Bróðir Clifford

Frá mér til þín

- Mögnuð saga Clifford Edwards -

 

Ég fæddist árið 1945 inn í fátæka verkamannafjölskyldu. Við vorum sex systkinin, fimm stelpur og Clifford á ferðalagieinn strákur. Pabbi minn misnotaði áfengi og flestar æskuminningar mínar snúast um ótta og stöðugt hungur. Jafnt sumar sem vetur fór fjölskyldan í langan göngutúr á laugardögum og sunnudögum um það leyti sem börunum var lokað til að veraekki heima þegar pabbi kæmi heim. Ég var lagður í einelti í skóla, bæði afbörnum og fullorðnum. Ég fékk fljótt þau skilaboð að það kærði sig enginn um mig. Ég hafði mjög góða söngrödd og þegar ég var aðeins sjö ára gamall fékk ég að syngja með kirkjukórnum. Það fannst mér gott því að sunnudagarnir voru verstu dagar pabba vegna drykkju og skapvonsku. Pabbi kúgaði fjölskylduna andlega og hélt fyrir okkur vöku nótt eftir nótt langt fram undir morgun. Þegar ég var fjórtán ára hætti ég í skóla og fór að vinna viðmálmsteypu. Ég þótti ekki nógu góður til að komast á samning svo ég hætti og fór að vinna annars staðar. Ég leitaði hamingjunnar en fann hana ekki. Ég söng ennþá í kór og þegar bandaríski trúboðinn Billy Graham kom til Bretlands snemma á sjöunda áratugnum var ég beðinn um að koma með kórnum á samkomu til hans. Þetta var í fyrsta skipti sem ég heyrði fagnaðarerindið og á meðan á samkomunni stóð fór ég að gera mér grein fyrir því að Jesús væri sannarlega sonur Guðs og að hann elskaði mig. Í lok samkomunnar var fólki sem vildiClifford á Höfn í Hornafirði gera Jesú að frelsara sínum boðið upp á bæn. Ég var einn af þeim, en fljótlega eftir að ég kom heim fór ég að lifa nákvæmlega sama lífi og ég hafði alltaf gert og ákvörðun mín rann út í sandinn. Kirkjan mín hafði ekki trú fyrir ameríska trúboðanum né skilning á mikilvægi þess að fæðast á ný andlega. Presturinn minn sannfærði mig um að ég færi til Guðs. Ég hafði verið skírður sem barn og það var vitað að allir meðlimir biskupakirkjunnar færu til himna. Þegar ég var nítján ára fór ég að vinna á börum og næturklúbbum sem söngvari. Ég náði fljótlega nógu miklum vinsældum til að gera þetta að atvinnu minni og mig fór að dreyma um frægð. Ég lofaði sjálfum mér að ég myndi aldrei verða eins og pabbi, ég myndi aldrei snerta áfengi né misbjóða börnunum mínum. Eftir því sem tíminn leið varð drengurinn sem enginn kærði sig um eftirsóttur skemmtikraftur. Eftir eina skemmtunina þar sem allt flaut í kampavíni smakkaði ég áfengi í fyrsta sinn og kunni vel að meta frjálsræðið sem mér fannst vínið veita. Frá þeirri stundu varð áfengi viðamikill hluti aflífi mínu. Áður en langt um leið gat ég ekki komið fram án þess að hafa bragðað áfengi fyrst, en ég gerði mér enga grein fyrir hvílíkt hald áfengið hafði á lífi mínu. Eitt skiptið þegar ég var að syngja datt ég niður af sviðinu og gat ekki haldið áfram því að ég var ofurölvi. Á einni nóttu svo að segja varferli mínum lokið. Ég var alltaf drukkinn og engan veginn hægt að treysta mér.Ég hafði átt nóga peninga og fullt af vinum sem voru alltaf til í að skemmta sér með mér, en þegar frægðin mín og peningarnir hurfu, hvarf allt þettaClifford fólk.Áfengisvandi minn virtist valda öllum skelfingu nema sjálfum mér. Áður en langt um leið gerði ég mér grein fyrir að lífi mínu í vellystingum væri lokið. Það var að mínu mati aðeins ein leið fær og hún var sú að fara til London og reyna að byrja upp á nýtt. En það var enginn tilbúinn til að gefa mér annað tækifæri og ég varð heimilislaus. Margar nætur svaf ég á bekkjum í skemmtigörðum,undir berum himni, drakk og betlaði. Á götunni kynntist ég mörgum mönnum sem voru útigangsmenn eins og ég og höfðu misst alla von. Við eyddum öllum dögum í algjöru iðjuleysi. Í ofanálag keðjureykti ég og var að tapa heilsunni án þess að gera mér grein fyrir að ég ætti við vandamál að stríða. Stundum komu góðgerðarsamtök með mat og föt til að hjálpa okkur. Oft var þetta fólk frá kirkjum sem bauð okkur líka fyrirbæn.Ég hafði verið alinn upp í kirkju og hafði sannfært sjálfan mig um að bænin gerði ekki gagn. Þetta var löngu áður en ég áttaði mig á því að ástæðan fyrir því að bænum mínum var ekki svarað var sú að ég hafði bara aldrei beðið.

Hverju á Guð að svara ef hann er aldrei beðinn?

Eitt sinn var ég á leiðinni til Hjálpræðishersins til að fá gefin föt þegar eldri maður frá Hjálpræðishernum stoppaði mig og sagði: „Hvenær ætlar þú að snúa við blaðinu?" Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég ausið yfir manninn fúkyrðum, en það var eitthvað við þennan mann sem olli því að ég brást ekki til varnar. Mér fannst ég skynja einhvern kærleika og umhyggju frá þessum manni sem ég hafði aldrei fundið fyrir áður. „Hver kærir sig um vonlausan mann eins og mig?" spurði ég. Eftir andartak horfði maðurinn beint í augun mér og sagði: „Ég veit um einn sem kærir sig um þig þótt þú kærir þig ekki um hann. Ég get útvegað þér pláss í afeitrun í dag." Og ég fór í afeitrunarmeðferð hjá Hjálpræðishernum. Eftir hræðilega daga afeitrunar var mér hleypt á fætur. Hjálpræðisherinn hafði margar reglur fyrir skjólstæðinga sína og ein þeirra fólst í skyldumætingu á helgistundir á morgnana. Helgistundin tók aðeins fimmtán mínútur og jafnvel þótt ég mætti og hefði gaman af sálmasöngnum þá hafði þetta enga merkingu fyrir mig. Vegna mikillar eftirspurnar eftir afeitrun stóð meðferðin aðeins í sjö daga. Eftir sjö daga fór ég á skrifstofuna til að kveðja starfsfólkið sem hafði gert svo mikið fyrir mig. Þegar þangað kom var mér boðið að vera í þrjá daga í viðbót þar sem maðurinn sem átti að koma á eftir mér hætti við. Ég þáði það með þökkum og leið ótrúlega vel.

Um kvöldið kom maður á vakt sem ég hafði ekki séð áður. Hann var mjög viðkunnanlegur og virtist hafa áhuga á skjólstæðingum sínum. Um kvöldið þegar allir voru farnir að sofa nema ég,bauð maðurinn mér tesopa. Ég þáði það og settist. Maðurinn var að lesa og í stað þess að standa upp og hita te handa mér þá las hann upphátt:

„Svoelskaði Guð heiminn að gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf."

Ég horfði á manninn og hugsaði með mér hvað myndi gerast næst. Að lokum fékk ég tebollann og fór að spjalla við manninn um ótal margt sem ég hafði aldrei skilið. Áður en ég fór að sofa þetta kvöld og maðurinn lauk vaktinni sinni hafði ein sál gefið frelsara sínum líf sitt.

Næstu fjögur árin fylgdi ég elskuðum frelsara mínum og þó svo að mér fyndist það stundum erfitt þá hélt ég mér frá víni. Ég varð Hjálpræðishermaður og var stoltur af að bera búninginn. Ég fór meira að segja inn á barina til að selja gömlu félögum mínum Herópið.

Árið 1980 kynntist ég konu innan Hjálpræðishersins sem ég kvæntist árið eftir. Nýgift fórum við í heimsókn til heimabæjar míns til að fagna brúðkaupinu meðal minna ættingja. Við áttum yndislega daga þar, en áður en við yfirgáfum þau fengum við óvænta kveðjugjöf, kampavínsflösku. Þó svo að ég færðist undan því að fá mér glas tók fjölskyldan ekki annað í mál en ég skálaði með þeim svo ég lyfti glasi. Áður en við fórum var ég orðinn ofurölvi og edrúmennskan orðin að engu. Hjónabandinu lauk innan tveggja ára og drengurinn sem hafði lofað sjálfum sér að verða aldrei eins og pabbi sinn var orðinn jafnvel verri. Það tók mig fjórtán ár að verða edrú aftur. Fjórtán ár á götunni og þrjátíu og þrjár innlagnir ámeðferðarstofnanir. Árið 1996 fékk ég þann úrskurð að vera með óafturkræfar heilaskemmdir og lifrarbilun. Ég átti sex mánuði ólifaða. Ég átti enga von.

Ég var að deyja

Eftir því sem vikurnar liðu versnaði mér.Ég var með stöðugan höfuðverk og fór að fá gulu. Ég hrópaði á Guð því að ég vissi að ég var að deyja án þess að eiga fullvissu um eilíft líf.

Í heimabænum mínum hittust nokkrir menn vikulega til að biðja saman. Mér var eitt sinn boðið á bænastund til þeirra og það sem kom mér á óvart var að þetta voru mikils metnir menn í samfélaginu frá mörgum kirkjudeildum.

Þó svo að ég hafi verið orðinn edrú og reynt að bera mig vel gat ég ekki horft framhjá tómleikanum í hjarta mínu. Ég hrópaði til Guðs, en svörin og kraftaverkin létu á sér standa. Mér versnaði smám saman og síðla sumars 1996 vissi ég að endalokin voru nærri. Sem útigangsmaður hafði ég séð menn deyja á götunni og ég þekkti líklyktina. En þegar ég fann þessa sömu lykt afsjálfum mér var botninum náð. Ég vissi að dauðinn yrði ekki umflúinn.

„Himneski faðir, ég hef snúið baki við þér í svo mörg ár. Viltu fyrirgefa mér jafnvel þótt ég hafi enga framtíð að bjóða. Þú mátt eiga hvert einasta andvarp sem ég á eftir. Jesús, ég trúi að þú hafir dáið fyrir mig og risið upp frá dauðum. Viltu hjálpa mér að halda heit mitt og þjóna þér. Amen."

Það gerðist þriðjudaginn 13. ágúst 1996 klukkan hálf tíu að kvöldi og þá nótt svaf ég eins og barn, í fyrsta skipti í mörg ár.

Þegar ég vaknaði næsta morgun vissi

ég að eitthvað hafði gerst. Eftir því sem leið á daginn fann ég fyrir djúpumsálarfriði og hamingju. Ég var ennþá dauðvona, en einhverra hluta vegna truflaði það mig ekki því að ég vissi að Guð hefði loksins heyrt og svarað bæn minni. Um kvöldið gat ég ekki annað en þakkað Guði fyrir þennan yndislega dag.

„Faðir, ég þakka þér fyrirfrelsisverkið. Ég veit að þú gerðir eitthvað í lífi mínu í gær. Ég lofaði að þjóna þér allan þann tíma sem ég ætti eftir og ég bið þig að sýna mér hvað þú vilt að ég geri og viltu hjálpa mér að gera þig dýrlegan og son þinn, Jesú."

Þar sem ég beið hljóður fann ég einhverja innri rödd segja mér að ná mér í landakort. Þetta var ekki rödd sem maður heyrir með eyrunum heldur innra með sér. Þó svo að þessi reynsla hefði aldrei hent mig fyrr þá þekkti ég þessa rödd og fann fyrir nærveru Heilags anda.Ég fann landabréfabók og opnaði hana af handahófi. Kortið var af Devon og Cornwall í Englandi og bæjum á því svæði.

Hvað svo, Drottinn?

Þegar ég bað þá heyrði ég þessa rödd aftur sem ég átti eftir að heyra svo miklu oftar og elska.

„Farðu og syngdu á götunum og segðu öllum sem tala við þig að ég elski þá og þrái að kynnast þeim betur."

„En Guð, ég er að deyja og það tekur margar vikur að skipuleggja þetta og safna fyrir því. Ég á enga peninga og þessi ferð mun kosta fúlgu, en ég skal treysta þér til þess að sjá mér fyrir styrk til að sinna þessu hlutverki."

Ég fór af stað áður en langt um leið og fór til þeirra staða sem Jesús leiddi mig á. Þar söng ég og sagði þeim sem á mig vildu hlusta að Jesús elskaði þá og vildi kynnast þeim betur. Margir tóku á móti Jesú sem frelsara sínum. Þrátt fyrir að eiga aðeins stutt eftir ólifað hélt ég áfram að ferðast fyrir Jesú. Það var mikil vinna og lýjandi.

Ég kom í margar kirkjur og því betur sem ég hlustaði komst ég að því að í þessu kristna landi hafði fólkið farið frá sannleikanum til að þjóna hefðinni. Margir þeirra sem trúðu á Jesú þekktu hann jafnvel ekki. Þetta fólk var KIRKJUNNAR FÓLK rétt eins og ég hafði verið sjálfur. Á sunnudögum fjölluðu ræðurnar í kirkjunum um góða siði í stað þess að fjalla um kross Krists.Fólk var í raun á leið til HELVÍTIS og það var kirkjan sem var að senda það þangað vegna undanbragða í boðuninni.

Þrátt fyrir dauðadóm minn hélt ég áfram að ferðast um, syngja og segja frá Jesú. Árið 2001 fékk ég krabbamein í hálsinn og gekkst undir erfiða skurðaðgerð. Löngu síðar var mér sagt að lífslíkur mínar hefðu verið taldar þrír mánuðir. En þrátt fyrir að hafa verið greindur með heilaskemmdir, skorpulifur og krabbamein og standa hvað eftir annað við dauðans dyr er ég heill í dag. Og svo lengi sem Jesús vill held ég áfram að ferðast um, syngja og segja frá honum.

Jesús elskar þig!

Nánari upplýsingar má fá á slóðinni

www.highwaysforjesus.com

 

Kæru bloggvinir og aðrir er lesa bloggið mitt. Fyrir ári síðan kynntist ég Bróðir Clifford á Egilsstöðum. Ég hvatti hann til að heimsækja okkur á Vopnafirði en allir sögðu honum að hann gæti alls ekki farið hingað. Vegirnir til Vopnafjarðar eru mjög brattir ef farið er yfir Hellisheiði og eins um Burstarfellsbrekkur.

Á miðvikudaginn var hringdi Clifford til mín og sagði mér að hann væri 52 kílómetra í burtu frá Vopnafirði eða á gatnamótunum á þjóðvegi 1. Ég ákvað að fara uppeftir og hitta hann en svo hringdi hann fljótlega og sagði að hann væri á leiðinni. Guð sagði honum að fara til Vopnafjarðar. Hann var eftir sig þegar hann kom til Vopnafjarðar því Burstarfellsbrekkurnar voru erfiðar fyrir hans 19 ára gömlu rútu sem er nú ekkert hönnuð fyrir íslenska fornaldarvegi. Grin

Á fimmtudag fór Clifford inní bæ og bauð fólki að koma í heimsókn í rútuna. Á föstudag og laugardag var hann í Bakkafirði og Þistilfirði að týna bláber. Á sunnudaginn heiðraði hann okkur svo með nærveru inni og tók þátt í samkomunni og var það mjög góð samverustund. Eftir samkomu bauðBróðir Clifford og börninClifford börnum í heimsókn í rútuna og sýndi þeim myndband. Um kvöldið var svo unglingunum boðið að koma í rútuna að sjá myndina "Krossinn og hnífsblaðið." Unglingarnir voru kjarklausir og létu ekki sjá sig en við nutum þá bara góðs af í staðinn.

Clifford er búinn að týna og týna bláber og búa til sultu. Í kvöld byrjuðum við að fara í hús hér á Vopnafirði og gefa fólki sultu og var okkur mjög vel tekið.

Á morgunn fer Clifford frá Vopnafirði og fer til Bakkafjarðar, Þórshöfn, Raufarhafnar, Kópaskers, Húsavík og til Akureyrar. Eftir viku verður hann í Reykjavík.

Endilega heilsið uppá hann þegar hann heimsækir staðinn ykkar.

Ég vil hvetja ykkur til að skoða heimasíðuna hans og þar er ítarlegri frásögn á ensku um lífshlaup hans. Greinin hér fyrir ofan er tekin af heimasíðunni hans og að sjálfsögðu með hans leyfi.                Rósa og Bróðir Clifford

Ég veit að Guð sendi Clifford hingað til mín og einnig til trúsystkina minna hér. Hann hefur uppörvað okkur og börnin elska hann út af lífinu. Ég var að biðja Guð um að einhver af vinum mínum myndi hringdi í mig og á sama augnabliki hringdi Clifford og var þá rétt við bæjardyrnar hjá mér. Hann ætlaði að stoppa á Egilsstöðum en okkar andlegi faðir, Guð almáttugur vildi að hann myndi halda áfram. Guð var byrjaður að undirbúa bænasvarið fyrir mig áður en ég bað Guð um að einhver af vinum mínum myndi hringja.

"Áður en þeir kalla, mun ég svara, og áður en þeir hafa orðinu sleppt, mun ég bænheyra." Jesaja 65: 24.

Í dag heimsótti Bryndís vinkona mín og trúsystir mig ásamt eiginmanni sínum. Hún er líka bloggvinkona mín. Happy Ég er búin að þekkja Bryndísi og allt hennar fólk til fjölda ára. Það var virkilega ánægjulegt að fá þau í heimsókn. Við heilsuðum uppá Bróðir Clifford og bauð hann okkur inní rútuna og svo leysti hann þau skötuhjó út með gjöfum. Við fórum á rúntinn og fórum m.a. yfir í Selárdal og sýndi ég þeim sundlaugina okkar sem er algjör Paradís. Við erum svo lánsöm að þarna er heitt vatn frá náttúrunnar hendi en við búum á köldu svæði og hitum húsin okkar upp með rafmagni. Ég fékk flotta sýniskennslu og læt ég fylgja með myndir af hjónakornunum og þegar þau voru með sýniskennslu. Bryndís og Gísli

      Sýning fyrir Rósu :-)                         Heart    InLove   Heart

Guð blessi ykkur og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndisleg saga elsku Rósa mín.  Gaman að hitta þennan mann trúi ég.  Vertu guð falin eins og þú segir svo oft við mig, megi allir góðir vættir vaka yfir þér  þú yndislega kona. 

Ásdís Sigurðardóttir, 20.8.2008 kl. 01:33

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Elsku Rósa, þetta er yndisleg saga sem að þú kemur með hér, alveg mundi ég  vilja hitta þennan mann og ekki væri verra ef hann mundi vilja biðja fyrir mér.

Guð blessi þig  Rósa mín

Kristín Gunnarsdóttir, 20.8.2008 kl. 09:51

3 Smámynd: Mofi

Mjög falleg saga, takk fyrir að deila henni með okkur!

Kveðja,
Halldór

Mofi, 20.8.2008 kl. 12:21

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Takk fyrir innlitið, hlý orð og góðar óskir.

Clifford fór frá Vopnafirði í morgunn. Fólk hér mun muna eftir að hann kom hingað bæði vegna Jesúrútunnar hans og einnig vegna sultunnar sem hann bjó til og við erum að fara með til íbúana hér.

Ásdís mín, mikil lífsreynsla sem hann Clifford hefur gengið í gegnum. Tvisvar féll hann fyrir Bakkusi, tvisvar var honum ekki hugað líf en Jesús læknaði hann. Hann gekk í gegnum skilnaði og hann bjó á götum í London og víðar til fjölda ára.

Kristín mín, ég er búin að senda Clifford tölvupóst og óska eftir fyrirbæn fyrir þig. Ætla líka að senda þér tölvupóst og ræða þetta nánar. Clifford hefur oft komið til Danmerkur svo kannski átu eftir að hitta hann. Ég læt þig vita um áform hans þegar hann fer héðan.

Guðlaug mín, heldur betur eru vegir Guðs órannsakandi. Þessi maður er núna að hjálpa mörgum og lífsreynslan hans er hvatning fyrir marga að koma ekki nærri Bakkusi.

Mofi minn, já þetta er mögnuð saga en auðvita tekur hún á en eins og Guðlaug skrifaði: "Vegir Guðs eru órannsakanlegir." Gangi þér vel í blogginu. Ótrúleg elja í þér með alla þessa gesti, öll svörin og nýjar bloggfærslur. Gaman að lesa innlegg um þig á síðunni hans Guðsteins núna.  Magnaðar lýsingar.

Megi almáttugur Guð blessa ykkur og varðveita.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.8.2008 kl. 12:54

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sérlega mögnuð saga Rósa mín! Ég á ekki til aukatekið orð!!!  Þú ert með eindæmum dugleg að koma með svona gullmola á síðuna þína!

Þú ert alveg stórkostleg Rósa og mikið væri það mikill heiður að fá að hitta þennan mann....

Óskar Arnórsson, 20.8.2008 kl. 18:36

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Óskar minn.

Clifford fer oft til Svíþjóðar og næst þegar ég veit að hann verður þar á ferðinni skal ég athuga hvar í veröldinni þú ert staddur. Hann hefur ekið þvers og kruss um Skandinavíu. Fór fyrir nokkrum árum langt norður eftir í Finnland og svo sagði Guð honum að beygja og fara eftir þessum gamla vegi sem hann og gerði. Fljótlega kom hann að landamærum Finnlands og Rússlands. Þar hitti hann fyrir tvö landamæraverði. Annar kunni ekkert í ensku og lét sig hverfa en hinn var mjög ræðinn og talaði Clifford um Jesú við hann. Þessi maður hafði aldrei heyrt talað um Jesú Krist. Eftir mjög gott samtal þá sagði Guð Clifford að nú væri hann búinn að sá fræjum og nú skyldi hann fara til baka. hann hefur oft hugsað til þessa manns sem hann hitti að mér minnir fyrir þremur árum.

Óskar endilega farðu á vefsíðuna hans og lestu ferðasöguna hans. Eins er ítarlegri frásögn um lífshlaup Clifford's á ensku á vefsíðunni.

Skilaðu kveðju til fjölskyldunnar.

Vertu Guði falinn.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.8.2008 kl. 19:30

7 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Rósa mín learn from the besthehe!

Rosalega gaman að heimsækja þig og hitta pabba þinn, takk innilega fyrir okkur. Við lásum sögu Gliffs á leiðinni frá þér, og fannst bæði þetta alveg magnaður vitnisburður, ekki leiðinlegt að hafa fengið þessa fínu bláberjasultu frá Gliffaranum.

Elsku vinkona hittumst vonandi fljótlega og hlæjum saman!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 20.8.2008 kl. 23:23

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælar stelpur.

Guðrún mín, já hann er einstakur þjónn Guðs og svo er alltaf fjör í kringum hann. Að mati lækna hans, hefur hann verið dauðvona tvisvar en Jesús er besti læknirinn og hann greip inní og nú vitnar Clifford um dásemdarverk Jesú Krists. Hann elskar börn og mokar í þau sælgæti og er með fullt af Jesú myndum til að setja í dvd spilara til að sýna þeim.

Bryndís mín, frábært að fá ykkur í heimsókn. Þið gátuð hjálpað okkur með prentarann og búðarferðin var mögnuð.  Flottir miðarnir sem Astrid hannaði til að setja á krukkurnar. Í gær þegar ég fór í búð þá hitt ég mann sem heilsaði mér og þakkaði mér fyrir þessa góðu sultu. Vona að við getum farið í kvöld með sultu. Við fórum á þriðjudagskvöldið í nokkur hús og gáfum sultu. Astrid og Enok fóru uppá Gólanhæðir - (við keyrðum þar þegar við fórum norður að sundlaug).  Það voru tvær stelpur með mér, Hólmfríður Linda og Eyrún. Ég bað þær að tala við fólkið sem mér fannst svo magnað. Ég hvatti þær að vera sérstaklega virðulegar þegar þær komu að húsum þar sem fjölskyldurnar þeirra og ættingjar áttu heima í. Áttu að byrja að segja: Gott kvöld og svo báru þær upp erindið og voru formlegar og mjög virðulegar. Fólkið sem við hittum fannst svo gaman af stelpunum og þau voru svo glöð yfir gjöfinni sem við færðu þeim.

Guð gefi ykkur góðan dag Jesú nafni.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.8.2008 kl. 12:20

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Yndisleg saga takk fyrir að deila henni með okkur elsku Rósa mín. Guð verði með þér

Kristín Katla Árnadóttir, 21.8.2008 kl. 12:26

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Katla og Guðlaugur.

Katla mín, Clifford fékk lækningu tvisvar en læknarnir hans sögðu hann dauðvona. Við getum líka fengið lækningu. Ég þakka Jesú fyrir lækninguna og ég trúi að ég muni verða læknuð fyrr heldur en síðar. Jesús dó á krossinum fyrir okkur og hann bar líka sjúkdóma okkar uppá krossins tré og fyrir hans benjar erum við heilbrigð. Ég og þú við ætlum að höndla lækningu.

Guðlaugur frændi, Clifford kemur til Reykjavíkur á miðvikudaginn í næstu viku ef áætlun hélst. Jú hann á heldur betur erindi niður í bæ í Reykjavík að tala við útigangsmenn en hann átti sjálfur heima á götunum í London í mörg ár.

Þakka ykkur fyrir innlitið, hlý orð og blessunarorð.

Guð blessi ykkur og varðveiti í Jesú nafni.

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.8.2008 kl. 14:24

11 identicon

Sæl vertu Rósa!

Skemtileg færsla um merkan guðs mann.

Myndin af þér er æði! Hér með bendi ég einhleypum mönnum á þessa fallegu konu

sem er á lausu:-)

 Kveðja úr Garðabænum   Halldóra. 

Halldóra Ágeirsdóttir (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 22:49

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæl Rósa! Nú er ég búin að lesa færsluna þína aftur og aftur og söguna hans Cliffords á ensku.

Þetta minnir mig á bókina "Ég lifi" eftir Marti Grey minnir mig að höfundurinn heitir. Hún á að vera til á íslensku og er þess virði að lesa.

Alveg ótrúlegt lífshlaup Cliffords og minnir mig á að ég veit ekki hvar ég væri staddur núna ef ég hefði ekki fengið þennan makalausa stuðning sem þú ert búin að gefa mér.

Eitt takk hljómar svo lítið, enn það eina sem ég hef að bjóða þér akkúrat núna, er þakklæti mitt til þín.

Þú hlýtur að hafa sérstaklega valda engla þér til verndar. Ég ætla að biðja um bænastund þér til handa í Buddaklaustri ekki langt héðan. Það verða u.þ.b. 100 manns sem biðja samtímis.

Ég verð með, enn ég kann engar bænir og skil þær heldur ekki. Búddamúnkurinn sem stjórnar bænasamkomum hér, er mjög vel að sér í kristnum fræðum og finnst það einstaklega falleg trúarbrögð.  

Óskar Arnórsson, 22.8.2008 kl. 01:10

13 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.

Halldóra mín, já hann Clifford er að inna af hendi frábært Guðsstarf. Hann hefur heldur betur þurft að ganga í gegnum erfiðleika en að sama skapi skilur hann fólkið sem er neðst í þjóðfélagsstiganum og það eitt gefur honum fleiri tækifæri að nálgast fólkið og sagt þeim frá Jesú Kristi og hversu undursamlegur hann er.

Óskar minn, við erum vinir og við stöndum að sjálfsögðu með vinum okkar. Ég þarf ekkert þakklæti.  Það virkilega gleður mig að þú hefur kynnst nýjum víddum í lífinu.  Að kynnast Jesú og gera hann að leiðtoga lífs okkar er það besta sem völ er á fyrir okkur. Ég hefði  ekki viljað vera án Jesú á minni erfiðu lífsgöngu.

Erlingur minn, þakka þér fyrir að lesa þessa mögnuðu frásögn.

Guðlaugur frændi, svo sannarlega er ég í sigurvímu. Ég og vinkona mín vorum á leið til Egilsstaða í dag á meðan á leiknum stóð og við hlustuðum á fjörið í útvarpinu og jú við voru svo sannarlega í sigurvímu. Vinkona mín var samt ekki tekin af lögreglunni fyrir að aka í "vímu." Svo bara mátti ég til að sjá hluta af leiknum núna. Vildi alls ekki fara að sofa fyrr en ég væri búin að sjá strákana og sjá þá eftir leik var alveg stórkostlegt. Hugsa sér að þessi litla þjóð skuli vera komin svona langt. Ég sagði vinkonu minni að þetta væri svo sannarlega minn dagur.

Ég bað Guð um að strákarnir myndu vinna og ég var bænheyrð. Bænin virkar. Áfram Ísland.

Guð veri með ykkur kæru vinir.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.8.2008 kl. 02:12

14 Smámynd: Brynja skordal

yndisleg frásögn eins og þér er von og vísa Rósa mín það koma svo góðir straumar frá þér að manni líður svo vel eftir að hafa verið inn á þinni síðu hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 23.8.2008 kl. 10:38

15 identicon

Mikið var yndislegt að lesa þessa ynnilegu  frásögn af þessum  annaras dauðvona manni sem hann var , ég bara táraðist við lesturinn  það hjartnæmur var hann ,og að hugsa sér hvað drottin og allir hanns englar eru máttugir ,að önnur eins kraftaverk eins og þessi skuli geta orðið á okkar tímum,þar sem hraði  græki og stress er að kollvarpa öllu í þjóðfélaginu  okkar.Ég þakka þér fyrir þessa góðu frásögn . Guð blessi þig vina.

Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 20:11

16 identicon

Innlitskvitt og knús til þín yndislega Rósa frænka!

Ása (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 19:55

17 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Takk fyrir innlitið, hlý orð og góðar óskir.

Við erum öll í "sigurvímu" vegna strákana okkar í handbolta. Frábært að þessi litla þjóð skuli hafa unnið silfur á Ólympíuleikunum í Kína. ÉG ER SVO STOLT AF STRÁKUNUM.

Brynja mín, ég hafði nú lítið fyrir þessum pistli. Fór inná síðuna hans Clifford's, cope-paste með hans samþykki. Endilega kíktu á skilboð til ykkar allra. Þar er símanúmerið hans ef þið viljið mæla ykkur mót við hann á leið hans til  Reykjavíkur á miðvikudag.

Sæll Jón Reynir. Velkominn á síðuna hjá mér. Þakka þér fyrir fallegt innlegg og hlýjar óskir. Ef þú vilt hitta Clifford þá endilega hafðu samband við mig og ég get gefið þér símanúmerið hans. riorosin@simnet.is

Ása mín, takk innilega fyrir hlýja kveðju.

Megi almáttugur Guð blessa ykkur og varðveita.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.8.2008 kl. 20:36

18 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæl Rósa! Leiðinlegt að geta ekki hitt þennan ótrúlega mann. Er bara fjarverandi eins og er og þannig er það bara.

Í sambandi við handbolta og fótbolta og allar íþróttir nema skautadans, er ég algjörlega frelsaður frá. Það er samt gaman þegar Ísland kemst á blað einhversstaðar, enn ég gerði enga tilraun til að horfa á eða fylgjast með leiknum.

Enn þeir eiga heiður skilið þessir strákar sem hafa lagt mikið á sig við að vinna silfur, þó ég sé algjörlega áhugalaus um íþróttir.

Var að skrifa færslu inn hjá MOFA um Jesú sem ég er enn að lesa um, og langaði að fá þitt álit á því. Hvort ég sé á réttri leið eða alveg úti að aka. Feimnin við að tala um Jesú er alla vega horfin og finnst mér bara það spor í rétta átt..

Óskar Arnórsson, 25.8.2008 kl. 01:41

19 identicon

Sæl Rósa mín.

Alveg mögnuð frásögn..........OG hver er tilbúinn að mótmæla þessu.

Alla vega get ég ekki ímyndað mér að nokkur sé til.... sem myndi reyna það.

Þetta segir okkur hinum hvers við megum vænta,leggjum við okkur einlæglega fram við það að tileinka okkur það að JESUS LIFIR.

Ég sá að vísu Bróðir Clifford á Samkomu í Samhjálp að ég held fyrir ári eða svo og talaði hann þar og söng og vakti mikla hrifningu.

Veistu það Rósa mín að þú ert blessunarlega notuð af Guðlegum máttarvöldum,það sjá allir og heyra sem þig eitthvað þekkja.

Ég veit líka að erfiðleikarnir og mótlæti hér á jörðu eru til að styrkja okkur.

Algóður Guð veri með þér alla þína daga hvar sem þú ert og hvert sem þú ferð. Amen. 

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 08:30

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig elsku Rósa mín, og takk fyrir að fá að lesa sögu þessa manns.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.8.2008 kl. 11:32

21 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.

Óskar minn, ábyggilega átt þú eftir að hitta Clifford. Hann ferðast líka um hin Norðurlöndin og þá vona ég að hann ferðist í nágrenni við þar sem þú átt heima þannig að þið getið þá mælt ykkur mót. Koma tímar og koma ráð.

Strákarnir eru þjóðhetjurnar okkar núna og ég viðurkenni að ég elska að horfa á handbolta og aðrar boltaíþróttir, vetraríþróttir og ég veit ekki hvað og hvað. Oft þarf ég að yfirgefa stofuna þegar illa gengur. Sem betur fer gat ég horft á síðasta leik þó ill gengi. Finnst gaman að horfa á golfkeppni. Fyrir nokkrum árum þegar Tiger Woods var að keppa þá heillaðist ég og síðan stend ég með honum. Býst ekki við að þú vitir hver hann er.

Er aðeins búin að kíkja á síðuna hjá Mofa. Hann er mjög duglegur og á heiður skilið.

Ég sendi þér tölvupóst þegar ég hef lesið þetta allt yfir.

Þórarinn minn, það auðvita getur enginn dregið þetta í efa. Clifford fór í uppskurð 2001 og hluti af háls og fyrir aftan kinn varhreinlega fjarlægt til að komast fyrir krabbann og að hann gæti dreift sér. Sammála þér með erfiðleika og mótlæti. Við lærum svo margt í umgengni við aðra vegna okkar eigin erfiðleika og mótlætis. Vinkona mín missti dótturson sinn í sumar vegna krabbameins. Hann var aðeins 20 ára gamall. Hún sagði við mig að nú hefði hún meiri skilning á mínum kringumstæðum og annarra sem hafa þurft að kveðja ástvini sem voru á besta aldri. Ég sagði að hún hefði nú misst foreldar og tengdaforeldar en hún svaraði að það væri öðruvísi þegar fólk er orðið fullorðið og sjúkt en fólk á besta aldri eins og dóttursonur hennar og móðir mín sem við þurftu að kveðja.

Ásthildur mín, ég vona að Clifford geti heimsótt ykkur á Ísafjörð. Margir hafa lent illa þar eins og annars staðar vegna áfengis og eiturlyfja sem eru notuð af óvini okkar til að eyðileggja okkur.

Jóhannesarguðspjall 10:9-11 

Jesús sagði: "Ég er dyrnar. Sá sem kemur inn um mig, mun frelsast, og hann mun ganga inn og út og finna haga.

 Þjófurinn kemur ekki nema til að stela og slátra og eyða. Ég er kominn til þess, að þeir hafi líf, líf í fullri gnægð.

 Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina."

Þessi vers eru alltaf mjög ofarlega í huga mínum þegar ég hugsa um þrautargöngu margra vina minna og kunningja.

Þjófurinn = Satan = Myrkrahöfðinginn sem að mínu mati er Bakkus er kominn til að eyðileggja líf fólks. Tekur ekki tillit til eins eða neins, ekki einu sinni barna sem alast upp í hræðilegu umhverfi vegna óhamingju foreldra þeirra og þetta mótar þau og þau fara brotin út í lífið og fara sjálf í sama munstur og foreldrar þeirra. Deyfa hamingju sína með því að neyta áfengis eða eiturlyfja eða eitthvað annað sem hefur einnig skaðleg áhrif á þau. 

Þegar ég var í Sögu 303 þá var ég með kennslubók sem heitir "Þætti úr menningarsögu NB." bókin er gefin út af Nýja bókafélaginu í Reykjavík 2004. Þar las ég heimildir sem ég hef ekki getað gleymt og angar mig að skrifa þessar heimildir hér:

"Dýrkun gríska gróður- og vínguðarins Díónýsosar, sem Rómverjar nefndu Bakkus, var útbreidd meðal miðstétta í grískum og rómverskum borgum. Henni fylgdu miklar hátíðir þar sem glaumur og gleði voru í fyrirrúmi og höfðu konur forystu um Díónýsosardýrkun í Róm framan af. Raunar þóttu helgiathafnir Díónýsosardýrkenda ekki alltaf fara vel fram og fóru sögur af því að þær væru í raun lítið annað en örgustu svallveislur. Snemma á 2. öld f. Kr. þótti öldungaráðinu nóg um stjórnleysið og lagt var bann við slíkum hátíðum. Ekki mun það þó hafa borið tiltækan árangur."

Þakka fyrir hlý orð og góðar óskir.

Drottinn blessi ykkur og varðveiti og gefi ykkur sinn frið.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.8.2008 kl. 13:20

22 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Hæ hæ Rósa.

Þetta er frábær færsla hjá þér, þessi saga er mögnuð.

Guð blessi þig og þína

Bestu kveðjur Jenni.

Jens Sigurjónsson, 25.8.2008 kl. 13:37

23 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jenni minn.

Jesú er ekkert um megn, það getum við heldur betur séð með þessum kraftaverkum sem bróðir Clifford meðtók. Þvílíkt líf sem hann lifði en nú er eina markmiðið sem hann hefur er að segja fólki frá Jesú og lausnarverki hans. Hann er búinn að fara um fyrir Melrakkasléttu og til Akureyrar og til Siglufjarðar og er nú á leið til Blönduós. Ég var að enda við að tala við hann.

Vona að þú kíkir á heimasíðuna hans. þar er ítarlegri frásögn um lífshlaup Clifford's. Ferðasagan hans og þar segir hann frá þegar hann fór niður Bustarfellsbrekkur.  Á skíðum skemmti ég mér tralala....  Hann var ekkert hrifinn af fornaldarvegunum okkar. I'm surprise.

Jesús getur reist við fólk sem hafa orðið fyrir barðinu á Bakkusi.

Nú er sumarið komið í heimabæ þínum hér á hjara veraldar. Betra seint en aldrei.

Guð blessi þig Jenni minn og allt þitt hús.

Kær kveðja til Kanada sem er eitt af uppáhaldslöndunum mínum.

Shalom/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.8.2008 kl. 13:51

24 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Í dag er hátíðisdagur í fjölskyldunni okkar. Fyrir tuttugu árum eignaðist faðir minn fyrsta barnabarnið sitt. Það er hún Katrín Stefanía bróðurdóttir mín.

Elsku Katrín Stefanía.

Til hamingju með afmælið.

Drottinn blessi þig og varðveiti.

"Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu." Sálm. 119: 9.

"Drottinn Guð þinn blessi þig í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur." 5. Mós. 24: 19.

Kær kveðja/Faster Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.8.2008 kl. 14:00

25 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Innilega til hamingju með Katrínu Stefaníu Guð geymi hana og blessi!

Kær kv líka til pabba þíns Rósa mín og hafið það öll sem allra best!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 25.8.2008 kl. 15:08

26 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl kæra Bryndís.

Afmælisbarnið var hér rétt áðan og ég sýndi henni það sem ég hafði skrifað.  Surprice það var komið innlegg frá þér.

Hún fer um mánaðarmótin til Reykjavíkur og svo á að fara allal eið til Alaska af öllum löndum í Biblíuskóla.

Hringdi í Clifford í dag og þá var hann að fara á Blönduós og nú er hann kominn á Skagaströnd. Þar hittir hann Svandísi og Elías.

Hann var búinn að segja að hann yrði í Reykjavík á miðvikudag og hann hlýtur að stoppa þar eitthvað og heimsækja staðina í kringum höfuðborgina. Vona að þið getið hitt hann aftur. Svo geta áætlanir breyst. Ég er í því að róta í honum og var að segja honum frá Ísafirði.

Takk fyrir afmæliskveðjuna.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.8.2008 kl. 18:05

27 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Smá kvitt Rósa mín.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 25.8.2008 kl. 20:49

28 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mín kæra Rósa: Mig langar að sýna þér tvö myndbönd og spyrja þig hvort þér finnst þetta í lagi og jafnvel fagnaðarefni, eða er kannski kominn tími til að kristnir fari að líta í eigin barm og hemja þessa vileysu sem ríður húsum innan sumra safnaða og í svokölluðu trúboði. Hér er það Fyrsta.

Hér er hitt. (týndi þetta bara svona til í fljótheitum frá sameiginlegum vini en hef af nógu að taka eins og þú veist.

Hefur þú tekið þátt í einhverju slíku? Finnst þér þetta normal?  Ég vildi bara vita hvar þú og þínir standa varðandi það sem flestum er aðeins persónulegt og andlegt leiðarljós. Ef þér finnst þetta ekki við hæfi (sem dæmi) er þá nokkur von um að hægt verði að koma þessum hlutum í jafnvægi annarstaðar en innanfrá í söfnuðum og kirkjum.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.8.2008 kl. 22:45

29 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jón Steinar! Þú ættir að skoða smá hluti. Þeir sem hafa áhuga á legokubbum eins og og þú, þæ ættirði að halda þig við það. Bara af því þú ert anti-trúaður, hefurðu ekkert leyfi til að troða þeim boðskap ofan í kok á öðrum manneskjum.

Þú hefur þína trú. Söfnuður þinn er ekki stór. Þú verður að stækka hann og notar ótrúlega barnalegar aðferðir.

Langar þig til að verða trúarleiðtogi Jón Steinar?  Biddu sjálfan þig að líta í eigin barm. Skoðaðu má með virðingi og kærleika. Þú getur varla haft andstyggð á öllu sem er hreint og gott. Ekkii skíta þig meira út enn þú ert búin að gera.

Hætti þessu trúboði þínu og farðu með það þar sem fólk hefur áhuga. Þú ert ekki vitlausari enn það að þú veist nákvæmlega hvað ég meina.

Hvernig findist þér að ég væri að láta "ljós mitt skína" á á bloggi um mataruppskriftir?

Ég myndi bara gera mig af fífli. Bara af því að ég kann ekkert um mataruppskriftir.

þú ert alltof klár náungi til að auglýsa þig eins og þú gerir.

Ég ætla að biðja fyrir þér og ég bið þig ekki um leyfi til þess! Er það skilið?

Óskar Arnórsson, 26.8.2008 kl. 00:34

30 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og varðandi þennan mann, þá er akkúrat ekkert merkileg við sögu hans og ég botna ekki í því að ið skulið tengja þetta Jesú þessum, sem er sýnt að aldrei var til. Ekki varð manninum forðað frá skelfingum alkohólismans. Var það svona leikur hjá Jesú til að fá hann til að verða vin sinn, svona eins og ef þú hrintir einhverjum í sjóinn og kðmir svo og drægir hann upp á síðustu stundu? Verra í þessu tilfelli var að alkohólistar eitra líf fjölda fólks í kringum sig, eins og hann kynntist í æsku. Honum var meinuð ást í æsku og greip fyrsta hálmstráið, þegar einhver sagði honum að hann væri elskaður af "einhverjum". 

Ég verð alltaf jafn undrandi á rökleysu ykkar. Saga mín var í mörgu ekki ósvipuð og hjá þessum manni, jafnvel svolítið svakalegri ef eitthvað var. Hvað skeði? Jú ég áttaði mig á að ég lá ekki undir dómi einhvers æðra mér, sem hafði dæmt mig fyrir syndir mínar og gaf mér því skýringu á eymdinni, sem ég réði ekki við. "Það er ekki ég, heldur guð eða djöfullinn"...eða hvað sem þið viljið hafa.  Að halda sig undir einhverjum yfirnáttúrulegum skapadómi, hélt mér frá því að takast á við bresti mína. Ég hafði skýringu á þeim og þær voru kosmískar og utan minna áhrifa.  Eina sem hægt var að gera var að velta sér áfram í þessu og væla og biðja um miskunn og hjálp. Biðja út í loftið til einhvers, sem ekki hlustaði eða var til yfirleitt. 

Þegar ég áttaði mig á að auðvitað var dómur minn, minn dómur og líf mitt mín ábyrgð, þá gat ég risið upp og skynjað veröldina eins og hún var. Gert eitthvað í málunum og séð áþreifanlegan árangur. Ég var vongóður og var ekkert að flýta mér; vissi að það tekur lengri tíma að byggja upp en brjóta niður. Ég fór að njóta lífsins meir og meir og fann til þakklætis, sem er tilfinning fullnægju og gleði en ekki kvöð til fórna og lofgjörða út í loftið. Ég áttaði mig á að ég á aðeins þetta líf og því hef ég vandað mig og notið fólks og náttúru af öllu hjarta hvern dag. Látið fortíð lönd og leið neitað mér um áhyggjur af því ókomna.

Ég er ekki minn eigin guð samkvæmt þessu. Það sem er æðra mér er ófyrirsjáalnlegt samhengi endalausra og illfyrirsjánlegra orsaka og afleiðinga. Allt sem ég segi og geri hefur áhrif á það. Allt sem aðrir segja og gera hefur áhrif á það. Veðrið hefur áhrif á það og raunar allar hræringar hér á jörðu. Nú gæti eitthvað hent t.d. sem gæti umturnað lífi mínu eftir 10 ár. Ég fæ ekkert við því gert. Minn vilji hefur minnst um veg minn að gera frá degi til dags. Allt sem ég geri er að flýta mér ekki eða vera óþolinmóður; ekki ætlast til að allt fari og sé eftir mínu höfði. Ég hef rauna sest við fljótið og leyft því að bera til mín það sem það hefur.

Hvað er það sem þið sjáið í þessari blekkingu ykkar? Hefur það fært ykkur gæfu?  Eruð þið að segja alveg satt, þegar þið talið um kraftaverk og segið ýkjusögur er þið vitnið, öðrum til sýndar?  Ég voga mér að efast um það. Þannig hefur lífið ekki birst mér, né neinum í mínum nánasta hring. 

Ef þú skoðar myndböndin, þá veistu af hverju mér óar við þessu trúarfylleríi ykkar. Það er að skemma út frá sér eins og alkohólisminn gerir og þið eru svo uppgleypt í sjálfhverfu ykkar og eigingirni að þið sjáið ekki afleiðingarnar. Allt snýst um þetta ÉG! Rétt eins og hjá fíklunum.  Ef þið getið ekki verið heilögust allra, þá reynið þið að vera mestu fórnarlömbin. Ef þið getið ekki sýnt að ykkur líður frábærar ogg séuð meira uppljómuð en hinir, þá reynið þið að vera þjáðust allra og dragnistmeð sjálfsvorkunnarkrossinn.

Ég er ekki að segja þetta út í loftið. Ég hef áratuga reynslu. Ég var í söfnuði og stúderaði þessa tilfinningalegu hrútasýningu. Svo sér maður skjallið og yfirdrepið hérna. Enginn þorir að segja hug sinn; segja satt. Allt er svo frábært og æðislegt. Skjall á skjall ofan. Svo er raunar ekkert betra hjá ykkur en hjá hverjum meðaljóni.  Mér finnst í raun sorglegt að horfa upp á þennan þykistuleik og yfirdrep. Ég sá vin ykkar Aðalbjörn hérna um daginn einsog drullupoka með buxurnar á hælunum, klæddur eins og útigangsmaður og gat ekki séð betur en að þessi maður hefði ekki snefil af sjálfsvirðingu. Hann stó aleinn fyrir framan svið þar sem einhverjir Jesúhopparar voru að syngja, veifaði höndum út í loftið og vældi hallelúja. Er þetta díllinn, sem þið eruð að fá? Það fór aulahrollur um alla sem hjá gengu, "aumingjans maðurinn."

Svo púrrið þið vitleysuna og bullið upp í hverju öðru og reynið að toppa ykkur með hverri samkomunni sem líður. Enginn er maður með mönnum nema hann bulli út í loftið "sjkallamalakassamarrasska" og hendið ykkur í gólfið engist um í flogum og látið eins og fáráðlingar.  Svo segið þið "Ég er ekki svona kristinn, ég er hinsegin kristinn." en ávítið aldrei né segið hvað ykkur finnst um vitleysuna. Leggið svo nafn þessa guðs ykkar við hégóma þegar þið standist ekki freystinguna að segja hinum og þessum að þið ætlið eða hafið beðið fyrir þeim. Passið að sem flestir heyri það. Eigið þið enga skömm til? Eigið þið enga sjálfsgagrýni til.

Ef við gefum kkur upp á grín að guð sé til. Hverju í ósköpunum haldið þið að svona háttalag breyti? Er eitthvað minna um sorg eða gleði í heiminum af völdum ykkar trúaðra, (sem berið það svona á torg). Er það raunar ekki meira til vansa en hitt ef stríð erjur samtímans eru skoðaðar? Haldið þið að ritningar ykkar og kvaðir þeirra hafi eitthvað breyst frá hinum myrku miðöldum? Eruð þið að reyna að koma á myrkri vanþekkingar, ofbeldis, ofstækis og kúgunnar, sem ríkti í sögu mannkyns í 1500 ár og ríkir enn meðal sumra þjóða? Ætlið þið að þvo það blóð af höndum ykkar og segja að þetta sé bara svona gott og grúví egótripp á samkomum, þar sem þið haldið að súrefnisskortur, sé jafngildi heilags anda?

Fariðað segja satt. Skoðið fullyrðingar ykkar og spyrjið ykkur:"Get ég fullyrt þetta? Er ég bara að kjósa að þetta sé sannleikur þvert ofan í líkindin? Er það siðferðislega rétt af mér að segja börnum að þetta sé sannleikur? Er það rétt af mér að þykjast hafa yfirnáttúrlegan mátt og sambönd og vekja falskar vonir hjá þjáðum og óttaslegnum?  Fólki sem óttast dauðann af því að þið hafið innrætt því að það sé tvennskonar tilvera handan hans?

Merð þið eiga alla skömm fyrir og ég vona að þetta snerti einhver kaun. Ég er ekki að segja þetta af því að mér er illa við ykkur sem persónur, heldur vegna þess að ég fyllist sömu sorg við að heyra og sjá til ykkar eins og að sjá drukkna, delerandi og ósjálfbjarga manneskju. Látið renna af ykkur. 

Jón Steinar Ragnarsson, 26.8.2008 kl. 00:40

31 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Óskar: Takk fyrir skíthreytinginn. Gaman að sjá tvöfeldni þína í smjaðrinu hér á Jesúbloggunum og svo á síðu Dr.E.  Líttu í eigin barm.  Ég er ekki með trúboð. Ég trúi ekki á guð né tek undir fabúlu trúarbragðanna. Það er afstaða mín. Þið aftur á móti eruð að eitra þennan heim og ég mun aldrei hætta að setja ofan í við ykkur, hvað sem þú telur að það sé niðrandi fyrir mig.  Ég hef ekki andstyggð á því sem er hreint og gott. Ekki slá eign ykkar á jákvæð gildi þessa heims og hreykja ykkur upp eins og hanar. 

Ég er allavega fylginn sjálfum mér í því sem ég segi ólíkt þér, svo þú ættir að skoða hvor það er sem gerir sig meira að fífli. No offence.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.8.2008 kl. 00:47

32 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ertu svona gáfnaljósa asni Jón Steinar? Hvað amar að þér? Þú ert með "delerium" af verstu sort!

Hættu þessu bara! Þú gerir bara illt verra fyrir þig sjálfan. Þú þarft ekki að tengja Jesú við neinn! Hann er algjörlega sjálfstæður. Ég aðhyllist Hann og ekki ekki söfnuði eða kirkjur.

Ég er með MJÖG slæma reynslu af kirjum og sér í lagi prestum! Mjög slæma. Skoðaðu málið út frá viti og tilfinningu þinni fyrir lifi yfirleitt.

Enn hvað mér datt í hug að þú hefðir fengið rækilega á kjaftinn af einhverjum sem sagðist vera trúaður... 

Ég fékk það og það dugði í 50 ár! 

Skoðaðu málið. þetta er vandrataður vegur... 

Óskar Arnórsson, 26.8.2008 kl. 00:56

33 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég hef mínar eigin skoðanir á trúmálum og reyni aldrei að troða þeim upp á aðra Jón Stenar, ALDREI...

Óskar Arnórsson, 26.8.2008 kl. 01:02

34 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Óskar minn: Þér duga engar föðurlegar umvandanir hér og ekki fékk ég á kjaftinn frá guðsmanni eins og þú.  Ég er ekki svo ómálefnalegur að láta það breyta heimsýn minni. Þú telur mig einfaldari en ég er og hélt ég raunar að þú þekktir mig þokkalega.  Ég er ekki að spinna þtta upp úr kollinum á mér bara til að ergja fólk. Ég hef velt þessu fyrir mér, lesið og reynt lengur og meir en í meðallagi kallast. Niðurstaðan er þessi afstaða mín. Þetta skaðar meir en það bætir.  Það er komin 2000 ára reynsal á það og enginn virðist vera að draga af því lærdóm. Með því að stilla þér hér í jákór Jesúfíklanna, ertu að veita því brautargengi, sem þú hefur mesta andstyggð á. Haltu þessu fyrir sjálfan þig og hættu að leita viðurkenningar æi hópi lúsera. Það klæðir þig ekki.

Með fullri virðingu annars. 

Jón Steinar Ragnarsson, 26.8.2008 kl. 01:07

35 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Óskar: Þú ert að verja og stilla þér í lið með þeim, sem eru að troða þeim upp á fólk. Hvað gerir það þig?

Jón Steinar Ragnarsson, 26.8.2008 kl. 01:09

36 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir strákar mínir.

Takk fyrir innlitið og að blása hér og blása. Hörku fjör hér.

Vona að fólk sé ekki hér til að gera lítið úr öðrum. Sjá blogg: http://gudruntora.blog.is/blog/gudruntora/entry/623674/#comments

Úlli minn, takk fyrir að kíkja hér aðeins við þó þú sért í bloggfríi. Vinir okkar sameiginlegir eru líka í bloggfríi svo þetta er fallegt að leyfa mér að sjá þig aðeins á meðal okkar sem getum ekki tekið bloggfrí og nú er ég að hugsa um bloggfærsluna hans Óskars.

Jón minn Steinar. Það er aldeilis gustur og þú skorar á mig að horfa á myndbönd og ég gerði það og þarf miklu meiri tíma til að skoða þau til að geta svarað og á meðan ég er í vinnu hjá þér þá koma athugasemdir og sumar svo langar að þær eru eins og einn áætis pistill. Ég bara er ekki svona dugleg að lesa og lesa og geta svarað á 100 kílómetra hraða. Öll mín verk eru á hraða sígilsins.

Óskar minn, þakka þér fyrir þín orð og passaðu þig að láta Jón Steinar bloggvin okkar ekki hafa neikvæð áhrif á þig en hann skrifaði ýmislegt neikvætt um þig.

Nú ætla ég að láta þessi skrif í loftið og sjá til hvað ég nenni en nú er komin nótt og ég væri þakklát að þið mynduð koma ykkur í bælið og breiða upp yfir haus og svo getum við rætt málin á morgunn. 

Dreymi ykkur Guð, englana og mig og hvorn annan.

Guð blessi ykkur og varðveiti.

Friðarkveðjur/Rósa  

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.8.2008 kl. 01:19

37 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jón Steinar getur aldrei haft neikvæð áhrif á mig, Rósa.

Hann er sjálfsagt með svipaða reynslu og ég. Ég ber jafnmikla virðingu fyrir honum og þér.

Ég gæti alveg eins verið hann fyrir nokkrum árum...

Það er dagur núna hjá mér.. :-)

Óskar Arnórsson, 26.8.2008 kl. 01:31

38 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég tek það fram að ég er ekki að gera lítið ú Jón Steinar á nokkurn hátt. Hef ekki efni á því.

Mín fyrstu komment hjá Rósu voru hrikaleg og ég skammast mín fyrir þau!

Enn hún umbar mig, hvað sem ég sagði.

Ég reyndi allt til að gera hana reiða!

Og það gerðist ekki neitt nema að hún svaraði mér kurteisislega.

Ég hafði allaf haft illan bifur á fólki sem sagðist vera trúað og tel mig hafa fullgilda ástæðu til þess. Það tók langan tíma fyrir mig að fatta að Rósa var ekta!

Ég varð forvitin, og langaði í eitthvað sem hún hafði og ekki ég. Hún er fyrsta manneskjan sem sannfærði eins tortryggin sem ég er, að til er eitthvað ekta og alvöru fallegt í trúmálum.

Ég var búin að afneita því í svo mörg ár, enn samt vissi ég alltaf að að ég hafði rangt fyrir mér.

Manneskja sem ég þekkti ekki neitt, heimsótti mig til Reykjavíkur! Mig! Ég átti ekki til orð. Hún gaf mér bækur um Jesú og eina Biblíu á sænsku. Ég sagði henni eins og er að mér fannst Biblían leiðinleg bók.

Enn hinar bækurnar urðu til þess að ég bað í fyrsta skipti á æfinni.

Fyrir það er ég Rósu æfinlega þakklátur...

Eiginlega bjargaði hún lífi mínu.. 

Óskar Arnórsson, 26.8.2008 kl. 09:42

39 identicon

Hvernig væri að Jón Steinar fengi sér rútu og krúsaði um landið til að koma í veg fyrir að  landsbyggðarmenn verði að hoppskoppandi Jesúfíklum ? Hvernig viðtökur skyldi hann fá ? Eða hvað skyldu margir verða tilbúnir að fjármagna svo rútu + ferð  ?

conwoy (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 19:13

40 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jón Steinar.

Mikið um að vera hér í dag. Búið að skipta um eitt stykki bílsskúrshurð. Þessi myndbönd get ég ekki tjáð mig um t.d vegna þess að ég þekki ekkert til þessa fólks og hvað þau eru að boða og þá er ég aðallega að hugsa um fyrra myndbandið. Ég sá eins og allir mynd í sjónvarpinu um sumarbúðir barna í Bandaríkjunum og mér ofbauð. Ef einhver þekkir til þessa fólks og þeirra kenninga þá væri vel þegið að heyra um þessar kirkjur og fólkið þeirra. Hef aldrei farið á samkomur með Benny svo ég  get ekki tjáð mig en hann heimsótti Ísland fyrir nokkrum árum. Ég bý á hjara veraldar og fer ekki til Reykjavíkur á viku eða hálfsmánaðar fresti ef eitthvað er um að vera í kirkjunum á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki sammála með Clifford. Lastu ekki hvernig Guð svaraði bænum mínum. á sama augnabliki og ég var að biðja Guð um að einhver hringdi og á sama augnabliki  hringdi Clifford og var hér uppá vegamótum. Fyrr um morguninn ætlaði hann að stoppa á Egilsstöðum en fann að það var ekki rétt og hélt áfram. Guð hafði aðra áætlun vegna mín.

Ég get ekki ímyndað mér að sagan þín hafi verið svakalegri en saga Clifford's. Það skiptir ekki máli heldur að Clifford er flottur því hann valdi að fylgja Jesú Kristi sem er sonur Guðs almáttugs.

"Fariðaðsegja satt." Fólk hefur gert grín af mnér og sagt að ég kunni ekki að ljúga svo ég tek ekki þetta rugl þitt til mín.

"heldur vegna þess að ég fyllist sömu sorg við að heyra og sjá til ykkar eins og að sjá drukkna, delerandi og ósjálfbjarga manneskju. Látið renna af ykkur." Ja hérna nú. Ég fyllist sorg yfir þessu rugl hjá þér sem var gefið fullt af talentum en kannt ekki að nota þær. Láttu nú renna af þér viðbjóðsleg áhrif Myrkrahöfðingjans.

"Haltu þessu fyrir sjálfan þig og hættu að leita viðurkenningar æi hópi lúsera. Það klæðir þig ekki." Það er aldeilis álit sem þú hefur á mér. Ég hélt að við værum vinir en þarna kallar þú mig lúser. Óskar er ekki í neinum hóp. Hann hefur samband við mig og svo tvo vini okkar sameiginlega til viðbótar sem eru JESÚÍTAR af Guðs náð. Ég segi nú bara: Margur heldur mig sig háttvirtur Jón Steinar. Dæmið ekki svo þér verðið ekki dæmdir. Maður uppsker eins og maður sáir til.

Fyrst ég er svona mikill lúser, hví ertu að taka niður fyrir þig og nenna að koma hér á þessa lásý síðu???

Ég ætla að láta þetta duga. Taldi ekki allar spurningarnar þínar. Ég veit að það skilar ÞVÍ MIÐUR engum árangri þó ég hefði farið ítarlega yfir alla þessa romsu.

Jesús elskar þig og hann dó á krossi fyrir þig.

Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð segir í Heilagri Ritningu.

"En Jesús sagði við lærisveina sína: "Sannlega segi ég yður: Torvelt verður auðmanni inn að ganga í himnaríki.

Enn segi ég: Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki."

Þegar lærisveinarnir heyrðu þetta, urðu þeir steini lostnir og sögðu: "Hver getur þá orðið hólpinn?" Matt. 19: 23.-25.

Aðalbjörn Leifsson  biður að heilsa þér.

Megi almáttugur Guð miskunna þér.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.8.2008 kl. 19:42

41 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Conwoy.

Ekki myndi ég hafa áhuga að hlusta á þennan hræðilega boðskap hans. Tími til kominn fyrir hann að "AFMYRKAST"

Vona að þú hittir Clifford.

Þakka þér fyrir innlitið.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.8.2008 kl. 19:48

42 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll frændi.

Maður á víst aldrei að segja aldrei, vonlaust að reyna að svara spurningum Jóns Steinars.  Jón Steinar vinur minn er í því að fara inná bloggsíðurnar hjá okkur Jesúítunum og er ágætis dæmi hér fyrir ofan. Ég er búin að reyna að svara honum aftur og aftur eins heiðarlega og ég hef getað en það er alveg sama hvað ég legg mig fram og vanda mig, ekkert nógu gott og hann svarar mér með allskyns blammeringum og skrif mín tekin úr samhengi en ég nenni ekki að stressa mig yfir þessu og ætla að fara í draumalandið NÚNA, sátt við lífið og tilveruna. Vona að Jóni Steinari líði vel og þá er tilganginum náð hjá honum og allir sáttir.

SHALOM

Vertu Guði falinn.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.8.2008 kl. 23:39

43 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Glitter Graphics

Animal Glitter Pictures

Sæll frændi.

Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir. Þetta er regla hér á blogginu og stendur efst í dálki höfundar. Ég nenni ekki að láta Jón Steinar æsa mig. Hann er prýðis maður, hef kynnst honum utan bloggs. En hann mætti alveg vanda málfar sitt og hann gæti stundum skrifað styttri innlegg með samt sama innihaldi. Vantar að mínu mati hellings skipulag í þessi innlegg hans. En eins og ég segi þá nenni ég ekki að hafa áhyggjur. Drottinn elskar hann eins og okkur og ég mun biðja Drottinn að blessa hann og varðveita OG GEFA HONUM VISKU.

Mér finnst töff að vera Jesúíti. Ég er mjög jarðbundin og læt ekki troða neinni vitleysu í hausinn á mér. Í hinum kristnu söfnuðum eru fullt af kenningum og alls kyns straumar en ég held minni ró og ígrunda þetta allt og hef getað hingað til stjórnað skútunni minni þó að oft hafi skútan fengið á sig brotsjó nú í næstum hálfa öld.

Guð veri með þér og varðveiti frá úlfum, ljónum og vörgum sem glefsa og glefsa.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.8.2008 kl. 13:22

44 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Glitter Graphics

Animal Glitters

Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.8.2008 kl. 13:24

45 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.8.2008 kl. 13:33

46 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.8.2008 kl. 13:34

47 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.8.2008 kl. 13:35

48 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Glitter Graphics

Animal Glitter Pictures

Öll dýrin í sjónum eiga að vera vinir.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.8.2008 kl. 13:41

49 Smámynd: Birgirsm

Halló Rósa

Takk fyrir frásögnina. Áhugaverður einstaklingur með hjartað á réttum stað.  Ömurlegt hvað brennivínið getur gert, (bara ein flaska af kampavíni). Kveðja

Birgirsm, 27.8.2008 kl. 19:59

50 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður Birgir.

Takk fyrir innlitið. Sammála þér að Clifford er áhugaverður einstaklingur með hjartað á réttum stað. Hann ætlaði aldrei að neyta áfengis en tók séns og það varð honum að falli. Mér finnst  fjölskyldan hans skrýtin sem hvöttu hann til að fá sér í staupið með þeim  þegar hann heimsótti þau ásamt eiginkonu sinni fljótlega eftir að þau giftu sig. Þau vissu hvað hann var búinn að ganga í gegnum en samt hvöttu þau hann að fá sér í staupið og þá byrjaði sama hörmungin aftur.

Ég vona að Clifford hitti fólk sem lifir í neyð eins og hann. Vona að hann hitti fólkið sem á ekki húsaskjól. Þau þurfa svo sannarlega að fá að vita að það er von. Jesús vill hjálpa þeim ef þau vilja taka við honum hjartað sitt.

Vona að ég hafi sent þér símanúmerið hans.

Vertu Guði falinn.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.8.2008 kl. 23:02

51 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert alveg frábær. Rósa mín. Hvað þú ert góð í því að sigra vont umtal með góðu. Og hvað þú hefur haft góð áhrif á hann Óskar og sýnt okkur, að það líður ekki á löngu fyrr en Guðsbarnið fer að skína í mönnum, þegar þeir leyfa bæninni og Jesú að komast að. Guð gefi honum áfram styrk og blessun, stýri vörum hans og höndum öðrum til góðs. Ef við gætum nú beðið eins fyrir Jóni Steinari ... Gerum það öll, og þakka þér fyrir allt þetta. Orð Óskars 26/8 kl. 09:42 sögðu annars allt svo miklu betur en ég var að reyna að segja. – Þinn og ykkar í Kristi,

Jón Valur Jensson, 27.8.2008 kl. 23:04

52 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jón Valur.

Takk fyrir innlitið og hlý orð.

Ég er mjög glöð með Óskar í dag og vona að hann muni aldrei snúa til baka frá þeim ákvörðunum sem hann hefur tekið þó svo að hann hafi eignast vini eins og mig sem er í hópi lúsera. Það er mat vinar míns Jóns Steinars sem þarf að drífa sig og sækja um inngöngu í þennan flotta hóp.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.8.2008 kl. 11:03

54 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

flott kyssimynd af reykjarvíkurliðinu :)

Kveðja norður frá Hafnarfirði

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 28.8.2008 kl. 16:52

55 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Já þau tóku sig flott út. Ég var rétt áðan að tala við Bryndísi og segja henni að Clifford væri í Reykjavík í dag. Hann fer til Keflavíkur á morgunn.

Takk fyrir innlitið.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.8.2008 kl. 17:57

56 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæll Jón Valur! Gaman að sjá þig hér. Ég skulda þér nú alla vega kaffibolla ef við rekumst á hvorn annan. Þetta var nú meira ruglið í mér. Ég þurkaði allt og öll blogg frá upphafi til að byrja upp á nýtt. Ég man ekkert hvað ég skrifaði 26/8 kl. 09:42  enn ef þér líkar það, hefur það kannski heppnast betur enn mörg önnur alveg ömurleg komment frá mér.

Þú sérð nú samt að ég er ekki hættur að rífast! Voða gauragangur í Jóni Steinari yfir því að ég sé að lesa og læra um líf Jesú!! Er ég komin í eitthvað lið? Ég er ekki í neinu liði mér vitanlega.  Ég skil alveg Jón Steinar. Þetta er stórfínn náungi! Það eru eins og það séu svik við eitthvað að lesa og prófa að biðja.

 Sumir segja að maður verði klikkaður af þessum lestri. Maður er það svo sem fyrir, svo ekki getur það verið hættulegt fyrir mig.. 

 Svo var ég að lesa einmitt um krossfestinguna í dag og varð alveg hoppandi illur yfir meðferðinni á Jesú..jafnvel hann efaðist smá stund á Krossinum..Rósa er síður enn svo neinn lúser! Hún hefur ekkert verið að troða neinu upp á mig og er algjör himnasending fyrir mig.. 

Ef ég spyr hana þá svarar hún..einfaldara getur það nú varla orðið.. bara "vinnan" sem var farin að ergja mig..enda mannskemmandi..

..Ég ætla að biðja fyrir jóni Steinari, bara til að gera hann enn ergilegri.. 

Óskar Arnórsson, 28.8.2008 kl. 18:10

57 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir strákar mínir og takk fyrir innlitið.

Við höfum ekkert áhyggjur yfir orðunum hans Jóns Steinars. Þau dæma sig sjálf.

Óskar inn, það getur verið hörku vinna fyrir þig að toga í bænastrenginn fyrir Jóni Steinari en MJÖG VERÐUGT.

Guðlaugur frændi, við sjálfsagt verðum að leggja Óskari lið svo hann eyði ekki allri ævinni í þetta verðuga starf sem hann hefur nú þegar tekið að sér.

VERUM KEIK

Guð blessi ykkur og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.8.2008 kl. 00:07

58 identicon

Rósa. Takk fyrir söguna. les hana aftur, eftir að hafa lesið alla kommentana hjá þér. fjörugar umræður
Mbk/SJS

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 01:02

59 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Sigrún mín.

Takk fyrir innlitið. Hörku fjör hér á bloggsíðunni og einnig er fyrir utan gluggann. Þar  blæs hraustlega. Haustið minnir á sig með stormi og rigningu. Miklu meira hressandi en þokan sem lá hér yfir firðinum í sumar ein og mara.

Vertu Guði falin.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.8.2008 kl. 08:31

60 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Takk fyrir að segja frá Clifford. Ég fór á samkomu hjá Samhjálp þar sem hann prédikaði og hann var stórfínn. Heyrði einnig viðtal við hann í Færeyska útvarpinu í fyrra. Nú á ég aðeins eina bæn, Guð, gerðu mig að lúser einsog hún Rósa er!!:) ps. vildi annars alveg bragða á þessari sultu, sem ég trúi að sé guðdómleg!!!!

Guðni Már Henningsson, 30.8.2008 kl. 01:50

61 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Takk fyrir innlitið og góðar óskir

Ditta mín, Ég varð alveg uppveðruð þegar ég heyrði hvað þér gengur vel. Búin að lesa síðasta pistil hjá þér og þar kemur aðeins fram hvað þú ert að gera. Jesús er besti læknirinn og ég trúi því að þessi unga kona hafi verið send í veg fyrir þig til að hjálpa þér og nú ertu að blómstra.

Guðni minn, ég sé að þú hefur húmor fyrir þessu eins og ég með lúserinn.  Sultan er sko góð og margir hafa sagt okkur að hún bragðist mjög vel. Við gefum fólkinu líka bækling með vitnisburðinum hans Clifford's og bókamerki frá honum. Fólk er alveg gáttað þegar við höfum boði þeim sultu að gjöf. Venjulega eru sölumenn á ferð en ekki einhverjir sem koma færandi hendi, þökk sé Clifford sem átti þessa hugmynd og framkvæmdi hana.

Megi almáttugur Guð blessa ykkur og varðveita í Jesú nafni.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.8.2008 kl. 09:04

62 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður Erlingur og takk fyrir innlitið.

Margt viðurstyggilegt  hefur verið gert í nafni trúarinnar í gegnum aldirnar. Það getur engin tekið upp hanskana fyrir ýmsu sem var gert. Við aftur á móti getum ekki farið aftur í tímann og lagfært neitt af því og þannig er það nú með okkar eigin gjörðir líka.

Bróðir Clifford frelsaðist frá mjög ömurlegum kringumstæðum og ábyggilega kemur upp sú hugsun hjá honum að hann hefði viljað farið aftur í tímann og lagfært ýmislegt en það er ekki hægt. Oft er jú hægt að gera upp mál ef það eru samskiptamál og hægt að biðjast fyrirgefningar.

Las um spánska rannsóknarréttinn í vetur og þarf að lesa um þennan tíma aftur.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.8.2008 kl. 23:53

63 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til þín Rósa mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.8.2008 kl. 16:53

64 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæl Rósa! 

Jón Steinar er ágætur! Það er til fólk sem afneitar jafnvel að önnur heimstyrjöldinn hafi átt sér stað. Það er oft ungt fólk og miklir galgopar í hugsun og verki. Gott fólk samt. 

Og það sama og að afneita að Jesú hafi verið til gera bara þeir sem aldrei hafa opnað bók. Heimildirnar um tilveru hans eru óhrekjanlegar fyrir hvern sem veit eitthvað hvað heilbrigð skynsemi er. Þúsundir bóka eru skrifaðar af fólki sem nmargt hvert vissi ekkert af hvort öðru.

Ég tek undir þetta sem Erlingur minnist á að það verður engin þroski nema með gagnrýnni hugsun og það hafa verið geysileg átök innan kirkju í allri Evrópu alla tíð. Kristnir lentu í ofsóknum svo svakalegum hjá t.d. Rómverjum að það hálfa væri nóg. Kastað fyrir ljón og notaðir sem skemmtiatriði.

Villimennskan var algjör. Það eru ekki margir sem lifa af lífið sem Clifford lifði! Það hlítur að vera merkileg meining að hann skildi lifa þetta af.

Það eru furðulegar reynslusögur til, og ég sá heimildarmynd um enskan strák sem bjó með foreldrum sínum og byrjaði ungur að tala um að gerast Buddamunkur.

Foreldrar hans fengu svo miklar áhyggjur af þessu, því ekkert var til í fjölskyldunni sem  hefði getað búið til svona áhuga hjá litlu barni. Það hefði verið eðlilegra að hann yalaði um kristni enn ekki þetta.

Þau sendu hann til sálfræðings. Hann "læknaðist" ekki, og um leið og hann hafði aldur til, fór hann til Thailands og fór í læri. Lærði málið og var í 20 ár að læra hjá munki.

Svo gott orð fór af honum að hann var kallaður fyrir systur drottningu konungsins og er hún miklil áhugamanneskja um Budda. Hún bað hann um að fara til Ísland og setja upp Buddaklaustur þar.

Hann kom með ekki neitt til 'islands, nema fötun utan á sér og gerði það sem fyrir hann var lagt.

Þess vegna er Buddaklaustur á Íslandi. Allt vegna englendings. Það er ekki hægt að spyrja "af hverju" í svona málum. Menn fylgja bara sannfæringu sinni, hversu óskiljanleg hún sýnist öllum öðrum. Þetta var hans hlutverk.

Óskar Arnórsson, 31.8.2008 kl. 17:23

65 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hér er þá fjörið "litla systir"! Takk fyrir fróðlega lesningu um Clifford Rósa mín, og ekki kemur maður að tómum kofanum hjá þér.

Ég er sammála Jóni Val að þú hefur haft góð áhrif á Óskar, og gleður það mig mjög að sættir náðust í því máli.

Guð blessi ykkur öll.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.8.2008 kl. 22:36

66 Smámynd: Halla Rut

Þú átt aldeilis aðdáendur Rósa mín enda gefur þú af þér við hvert orð.

Bestu kveðjur til þín frá mér.

Halla Rut , 1.9.2008 kl. 00:14

67 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Clifford hefur allveg magnaðan vitnisburð :)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 1.9.2008 kl. 07:47

68 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Frábær frásögn hjá þér Rósa mín   og bestu kveðjur,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,sá hann ekkert á Hvammstanga :(   en það er nú ekkert að marka   :)

Erna Friðriksdóttir, 1.9.2008 kl. 17:21

69 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Takk fyrir innlitið, hlý orð og blessunaróskir.

Katla mín, kærar þakkir fyrir hjartað.

Óskar minn, takk fyrir mjög gott innlegg og fróðlegt að sama skapi.

Guðsteinn minn, Matthías Ásgeirsson vinur okkar segist koma að tómum kofanum þegar hann les það sem ég skrifa.  

Halla mín, ég myndi frekar orða þetta þannig að ég á mikið af góðum vinum.

Sigvarður minn, sammála þér um Clifford. Hann var í Vestmannaeyjum í gær.

Erna mín, Clifford stoppaði stutt á Hvammstanga en vonandi hafa einhverjir hitt hann.

Guð blessi ykkur og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.9.2008 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband