2.4.2008 | 21:40
Enskuskóli í Broadstairs sumarið 2007
Fyrir rúmuári fór ég að hugsa um að það væri sniðugt að fara í Enskuskóla erlendis. Ég fór á vefinn og fann Enskuskóla Erlu Aradóttur ásamt fleiri skólum. Ég var ekki í vafa um valið og þá fóru hjólin að snúast. Ég hringdi í Erlu og lét skrá mig í skóla sem var í Broadstairs á suðausturströnd Englands. Hægt er að velja um annan skóla í York sem er mitt á milli Edinborgar og London. Broadstairs er skammt frá Cantebury, Ermasundsgöngunum og Dover. Einnig er stutt að fara til London, c.a 2 klst.
29 júlí mætti ég svo á Keflavíkurflugvöll hálf skjálfandi því vegabréfið mitt var ekki með örgjafa og bað ég bróðir minn að bíða og sjá hvort ég kæmist í gegn. Samt var búið að segja mér að vegabréfið væri í lagi nema ef ég færi til Bandaríkjanna. Allt gekk vel og um þrjúleytið hittist hópurinn hjá kaffibarnum og var það nú ekki eini barinn sem við áttum eftir að heimsækja í ferðinni. Við áttum notalegt flug og lentum í Standsted og þaðan var ekið til Broadstairs. Við komum mjög seint þangað og þar biðu nýju fósturforeldrarnir okkar. Við bjuggum á heimilum víðs vegar um Broadstairs og á mínu heimili bjó kona frá Ítalíu, Caterina sem var að fara í sama skóla. Daginn eftir þurftum við að drífa okkur á fætur og fara í skólann og nú voru góð ráð dýr að rata. Sem betur fer gekk kona framhjá heimili okkar á meðan við stóðum ráðþrota fyrir utan hliðið. Hún var á leið í vinnuna og fósturmóðir okkar Pauline sem þekkti hana, bað hana að leyfa okkur að elta hana en hún var á sömu leið og við. Hún gekk mjög hratt og ég hélt að ég myndi drepast úr hlátri því Caterina var á háhæla skóm og átti í mesta brasi að fylgja konunni eftir. Þetta hafðist og við komust á réttum tíma í skólann. Caterina var rosa flott skvísa. Fór á fætur nokkrum klukkutímum áður en við fórum í skólann. Hún var alltaf uppábúin, flott máluð og engir skór voru inní myndinni nema háhæla skór. Henni fannst mínir skór hallærislegir sem voru flatbotna og sagði hún mér að konur á Ítalíu myndu ekki nota svona skó sem minnti sig eiginlega á vaðstígvél.
Fyrstu tvo dagana vorum við að kynnast en við vorum 15 í allt. Flestar konurnar voru að nálgast fertug og margar gott betur en það. Með okkur í hópnum voru þrír menn og tveir þeirra hefðu geta verið synir sumra okkar miðað við aldursmuninn. Þeir gerðu í því að forðast okkur fyrstu dagana því þeim fannst þetta svo niðurlægjandi að láta sjá sig með stútungs kerlingum. En sem betur fer átti þetta eftir að breytast og ég veit að þeir nutu þess að vera með okkur þrátt fyrir gífurlegan aldursmun. Þeir voru algjörir stuðboltar.
Stundaskráin var mjög löng. Skólinn var alla morgna og tvo eftirmiðdaga. Þegar það var ekki skóli þá var yfirleitt eitthvað annað á dagskrá. Á miðvikudögum fórum við í ferðalag, í tvö skipti fórum við til Cantebury og einu sinni til Dover. Sumar rúturnar komu spánskt fyrir sjónir okkar Íslendinga. Sæti fyrir tvo var í raun bara fyrir sem nemur einn og hálfan mann og við upplifðum okkur í sardínudós. Í Cantebury skoðuðum sumir Kaþólskukirkjuna og einnig var okkur sýnt síki þar sem galdrakonum var drekkt. Þær voru settar á einhverja spöng sem síðan var kippt undan þeim þessu sæti eða hvað nú sem má kalla þetta og þá féllu þær í síkið og drukknuðu. Sjá mynd í myndaalbúmi hjá mér eða myndaalbúm hjá Erlu.
Í Dover þáfórum við að skoða kastala. Það var mjög hvasst og hárgreiðslan hjá okkur fór eitthvað úr skorðum. Við skoðuðu líka heilmikil göng sem höfðu verið grafin inní hæðina hjá kastalanum og var allavega á tveimur hæðum. Sjá mynd til hægri. Þessi staður var mjög mikilvægur í Seinni heimstyrjöldinni og var Winton Churcill oft þarna vegna stríðsins. Við vitum öll að hann var frábær forsætisráðherra og leiddi þjóð sína til sigurs gegn Þjóðverjum og fleirum. Við gengum um göngin og fórum niður stiga og man ég ekki hversu mörg þrepin voru en við töldum þau. Við skoðuðum aðstæður þarna og sáum sjúkrahús, skurðstofu, fjarskiptaherbergi, símstöð, eldhús, matsal, svefnálmu og margt, margt fleira. Þetta var mjög athyglisvert að sjá.
Fyrri laugardaginn sem við dvöldum í Broadstairs fórum við til Cambridge. Við fórum í siglingu á ánni Cam og sigldum fram hjá öllum háskólabyggingunum. Við vorum svo mörg svo strákarnir fóru með öðrum hóp en við stelpurnar fórum með svaka flottum töffara en því miður á ég ekki nógu góða mynd af honum en sennilega er til mynd í myndasafninu hennar Erlu.
Seinni laugardaginn fóru flestir með Erlu í verslunarferð en við vorum nokkur sem fórum til London. Þegar við komum þangað kom í ljós að það hafði ekki verið gert ráð fyrir að við færum með í skoðunarferð. Sumir höfðu komið til London áður en við vorum 5 sem sömdum við John sæta kennarann okkar og fengum við að fara með hópnum hans í skoðunarferð. Við fórum framhjá Big Ben og þá voru menn við klukkuna að þrífa hana. Bróðir minn sá hér heima á Íslandi fréttir um klukkuþvottinn og spurði mig hvort ég hafi séð karlana hanga þarna. Jú ég sá þá og þetta var ógnvekjandi. Það var eins og þeir væru þarna í lausu lofti fyrir framan klukkuna.
Á kvöldinvar einnig dagskrá. Við hentumst heim eftir miðdegisdagskránna og fleygðum í okkur mat hjá fósturforeldrum, síðan var farið niður í bæ aftur. Við stelpurnar sem bjuggum á svipuðum stað vorum 15 - 20 mínútur hvora leið. Við fórum eitt kvöldið í lítinn bæ Sandwich rétt hjá Broadstairs, eitt kvöldið á sveitakrá og þá auðvita drukku allir það sama og ég, sprite og kók. Þrisvar sinnum var farið í keilu og ýmislegt fleira var brallað.
Á sunnudögum var frí og þá dreif ég mig þrisvar sinnum í Hvítasunnukirkju sem var í 20 mínútna göngufæri frá heimilinu mínu. Þar kynntist ég frábæru fólki. Í seinna skipti sem við samnemendur mínir heimsóttum Erlu þá gaf hún okkur öllum orðu og ég fékk orðu fyrir að hafa drifið mig ein í kirkju. Þegar við fengum boð um að mæta í partý til Erlu var sett skilyrði að við myndum mæta með hatt. Ég spurði fósturforeldra mína hvort þau ættu hatt til að lána mér og varð jólasveinahúfa fyrir valinu og það í ágúst. Um kvöldið þegar við fórum niður í bæ þá óskaði ég fólkinu að sjálfsögðu gleðilegra jóla. Maður sem ég hitti fannst þessi ósk einum of snemma en það var víst bara ágúst.
Ég veit að Erla er að skrá í ferðarnar núna og er að vera fullbókað í ferðarnar. Slóðin hjá Erlu er: http://www.enskafyriralla.is/ Um miðjan júní er farið í stutta ferð til Broadstairs og þá eru frístundirnar notaðar til að fara í golf. Um mánaðarmótin júní - júlí er farið til York og svo í lok júlí til Broadstairs. Á sama tíma og boðið er uppá ferð fyrir fullorna í lok júlí er einnig ferð fyrir unglinga. Minnir mig að þau hafi verið tæp 80 sl. sumar. Endilega kíkið á myndasafnið hjá Erlu og skrollið niður myndasíðurnar. Ég auðvita mæli aðallega með KSE 2007 og KSE 2007 unglingar.
Góða skemmtun að skoða myndirnar af okkur og endilega lítið á slóðina: http://bbv1950.blog.is/blog/bbv1950/ Þar skrifar Sverrir Gíslason frá Heydal í Mjóafirði v/Djúp grein og ég skrifaði formálann. Endilega sjáið hvað sumir eru að bralla núna.
Rósa Aðalsteinsdóttir
P.S. Ef þið viljið sjá myndirnar betur: TVÍSMELLIÐ Á MYNDINA. Dæmi um efstu myndina til hægri. Ef þið tvísmellið á myndina þá kemur einnig heiti myndarinnar fyrir ofan myndina og nánari skýringartexti fyrir neðan myndina. Þessi mynd heitir: "SÆTASTA STELPAN Í BROADSTAIRS." HM, STELPA = FULLORÐINN MAÐUR Í KVENMANNSFÖTUM.
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt 13.4.2008 kl. 08:51 | Facebook
Athugasemdir
Ég kannast við Erlu síðan ég bjó í Hafnarfirði, frábær kona og góður kennari. Takk fyrir að hringja í dag, það var svo gaman að heyra í þér elskan mín. Þetta hefur verið skemmtileg ferð til Englands. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 2.4.2008 kl. 22:02
Þetta hefur verið mikið fjör og blessun.
Aida., 2.4.2008 kl. 22:58
Gaman að lesa þetta og rifja upp skemmtilegar stundir í Broadstairs kveðja Bogga
Bogga (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 23:09
Þetta hefur verið aldeilis ævintýri Rósa mín. Fólk ætti oftar að fara og gera það sem þeim dettur í hug. Takk fyrir færsluna og myndirnar. Baráttukveðjur frá mér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2008 kl. 00:55
Sælar stelpur og takk fyrir innlitið. Bogga, það var hörku fjör hjá okkur.
Til að sjá myndirnar betur þá klikkið á myndirnar og þá fáið þið líka texta með myndunum.
Kær kveðja til ykkar allra/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.4.2008 kl. 02:25
Já segi sama Þetta hefur verið skemmtilegt Rósa mín mér finnst svo gaman að skoða kastala og fallegar kirkjur.
Takk fyrir skemmtilega frásögn
Kristín Katla Árnadóttir, 3.4.2008 kl. 10:27
Takk fyrir þessa ferðasögu Rósa, ég hef einmitt verið í þeim hugleiðingu að skella mér í enskuskóla þannig að það var gaman að lesa þessa frásögn þína. Það er eitt sem ég vil benda þér á í sambandi við innsetningu myndanna ég held að þú setjir ekki inn jöfunina á myndirnar það er að segja til hægri eða vinstri eða miðja það er hægt að velja það í haki sem kemur upp þegar maður er að hlaða myndirna inn. Velja þá jöfnun sem þú kýst og síðan er hægt að velja um stærð myndanna þar líka.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 11:44
Sælar stelpur. Svo lengi lærir sá sem lifir. Takk fyrir ábendinguna en á meðan ég meðtek þessa nýju visku þá tvíklikkið á myndina sem þið viljið sjá nánar og myndin birtist skýr og flott ásamt texta. Jónína Þorbjörg ef þú hefur áhuga á skólanum hjá Erlu þá þarftu að drífa þig að hafa samband því það er allt að fyllast.
Takk fyrir innlitið
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.4.2008 kl. 12:46
Já, Rósa! Minnir mig á Djúpadal í Austur Barðastrandasýslu. Faðir minn var bóndi með bróður sínum á Eyri (Sveinseyri) ekki langt frá, Brekka var símstöðinn, og næsti bær við Djúpadal var Barmur...Takk fyrir að þú skulir vera til...er ekki allt í lagi fyrir 54 ára gamlan kall að verða svolítið skotin í þér og Ásdísi á mjög andlegan hátt að sjálfsögðu. Ég er giftur yndislegri konu, en á mjög auðvelt með að hrífast og verða daðrari við fólk með fallega sál..ég er alveg handviss um að þú skilur hvað ég meina..og er líklegast ekki sá eini sem hrífst á sama hátt.. Það var eiginlega kortið að Vestfjörðum sem vakti þessa minningu upp..
Óskar Arnórsson, 3.4.2008 kl. 14:51
Guð ekki veiti mér af að fara í enskuskóla, því ég var að gera eitthvað allt annað en að læra ensku í grunnskóla og skemmtileg frásögn hjá þér.........Bestu kveðjur
Erna Friðriksdóttir, 3.4.2008 kl. 15:43
"svalt" eins og krakkarnir segja. Gaman hjá þér að eiga þessar minningar.
knús
Linda, 3.4.2008 kl. 16:10
Skemmtileg ferð hjá ykkur
Guðrún Sæmundsdóttir, 3.4.2008 kl. 20:39
Vá þetta hefur verið skemmtilegt og gefandi takk fyrir frábæra ferðasögu og myndir Hafðu ljúfa helgi Elskuleg
Brynja skordal, 4.4.2008 kl. 01:27
Það yrði ekki ónýtt að ferðast með þér Rósa og vinkonum þínum,maður þyrfti að hafa sig allann við í glensinu.Þú kannt að segja skemmtilega frá Rósa bestu kveðjur Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 4.4.2008 kl. 06:39
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 09:30
Sæll Óskar minn. Við Ásdís tökum þessu sem hrósi enda erum við flottar stelpur og hún á afmælið í dag. Svo er nú gott að eiga þig að ef ég þarf einhvern tímann að herma uppá þig loforð ef ég þarf að flýja land og þá kem ég til ykkar hjóna til Thailands.
Sæl Erna mín. Endilega drífðu þig með Erlu. Vona að þú verðir eins heppin og ég með ferðafélagana. Þau voru alveg mögnuð.
Sæl Linda mín. Þetta var "svalt" nema hitastigið. Úff hitinn ætlaði oft að drepa mig en Guði sé lof ég dreg andann ennþá.
Sæl Guðrún mín. Já þetta var virkilega skemmtileg ferð og hópurinn náði svo vel saman. Það var fjör hjá okkur frá morgni og fram á kvöld. Fórum oft heim á ókristilegum tíma miðað við að það var skóli daginn eftir.
Sæl Brynja mín. Já þessi ferð var virkilega gefandi og svo er svo dýrmætt að eiga vináttu skólafélagana enn þann dag í dag.
Sæll Úlli minn. Við vorum sko flottar vinkonurnar og flott að vera með okkur. Við vorum svo lánsamar að hafa þrjá töffara með okkur, þá Pétur, Ástþór og Agnar. Fyrst reyndu Ástþór og Agnar að vera einhversstaðar annarsstaðar en við því aldursmunurinn var mikill. Skömm að láta sjá sig með konum sem voru á sama aldri og móðir þeirra. En það átti sko eftir að breytast og héldu þeir oft upp fjörinu. Algjörir stuðboltar. Við dömurnar vorum nú aldeilis ánægðar með okkur með ungviðinu. Yngdumst um 20 -25 ár.
Sæl Birna mín. Takk fyrir hjartað.
Takk öll fyrir innlitið. Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.4.2008 kl. 12:53
Sæl Guðlaug Helga. Takk fyrir innlitið. Frábært að heyra að þið ætlið að fara í Heydal í sumar. Endilega farið hinu megin í dalinn á æskustöðvar móður minnar. Þar getið þið farið í heitan pott sem er náttúrulega skapaður. Frábær búbót fyrir afa og ömmu á sínum tíma að hafa heitt vatn rétt hjá bænum. Þarna gat allt heimilisfólkið farið í bað. Þið sjáið rústirnar af bænum fá Heydal og eins þegar þið eruð hjá pottinum. Sendi þér tvær slóðir þar sem ég fjalla m.a. um æskustöðvar móður minnar.
http://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/entry/476528/#comments
Sjá neðri hlutann þar sem ég segi frá móður minni.
http://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/entry/427641/#comments
Þegar ég var í enskuskólanum fórum við Erla að tala um Vestfirði og þá kom í ljós að hún ferðast oft yfir í Heydal. Skemmtileg tilviljun því þessi staður er svo afskekktur.
Hlakka til að heyra ferðasöguna. Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.4.2008 kl. 13:31
þú ert svo hjartanlega velkomin Rósa mín! Seni þér myndir þegar ég er komin til danmerkur..
Óskar Arnórsson, 5.4.2008 kl. 15:30
hæhæ.gaman að sjá myndir af þér
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Adda bloggar, 7.4.2008 kl. 00:32
Rósa! Búin að týna símanúmerinnu þínu í öllu ruglinn á skrifstofunni minn! þyrfti að tala við þig prívat. Net síminn minn er 4960680..ódýrt að hringja..ætla að setja hann á síðuna..
Óskar Arnórsson, 7.4.2008 kl. 13:09
Bæta svona við innlitskvitti á þig Bestu kveðjur
Erna Friðriksdóttir, 7.4.2008 kl. 19:41
Mikið ofboðslega hefur verið gaman hjá þér.
Það er líka svo æðislegt í suður Englandi.
Halla Rut , 7.4.2008 kl. 22:20
Mátti til að kvitta hérna aðeins. Flottar myndir og færsla þetta hefur verið gaman hjá ykkur sem fóruð í þennan skóla.
Gangi þér vel með allt sem þú gerir.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.4.2008 kl. 16:16
Sæl öll og takk fyrir innlitið.
Guðlaug, góða ferð í Heydal
Óskar, gott að eiga öryggi ef ég yrði gerð útlæg héðan.
Adda
Erna
Halla Rut. Já það var virkilega gaman hjá okkur.
Erlingur. Síðustu vikuna sem við vorum í Broadstairs var bæjarhátíð hjá þeim. Við erum með svona daga t.d. hér á Vopnafirði í lok júlí en þemað er ólíkt. Fólk klæddist í flottustu fötin sín, eða þannig sko. Þessi töffari var bara í stíl við þemað á þeirra bæjarhátíð.
Hef aldrei farið í víkingabúning. Þessi mynd er ekki af mér en þessi dama er virkilega flott og Siggi bloggvinur minn heillast af henni.
Við hittum ekki Hróa Hött en við fórum að húsi sem heitir Bleak House sem er alveg við ströndina. Okkur var sagt að sennilega hafi þetta verið húsið sem Charles Dickens bjó stundum í og þarna hafi hann skrifað vinsælustu sögurnar sínar. Því miður á bærinn ekki húsið en stutt frá Bleak House er safn með munum sem Charles Dickens átti og eins er hægt að lesa heilmikinn fróðleik um hann þarna.
Aftur á móti hittum við fullt af varg, máv. Hef ég sem er alin upp við sjávarsíðuna aldrei séð svona vel alinn máv og ekki upplifað svona mikið garg frá máv. Þegar við vorum þarna voru ekki ruslatunnur við húsin en það átti að bæta úr því sl. okt. Fólk fór með ruslið kvöldið áður út á götu eða snemma um morguninn þegar bæjarstarfsmenn voru væntanlegir að ná í sorp. Þá var dúndrandi veisla hjá varginum. Það var svaka glymjandi í varginum og þar sem ég bjó sat mávurinn oft á þakinu og beið eftir einhverju ætilegu. Skítataumar eftir þá voru á þakinu. Á morgnanna þegar var að undirbúa mig í skólann þá voru oft fyrstu hljóðin sem ég heyrði garg í mávinum.
Fyrsta daginn sem við vorum í Broadstairs þá vorum við vinkona mín á gangi rétt hjá skólanum og þá skeit mávurinn sem var fljúgandi yfir hausamótunum á okkur og sumt af þessum viðbjóði fór í fötin hennar. Við fengum að fara inná veitingarhús þarna til að redda málum. Dirty sea gull. Síðar fór allur hópurinn á þetta veitingahús. Fyndið með Englendingana. Kettirnir þeirra voru að spígspora um veitingahúsið á meðan gestirnir voru þarna.
Læt þetta duga í bili.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.4.2008 kl. 16:23
Þetta lítur út eins og þú hafir gert allt nema læra "ensku" En sögu lærðir þú samt og sagðir. Baráttukveðja
Kristinn Ásgrímsson, 9.4.2008 kl. 23:21
Góða nótt mín kæra
Brynja skordal, 10.4.2008 kl. 01:08
Sæl Rósa , smá innlitskvitt og minni á að ég bíð eftir nýjum pistli he he he , er með pestina og hef ekkert annað að gera að hanga í tölvunni eða að sofa :( þvílíkt líf
Erna Friðriksdóttir, 10.4.2008 kl. 15:05
hæ frænka
þetta var nú aldeilis skemmtilegt blogg hjá þér og ég veit að þú skemmtir þér vel og lærðir heilan haug...!!!
Myndirnar sem þú tókst eru líka mjög góðar og fannst mér gaman að myndakvöldinu sem þú hélst þegar þú komst heim :)
við sjáumst svo síðar...
Katrín Stefanía (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 15:06
Takk fyrir allt Rósa mín
Takk fyrir að láta biðja fyrir mér
Kristín Katla Árnadóttir, 10.4.2008 kl. 17:00
He He, takk fyrir innlitið, bíð spennt eftir að þú finnir finnir mig
Kveðja til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 10.4.2008 kl. 21:12
Sæl og blessuð öllsömul og takk fyrir innlitið.
Kæra Guðrún Emilía, takk fyrir innlitið og góðar óskir.
Sæll Erlingur.
Myndin af höfundi.
Myndin þar sem kona er með jólasveinahúfu, það er ég. Þetta var eina almennilega húfan sem var til á heimili fósturforeldranna og ég notaði hana í partýið sem við vorum boðin í og þar áttum við að mæta með húfur eða hatta. Dálítið crazy í ágúst en svo er ég bara.
Sæll Kiddi minn. Eitthvað síaðist inn með enskuna. Nú þurfum við að berjast saman. Sorgarfréttir meðAlla trúbróðurokkar.
Kæra Brynja mínTakk fyrir innlitið og vonandi ertu farin að sofa og ert þessa stundina að dreyma vel. Annað en næturhrafninn, bloggvinkona þín hérnamegin.
Sæl Erna mín Já ég ætlaði að koma með fyndinn pistill en ég missti móðinn þegar ég heyrði að Alli trúbróðir minn og bloggvinur lenti í umferðarslysi í gærmorgunn á Reykjanesbraut. Hann er mikið slasaður.
Elsku Katrín Stefanía Mikið var gaman að þú gast gefið þér smá tíma til að kíkja á bloggið hjá mér en ég veit að núna er mikið að gera í náminu. Gangi þér vel og það verður gaman um miðjan júní. Ég hlakka svo til.
Kæra Katla mín Það er svo sjálfsagt að biðja fyrir vinum sínum bæði þegar gengur vel og eins þegar eitthvað bjátar á. Ég er sjálf svo lánsöm að eiga fullt af vinum sem biðja fyrir mér. Veit ekki hvernig lífið væri án þeirra.
Elsku Valli minn Ég trúi því að núna séu brekkurnar framundan úr þeim djúpa dal sem þú hefur þurft að dvelja í. Vona að Guðbjörn verði stoð og stytta.
Sæl Kristín mín Ég mátti bara til að gera at. Fyndin færsla hjá þér og á sama tíma baðstu mig af öllum að gerast bloggvinkona þín.
Verð að segja ykkur kæru bloggvinir hver Katrín Stefanía er. Hún er bróðurdóttir mín. Ég er mjög stolt af henni.
Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur góða framtíð.
Kær kveðja/Rósa.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.4.2008 kl. 01:21
Ég fann þetta á meilinu frá þér, línknum þínum HE HE. Ég er nu ekki klár á tölfu en svo veit ég ekki hvort að ég getað reddað þessu þegar ég skrifa blogg. Þú fin nur mig ekki á ´Islandi ljufan mín En mikið er gaman að vera orðin bloggvinkona þín
Knús á þig
Kristín Gunnarsdóttir, 11.4.2008 kl. 10:59
Hafðu ljúfa helgi Elskuleg
Brynja skordal, 11.4.2008 kl. 12:03
jebb, það er viljandi sem að ég hef bloggið svona, ég fer nu ekki að láta einhvern skíta í skóna mína að óþörfu HEHE Vonandi heldur þú áfram að kvitta fyrir það, þú ert ein sú hressasta hér í bloggheimum Ég kann sko ekkert á þessa tölfu og þaðan af síður þessa túlkun hjá þér ljúfanpaest eða eitthvað svoleiðis HAHA, verð bara að fikra mig áfram. Vertu velkomin ef þú kemur ti Dananveldis, GÆSKAN.
Knus á þig
Kristín Gunnarsdóttir, 11.4.2008 kl. 13:11
Sælar stelpur.
Brynja mín Kærar þakkir fyrir góðar óskir. Ég vona að þú og fjölskyldan eigið frábærar helgi.
Kristín mín Búin að þrengja hringinn fyrir mig. Rétt áðan var það allur heimurinn en nú bara Danmörk. Það væri gaman að heimsækja Danaveldi og gá hvernig danskan virkar. Ekki nóg að fá 8 og 9 í skólanum. Einhvern veginn held ég að ég verði mállaus fyrstu dagana en svo kannski rifjast danskan upp og ég fer að getað bablað eitthvað með glæsilegum hreim.
Guð blessi ykkur og gefi ykkur góða helgi og góða framtíð.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.4.2008 kl. 16:08
Eigðu góða helgi ljúfan, þú ert frábær
Kristín Gunnarsdóttir, 11.4.2008 kl. 17:46
Já, Rósa. Ætlarðu að skella þér til Danmerkur? Hér er ágætt efni á TV2 - Nyhederne. Flestir tala nú skiljanlega dönsku í sjónvarpi og útvarpi. Þeir vanda sig einna helst á DR1, en þér nýtist þetta vonandi til upphitunar.
Svo er annað og erfiðara að tala við Danina sjálfa við störf í verslunum, í strætisvögnum, lestum o.s.frv. Þá hittirðu Gísla á Uppsölum um alla Mörk.
Gangi þér vel.
Sigurður Rósant, 11.4.2008 kl. 19:28
Helló Rósa
Æ hef to gó tú anoter kántrí tú, and lörn englís.
Mæ væf is olveis træing tú púzz mí tú kompjúter and
englisskúl.
Gúd lökk end hev a næs dey mæ dear
Birgirsm, 11.4.2008 kl. 21:38
Takk fyrir kveðjuna snemma í morgunsárið, eru nokkuð með bufénað fyrst þú ferð svona snemma á fætur eða ferðu bara svona seint að sofa skvís
Eigðu góðan dag, ég þarf að læra betur hvernig maður setur myndir inn á blogg þeirra sem maður er að blogga hjá.
Knus á þig
Kristín Gunnarsdóttir, 12.4.2008 kl. 08:08
Sæl öll.
Það væri gaman að koma til Danmerkur. Hef bara einu sinni komið þangað og það var 1992. Ef ég kem til Kaupmannahafnar væri flott að fara á Strikið og hitta ykkur Sigurð Rósant og Kristínu. Við gætum haft fjör eins og ég og vinir mínir í Englandi sl. sumar.
Það var virkilega skemmtilegt þegar þjóðin fékk að kynnast Gísla á Uppsölum. Minning hans mun lifa lengi.
Ég bý í litlu þorpi hér á Vopnafirði og það er löngu hætt að hafa búskap hér á tanganum. Afi var með kindur hér rétt hjá heimilinu mínu í denn þegar ég var barn. Barnabörnin áttum öll eina kind. Svo þegar afi hætti búskap var kindin mín seld og bóndinn leyfði henni að lifa eins lengi og hann gat því hann vissi að ég hefði átt hana.
Birgir, smá grín, hvaða tungumál er þetta?
Takk öll fyrir innlitið. Góða helgi og Guðs blessun. Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.4.2008 kl. 12:35
Takk fyrir meilið, þú ert velkomin hvenær sem er í heimsókn elskan mín. Ættla að reina að finna útúr þessum linkum sem þú sendir mér, er ekki broskallar, hreifi, á meðal þessa sem þú sendir mér ljúfan, hafðu góðan dag yndið mitt, búin að sjá myndina af þér, þessa réttu ég meina ekkert slæmt með þessum kalli. Þetta með stafssetninguna, bæti úr því
Kristín Gunnarsdóttir, 12.4.2008 kl. 13:34
Sæl Rósa mín.
Loksins var stuNd milli stríða að lesa Bloggið þitt í ró og næði. Svona fljótt á litið hefur þetta verið einn sprettur fré byrjun til enda,En eftir situr skemmtileg ferð hjá þér með margar góðar minningar.Aðeins ein athugasemd hjá mér.
Winston Churhill var FORSÆTISRÁÐHERRA EKKI FORSETI BRETLANDS.
OG hvað er að fást um það.
Skemmtilleg lesning,og ég BIÐ ÞESS að við BIÐJUM fyrir Alla trúbróðir okkar og hugsa vel til hans ,einnig til allra hinna sem eiga um sárt að binda vegna þessara hryllilegu bílslysa sem herja á þjóð okkar þessa dagana.
Rósa mín,ég á þér margt að þakka,þess vegna segi ég við þig. Þegar þú getur bloggað,skaltu gera það,EN LÁTTU NÁMIÐ GANGA FYRIR.
GUÐS BLESSUN YFIR ÞÉR OG ÞÍNUM.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 03:12
Sæl Rósa mín,
Loksins er ég búin að gefa mér tíma til að lesa Broadstairs bloggið þitt. Og eins og fyrri daginn þá streyma gleðihormónin um kroppinn þegar vikurnar í Broadstairs eru rifjaðar upp.
Þetta var frábær tími. Hafðu það gott.
Kveðja, Þórunn
Þórunn (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 21:34
Sæll öll og takk fyrir innlitið.
Valli minn, loksins kom færsla í dag. Ég er mjög spennt að fylgjast með hjá þér. Við erum í sigurliðinu.
Þórarinn minn, já þetta var svaka sprettur. Við höfðum ekki við að hlaupa fram og til baka til að koma á réttum tímum. En svo átti hópurinn ánægjuleg kvöld saman í rólegheitunum. Ég hef farið áður í hópferð en aldrei verið svona heppin með ferðafélaga. Við náðum svo vel saman og það var svaka fjör frá morgni til kvölds. Ég verð að fara að taka í hnakkadrambið á mér með námið. Stutt í prófið.
Sæl Þórunn mín. Gaman að þú ert búin að kíkja á bloggið. Minningin mun lifa lengi því við náðum svo vel saman. Ég hef nú ekkert verið að segja fólki frá öllu. Við ætlum að eiga fullt af leyndarmálum saman eftir þessa fjörugu ferð.
Guð blessi ykkur öll. Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.4.2008 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.