Gjöf Heilags Anda - Tungutal

 

Gjöf Heilags Anda:

„Þá er upp var runninn Hvítasunnudagur, voru þeir allir saman komnir. Varð þá skyndilega gnýr af himni eins og aðdynjanda sterkviðris og fyllti allt húsið, þar sem þeir voru. Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvern og einn þeirra. Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla. Í Jerúsalem dvöldust Gyðingar, guðræknir menn, frá öllum löndum undir himninum. Er þetta hljóð heyrðist, dreif að fjölda manns. Heilagur Andi

Þeim brá mjög við, því að hver og einn heyrði þá mæla á sína tungu. Þeir voru frá sér af undrun og sögðu: ,,Eru þetta ekki allt Galíleumenn, sem hér eru að tala? Hvernig má það vera, að vér, hver og einn, heyrum þá tala vort eigið móðurmál? Vér erum Partar, Medar og Elamítar, vér erum frá Mesópótamíu, Júdeu, Kappadókíu, Pontus og Asíu, frá Frýgíu og Pamfýlíu, Egyptalandi og Líbýubyggðum við Kýrene, og vér, sem hingað erum fluttir frá Róm. Hér eru bæði Gyðingar og þeir sem tekið hafa trú Gyðinga, Kríteyingar og Arabar. Vér heyrum þá tala á vorum tungum um stórmerki Guðs." Þeir voru allir furðu lostnir og ráðalausir og sögðu hver við annan: ,,Hvað getur þetta verið?" En aðrir höfðu að spotti og sögðu: ,,Þeir eru drukknir af sætu víni."

Ræða Péturs:

Þá steig Pétur fram og þeir ellefu, og hann hóf upp rödd sína og mælti til þeirra: ,,Gyðingar og allir þér Jerúsalembúar! Þetta skuluð þér vita. Ljáið eyru orðum mínum. Eigi eru þessir menn drukknir, eins og þér ætlið, enda aðeins komin dagmál. Hér er að rætast það, sem spámaðurinn Jóel segir: Það mun verða á efstu dögum, segir Guð, að ég mun úthella anda mínum yfir alla menn. Synir yðar og dætur munu spá, ungmenni yðar munu sjá sýnir og gamalmenni yðar mun drauma dreyma. Jafnvel yfir þræla mína og ambáttir mínar mun ég á þeim dögum úthella anda mínum, og þau munu spá.

Og ég mun láta undur verða á himnum uppi og tákn á jörðu niðri, blóð og eld og reykjarmökk. Sólin mun snúast í myrkur og tunglið í blóð, áður dagur Drottins kemur, hinn mikli og dýrlegi. En hver sá, sem ákallar nafn Drottins, mun frelsast." Post. 2: 1.-21.

Smá hugleiðing: Bloggvinkona mín hringdi í mig nýlega og við spjölluðum lengi saman. Hún fór að spyrja mig um tungutal og ég sagði henni frá ýmsu sem ég vona að hafi hjálpað eitthvað en lofaði að skrifa færslu um „Tungutalið." Ég hefði viljað sjá þessa færslu strax á Hvítasunnudag en við faðir minn fórum til Eskifjarðar og vorum við útför vinar okkar Aðalsteins Jónssonar. Við komum ekki heim fyrr en á tíunda tímanum á laugardagskvöldið.

Ég hef upplifað dásamlegar reynslu sjálf. Ég hef fengið spádóma og þeir eru réttir. Árið 1999 var ég að lesa Guðs orð á biðstofu á sjúkrahúsinu á Akureyri. Ég las nokkra kafla því eitthvað dróst að ég fór inn til hjúkrunarfólksins sem undirbjó mig fyrir rannsókn sem endaði með uppskurði. Þegar læknirinn minn tók ákvörðun um að framkvæma uppskurð þá var ég ekki vakin til gefa mér tækifæri til að undirrita skjöl þar sem ég gaf samþykki fyrir uppskurði né hringt í aðstandendur mína. Ég vissi ekki þá að þarna voru brotin lög. Áður en ég var kölluð inn í undirbúning fyrir rannsóknina voru fáein vers sem töluðu sérstaklega til mín. Í vor þá fengum við heimsókn frá Biblíuskólanemum frá Arken í Svíþjóð. Ég fékk spádóm sem staðfesti orðin sem ég fékk 1999. Þessi spádómur var um hlutverk sem ég á að gegna fyrir Drottinn minn. 

Mig  langar að vitna í nokkrar sérstakar reynslur sem vinir mínir hafa upplifað. Vinur minn og trúbróðir sem nú er látinn talaði tungum og honum var sagt að það hafi verið franska sem hann talaði. Það var maður sem sat rétt hjá honum í neðri sal Hvítasunnukirkjunnar í Reykjavík sem sagði honum það því hann skildi frönskuna og var þessi boðskapur til hans. Vinkona mín og trúsystir talar sænsku eins og innfædd þegar hún talar tungum en hún hefur aldrei lært sænsku. Vinur minn og trúbróðir var staddur erlendis þegar trúbróðir hans talaði tungum. Hann útlistaði og það var kona sem kom til þeirra eftir samkomu og sagði að þessi maður hefði talað sitt móðurmál sem er alls ekki algengt. Vinur minn spurði hana hvort útlistunin hafi verið rétt og hún staðfesti það. Hann kunni ekki þetta erlenda mál en Guð gaf honum útlistun og hann fékk að upplifa að þetta var svo sannarlega gjöf frá Guði þegar konan staðfesti að útlistunin hans var rétt.

Hér fyrir neðan er rit sem er til í kirkjunni minni á Vopnafirði en því miður veit ég ekki hver þýddi þennan biblíulestur.

Tungutalið - spurningar og svör.

Biblíulestur úr enska blaðinu „RENEWAL." Biblíulestur nr. 2 í flokki sem mun fjalla um ýmsar hliðar á endurnýjun í Heilögum Anda. Heppilegt til notkunar fyrir hópa eða einstaklinga.

•1.      Hvað er að tala tungum?

Þegar einhver talar tungum gefur hann frá sér hljóð og orð, sem hann hvorki skilur né hefur lært. Að heyra það er líkt og að hlusta á erlent tungumál. Persónan getur talað hátt eða lágt, hratt eða hægt, rólega eða ákaft, eða jafnvel sungið; tal hennar getur raunar haft alla eiginleika venjulegs talaðs máls að því undanskildu, að manneskjan skilur ekki hvað hún segir. Þetta hljómar nú svo heimskulega að við hljótum að spyrja undir eins:

•2.      Hver er tilgangur tungutals?

Hér getum við gefið svar sem ekki einungis er grundvallað á reynslu, einnig á vitnisburði ritningarinnar. Þannig getum við staðfest að tungutalið hefur þýðingu og mikilvægi:

  • a) Í samfélagi okkar við Guð
  • b) Í samskiptum okkar við kirkjuna
  • c) Í okkar persónulega kristna lífi

 

•3.      Hvaða hlutverki gegnir tungutal í samfélagi okkar við Guð?

Svar ritningarinnar er, að tungutal skapi áhrifaríkt samband við Guð, þó svo að innihald þess verki  ekki á skilninginn. Páll postuli segir að maður , sem talar tungum, tali til Guðs. „Því að sá, sem talar tungum, talar ekki við menn, heldur við Guð. Enginn skilur hann, í anda talar hann leyndardóma." 1. Kor. 14: 2. Ef við spyrjum hvað kristnir menn segi við Guð þegar þeir tala tungum, þá gefur ritningin okkur það svar, að þeir séu að lofa hann fyrir hans máttugu verk í Kristi. Á Hvítasunnunni heyrði mannfjöldinn postulana tala tungum og „tala á vorum tungum um stórmerki Guðs" Post. 2: 11. b. Sem svörun við opinberun Péturs á fagnaðarerindinu fóru Kornelíus og vinir hans að „ tala  tungum og mikla Guð" Post. 10: 46. Um að lofsyngja Guði segir Páll: „Ég vil lofsyngja með anda, en ég vil einnig lofsyngja með skilningi" 1. Kor. 14: 15. a.  Jafnframt lofgjörð hugans í orðum og skilningi, sem er ómissandi er einnig til annars konar lofgjörð sem leysir andann, hinn innsta kjarna persónuleika okkar, úr læðingi. Sú lofgjörð birtist sem yfirfljótandi og elskandi þakkargjörð til Guðs, frelsara. Tungutal er hluti af þessari yfirfljótandi þakkargjörð.

•4.      Hvað gerir tungutalsgjöfin fyrir þann sem talar?

Lofgjörðin leysir hann á því sviði persónuleika hans sem oftast þarfnast lausnar. Það hjálpar okkur að spyrja: Hver var munur á kenningunni; hann hafði þegar játað, að Jesús væri Kristur. „Símon Pétur svarar: ,,Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs." Matt. 16: 16. Það var enginn munur á vilja hans; hann hafði þegar tekið hina réttu ákvörðun, um að fara með Jesú í fangelsi og dauða. En Símon sagði við hann: ,,Herra, reiðubúinn er ég að fylgja þér bæði í fangelsi og dauða." Lúk. 22: 33. En kjánaleg spurning þjóns eins nægði til þess að kollvarpa sannfæringu hans og viljaákvörðun, vegna þess að í djúpi persónuleika síns var hann ekki opinn fyrir Kristi og hafði ekki gefist af öllu hjarta. Andinn hafði þegar fyrir Hvítasunnu lýst upp huga Péturs og haft áhrif á vilja hans, en einmitt þá leystist hann djúpt í hjarta sínu - í undirmeðvitund sinni - svo að hann var fær um að prédika Krist með þvílíkum árangri, án innri mótþróa. Tungutal var tákn þess að hluti persónuleika hans hafði verið leystur og hefði nú gefist upp fyrir Kristi. Jesús segir: „ frá hjarta (frá persónuleikanum) hans munu renna lækir lifandi vatns." Jóh. 7: 38,  sem trúa á Hann. Tungutal kemur einmitt þannig og gefur til kynna leysingu undirmeðvitundarinnar. Sá sem trúir á mig, - frá hjarta hans munu renna lækir lifandi vatns, eins og ritningin segir." Jóh. 7: 38.

Með öðrum orðum, þá mun Heilagur Andi gefa okkur heilbrigðan huga, þ.e.a.s. Hann er andi máttar,  kærleika og stillingar og Hann mun koma jafnvægi á persónuleika okkar.  „Því að ekki gaf Guð oss anda hugleysis, heldur anda máttar og kærleiks og stillingar." 2 Tím. 1: 7. Vegna trúarlegra erfðarvenja hafa mörg okkar misst jafnvægið, hvað snertir gáfur og vilja, þar sem of þung áhersla hefur verið lögð á þessa tvo þætti, og við þörfnumst þess vegna að vera leyst á hinum frumstæðari og eðlislægri sviðum persónuleikans. Stundum markar tungutal byrjun á slíkri lausn, þannig að viðbrögð okkar gagnvart Guði og öðrum verða meir blátt áfram.

•5.      Hvernig verkar tungutalsgáfan í kirkjunni?

Grundvallarsvar Páls er að tungutal ætti alls ekki að nota opinberlega í kirkjunni, án þess að samhliða henni væri notuð tvíburagáfna: útlagningargáfan. Þannig, að eftir að einhver hefur talað tungum, fær annar orð á íslensku sem tjá það er sagt var í tungutali. Páll segir að þetta uppbyggi söfnuðinn á þann hátt, sem óútlagt tungutal gæti aldrei gert. „Biðjið því sá sem tungu talar um að geta útlagt." 1. Kor. 14: 13. Sú regla gildir því að allt opinbert tungutal, sem er aðgreint frá persónulegri bæn í tungum, krefst útleggingar, og samkoman ætti að bíða þar til útlegging hefur verið gefin, og að prófa hana þá sama hátt og spádóm. Á bænasamkomu, þar sem mikið hefur verið talað við Guð með skilningi, minnir tungutal okkur á nærveru Guðs og gerir samfélagið innilegra og fær okkur til að þagna og leggja við hlustirnar og heyra hvað Guð vill segja við okkur í útlagningunni og spádómunum, sem koma á eftir.

•6.      En gerir Páll ekki lítið úr tungutali?

Í Korintubréfunum er Páll að tala til safnaðar sem hefur lagt of mikla áherslu á þessa gjöf og misnotað hana, og hann vill að þeir noti hana í réttu samhengi við aðrar gjafir. Það sama ber okkur að gera. Páll telur hinsvegar tungutal ávallt með gjöfum Andans* og segir að ekki megi aftra því að talað sé tungum.* Persónulegt tungutal uppbyggir þann sem talar* og Páll þakkar fyrir þessa gjöf og fyrir það að hann á og notar hana sjálfur.* Hann óskar þess að allir meðlimir safnaðarins ættu þessa gjöf.*

* „Einum er fyrir andann gefið að mæla af speki, öðrum að mæla af þekkingu í krafti sama anda. Hinn sami andi veitir einum trú, öðrum lækningagáfu og öðrum kraft til að framkvæma undur. Einn fær spádómsgáfu, annar hæfileika að greina anda, einn að tala tungum og annar að útleggja tungutal." 1. Kor. 12: 8.-10. 

*„ Guð hefur sett nokkra í kirkjunni, fyrst postula, í öðru lagi spámenn, í þriðja lagi fræðara, sumum hefur hann veitt gáfu að gjöra kraftaverk, lækna, vinna líknarstörf, stjórna og tala tungum." 1. Kor. 12. 28.

* „Þess vegna, bræður mínir, sækist eftir spádómsgáfunni og aftrið því ekki, að talað sé tungum." 1. Kor. 14: 39.

* Sá, sem talar tungum, byggir upp sjálfan sig, en spámaðurinn byggir upp söfnuðinn. 1. Kor. 14: 4.

* „Ég þakka Guði, að ég tala tungum öllum yður fremur," 1. Kor. 14: 18.

* „Ég vildi að þér töluðuð allir tungum, en þó enn meir, að þér hefðuð spádómsgáfu. Það er meira vert en að tala tungum, nema það sé útlagt, til þess að söfnuðurinn hljóti uppbygging." 1. Kor. 14: 5.

7. Hvert er samhengi milli tungutals og reynslu Hvítasunnunnar?

a) Sambandið þar á milli er staðreynd og það er einnig náið samband, því þegar postularnir fylltust Andanum, var tungutal sú andlega gjöf sem þeir fengu fyrst.* Þannig var það einnig með Kornelíus,* hina tólf frá Efesus*  og sennilega einnig með lærisveinanna í Samaríu.*

* „Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla." Post. 2: 4.

*„Hinir trúuðu Gyðingar, sem komið höfðu með Pétri, urðu furðu lostnir, að heilögum anda, gjöf Guðs, skyldi einnig úthellt yfir heiðingjana, því þeir heyrðu þá tala tungum  og mikla Guð."  Post. 10: 44.-46.

* „Er Páll hafði lagt hendur yfir þá, kom heilagur andi yfir þá, og þeir töluðu tungum og spáðu." Post. 19: 6.

* „Þegar postularnir í Jerúsalem heyrðu, að Samaría hefði tekið við orði Guðs, sendu þeir til þeirra þá Pétur og Jóhannes. Þeir fóru norður þangað og báðu fyrir þeim, að þeir mættu öðlast heilagan anda, því að enn var hann ekki kominn yfir neinn þeirra. Þeir voru aðeins skírðir til nafns Drottins Jesú. Nú lögðu þeir hendur yfir þá, og fengu þeir heilagan anda." Post. 8: 14.-17.

b) Það er samt sem áður ekki til neitt lögmál um tungutal í Nýja testamentinu, engin regla sem staðhæfir að trúaður maður geti ekki átt fullt frelsi í Heilögum Anda án þess að hann hafi talað tungum. Sú kenning, að tungutal sé nauðsynleg byrjunarsönnun um skírn í Heilögum Anda, skortir grundvöll í Nýja testamentinu.

Páll segir að opinberun Andans sé gefin sérhverjum til þess sem gagnlegt er, en ekki að öllum sé gefin sama gjöf. „Andinn opinberast í sérhverjum til þess, sem gagnlegt er." 1. Kor. 12: 7.

Umfjöllun Páls á tungutali í þessum köflum sýnir, að það var ein margra annarra dýrmætra andlegra gjafa, en ekki að aðeins tungutal væri staðfestandi tákn um leysingu í Andanum.

c) Reynslan sýnir að fólk fær að reyna leysingu Andans í lífi sínu án þess að tala tungum, og gefa það í skyn, að reynsla þeirra sé ekki sönn, af þeirri ástæðu, er biblíulega óréttlætanlegt, skaðlegt og getur skapað þarflausar efasemdir og byrðar.

d) Tungutal er þannig oft einn fyrsti árangur af leysingu Andans, en það er gjöf, og það á ekki að þröngva henni upp á neinn sem lögmáli, þar sem Guð veitir hana í samræmi við hið konunglega lögmál kærleikans, þeim sem eru opnir fyrir henni. Þessi gjöf mun hjálpa þeim og gera þá hæfari til þjónustu.

8. Verð ég að tala tungum?

Nei. Það leiðir augljóslega af undanfarandi svari. Við eigum að fagna yfir því sem Guð hefur komið til leiðar í okkur, fremur en að hafa áhyggjur yfir því sem við höfum ekki eignast ennþá. Fólk sem er áhyggjufullt yfir því sem við höfum ekki eignast ennþá. Fólk sem er áhyggjufullt yfir því að það talar ekki tungum, er jafnvel miklu ólíklegra til að eignast þessa gjöf nokkurn tíma. Það er þegar við þökkum fyrir þá gæsku sem við höfum þegar þegið af Honum, að við verðum opin fyrir nýjum táknum frá Guði um kærleika hans og kraft. Samt sem áður eigum við ekki að fyrirlíta neina af gjöfum Heilags Anda, hversu undaleg og tilgangslaus sem hún kann að virðast okkur mannlegu skynsemi. Við eigum ekki að setja Guði nein takmörk, svo sem, hvernig hann lætur Anda sinn birtast í okkur eða þá að vera ófús til að taka á móti hvaða gjöf sem hann vill gefa okkur - þar er með talin tungutalsgjöfin. Við eigum heldur að vera opin fyrir öllu sem hann vill gefa okkur, vitandi það, að allt sem kemur frá honum er gott.

9. Hvernig get ég vitað að tungutal mitt er raunverulegt?

Það getur verið, einkum fyrst um sinn, að þér finnst tungutal þitt ekki ekta, og að þú sért að búa þetta allt til sjálfur. Ef við höfum í sannleika komið til Guðs í nafni Krists, og verið opin fyrir Andanum, þá eigum við að treysta því að það sem við eignumst sé frá Guði, sem hefur lofað að hann muni ekki gefa okkur „steina,"  þ.e. eitthvað skaðlegt, heldur alltaf „góðar gjafir". „Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast, sem biður, sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim, sem á knýr, mun upp lokið verða. Eða hver er sá maður meðal yðar, sem gefur syni sínum stein, er hann biður um brauð? Eða höggorm, þegar hann biður um fisk? Fyrst þér, sem eruð vondir, hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðir yðar á himnum gefa þeim góðar gjafir, sem biðja hann?" Matt. 7: 7.- 11.

 Ef við höfum verið fengin til að „tala tungum" með mannlegum þrýstingi, þá mun notkun þessarar „gjafar" ekki haf neina andlega þýðingu fyrir okkur, - en ef þetta er sönn gjöf Andans, sem leitað hefur verið eftir og tekið á móti hjá Drottni, þá mun hún, - ef við höldum áfram að nota hana, - sýna að hún er raunverulega andleg með því að:

  • a) Uppbyggja þann sem talar, uppbyggja hann í von, kærleika og nytsemi. „Sá, sem talar tungum, byggir upp sjálfan sig, en spámaðurinn byggir upp söfnuðinn." 1. Kor. 14: 4.

 

  • b) Hjálpa okkur til að vegsama Krist. Þetta er það sem Andinn gerir og gjafir hans sýna þær eru sannar, með því að færa okkur nær Kristi og gera okkur fært að vegsama hann með lofgjörð okkar.

10. Hefur sá sem talar tungum fulla sjálfstjórn?

Já, ef það er Heilagur Andi sem er að verki í honum. Aðal mismunurinn á Heilögum Anda og öllum öðrum (vanheilögum) öndum er sá, að hinir síðarnefndu reyna að ryðja frelsi okkar og persónuleika úr vegi, og reyna að ná valdi yfir okkur með því að láta okkur falla í trans og annað ástand, þar sem við höfum ekki lengur stjórn á okkur. Heilagur Andi er andi máttar, kærleika og stillingar og ávöxtur hans er bindindi, þ.e. sjálfstjórn, og hann vinnur aðeins í gegnum vilja okkar og meðvitandi samvinnu. „En ávöxtur andans er: Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og bindindi."  Gal. 5:22.   Það sem Páll segir um spádóma, á jafnt við um tungutal; „og andar spámanna eru spámönnunum undirgefnir." (1. Kor. 14: 32 sjá neðar.)  NB: Í sumum biblíuþýðingum er talað um að fólk verði frá sér numið („ecstasy") þegar það talar tungum. Slíkt orðalag á þó ekki rétt á sér samkvæmt grískum frumtexta og ber ekki að taka þannig til orða, t.d. skv. 1. Kor. 14: 32. „Andar spámanna eru spámönnum undirgefnir því að Guð er ekki Guð truflunarinnar, heldur friðarins."

11. Er tungutalsgjöfin í dag sama gjöf og veitt var á Hvítasunnunni?

Tungutal sem fjallað er um í 1. Kor 14 var ekki hægt að skilja beint án útleggingar, en þeir sem heyrðu tungurnar, sem, talað er um í Post. 2, gátu hinsvegar skilið þær. Korintubréfið lýsir venjulegustu notkun þessarar gjafar, þar sem útlegging er nauðsynleg, en 2. kafli Postulasögunnar er þó ekki einstakur í sinni röð, því að til eru mörg dæmi úr nútímanum, sem oft eru tengd sérstökum tilfellum eða tímamótum, þar sem einhver hefur heyrt tungutal og þekkt málið sem talað var - sem hefur innihaldið boð frá Guði eða kall frá honum sem hefur haft mikla þýðingu í sambandi við fagnaðarerindið.

Þótt venjulega þurfi að útleggja tungutal, sem talað er opinberlega, er það fullkomlega frjálst í höndum guðs að hann endurtaki kraftaverk Hvítasunnunnar, þannig að menn tali ókunnugt tungumál og að aðrir sem þekkja málið, heyri það og skilji. Þetta er samt sem áður ekki aðalaðferðin eða notkun tungutalsgjafarinnar.

12. Á að leitast við að eignast þessa gjöf?

Líkt og er með allar aðrar gjafir Guðs, er hægt að leitast eftir að eignast þessa gjöf. Orð Páls eiga vissulega við hér, er hann segir: „Keppið eftir kærleikanum. Sækist eftir andagáfunum en einkum eftir spádómsgáfu." 1. Kor. 14: 1. Þetta er samt aðeins ein þessara gjafa og við eigum að leita eftir handleiðslu Guðs í því hverju við eigum að sækjast eftir á hverjum tíma. Aðalþættirnir sem koma hér inn í eru þörf annarra og kirkjunnar og okkar eigin þörf. Við eigum ekki að láta aðra þröngva okkur til að sækjast eftir þessari gjöf, heldur að leita eftir að eignast hana, þegar Guð sannfærir okkur um að við þörfnumst hennar til þess að öðlast lausn innra með okkur til lofgjörðar og þjónustu.

Endilega kíkið á síðuna hjá Lindu okkar þar sem hún er að fjalla um Hvítasunnuna og hvað geriðist fyrir rúmum 2000 árum: 

Jóhann Helgason trúbróðir okkar og bloggvinur minn er einnig með færslu um Hvítasunnuna og Heilagan Anda Endilega kíkið á færsluna hans. slóðin er hér fyrir neðan:

http://vonin.blog.is/blog/vonin/entry/535523/#comments

http://enoch.blog.is/blog/truin_a_jesu/

Mæli með bókunum:

"Þau tala tungum" eftir John L. Sherrill og "Góðan dag Helagur Andi" eftir Benny Hinn.

Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gleðilega hátíð í Jesú nafni.

Rósa Aðalsteinsdóttir

Ási - Vopnafirði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Þakka þér fyrir þetta Rósa, og gleðilega Hvítasunnu.

Ragnar Kristján Gestsson, 12.5.2008 kl. 10:05

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

áhugaverð lesning hjá þér Rósa,og það skemmir engann að lesa í orðinu eða það vil ég meina.......

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 12.5.2008 kl. 10:18

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig elsku Baráttukona.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2008 kl. 10:37

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir strákar mínir. Gleðilega hátíð og takk fyrir innlitið.

Ég var að enda við að skrifa innlegg hjá Lindu og ætla að nota það hér líka að hluta til.

Við erum lánsöm að tilheyra Heilagri Þrenningu.

Guð er kúl

Jesús er kúl

Heilagur Andi er kúl

Jesús var skírður niðurdýfingarskírn:

"Er allur lýðurinn lét skírast, var Jesús einnig skírður. Þá bar svo við, er hann gjörði bæn sína, að himinninn opnaðist, og heilagur andi steig niður yfir hann í líkamlegri mynd, eins og dúfa, og rödd kom af himni: ,,Þú ert minn elskaði sonur, á þér hef ég velþóknun." Lúk. 3: 21.-22.

Fólk heldur að við sjáum Dúfu þegar við tökum skírn og að við þurfum að hrópa á meðan við erum niðri í vatninu að við séum búin að sjá Dúfu. Fyrr fáum við ekki að koma uppúr vatninu.  Þetta er algjör misskilningur en að mínu mati hörku skemmtilegur brandari. Í Hvítasunnukirkjunni -Fíladelfíu sjá skírnþegar aftur á móti Svan. Það er Svanur Magnússon sem hefur gegnt sama embætti fyrir Guð og Jóhannes Sakaríason gerði á dögum Jesú Krists.

þegar Tóti föðurbróðir minn tók niðurdýfingarskírn þá kom sú saga á kreik að hann hefði séð Kola í stað Dúfu en hann var skírður í Lóninu sem er fyrir norðan tangann sem þorpið okkar stendur á. Ég gæti alveg trúað að Tóti hafi sjálfur komið þessari bullsögu á kreik því hann var virkilega skemmtilegur og algjör prakkari.  Nú dansar hann um hin gullnu stræti í hinni himnesku Jerúsalem og syngur af hjartans list "Vort líf það er sigling á æðandi öldum."

Við treystum Drottni fyrir lífi okkar en alls ekki ríkisstjórn Íslands sem kann ekki að stjórna þjóðarskútunni sem nú er stjórnlaus á æðandi öldum.

Guð blessi ykkur og gefi ykkur vonarríka framtíð.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.5.2008 kl. 10:42

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ásthildur mín. Gleðilega hátíð og takk fyrir innlitið.

Guð blessi þig og þína á draumastaðnum okkar á Ísafirði.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.5.2008 kl. 10:45

6 identicon

Sæl Rósa.

Ég kemst ekki hjá því. Mér finnst tungutal óhugnalegt. 

Jakob (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 11:45

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll vertu Pax.

Flott hjá þér að vera með innlegg nr. 7 sem er helg tala.

Þér finnst tungutal óhugnanlegt. Það er ekki skrýtið því þú hefur greinilega ekki kynnst Heilögum Anda persónulega. Ég fór aðeins inná síðuna þín og sá að þú ert í Guðfræðideild. Ég vildi óska að kennarar Guðfræðideildar væru meira en nafnkristnir þannig að ykkur væri kennt um kristnidóminn af alúð og virðingu.Kennt að læra að kynnast Jesú Kristi persónulega. Kennt að komast í snertingu við Heilagan Anda.

Hér á blogginu hjá mér er ýmislegt sem ég vona að sé áhugavert fyrir þig. Ég hef bloggað um barnaskírn og niðurdýfingarskírn. Ég hef skrifað um spíritisma, um miðla og hef bent fólki á hvernig Satan sem er höfundur lyginnar vinnur. Satan setur upp fullt af drasli s.s. spíritisma og hvernig miðlar starfa í líkingu við það sem við lesum í Biblíunni. Þetta gerir hann til að blekkja þá sem eru ekki búnir að lesa Biblíuna sem er leiðarbókin okkar.

Tókstu eftir í byrjun í tíundu grein:

10. Hefur sá sem talar tungum fulla sjálfstjórn?

Já, ef það er Heilagur Andi sem er að verki í honum. Aðal mismunurinn á Heilögum Anda og öllum öðrum (vanheilögum) öndum er sá, að hinir síðarnefndu reyna að ryðja frelsi okkar og persónuleika úr vegi, og reyna að ná valdi yfir okkur með því að láta okkur falla í trans og annað ástand, þar sem við höfum ekki lengur stjórn á okkur.

Svona vinnur höfundur lyginnar.

Skilaðu kveðju til Clarens Glad sem er að kenna í Guðfræðideild Háskólans. Segðu honum frá mér að kenna ykkur um Jesú Krist eins og foreldrar hans kenndu honum.

Endilega komdu aftur inná síðuna ef þú heldur að ég eða aðrir sem rekast hér inn getum svarað spurningum þínum.

Megi almáttugur Guð blessa þig og ég vona að þú öðlist náð að kynnast Jesú Kristi sem persónulegum frelsara og vini.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.5.2008 kl. 13:28

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl kæra vina. Gott að heyra frá þér á ný.  Hvernig hefurðu það þessa dagana?? prófin búin og þú bara á leið í sumarfrí?? eða hvað.  Kær kveðja austur til þín. 

Ásdís Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 13:32

9 Smámynd: Birgirsm

Gleðilega Hvítasunnu Rósa

Postulunum var gefin sú náðargáfa að geta talað við fólk sem hafði annað tungumál en þeir sjálfir til þess að útbreiðsla Fagnaðarboðskaparins gengi sem hraðast og best fyrir sig.   Svo virðist sem hinir trúuðu í Korintuborg, talsvert seinna, hafi svo ákaft þráð að upplifa sömu reynslu,  að þeir hafi búið sér til einhverja eftirlíkingu af tungutali . Páli Postula fannst ástæða til að ávíta söfnuðinn og segja þeim hvorki meira né minna en að þegja. 1Kor 14:28 .   Ég held samkvæmt þessu að þarna hafi fólk verið farið að tala hvert ofaní  annað, engum til gagns. 

 Ég er ekki nærri búinn (  HÚN GRÁNA ER AÐ KASTA)

KVEÐJA í bili     

Birgirsm, 12.5.2008 kl. 13:45

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ásdís mín.

Gleðilega hátíð og takk fyrir innlitið. 

Ég hef það mjög gott miðað við aðstæður og er virkilega fegin að vera komin í frí frá skólanum. Byrja aftur í byrjun september og þá verðum við vinkona mín að glíma saman við enskuna. Ég er algjör rugludallur að vera að þessu á gamalsaldri en þetta er mín ákvörðun og ég skal halda áfram. Ég vona að ég komist aftur út á vinnumarkaðinn og þá er gott að hafa eitthvað í pokahorninu. Ég mun ekki treysta mér aftur í þá vinnu sem ég var í áður.  Ég kvaldi mig í vinnu í tvo áratugi  vegna sárra verkja í höndum. Ég bað verkstjórann minn í frystihúsinu að leyfa mér að pakka í staðinn fyrir að snyrta og mætti ég oft óvild. Þegar ég var 28 ára þá veiktist ég af einhverri skíta flensu. Við höfðum verið að salta síld og komum heim um 7 leytið. Í margar vikur var ég búin að vera með slæman hósta en ég upplifði mig ekki veika þó verkstjórinn minn ísalffisknum segði mér að koma mér heim. Ég svaraði að ég væri ekkert veik þó að tárin rynnu niður kinnarnar af sársauka vegna hóstans. Sennilega fæ ég fálkaorðu fyrir að vera mesta þrjóskudýr á Íslandi. Þegar heim var komið eftir síldarsöltun fór ég í sturtu eftir slorið og þegar ég steig út úr sturtunni hélt ég að það væri jarðskjálfti. Það riðaði allt og allt  gekk í bylgjum. Ég greip um baðvaskinn og stóð þarna nokkra stund og þá komst ég að því að þetta var ég að klikka en ekki jörðin að hristast. Ég kom mér út úr baðherberginu með því að styðja mig við veggina og komst fram í gang og henti mér þar niður í stól. Þar var ég þegar faðir minn kom upp en hann hafði verið hjá bróður mínum og fjölskyldu sem bjuggu þá niðri. Ég man ennþá svipinn í andliti föður míns. Honum var brugðið. Hann hjálpaði mér inní svefnherbergi og Astrid kom og hjálpaði mér einnig. Það var hringt í lækni. Við fórum fram á að ég yrði send í rannsókn. Ég lamaðist hægra megin. Ég fann hvernig líkaminn skiptist í tvennt. Fann hvernig andlitið skiptist í tvennt og ég átti í erfiðleikum með að tala í margar vikur á eftir og hægri höndin var algjör drusla í marga mánuði. Aldrei komu neinar niðurstöður. Sagt var að þetta hefði sennilega verið vírus í blóðinu en áréttað að það hafi ekki fundist neinn vírus í blóðinu. Ég hef aldrei jafnað mig og þó ég sé að blogga þá get ég ekki unnið rétt með hægri hendi. Þess vegna er ég miklu lengur að koma með færslur og hef ég ekki við að tína úr innsláttavillur en ég er þrjósk. Þetta uppgötvaði ég ekki fyrr en ég fór í fjarnám og fór að pikka á lyklaborðið. En ég hef aldrei náð að skrifa eins vel og ég gerði en það verður bara að hafa það. Það var oft erfitt að vinna í frystihúsinu þar sem ég þurfti að halda á hníf í hægri hendi allan daginn. Oft þurftu vinkonur mínar að draga mig að landi í bitaskurði því ég gat ekki unnið eins hratt og þær vegna fötlunar. Það var erfitt að skera síldina og ekki bætti úr þegar hún var mikið ísuð þannig að kuldinn hjálpaði líka að þetta var virkilega erfitt. Ég fór samt fljótlega að vinna og verkstjórinn í saltfisknum setti mig í störf þar sem ég þurfti ekki að beita hægri hendi. Ég saltaði líka þegar við þurftum bara að sortera síldina. Seinni síldarárin var mikið um rúnsöltun þar sem síldin var söltuð með haus og hala. Þetta var erfiður tími að pína sig í vinnu í mörg ár og var það einn af mínum sérfræðingum sem þurfti að koma fyrir mig vitinu að hætta að vinna áður en allt færi í óefni. Ég þrjóskaðist samt áfram og hugsaði bullið í honum, þetta mun lagast en það versnaði og versnaði og að lokum játaði ég mig sigraða fyrir honum. Það er sorglegt hvernig við mætum óvild frá ráðamönnum þjóðar okkar og upplifi ég mig sem bagga á þeim. Þau hefðu frekar viljað nota þessa peninga til að byggja ný sendiráð og geta flogið í einkaþotum á vit ævintýranna og ekki myndi nú skemma ef væri sendiráð Íslendinga á áfangastað þar sem hægt væri að eyða peningum í rándýrar veislur, sukk og svínarí. Jakob Frímann fékk aldeilis fína ráðningu nýlega. Hann þarf bara að vinna í tvo mánuði þá er hann búinn að ná heildarártekjunum mínum og meira til.  

Við pabbi þurfum að fara til Akureyrar seinnipartinn í maí.  Þar hittum við bæði gigtlæknir og hann hittir einnig taugsérfræðing vegna miðtaugkerfis en pabbi sýnir mörg einkenni parkinson sjúklings. Svo komum við til Reykjavíkur í júní. Þar mun pabbi hitta augnlæknir og hjartalæknir vegna gangráðs. Ég stefni á að hafa það skemmtilegt í júlí en engin utanlandsferð er í deiglunni nú í sumar eins og ég gerði þegar ég var að verða þrítug og fertug. Þá dreif ég mig til Kanada en nú þegar ég er að verða fimmtug þá mun ég því miður ekki fara til Kanada. Eins og þú veist þá vöðum við ekki í peningum og við fáum óbein skilaboð frá forráðamönnum þjóðarinnar að við séum baggi á þjóðfélaginu og að við höfum nóg.

Guð blessi þig kæra Ásdís

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.5.2008 kl. 15:10

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ágætis pistill hjá þér, Rósa og gleðilega hátíð.

Theódór Norðkvist, 12.5.2008 kl. 15:16

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Birgir.

Þetta er rétt hjá þér. Við þurfum að biðja Guð um aðgreiningaranda. Ég hef verið á samkomum þar sem fólk hefur verið með tungutal og útlistun sem er algjört bull. Sorglegt að svona skuli ekki vera stöðvað.

Ég man eftir þegar ég var um tvítugt og var stödd í Reykjavík. Þar voru nokkrir alltaf að tala tungum og útlista og ég gat aldrei sætt mig við þetta. Í eitt skipti þá var maður sem talaði tungum og svo um leið og hann sleppti síðasta orðinu í tungutalinu þá fór hann að útlista svo enginn annar myndi útlista. Hann endaði útlistunina með því að segja og svo framvegis og svo framvegis. Það þarf engan gáfumann til að sjá að þetta var ekki frá Guði. Ég er alveg með það á hreinu þegar Guð almáttugur talar við okkur börnin sín þá talar hann skýrt og notar ekki svona orð eins og ég var vitni að. Get ekki gleymt þessu. Við eigum að vera með aðgát þegar við notum náðargjafir Guðs.

Ég var á Neskaupsstað fyrir helgi og þar fór ég í fjárhúsið til að sjá fallegu lömbin. Það var mjög slæmt veður þarna, það snjóaði og stundum svolítið hvasst. Bóndinn og synirnir drifu fé í hús um hádegi á föstudag. Á laugardagsmorgunn hafði snjóað meira og það var allt hvítt. Þegar við pabbi fórum um hádegi frá Neskaupsstað var kominn 10 stiga hiti og það rauk uppúr malbikinu. Vonandi er þetta síðasta hretið, allavega fyrir bændur.

Guð blessi þig

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.5.2008 kl. 15:26

13 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Gleðilega hátíð og takk fyrir innlitið.

Sæll Teddi minn, ég á nú von á að það verði gustur hérna en þá verður bara tekist á við það jafnóðum.

Sæl Guðlaug mín Helga. Þakka þér fyrir góðar kveðjur. Nú fer að nálgast að ég kem með ritgerðina um Séra Jón eldklerk svo það verður hörku stuð hjá mér í bloggheimum næstu daga.

Guð blessi ykkur

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.5.2008 kl. 15:32

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl elsku Rósa. Þú hefur mætt miklu mótlæti í lífinu, það les ég hjá þér. Takk fyrir að deila þessu með mér/okkur sem hér lítum inn.  Þú ert dugnaðarforkur og ég vona að læknisheimsóknir ykkar pabba þíns skili engu slæmu, allavega ekki verra en nú er.  Hafðu það gott mín kæra og kannski þú bara látir mig vita þegar þú verður í borginni, það væri hægt að fá sér kaffi saman ef ég er á ferðinni.  Kær kveðja til þín

Ásdís Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 16:19

15 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Góður pistill hjá þér að vanda Rósa og vona að helgin hafi verið góð hjá þér  Hún var bara fín hjá mér , reyndar varð ég að rifja upp afhverju Hvítasunnuhelgin væri .. Bestu kveðjur

Erna Friðriksdóttir, 12.5.2008 kl. 16:43

16 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Rósa, ég er með spurningu. Hvers vegna er tungutal undantekningalaust bull þegar ég heyri það á upptökum, en alltaf þegar einhver tungutalstrúmaður segir mér sögur af tungutali, þá er það alltaf franska, sænska eða eitthvað álíka?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.5.2008 kl. 17:31

17 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð. Gleðilega hátíð og takk fyrir innlitið.

Ásdís mín. Sennilega kem ég á Selfoss að hitta Hallgrím og þá ætla ég að heilsa uppá þig.

Erna mín. Ég er á leiðinni á síðuna til þín og hinna bloggvina minna. Búin að vanrækja ykkur vini mína alltof lengi. Vona að færslan mín hafi minnt þig á hvers vegna við höldum uppá Hvítasunnudaginn.

Sæll Hjalti Rúnar. Ég skal reyna að svara spurningu þinni í einlægni en ég tek það fram að ég er bara mannleg og hef ekki svör við öllu. Bróðurdóttir mín sagði þegar hún var lítil stúlka: "Ég er bara ég." Mögnuð setning og passar við okkur öll.

Stundum er tungutal algjört bull. Við vitum öll að það er misjafn sauður í mörgu fé. Þannig er það með okkur líka. Við erum mannleg og breysk eins og aðrir. Stundum er tungutalið og útlistun frá Guði og hefur mikil og góð áhrif. Spádómar eru líka oft mjög góðir en svo eru sumir með bull. Það var merkilegt þegar maður nokkur sagði frá því í Þýskalandi að Berlínarmúrarnir myndu verða eyðilagðir. Fólkið var mjög ósátt og hann fékk orð í eyra. En hvað gerðist svo? Spádómurinn rættist.

Læt þetta duga í bili en endilega komdu aftur ef þú ert með spurningar.

Guð blessi ykkur öll.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.5.2008 kl. 18:28

18 identicon

Takk fyrir pistilinn. Hann er aldrei of oft lesinn. Fór í kirkju í gær og leið vel.

Hvernig hefur þér gengið í prófunum?

Bestu kveðjur austur. /SJS

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 21:58

19 Smámynd: Linda

Sæl Rósa mín, þú hefur fengið meil frá mér. Útskýrir m.a. hversvegna ég ekkert bloggað síðan á Hvítasunnudag.  Frábær pistill og knús á þig vinkona

Linda, 13.5.2008 kl. 01:32

20 identicon

Sæl Rósa mín.

Ég sem ætlaði að vera sofnaður og kominn í góða hvíld

 En, því miður hef ég ekki stjórn á því,veikindanna vegna .en ég segi og meina allt er þetta ti bóta.

Mér fannst þetta mjög góð grein, ásamt útskýringum. og ég ætla að spyrja þig persómuslega síðar um ákveðna hluti.sem skifta mig miklu máli sambandi við mína trú.

´Nú langar mig að biðja þig að vera okkar fræðari, þá á ég við að birta okkur á blogginu það sem skiftir miklu máli að við  sem á skemmri veg erum komln vitum.

Einlæglega takk fyrir, Rósa mín.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 03:10

21 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið. Hér skín sólin og ég sé að bátarnir eru að sigla út fjörðinn til að fanga grásleppuna.

Sæl Sigrún mín. Ég hef ekki fengið niðurstöður úr stærðfræðiprófinu. Ég lét kennslustjórann minn vita að ef ekki væri gripið til einhverra ráða þá færi prófkassinn ekki fyrr en á morgunn því póstbíllinn verður farinn áður en bankinn og pósthúsið opna í dag. Við búum á hjara veraldar og þessi þjónusta er opin frá kl. 12:30 til 16:00. Mögnuð þjónusta en sem betur fer getum við farið og tekið út peninga og eins notað heimabanka.

Frábært hjá þér að fara í kirkju. Ég fór í Hvítasunnukirkjuna á Hvítasunnudag hér heima. Horfði tvisvar á samkomu frá Hvítasunnukirkjunni í Reykjavík en þau voru í ríkissjónvarpinu og svo er fastur liður að halda útvarpsmessu á Annan í Hvítasunnu í ríkisútvarpinu. Þetta var magnað en útförin hans Aðalsteins Jónssonar frá Eskifirði toppaði þetta allt. Það kom hópur úr gospelkór Fíladelfíu til Eskifjarðar og sá um sönginn sem var kom frá hjartanu. Presturinn stóð sig svo vel og ræðan var mögnuð. Vona að Geir Haarde hafi lært eitthvað en Alli vinur minn lagi áherslu á mannauðinn en ríkisliðið  á allt annað en fólkið í landinu. Það var líka svo yndislegt að heyra prestinn biðja. Þarna heyrði ég að einlægt barn Guðs var að biðja. Engar þulur. Þetta líkar mér að við komum fram fyrir Drottinn í einlægni og biðjum hann um miskunn og einnig blessun okkur og öllum öðrum ábúendum þessa lands til handa.

Sæl Linda mín. Búin að lesa bréfið og ég ætla á eftir að senda þér bréf. Ég tók mér bessaleyfi og vísaði á pistilinn þinn því við vorum að blogga um sama efni.

Sæl Helga mín. Sniðugt innlegg úr Reykjanesbæ. Vona að þú sofir vel en ég heyrði að það í útvarpinu rétt áðan að það væri rigning og þá best að halda áfram að sofa.

Sæll Þórarinn minn. Ja hérna, hm, bón þín. Bróðurdóttir mín sagði þegar hún var lítil stúlka: "Ég er bara ég." Þessi orð  passar svo ágætlega við mig. Faglært fólk í Biblíukennslu er allt í kringum þig. Margir hafa farið í Biblíuskóla og hafa gráður og aftur gráður. Ég veit ekki hvernig Biblíulestrarnir eru núna en þegar ég bjó í reykjavík voru þeir hressilegir. Viið systkinin sóttum kirkjuna vel og fengum hól fyrir og okkur sagt að við stæðum okkur miklu betur að rækta kirkjuna en unglingarnir sem tilheyrðu Hvítasunnukirkjunni. En við vorum svöng og þráðum að heyra Guðs orð og þess vegna sóttum við stíft í kirkjuna. Ég er svo lánsöm að eiga helling af efni sem hefur safnast hér í gegnum árin en það er málið að koma þessu á prent. Hægri höndin er ekki hlýðin. ætli ég sæki ekki um styrk hjá Geir Haarde svo ég geti ráðið einkaritara. Sorglegt að þú gast ekki hvílst í nótt en ég vona að þú sofir núna á þín græna

Fréttir í útvarpinu. Olíuverð á uppleið og svo er verið að tala um Hillary og aftur Hillary.

Guð blessi ykkur og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.5.2008 kl. 07:06

22 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Sæl elsku Rósa mín takk fyrir góðan pistill guð veri með þér og þínum.

Viltu biðja fyrir mér ég þarf svo mikið á því að halda hjálp.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.5.2008 kl. 12:01

23 identicon

Blessuð Rósa!

Takk fyrir að leggja svona mikla vinnu í gott efni!

Takk líka fyrir að kíkja á mína síðu.Það er líka frábært þegar þeir sem eru að gera grín að okkar trú

lesa pistlana okkar. Blessun fylgi þér og þínum fyrir austan. 

Halldóra Ásgeirsdótti (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 13:00

24 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Katla mín. Svo sannarlega vil ég biðja fyrir þér. Þakka þér fyrir góðar óskir fyrir mig og fjölskyldu mína. Ekki veitir af. Við vorum að fá slæmar fréttir af fjölskyldumeðlim á meðan ég var að skrifa þér.

Ég er búin að senda þér tölvupóst.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.5.2008 kl. 13:30

25 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Halldóra mín.

Ég tók ekki eftir innlegginu þínu en það hefur skotist inná milli hjá okkur Kötlu. Ég mátti til að gera at í gestinum þínum. Hann þrætir aldrei þegar hann er nafngreindur en Guðsteinn trúbróðir okkar er búinn að gera þetta oft og aldrei kemur leiðrétting um að þetta sé ekki rétt. 

Endilega skráðu þig inn áður en þú sendir athugasemd svo gestirnir mínir geti séð mynd af þér og eins farið inná síðuna þína beint frá mér.

Guð blessi þig og þína.

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.5.2008 kl. 15:45

26 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Katla mín.

Hann pabbi var að biðja fyrir mákonu sinni í dag og svo dró hann orð fyrir hana sem ég ætla líka að senda þér.

"Kona, sem hafði haft blóðlát í tólf ár, kom þá að baki honum og snart fald klæða hans. Hún hugsaði með sér: ,,Ef ég fæ aðeins snert klæði hans, mun ég heil verða." Jesús sneri sér við, og er hann sá hana, sagði hann: ,,Vertu hughraust, dóttir, trú þín hefur bjargað þér." Og konan varð heil frá þeirri stundu."

Dásamlegt að hann skildi draga orð þar sem talað var um konu og trú konunnar hafði bjargað henni og hún varð heil frá þeirri stundu. Þetta var engin tilviljun heldur bænheyrsla. 

Guð veri með þér og fjölskyldu þinni.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.5.2008 kl. 15:52

27 Smámynd: Birgirsm

Sæl aftur Rósa

Smá pælingar frá mér úr 14 kafla 1. Korintubréfs.

Vers 1. og 5. sýna okkur að sú náðargjöf sem spádómsgáfan er, er okkur mikilvægari en tungutalið,,,,,

Vers 6.  segir okkur og fullyrðir að tungutal sem ekki gefi af sér opinberun,, þekkingu,, spádóm,, eða kenningu sé gagnlaust,,,,,

Vers 9.-24. Í þessum versum finnst mér eins og Páll sé hálf argur, allavega óþolinmóður. Út af hverju ? Jú, vegna tungutals sem engin skilur, og enginn nýtur góðs af.,,,,

Vers 18-19 segja eftirfarandi :18Ég þakka Guði, að ég tala tungum öllum yður fremur, 19en á safnaðarsamkomu vil ég heldur tala fimm orð með skilningi mínum, til þess að ég geti frætt aðra, en tíu þúsund orð með tungum.

Vers 23 segir eftirfarandi:  23Ef nú allur söfnuðurinn kæmi saman og allir töluðu tungum, og inn kæmu fáfróðir menn eða vantrúaðir, mundu þeir þá ekki segja: "Þér eruð óðir"?

Vers 27-28 segir: 26Hvernig er það þá, bræður? Þegar þér komið saman, þá hefur hver sitt fram að færa: Sálm, kenningu, opinberun, tungutal, útlistun. Allt skal miða til uppbyggingar. 27Séu einhverjir, sem tala tungum, mega þeir vera tveir eða í mesta lagi þrír, hver á eftir öðrum, og einn útlisti. 28En ef ekki er neinn til að útlista, þá þegi sá á safnaðarsamkomunni, sem talar tungum, en tali við sjálfan sig og við Guð.

Vers 39-40 segir: 39Þess vegna, bræður mínir, sækist eftir spádómsgáfunni og aftrið því ekki, að talað sé tungum. 40En allt fari sómasamlega fram og með reglu

Segir þetta ekki dálítið, en ég held að það besta sem fólk gerir sé að lesa þetta sjálft og pæla í þessu án fordóma og með opnum og vakandi huga,

Kveðja til þín Rósa og Guð blessi þig

Birgirsm, 13.5.2008 kl. 20:10

28 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Tungutalið mun alltaf vekja upp umræður, tungutal frá Guði er dýrmæt gjöf sem höndla þarf rétt og tek ég undir með ykkur Birgism, í þeim efnum. Aðalmálið með gjafir andans er að fara innum þrönga hliðið og stunda bænalíf, lestur orðsins og helgun svo að andans gjafir séu svo sannarlega frá Guði en ekki einhverjum öðrum sem stundar eftiröpun.

Jesús sjálfur gerir mest úr kristniboði og því ættum við að leggja allt okkar í það, við eigum í fyrsta öðru og þriðja lagi að nota okkar talentur(hæfileika og tækifæri) til að boða Krist, við eigum að stefna að því að margfalda talenturnar okkar og að sjálfsögðu er eina leiðin til þess að beina athygli allra að Jesú. Hversu mikið uppsker hver kristinn maður? er ekki uppskeran mæld í fjölda sálna sem við höfum leitt til Drottins?

Guðrún Sæmundsdóttir, 13.5.2008 kl. 22:20

29 Smámynd: Jóhann Helgason

Sæl Rósa  virkilega æðislega færsla hjá þér  Og þú hefur greinilega lagt á þig mikla vinnu í þetta frábæra  efni!

Frábær pistill hjá þér

Guð Blessi þig kæra vinkona

Jói

Jóhann Helgason, 13.5.2008 kl. 23:04

30 identicon

Sæl Rósa.

Ég kemst ekki hjá því að hugsa (þótt að ég efa að það hafi verið meint á þann hátt sem ég túlka það) að mér finnist svar þitt frekar yfirlætislegt, sem mér finnst engan vegin stemma við þína persónu.

"Það er ekki skrýtið því þú hefur greinilega ekki kynnst Heilögum Anda persónulega."

Trúarupplifanir fólks eru mjög mismunandi og mótast mjög af samfélagi og umhverfi manna. Jesús talar um tungutal sem gjöf. Einnig eiginleikan til að reka út illa anda og drekka eitur. Ef ég gæti sagt fjöllum að færa sig myndi það væntanlega reyna mikið á auðmýkt mína að gera mig ekki að sjálfsskipuðum postula. 

Ég á erfitt með að treysta tilfiningum, hvað þá tilfiningum annara. Ég sá einu sinni hryllingsmynd og lengi á eftir gat ég talið mér trú um að ég sæi litla myrta japanska stelpu horfa inn um alla glugga, bakvið allar dyr. Ég fann fyrir henni fylgjast með mér þegar ég fór að sofa. Tilfiningar blekkja

Trúað fólk býst við tungutali því það er boðað í ritningunni. Ég hugsa einlægnislega um hvort það komi einhverjum nátúrulega án þess að hugsa um það sem staðall til að ná. (með litla vitneskju á ritningunni en órjúfanlegt traust til föðursins?). Tungutal sem birtist í einrúmi en ekki í margmennri samkomu þar sem stemming og múgæsingur dregur fólk áfram í það sem er boðað fyrirfram. Eitthvað sem verður staðall (eða krafa?) sanntrúaðra.

Tungutal er ódýr sönnun sanntrúar af því sem Jesú boðar. Hví er ekki það sama fólk og gólar yfir samkomur auglýsingar um tengingu sína við heilagan anda að svolgra eitur í hápunkti samkomunar?

Ég ætla þó ekki að útiloka að það sé til mun dýpra og skilningsríkara samband við heilagan anda en það sem ég tel mig hafa, því ég vissi ekki að tilvera þess sambands sem ég tel mig hafa núna væri möguleg!

Líklega ert þú og hinn almenni tungutalari á mun dýpra plani en ég, eða þessvegna allt öðru tilverustigi sem ég geri mér vart grein fyrir, ég útiloka ekkert. En það er jú þar sem auðmýktin kemur inn að við getum öll talað saman á sama tilverustigi.

Bestu kveðjur og takk fyrir greinargóðan pistil. 

Jakob (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 01:52

31 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Pax, ég sé það ekki í ritningunni að allir tali tungum, gjafir andans eru margar og sumum er ætlað tungutal á meðan öðrum er ætlað eitthvað annað, ég veit ekki til þess að móðir Teresa hafi talað tungum og svo sannarlega var hún Guðs þjónn og drifin áfram af heilögum anda. Kærleikurinn er helsti ávöxtur heilags anda, og láttu engan telja þér trú um það að þú sért ekki nógu "andlega djúpur"

Guðrún Sæmundsdóttir, 14.5.2008 kl. 07:22

32 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Birgir og Guðrún.

Takk fyrir innlitið. Guðrún er búin að svara pælingum þínum Birgir mjög vel. Hér fyrir ofan var ég búin að svara ýmsu í sambandi við tungutalið. Það þarf að fara með gát með allar náðargjarfir Guðs og það hef ég bent á hér fyrir ofan. Ég vona Birgir minn að þú hafir lesið það. Vers 40 sem þú vitnar í er það sem þarf virkilega að undirstrika: "En allt fari sómasamlega fram og með reglu." Ég var byrjuð að skrifa rit um Gjafir Andans - Náðargjafirnar þegar ég kom heim á laugardagskvöldið frá Eskifirði en ég sá að ég myndi aldrei klára það og eiga eftir að útbúa færslu sem ég vildi birta um Hvítasunnuhelgina. Ég varð vegna fötlunar minnar að bíða með ritið um Náðargjafirnar og drífa í þessari færslu og komst hún loksins inná netið kl. 4 aðfaranótt mánudags. Ekki ætla ég að úttala mig neitt um hvað sé mikilvægara en allt helst þetta í hendur og hefur tungutla og útlistun oft verið til blessunar. Vildi koma með þessa færslu núna vegna Hvítasunnuhelgarinnar. Upphafsvers í færslunni segja allt um hvers vegna ég valdi að koma með þessa færslu núna:

"„Þá er upp var runninn Hvítasunnudagur, voru þeir allir saman komnir. Varð þá skyndilega gnýr af himni eins og aðdynjanda sterkviðris og fyllti allt húsið, þar sem þeir voru. Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvern og einn þeirra. Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla." post. 2: 1.-4.

Enn og aftur takk fyrir innlitið og það væri gaman ef einhverjir spekingar dyttu hér inn og gætu ausið úr viskubrunnum sínum en eins og þú Birgir minn veist þá virðist þetta fólk sem hefur verið í Biblíuskóla í fleiri fleiri ár ekkert vilja hjálpa okkur en þú veist að ég sendi bréf út um allt vegna Boðorðana 10.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.5.2008 kl. 14:16

33 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.

Sæll Jói minn. Þegar ég sá færsluna þína þá fór ég inná færsluna mína og setti þar inn ábendingu þannig að fólk geti farið og lesið pistilinn þinn um Hvítasunnuna. Takk fyrir hólið en þetta var mest bara vinna að koma þessu inná netið. Ritið er úr blaðinu "Renewal" og fyrsti textinn beint úr Biblíunni. Þar sem ég veit að sumir sem eru að lesa hér eiga ekki Biblíu þá fór ég inná netið og náði í ritningarversin sem vitnað var í þannig að fólk gæti fengið að lesa versin líka.

Sæl Helga mín. Frábært að nú er komið að því að fara á Reykjalund í viðgerð. gott að heyra að það gengur vel hjá ykkur. Gangi þér vel á Reykjalundi. Þar er gott að vera en eftir að ég fór á Kristnes þá vil ég frekar vera þar.

Guð blessi ykkur, varðveiti og lækni.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.5.2008 kl. 14:27

34 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Guðrún og Jakob -Pax.

Jakob þú skrifaðir: "Ég kemst ekki hjá því. Mér finnst tungutal óhugnanlegt." Þegar maður hefur sjálfur ekki upplifað eitthvað getur það virkað óhugnanlegt og mér finnst leiðinlegt að þú skyldir taka þessu að ég væri með yfirlæti. Þegar fólk hefur farið á lækningasamkomur eða horft á þær í sjónvarpi finnst þeim oft hálf óhugnanlegt að horfa á það sem er að gerast. Mér finnst það ekki því ég hef sjálf læknast af flogaveiki þegar ég var að verða 14 ára gömul. Ég fór fram til fyrirbænar og ég fann kraft koma yfir mig sem byrjaði efst og fór um líkamann minn. Þetta var ég að meina ef maður hefur ekki sjálfur komist í snertingu við eitthvað eins og tungutal getur það auðvita virkað fyrir þá sem horfa á fólkið og hlustað haldið að þarna sé rugl í gangi. Birgir kemur með vers úr 1. Korintubréfi 14: 23. "Ef allur söfnuðurinn kæmi saman og allir töluðu tungum, og inn kæmu fáfróðir menn eða vantrúaðir, mundu þeir þá ekki segja: "Þér eruð óðir."???? Ég hef farið á samkomur þar sem ég var alveg frosin því mér fannst fólkið með öfga og skrílslæti. To much for me.

Jakob þetta var athyglisvert innlegg hjá þér og langar mig að skoða það betur en núna er fólk að kom hingað til mín. En mundu að ég er ekkert betri en þú og ekkert á hærra plani eða dýpra plani. Við erum öll jafningjar allavega les ég það í Biblíunni að Jesús fer ekki í mangreiningarálit og við erum alveg jafn merkileg eins og t.d. forráðamenn þjóðar okkar ef ekki merkilegri.

Guðrún kærar þakkir fyrir innlegg þitt. Gott hjá þér að segja Jakobi: "láttu engan telja þér trú um það að þú sért ekki nógu "andlega djúpur" En þú veist sjálf Guðrún að stundum hefur fólk misskilið þig á þinni bloggsíðu og þú hefur þurft að leiðrétta fólk svo það geti tekið gleði sína á nýjan leik.

Guð veri með ykkur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.5.2008 kl. 14:52

35 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl elsku Rósa.  Ég var í göngutúr í dag og kíkti inn á bókakaffi hér í bæ. Rakst þar á bók sem mér datt í hug að senda þér, kaannski áttu hana eða hefur lesið hana, en mig langaði bara allt í einu að senda þér hana. Þú lætur mig vita.  Knús til þín

Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 20:13

36 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Elsku Rósa mín

ég var allsekki að meina að þú værir með slíkt yfirlæti gagnvart fólki að það væri ekki nógu "andlega djúpt " þú hefur aldrei verið með slíka kennslu á þinni síðu, en þú veist jafnvel og ég að margir falsspámenn og falspredíkarar eru þegar komnir, eins og spáð var fyrir um að myndi verða í fyllingu tímans, sem munu reyna að afvegaleiða hina kristnu. og ef þú hugleiðir það hvaða aðferðir myndu nú best gefast til þess, væru það þá t.d. ekki einhver svona kennsla einsog "þú ert ekki nógu andleg eða eitthvað slíkt? Og í stað þess að ganga inn um þrönga hliðið og láta Guð sjálfan um að gefa viðkomandi þá smurningu sem að Guð hefur ákveðið, að þá er farið og fengið eitthvað quick fix hjá einhverjum öskrandi útlenskum predíkara og helst ekki hætt fyrr en legið er tímunum saman í hlátur eða öskurkasti.

Guðrún Sæmundsdóttir, 14.5.2008 kl. 22:04

37 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælar stelpur. Takk fyrir innlitið.

Ásdís mín, alveg óþarfi að vera að spandera peningum í bókakaup fyrir mig. Hvað heitir bókin?

Takk fyrir vináttuna og tryggð við mig.

Guðrún mín, ég var að hæla þér að taka af skarið og skrifa Jakobi en ég virkaði yfirlætisleg við hann sem ég er búin að taka fram að mér þykir leiðinlegt og var misskilningur.

Bæði ég og þú höfum lent í því að fólk misskilur okkur og þá þurfum við að leiðrétta misskilninginn á síðunum okkar  eða ef þetta var með vilja gert þá þurfum við að biðja fólkið um fyrirgefningu. Við nefnilega gleymum oft að telja uppá tíu eða meira áður en við svörum fólki sem er ekki á sömu skoðun og við og er ókurteist. Tek það fram að Jakob var ekki ókurteis.

Ég var mjög ánægð að þú skrifaðir hughreystandi orð til Jakobs bloggvinar míns.

Ég skal sko segja þér mín kæra að ég er mikill gallagripur og geri margt rangt en ég held þó ég sjálf segi frá að ég hafi aldrei verið montin og verið merkileg með mig og haldið mig mikinn pappír.

Sjálfsálitið hefur oft í gegnum ævina ekki verið uppá marga fiska og þess vegna gat ég ekki staðið gegn ýmsu sem ég þurfti að upplifa. Þannig að endilega taktu þessu ekki svona Guðrún. Það er allt í orden hérna megin.

Sæl og blessaður Jakob minn. Ég er ennþá að pæla í sumu í innlegginu þínu sem ég er ekki alveg að fatta en vonandi kviknar á perunni. Þessi setning: "Hví er ekki það sama fólk og gólar yfir samkomur auglýsingar um tengingu sína við heilagan anda að svolgra eitur í hápunkti samkomunar?" Margt í innlegginu þínu fannst mér athyglisvert og frábært eins og t.d. þegar þú skrifaðir um auðmýktina og eins að geta verið á sama tilverustigi eða á sama plani og rætt málin. Eins skil ég vel þegar þú eða aðrir horfa á hryllingsmyndir að það getur oft haft vond áhrif á mann og ef ég hef lent í þessu þá þarf ég virkilega að reyna að koma þessum hryllingi út úr hausnum á mér svo þetta ógeð sem ég sá sé ekki að bögga mig. Svo getur fólk hrokast upp ef það hefur t.d. beðið fyrir sjúkum og fólk læknast og það gleymir svolítið að jú það bað en það var Jesús sem læknaði.

Verum keik.

Guð blessi ykkur

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.5.2008 kl. 00:13

38 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

"Vitið þér ekki, að líkami yðar er musteri heilags anda, sem í yður er og þér hafið frá Guði? Og ekki eruð þér yðar eigin. Þér eruð verði keyptir. Vegsamið því Guð með líkama yðar." 1.Kor. 6: 19.

"Ég mun biðja föðurinn, og hann mun gefa yður annan hjálpara, að hann sé hjá yður að eilífu, anda sannleikans, sem heimurinn getur ekki tekið á móti, því hann sér hann ekki né þekkir. Þér þekkið hann, því hann er hjá yður og verður í yður." Jóh. 14: 16.-17.

"En ég segi yður sannleikann: Það er yður til góðs, að ég fari burt, því ef ég fer ekki, kemur hjálparinn ekki til yðar. En ef ég fer, sendi ég hann til yðar." Jóh. 16:7 

"En þegar hann kemur, andi sannleikans, mun hann leiða yður í allan sannleikann. Hann mun ekki mæla af sjálfum sér, heldur mun hann tala það, sem hann heyrir, og kunngjöra yður það, sem koma á." Jóh. 16.13. 

"Ég skíri yður með vatni til iðrunar, en sá sem kemur eftir mig, er mér máttugri, og er ég ekki verður að bera skó hans. Hann mun skíra yður með heilögum anda og eldi." Matt. 3: 11

"Síðasta daginn, hátíðardaginn mikla, stóð Jesús þar og kallaði: ,,Ef nokkurn þyrstir, þá komi hann til mín og drekki. Sá sem trúir á mig, - frá hjarta hans munu renna lækir lifandi vatns, eins og ritningin segir." Þarna átti hann við andann, er þeir skyldu hljóta, sem á hann trúa. Því enn var andinn ekki gefinn, þar eð Jesús var ekki enn dýrlegur orðinn." Jóh. 7: 37.-39.

"Fyrst þér, sem eruð vondir, hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðirinn himneski gefa þeim heilagan anda, sem biðja hann." Lúk. 11:13.

"Er hann var með þeim, bauð hann þeim að fara ekki burt úr Jerúsalem, heldur bíða eftir fyrirheiti föðurins, ,,sem þér," sagði hann, ,,hafið heyrt mig tala um. Því að Jóhannes skírði með vatni, en þér skuluð skírðir verða með heilögum anda, nú innan fárra daga."Post. 1: 4.-5.

"En þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar."Post. 1: 8. 

"Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla." Post. 2: 4.

"Pétur sagði við þá: ,,Gjörið iðrun og látið skírast hver og einn í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar; þá munuð þér öðlast að gjöf heilagan anda." Post. 4: 31.

"Drekkið yður ekki drukkna af víni, það leiðir aðeins til spillingar. Fyllist heldur andanum, og ávarpið hver annan með sálmum, lofsöngum og andlegum ljóðum. Syngið og leikið fyrir Drottin í hjörtum yðar, og þakkið jafnan Guði, föðurnum, fyrir alla hluti í nafni Drottins vors Jesú Krists." Efes. 5: 18.-20.  

Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.5.2008 kl. 00:56

39 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Sæl vinkona og til hamingu með námsárangurinn. Það er greinilegt að´þeir sem vilja ´þeir geta. 'eg hef verið óvirkur á blogginu nú um stundir, og verð það örugglega á næstu mánuðum. Nenni ekki að eyða tíma mínum við að hanga yfir tölvunni þegar komið er sumar.Má vera ef kemur rigningakafli eða einhvert leiðindaveður að maður stingi niður staf. Ég hef nóg við að vera úti við og tek það framyfir slímsetur við tölvuna. Eins og ég sagði áðan ef gerir ótíð mikla, blogga ég kannski og eins ef einhver mjög merkileg tíðindi fanga hug minn. Við eigum trúlega eftir að hittast oft í sumar, en ég þakka þér samfylgdina á blogginu í vetur og mun gera vart við mig aftur með haustinu.

Kær kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 18.5.2008 kl. 15:30

40 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Ari minn.

Takk fyrir innlitið. Ég var einmitt að hugsa um hvar þú eiginlega varst. Ég ætlaði að kvitta hjá þér þegar ég var búin í prófinu en þá var sú færsla lokuð og svo var aldrei nein hreyfing. Bíst við að það komi los á fleiri en þig yfir sumartímann. hann er ekki svo langur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.5.2008 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband