Gjafir Andans - Náðargjafirnar.


Christian Glitter by www.christianglitter.com

 

Gjafir Andans - Náðargjafirnar.

Eftir Michael Harper

Þýðandi ókunnur.

 

Biblíulestur úr enska blaðinu „RENEWAL." Biblíulestur sem mun fjalla um ýmsar hliðar á endurnýjun í Heilögum Anda.

Heppilegt til notkunar fyrir hópa eða einstaklinga.

•1.      Hvað eru náðargjafir?

Þeim er lýst í 1. Kor. 12:1 - 11.*   

1) En svo ég minnist á gáfur andans, bræður, þá vil ég ekki að þér séuð fáfróðir um þær.

2) Þér vitið, að þegar þér voruð heiðingjar, þá létuð þér leiða yður til mállausra skurðgoðanna, rétt eins og verkast vildi.

3) Fyrir því læt ég yður vita, að enginn, sem talar af Guðs anda, segir: ,,Bölvaður sé Jesús!"  og enginn getur sagt: ,,Jesús er Drottinn!"  nema af heilögum anda.

4) Mismunur er á náðargáfum, en andinn er hinn sami,

5) og mismunur er á embættum, en Drottinn hinn sami,

6) og mismunur er á hæfileikum að framkvæma, en Guð hinn sami, sem öllu kemur til leiðar í öllum.

7) Andinn opinberast í sérhverjum til þess, sem gagnlegt er.

8) Einum er fyrir andann gefið að mæla af speki, öðrum að mæla af þekkingu í krafti sama anda.

9) Hinn sami andi veitir einum trú, öðrum lækningagáfu

10) og öðrum kraft til að framkvæma undur. Einn fær spádómsgáfu, annar hæfileika að greina anda, einn að tala tungum og annar að útleggja tungutal.

11) En öllu þessu kemur til leiðar eini og sami andinn, og hann útbýtir hverjum einum eftir vild sinni."

a) Andagáfur: (andlegar gáfur, grískar: Pneumatika, 1. Kor. 12: 1.*

Biblían greinir á milli hins náttúrulega og hins andlega. Orðið „yfirnáttúrulegur" á sér ekki hliðstæðu úr gríska Nýja testamentinu. Þó að gjafir andans starfi gegnum mannlegt eðli okkar, þá eru þær andlegar, sem, þýðir að þær eru guðdómlegar að uppruna en ekki mannlegar. Sjá spurningu nr. 4 til nánari útskýringar.

Gáfur, gjafir: (gr. Charismata), 1 Kor. 12: 4,9.*  Þær eru gjafir Guðs, gefnar ókeypis, en ekki fyrir verðleika okkar.

Embætti: (þjónustur, gr. Diakoniai), 1. Kor. 12: 5.* Tilgangurinn með veitingu þeirra er þjónusta við aðra, en ekki fyrst og fremst að veita okkur blessun. En þar sem „sælla er að gefa en þiggja" Post. 20:35, njótum við góðs af um leið og við þjónum öðrum á þennan hátt.

„Í öllu sýndi ég yður, að með því að vinna þannig ber oss að annast óstyrka og minnast orða Drottins Jesú, að hann sjálfur sagði: ,Sælla er að gefa en þiggja." Post. 20: 35.

Framkvæmdir: (kraftaverk, gr. Energemata), 1. Kor. 12: 6.* Hér er fyrst og fremst um að ræða augnabliks „kraftaverkareynslu" við sérstakar kringumstæður, en síður sem varanlega hæfileika. Guðdómleg orka leysis úr læðingi á þennan hátt.

Opinberun Andans: (gr. Phanerosis), 1.Kor. 12: 7.* Slíkar opinberanir hafa varanleg og greinanleg áhrif á fólk eða kringumstæður. Líkt og á Hvítasunnudag  „heyrir fólk og sér Guð að verki" Post. 2: 33.

Nú er hann upp hafinn til Guðs hægri handar og hefur af föðurnum tekið við Heilögum Anda, sem fyrirheitið var, og úthellt honum, eins og þér sjáið og heyrið." Post. 2: 33.

Náðargjafir eru ákveðnar framkvæmdir (gr. Energemata) sem eru faldar mönnum af Heilögum Anda (pneumatika) og veitast þeim ókeypis (charismata) og opinberast (phanerosis) í gegnum mannleg skilningsvit (t.d. huga, munn hendur) til að þjóna öðrum mönnum (diakoniai) þeim til blessunar og Guði til dýrðar.

         b) Mismunandi náðargjafir; sem nefndar eru í Nýja Testamentinu:

Í 1. Kor. 12: 8.-10.* Eru nefndar 9 gjafir, þ.e, mæla af speki, mæla af þekkingu, trú, lækningagáfur, framkvæmdir kraftaverka, spámannleg gáfa, greining anda, tungutal og útlegging tungna.

Í 1. Kor. 7.7.-9. er talað um hjónaband og einlífi sem náðargjafir.

En þess óska ég, að allir menn væru eins og ég er sjálfur, en hver hefur sína náðargjöf frá Guði, einn þessa og annar hina. Hinum ókvæntu og ekkjunum segi ég, að þeim er best að halda áfram að vera ein eins og égWoundering Sleeping Woundering  En hafi þau ekki taumhald á sjálfum sér, þá gangi þau í hjónaband, því að betra er að ganga í hjónaband en að brenna af girnd."

Í Róm. 12: 7.-8. Nefnir auk áðurnefndra náðargjafa: þjónustu, kennslu, áminningu, útbýtingu, forstöðu og iðkun miskunnsemi.

„Sé það þjónusta, skulum vér þjóna. Sá sem kennir, hann kenni, sá sem áminnir, hann áminni. Sá sem útbýtir gjöfum, gjöri það í einlægni. Sá sem veitir forstöðu, sé kostgæfinn og sá sem iðkar miskunnsemi, gjöri það með gleði." Róm. 12: 7.-8.

Efes. 4: 11. Postular, spámenn, trúboðar, hirðar, kennarar.

„Og frá honum er sú gjöf komin, að sumir eru postular, sumir spámenn, sumir trúboðar, sumir hirðar og kennarar." Efes. 4: 11.

c) Aðrar gjafir:

Nýja Testamentið gefur okkur ekki tæmandi lista yfir hinar ýmsu gjafir Heilags Anda. T.d. má nefna tónlist, þegar einstaklingi er gefið bæði lag og ljóð í lofsöng til Guðs, en slíkt er ekki nefnt sem sérstök náðargjöf í Nýja Testamentinu.

Náðargjafirnar koma ekki fram sem óskeikull boðskapur eða gjörðir hjá einstaklingum. Þær eiga að koma fram innan og í réttu samhengi í söfnuðinum, sem veitir réttan aga og einnig öryggi. Þeir sem bera fram opinberanir af Heilögum Anda (í orði og verki) á annan hátt, verða alltaf að vera undirgefnir t.d. öldungum og leiðtogum.

•2.      Hvaða hlutverki gegna náðargjafirnar?

Þegar þessar gjafir eru ósviknar (innblásnar af Anda Guðs), réttilega iðkaðar og þeim veitt viðtaka með þakklæti, gerist eftirfarandi.

  • a) Náðargjafirnar vegsama Krist:

„Hann mun gjöra mig dýrlegan, því af mínu mun hann taka og kunngjöra yður. Allt sem faðirinn á, er mitt. Því sagði ég, að hann tæki af mínu og kunngjörði yður." Jóh. 16. 14.-15.

Fyrst Guð gaf þeim nú sömu gjöf og oss, er vér tókum trú á Drottin Jesú Krist, hvernig var ég þá þess umkominn að standa gegn Guði?" Þegar þeir heyrðu þetta, stilltust þeir, og þeir vegsömuðu Guð og sögðu: ,,Guð hefur þá einnig gefið heiðingjunum afturhvarf til lífs." Post. 11. 17.-18.

        b) Þær sannfæra heiminn um sannleikann:

„Hann mun gjöra mig dýrlegan, því af mínu mun hann taka og kunngjöra yður. Allt sem faðirinn á, er mitt. Því sagði ég, að hann tæki af mínu og kunngjörði yður." Jóh. 16: 13.

„Fyrst Guð gaf þeim nú sömu gjöf og oss, er vér tókum trú á Drottin Jesú Krist, hvernig var ég þá þess umkominn að standa gegn Guði?" Þegar þeir heyrðu þetta, stilltust þeir, og þeir vegsömuðu Guð og sögðu: ,,Guð hefur þá einnig gefið heiðingjunum afturhvarf til lífs." Mark. 16: 17.-18.

„Þeir voru allir furðu lostnir og ráðalausir og sögðu hver við annan: ,,Hvað getur þetta verið?" En aðrir höfðu að spotti og sögðu: ,,Þeir eru drukknir af sætu víni." Post. 2: 12.-13.

,,Hvað eigum vér að gjöra við þessa menn? Því að augljóst er öllum Jerúsalembúum, að ótvírætt tákn er orðið af þeirra völdum. Vér getum ekki neitað því." Post. 4: 16.

„Stefán var fullur af náð og krafti og gjörði undur og tákn mikil meðal fólksins." Post. 6: 8.

„Þegar landstjórinn sá þennan atburð, varð hann gagntekinn af kenningu Drottins og tók trú." Post. 13: 12.

  • c) Leiðbeina söfnuðinum í útnefningu starfsmanna:

„Í söfnuðinum í Antíokkíu voru spámenn og kennarar. Þar voru þeir Barnabas, Símeon, nefndur Níger, Lúkíus frá Kýrene, Manaen, samfóstri Heródesar fjórðungsstjóra, og Sál. Eitt sinn er þeir voru að þjóna Drottni og föstuðu sagði heilagur andi: ,,Skiljið frá mér til handa þá Barnabas og Sál til þess verks, sem ég hef kallað þá til." Síðan föstuðu þeir og báðust fyrir, lögðu hendur yfir þá og létu þá fara." Post. 13:  1.-3.

„Þetta er það, sem ég minni þig á, barnið mitt, Tímóteus, með þau spádómsorð í huga, sem áður voru yfir þér töluð. Samkvæmt þeim skalt þú berjast hinni góðu baráttu, í trú og með góðri samvisku." 1. Tím. 1: 18.

Og í trúboði: „Þeir fóru um Frýgíu og Galataland, því heilagur andi varnaði þeim að boða orðið í Asíu." Post. 16: 6.

Stundum veitist náðargjafirnar (staðfesting), en sérhver ætti þó að fara með gát í þessu. Við eigum. Við eigum fyrst og fremst að beygja okkur undir þá handleiðslu sem söfnuðurinn í heild veitir í visku og vilja, nema í mjög persónulegum málefnum.

  • d) Náðargjafirnar uppbyggja söfnuðinn (og einstaklinginn, þegar hann talar í tungum.

„Ávallt þakka ég Guði mínum yðar vegna fyrir þá náð, sem hann hefur gefið yður í Kristi Jesú." 1. Kor. 14: 4.

  • e) Þær lækna,m sál og anda: Lestu um lækningarstarfið í söfnuðinum skv. Frásögum Postulasögunnar.

Náðargjafirnar bæta ekki við hina eilífu opinberun Guðs í Ritningunum. Þær eru heldur ekki merki um helgun.

•3.      Hjá hverjum koma náðargjafirnar fram?

Í raun og veru er því þannig varið að náðargjafirnar eru ekki eign okkar, heldur notum við þær, „höfum þær að láni." Hjá hverjum koma þær fram?

Kristnum mönnum almennt: Sérhver limur á líkama Krists hefur aðgang að slíkri yfirnáttúrulegri hjálp, sem birtist í gjöf Andans.

„Andinn opinberast í sérhverjum til þess, sem gagnlegt er. Einum er fyrir andann gefið að mæla af speki, öðrum að mæla af þekkingu í krafti sama anda. Hinn sami andi veitir einum trú, öðrum lækningagáfu og öðrum kraft til að framkvæma undur. Einn fær spádómsgáfu, annar hæfileika að greina anda, einn að tala tungum og annar að útleggja tungutal. En öllu þessu kemur til leiðar eini og sami andinn, og hann útbýtir hverjum einum eftir vild sinni." 12: 7.-11.

Leiðtogum safnaðarins. Slíkir menn öðlast sérstakar náðar-gjafir til þess að geta innt af hendi sitt ábyrgðarmikla hlutverki í söfnuðinum.

„Vanræktu ekki náðargjöfina þína, sem var gefin þér að tilvísan spámanna og með handayfirlagningu öldunganna." 1. Tím. 4: 14.

„Postulatákn voru gjörð á meðal yðar af mikilli þrautseigju, tákn, undur og kraftaverk."

2. Kor. 12: 12.

„Ótta setti að hverjum manni, en mörg undur og tákn gjörðust fyrir hendur postulanna."

Post. 2: 43.

„En vantrúa Gyðingar vöktu æsing með heiðingjum og illan hug gegn bræðrunum."

Post 14: 2.

Hjá vantrúuðum: Við getum ekki fundið neina frásögn í Nýja testamentinu þar sem kemur fram að vantrúaðir menn (ekki kristnir) hafi notað ósviknar gjafir af Heilögum Anda, þrátt fyrir að okkur sé gefin aðvörun um „allskonar kraft og tákn og undur lyginnar."Þér munið, bræður, eftir erfiði voru og striti: Vér unnum nótt og dag, til þess að vera ekki neinum yðar til þyngsla, um leið og vér prédikuðum fyrir yður fagnaðarerindi Guðs."1. Þess. 2: 9.

En í Gamla testamentinu lesum við hins vegar um t.d. Bíleam, sem spáði* og um Kýrus, sem Drottinn „smurði"* en hvorugur þessara manna var barn Gyðinga-sáttmálans. Viðhorf okkar ætti því að vera sama og Jesú Krists, er hann var spurður um þetta atriði af lærisveinum sínum. Hann svaraði: „Jóhannes tók til máls:

*"Þegar Bíleam sá, að það var gott í augum Guðs að blessa Ísrael, gekk hann ekki burt eins og í fyrri skiptin til að leita spáfrétta, heldur hélt á leið til eyðimerkurinnar. Og er Bíleam hóf upp augu sín og sá Ísrael, þar sem hann lá í herbúðum eftir kynkvíslum sínum, kom andi Guðs yfir hann. Flutti hann þá kvæði sitt og mælti: Svo mælir Bíleam Beórsson, svo mælir maðurinn, sem byrgð hefir augun. Svo mælir hann, sem heyrir orð Guðs, sem sér sýn Hins Almáttuga, hnígandi niður og með upp loknum augum: Hve fögur eru tjöld þín, Jakob! bústaðir þínir, Ísrael! Eins og víðir árdalir, eins og aldingarðar á fljótsbökkum, eins og alóetré, er Drottinn hefir gróðursett, eins og sedrustré við vötn. Vatn rennur úr skjólum hans, og sáð hans hefir nægt vatn. Konungur hans mun meiri verða en Agag, og konungdómur hans mun verða vegsamlegur. Sá Guð, sem leiddi hann af Egyptalandi, er honum sem horn vísundarins. Hann upp etur óvinaþjóðir, og bein þeirra brýtur hann og nístir þá með örvum sínum. Hann leggst niður, hvílist sem ljón og sem ljónynja, - hver þorir að reka hann á fætur? Blessaður sé hver sá, sem blessar þig, en bölvaður sé hver sá, sem bölvar þér." 4. Mós. 24: 1.-9.

*"Svo segir Drottinn við sinn smurða, við Kýrus, sem ég held í hægri höndina á, til þess að leggja að velli þjóðir fyrir augliti hans og spretta belti af lendum konunganna, til þess að opna fyrir honum dyrnar og til þess að borgarhliðin verði eigi lokuð:" Jes. 45: 1.

*,,Meistari, vér sáum mann reka út illa anda í þínu nafni, og vildum vér varna honum þess, af því að hann fylgir oss ekki." En Jesús sagði við hann: ,,Varnið þess ekki. Sá sem er ekki á móti yður, er með yður." Lúk. 9: 49-50.

4. Hvernig koma náðargjafirnar fram?

  • a) Þær starfa í gegnum mannlegt eðli fyrir frumkvæði og kraft Heilags Anda:

Heilagur Andi notar hin venjulegu sálrænu og huglægu skilningarvit til þess að koma áleiðis eigin hugsunum. Orð hans koma frá vörum okkar og máttar hans um hendur okkar. Guð notar þannig mannlegt hold. Hann getur einnig gengið alveg framhjá því, en kýs þó sjaldan að gera slíkt. Þess vegna er það jafnan svo, að okkar mannlega eðli, menningarlegi bakgrunnur og hefðir koma skýrt fram í því sem við segjum og gerum og hvernig við förum að.

  • b) Gjafir andans koma fyrst upp í anda mannsins, en ekki í huga eða sálu hans:

„Því að ef ég biðst fyrir með tungu, þá biður andi minn, en skilningur minn ber engan ávöxt." 1. Kor. 14: 14. Eiginl. liggur ónotaður.

Hugur okkar, vilji og tilfinningar gegna áfram sínu hlutverki, en frumkvæmið kemur ekki þaðan, heldur frá anda okkar. Heilagur Andi sem er sameinaður anda okkar, (ef við erum kristin), mun leiðbeina okkur og stýra til að tala eða framkvæma og þá koma náðargjafirnar fram.

  • c) Skilyrði þess að gjafirnar verði til blessunar í verki:
  • 1) Á vöxtur Andans:

Kærleikur: Án hans er allt gagnlaust. *1. Kor. 13. Sjá neðst.

Gleði:  Hjá þeim sem notar gjafirnar og einnig þeim sem taka á móti. „Eitt sinn er þeir voru að þjóna Drottni og föstuðu sagði heilagur andi: ,,Skiljið frá mér til handa þá Barnabas og Sál til þess verks, sem ég hef kallað þá til." Post. 13: 2.

Friður„Því að Guð er Guð friðarins en ekki truflunarinnar." 1. Kor. 14: 33.a.

Langlyndi:  (þolinmæði) Við gefum tíma til þess að náðargjafir komi fram. Post. 13: 2.

Gæska: (gr. chrestotes). Þetta hefur m.a. sömu þýðingu og kemur fram í Matt. 11: 30. „Mitt ok er indælt (auðvelt) og byrði mín létt." Þegar Guð framkvæmir hlutina verður allt auðvelt.

Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar. Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt." Matt. 11: 30.

Góðvild: Sá andi er við látum leiðast af er við gefum öðrum. „Því að ég þrái að sjá yður, til þess að ég fái veitt yður hlutdeild í andlegri náðargjöf, svo að þér styrkist, eða réttara sagt: Svo að vér getum uppörvast saman fyrir hina sameiginlegu trú, yðar og mína."Róm.1: 11.-12.

Trúmennska:  Án hennar koma gjafir Andans ekki fram, því táknin fylgja þeim sem trúa.

„En þessi tákn munu fylgja þeim, er trúa: Í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum."  Mark. 16.-17.

Hógværð:  Sem þvingar vilja sínum upp á aðra:

Þjónn Drottins á ekki að eiga í ófriði, heldur á hann að vera ljúfur við alla, góður fræðari, þolinn í þrautum, hógvær er hann agar þá, sem skipast í móti. Guð kynni að gefa þeim sinnaskipti, sem leiddi þá til þekkingar á sannleikanum, þá gætu þeir endurvitkast og losnað úr snöru djöfulsins, sem hefur veitt þá til að gjöra hans vilja." 2. Tím. 2: 24.-26.

Nei, vér vorum mildir yðar á meðal, eins og móðir, sem hlúir að börnum sínum. Slíkt kærleiksþel bárum vér til yðar, að vér vildum glaðir gefa yður ekki einungis fagnaðarerindi Guðs, heldur og vort eigið líf því að þér voruð orðnir oss ástfólgnir." 1. Þess. 2: 7.-8.

Bindindi: (sjálfstjórn) Náðargjafirnar eru ekki notaðar fyrir þvingun, því heilagur Andi er ekki andi nauðgunar. Við erum aldrei neydd til þess að nota náðargjafirnar. „Andar spámanna eru spámönnum undirgefnir, því að Guð er ekki Guð truflunarinnar, heldur friðarins." 1. Kor. 14: 32.-33a. Því að ekki gaf Guð oss anda hugleysis, heldur anda máttar og kærleiks og stillingar. 2. Tím. 3: 7.

  • 2) Hlýðni:

Hlýðni við Guð: Heilagur Andi er gefinn þeim sem hlýða Guði við hvorn annan. „Vér erum vottar alls þessa, og heilagur andi, sem Guð hefur gefið þeim, er honum hlýða." Post. 5: 32.

Hlýðni við hvorn annan: Lestu gaumgæfilega það sem Páll segir í 1. Kor. 14: 33.-40. „Andar spámanna eru spámönnum undirgefnir, því að Guð er ekki Guð truflunarinnar, heldur friðarins. Eins og í öllum söfnuðum hinna heilögu skulu konur þegja Whistling  á safnaðarsamkomunum, Wink því að ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær vera undirgefnar, GetLost Grin GetLost  eins og líka lögmálið segir. En ef þær vilja fræðast um eitthvað, þá skulu þær spyrja eiginmenn sína heima. Því að það er ósæmilegt fyrir konu að tala á safnaðarsamkomu. (Ahaha)  Eða er Guðs orð frá yður komið? Eða er það komið til yðar einna? Ef nokkur þykist spámaður vera eða gæddur gáfum andans, hann skynji, að það, sem ég skrifa yður, er boðorð Drottins. Vilji einhver ekki við það kannast, þá verður ekki við hann kannast. Þess vegna, bræður mínir, sækist eftir spádómsgáfunni og aftrið því ekki, að talað sé tungum. En allt fari sómasamlega fram og með reglu."

  • d) Eftirfarandi getur hindrað blessunina sem á að fylgja náðargjöfunum:

Skortur á ávexti Andans, einkum kærleikanum. *1. Kor. 13. Sjá neðst.

Þrjóskur og svikafullur andi: (spillt hugarfar) „En maður nokkur, Ananías að nafni, seldi ásamt Saffíru, konu sinni, eign og dró undan af verðinu með vitund konu sinnar, en kom með nokkuð af því og lagði fyrir fætur postulanna. En Pétur mælti: ,,Ananías, hví fyllti Satan hjarta þitt, svo að þú laugst að heilögum anda og dróst undan af verði lands þíns? Var landið ekki þitt, meðan þú áttir það, og var ekki andvirði þess á þínu valdi? Hvernig gastu þá látið þér hugkvæmast slíkt tiltæki? Ekki hefur þú logið að mönnum, heldur Guði." Þegar Ananías heyrði þetta, féll hann niður og gaf upp öndina, og miklum ótta sló á alla þá, sem heyrðu. En ungu mennirnir stóðu upp og bjuggu um hann, báru hann út og jörðuðu. Að liðnum svo sem þrem stundum kom kona hans inn og vissi ekki, hvað við hafði borið. Þá spurði Pétur hana: ,,Seg mér, selduð þið jörðina fyrir þetta verð?" En hún svaraði: ,,Já, fyrir þetta verð." Pétur mælti þá við hana: ,,Hvernig gátuð þið orðið samþykk um að freista anda Drottins? Þú heyrir við dyrnar fótatak þeirra, sem greftruðu mann þinn. Þeir munu bera þig út." Jafnskjótt féll hún niður við fætur hans og gaf upp öndina. Ungu mennirnir komu inn, fundu hana dauða, báru út og jörðuðu hjá manni hennar. Og miklum ótta sló á allan söfnuðinn og alla, sem heyrðu þetta." Post. 5: 1.-11.

Stolt: Augað getur ekki sagt við höndina: ,,Ég þarfnast þín ekki!" né heldur höfuðið við fæturna: ,,Ég þarfnast ykkar ekki!" 1. Kor. 12: 21.

Öfund: Ef fóturinn segði: ,,Fyrst ég er ekki hönd, heyri ég ekki líkamanum til," þá er hann ekki fyrir það líkamanum óháður. Og ef eyrað segði: ,,Fyrst ég er ekki auga, heyri ég ekki líkamanum til," þá er það ekki þar fyrir líkamanum óháð." 1. Kor. 15.-16.

Afbrýðissemi og sjálfselskufullur metnaður: „Hver er vitur og skynsamur yðar á meðal? Hann láti með góðri hegðun verk sín lýsa hóglátri speki. En ef þér hafið beiskan ofsa og eigingirni í hjarta yðar, þá stærið yður ekki og ljúgið ekki gegn sannleikanum. Sú speki kemur ekki að ofan, heldur er hún jarðnesk, andlaus, djöfulleg. Því hvar sem ofsi og eigingirni er, þar er óstjórn og hvers kyns böl."  Jak. 3: 13.-16.

Beiskja:  Sami maðurinn gerir allt: (einhliða þjónusta) „Ef allur líkaminn væri auga, hvar væri þá heyrnin? Ef hann væri allur heyrn, hvar væri þá ilmanin? En nú hefur Guð sett hvern einstakan lim á líkamann eins og honum þóknaðist. Ef allir limirnir væru einn limur, hvar væri þá líkaminn?" 1. Kor. 12: 17.-19.

Skortur á leiðtogum: „Og frá honum er sú gjöf komin, að sumir eru postular, sumir spámenn, sumir trúboðar, sumir hirðar og kennarar. Þeir eiga að fullkomna hina heilögu og láta þeim þjónustu í té, líkama Krists til uppbyggingar, þangað til vér verðum allir einhuga í trúnni og þekkingunni á syni Guðs, verðum fullþroska og náum vaxtartakmarki Krists fyllingar. Vér eigum ekki að halda áfram að vera börn, sem hrekjast og berast fram og aftur af hverjum kenningarvindi, tæld af slægum mönnum með vélabrögðum villunnar. Vér eigum heldur að ástunda sannleikann í kærleika og vaxa í öllu upp til hans, sem er höfuðið, - Kristur. Hann tengir líkamann saman og heldur honum saman með því að láta sérhverja taug inna sína þjónustu af hendi, allt eftir þeim krafti, sem hann úthlutar hverri þeirra. Þannig lætur hann líkamann vaxa og byggjast upp í kærleika." Efes. 4: 11.-16.

•5.      Hvar koma náðargjafirnar fram?

  • a) Í söfnuðinum.

Hvenær sem fólk Guðs kemur saman til tilbeiðslu, samfélags eða starfa. „Hvernig er það þá, bræður? Þegar þér komið saman, þá hefur hver sitt fram að færa: Sálm, kenningu, opinberun, tungutal, útlistun. Allt skal miða til uppbyggingar."  1. Kor. 14: 26.

„Í söfnuðinum í Antíokkíu voru spámenn og kennarar. Þar voru þeir Barnabas, Símeon, nefndur Níger, Lúkíus frá Kýrene, Manaen, samfóstri Heródesar fjórðungsstjóra, og Sál. Eitt sinn er þeir voru að þjóna Drottni og föstuðu sagði heilagur andi: ,,Skiljið frá mér til handa þá Barnabas og Sál til þess verks, sem ég hef kallað þá til." Síðan föstuðu þeir og báðust fyrir, lögðu hendur yfir þá og létu þá fara." Post. 13. 1.-3.

Hvenær sem við þjónum hverju öðru á samkomum eða í einkasamtölum t.d. sálgæslu.

  • b) Í heiminum:

Hvenær sem við vitnum um Drottin eða erum í kristniboðsferðum: „Þeir fóru nú, sendir af heilögum anda, til Selevkíu og sigldu þaðan til Kýpur. Þegar þeir voru komnir til Salamis, boðuðu þeir orð Guðs í samkunduhúsum Gyðinga. Höfðu þeir og Jóhannes til aðstoðar. Þeir fóru um alla eyna, allt til Pafos. Þar fundu þeir töframann nokkurn og falsspámann, Gyðing, er hét Barjesús. Hann var hjá landstjóranum Sergíusi Páli, hyggnum manni, sem hafði boðað þá Barnabas og Sál á fund sinn og fýsti að heyra Guðs orð. Gegn þeim stóð Elýmas, töframaðurinn, en svo er nafn hans útlagt. Reyndi hann að gjöra landstjórann fráhverfan trúnni. En Sál, sem og er nefndur Páll, hvessti á hann augun og sagði, fylltur heilögum anda: ,,Þú djöfuls sonur, fullur allra véla og flærðar, óvinur alls réttlætis, ætlar þú aldrei að hætta að rangsnúa réttum vegum Drottins? Nú er hönd Drottins reidd gegn þér, og þú munt verða blindur og ekki sjá sól um tíma." Jafnskjótt féll yfir hann þoka og myrkur, og hann reikaði um og leitaði einhvers til að leiða sig. Þegar landstjórinn sá þennan atburð, varð hann gagntekinn af kenningu Drottins og tók trú." Post. 13: 4.-12.

Hvenær sem við sýnum öðrum hjálp og umhyggju: Pétur og Jóhannes gengu upp í helgidóminn til síðdegisbæna. Þá var þangað borinn maður, lami frá móðurlífi, er dag hvern var settur við þær dyr helgidómsins, sem nefndar eru Fögrudyr, til að beiðast ölmusu hjá þeim, er inn gengu í helgidóminn. Er hann sá þá Pétur og Jóhannes á leið inn í helgidóminn, baðst hann ölmusu. Þeir horfðu fast á hann, og Pétur sagði: ,,Lít þú á okkur." Hann starði á þá í von um að fá eitthvað hjá þeim. Pétur sagði: ,,Silfur og gull á ég ekki, en það sem ég hef, það gef ég þér: Í nafni Jesú Krists frá Nasaret, statt upp og gakk!" Og hann tók í hægri hönd honum og reisti hann upp. Jafnskjótt urðu fætur hans og ökklar styrkir, hann spratt upp, stóð í fætur og tók að ganga. Hann fór inn með þeim í helgidóminn, gekk um og stökk og lofaði Guð. Allt fólkið sá hann ganga um og lofa Guð. Þeir þekktu, að hann var sá er hafði setið fyrir Fögrudyrum helgidómsins til að beiðast ölmusu. Urðu þeir furðu lostnir og frá sér numdir af því, sem fram við hann hafði komið." Post. 3: 1.-10.

Postulasagan er full af frásögnum um hvernig gjafir Heilags Anda komu fram í Kristniboðsstarfinu eins og Jesús hafði lofað: „Seinna birtist hann þeim ellefu, þegar þeir sátu til borðs, og ávítaði þá fyrir vantrú þeirra og harðúð hjartans, að þeir hefðu ekki trúað þeim, er sáu hann upp risinn. Hann sagði við þá: ,,Farið út um allan heim, og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni. Sá sem trúir og skírist, mun hólpinn verða, en sá sem trúir ekki, mun fyrirdæmdur verða. En þessi tákn munu fylgja þeim, er trúa: Í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum, taka upp höggorma, og þó að þeir drekki eitthvað banvænt, mun þeim ekki verða meint af. Yfir sjúka munu þeir leggja hendur, og þeir verða heilir." Mark. 16: 14.-18.

Hvenær sem við erum ofsótt: Taktu eftir að Mark. 13: 9.-11. Er fyrirheit handa þeim sem ofsóttir verða, en ekki prédikurum. Lestu einnig um kraftaverkið í Post. 12: 1.-11.

Gætið að sjálfum yður. Menn munu draga yður fyrir dómstóla, í samkundum verðið þér húðstrýktir, og þér munuð leiddir fyrir landshöfðingja og konunga mín vegna, þeim til vitnisburðar. En fyrst á að prédika öllum þjóðum fagnaðarerindið. Þegar menn taka yður og draga fyrir rétt, hafið þá ekki fyrirfram áhyggjur af því, hvað þér eigið að segja, heldur talið það, sem yður verður gefið á þeirri stundu. Þér eruð ekki þeir sem tala, heldur heilagur andi." Mark. 13: 9.-11.

„Um þessar mundir lét Heródes konungur leggja hendur á nokkra úr söfnuðinum og misþyrma þeim. Hann lét höggva Jakob bróður Jóhannesar með sverði. Og er hann sá, að Gyðingum líkaði vel, lét hann einnig taka Pétur. Þá voru dagar ósýrðu brauðanna. Þegar hann hafði handtekið hann, lét hann setja hann í fangelsi og fól fjórum fjögurra hermanna varðflokkum að gæta hans. Ætlaði hann eftir páska að leiða hann fram fyrir lýðinn. Sat nú Pétur í fangelsinu, en söfnuðurinn bað heitt til Guðs fyrir honum. Nóttina áður en Heródes ætlaði að leiða hann fram svaf Pétur milli tveggja hermanna, bundinn tveim fjötrum, og varðmenn fyrir dyrum úti gættu fangelsisins. Allt í einu stóð engill Drottins hjá honum og ljós skein í klefanum. Laust hann á síðu Pétri, vakti hann og mælti: ,,Rís upp skjótt!"  Og fjötrarnir féllu af höndum hans. Þá sagði engillinn við hann: ,,Gyrð þig og bind á þig skóna!"  Hann gjörði svo. Síðan segir engillinn: ,,Far þú í yfirhöfn þína og fylg mér!Hann gekk út og fylgdi honum. En ekki vissi hann, að það var raunverulegt, sem gjörst hafði við komu engilsins, hann „ hélt sig sjá sýn. Þeir gengu nú fram hjá innri og ytri verðinum og komu að járnhliðinu, sem farið er um til borgarinnar. Laukst það upp af sjálfu sér fyrir þeim. Þeir fóru út um það og gengu eitt stræti, en þá hvarf engillinn allt í einu frá honum. Þegar Pétur kom til sjálfs sín, sagði hann: ,,Nú veit ég sannlega, að Drottinn hefur sent engil sinn og bjargað mér úr hendi Heródesar og frá allri ætlan Gyðingalýðs."

Kaþólskur biskup í Júgóslavíu, Arneric að nafni, sagði á ráðstefnu einni (Vatican 11): „Á ofsóknartímum koma gjafir Andans fram í ríkari mæli og á óvenjulegri hátt en annars. Heilagur Andi gefur vissulega kirkju sinni gnægð sérstakrar hjálpar, þegar hún er í hættu stödd."

•6.      Greining anda.

Lestu vel og vandlega 1. Þess. 5: 19.-22. „Slökkvið ekki andann. Fyrirlítið ekki spádómsorð. Prófið allt, haldið því, sem gott er. En forðist allt illt, í hvaða mynd sem er."

Við eigum öryggi í auðmýkt og hlýðni:

Við Guð: „Auðmýkið yður því undir Guðs voldugu hönd, til þess að hann á sínum tíma upphefji yður." 1. Pét. 5.-6.

Við Ritninguna: „Þú hefur frá blautu barnsbeini þekkt heilagar ritningar. Þær geta veitt þér speki til sáluhjálpar fyrir trúna á Krist Jesú. Sérhver ritning er innblásin af Guði og nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunar í réttlæti, til þess að sá, sem tilheyrir Guði, sé albúinn og hæfur gjör til sérhvers góðs verks." 2. Tím. 3: 15.-17.

Við aðra limi á líkama Krists: „Verið hver öðrum undirgefnir í ótta Krists." Efes. 5: 1.

Í raun og veru er ekki nægilegt að segjast vera undirgefinn vilja Guði einum. Fólk getur fullyrt að það sé leitt af Guði, en samt verið á villigötum. Það er heldur ekki nægilegt að hlýða Biblíunni einni, því hún er oft rangtúlkuð og vers slitin úr samhengi. Álítið langlyndi Drottins vors vera hjálpræði. Þetta er það, sem hinn elskaði bróðir vor, Páll, hefur ritað yður, eftir þeirri speki, sem honum er gefin. Það gjörir hann líka í öllum bréfum sínum, hann talar í þeim um þetta. En í þeim er sumt þungskilið, er fáfróðir og staðfestulausir menn rangsnúa, eins og öðrum ritum, sjálfum sér til tortímingar." 2. Pét. 2:16. Það er undirgefni við söfnuðinn (local church) sem gefur okkur eins og lokatryggingu gegn villigötunum. Þetta þrennt á að fara saman.

Leitaðu að ávöxtunum: Lestu Matt. 7: 15.-20. „Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum, en innra eru þeir gráðugir vargar. Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort lesa menn vínber af þyrnum eða fíkjur af þistlum? Þannig ber sérhvert gott tré góða ávöxtu, en slæmt tré vonda. Gott tré getur ekki borið vonda ávöxtu, ekki heldur slæmt tré góða ávöxtu. Hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og í eld kastað. Af ávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá." 7. 15.-20.

Hér er ekki átt við ávöxt Andans, heldur: Rættist t.d. spádómurinn sem borinn var fram?

* Kærleikurinn mestur

Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.

Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að verða brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari. Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok, og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok.  Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum.  En þegar hið fullkomna kemur, þá líður það undir lok, sem er í molum. Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn. En þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn. Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu, en þá munum vér sjá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum, en þá mun ég gjörþekkja, eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn. En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur." 1. Kor. 13.

Guð blessi ykkur öll.

Kær kveðja

Rósa Aðalsteinsdóttir

Ási Vopnafirði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Góðan dag.

"Og Guð blessaði þau, og Guð sagði við þau: ,,Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina og gjörið ykkur hana undirgefna og drottnið yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir öllum dýrum, sem hrærast á jörðinni." 1. Mós. 1. 28. 

Páll postuli hvatti menn til að vera eins og hann. Ef annar hver maður hefði farið eftir því frá því fyrir 2000 árum og þangað til núna væri lítið af mannfólkinu.  Kannski bara vildu stelpurnar ekkert kíkja á hann????

"En Pétur og hinir postularnir svöruðu: ,,Framar ber að hlýða Guði en mönnum." Post. 5:29.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.5.2008 kl. 12:00

2 Smámynd: Linda

Sæl Rósa mín ég gate ekki annað en hlegið þegar ég las þetta hjá þér, ekki vegna þess hvað stendur, heldur hvað þú skellir þarna inn. hahahah. Góð. 

"En þess óska ég, að allir menn væru eins og ég er sjálfur, en hver hefur sína náðargjöf frá Guði, einn þessa og annar hina. Hinum ókvæntu og ekkjunum segi ég, að þeim er best að halda áfram að vera ein eins og ég    En hafi þau ekki taumhald á sjálfum sér, þá gangi þau í hjónaband, því að betra er að ganga í hjónaband en að brenna af girnd.""

Linda, 21.5.2008 kl. 13:22

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.

Sæll Erlingur minn. Blessaður Páll, mér hefur oft fundist eins og hann hafi verið harður og beiskur. Ekki var honum vel við konur. Hvers vegna ekki? Jesús rétti hlut kvenna og eigum við ekki að fara eftir honum en ekki mönnum?

Sæl Linda mín. Hvað með þetta? "skulu konur þegja á safnaðarsamkomunum því að ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær vera undirgefnar    eins og líka lögmálið segir. En ef þær vilja fræðast um eitthvað, þá skulu þær spyrja eiginmenn sína heima. Því að það er ósæmilegt fyrir konu að tala á safnaðarsamkomu.

Þú veist Linda mín að ég er óbetranleg en við hljótum að mega taka til máls fyrst að við erum í sömu stöðu og Páll.

Guð blessi ykkur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.5.2008 kl. 14:35

4 Smámynd: Linda

 Ég hef að vísu sett skilti upp í minn glugga, "looking for a husband", merkilegt hvernig það fælir þá í burt

Knús,

Ég á seint efitr að þegja í kirkju, ég meina, ég þarf að syngja og tja mig með öllum hinum hahaha.

Linda, 21.5.2008 kl. 15:13

5 Smámynd: Árni þór

Smá innlegg sem viðauki; Náðargjafir Heilags Anda eru 9 talsins, gjöfin til sumra að vera postuli, spámaður, trúboði, hirðir og kennari er gjöf sem Jesús gefur bara sumum, svo kölluð 5 falda þjónusta, eins og fingur á hendi Guðs.  Allir endurfæddir kristnir geta flætt í gjöfum andans en ekki eru allir í 5 földu þjónustunni, allir geta samt starfað og flætt undir postullegri og spámannlegri smurningu þó þeir séu ekki postular eða spámenn. Fimmfalda þjónustan innheldur orðsins spámenn en við höfum líka andans spámenn. Orðið að spá þýðir meðal annars að flæða undir smurningu, það geta allir spáð, flætt undir smurningu heilags Anda eða gert hvað sem andinn blæs honum í brjóst að gera, syngja, dansa, spila, hvað sem er.

Páll postuli átti við að vegna þess að hann var einn, ekki kvæntur, þá gat hann helgað sig algjörlega Guði, þó að ég skilji samt húmorinn

Páll var ekki að banna konum að tala á safnaðarsamkomum, heldur var hann að hafa eftir orð manna í söfnuðinum í Korintu og leiðrétta þá, við sjáum nokkur dæmi um konur sem forustufólk í Biblíunni, Debóra dómari og nokkrar forstöðukonur í nýja testamentinu og ekki má gleyma fyrstu trúboðarnir voru konur.

Árni þór, 21.5.2008 kl. 19:28

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Árni minn.

Takk innilega fyrir frábært innlegg. Mikill fróðleikur en það var smá galsi í mér og svo Lindu. Við erum samt alveg magnaðar stelpur.   blokkina vagga í eitt eða tvö skipti. Ég lét mig hafa það í staðinn fyrir að forða mér út.

Konur eru magnaðar. Amma var ein af brautryðjendum í Hvítasunnukirkjunni hér á Vopnafirði. Oddvitinn hér á þeim tíma var mjög mikið á móti þessari öfga hreyfingu og plataði prestinn til að tala gegn þeim í messu hjá sér. Okkur er sagt að amma hafi tautað þegar hún gekk út úr kirkju eftir þessa samkomu: "Satan talaði í kirkjunni í dag." Þetta var okkur sagt af fólk  sem var þarna í kirkju. Þess vegna lifir þessi saga annars hefðum við ekki getað hlegið af henni ömmu enn þann dag í dag að hafa látið út úr sér þessi orð. Þetta sama fólk sagði að presturinn hafi séð eftir að hafa látið plata sig út í þetta því amma og fleiri voru mjög kirkjurækin en þarna varð breyting á hjá sumum þeirra allavega.

Ég hlakka svo til að hitta ykkur og koma á samkomu. Verð í borginni fyrripartinn í júní og bý rétt hjá Bænahúsinu,  í Rokhjalla en Engihjalli er kallaður því nafni og hef ég oft verið þarna í ógeðslegu veðri. Fann

Guð blessi þig Árni minn og endilega komdu aftur og aftur inná þessa síðu með fróðleik.

Guð launi fyrir hrafninn = mig.

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.5.2008 kl. 20:49

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Erlingur sveitungi minn.

Takk fyrir skrif þín. Ég þarf endilega að fara og skoða Pýramídana. Þar er mikill leyndardómur sem ég hef haft lengi áhuga á. Fór á Biblíulestur um Pýramídana fyrir mörgum, mörgum árum. Síðan þá hef ég haft áhuga að sjá Pýramídana en var úrkula vonar að það tækist nokkurn tímann en vonandi vinn ég í lottó einn góðan happadag.

Drottinn blessi þig.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.5.2008 kl. 23:16

8 Smámynd: Árni þór

Sæl Rósa,
já gaman að þessu með ömmu þína

Hlakka til að hitta þig, enn betra að það verði á bænastund, ég var einmitt að koma af bænastund, Kolbeinn var að gefa úr bók sem heitir Varðmenn á múrum sannleikans, kröftug lesning, allur ágóði fer til styrktar trúboðinu í Afríku.

Guð blessi þig

Árni þór, 21.5.2008 kl. 23:49

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Árni minn.

Það var takmarkið að koma á bænasamveru hjá ykkur á miðvikudagskvöldi kl. 20 í húsi Ekrons? Stutt að fara úr Engihjallanum. Örugglega flott bók hjá Kolbeini.

Slóðin: http://www.vonin.ws/

Guð blessi þig.

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.5.2008 kl. 00:53

10 identicon

Sæl Rósa mín.

Já,þetta var það  MEIRIHÁTTAR góð lesning   að RÓLEGA las ég.  þÚ veist að ég er svo skammt á veg komin að ég get eiginlega lagt til málana í bili, en ég fylgist með orðum ykkar í ATHUGASEMDUNUM. Og er yfirleitt ERU orðaskifti þar GÓÐ.   þangað til vantrúarfólkið mætir.

Þakka þér fyrir og megi ALGÓÐUR GUÐ VAKA YFIR ÞÉR OG ÞÍNUM.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 03:30

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir strákar og takk fyrir innlitið.

Sæll Þórarinn minn. Þetta er fróðlegt rit og gagnlegt fyrir alla sem vilja helga sig Guði. Þú talar um að þú sért skammt á veg kominn en þú getur vaxið hraðar en mörg okkar ef þú leggur þig fram. Ég hef séð fólk frelsast sem hefur verið duglegt að lesa Biblíuna og biðja og að mæta á Biblíulestra og bænastundir. Þau hafa farið út í þjónustu á mettíma og gert frábæra hluti í Jesú nafni.

Sæll Erlingur minn. Sagan um Pýramídana er mjög spennandi. Hellings stærðfræði. Þrír vísar eða gluggar vísa á Ísland sem ég trúi að muni gegni stóru hlutverki í lok tímanna.

Lýst ekki á ef konan þín er á safnaðarsamkomu og á að fara eftir því sem Páll sagði.

"Hversu lengi ætlar þú að reika fram og aftur, þú hin fráhverfa dóttir? Því að Drottinn skapar nýtt á jörðu: Kvenmaðurinn verndar karlmanninn." Jeremía 31:22

Strákar spennandi orð fyrir ykkur í lokin hér fyrir ofan. Lýst ykkur ekki vel á að konan á að vernda ykkur?

Guð blessi ykkur og varðveiti, gefi ykkur góðan dag og bjarta framtíð.

Kær kveðja/Rósa

P.S. SLYS Í ATHUGASEMD NR. 7.  Þegar ég var að skrifa Árna færði ég til setningar sem varð til að slíta einni málsgrein. Síðasti hlutinn er efst upp í athugasemdinni og fyrri hlutinn neðst. Þetta er svaka kúl. Setning byrjar á Fann..... og svo ekkert en framhaldið á þeirri setningu. Hún er efst í athugasemdinni.  = skelkuð.

Svona á þessi setning að líta út: 

"Ég hlakka svo til að hitta ykkur og koma á samkomu. Verð í borginni fyrripartinn í júní og bý rétt hjá Bænahúsinu,  í Rokhjalla en Engihjalli er kallaður því nafni og hef ég oft verið þarna í ógeðslegu veðri. Fann blokkina vagga í eitt eða tvö skipti. Ég lét mig hafa það í staðinn fyrir að forða mér út."  Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.5.2008 kl. 08:56

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Takk fyrir þetta Rósa mín.

Takk fyrir að biðja fyrir mér og knús

Kristín Katla Árnadóttir, 22.5.2008 kl. 14:48

13 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Rósa takk fyrir færsluna ,þetta var ljómandi fín lesning og jú margar gjafir guðs eru góðar.

Ég hjó ungur eftir orði Jesú þegar hann sagði við lærisveinana þið getið allir orðið eins og ég og jafnvel fremri,og þar með lofaði hann mér og þér að við séum öll af honum komin og ef trú okkar er einlæg og sterk.Þá getum við læknað líknað og hjálpað líkt og hann gerði fyrir okkur öll börn guðs.

Ég kýs allavegana að hafa það svo að við séum báðir synir guðs og hann þá minn bróðir og lærifaðir í senn.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 22.5.2008 kl. 21:29

14 identicon

Sæl Rósa!

Gæti trúað að hann Eiður Einarsson hafi þytt þetta hefti um náðargjafirnar.

Ég man vel eftir þessum bækling,og ég tel hann vera nokkuð gamlan (frá því við vorum ungar!)

Drottinn blessi þig og styrki í sér,mín kæra.

   Kveðja Halldóra. 

Halldóra Ásgeirsdótti (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 21:45

15 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð  og takk fyrir innlitið.

Sæl kæra Guðlaug Helga. Takk fyrir innlitið. Sendi ritgerðina um Séra Jón til Guðsteins vinar míns í dag. hann breytir henni í bloggfærslu. Fínt að fá færsluna eftir helgina. Vonandi verður þú þá í essinu þínu.

Sæl Katla mín. Alveg sjálfsagt að biðja fyrir þér og einnig sendi ég bænarefni um þig á Lindina sem er kristilegt útvarp. Búin að skoða síðustu færsluna hjá þér og mér lýst vel á. Drottinn er að snúa við högum þínum og þú munt læknast fullkomlega. Allavega trúi ég því. Amen.

Sæll Úlli minn. Magnað innlegg. "Jesús sagði við hann: ,,Ef þú getur! Sá getur allt sem trúir." Mark. 9:23  Jesús vill að við biðjum fyrir sjúkum og sorgmæddum og framgöngum í vilja hans. Hann á það skilið af okkur að við reynum að gera eitthvað fyrir Jesú því hann leysti okkur úr fjötrum synda.

Sæl Halldóra mín. Frábært að vita að Eiður vinur okkar hefur þýtt þessi rit. Þá á hann kannski fleiri. Ég er bara með nr. 2 og 3. Flest ritin sem ég hef sett hér inn eru eldgömul. Sum eldri en ég hm.  Markmiðið hjá mér í upphafi þegar ég lét af stjórn vina minna að opna eigin síðu var að koma með gömul rit og setja á netið. Hafði ekkert hugsað út í að ég myndi eignast fullt af bloggvinum sem eru vinir mínir í dag. 

Drottinn blessi ykkur öll og gefi ykkur góða daga

Kær kveðja/Rósa..

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.5.2008 kl. 23:55

16 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Kirkjur landsins þurfa að leggja mikla áherslu á að vera með uppbyggilega fræðslu í formi Biblíulestra. Einnig er nauðsynlegt að það séu margir sem eru andlegir feður eða andlegar mæður.

Sniðugt væri að vinna markvisst að heimsækja eða hringja í fólk sem er einmanna. Það þyrfti einhver að halda utan um þetta starf. Sjálfboðaliðar gæfu sig fram og tækju að sér eina eða tvær fjölskyldur. Jesús á það alveg skilið að við gefum honum eina eða tvær klst. á viku. Og þá meina ég fólk sem er ekkert að starfa í kirkjunni sinni. 

Eitt skipti þegar við pabbi fórum til Reykjavíkur vorum við ákveðin að heimsækja vinkonu okkar og trúsystir Þorbjörgu Björnsdóttir.  Við fórum heim til hennar tvisvar sama dag og hún var ekki heima. Þá hringdum við í fósturson hennar, þeir voru þrír með þessu nafni í símaskránni en ég var heppin að finna fósturson hennar í fyrstu tilraun. Hann sagði okkur að Þorbjörg væri á spítala. Við drifum okkur  og hafði ég með mér Biblíu og Hörpustrengi. Þegar við komum til Þorbjargar sagði hún okkur að hún hefði verið að biðja Guð um að einhver vildi heimsækja sig og svo komið þið alla leið að austan en hún var héðan.

Ég las fyrir Þorbjörgu úr Biblíunni og söng fyrir hana en býst ekki við að það þætti flott á mælikvarða tónlistafólks því ég hef ekkert lært.  Svo heldum við bænastund og það var dásamleg stund. Við heimsóttum Þorbjörgu einnig rétt áður en hún dó á Hrafnistu í Reykjavík. Hún var mjög kröftug bænakona. Það munaði fimm dögum að hún yrði 103 ára þegar hún fékk að fara til himnesku Jerúsalem.

Hún var í Hvítasunnukirkjunni en varð að hætta vegna þess að maðurinn hennar var ósáttur. Eitt skiptið hélt hann að hún væri á samkomu og fór niður á Hverfisgötu 44 og skimaði inn í salinn en fann ekki konuna. Hún hafði verið niðri í kjallara að búa til berjasaft.  Eitt sinn lenti eiginmaður hennar í höndunum á Eriksson sem henti honum út af samkomu.  

Það var maður hér á Vopnafirði sem sagði mér að Þorbjörg hefði hætt í Hvítasunnukirkjunni vegna þess að hún hafi verið hálf neydd til að borga og borga svo mikla peninga til safnaðarins og hafði orðið slæma fjárhagsstöðu. Ég sagði Þorbjörgu þetta og hún bað mig að láta þennan mann vita að þetta væri ekki sannleikur og sagði: "Þú veist alveg hvers vegna ég þurfti að segja mig úr kirkjunni." Ég vissi það.

Eiginmaður hennar sagði við pabba þegar hann var nýbúinn að taka afstöðu með Jesú Kristi: "Alli ég skil ekkert í þér ungum manninum að ganga í Hvítasunnukirkjuna, það er annað með þessar stútungs kerlingar."

Ég veit t.d. í Reykjavík eru margir einmanna sem geta ekki farið á samkomur vegna heilsuleysis. Fólk sem er á öldrunarheimilum og sjúkrahúsum. Er hálf blint eða mikið fatlað og getur þar af leiðandi alls ekki mætt.

Vona að einhver sem les þetta hugsi um það hvort hann eða hún eigi að þjóna til einmanna fólks með því að heimsækja fólkið eða hringja í þau einu sinni eða tvisvar á viku.

Drottinn blessi ykkur öll

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.5.2008 kl. 01:37

17 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Elsku Rósa mín.

Altaf er jafn gaman að lesa skrifin þín, mjög fræðandi, það er óhætt að seigja það.

Já þannig er það með drottninguna og prinsinn, strákarnir fengu ekki að sitja til borð með þeim þegar þeir voru börn, held nú að þetta hafi verið frá prinsinum komið, Drottningin sat altaf til borðs með sínum foreldrum, prinsinn var mjög strangur uppalandi of mikið af því góða, þetta hefur Fredrik sjálfur sagt opinberlegaog ekki ligur hann.

Hafðu það gott Rósa mín .

Kristín Gunnarsdóttir, 23.5.2008 kl. 10:43

18 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hlakka til að hitta þig í næstu suðurferð.  Knús og kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 23.5.2008 kl. 15:50

19 identicon

Takk fyrir þetta.Guð blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 16:29

20 identicon

Gleymdu ekki:

4. Mósebók, 31.17:
"Drepið því öll piltbörn.  Drepið og allar þær konur er samræði hafa átt við karlmann, en látið öll stúlkubörn er eigi hafa samræði átt við karlmann, lifa handa yður."

Steingrímur (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 22:30

21 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæl rósa mín og takk fyrir stuðninginn þú veist! ég verð að viðurkenna að ég hef svindlað svolítið á biblíulestrinum undanfarið, enn er svo sem ekkert að fárast yfir því, enn samt! Hef verið að gera svo mikið og ferðast, Ísland orðið öruggt aftur fyrir mig. Ég er í mestum vandræðum með alla tölustafi í biblíunni. Af hverju er hún gerð svona flókin?

T.d þetta : "Hvenær sem við erum ofsótt: Taktu eftir að Mark. 13: 9.-11. Er fyrirheit handa þeim sem ofsóttir verða, en ekki prédikurum. Lestu einnig um kraftaverkið í Post. 12: 1.-11." 

Tek annað dæmi sem mér finnst líkjast þessu og er bara eitthvað sem ég bý til sjálfur: Lög nr. 14/11 1978 með breytungum 17,málsgr. 5 gr. með síðari brytingum sama ár 2020 samanber reglug. 15/17 með aukabiðbót.... skiluru hvað ég meina Rósa! Lögin á Íslandi eru orðin svo flókinn að lögfræðingar skilja þau ekki einu sinni sjálfir!

Ættfræði t.d. : Föðrurbróður móðursystur ömmu minnar var frændi Geirs, sveinssonar, þórssonar sem fæddist laust fyrir frostaveturinn mikla í Grenjaðastarhreppi á Horn á hornafirði vestfjarðjarðamegin við vestmannaeyjar..

Svona lítur þetta út fyrir mér! Svo tók ég samviskuprófið hennar Lindu og fékk náttúrulega lægstu einkunn...Skítféll..Er ekki hægt að vera trúaður einhvernvegin á einfaldari máta? Þegar ég las samviskuprófið hjá Lindu og ég svaraði öllu heiðarlega, þá kom eftirmáli sem ég verð bara áhyggjufullur af að lesa...Linda útskýrði nú samt að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þessu..

Eða er ég bara latur og er að reyna að koma mér undan trú? það er eiginlega miklu einfaldara þetta með engla! Einfalt og ekkert flókið..OG HVAÐ ER ÞESSI STEINGRÍMUR AÐ VITNA Í??   

Óskar Arnórsson, 23.5.2008 kl. 23:19

22 Smámynd: Brynja skordal

Takk fyrir öll fallegu kommentin til mín þú ert yndisleg hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 24.5.2008 kl. 10:27

23 identicon

Sæl Rósa.

Þetta er bara komið upp í hálfa BA ritgerð hjá þér

Ég þakka áhugaverða lesningu

Bestu Kveðjur 

Jakob (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 12:16

24 identicon

Óskar, þetta var eins og ég lýsti úr 4. Mósebók Biblíunnar, kafla 31, vers 17.  Kafli 31 fjallar um hefndarstríð Móse gegn Mídíönum (hmmm... ég hélt að kristnin byggði á fyrirgefningu, en Mósebók er samt hluti af Biblíunni).  Þarna er sem sagt lýst viðbrögðum Móse við að hermenn hans hefðu ekki myrt alla Midiana og að Móse hefði reiðst að þeir hefðu hlýft konum og börnum með ofangreindum fyrirmælum.

Punkturinn sem ég var að koma að með því að birta þetta hér er sá að það er alrangt að Biblían eða Guð veiti einhverja alsherjar leiðbeiningar um hvað telst siðrænt.    Ef svo væri myndum við væntanlega ráðast á alla þá sem hafa gert okkkur einhvern óleik(!) en ekki nóg með það, myrða alla fullorðna og alla drengi, en halda öllum óspjölluðum stúlkum svo hermenninir gætu notið þeirra!

Nei, við sækjum siði okkar frá þeirri þeirri þekkingu sem saga okkar hefur safnað - og það er komið mikið í sarpinn síðan forfeður (nágranna) okkar skrifuðu Bíblíuna á sínum tíma!

Mjög mikið - en Biblían tekur ekki á neinu af því!

Steingrímur (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 18:56

25 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.

Sæl Kristín mín. Ég var alveg hissa á þessu sem þú skrifaðir á bloggið þitt. Hafðu það gott og við trúum að lausn sé í sjónmáli með húsnæðismálin.

Sæl Ásdís mín. Ég mun biðja söfnuðinn að biðja fyrir ykkur húsband á morgunn. Megi almáttugur Guð lækna ykkur.

Sæl kæra Birna Dís. Takk fyrir kveðjuna og innlitið.

Sæl Brynja mín. Það er yndislegt að eiga góða vini og ég held ég sé að safna. Allavega hafa margir eins og þú bæst í hópinn minn núna eftir áramót.

Sæll Jakob minn. Þetta rit var þýtt upp úr ensku blaði. Það eina sem ég gerði var að pikka og svo fór ég á netið og sótti versin sem vitnað var í. Veit að það hafa ekki allir Biblíu og þess vegna kýs ég að koma með versin með.

Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur bjarta daga í framtíðinni.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.5.2008 kl. 00:21

26 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Óskar minn.

Í Markús 13. 9.-11. er verið að tala um fólk sem er leitt fyrir rétt vegna trúar þeirra á Drottinn Jesú Krist og hann upprisinn.

"Gætið að sjálfum yður. Menn munu draga yður fyrir dómstóla, í samkundum verðið þér húðstrýktir, og þér munuð leiddir fyrir landshöfðingja og konunga mín vegna, þeim til vitnisburðar. En fyrst á að prédika öllum þjóðum fagnaðarerindið. Þegar menn taka yður og draga fyrir rétt, hafið þá ekki fyrirfram áhyggjur af því, hvað þér eigið að segja, heldur talið það, sem yður verður gefið á þeirri stundu. Þér eruð ekki þeir sem tala, heldur heilagur andi." Mark. 13. 9.-11.

Vona að þú hafir lesið færslurnar hennar Lindu um ofsóknir sem kristnir menn verða fyrir út um allan heim. Þetta eru sömu aðferðir og eru framdar gagnvart föngum. Menn notfæra sér vald gegn ófrjálsum mönnum sem geta ekki varið sig.

Nú með ofsóknir gegn kristnum er framkvæmt af mönnum sem eru með illt afl innra með sér og oft er þeim ekki sjálfrátt. Þeim er stýrt af sjálfum Myrkrahöfðingjanum sem vill meiða okkur öll.

Postulasagana 1: 1.-11. Þarna er verið að lýsa því sem gerðist á Uppstigningardag. Jesús sagði þeim að Jóhannes hefði skírt með vatni en þeir yrðu skírðir með Heilögum anda. Þetta fjallaði ég um í Hvítasunnufærslunni minni. Jesús varð upp numinn til himna en hann var búinn að lofa þeim að þeir myndu skírast með Heilögum Anda. Það gerðist á Hvítasunnudag. Þá fylltust lærisveinarnir Heilögum Anda. Heilagur Andi er í heilagri þrenningu sem er Guð, Jesús Kristur og Heilagur Andi. Oft vitum við ekki um hvað við eigum að biðja en Heilagur Andi fylgist með okkur og biður fyrir okkur. Heilagur andi er huggarinn okkar.

Ég skil þessi fyndnu dæmi sem þú settir upp. Oft held ég líka að lögfræðingar skilji sjálfir ekki upp né niður í þessum flækjum-lögum sem eru sett upp þannig að enginn getur skilið þau.

Gott hjá Lindu að útskýra fyrir þér með prófið. Við vitum að allt hefur sinn tíma. Það á við um Biblíuna eins og önnur fræði.

Steingrímur er að tala um það sem gerðist í Gamla testamentinu á tímum Móses en Jesús kom með breytingar og þetta sem Steingrímur lýsir á alls ekki við í dag hjá heilbrigðu kristnu fólk.

Þegar Jesús var hér á jörðunni þá sagði hann: " Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan." Jóhannesarguðspjall 13:34

Aftur á móti heyrum við fréttir um stríð og þar eru menn deyddir og konunum þeirra nauðgað og þær pyntaðar. en þetta er syndsamlegt og verða þessir menn að svara fyrir sig frammi fyrir hásæti Jesú Krists eftir veru sína hér á jörðun.

En aftur á móti skil ég ekki alveg hvað þessi vers hafa að gera í umræðuna um Náðargjafirnar.

Ég ætla að senda þér tölvupóst með útskýringum um það sem við ræddum um í gærkvöldi eða var það í nótt?

Sæll Steingrímur. Vona að þú getir útskýrt málið miklu betur. Nú eru aðrir tímar en þegar Móses var uppi vegna þess að Jesús kom með breytingar. Margt sem fólk á dögum Móses gerði, erum við að gera í dag og eru þessir hlutir syndsamlegir eins og segir í boðorðunum: "Þú skalt ekki fremja morð."

Guð blessi ykkur.

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.5.2008 kl. 01:07

27 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk Rósa og Steingrímur! Ég fékk bara áhyggjur af þessari tilvitnun. Í fyrsta lagi er ég í vanræðum með að samþykkja allt þetta sem stendur í Biblíunni og líki henni svolítið saman við lögfræðibækur. Og svo er ég með fullgilda ástæðu að mínu mati að vera á varðbergi gagnvart öllum trúarbrögðum! Líst betur á gott fólk með hjartað á réttum stað og sem kann að kenna manni um kristni eins og Rósa og Linda sem eru búin að stúdera þetta í mörg ár. Ég held að ég hafi alltaf verið kristin á minn eigin máta þótt ég hafi ekki verið sérlega heppin með "sérfræðinganna" í Biblíunni alveg frá barnsaldri. Enn ég ætla að gera heiðarlega tilraun að læra það sem höfðar til mín og minnar samvisku eins vel og ég get. Hvort mér takist það og geti "hreinsað" til í skúmaskotum mínum sem er eins og bílskúr fullur af dóti, sumu nothæfu og öðru sem bara eyðileggur fyrir mér, það er annað mál. Enn reyna mitt besta ætla ég að gera. Rósa og Linda eru alla vega búin að hafa verulega góð áhrif á mig og ég kann virkilega að meta það. Þau hafa gert meira enn ég held að þau geti gert sér grein fyrir.. enn kannski fæ ég einhvertíma tækifæri að sýna þakklæti mitt á  verðugan hátt. Að vera þakklátur er t.d. eitt af því sem ég þarf að æfa mig í, meðal annars..

Óskar Arnórsson, 25.5.2008 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband