetta varð sjálfur raunveruleikinn fyrir mér. Í tíu mínútur sárbændi ég Drottinn að fyrirgefa mér syndir mínar og þá, eins raunverulega og hugsast gat, talaði Jesús til hjarta míns og sagði: „Sonur, ég fyrirgef þér." Hann hreinsaði mig. Ég reis upp frá stólnum, laus við byrði mína, og mér leið dásamlega vel. Ég var sem nýr maður. Það var eins og Biblían segir: „Ef einhver er í Kristi, er hann ný sköpun, hið gamla varð að engu. Sjá, allt er orðið nýtt."

Já, ég fann frið, kærleika og gleði. Ég byrjaði nú að lifa fyrir Guð, las Biblíuna mína og fór á samkomur.

Ég hefi nú þjónað Guði í fjögur ár, og ég vil ekki skipta á þeim kærleika og friði, sem ég á fyrir neitt af því, sem þessi heimur hefir upp á að bjóða. Ég nota ekki framar eiturlyf og drekk ekki lengur vín.

Þegar Jesús kemur inn í hjartað, breytir hann þér, hann endurnýjar þig. Hann tekur burt allar syndavenjur þínar og gefur þér nýjar vonir og þrá.

Nú predika ég og vitna og segi bandarísku æskufólki, að ég hafi fundið frið og dásamlegt líf í Jesú Kristi.

Þýðandi: Garðar Loftsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir þetta elsku Rósa mín. Alltaf gott að lesa færslurnar þínar. GUÐ gerir kraftaverk á hverri sekúndu.  Kærleikskveðja til þín elskan og guð geym.  Dating 

Ásdís Sigurðardóttir, 1.9.2008 kl. 20:26

2 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Takk fyrir kæra vinkona og systir í Kristi

Guðni Már Henningsson, 1.9.2008 kl. 21:07

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð kæru bloggvinir.

Ásdís mín, ég trúi því líka að Guð er alltaf að gera kraftaverk út um allan heim.

Guðni minn, takk sömuleiðis

Guðlaug mín, já kraftaverkin eru mörg og nú finnur mér til eftir að hafa verið klukkuð. Það er nú ekkert gott að láta flengja sig. 

Svandís mín, byrðin er oft þung. Jesús Kristur hrópaði á krossinum: "Guð minn, Guð minn hví hefur þú yfirgefið mig. Þjáningarnar sem hann leið fyrir okkur getum við aldrei sett okkur inní. Jesús er búinn að vinna lausnarverkið fyrir okkur og þess vegna getum við beðið hann um lausn frá syndum og sjúkdómum. Fyrir hans benjar erum við heilbrigðar.

Svandís mín, mundu svo að vera ekki eins og ég að fiska í Gleymskunnarhafi.

Ég vil benda ykkur á bók sem hægt er að kaupa í Glætunni sem er beint á móti Hjálpræðishernum í R-vík. Bókin heitir "Vegamót - Biblían og tólf sporin" Ég er búin að lesa þessa bók tvisvar og er hún mjög góð fyrir okkur öll þó að þarna sé skrifað um AA samtökin og trúna á Jesú Krist. Við sem höfum ekki fallið fyrir Bakkusi getum sett inn eitthvað annað sem við höfum þurft að glíma við í staðinn.

Ég fór á 12 spora námsskeið hér á Vopnafirði í Lúterskukirkjunni og hafði mjög gott af. Skora á alla sem hafa átt brotið líf, hvort sem það er af völdum Bakkusar eða eitthvað annað sem hinn illi hefur notað gegn okkur til að eyðileggja okkur, að fara á 12 spora námskeið.

"Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða.

Því að hver sá öðlast, sem biður, sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim, sem á knýr, mun upp lokið verða." Matt. 7: 7.-8.

Munið að Jesús elskar ykkur eins og þið eruð.

Takk fyrir innlitið, hlý orð og blessunaróskir.

Guð blessi ykkur og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

P.s.

Glætan bókakaffi | Aðalstræti 9 | 101 Reykjavík | Sími: 511-1180

Vefslóð: http://www.glaetan.is/ Þið getið séð smá sýnishorn á vefslóðinni.

Endilega fylgist með á vefnum ef þið viljið kíkja í verslunina. Glætan bókakaffi þarf að flytja en það er ekki ennþá vitað hvert.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.9.2008 kl. 23:47

4 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 2.9.2008 kl. 00:19

5 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Rósa mín, altaf jafn gaman að lesa bloggið þitt, átakanleg en jafnframt falleg saga. Guð veri með þér Rósa mín

Kristín Gunnarsdóttir, 2.9.2008 kl. 08:58

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það sem er sérstakt við 12.spora aðferðinna er að þar er talað um "æðri mátt" eins og hver og einn skilur hann. Þetta er líklegast stærsta lifandi prógram í veröldinni fyrir fíkla.

 Þessi saga er sérstök að því leyti að flestir lifa ekki þetta af svona langt. Fíklar ná venjulega ekki að fara í gegnum svona harða neyslu og komast í samband vioð lífið aftur. Það er búið að gera kannanir á hvað er öflugasta aðferð til hjálpar fíklum.

Og það er þegar "æðri máttur" er með og fíklar finna hann á einhvern hátt. Ég er virkilega sammála Rósu um að allir hafa gott af þessum 12. spora námskeiðum.

Ég var að fletta á síðu Landlæknis og skoða allt um sortuæxli sem ég fann. Hefur það verið að atast í mér síðustu 5 ár. Og nú er ég að fara í eina skurðaðgerð til. Þá sá ég nokkuð sem ég hélt að væri algjörlega "tabú" hjá læknum á Íslandi. Þar sem þetta krabbamein er eitt það banvænasta sem til er, ef það nær að dreifa sér, og eru dagar manns taldir í flestum tilfellum.

Enn það eru undantekningar sem hafa vakið athygli lækna og þeir geta ekki útskýrt. Sumir læknast fyrir "kraftaverk" og geta vísindi ekki skýrt það út. Átti ég síðast von á að sjá þessa viðurkenningu á "kraftaverkum" á heimasíðu Landlæknisembættissins í Reykjavík. Enn hún er þar! Ætli ég verði ekki eittvað frá eins og venjulega þegar ég er skorinn upp.

Takk fyrir frábæran pistil Rósa mín!    

Óskar Arnórsson, 2.9.2008 kl. 09:57

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Elsku Rósa mín allta gott að lesa bloggið þitt guð verði með þér.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.9.2008 kl. 11:00

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Takk fyrir innlitið, fallegu orðin ykkar og dásamlegar blessunaróskir.

Brynja mín, takk fyrir fallegu tilfinningamerkin. Ég skil þau. Gott að eiga trygga bloggvinkonu.

Kristín mín, takk innilega fyrir trygglyndi þitt.  Það er kvöl þegar fólk lendir út í kantinn í lífinu eins og þessi maður. Því miður eru alltof margir sem eiga sögu eins og hann en hann var lánsamur að fá hjálp og taka á móti lausnarverki Jesú Krists.

Óskar minn, ég er ákveðin að fara einhvern tímann aftur á 12 spora námskeiðið. Þegar námskeiðið byrjaði kom fólk til okkar sem hafði farið á 12 spora námskeið. Þau voru búin að fara á þetta námskeið tvisvar eða þrisvar og voru alltaf að læra eitthvað nýtt. Vona að það gangi vel með að skera burtu sortuæxlið og að það náist alveg fyrir þennan óboðna gest. Ég trúi á lækningarmátt Jesú Krists og þessar setningar sem þú skrifaðir væri nú fínt að skrifa á bloggið hjá Svani lækni og fleirum sem trúa ekki á lækningarmátt Jesú Krists.

Trúbróðir minn á Akureyri greindist með krabbamein að mér minnir í brisi fyrir 7 eða 8 árum og hann lifir enn og er ráðgáta fyrir heilbrigðisstéttina sem segir að þetta eigi ekki að geta gerst. Honum var ekki gefinn mikill tími og ég man eftir einum jólum sem hann var mjög mikið veikur. Ég var með hnút í maganum því ég hélt að nú væri hann að fara. Hann á konu og fjögur börn og yngsta barnið hans var ekki há í loftinu. Minnti á mínar aðstæður í denn.  En trúbróðir minn er gangandi kraftaverk í dag. Svo er verið að þræt við okkur um máttarverk Guðs almáttugs.

Katla mín, takk innilega fyrir þína tryggð við mig.

Guð blessi ykkur og varveiti og gefi ykkur mikla náð.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.9.2008 kl. 13:39

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæl Rósa!

Já, 12.spora kerfið er eitt öflugasta sjálfshjálparkerfi sem til er. Á því er engin vafi. Og það hafa nörg kraftaverkin orðið til með þeirra hjálp.

Ef Landlæknir (bakteríusérfræðingur) segir að kraftaverk séu staðreynd og það sé "vísindalega sannað" með tölum og öllu, þá held ég að það sé bara styrkur fyrir allt og alla, bæði lækna og sjúklinga að vita af því.  Ég veit að kraftaverk eru til og var vittni að einu fyrir mörgum árum...

Kær kveðja..

Óskar Arnórsson, 2.9.2008 kl. 15:17

10 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæl Rósa mín.

Ef þessi vitnisburður snertir ekki við manni þá er ekkert sem snertir við manni.

Bestu kveðjur, Guð blessi þig.

Jenni.

Jens Sigurjónsson, 2.9.2008 kl. 17:43

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir strákar mínir og takk fyrir innlitið.

Óskar minn, sammála þér með 12 spora kerfið. Vinkona mín er á 12 spora námskeiði og hún var að segja mér frá hvað hún var að gera og nú gengur svo vel hjá henni. Ég var alveg himinlifandi eftir samtalið. Ég trúi á kraftaverk og hef sjálf persónulega reynslu af kraftaverki.

Jenni minn, þessi vitnisburður snertir heldur betur við okkur. Guði sé lof að sumir ná að snúa frá þessum harða heimi fíkniefnanna og öllu sem því fylgir. Við missum alltof marga vegna neyslu þeirra.

Guð blessi ykkur og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.9.2008 kl. 20:49

12 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

MySpace and Orkut Hugs Glitter Graphic - 2

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.9.2008 kl. 20:56

13 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Linda mín takk fyrir innlitið og fallegu myndina.

Guðlaugur frændi takk fyrir innlitið og fallegar óskir.

Guðrún Gardínubytta, þú líka og megi almáttugur Guð einnig vaka yfir þér og syni þínum.

Megi almáttugur Guð blessa ykkur og gefa ykkur bjarta framtíð.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.9.2008 kl. 01:11

14 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Frábær vitnisburður um kraft Guðs, líkt og Glifford, það var ekki fyrr en Guð kom inn í dæmið að hlutirnir fóru að ganga upp, við þurfum á æðri mátt að halda hvað sem hver segir.

Rósa mín eigðu góða daga!

Óskar gangi þér rosalega vel og Guð gefi þér styrk og allt sem þarf til að komast í gegnum þetta.

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 3.9.2008 kl. 11:26

15 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælar stelpur mína.

Ditta mín, þakka þér líka fyrir að vera til staðar fyrir mig. 12 sporin eru að virka fyrir mig og þig og fleiri vini mína og þvílík breyting sem verður á fólki. Þú blómstrar eftir að hafa farið á 12 spora námskeið og ég er svo glöð þín vegna. Að kalla Guð "Æðri mátt" þarf að gera fyrir marga því annars stuðast sumir. Fer á sunnudaginn eða mánudagsmorgunn og hlakka mikið til.

Bryndís mín, þetta er blessaður vitnisburður um mátt Jesú Krists. Clifford var í Vestmannaeyjum sl. helgi og verður á Hornafirði um næstu helgi. Sammála þér að við þurfum á "Æðri mátt" að halda sem er Guð almáttugur okkar himneski faðir. Þakka þér fyrir að senda Óskari kveðju. Ég sendi kveðjuna þína í tölvupósti til hans svo þá fær hann örugglega kveðjuna frá þér í dag. Búin að kíkja á myndirnar hjá þér af skvísunum. Það hefði nú ekki verið dónalegt að vera þarna með ykkur og rifja upp gömul kynni við skvísurnar.

Takk innilega fyrir innlitið og takk fyrir frábæran vinskap.

Guð blessi ykkur og varveiti og gefi ykkur mikla náð.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.9.2008 kl. 13:07

16 Smámynd: Elísabet Sigmarsdóttir

Sæl frænka,

Getur þú frætt mig um hana Soffíu, ég þekki hana ekki neitt en fólks sem comenterar hjá mér heldur að ég þekki hana . Mér fynnst ég verði að svara fólkinu 

Elísabet Sigmarsdóttir, 4.9.2008 kl. 11:44

17 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð frænka.

Guðrún Sæmundsdóttir bloggvinkona mín skrifaði pistilinn um Soffíu. Ef fólk er með spurningar varðandi Soffíu þá er best að fara á síðuna hjá Guðrúnu.

Slóðin er: http://alit.blog.is/blog/alit/entry/632662/#comments 

Guð veri með ykkur mæðgum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.9.2008 kl. 12:53

18 Smámynd: Adda bloggar

Glitter Graphics


Adda bloggar, 4.9.2008 kl. 13:58

19 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hjartans knús á þig.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.9.2008 kl. 11:36

20 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Takk fyrir innlitið.

Adda mín, takk fyrir myndina.

Katla mín, takk fyrir góðar óskir.

Guðlaugur frændi, hún Adda bloggvinkona mín var aðeins að punta síðuna hjá mér. Takk fyrir góðar óskir.

Guð blessi ykkur og varðveiti og gefi ykkur mikla náð.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.9.2008 kl. 20:31

21 identicon

Sæl Rósa mín.

Þetta er einn af þessum litsterku vitnisburðum um það að Guði er ekkert um megn. Hann er með alls kyns fólk í þjónustu sinni sem er tilbúið að grípa inní.

Við þurfum aðeins að leita hans.

Takk fyrir birtinguna á þessum góða pistli.

Góður Guð veri með þér.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 11:42

22 identicon

Elsku Rósa - ég hef grun um að margir eigi eftir að sakna þín meðan þú ferð í "viðgerðina" þina og enskunámið!! Ég mun líka sakna þín!!!

Guð blessi þig innilega og umvefji í öllum kringumstæðum.

Knús - þín frænka Ása.

Ása (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 21:13

23 identicon

ps - þú getur sagt Enok frænda okkar að Samúel frændi hans sé núna búinn að stofna sjálfur msn í sinni tölvu og þá geta þeir spjallað saman í friði frændurnir hér eftir.

Ása (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 21:15

24 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Gott kvöld kæru bloggfélagar.

Takk fyrir innlitið, hlý orð og blessunaróskir.

Sæll Þórarinn. Guði er ekkert um megn. Það sýnir þessi vitnisburður og eins vitnisburður Clifford's.

Sæll Guðlaugur frændi.  Ég er mjög lánsöm með bloggvini og vini almennt. Hef aldrei þurft að kvarta undan vinaleysi. Skil ekkert í því hvað ég er vinamörg en ég þigg allar Guðs gjafir.

Sæl Ása frænka. Heldurðu það? Ég hlakka til að fara í "viðgerð" og eins að halda áfram í fjarnáminu sem ég ástunda á hraða snigilsins frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Þar sem ég er ekki með net þá tek ég bara eitt fag og sem betur fer reddast það án nettengingar í þetta sinn. 

Segðu Samúel að drífa sig á samkomu á morgunn því Enok Örn er í Kópavogi. Fjölskyldan fór til Reykjavíkur og svo til Keflavíkur í gær því Katrín Stefanía fór til Minneapólis í gær og til Alaska í dag. Á morgunn verður svo skólasetning en hún verður í Biblíuskóla í vetur. Þetta er sami skóli og Lilja var í hér. Katrín Stefanía var svo lánsöm að fá 10 mánaða dvalarleyfi þannig að hún þarf ekki að sækja um á miðju skólaári. Þetta var algjört bænasvar því þetta er búið að vera heilmikil glíma að redda landvistarleyfi og skólinn að fá réttindi fyrir útlenda nemendur. Konan sem gaf henni landvistarleyfi hefur séð að þarna var ljúfmenni á ferð. Katrín Stefanía ætlar að blogga í vetur og slóðin er hérna efst í dálki höfundar. Setti slóðina þar og einnig slóð á bloggið hjá Lýdíu Linnéu systur Katrínar Stefaníu.

Datt í hug orð þegar ég las innleggið frá Þórarni og er þetta orð til ykkar allra:

"Á yður eru jafnvel höfuðhárin öll talin.

Verið því óhræddir, þér eruð meira verðir en margir spörvar.

Hvern þann sem kannast við mig fyrir mönnum, mun og ég við kannast fyrir föður mínum á himnum." Matt. 10: 30.-32. 

"Eru ekki fimm spörvar seldir fyrir tvo smápeninga? Og þó er ekki einn þeirra gleymdur Guði.

 Hárin á höfði yðar eru jafnvel öll talin. Verið óhræddir, þér eruð meira verðir en margir spörvar." Lúk. 12: 6.-7.

"Og hann sagði við lærisveina sína: "Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta, né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast.

Lífið er meira en fæðan og líkaminn meira en klæðin.

Hyggið að hröfnunum. Hvorki sá þeir né uppskera, eigi hafa þeir forðabúr eða hlöðu, og Guð fæðir þá. Hve miklum mun eruð þér fremri fuglunum!

Og hver yðar getur með áhyggjum aukið spönn við aldur sinn?

Fyrst þér nú orkið ekki svo litlu, hví látið þér allt hitt valda yður áhyggjum?

Hyggið að liljunum, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna. En ég segi yður: Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þeirra.

Fyrst Guð skrýðir svo grasið á vellinum, sem í dag stendur, en á morgun verður í ofn kastað, hve miklu fremur mun hann þá klæða yður, þér trúlitlir!

Hafið ekki hugann við, hvað þér eigið að eta og hvað að drekka, og kvíðið engu.

Allt þetta stunda heiðingjar heimsins, en faðir yðar veit, að þér þarfnist þessa.

Leitið heldur ríkis hans, og þá mun þetta veitast yður að auki." Lúk. 12: 22 - 31. 

Megi almáttugur Guð vera með ykkur og fjölskyldum ykkar.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.9.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband