Rósa gengin í barndóm

Halló, alló.

Á þriðjudaginn, var Enok Örn frændi minn og Hófi nágranni okkar að leika sér í rennibrautinni sem Enok Örn hafði búið til. Ég ákvað að renna og biðja Enok Örn að taka myndir. Hann vildi endilega taka myndband en það er hægt á myndavélinni minni.

Við ákváðum svo að gera eitthvað skemmtilegt með myndirnar og voru tvö myndbönd sett á YoyTube með hjálp Lindu bloggvinkonu minni og vinkonu.

Á meðan við vorum að læra var oft heilmikið fjör og fjörugar setningar flugu frá Vopnafirði yfir í Grafarvoginn og einnig til baka.

Nú ætlum við að setja myndböndin inná bloggið. Þið sjáið að þið eigið skrítinn bloggfélaga.

Góða skemmtun allir.

 

Kæra Linda. Takk fyrir hjálpina. Vona að þú hafir gaman af þessu líka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Þú ert flottust, og engin hefur hlátur eins og þú, nema kannski sá stutti sem er á upptökuvélinni.

bk.

Linda.

Linda, 5.12.2008 kl. 18:42

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Glitter Graphics

Funny Animations Glitter Pictures

ERUM VIÐ EKKI FLOTT???


Sæl Linda mín.

Kærar þakkir fyrir hjálpina. Enok Örn biður að heilsa þér.

Vertu Guði falin.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.12.2008 kl. 18:52

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Flott þetta Rósa!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.12.2008 kl. 19:16

4 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Hheheeh     þetta er alveg grand taka hjá stráknum,mikið hafið þið skemmt ykkur þarna.Já ég get síðan tekið undir með þér Rósa hún Linda okkar leynir á sér og kann ýmis trikk.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 5.12.2008 kl. 19:49

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æðislegt, guð hvað ég öfunda þig, frjáls eins og fuglinn flýgur niður brekkur eins og ekkert sé.  Knús á þig og ljúfa helgi

Ásdís Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 21:01

6 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

Það er nú ekki eins og þessi stelpa sé fimmtug á videoinu.... alveg eins og unglingur... hehehe

flott kona á ferðinni þarna

knús norður

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 5.12.2008 kl. 21:13

7 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Hei Rósa mín  flott hjá ykkur, hláturinn þinn og frænda þíns svo ynnilegur. Jarðskjálfti á Vopnafirði ha ha.  Vertu svona áfram.  Akkurat eins og ég hafði gert mér í hugarlund.  Hress og einlæg.  Sannkallaður engill.     Guð veri með þér og þínum kæra vina.                          Kærleikskv. Sirrý.

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 5.12.2008 kl. 21:14

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Takk fyrir innlitið.

Guðsteinn minn, takk fyrir hólið. Þetta var virkilega gaman og ég skemmti mér oft vel þegar við Enok Örn vorum að tala við Lindu. Það var oft skrautlegt. Hann kunni alveg að skemmta okkur. Takk fyrir símtalið í dag. Ég er búin að hlægja og hlægja í allan dag út af þessu rauða slysi.

Úlli minn, Enok Örn er flottur. Kalla hann Örninn minn. Enok Örn og ég söfnuðum flöskum fyrir nokkrum árum og lögðu inn. Hann var að safna sér fyrir upptökuvél. Við notum hana næst þegar við tökum myndband. Ég ætlaði bara að biðja hann að taka myndir af þessu fjöri en úr varð nokkur myndbönd. Hann hefur tekið upp bæði í skólanum og eins uppí í kirkju. Hann er bara á tófta ári og lofar góðu. Linda hún er sko mjög flink og hún kenndi okkur að setja myndböndin inná youtube og þaðan inná bloggið.

Ásdís mín, já þarna gat ég flogið í áttina að Erninum mínum sem var að mana mig og mana en ég átti nú hugmyndina af þessu og við sjáum ekki eftir þessu ævintýri. Næst notum við upptökuvélina hans. Erum að hugsa um að gera kannski eitthvað skemmtilegt fyrir jól og þá auðvita að setja myndbandið á bloggið. Vona að þetta takist hjá okkur.

Hanna mín, ég er allavega ung í anda. Við Hófí vorum að renna okkur. Fjörutíu ára aldursmunur en sú eldri gaf hinni ekkert eftir.  Við skellum okkur kannski saman í Bláfjöll einhvern tímann? Það er alveg tími til komin að rifja upp að fara á skíði.

Sirrý mín, við misstum okkur alveg í að hlæja. Ég rann svo hratt svo það voru læti í mér. Veit ekki alveg hvert hjartað ætlaði en sem betur fer slær það eðlilega núna. Þetta var æðislegt og nú hef ég sýnt ykkur hlið á mér sem er spaugileg. Ég ætla að reyna að vera ég sjálf. En oft þarf kjark en auðvita á ég ekkert að vera að hugsa um fólk sem vill hneykslast. Verð bara að ná út úr lífinu því besta.

Guð veri með ykkur nún um helgina og um alla framtíð.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.12.2008 kl. 22:06

9 identicon

Sæl Rósa.

Þetta var flott,en hvenær kemur FALLHLÍFARSTÖKKIÐ ég bíð spenntur

Kær kveðja/Shalom

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 22:33

10 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Þetta var skemmtilegt, það er gaman að skemmta sér. Þú veist að við yngjumst upp við að skemmta okkur og hlægja. Guð blessi þig í Jesú nafni Amen.

Aðalbjörn Leifsson, 5.12.2008 kl. 23:05

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir strákar og takk fyrir inntið.

Þórarinn minn, hörku flott en ég veit nú ekki með fallhlífarstökk. Held að hjarta mitt  þoli það alls ekki.

Alli minn, við nutum þess að vera til, ég, Enok Örn og Hófí. Það var virkilega gaman hjá okkur.

Guð blessi ykkur og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.12.2008 kl. 23:21

12 identicon

Flott

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 00:28

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þið eru alveg frábærar þú Rósa og Linda! Og takk fyrir "slide-showin" sem ég hef fengið frá þér Rósa. Þau eru virkilegt umhugsunarefni.

Til Rósu og Lindu: "Gleymið ekki gestrisninni því vegna hennar hafa sumir hýst engla án þess að vita" Hebr. 13,2.

Óskar Arnórsson, 6.12.2008 kl. 03:36

14 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þetta var frábært myndband af þér elsku Rósa, altaf svo gaman að heira þig hlægja. Guð blessi þig Rósa mín

Kristín Gunnarsdóttir, 6.12.2008 kl. 09:52

15 Smámynd: Flower

Get því miður ekki skoðað þetta þar sem það er dýrt með þessa nettengingu að skoða erlent niðurhal, en ég sem er að skríða á fertugsaldur myndi ekki slá hendinni á móti því að renna mér niður brekku væri tækifæri fyrir hendi. Ég renni mér hins vegar á vélsleða sem er líklega leikfang sem hæfir mínum aldri Það er hreinlega stórkostlegt að vera uppi á fjöllum svona í mars eða apríl þegar birtu er farið að njóta og það er gott veður. Þá finnur maður örlítið fyrir stórfengleika sköpunarverksins.

Flower, 6.12.2008 kl. 10:50

16 Smámynd: Linda

hæ Rósa mín gaman að sjá þessar undirtektir.

bk.

Linda

ps.  Mér ætlast að takast að forfallast úr þessari bænagöngu, er skrítin í lungum og ekki nægilega frísk. Get ekki hugsað mér að fá þessu andstyggilegu kvef pest sem er að ganga..  En ég fór í fyrra og það var fyrsta gangan og ótrúlega gaman, ég vona að sem flestir fari og taki myndir.

Linda, 6.12.2008 kl. 11:17

17 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.12.2008 kl. 23:19

18 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Takk fyrir innlitið

Í dag fór ég í Bænagöngu og hlustaði á Lindina í leiðinni. Ég lagði af stað áður en útsendingin hófst við Hallgrímskirkju. Þar voru margir mættir til að fara í Bænagöngu niður Skólavörðustíginn, Bankastrætið, Lækjargötu og á Austurvöll. Þar var beðið fyrir landi og þjóð og ýmsum bænarefnum sem virkilega þarf að biðja markvisst fyrir á næstunni.

Á meðan ég var að hlusta á Lindina fór ég uppá Bænaklettinn og þar hafði ég bænastund. Eftir Bænagönguna fór ég uppí kirkju og var aðeins að hjálpa til við undirbúning fyrir söngsamkomu í kvöld.

Við fengum nefnilega heimsókn frá Akureyrir og vorum með söngsamkomu. Samkoman var frábær og svo fengum við okkur heitt súkkulaði, smákökur og konfekt. Við leggjum ekkert af í dag.  

Það er komin hláka en rennibrautin er ennþá uppistandandi þannig að það væri hægt að renna sér en hún er ekki eins mjúk og það gætu komið marblettir. 

Birna mín, takk fyrir innlitið.

Óskar minn, ekki veitir af að minna á að við eigum að vera gestrisin. Hér hafa margir fengið að gista í gegnum tíðina og vonandi eigum við eftir að hýsa fleiri. Vonandi hafa englar gist hér. Við Vopnfirðingar værum ánægð að fá slíka heimsókn.

Kristín mín, þetta var svo skemmtilegt og ég hló og hló. Enok Örn var svo fyndinn við upptökurnar. Var að mana mig, þú þorir, þú þorir sagði hann. Þá var ég bara að setja upp gleraugun til að sjá hvernig brautin væri því það er hlykkur á henni. Eins gott að passa að renna ekki út úr brautinni. Enok Örn var mjög ánægður með brautina að hún hafði ekkert skemmst þó ég væri búin að renna.  Brautin er greinilega sterklega gerð sagði hann.

Flower mín, ég get ímyndað mér að það sé dásamlegt að fara á vélsleða uppá fjöll og njóta fegurðarinnar.

Linda mín, leit að heyra að þú sért komin með einhverja pest. En og aftur, takk fyrir þinn hluta af þessu.

Ruslana mín, takk fyrir það. Hef gaman af sprelli og þá er stutt í hláturinn.

Megi almáttugur Guð vera með ykkur öllum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.12.2008 kl. 23:32

21 identicon

Hehehehe.....þetta voru flott myndbönd!!!! Gaman þegar fólk er svona frjálst og varðveitir barnið í sér!!!!

Knús á þig Rósa frænka og frændfólkið mitt þarna í snjónum!!!

Ása (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 11:32

22 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælar stelpur

Linda mín, takk fyrir innlitið.

Ása mín, það er yndislegt þegar maður er frjáls. Ég er svo þakklát fyrir þá sönnu gleði sem ég eignaðist þegar ég gaf Jesú hjartað mitt þegar ég var 13 ára.

"En Jesús sagði: "Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er himnaríki." Matt. 19:14.

"Blindir og haltir komu til hans í helgidóminum, og hann læknaði þá. Æðstu prestarnir og fræðimennirnir sáu dásemdarverkin, sem hann gjörði, og heyrðu börnin hrópa í helgidóminum: "Hósanna syni Davíðs!" Þeir urðu gramir við og sögðu við hann: "Heyrir þú, hvað þau segja?" Jesús svaraði þeim: "Já, hafið þér aldrei lesið þetta: ,Af barna munni og brjóstmylkinga býrðu þér lof." Matt. 21. 14.-16.

Guð blessi ykkur og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.12.2008 kl. 13:11

23 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Mæli með þér í atvinnumennsku í þessari grein.

Kristinn Ásgrímsson, 7.12.2008 kl. 20:34

24 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Heyrðu stelpa flotta fína.
Nú ætlar Ruv að skera niður innlent efni...ég sé klárlega að hér er á ferðinni ný stjarna sem hlær með hjartanu og lætur vaða. Reglulega skemmtilegt  en stutt myndband.
Rósa þú ert frábær stelpa.

Hvað næst?

Vinkona þín í Garðabænum.

Helena

Helena Leifsdóttir, 7.12.2008 kl. 23:24

25 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ertu með Firefox Erlingur?

Óskar Arnórsson, 8.12.2008 kl. 02:18

26 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Svona á að skemmta sér, þetta er lífið

Ég vaknaði í morgun og leit út um gluggann minn og allt á kafi í snjó í firðinum, nú er bara að finna brekku, vá hvað það er orðið jólalegt!

bkv og knúsRósa mín.

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 8.12.2008 kl. 11:32

27 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gaman að sjá þig á myndbandinu  Rósa mín og ég skellihló. Hafðu það gott elskan.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.12.2008 kl. 11:58

28 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.

Kiddi minn, verð að hugsa þetta með atvinnumennskuna.  

Helena mín, slæmt að RUV ætli að sker niðurinnlent efni. Við sem vorum að hugsa um að fara á samningafund hjá RUV!! Næst verðum við með nýtt forriti og þá klippum við saman öll myndböndin. Kannski gerðum við jólamyndband. Það er í nefnd!! Flott að vera kölluð stelpa!!!

Erlingur, ef ég er inná Firefoox og ætla að kíkja á myndbönd þá get ég það ekki. En ég get horft á öll myndbönd á internet explorer.

Óskar minn, takk fyrir hjálpina.

Bryndís mín, við verðum að skemmta okkur. Við kunnum það nú þegar við erum saman. Þetta var virkilega hressandi. Enok Örn man ekki þegar ég renndi mér fyrir nokkrum árum í brautinni sem þeir feðgar höfðu búið til svo þetta varð ennþá meira spennandi fyrir hann. Að sjá Rósu frænku sína renna niður brautina var alveg meiriháttar. Þú heyrir hvað hann skemmtir sér vel. Hann var alveg í essinu sínu. Hann er svo mikill sólargeisli fyrir mig. Ég er svo þakklát Guði að eiga hann.

Katla mín, gaman af þessu. Ég bara mátt til að sýna ykkur hverslags bloggfélaga þið eigið í raun. Bloggfélaga sem hef gaman að allskyns uppátækjum og bulli.

Megi almátugur Guð blessa ykkur öll.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.12.2008 kl. 13:04

29 identicon

Þú ert flottust Rósa. Gaman að sjá myndir frá Vopnafirði hálf öfunda ykkur af snjónum bara drulla hér í borginni.

 Kveðja Davíð.

Davíð (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 18:32

30 Smámynd: Kristín Ketilsdóttir

FRÁBÆRT HJÁ ÞÉR RÓSA . ÞÚ RENNDIR ÞÉR INN Í BARNDÓMINN MEÐ MIKILLI LIST! 

Ég var á Vopnafirði í tvö sumur á síldarárunum þá var ég 13 og 14.ára þega faðir minn var að vinna við að setja upp síldaverksmiðjuna þar og við bjuggum fyrsta árið að Vogum og annað árið ég held að húsið hafi heitið Baldursheimar þetta voru mér ógleymanleg sumur og ég saltaði og saltaði!

Kristín Ketilsdóttir, 9.12.2008 kl. 20:50

31 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.

Davíð minn, takk fyrir það. Þetta var svo gaman. Bryndís var nú að segja mér að það hafi komið snór í gærmorgunn til ykkar en kannski búin að koma þíða og þá skemmist allt. Leiðinlegir þessir umhleypingar. Það kom hláka hér á laugardaginn  og brautin hans Enoks er ekki eins góð eins og þegar ég var að renna mér en vonandi kemur meiri snjór og þá er hægt að renna sér aftur.

Kristín mín, gaman af þessu. Gaman að heyra að þú hafir átt heima á Vopnafirði í denn. Ég prufaði aðeins að salta líka en ég var nú ekki há í loftinu og yfirleitt saltaði ég í eina tunnu en mest  tvær. Þá voru þær hæðstu með tuttugu tunnur þannig að ég hef kannski verið í fimm tíma törn þarna og bara sjö ára. Ég skil ekkert í því að við krakkarnir skildum ekki fara á eftir síldinni ofaní tunnuna þegar við vorum að raða fyrstu lögunum. Ég man að ég lá á tunnunni og svo teygði ég mig eins og ég gat ofaní botninn með síldina. Þetta var ekki beint létt en svaka spennandi fyrir okkur.

Guð blessi ykkur Davíð og Kristín.

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.12.2008 kl. 22:27

32 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Góðan daginn elsku vinkona og ljúfar kveðjur:):)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.12.2008 kl. 10:02

33 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Linda mín.

Takk fyrir innlitið og góðar kveðjur.

Vertu Guði falin.

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.12.2008 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband