16.3.2008 | 21:53
Björgum Vestfjörðum úr klóm Risanna
Björgum Vestfjörðum úr klóm Risanna.
Sæl og blessuð.
Þessi pistill er tvíþættur. Fyrst ætla ég að fjalla um Vestfirði og svo ætla ég að skrifa um tengsl mín við Vestfirði.
Fyrri hluti:
Vestfirðir:
Í mörg ár hef ég fengið neikvæðar fréttir frá Vestfjörðum varðandi sjávarútvegsfyrirtæki og fleira. Fréttir þar sem fólki hefur verið sagt upp vegna fiskleysis og kvótaleysis eftir að sá gjörningur komst á, eða vegna gjaldþrots. Einnig hef ég heyrt fréttir um sjóslys og fréttir af snjóflóðum og dauðsföll vegna þess. Ég var stödd á Ísafirði um páska þegar snjóflóð féll í Tungudal. Ég var þar vegna brúðkaups frænku minnar sem giftist almennilegum dreng en seinna nafnið hans er Pétur og er hann algjör klettur.
Þegar snjóflóðin fellu bæði á Súðavík og Flateyri þá horfði ég á fréttir hér á Vopnafirði og ég viðurkenni að tárin runnu niður kinnar mínar. Ég á vinkonu sem er búsett í Reykjavík sem missti móður sína og fleiri ástvini í snjóflóðinu í Súðavík. Maðurinn hennar var staddur á Súðavík hjá tengdamóður sinni vegna vinnu sinnar en Guði sé lof að hann lifði af þessar hörmungar. Nóg hafði skarðast í þessari fjölskyldu og einnig hjá fleiri fjölskyldum.
Annan janúar 1977 lést hálfsystir móðurömmu minnar ásamt eiginmanni og syni. Þau voru á ferð á milli Ísafjarðar og Hnífsdals. Nú 31 ári síðar þarf fólk ennþá að keyra þennan stórhættulega veg.
Sjórinn hefur tekið marga og það er aðeins eitt ár síðan að Björg Hauks fórst og annar skipverjinn var frændi minn.
Nú ræða stórlaxar hér á Íslandi að byggja Olíuhreinsistöð í Arnarfirði. Ef þessi stöð mun rísa verður hún sennilega rétt fyrir utan Bíldudal. Einnig hafa komið upp hugmyndir að byggja Olíuhreinsistöðina í Dýrafirði og það fyrir innan brúna. Ég er algjörlega á móti því að byggð verði Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Ég er líka algjörlega á móti því að Olíuhreinsistöð verði byggð annars staðar á Íslandi. Landið verður mettað af olíu umhverfis stöðina og ég er alveg viss að mengun mun fara fyrr heldur en síðar út í sjóinn. Einnig bjóðum við hættunni heim með umferð skipa á þessu svæði með olíu. Sjóslys hafa verið tíð á Vestfjörðum og við vitum að olíuflutningaskip verða engin undantekning ef þau eru þar á ferð. Við heyrum oft í fréttum um sjóslys þar sem skip með olíufarm hefur brotnað og olía hefur skaðað allt umhverfið bæði til sjávar og við strendurnar. Bæði fiskar og fuglar sem lifa við sjávarsíðuna hafa drepist vegna slysanna sem eru því miður alltof mörg. Margur fiskurinn mengast og forðar sér frá þessum slóðum en því miður búinn að olíumettast. Við vitum líka ef það verður olíuslys, þá sjá hafstraumarnir um að flytja mengunina umhverfis Ísland og það á mettíma. Mörg af skipunum sem eru að flytja olíu eru frá Rússlandi. Fyrir nokkrum árum komu mörg rússnesk skip til Vopnafjarðar með frosin fisk, ef fisk skal kallast. Sum þessara skipa voru algjörir ryðkláfar og ég undraðist oft að þessi skip skyldu vera á floti.
En nú falla vötn öll til Dýrafjarðar." Mælti Gísli Súrsson
En nú falla vötn öll til Arnarfjarðar og Dýrafjarðar." Mæla Samtökin Bloggarar Bjarga Vestfjörðum."
Vestfirðingar búa næst gjöfulustu fiskimiðum Íslendinga en þeir mega ekki veiða fisk vegna kvótakerfis. Hraust fólk sem er fullt af orku og sjálfbjargarviðleitni fær ekki að fara á sjó vegna laga sem voru sett þegar Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsherra var í ríkisstjórn Íslands. Þetta eru ein af mörgum ólögum sem hafa verið sett á Íslandi. Til gamans má geta þess að Halldór Ásgrímsson er fæddur á Vopnafirði eins og ég.
Árið 1985 átti sér atburður á Íslandi sem ég get ekki gleymt. Reynir Pétur sem er búsettur á Sólheimum í Grímsnesi gekk allan hringveginn og var það til að safna peningum fyrir byggingu íþrótta-leikhúss fyrir Sólheima í Grímsnesi. Reynir Pétur sagðist vera glaður að geta gengið og gengið áfram og þurfa aldrei að ganga til baka. Ég man eftir viðtölum við hann. Hann þekkti alla þjóðfána heimsins. Fréttamenn komu með myndir af fánum frá löndum sem ég vissi ekki að væru til en Reynir Pétur vissi alveg hvaða þjóðir áttu fánana. Það sem mér fannst flottast var hugmynd sem hann sagði um Vestfirði. Hann skildi ekkert í Vestfirðingum að grafa ekki skipaskurð frá Gilsfirði yfir í Bitrufjörð og honum fannst að Vestfirðingar ættu að stofna sjálfstætt ríki. Reynir Pétur sem er hraust hetja verður 60 ára á þessu ári og er alveg tilvalið að hrinda hugmyndum hans í framkvæmd á þessum merku tímamótum í lífi hans. Ég kíkti í íslendingabók og þar fann ég að Reynir Pétur Ingvarsson á afmæli 25 okt. Það skemmtilega var að hann á ættir að rekja til Vestfjarða. Við eigum sameiginlega forföður og formóður. Þau voru Eiríkur Pálsson fæddur 1706 og Sólveig Halldórsdóttir fædd 1710. Þau bjuggu á Látrum í Mjóafirði V/Djúp.
Nú er tími til kominn að gefa ráðamönnum þjóðarinnar langt nef og hefjast handar við að stofna Frí- ríki á Vestfjörðum. Við erum búin að fá nóg af því að Ríkissjóður hirðir tekjur Vestfirðinga og þau fá ekkert í staðinn miðað við marga aðra á Íslandi. Við getum nefnd dæmi, vegirnir sem Vestfirðingum er boðið uppá. Ég ætla að benda á slóð bloggvinkonu minnar um vegamál Vestfirðinga: http://sjos.blog.is/blog/sjos/entry/473640/#comments Fyrir Vopnfirðinga er Sigríður gift bróðursyni Höskuldar Jónssonar. Höskuldur og pabbi eru tvímenningar.
Ég trúi ekki öðru en að þetta verði auðveld barátta þar sem Ríkisstjórn Íslands hefur stutt Kósóvó í að verða sjálfstætt ríki. Kósóvó er lítið hérað í Serbíu. Glætan þá kemur upp sú staða að þetta sé nú allt annað mál þar sem Íslendingar allir eiga hagsmuna að gæta í þessu tilviki. Það er nefnilega staðreynd að forráðamenn á Íslandi hafa mergsogið Vestfirðinga en nú er nóg komið.
Vestfirðingar búsettir á Vestfjörðum eiga að stjórna Frí-ríkinu okkar og hef ég boðist til að vera kauplaus sendiherra fyrir frændfólk mitt. Ég vil endilega taka það fram að við þrjú sem erum í undirbúningsnefnd fyrir Frí-ríkið erum öll skyld. Ég trúi því að Jakob muni flytja aftur til Vestfjarðar og ýta stórlöxunum þar úr vegi. Ég mæli með honum í eitthvert af æðstu embættum fyrir Frí-ríkið okkar á Vestfjörðum. Drífið ykkur að ganga í Samtökin okkar. Þið getið skrifað inn athugasemd á bloggsíðu BBV, skrifað nafnið ykkar, föðurnafn, heimilisfang, bæjarheiti og kennitölu. Einnig getið þið sent Jakobi tölvupóst, netfangið hans er á bloggsíðunni hans. Gerist bloggvinir okkar á síðunni BBV. Þegar þið eruð innskráð á bloggið og eruð á bloggsíðu BBV þá farið með bendilinn þar sem stendur bloggvinir og klikkið á örina sem snýr niður. Þar kemur síðan okkar í ljós ásamt öllum bloggvinum okkar. BBV er efst og þið klikkið á þar sem stendur BBV, bæta við og þá kemur upp gluggið og þið klikkið á ok. Þá fær Jakob póst frá ykkur og hann mun sennilega samþykkja ykkur sem bloggvinir.
Hér á bloggsíðunni minni til hægri finni þið slóð Bloggarar bjarga Vestfjörðum: http://bbv1950.blog.is/blog/bbv1950/ og slóð Jakobs Kristinssonar: http://jakobk.blog.is/blog/jakobk/ Síða BBV er í heiðursæti hjá mér og svo er Jakob bardagahetjan okkar í öðru sæti og Áshildur Cecil í þriðja sæti. Margar færslur eru á síðu Jakobs og sú fyrsta um að Bjarga Vestfjörðum var skrifuð 3.3.2008. Bendi einnig á færslu sem var skrifuð 25.2 sem vakti mikinn hlátur hjá mér. Jakob taldi upp fullt af hæfileikum sem hann hafði í þetta starf sem hann sagðist hafa sótt um.
Ég ætla að enda skrif mín um Vestfirði með slagorðunum okkar:
Frí-ríkið Vestfirðir skal koma
Við gefumst aldrei upp
Seinni hluti:
Af hverju er Rósa á Vopnafirði að tala um Vestfirði spyrja örugglega margir við lestur þessarar greinar. Hún á heima á hjara veraldar á Vopnafirði.
Ég er 50% Vestfirðingur. Móðir mín og foreldrar hennar fæddust á Vestfjörðum.
Móðir mín Stefanía Sigurðardóttir fæddist 22 júlí 1925 í Reykjafirði v/Djúp. Hún lést 13. ágúst 1968.
(Eini bærinn í Reykjarfirði v/Djúp heitir Reykjarfjörður. Þannig að þetta hefði verið hálf klúðurslegt hjá mér að skrifa fædd í Reykjafirði í Reykjarfirði v/Djúp. Það eru 4 firðir með þessu heiti og nefni ég þrjá þeirra hér og sá fjórði er í sjálfum Arnarfirði)
Hér á blogginu hef ég skrifað um Hvítasunnukirkjuna á Vopnafirði og einnig um mömmu og pabba.
Slóðin er: http://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/entry/427641/#comments
Afi minn var Sigurður Rósinkar Halldórsson. Hann fæddist í Miðhúsum í Vatnsfirði v/Djúp.
Foreldrar hans voru: Halldór Sigurðsson frá Bjarnastöðum í Ísafirði v/Djúp og Þórdís Guðmundsdóttir frá Skálavík í Mjóafirði v/Djúp.
Amma mín var Guðmundína Þorbjörg Jónsdóttir. Hún fæddist í Reykjarfirði nyrðri á Ströndum.
Foreldar hennar voru: Jón Guðmundsson frá Kjörvogi í Reykjafirði syðri á Ströndum og Ólafía Jóhannesdóttir frá Þaralátsfirði á Ströndum.
Ég kom til Ísafjarðar í fyrsta skipti sem barn. Ég dvaldi þrjú sumur á Barnaheimilinu Görðum í Önundarfirði. Barnaheimilið var starfrækt frá 15. júní til 15 ágúst. Ástæðurnar voru þær að móðir mín var mjög mikið veik á þessum tíma og ráðskonan sem var hjá okkur á veturna, starfaði þar á sumrin. Hún bauðst til að taka mig með til að létta undir með föður mínum. Sorglegasti dagur í lífi mínu var í ágúst 1968 og var ég þá stödd á Görðum. Móðir mín lést um morgunn 13. ágúst. Símasambandslaust var við Vopnafjörð og fékk pabbi þess vegna ekki upphringingar frá Landspítalanum og einnig frá Pálu systur sinni og eiginmanni hennar Ásmundi Jakobssyni fyrr en seinnipartinn þennan dag. (Amma og afi Ásu Grétu sem er mbl bloggari) Hann var þá um morguninn búinn að vera að vinna og fann að það brast eitthvað í hjarta hans. Annar bróðir minn var hjá föður okkar og þeir sóttu hinn bróðir minn sem var í sveit hér í Vopnafirði. Pabbi hringdi í starfsfólkið á Görðum og sagði hvað hafði gerst og vildi fá að tala við mig en ég var ekki heima. Starfsfólkið ákvað að segja mér ekki frá þessum sorgaratburði. Daginn eftir 14 ágúst var ég að leika mér með vinkonu minni uppí hlíðinni á Görðum og hún sagði mér að börnunum hafi verið sagt leyndarmál um mig fyrr um morguninn. Þetta sumar gisti ég og Nonni vinur minn niðri á Flateyri og við vorum ekki komin inn að Görðum þegar börnunum var sagt að mamma hennar Rósu væri dáin. Ég dró uppúr vinkonu minni leyndarmálið því ég hélt að þetta væri eitthvað spennandi. Hún sagði mér að mamma væri dáin og ég þrætti fyrir það. Hún varð miður sín og kom með tillögu um að við færum til starfsfólksins sem unnu á heimilinu og við myndum spyrja hvort þetta væri rétt eða ekki. Ég samþykkti og við fórum niður að bænum og bönkuðu. Ég spurði og svarið var já. Ég hljóp upp í tóft sem var fyrir ofan bæinn og þar var ég ein í marga klukkutíma og grét. Enginn fullorðinn skipti sér af mér en Jonni minn kom annað slagið til að fylgjast með mér en ég rak hann burtu. Daginn eftir fórum við til Reykjavíkur og þar mátti ég bíða og bíða eftir að verða sótt af föður mínum og bræðrum. Ég sem var búin að hlakka svo til að fara til Reykjavíkur því þá ætlaði ég að heimsækja mömmu mína á Landspítalann. Alltaf þegar ég er á ferðalagi á bíl og er að heimsækja frændfólk mitt og trúsystkini á Ísafirði þá fer ég að Görðum og út á Flateyri. Þetta var algjör tilviljun að ég var stödd þarna en því miður hafði þessi atburður slæm áhrif á líf mitt. Ég upplifði mig þarna sem einstæðing. Engum nema Jonna þótti vænt um mig. Ein af starfsfólkinu bað mig aftur og aftur fyrirgefningar löngu seinna þegar ég var orðin fullorðin og auðvita fyrirgaf ég henni. Óþarfi að biðjast afsökunar mörgum sinnum en þetta segir ykkur heilmikið um hvað hún var búin að líða vegna þessa.
Ég hef oft komið til Ísafjarðar og einu sinni til Dýrafjarðar á meðan ég var á Görðum. Það var ekki fyrr en 1984 sem faðir minn, bræður og ég fórum í ferðalag um Vestfirði. Við heimsóttum ábúendur í Heydal í Mjóafirði og fórum við ásamt sumu af heimilisfólkinu yfir ána að Galtarhrygg. Það var stórkostlegt að koma á Galtarhrygg þar sem mamma og móðursystir mín slitu barnskónum. Það er virkilega fallegt þarna. Við sáum flottu bæjarhelluna en Galtarhryggur hafði verið byggður fyrir aftan stóra steinhellu sem var kölluð bæjarhellan. Þarna spöruðust miklir peningar að kaupa hellur eins og tíðkast í dag. Einnig var heit uppspretta þarna og það var lítil laug þar sem heimasæturnar böðuðu sig í. Bróðir minn var með mælir með sér sem hann notaði til að mæla pækil í síldartunnum og hann dreif sig í að mæla hitann í lauginni. Eftir að afi og amma fluttu frá Galtarhrygg þá var byggt hús neðar á Galtarhryggslandinu. Eina sem minnir á að þarna var hús er steypt plata og þarna voru fullt af gömlum glerflöskum sem höfðu innihaldið sterka drykki og kolavél. Ég hef sem betur fer oft farið til Ísafjarðar eftir þetta og lagt leið mína inn í Mjóafjörð v/Djúp. Ég hef aftur á móti aldrei heimsótt Mjóafjörð eystri sem er hér réttvið bæjardyrnar hjá mér.
Nú þýðir ekkert að vera með barlóm. Við verðum að stoppa þessa þróun sem hefur viðgengist í áratugi. Við eigum ekki að sætta okkur við að vera mergsogin af forráðamönnum á Íslandi. Þegar við stofnum Frí-ríkið Vestfirðir getum við orðið ríkasta þjóð veraldar með öllum þeim auðæfum sem Guð almáttugur hefur gefið okkur.
Frí-ríkið Vestfirðir skal koma
Við gefumst aldrei upp
Rósa Aðalsteinsdóttir tilvonandi Sendiherra Frí-ríkis Vestfjarðar
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.3.2008 kl. 17:46 | Facebook
Athugasemdir
Nú er ég hræddur um að þú sért að færast full mikið í fang Rósa mín. Að bjarga Vestfjörðum er ekki neitt smáræðis verkefni. En þegar það verður í höfn veit ég að þeir gætu vart fengið betri sendiherra eða talsmann,enda skal ég styðja við bakið á þér þegar þar að kemur. þú veist að þú átt hauk í horni þar sem ég er. Með baráttukveðju .
Ari Guðmar Hallgrímsson, 16.3.2008 kl. 22:36
Komdu heil Rósa
Það er orðið of seint að bjarga Vestfirðingum. þeir höfðu það í hendi sér svo til alla síðustu öld að byggja upp sína staði, grafa göng í gegnum fjöllin, fylla upp í firði og auka þannig á atvinnutækifæri, bæði í landbúnaði, iðnaði og ferðamennsku.
En í stað þess, byggðu þeir hvert samkomuhúsið á eftir öðru. Eyddu öllum hagnaði sínum í mat, fyllerí og utanlandsferðir. Þeir rönkuðu svo við sér þegar kvótinn var seldur til Akureyrar, snjóflóðin eyðilögðu falleg þorp og fiskurinn hvarf af miðum þeirra.
Of seint. Því miður. Pólverjar tolla ekki einu sinni þarna.
Vertu heil.
Sigurður Rósant, 16.3.2008 kl. 22:50
Sælir strákar mínir. Aldrei að segja aldrei. Verum bjartsýn og nú gefum við ráðamönnum þjóðarinnar langt nef.
Ari vinur minn, kærar þakkir fyrir stuðninginn.
Sigurður Rósant vinur minn. Fólk hefur farið á hausinn og byrjað upp á nýtt með stæl. Við Vestfirðingar lærum af reynslunni og nýtum allar þær auðlindir sem við höfum, sem hingað til hafa ekki verið nýttar nema að hluta til. Fegurðin á Vestfjörðum er ólýsanleg og það eru margar hugmyndir sem þarf að hrinda í framkvæmd og það mun gefa arð.
Á góðæristíma á Vopnafirði fyrir c.a 20 árum þá varpaði ég fram spurningu til þingmanna um hvort við Vopnfirðingar værum að fá eitthvað af viti frá ríkissjóði í framkvæmdir miðað við allt sem við vorum að skaffa til þjóðfélagsins þá. Svarði var Nei. Þetta er alveg eins með Vestfirðinga. Þeir hafa verið sveltir og mergsognir. Nú er rétti tíminn til að snúa við blaðinu og segja ráðamönnum þjóðarinnar stríð á hendur.
Mættu ábúendur Norð-Austurlands gera slíkt hið sama og Vestfirðingar nú. Þessi tvö svæði hafa verið útundan.
Baráttukveðjur
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.3.2008 kl. 23:18
Já Rósa! faðir minn var bóndi á Eyri í Vestur Barðastrandasýslu (kölluð Sveinseyri), sjálfur var ég sendur í sveit af föður mínum á Djúpadal í sömu sveit, að fara bæjarferð vara að fara til Króksfjarðarnes þar sem Ólafur Ólafsson var kaupfélagsstjóri. Eini skólagengni bóndinn á þessu svæði var Jósep Ólafsson á Barmi, sem kom fyrst úr Breiðfjarðareyjum, lítillega vangefin, en þó ekki meira en svo að honum heppnaðist að eignast strák með systur sinni sem varð góður vinur minn þegar ég var sendur þangað í sveit á vegum Barnaverndarnefndar.
Kann ég ekkert jákvætt um Vestfirði, svo þú yrðir manneskjan sem ég myndi treysta þegar væri búið að grafa skurð í Gilsfirði,frá sjó til sjó, og fá allan fiskiskipaflota landsins til að draga Vestfirði alla saman, helst til Færeyja.
Leiddist þessum vini mínum mjög að eiga foreldra sem voru fræg systkini og var honum eitthvað strítt í skóla út af þessu. Dempaði ég þessa stríðni með því að mæta stundum með hlaðana kindabyssu í buxnastrengnum til að verkja hann. Vestfirðir tilheyra ekki Íslandi í mínum huga Rósa mín, eftir allt sem ég fékk nauðugur að upplifa þar.
Þú ert fyrsta manneskjan sem mér líkar við frá þessum stað. Mín vegna máttu slíta Vestfirði burtu frá Íslandi, með nýtísku tækni, draga síðan Vestfirðina eitthvað langt í burtu frá Alvöru Íslandi!
Ég yrði sjálfboðaliði í þessu verki þótt ég yrði að grafa allan skurðinn með skóflu, aleinn.
Síðan mundi ég treysta því að þú kæmir lagi á hlutina þarna. Drottning Vopna-Rósa, þú yrðir að vera með smá her til að koma lagi fólkið sem býr þarna!.
það er mikið um Vestfirska unga flóttamenn í Reykjavík sem hafa sloppið harðneskjuna sem ríkir þarna. Er eiginlega nóg að segja að maður hafi alist upp á Vestfjörðum til að fá alla þá hjálp sem venjulegt flóttafólk þarf, og af samúð eru þeir teknir fram fyrir aðra, því harðneskjan er jú ekkert leyndarmál í Reykjavík lengur.
Ég er hættur við við þá hugmynd sem ég hafði fyrir löngu, og hún var sú, að láta yfirvöld í Reykjavík flytja alla Vestfirðinga í flóttamanabúðir dreifðum um alvörulandið Ísland, og fá síðan ameríska herinn til að eyða þessum vestfirsku fjörðum fyrir fullt og allt, í mannúðarskyni við fólk sem hefur nauðugt þurft að búa þarna. Þegar Vestfirðir hverfa alveg af landakortinu sem hluti af Íslandi, yrðu mörg hundruð manns til í að slá upp mikilli veislu af til efni dagsins.
Enn af því að þetta ert þú Rósa mín, er þér boðið að búa hjá mér og konu minni sem flóttamaður frá Vestfjörðum, eins lengi og þú vilt. Bara vegna þess að þú ert einstök manneskja sem ég kann að meta, verður Drottning Vestfjarða alltaf velkomin heim til mín.
Sem sé, ég hef enga jákvæða reynslu af einu eða neinu á Vestfjörðum, engri manneskju svo þú verður að byrja á því að segja mér eitthvað nýtt sem er jákvætt við vestfirði.
Mín reynsla hefur hingað til verið sterkari en öll rök sem menn hafa reynt að koma með til að sannfæra mig um ágæti Vestfjarða... þú átt leik núna, Rósa mín...Hvað segirðu um orð Sigurðar Rósant?...
Óskar Arnórsson, 17.3.2008 kl. 04:01
Sæl Rósa mín.
Þetta er gott innlegg hjá þér í umræðuna með FRÍRÍKIÐ FESTFIRÐIR.
þAÐ sem mér finnst mest spennandi við þetta) fyrir utan að láta hugmyndina ala af sér veruleika) er að láta reyna á að það sem Íslensk Stjórnvöld leggja
BLESSUN SÍNA YFIR Í KOSOVO
VERÐI JAFN SJÁLFSAGT HÉRNA Á OKKAR LANDI?
" FRÍRÍKIÐ VESTFIRÐIR KEMUR TIL AÐ VERA."
Vestfirðir eru gjöful Velferðarþjóð
með Vitund vakra manna.
Á Sinn eiginn Sjávarsjóð,
Gull og Silfur Vestfirðinganna.
þetta er svona sett fram í gamni.
Þórarinn Þ.Gíslason.
Sæl að sinni.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 04:02
Í Gamni og alvöru er ég borinn og barnfæddur Ísfirðingur.
Fæddist að Smiðjugötu 9 á Ísafirði en bjó mín uppvaxtar ár að Aðalstræti 32 (HORFIÐ!) sem var 10 metra frá Gamla Barnaskólanum.
Takk fyrir.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 04:06
...ég veit ekki hvar Smiðjugata er, en ég veit hvar Hjálpræðisherinn er...þar var þar sem ég var misnotaður af einhverjum ógeðslegum blaðaljósmyndara frá einhverju blaði á Ísafirði, þá 12 ára...
Óskar Arnórsson, 17.3.2008 kl. 05:21
Sæll Óskar minn.
Já,það er margt í manna meinum,og skeður alls staðar,því miður.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 06:45
Sæl og blessuð.
Guð gefi Vestfirðingum og öllum öðrum Íslendingum góðan dag.
Einar minn, takk fyrir innlitið. Áfram Skagamenn.
Ég þakka móður minni í hjáverkum fyrir innlitið. Þegar hún bað mig um bloggvináttu þá samþykkti ég en þarna samþykkti ég bloggvináttu út í loftið eins og í nokkur önnur skipti. Síðar kom í ljós að bæði hún og fleiri bloggvinir mínir eiga ættir að rekja til Vopnafjarðar. Áður hafði einhver Sigríðurbeðið mig um bloggvináttu þegar ég ákvað að verða við áskorun að opna bloggsíðu. Síðar kom í ljós að hún er gift náfrænda mínum og við Sigga erum Vestfirðingar og minn er heiðurinn að við erum frænkur í gegnum heiðursættina mína - eðalættina frá Vestfjörðum. Ég setti inn slóð í pistlinum mínum sem vísar á heimasíðuna hennar Siggu þar sem hún ræðir um VEGAMÁL VESTFIRÐINGA. Vinir mínir hér á blogginu röfluð og röfluðu við mig um eigið blogg því þeir voru búnir að fá nóg af heimsóknum frá mér og geta ekki tekið mig í geng á mínu bloggi í staðinn. 3 jan. sl. kom ég svo út úr glerskápnum að hluta til en Guðsteinn minn vildi að höfundur myndi setja mynd af sér en ekki að nota einhverja briðjulega mynd Guðsteinn minn, ég er með ýmis járn í eldinum varðandi mynd af sjálfum höfundi en nú hef ég birt mynd af mér í þessari færslu með dúkkunni minni Mundu sem afi og amma gáfu mér. Móðuramma mín var kölluð Munda.
" FRÍRÍKIÐ VESTFIRÐIR KEMUR TIL AÐ VERA."
Baráttukveðjur
Rósa Aðalsteinsdóttir tilvonandi sendiherra Vestfjarðar, búsett á Vopnafirði.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.3.2008 kl. 08:04
Þú ert bara frábær.
sendi þer smá kveðju á e mailið þitt.
Aida., 17.3.2008 kl. 15:56
Sælar stelpur.
Móðir mín í hjáverkum. Ég gerði ekki misstök að samþykkja bloggvináttu við þig eða aðra sem ég vissi ekki hverjir voru. Ég ákvað að samþykkja bloggvináttu þó ég hefði ekki hugmynd um hverjir væntanlegir bloggvinir mínir væru. Í innlegginu mínu hér fyrir ofan: "Móðir mín í hjáverkum. Rósa frænka mín var tengdadóttir Kristins Daníelssonar og Björgu Einarsdóttir frá Eyvindarstöðum sem voru afi og amma þín. Við eigum s.s. tvo sameiginlega frænda hér á Vopnafirði" Endilega kíktu á það sem ég skrifa um Rósu frænku hér fyrir ofan.
Aftur á móti skil ég ekki af hverju þú ert ekki á listanum sem ég nota yfirleitt þegar ég er að kíkja hvort bloggvinir mínir eru með nýjar færslur. Ég fer inná sjálfa síðuna til að klikka á slóðina þína. Ég veit ekki hvernig á að laga þetta en eins og ég sagði þér á þinni bloggsíðu þá fer ég aðrar leiðir þegar ég kíki á bloggið þitt. Verð að fá þetta lagað.
Sæl Arabina. Takk fyrir innlitið og nú verð ég að drífa mig og skoða tölvupóstinn frá þér.
Strákar mínir, Óskar og Þórarinn. Ég þarf að lesa betur innleggin ykkar og mun svara ykkur með stæl þegar tími gefst til.
" FRÍRÍKIÐ VESTFIRÐIR KEMUR TIL AÐ VERA."
Baráttukveðjur
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.3.2008 kl. 16:31
Langamma mín Matthildur Arnórsdóttir (Ebenezerssonar) og Vagn Ebenezersson voru bræðrabörn. Þórarinn Gíslason er, skjátlist mér ekki þeim mun meira, skólabróðir móður minnar. Þói minn, ertu ekki ´47 módel? En án þess að ég hælist nú mikið af, þá eru fáir mér fróðari um ættir Hornstrendinga og Grunnvíkinga, nema ef vera skyldi frændi minn Kjartan Ólafsson sýslumannsfaðir á Selfossi. Kveðjur, Sigga
Sigríður Jósefsdóttir, 17.3.2008 kl. 19:55
Sæl og blessuð Rósa
Misþungar eru byrðirnar sem fólk þarf að bera í gegnum lífið og get ég ekki ímyndað mér þann harmleik að missa mömmu sína 10 ára að aldri. Börn og unglingar sem lenda í slíkri lífsreynslu hljóta að hafa ótrúlega sterk bein en verða þegar fram í sækir oft á tíðum sterkari og traustari einstaklingar en aðrir sem sigla alla tíð á lygnum sjó. Tveir af mínum bestu, traustustu, og heilsteyptustu vinum lentu í því að missa mæður sínar á svipuðum aldri og þú og betri manngerðir en þeir eru vandfundnir. Ég sem alla mína barnæsku fékk ekki einu sinni andvara á móti mér hef oft heyrt eftirfarandi: " Það sem ekki brýtur mann, það styrkir mann." og passa þessi orð mjög svo vel við áður nefnda vini mína. Kveðja
Birgir Sm (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 21:02
Sæl Sigga mín. Rétt hjá þér með Þórarinn. Hann er módel 47. Fínt að eiga þig að í ættfræðinni. Sigurður Halldórsson eldri átti börn með 5 konum. Við viljum meina að hann og Margrét Kristjánsdóttir Dannibrogsmanns hafi átt 10 börn saman en við finnum bara 7 börn. Hefurðu hitt Guðbjörgu Salóme Þorsteinsdóttir á Ísafirði. Hún er 89 ára og þegar ég er að tala við hana í síma þá rekur hún ættir fram og til baka, hægri, vinstri og ég næ ekki að fylgjast með. Ég mun setja inn færslu seinna um móðurföður fólk mitt. Ég ákvað að drífa í þessu núna því Sigurður Rósant var að tala um fyllirí og þá mundi ég eftir greininni í Hornstrendingabók um Jón langafa. Ég hef nú komið víða og ég hef ekki séð neinn mismun hvort sem ég er á Vestfjörðum eða annars staðar á Íslandi. Ég tók eiginlega þessa ættfræðipest strax þegar ég var í unglingaskóla og var að lesa Gísla sögu Súrssonar. Fannst skemmtilegt að sjá öll þessi ættartengsl en að sama skapi fannst mér ekki virka vel fóstbræðralag þeirra Gísla, Þorkels, Vesteins og Þorgríms. Það var samt ekki fyrr en á tíunda áratug sl. aldar sem ég veiktist alvarlega af ættfræðipest.
Baráttukveðjur fyrir bættum samgöngum á Vestförðum.
" FRÍRÍKIÐ VESTFIRÐIR KEMUR TIL AÐ VERA."
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.3.2008 kl. 21:18
Já þið eruð bara nokkuð góð í þessum fræðum verð ég að segja,þarna verð ég að viðurkenna vanmátt minn.Ég er soddann loner(einfari)að mér hefur eiginlega alltaf verið alveg sama hvaðan ég kem og frá hverjum.
Nema jú ég er barn guðs og hann er eiginlega minn mesti faðir,þó auðvitað á ég blóðföður og móður,og ég heiðra þau eins vel og mér er mögulegt.Jæja best að hætta núna ég er farinn að bulla bara vitleysu.Flottur pistill Rósa og heilmikil lesning eins og þér er von og vísa.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 17.3.2008 kl. 22:33
Sælir strákar. Kærar þakkir fyrir innlitið.
Óskar minn. Sumt af þessu sem þú skrifaðir hér varstu búinn að segja mér. Frá viðbjóðslegri reynslu þinni þegar þú varst barn, frá vini þínum sem varð fyrir einelti vegna foreldra sinna. Reynslan þín og vinar þíns er óverjandi en því miður gerast þessir atburðir út um allt Ísland. Svakalega varstu flottur að verja vin þinn, verkfærið sem þú varst með, úff. Ég hefði haft vit á því að vera ekki í nágrenni við þig þá og fengið skot í rassinn. Úff, mér finnur bara til við tilhugsunina.
Barðastrandasýslan teygir sig yfir heilmikið landslag. Díana frænka mín giftist Einari Sigurbrandssyni bónda í Ytri Múla á Barðaströnd. Díana er fædd á Vopnafirði. Hún dó fyrir aldur fram. Við vorum systkinadætur í föðurætt mína. Hún og Einar eignuðust 5 börn. Elsta dóttirin Ása Gréta er Morgunblaðsbloggari. Hún er búin að skrá sig sem bloggvin BBV samtakana.
Vestfirðingar vilja búa með stæl á Vestfjörðum en þeim eru settar hömlur vegna kvótakerfis og einnig vegna þess að þeir búa ekki við þjóðveg 1. Við hér á Norð - Austurhorninu höfum sömu reynslu að búa á hjara veraldar. Margt ungt fólk flýr frá Vestfjörðum og eins frá Norð - Austurlandi vegna þess að það er enga vinnu að hafa. Vantar fjölbreyttari atvinnutækifæri sérstaklega fyrir menntað fólk. Unga fólkið snýr ekki aftur þegar þau eru búin að mennta sig því það er ekkert að hafa. Þannig er það nú bara einnig með Íslendinga sem forða sér og búa t.d. á Norðurlöndunum. Þau hafa það miklu betra þar en hér. Í Svíþjóð er miklu betra samfélagskerfi en hér. Fólki er ekki refsað fyrir að vera gift eins og hér. Hér skilur fólk og annar makinn flytur lögheimili bara til að fá meiri bætur fyrir börnin. Í Finnlandi þegar atvinnuleysið var kvað mest þá ákváðu forráðamenn í Finnlandi að hvetja fólk að fara í skóla og atvinnuleysisbæturnar voru ekki skertar á meðan eins og hér. Finnska þjóðin hefur menntast mjög hratt miðað við aðrar Norðurlandaþjóðir á síðustu 15 árum. Ég er öryrki og hef verið í námi. Ég hef fengið smá styrki t.d. frá Öryrkjabandalaginu. Mér var refsað af skattinum fyrir skólastyrk uppá 100.000 kr. og lenti ég í því að borga eftiráskatta vegna þessa. Engin miskunn hjá ráðamönnum þjóðarinnar fyrir úrþvætti eins og mig
Það væri ekki dónalegt að búa í Thailandi á efri árum ef ég þyrfti að gerast flóttamaður. Mikill höfðingi ertu. Þetta er magnað tilboð.
Ég hlakka til þegar við getum bæði sagt 100% bless við fortíðina. Þegar það gerist munt þú ekki bera kala til Vestfjarðar. Þó ég hafi upplifað sorglegasta dag lífs míns á Görðum við Önundarfjörð ber ég ekki kala til þessa staðar. Ég skrifaði að það var algjör tilviljun að ég var stödd í Önundarfirði þegar mamma mín dó. Ég geri allt sem ég get til að fara yfir í Önundarfjörð ef ég er stödd á Ísafirði en það er bara hægt þegar ég er með tryllitæki til að aka yfir í Önundarfjörð. Ég sækist eftir að koma þangað því ég átti margar góðar stundir þarna og þarna er dásamlega fallegt. Ég man eftir þegar við börnin vorum að leika okkur úti. Það var svo mikill friður úti í náttúrunni. Við týndum stundum falleg blóm og bjuggum til blómavendi og kransa. Það var líka svo yndislegt að hafa öll þessi fallegu fjöll í nánasta umhverfi. Okkur leið best úti og sem fjærst frá starfsfólkinu. Á þessum tíma var oft einkennilegt hvernig börn voru alin upp. Fólk virtist ekki þekkja neina uppeldisleið nema að skamma og skamma.
"Drottning Vopna-Rósa" Falleg orð sem þú skrifar en ég ætla að láta duga að vera kauplaus Sendiherra fyrir Vestfirðinga allavega þangað til ég þarf að flýja land og þá kem ég til Thailands til ykkar.
Sæll Þórarinn minn. Takk fyrir innlitið og kveðskapurinn svíkur engan. Við berjumst saman fyrir Vestfjörðum enda bæði Vestfirðingar og erum stolt af uppruna okkar.
Sæll Birgir minn. Þakka þér fyrir hlýleg orð í minn garð. Það viðurkennist að það var hræðilegt að missa mömmu. eitt af því erfiðasta sem ég hef þurft að ganga í gegnum. Þetta hefur mótað mig og hef ég fengið að kenna á því þegar ég fór út á vinumarkaðinn. Það var eins og vinnufélagar mínir fyndu lykt af mér að þarna var aumingi sem hægt var að taka í einelti og ég var beitt kynferðilegri áreitni af grófustu gerð. Ég lærði líka að skilja aðra sem lentu í sömu sporum og ég. Tvær bekkjasystur mínar hér á Vopnafirði misstu mæður sínar. Ég gat alveg sett mig í þeirra spor og áttu þær alla mína samúð. Ég man eftir atviki á Eiðum. Ég var þar í tvo vetur. Ég kynntist systrum sem voru þarna í skóla. Sú eldri var ekki á Eiðum seinni veturinn sem ég var þarna. Ég man þegar hún kom að ná í systur sína því pabbi þeirra var dáinn. Ég fór alveg í klessu því ég sá þær grát og gráta. Ég man eftir þessum atburði eins og hann hefði gerst fyrir nokkrum dögum. Margir eiga bágt á Íslandi. Sem betur fer er fóli hjálpað í dag en því var ekki að heilsa í skólanum hjá mér í denn. Ég missti úr 4 ár. Ég var eirðarlaus og lærði ekkert. Ég fékk stimpil að ég nennti ekki að læra.
Ég er alveg viss að við Vestfirðingar munum taka á svona málum og hlúa að þeim sem þurfa á hjálp að halda.
" FRÍRÍKIÐ VESTFIRÐIR KEMUR TIL AÐ VERA."
Baráttukveðjur.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.3.2008 kl. 23:12
Sæll Úlli minn. Það er sem betur fer ekki allir sem fá ættfræðipest. Það er líka ólæknandi sjúkdómur. Ég efast um að Kári hafi nein ráð með þennan sjúkdóm.
Halldór Hjálmar Guðmundsson Aspar, f. 25. maí 1894, d, 22. febr. 1935, framkvæmdastjóri á Akureyri. Tók sér ættarnafnið Aspar. Kvæntur Kristbjörgu Torfadóttir, f. 5 maí 1902, d. 22. maí 1987. Foreldar Torfi Björnsson, bóndi í Asparvík, Kaldrananeshreppi í Strandasýslu og Anna Bjarnveig Bjarnadóttir. Börn Halldórs og Kristbjargar: Björn Kristinn, Guðrún, Anna, Kristín, Jón Eymundur, Baldur, Baldur, og óskírður drengur. Þarna eru tveir drengir með sama nafn. Kannast þú eitthvað við þetta fólk?
Sannir Vestfirðingar. Nú berjumst við fyrir réttlætinu.
" FRÍRÍKIÐ VESTFIRÐIR KEMUR TIL AÐ VERA."
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.3.2008 kl. 23:34
Aðalforkólfurinn í því að byggja upp þessa bévítans olíudrullustöð,er Ólafur Egilsson fyrrum sendiherra í Moskvu.Mér er spurn hvern andskotann var hann að gera þarna í Moskvu,nú auðvitað var hann og er í braski með vafasömum oligörkum í Rússlandi.Þetta sannar enn og aftur að sendiherrar eru allt að því óþarfir,allavega sumstaðar,þessi Ólafur Egilsson hefir ætíð verið dekurrófa hjá Sjálfstæðisflokknum.Skyldu fleiri sendiherrar vera í braski meðfram sendiherra stöðu sinni,skyldi það vera.?
jenzen (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 23:58
Sæll Jenzen. Ég segi ussssssssssssss þegar vinir mínir segja ljót = blóta. Vertu góð eða góður og við berjumst gegn þessu rugli með Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Við viljum enga rússneskan ryðkláfa með olíu nálægt strandlengjunni okkar.
Ég skrifaði í sjálfum pistlinum: "Mörg af skipunum sem eru að flytja olíu eru frá Rússlandi. Fyrir nokkrum árum komu mörg rússnesk skip til Vopnafjarðar með frosin fisk, ef fisk skal kallast. Sum þessara skipa voru algjörir ryðkláfar og ég undraðist oft að þessi skip skyldu vera á floti."
Ólafur Egilsson hefur verið á spena hjá Íslendingum ásamt mörgum öðrum. Margir eru á biðlaunum sem uppgjafar þingmenn og eru komnir í stól sendiherra á sama tíma. Ég er svo mikið á móti öllu þessu bruðli og snobbi með alla þessa sendiherra. Þeim má örugglega fækka og spara peninga þegar er verið að byggja sendiráð út um allan heim. Á meðan við bruðluðum og bruðluðum í sendiráð í Japan þá voru þeir ekki að bruðla í sendiráð hér. Bruðlað var í Sendiráðsglerhöll í Berlín og víðar. Niðurskurð takk. Hvaða á svona snobbrugl að þýða? Normal Íslendingar sem eru með báðar lappir á jörðinni, segjum í einum kór: "Vér mótmælum allir."
" FRÍRÍKIÐ VESTFIRÐIR KEMUR TIL AÐ VERA."
Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.3.2008 kl. 02:09
KVÖLD
Dósóþeus Tímóteusson:
Eitt kvöld, eitt kvöld er sól til viðar sígur
og svalar bárur lauga fjörustein
og upp af bláum öldum mistrið stígur
og úðans perlur titra á skógargrein
og handan yfir hafið til mín flýgur
eitt heiðríkt vor sem læknar gömul mein.
Eitt kvöld, eitt kvöld er sól til viðar sígur
og svalar bárur lauga fjörustein.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.3.2008 kl. 02:11
Sæl Rósa mín,auðvitað kannast ég við þetta fólk þetta mun vera minn leggur,Björn Kristinn var Afi minn og hans kona hét Auður og kom að austan,eignuðust þau 8 börn,Halldór fæddur 1941,Jón 1942 Birgir faðir minn kemur í heim þennann 17.jan 1943 Stefán held sé fæddur 1944 dáinn.Torfi Edda Birna og Gunnar.
Móður leggur minn kemur hinsvegar úr Vestmannaeyjum,og er ég sjálfur fæddur á Akureyri þann dýrðardag Bóndadag 21.1 1966 um 3 leytið þá var harður vetur fyrir norðan. En lengra ætla ég ekki að útlista mig í fræðunum.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 18.3.2008 kl. 07:11
Sæll Úlli minn. Þetta átti eins og þú veist að vera grín. Smá í stíl við þitt innlegg. Ég klikkað á smá í djóki í gær að taka það ekki fram að að Halldór Hjálmar Guðmundsson væri skráður nr. 4d, bls 1614 og þegar ég svo fletti áfram einni blaðsíðu og þá las ég að nr. 7c væri Úlfar Þór Birgisson Aspar. Þar sá ég einnig að nr. 7b væri kona sem myndi heita Rósa Birgisdóttir Aspar. SURPRISE. Ég ætlaði að fara að fletta í þessari bók fyrir einni viku - hálfum mánuði ???? og bókin opnaðist c.a í miðju og þá blasti við mér Aspar. Þetta var fyndin tilviljun. Þetta atvik vakti auðvita forvitni mína því ættfræðisjúkdómurinn minn hrjáir mig mikið og er ólæknandi. Þú mátt þakka Guði okkar að vera ekki með þennan ólæknandi sjúkdóm.
Í lokin dettur mér bara í hug akkurat b....r akkurat og svo bar mjá og ussssssssssss. Ætla að bregða mér um hádegið í alvöru kaupstaðaferð með vinkonu minni og sæta stráknum hennar. Ég er oft búin að syngja um hann: "Hvað getur Bjössi gert að því þó að hann sé sætur og að allar stelpurnar séu vitlausar í honum." Hann er mjög sáttur. Síðast þegar við vorum í kaupstaðaferð saman, fórum við í Bónus og ég spurði strákinn sem afgreiddi mig við kassa hvað hann myndi heita. Svo dreif ég mig í að syngja og setja nafnið hans inní textann. Hann vildi meina að ég hefði toppað daginn þarna. Þú sérð að ég er með fleiri sjúkdóma en ættfræðipestina. Ég er óbetranleg. ég tók lagið víðar þennan dag og ef við komum aftur í sömu búðirnar þá var beðið um söng. Blessað fólkið í þessum bæ hafði greinilega virkilega gaman af þessum jólasveini sem birtist í febrúar en þá áttum við jólasveinarnir allir að vera farnir til fjalla.
Akkurat b....r akkurat, það verður s.s. fjör í dag. Mjá og usss
Baráttukveðjur
" FRÍRÍKIÐ VESTFIRÐIR KEMUR TIL AÐ VERA."
Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.3.2008 kl. 08:22
sæl vertu rósa mín.
ég styð þig heilshugar með vestfirði.amma mín og nafna laufey hólm er fædd á eysteinseyri á tálknafirði.mamma hennar var viktoría bjarnadóttir og skrifaði hún bók sem heitir,vökustundir að vestan.
Adda bloggar, 18.3.2008 kl. 09:14
Sæl Adda mín. Þú þarft endilega að fræða mig meira um ömmu þína og langömmu.
Takk fyrir að styðja Samtökin okkar BBV
" FRÍRÍKIÐ VESTFIRÐIR KEMUR TIL AÐ VERA."
Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.3.2008 kl. 10:22
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæl Vestfirðingar og allir bloggvinir mínir.
Ætla að bregða mér á milli bæja og kannski kaupi ég almennilegt skótau sem ég mun nota þegar við byrjum að grafa skipaskurð á milli Bitrufjarðar og Gilsfjarðar
Hittumst hress og kát á blogginu í kvöld eða á morgunn.
Baráttukveðjur
Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.3.2008 kl. 12:20
Frábær færsla hjá þér og viðbrögðin nokkuð loðin. Það er ekki of seint að bjarga Vestfjörðum. Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Og okkur mun takast að fá fólk til að hugsa um þessi mál allavega. Sameinuð stöndum vér, sundraðir föllum vér. það er löngu komin tími til að við krefjumst réttar okkar, og eignumst aftur það sem frá okkur hefur verið tekið. Áfram Fríríkið Vestfirðir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2008 kl. 12:46
Takka fyrir hlý orð Rósa mín. Þú gefur mér mikin styrk með jákvæðni þinni. Væri gott fyrir mig að temja mér hana og laga reiði mína út í marga hluti. Enda hefur það sýnt sig að ég fer bara í meiri vanlíðan..
Óskar Arnórsson, 18.3.2008 kl. 12:49
þetta er svo vel skrifað hjá þér .. þú ættir að gerast rithöfnundur hehe.. en ég er 3/4 vestfirðingur :P
Sigvarður Hans Ísleifsson, 18.3.2008 kl. 16:53
Halló Rósa ég var ekki búinn að segja þér mitt álit á olíuhreinsunarstöðvar málinu (ekki setja mig út af sakramentinu)
Íslensksmásaga Ég elska garðinn minn og vill honum allt hið besta, klippi runna, reiti arfa, og vökva það sem vökva þarf, nota tilbúinn áburð á bæði blómabeð og blett, svo nota ég bensínknúna sláttuorfið til að halda blessuðu grasinu í skefjum því að garðurinn minn á að vera sem fallegastur enda er hann glæsilegur á að líta frá náttúrurnar hendi.
En garður náungar míns, hans Borisar sem býr hér við Austurveg er sko ekki eins fallegur og minn garður oh nei, kannski af því greyið fær allt sitt rafmagn frá kjarnorkuveri, og ekki nóg með það, olían og bensínið sem ég nota á sláttuorfið mitt er framreitt í garðinum við hliðina á hans garði með hjálp kolabrennslu.
Þvílíkir fantar að fara svona með garðana sína en það skiptir mig svo sem engu máli, ég verð reynar svolítið súr yfir rigningunni sem rignir í mínum garði annað slagið í ákveðinn átt en ég elska samt garðinn minn og hætti aldrei að nota olíu og bensín hvað þá tilbúinn áburð.
P.s Þessir Borisar eru náttúrusvín, en svona þér að segja Rósa, getum við sagt ENGA OLÍUHREINSUNARSTÖÐ á meðan við Íslendingar notum olíu sjálf og það ekkert smá magn. Aftur á móti væri ég ekki sáttur við að Vestfirðir yrðu fyrir valinu það væri nær að hún yrði reist við suðurströndina einfaldlega vegna sjarmaleysis hennar miðað við Vestfirði. p.s p.s Hvernig verður þjóðfáni Vestfiska Alþýðulýðveldisins ( er Kiddi Sleggja frændi þinn)
Birgir Sm (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 20:29
Ég er líka með eitthvað af vestfyrðingi í mér er komin af Lovisu Henréttu Denkhe sem flutti frá Ísafirði í Fjörðurnar.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 20:37
Rósa alveg er ég gáttaður á þér að vera á móti Sovézkum þungaiðnaði!! Rússar eru að gefast upp á þessu og vilja gefa okkur þetta. Bíddu bara þangað til það verður reist kjarnorkuver hér í miðri Reykjavík.
Aðalbjörn Leifsson, 18.3.2008 kl. 21:29
Mér er spurn,afhverju hafa vestfirskir þingmenn lítið sem ekkert haft sig í frammi,og líst skoðunum sínum á Olíusullumbullstöðinni.?Eða hefir það farið framhjá mér. ps:á ættir að rekja frá Laugalandi við Ísafjarðardjúp.
Jenzen (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 21:52
Mér hefur alltaf verið hlýtt til Vestfjarða, þó svo að Vestfirðir hafi ekki alltaf veitt mér hlýju þegar ég hef heimsótt þá.
En til að vera uppbyggilegur í umræðunni, þá datt mér í hug að það mætti telja Gyðingum frá hinu stríðshrjáða landi, trú um að Guð ætli þeim að eignast Vestfirði og koma þar upp blómlegri atvinnustarfssemi, allt frá því að rækta afurðir af krækiberjum og aðalbláberjum og upp í að rækta jólatré í uppfylltum fjarðarbotnum.
Svona til vara mætti telja S.D.Aðventistum trú um að þarna gætu þeir komist hjá meiri háttar ofsóknum Kaþólsku kirkjunnar svona rétt áður en Jesús kemur aftur. Á meðan þeir bíða, geta þeir verið með fjárbúskap, æðakollurækt, hákarlaveiðar og refa- og minkaveiðar. Eggjatínslu úr björgum og lund- og svartfuglsveiðar. Jafnframt gætu þeir rekið blómlega trúboðsstarfssemi með því að bjóða stríðshrjáðum Afríkubúum til sín sem gætu inn á milli unnið við að svíða kindahausa, búa til blóðmör og mjólka beljur.
En illa líst mér á að lýsa yfir sjálfstæði Vestfjarða. Það gæti verið erfitt fyrir Vestfirðinga að ákveða hvaða gjaldmiðil þeir vilja styðjast við, íslensku krónuna, Evruna eða annað stöðugra. Tungumálinu þarf ekki að breyta. Púki verður áfram í stað smástráks. Flúrur verða áfram í stað flúða. Mé í stað meig o.s.frv. Stærðfræðina geta þeir alveg lagt niður enda aldrei verið þörf fyrir hana fyrir hinn almenna Vestfirðing.
Verið heil Vestfirðingar
Sigurður Rósant, 19.3.2008 kl. 00:07
Sæl og blessuð og kærar þakkir fyrir innlitið. Ég kom heim í gærkvöldi eftir smá flæking til Egilsstaða.
Ásthildur mín, sum viðbrögðin hafa verið loðin en það er alveg hægt að byrja uppá nýtt með nýjar forsendur.
Óskar minn, Þetta er alveg rétt hjá þér og höfum við öll reynslu um að við sköðum okkur mest ef við erum ósátt við einhvern sem er alveg sama um okkur. En í sumum tilvikum þarf hjálp. Bænaleiðin er sú leið sem ég mæli með og við eigum ekki að hika við að ræða við fagaðila. Því fyrr því betra að losna úr viðjum sorgar.
Birna mín, ég var búin að lesa á blogginu þínu að þú værir Vestfirðingur að hluta. Ég fann ekki Lovisu Henréttu Denkhe í Íslendingabók. Þarf að fá nafn dóttur eða sonar hennar þar sem hún var kannski ekki íslenskur ríkisborgari????
Sigvarður minn, takk fyrir skemmtilegt tölvubréf. Netfangið þitt vakti kátínu hjá mér. Þú slærð mér við með vestfirska. Er amma þín Guðríður Elíasdóttir? Ef svo er þá erum við amma þín fimmmenningar. Hvað eru mörg m í því?
Alli minn, þetta var virkilega fyndið innlegg. nauðsynlegt að fá grín með inní þessar umræður.
Birgir minn, engin hætta á að taka þig út af sakramentinu. ÞÚ ERT VINUR MINN. Takk fyrir Íslensku smásöguna. Mikið var ég fegin þegar kyndingunni var breytt hér úr olíu í rafmagn. Við notum olíu og bensín en það hlýtur að hafa minnkað þegar við fórum að nota rafmagn. Vona að við getum notað rafmagn í síauknu mæli á kostnað olíu og bensíns. Þá getum við verið keik og sagt nei við Olíusullumbullumstöð hvar sem er á Íslandi.
Af hverju að hafa olíusullumbullu stöð frekar á Suðvesturhorninu? Er landið okkar eins ómengað og okkur er sagt? Farsælast væri fyrir þetta ómengaða land? að hafa enga olíusullumbullstöð. Kiddi Sleggja, meinar þú Kiddi klettur sem er giftur Ástu frænku minni?
Sæll Jenzen. Þegar stórt er spurt er fátt um svör. Þetta er mjög góð ábending og væri fróðlegt að krefja þingmenn Vestfjarðar svara um hvaða skoðun þeir hafa á Olíusullumbullstöðinni. (Magnað heiti á Olíuhreinsistöðinni) Jakob er duglegur að kynna félagið með því að setja fréttir í blöð um samtökin Bloggarar bjarga Vestfjörðum. Við þurfum að mynda samstöðu. Það er staðreynd að Vestfirðingar hafa verið beittir órétti og þeir mergsognir af ríkissjóði og auðmönnum þessa lands sem vinna eingöngu fyrir sjálfa sig - að ota sínum tota. Ég sendi bréf til Jakobs á eftir og spyr hann hvort hann viti hver afstaða þingmanna Vestfjarða sé í þessu Olíusullumbullstöð. Ég hringdi í frænku mína á Ísafirði nýlega og þá las hún upp grein úr BB sem fjallaði um BBV samtökin.
Ég var búin að setja þessa athugasemd inn í gærkvöldi en tók hana út aftur og lagaði. Ég var næstum því sofnuð við tölvuna um miðnætti í gærkvöldi og í morgunn þegar ég las athugasemdina fannst mér hún ekki nógu góð. Athugasemdin er ögn skárri núna og dálítið sniðugt með brúna bakgrunni sem ég kunni ekki að taka burtu þegar ég flutti athugasemdina yfir í word og svo aftur hingað.
" FRÍRÍKIÐ VESTFIRÐIR KEMUR TIL AÐ VERA." BARÁTTUKVEÐJURRósa Aðalsteinsdóttir, 19.3.2008 kl. 12:29
Gleðilega páskakveðjur til þín fallega kona
Brynja skordal, 19.3.2008 kl. 14:04
Sæl Rósa mín, það eina sem ég veit er það að ég gæti ekki afborið að sjá olíu hreinsunarstöð í bakgarði ættfeðra mína. Ég hef mikla trú á vestfirðingum og ekki af ástæðulausu, enda er þarna dugmikið fólk, sem hefur ávalt náð að gera rétta og góða hluti fyrir svæðið.
knús.
Linda, 19.3.2008 kl. 15:45
Ég á algjörlega eftir að skoða Vestfirði og ég vona bara að það verði ekki búið að skemma þá þegar ég kemst loks þangað. Kær kveðja til þín elsku Rósa og njóttu páskanna
Ásdís Sigurðardóttir, 19.3.2008 kl. 23:46
já hún er amma mín eða móðir móður minnar.. Þá ertu sem sagt í Pálsætt á ströndum, en ég er líka í Vigurætt og svo Arnardalsætt ... mig minnir að Arnardalsætt sé af beinum ættlegg af systur Gísla Súrssonar... Jens frá kaldalóni var svo langafi minn en hann bjó síðast á kirkjubæ sem var rétt hjá flugvellinum hjá Ísafirði. En langamma mín hún Mumma er á elliheimilinu þar núna létt á því hehe...
Sigvarður Hans Ísleifsson, 20.3.2008 kl. 01:16
Rósa, þú ert frábær og enginn smá sendiherra!
Það er áliðið, verðum í sambandi.
Góða nótt.
Sigurður Þórðarson, 20.3.2008 kl. 01:49
Sæl og blessuð. Hér eru komnir 6 heiðursgestir og ætla ég að svara skemmtilegum athugasemdum þeirra á morgunn.
"Á morgunn segir sá lati." Klukkan er 4:20 um nótt.
Barmahlíð
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.
Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?
Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!
Jón Thoroddsen frá Reykhólum í Barðastrandasýslu.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.3.2008 kl. 04:20
Sæll og blessaður Sigurður Rósant.
Kærar þakkir fyrir skemmtilegt innlegg með fullt af góðum tillögum og fullt af hressilegu gríni.
Ég verð nú að koma með grín í staðinn.
En ég segi yður: Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður, svo að þér reynist börn föður yðar á himnum, er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta.“ Matt. 5: 44.-45.Þegar mamma og pabbi voru í brúðkaupsferðinni 1952 og sigldu fyrir Horn fór pabbi uppá þilfar til að sjá Hornbjarg en þá var svarta þoka. Mamma og pabbi ásamt eldri bróður mínum fóru þessa sömu leið 1956 og þá var svo vont í sjóinn og ekki tókst pabba að sjá Hornbjarg . Pabbi hefur aldrei farið þessa leið aftur.
http://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/entry/427641/#comments
Ég hef stundum verið að ferðast um á Vestfjörðum og stundum það mikil rigning og þoka. Við vorum stödd á Ísafirði í leiðindaveðri en þegar við svo komum á æskuslóðir móður minnar í Mjóafirði v/Djúp tók sólin á móti okkur. Þegar ég var á Görðum í Önundarfirði þá var búið að skipuleggja ferð yfir í Dýrafjörð og ætluðum við öll að heimsækja heimilisfólkið á Höfða.Konan sem var búsett þarna var vinkona mömmu og kom hún hingað á Vopnafjörð í heimsókn fyrir mörgum áratugum Skemmtilegt tilviljun að tengdasonur hennar varð síðar sóknarprestur á Skeggjastöðum í Bakkaflóa og fengum við að kynnast honum og dóttur vinkonu hennar mömmu. Um morguninn var ekkert Spánar veður. Það var smá rigning og þoka. Við vorum svo lánsöm að það voru samverustundir á hverjum degi þar sem okkur var kennt um Jesú Krist og kærleika hans ásamt fullt af atburðum sem eru skráðir í Biblíunni. Það var ákveðið að syngja og sungum við rösklega: Himneska sólskin, himneska sólskin, hjarta mitt fyllir gleði hvert sinn. Himneska sólskin, himneska sólskin, hallelúja, Jesús er minn. Síðan var bænastund og báðum við Jesú um að þokan færi og sólin kæmi. Einn strákurinn, Halldór flutti eina af þeim mögnuðustu bænum sem ég hef heyrt um ævina. Hann bað: Taktu þokuna í burtu maður. Konurnar sem voru með stundina gátu ekki beðið meira því þær áttu í vandræðum með að skella ekki uppúr. Mögnuð bæn og bænin virkaði. Við vorum bænheyrð. Sólin byrjaði að skína og við drifum okkur í eftirminnilegt ferðalag. Það er ég alveg viss um að ef Gyðingar flyttu á Vestfirði myndu þeir hefja uppbyggingarstarf en þannig er nú mál með vexti að við ætlum sjálf að vera með uppbyggingarstarf. Og alveg er ég viss um að við viljum reka hjálparstarf fyrir stríðshrjáða Afríkubúa eða t.d. Tíbetbúa sem hafa orðið fyrir árásum af Kínverjum. Við erum ekki búin að ræða um trúmál ennþá. SD. Aðventistar, Kaþólikka og fleiri trúarbrögð geta vel þrifist hjá okkur í sátt og samlyndi við guð og menn. Hann Jakob er frábær í stærðfræði og mun stærðfræðiþekking hans og fleiri góðra Vestfirðinga hjálpa okkur þegar við semjum fjárhagsáætlanir fyrir Frí-ríkið Vestfirði. Kem atvinnuhugmyndum þínum á framfæri: Rækta krækiber og aðalbláber, rækta jólatré í uppfylltum fjarðarbotnum. Stunda æðakollurækt, Vera með eggjatínslu úr björgum og stunda hákarlaveiðar, lunda- og svartfuglaveiðar, útrýma ref og mink. Svíða kindahausa, búa til blóðmör og mjólka beljur. Alveg er ég viss um að þú lumir á fleiri hugmyndum. Flest af þessu er nú ekkert nýtt fyrir Vestfirðinga. Við þurfum að fá fleiri hugmyndir og það ferskar. Við munum tala íslensku með vestfirskum hreim og við höfum ekki ennþá ákveðið með gjaldmiðil. Megi vestfirskan lifa sem lengst.Dæmi um Vestfirsku: Með vestfirsku er átt við þau málfarslegu atriði sem teljast einkennandi fyrir Vestfirðinga. Þau eru einkum tvö. Annars vegar er um að ræða svokallaðan vestfirskan einhljóðaframburð. Sérstaklega er átt við að sérhljóðin a, e og ö eru borin fram sem einhljóð á undan -ng- og -nk- þar sem annars postaðar á landinu er vaninn að bera fram tvíhljóð. Dæmi: langur með -a- en ekki -á-lengi með -e- en ekki -ei-
töng með -ö- en ekki -au-
banki með -a- en ekki -á-
skenkja með -e- en ekki -ei-
hönk með -ö- en ekki -au-Hins vegar er talað um vestfirska áherslu. Hún felst í því að áherslan liggur á forsetningu en ekki á atviksorði eins og vanalegast er þegar saman fara atviksorð, forsetning og fornafn. Dæmi: Ég sá ekki framan í hann með áherslu á forsetninguna í þar sem áherslan annars staðar á landinu væri á framan, það er framan í hann.
Einhljóðaframburðurinn virðist samkvæmt rannsóknum á undanhaldi. Hann heyrist þó ennþá nokkuð á Vestfjörðum og í máli fólks sem flutt er brott til annarra staða, einkum eldra fólks. Vestfirska áherslan lifir góðu lífi víðast hvar á Vestfjörðum.
" FRÍRÍKIÐ VESTFIRÐIR KEMUR TIL AÐ VERA." BARÁTTUKVEÐJUR
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.3.2008 kl. 20:47
Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.
Brynja mín, kærar þakkir fyrir góðar kveðjur en þessi blessuð mynd af höfundi er af myndarlegri dömu en það er ekki ég. Hún slær mér við. Ég er alveg skák og mát ef ég miða mig við þessa flottu dömu.
Linda mín, við viljum enga Olíubullumsullumbullstöð á Vestfjörðum. Það er til nóg af dugnaðar fólki á Vestfjörðum en þeim eru allar bjargir bannaðar. Kvótakerfið hefur farið mjög illa með Vestfirðinga. Á meðan þarna voru mjög mikil uppgrip, mikið skaffað til þjóðarbúsins var lítið skilað aftur til baka og þurfum við nú bara að keyra um vegi á Vestfjörðum til að fá það staðfest. Vegirnir eru eins og gömlu þvottabrettin.
Magnús minn, þjóðvegirnir eru eins og gömlu góðu þvottabrettin. Betur má ef duga skal. Við viljum enga Olíubullumsullumbull stöð á Vestfjörðum. Hreint land fagurt land.
Ásdís mín, þú átt mikið eftir. Vestfirðir eru algjör Paradís á jörðu. Við Bloggarar verðum varðmenn fyrir Vestfirði svo Risarnir komist ekki til Vestfjarðar til að skemma Paradísina okkar hér á jörðu.
Sigvarður minn, takk fyrir að segja mér tengsl þín við Vestfirði. Það er nú aldeilis töff að vera í beinan legg við Gísla Súrsson.
Siggi minn, ég held að ég verði rosa flott sem sendiherra.
" FRÍRÍKIÐ VESTFIRÐIR KEMUR TIL AÐ VERA." BARÁTTUKVEÐJUR
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.3.2008 kl. 21:12
Hornbjarg
Yst á Hornströndum heitir
Hornbjarg og Kópatjörn;
þeir vita það fyrir vestan,
þar verpir hvítur örn.
Um sumarnótt, er sveimar
sól yfir norðurslóð
og þoka sígur um sjóinn,
hann situr rauður sem blóð.
Og örninn lítur ekki
oná hið dimma haf,
og horfir í himinljómann –
hafskipið sökkur í kaf.
Jónas Hallgrímsson
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.3.2008 kl. 21:24
Já, þetta með Vestfirði. Kannast alveg við þá staði sem þú taldur upp Rósa mín. Búin að þvælast þarna út um allt og man ekki eftir neinum stað sem var skemmtilegur. Enda var ufirþyrmandi sóðaskapur á öllum bæjum sem ég kom á. Man eftir einum bæ þar sem oddvitinn bjó og öllum í nágrannabæjum var boðið að horfa á einhverja 8mm bíómynd frá einhverju sólarlandi sem var hundleiðinleg. Mér var boðið upp á kanelsnúða sem voru geymdir undir rúmi í einum af þessum stóru Makintoskdósum sem voru með sælgæði í þegar þeim var smyglað til Íslands. Fúkkalyktinni af þessum kanelsnúðum gleymi ég aldrei. Mjólkinn var í stíl við þetta allt saman. Svo var drukkið brennivín og flest fullorðið fólk virtist skemmta sér konuglega nema við 3 börnin sem vorum þarna á sýningunni hjá oddvitanum. Það var ekki sagt neitt við okkur nema "viltu annann snúð?" eða "vilti meiri mjólk?"...þetta er nú búið að halda mér frá þessum landshluta frá því ég slapp þaðan í burtu..það var drasl og sóðaskapur í kring um alla bæji sem ég kom á og þeir voru margir. Og ekki var það skárra innandyra. Kannski var ég bara óheppin...Kannski hefur þetta eitthvað skánað en ég geri ekki ráð fyrir að skoða þennann landshluta aftur...
Óskar Arnórsson, 20.3.2008 kl. 22:54
Sæll Óskar minn.
Þetta stendur allt til bóta, fullt af dugnaðarforkum sem fá að njóta sín þegar við lýsum yfir sjálfstæði í Frí-ríkinu á Vestfjörðum.
Í Fjörðum
Fagurt er í Fjörðum,
þá frelsarinn gefur veðrið blítt,
hey er grænt í görðum,
grös og heilagfiskið nýtt.
En þá veturinn að þeim tekur sveigja,
veit ég enga verri sveit
um veraldarreit.
Menn og dýr þá deyja.
Orgar brim á björgum
bresta öldu hestar,
stapar standa tæpir,
steinar margir veina.
Þoka úr þessu rýkur,
þjóð ei spáir góðu.
Halda sumir höldar
hríð á eftir ríði.
Látra- Björg
BARÁTTUKVEÐJUR/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.3.2008 kl. 01:23
Ef þú verður Drottningin af vestfjörðum myndi ég kannski þora að kíkja í heimsókn. Maður á víst aldrei að segja aldrei..
Óskar Arnórsson, 21.3.2008 kl. 03:02
Sæll Óskar minn. Á meðan ég verð búsett á Vopnafirði þá mun ég gegna sendiherrastarf fyrir frændfólk mitt á Vestfjörðum. Þegar ég þarf að fara í embættisferðir til Vestfjarða þá kemur þú með og ég mun varðveita þig eins og sjáaldur auga míns. Ég mun sjá til þess að þér mun ekki súrna sjáldur í augum þínum.
Í dag er Föstudagurinn langi og við minnumst þess sem Jesús gerði fyrir okkur. Ég ætla að drífa mig í kirkju kl 11. Á Hofi í Hofsárdal verða Passíusálmar Hallgríms Péturssonar lesnir í dag og ætla ég að reyna að hjálpa með að lesa nokkra sálma. Mikil tilhlökkun.
Guð blessi þig kæri Óskar.
" FRÍRÍKIÐ VESTFIRÐIR KEMUR TIL AÐ VERA." BARÁTTUKVEÐJUR
Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.3.2008 kl. 09:17
Sæl Rósa.
Ég á engar ættir að rekja til Vestfjarða. En hef nokkrum sinnum komið þangað. Og einu sinni farið allan hringinn. Sem var afreka, því þetta voru ekki VEGIR, heldi ófærir vegargrjótarslóðar. Ég kann ekkert orð sem lýsir þeim. Eitthvað hefur þetta lagast, en sennilega með hraða snigilsins.
Og svo eru menn að heimta hraðbraut yfir Lyngdalsheiði!!!
Að fara "hringveginn" það er Ísland í flestra augum. En fallegasti hlutur landsins eru Vestfirðir.
Í huga mínum, berjast tvö öfl, annað er að hafa Vestfirði svona ósnortna af ferðamennskunni og gera almenningi eins og mér, ókleyft að ferðast þar um, og svo hitt að opna þetta landsvæði svo ég á mínum Yaris geti farið þangað og notið fegurðar fjarða, dala og fjallanna. Svo ég tali nú ekki um gróðurinn, sem mér kom mjög á óvart að væri svona fjölskrúðugur og mikill.
En Olíuhreinsunarstöð! ég hef aldrei heyrt aðra eins vitleysu. Og um þá sem vilja hana til Vestfjarða, og bara til Ísland, segi ég " Margur verður að aurum, api"
Og vona ég að apa-ættkvíslin móðgist ekki, því það er ekki ætlun mín, að gera lítið úr gáfum þeirra.
PS. eftir að komast á framfæri þess opinbera, þá er mér ókleyft að ferðast um landið. Verð bar að vera þar sem ég er. Get, með því að vera í vildarklúbbi Flugfélagsins og nota kreditkortið til að borga með,daglega neyslu, komist einu sinni á ári til Akureyrar og séð afkvæmi mín þar og í Eyjafjarðarsveit. Og barnabörnin mín 6 sem þar búa og vaxa upp án þessa að kynnast ömmu sinni. Allavega veit þessi sem er að verða 3 ára, varla hver ég er.
Þegar ég flutti suður um 2000 þá voru bæturnar einhvernvegin drýgri. allir vita núna, hvernig á þessu stendur. Láglaunaða fólkið og lífeyrisþegar bera þyngri skattbyrði en þeir sem hafa milljónir í mánaðarlaun. Réttlát ríki, Ísland. Von að allir vilji eiga hér heima!!!!
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 15:07
Sæl Rósa,
Ég er að lesa síðuna þína í fyrsta skipti og brá þar sem þú mynnist á slys á milli Hnífsdals og Ísafjarðar þar sem hálfsystir móðir ömmu þinnar lést ásamt manni og syni. Þannig er að þarna voru amma mín,afi og móðurbróður. 24 ára að aldri. Við erum greinilega skildar . Ertu ekki í Tröllatunguætt?
Elísabet Sigmarsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 01:04
Sæl Rósa,
Ég er að lesa síðuna þína í fyrsta skipti og brá þar sem þú mynnist á slys á milli Hnífsdals og Ísafjarðar þar sem hálfsystir móðir ömmu þinnar lést ásamt manni og syni. Þannig er að þarna voru amma mín,afi og móðurbróður. 24 ára að aldri. Við erum greinilega skildar . Ertu ekki í Tröllatunguætt?
Elísabet Sigmarsdóttir, 23.3.2008 kl. 01:14
Gleðilega páskahátíð Rósa.
Sigurður Þórðarson, 23.3.2008 kl. 11:58
Þetta er frábær grein hjá þér Rósa og margar af athugasemdunum eru nú varla svaraverðar. Það er alveg hægt að bjarga Vestfjörðum eins og við ætlum að gera og ekkert of seint. Það er með þetta eins og mörg önnur góð málefni að ekki vantar úrtölumennina, þeir eru víða og verða alltaf til. Þetta er ekkert nema öfund yfir því að til skuli vera fólk sem þorir að gera eitthvað af viti. Og að vera að tala um fyllirí á Vestfjörðum og þeir afi ekki haft rænu á að bjarga sér og selt kvótann í burtu eins og einn auminginn var að gera hér að ofan. Ég held að maðurinn hljóti að hafa verið fullur eða bilaður á geði. Nema bæði sé, ég vorkenni svona vitleysingum sem ekkert sjá nema tærnar á sjálfum sér og þora aldrei neinu, nema að spyrja mömmu og pabba fyrst. Svona fólk á að steinhalda kjafti og leyfa okkur að vinna í friði að því sem við stefnum að. Og það er 100% öruggt að við klárum það. En á meðan verðum við að sætta okkur við skítkast frá skítapakki. Ég vorkenni mörgum af þessum aumingjum.
Jakob Falur Kristinsson, 23.3.2008 kl. 14:46
Sæl Sigrún Jóna.
Loksins er ég að lesa athugasemdirnar af viti. Búið að vera fjör hér. Leitt að það sé ekkert vestfirskt blóð sem rennur um æðar þínar.
Margir vegir eru ennþá ófærir vegargrjótsslóðar og því miður á hraða snigilsins. Vegirnir í Ísafjarðardjúpi hafa batnað mjög mikið en betur má ef duga skal. Lyngdalsheiði.
Ég hef alltaf verið að láta mig dreyma að það sé hægt að nota bor frá Kárahnjúkum og fara hringferð um landið og þá ekki á hraða snigilsins.
Sammála þér: "Margur verður af aurum api að vilja Olíusullumbull hreinsistöð eða Olíudrullustöð en Jenzen sem er með tvö innlegg hér kallar þessa stöð þessum nöfnum og er þetta réttnefni á þessa rugludallastöð.
Ég vona að apa-ættkvíslin móðgist og flytji til Rússlands og vinni þar í Olíudrullustöð.
Sigrún Jóna ef þú óttast ofsóknir liðsins á Íslandi þá flytur þú auðvita til Vestfjarðar. Þar mun ríkja réttlæti en því er nú ekki að heilsa í lýðræðisríkinu???? Íslandi gagnvart ellilífeyrisþegum, öryrkjum og öllum þeim sem minna mega sín.
" FRÍRÍKIÐ VESTFIRÐIR KEMUR TIL AÐ VERA." BARÁTTUKVEÐJUR.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.3.2008 kl. 18:47
Sæll Gylfi minn.
Við verðum nú ekki í vandræðum með að koma á háhraðatengingu og svo verður þú með útibú í Frí-ríki Vestfjarðar og selur Vestfirðingum 100% símavörur en ekki neitt skrum og drasl. Mjóifjörður eystri. Kannski kemst ég þangað áður en ég fer undir græna torfu.
Sæll Siggi minn. Gleðilega páska. Kíki á eftir á síðurnar hjá ykkur bloggvinum mínum.
" FRÍRÍKIÐ VESTFIRÐIR KEMUR TIL AÐ VERA." BARÁTTUKVEÐJUR.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.3.2008 kl. 18:55
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæl Elísabet.
Við erum heldur betur skyldar. Við erum þremenningar. Jón Guðmundsson "brúðgumi" var ekki í Tröllatunguætt. Flest hálfsystkini ömmu eru í Tröllatunguætt og í þínu tilviki var það Sigrún langamma þín sem var í Tröllatunguætt.
Amma kynntist ekki mörgum systkinum sínum. Hún hitti Jón Sveinbjörn og ég held líka Elísabet ömmu þína. Ég er ekkert viss að börnunum hafi verið sagt frá því að þau ættu hálfsystkini fyrr en þau voru komin á unglingsár. Mamma kynntis Elísabet og Sigurði og eigum við fallega mynd af þeim hér á Vopnafirði.
Ég sé ættarsvip með ömmu þinni og mömmu minni.
Þetta var átakanlegt slys þegar Elísabet, Sigurður og Kristján létust í bílslysi. Nú 31 ári síðar er þessi viðbjóðslegi vegur ennþá í notkun.
Skilaður kveðju til frændfólksins.
Skoðaðu innlegg nr. 14. Þar skrifa ég ítarlega um móðurmóður fólk mitt
Netfangið mitt: riorosin@simnet.is
Guð blessi þig kæra frænka.
Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.3.2008 kl. 19:42
Sæll Jakob minn.
Guðbjörg Salóme frænka mín á Ísafirði hringdi í mig í gærkvöldi. Hún var sko ekkert ánægð með sumt innleggin hér á síðunni hjá mér og talaði um að sumir væru grálúsungir. En við látum ekki úrtölumenn stöðva okkur.
Það er vel hægt að bjarga Vestfirðingum úr klóm Risanna. Risarnir eru búnir að halda Vestfirðingum í gíslingu í tugi ára og nú er komið nóg.
Ég svaraði tvisvar í sambandi við fyllirí. Allsstaðar þar sem ég hef verið og fólk hefur haft vín um hönd þá hef ég ekki séð neinn mismun á milli landshluta.
Sagt er frá því í Hornstrendingabók að langafi hafi verið drykkfeldur mjög og var það slæmt því hann hafi fyrir stórri fjölskyldu að sjá.
Það verður örugglega ágjöf nú þegar við erum að berjast fyrir Frí-ríkinu á Vestfjörðum en við höldum ró okkar og höldum skútunni á floti.
FRÍRÍKIÐ VESTFIRÐIR KEMUR TIL AÐ VERA." BARÁTTUKVEÐJUR.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.3.2008 kl. 20:07
Sæl öll Vestfirðingar og bloggvinir.
Sigurður Rósant. Ég átti eftir að segja þér frá minningum um Jón Guðmundsson langafa minn. Þú varst að skrifa um fyllirí Vestfirðinga. Kannski tókstu eftir því í pistlinum mínum að ég minntist á gamlar flöskur og innihaldið var af einhverjum rótsterkum drykkjum og einnig minntist ég á gamla eldavél á steyptri plötu í landa Galtarhryggs í Mjóafirði v/Djúp. Aftur á móti eru afkomendur móður minnar bindindisfólk og ég hef aldrei t.d. bragðað bjór.
"Jón Guðmundsson var meiri hæfileikamaður en auðnumaður. Hann var greindur vel, mjög bókhneigður, sífellt leitandi fróðleiks og varði meiru fé til bókakaupa en ætla mætti eftir efnum. Þorvaldur Thoroddsen getur hans í ferðabók sinni og segir hann greindan mann, sem vel fylgist með því, er gerist. En Jón var heldur enginn aukvisi, er hann gekk til starfs. Allt lék í hendi hans, og virtist hann til alls vel gefinn. En á þessu aldursskeiði var gæfan honum önnur en gervileikinn. Hann var drykkfelldur mjög, svo að honum varð til óþurftar, en harðra átaka þurfti til bjargar á hamranesi því, sem hann hafði valið sér til bústaðar.Varð oft skortur í búi hans og fátækt jafnan mikil. Stjúpsynirnir ólust upp við þröng kjör og urðu seinir til þroska, en reyndu snemma til þátttöku fyrir afkomunni." Ég veit að fóstursynir hans urðu dugnaðarmenn og eignuðust fullt af afkomendum. Þeir tóku upp merki fallins föður síns til forustu í viðureign við hafið. Einn af afkomendum Kristjönu er kvæntur frænku minni frá Vopnafirði.
Konur og börn í réttri röð: Langafi Jón var greinilega mikill kvennamaður. Fyrst átti hann soninn Guðmund með Ingibjörgu Guðmundsdóttir. Guðmundur var bóndi í Kolbeinsvík og Birgisvík og flutti síðar á Hólmavík. Guðmundur kvæntist Sigríði Ingimundardóttir og áttu þau 16 börn. Einn sonur þeirra Jón Jósteinn Guðmundur átti 15 börn. Dóttir hans Rósa býr á Vopnafirði. Það var frænku minni Guðbjörgu Salóme Þorsteinsdóttir að þakka að ég komst að því en hún sendi mér minningargrein um föður Rósu. Þar las ég að hann ætti dóttir á Vopnafirði sem heitir Rósa. Ég vissi alveg að það var engin Rósa Jósteinsdóttir búsett á Vopnafirði. Síðar las ég greinina frá a-o og þá sá ég að það þessi höfðingi bar þrjú nöfn og það var víst til Rósa Jónsdóttir sem var búsett hér á Vopnafirði. Við erum þremenningar og síðar komust við að því að við vorum fjórmenningar í gegnum móðurafa minn og móður hennar. Það var líka virkilega sniðugt þegar ég upptvötað að nöfnin okkar eru frá sömu persónu þegar upp er staðið. Þá var ég var að taka saman niðjatal fyrir afa og ömmu fyrir ættarmót afkomenda Halldórs og Þórdísar. Afi Sigurður Rósinkar er fæddur 16 mars. 16 mars er nefndur eftir Séra Guðmundi góða Hólabiskup og kallast Gvendardagur. Þarna er nafnið mitt komið. Afi var skírður eftir Sigurði föðurbróður sínum og Rósu Snæbjörnsdóttur en þau eru langafi og langamma Rósu frænku. Móðir mín í hjáverkum. Rósa frænka mín var tengdadóttir Kristins Daníelssonar og Björgu Einarsdóttir frá Eyvindarstöðum sem voru afi og amma þín. Við eigum s.s. tvo sameiginlega frænda hér á Vopnafirði Tvö frændsystkini mín, börn föðurbræðra minna hafa ruglað reitum með afkomendum Guðmundar frá Byrgisvík. Allavega annar makinn er frændi minn í gegnum móðurföðurætt mína líka. Þetta er virkilega fyndið og mér dettur og í hug textinn hans Ladda: "Ég er afi minn." Hann er afkomandi Jóns Jónssonar klæðskera og Karlinnu Jóhannesdóttir. Karlinna og Sigurður Rósinkar afi minn voru systkinabörn. Allir Vestfirðingar hljóta að hafa farið í Jónsgarð. Jón kvæntist Kristjönu, dóttur Vagns Ebeneserssonar og Þuríðar Jónsdóttir á Dynjanda. Hún var ekkja og átti sex börn fyrir. Þau voru: Benedikt, Kristín, Engilráð, Guðmundur, Jóhannes og Benedikt Albert. Maður hennar Benedikt Jóhannesson fórst 2 maí 1866. Seinnipartinn 2 maí gerði norðanbyl með miklu hvassviðri og sjógangi. Um kvöldið náðu fimm sexæringar ekki landi og fórust allir bátarnir. Þennan dag fórust tuttugu og einn maður. Á einum af þessum sexæringum var Benedikt ásamt þremur bræðrum sínum.Aðeins einn af þeim lifði af. Langafi og Kristjana skildu.
Langafi var sko ekki við eina fjölina feldur. Hann eignaðist dótturna Guðrúnu Jónínu 1879 með fósturdóttir sinni Engilráð Benediktsdóttir. Ekki beint til fyrirmyndar.
Langafi eignaðist tvær dætur með langömmu minni Ólafíu Jóhannesdóttir frá Þaralátursfirði á Ströndum. Sú fyrri var Jónína f. 1880 í Smiðsvík. Hún giftist ekki og átti ekki afkomendur. Árið 1889 fæddist amma mín Guðmundína Þorbjörg í Reykjafirði nyrðri á Ströndum. Hún ber nöfn foreldar Jóns, Guðmundar Jónssonar og Þorbjargar Gísladóttur frá Kjörvogi í Reykjafirði syðri á Ströndum Það hef ég aldrei getað skilið.Því miður vitum við lítið um ævi langömmu minnar. Foreldrar hennar voru Jóhannes Sigurðsson og Guðríður Jónsdóttir búsett í Þaralátursfirði á Ströndum. Langamma átti 6 systkini. Langamma var tökubarn í Kjós 1855 og 1860. Vinnukona þar 1870. Á Bjarnanesi 1887, á Leiru 1890 og á Höfðaströnd 1891 til dánardags. Hún gat ekki séð fyrir dætrum sínum. Amma mín ólst upp við bág kjör. Hún var á Leiru eins og langamma 1890, á Steig 1901 og á Höfðaströnd 1920. Hún flutti til Ísafjarðar 1921. Móðursystir mín hefur sagt mér að hún hafi oft verið svöng hjá fólkinu sem hún ólst upp hjá. Krafist var af henni að vinna og vinna og hlýtur hún oft að hafa verið þróttlaus vegna fæðuleysis. Amma vildi helst ekki tala um æsku sína því æskuminningarnar meiddu hana. Undrar mig ekki að hún skyldi þjáðst af beinþynningu og lærbrotnaði hún á gamalsaldri. Sár hennar greru ekki og ekki var ábætandi að hún þjáðist af krabbameini síðustu ár ævi sinnar. Langafi var ekki hættur að kíkja á kvenfólkið. Hann giftist Sigrúnu Guðmundsdóttir frá Arnkötludal á Ströndum. Ég skil ekkert í henni en hann var 33 árum eldri en hún. Ég aftur á móti er mjög ánægð vegna afkomenda þeirra sem ég vil ekki vera án.
Jón og Sigrún eignuðust 5 börn. Þau voru: Jóhanna Sigríður, Hallgrímur, Jón Sveinbjörn, Rósi Sigurður og Ólína Elísabet. Jóhanna var móðir Huldu Jensdóttir sem var ljósmóðir og baráttukona fyrir lífi ófæddra barna. Ég hef hitt þrjú börn Hallgríms frá Dynjanda. Ég heimsótti Bentey og eiginmann hennar Einar Alexandersson. Erindið var að kaupa Grunnavíkurbækur. Ég hef heimsótti Sigurjón og ég hitti Rósu á fjórðungssjúkrahúsi Ísfirðinga en hún starfaði þar þá sem ljósmóðir. Hún vildi endilega að afkomendur Jón myndu setja kross á leiðið Jóns í Furufirði á Ströndum. Ég var svo lánsöm að hitta Jón Sveinbjörn hálfbróðir ömmu. Ég var stödd í Reykjavík og ég var ákveðin í að hitta hann. Ég fór að heimili hans og þar var enginn heima. Þá fór ég í verslun sem sonur hans rak og spurðist fyrir um föður hans. Hann sagði mér að foreldra sínir dveldu á Heilsuhælinu í Hveragerði og ég dreif mig þangað í heimsókn. Ég hef kynnst börnum Elísabetar. Ég hef heimsótt þau þegar ég hef verið á ferðinni á Ísafirði. Í annað skiptið hitti ég Sigrúnu og fjölskyldu í Hnífsdal. Seinna kom ég og þá var hún hjá bróður sínum Hjálmar á Hrauni. Við pabbi og Guðbjörg Salóme Þorsteinsdóttir buðum okkur þangað í heimsókn og hittum Hjálmar og fjölskyldu. Ég held að það hafi verið veturinn 2004-2005 sem snjóflóð fell fyrir ofan bæinn á Hrauni. Gamall bær sem þarna stóð skemmdist eða kannski eyðilagðist.
Jón langafi minn var kallaður Jón brúðgumi. Ég heyrði að það hafi verið vegna þess að hann kom víða við en Rósa frænka mín heyrði að það hafi verið vegna þess að hann fékk ekki að giftast langömmu hennar Ingibjörgu Guðmundsdóttir.
Langalangafi minn hét Sigurður Halldórsson. Hann fæddist á Látrum í Mjóafirði v/Djúp. Hann var duglegur að kíkja á kvenfólkið eins og Jón brúðgumi. Sigurður átti allavega 14 með 5 konum. Afi sagði við mig eftir að afi hans varð blindur: "Hann gat þetta þó að hann væri blindur." Þetta gen hef ég ekki erft frá Jóni brúðguma og Sigurði langalangafa mínum. Aftur á móti sýnist mér ég hafa erft galla frá Jóni: "varði meiru fé til bókakaupa en ætla mætti eftir efnum."
Heimildir sem ég notaði voru: Niðjatöl Þórdísar Guðmundsdóttur og Halldórs Sigurðssonar, Grunnvíkingabók, Tröllatunguætt II bindi. Hornstrendingabók eftir Þórleif Bjarnason og Saga stríðs og starfa eftir Hallgrím Jónsson frá Dynjanda sem var hálfbróðir ömmu minnar. " FRÍRÍKIÐ VESTFIRÐIR KEMUR TIL AÐ VERA." BaráttukveðjurRósa Aðalsteinsdóttir tilvonandi sendiherra Vestfjarðar, búsett á Vopnafirði.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.3.2008 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.