Færsluflokkur: Spil og leikir
20.9.2008 | 14:34
KLUKK - VESEN
Guðlaug Helga bloggvinkona mín skoraði á mig áður en ég fór að heiman í byrjun sept. Þá vannst mér ekki tími að svara þessu veseni og svo skoraði Úlli bloggvinur minn á mig líka á meðan ég var í Paradís. Ég hélt að þetta væru vinir mínir, hóst, hóst, jarí, jarí og úl, la, la.
Kom heim í gærkvöldi ásamt tveimur ungum stúlkum og við förum aftur á morgunn. Faðir minn kemur einnig með á morgunn og við fegðin munum dveljast í Paradís næstu þrjár vikurnar ef Guð lofar.
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Síldarsöltun skemmtilegt en hrikalega erfitt (byrjaði að salta þegar ég var barn, saltaði hámark í tvær tunnur þegar þær fljótustu voru með 20 tunnur. Þakka fyrir að hafa aldrei farið á eftir síldinni ofan í tunnurnar. Ég var styttri en núna og þurfti þá að vega salt á tunnunni á meðan ég var að raða neðstu lögunum. Þetta hafðist allt með þrjóskunni og tóri ég enn)
Fiskvinnsla, saltfiskverkun, loðnubræðsla, síldar- og loðnufrysting
Saumastofur, gaman, gaman.
Hagkaup Skeifunni, búsáhaldadeild
Fjórar bíómyndir sem ég held uppá:
Líkklæði Krists.
Krossinn og hnífsblaðið, sá hana síðast nú í ágúst hjá Bróðir Clifford.
The Passion of the Christ, Mel Gibson. Átakanleg mynd.
Moses, Burt Lancaster
Ein barnamynd í Bónus
The Chronicles of Narnia, Walt Disney Pictures and Walden Media
Bókin: Ljónið, Nornin og Skápurinn var gefin út af Almenna Bókafélaginu í Reykjavík1984. Myndi var gefin út á dvddisk af Sammyndir.
Bý á hjara veraldar þar sem er ekki í boði að fara í bíó!!!!
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Húsið á Sléttunni
Dallas
Kitty, Kitty bang, bang
Úlfasumar Sýnd 11. sept. sl. í Ríkissjónvarpinu. Vistmenn Paradísar nutu þess að vera saman og horfa á þessa mynd. Norsk verlaunamynd frá 2003 um stúlku sem vingast við úlfynju og ylfing hennar og reynir að bjarga þeim frá bændum sem vilja þau feig. Fimm stjörnur. Stelpan var mögnuð.
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Fyrir utan Vopnafjörð þar sem ég er fædd og uppalin.
Reyðarfjörður
Flateyri og Garðar við Önundarfjörð
Akureyri
R-vík og Kópavogur
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríi:
Norðurlöndin
Bandaríkin og Kanada
Ísrael
Bretland
Fjórar síður sem ég skoða daglega: (fyrir utan bloggsíður)
Gospel.is
Krossinn.is (þar fer ég inná Biblían og næ í ritningastaði fyrir bloggsíðuna mína)
Islendingabok.is
Vopnafjordur.is
Fernt matarkyns sem ég held uppá:
Jólamatseðillinn hjá okkur:
Hamborgarahryggur með hvítri sósu og Londonlamb með brúnni sósu ásamt nóg af meðlæti
Heimatilbúinn Frómas
Hangikjöt með jafning, baunum, rauðkáli, laufabrauði og allskyns gúlmolaði
Kótelettur í raspi með almennilegu meðlæti
Fjórar bækur/blöð sem ég les:
BIBLÍAN
Biblíulykill
Námsbækur Úff
Orðabækur Úff, úff
Fjórir staðir sem ég helst vildi vera á núna:
Fyrir utan Himnesku Jerúsalem
Ísrael, á söguslóðum. Gaman væri að fara þar sem álitið er að Jesús hafi verið skírður en þá þarf leyfi því sá staður er á Jórdönsku svæði.
Alaska. Bróðurdóttir mín er þar í Biblíuskóla. Sjá netslóð í dálki höfundar á bloggsíðunni minni.
Kanada - Vancovereyja
Færeyjar - Grænland - Jan Mayen -Svalbarða og ég gæti talið endalaust upp. Vantar money! Er ekki í sömu stöðu og sumir sem geta eytt 5 milljónum í ferðalög á kostnað okkar án þess að blikna né blána. Ætli ég yrði ekki eins ef ég kæmist í kjötkatla ríkisins! = Tala af sér.
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
(Frændur eru frændum verstir en bestir þegar á reynir)
Guðlaugur Hermannsson
Benedikt Halldórsson
Eyþór Arnalds
Ragnheiður Arna Arnarsdóttir
Veit ekki hvort búið sé að klukka frændsystkinin mín. Ef búið er að klukka þau þá vonast ég til að fá einhverja sjálfboðaliða til að hlaupa í skarðið. Ása Gréta Einarsdóttir er örugglega viljug að redda frænku sinni.
Fáeinar mataruppskriftir í BÓNUS. Átti þetta á tölvunni og læt þetta fjúka án ritskoðunar. Ef þetta er eitthvað klikk þá kvartið við Guðlaugu Helgu og Úlla. Þau skoruðu á mig og voru að láta mig rifja upp eitthvað hættulegt, uppáhalds mat og þvíumlíkt. Þvílíkt og annað eins og þvílík mæða að eiga svona bloggvini.
Skinkuréttur
Campellssúpa=Sveppasúpa í dós
Skinkubréf
1peli rjómi
franskbrauð/heilhveitibrauð
grænn aspas
sveppir
ostur
Súpan í pott + 1 peli rjómi og aspassafinn. Þetta er hitað. Síðan er skinkan, aspasinn og sveppirnir sett út í. (Má sleppa sveppum) Rifið brauð sett í eldfast mót og súpunni hellt yfir. Ostur rifinn og stráður yfir+brauðraspur úr rauðum paxopökkum ef vill.
Hiti 200 °C þangað til byrjar að sjóða og ostur tekur lit.
Camenbert brauðréttur
Franskbrauð/Heilhveitibrauð
1 Camembert ostur
1 peli rjómi
1 bréf skinka
1 lítil græn paprika
1 lítil rauð paprika
Camembert og rjómi hitað saman þar til osturinn bráðnar. (Veitt uppúr húðin utan af ostinum) Því er hellt yfir brauðið. Skinkan og paprikan skorin í bita og sett yfir. Að lokum eru ostsneiðar lagðar ofan á.
Pasta með skinku, lauk og rjóma
Hráefni
300-400 gr. pasta
¼ rjómi
5-6 skinkusneiðar
½ - 1 laukur
1 egg
Aromat krydd 1- 1 ½ tsk.
Steikingarolía
(Má líka nota ananasbita + gular baunir)
Aðferð: Pasta, Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka, hellið soðnu pastanu í sigti og látið kólna í skál. Þegar pastað er orðið volgt, setjið þá hrátt eggið út í pastað og hrærið því saman.
Sósan
Léttsteikið skinkuna í örlítilli olíu og takið svo skinkuna af pönnunni, notið sömu aðferð með laukinn. Hellið rjómanum á pönnu, bætið skinkunni og lauknum saman við rjómann og látið krauma við lágan hita, kryddið sósuna með aromati. Hrærið stöðugt í þar til sósan þykknar. Hitið sósuna saman við pastað. Berið fram með hvítlauksbrauði.
Kornflexkaka
4 eggjahvítur
200 gr. sykur
2 bollar kornflex
1 tsk. lyftiduft
150 °C í 1 klst. Milli botna ¼ peli rjómi, vanilludropar og 1 msk. sykur.
Peruterta
3 egg
300 gr. sykur
1 dl. heitt vatn
1 tsk. lyftiduft
150 gr. hveiti
Bakið í stóru tertuformi ( Einn botn, krem og perur)
Krem
2 eggjarauður
1 bolli flórsykur
1 stk. suðusúkkulaði-brætt
2 dl. rjómi-þeyttur
Eggjarauður og flórsykur þeytt saman. Brætt súkkulaði (passa hita) og rjóma hrært út í.
Heilhveiti Svampbotn
3 egg
150 gr. púðursykur
150 gr. heilhveiti
1 ½ tsk. lyftiduft
Bakist við 180-200°C í c.a. 20-30 mín. Botninn bleyttur með safa. Rjómi og sulta sett á milli botnana. Rjómi settur ofan á, ásamt skreytingu.
Rabbabarapæ, uppskrift frá Finnlandi.
½ kg. rabbabari
2 dl. sykur
100 gr. smjörlíki
½ dl. sykur
2 dl. hveiti
Aðferð: Rabbabari settur í eldfast mót og sykri stráð yfir að vild. Smjörlíki, sykur og hveiti sett í skál og hnoðað og stráð yfir. Bakist við 225°C í rúmar 30 mín. Borið fram með ís og rjóma. Ábyggilega ekki verra að nota púðursykur.
Rósa Aðalsteinsdóttir síung og kát.
Spil og leikir | Breytt 25.9.2008 kl. 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)