FALLEG BÆN

 

Ég bað Guð að taka burt venjur mína.

Guð sagði NEI.

Ég á ekki að taka þær burt, heldur átt þú að láta af þeim.

Ég bað Guð að gefa mér þolinmæði.

Guð sagði NEI.

Þolinmæði er afleiðing andstreymis.

Hún er ekki gefin, hún er þjálfuð.

Ég bað Guð að gefa mér hamingju.

Guð sagði NEI.

Ég veit þér blessun. Hamingja er undir þér komin.

Ég bað Guð að leyfa mér að sleppa við sársauka.

Guð sagði Nei.

Þjáningin fær til að hugsa ekki bara um daglegt vafstur þessa heims

og hún dregur þig nær mér.

Ég bað Guð um að hjálpa mér að vaxa andlega (í trúnni).

Guð sagði NEI.

Þú verður að vaxa sjálf(ur)!,

en ég vil sníða þig til, móta svo að þú berir ávöxt.

Ég bað Guð um alla hluti svo að ég mætti njóta lífsins.

Guð sagði NEI.

Ég vil gefa þér líf svo að þú megir njóta allra hluta.

Ég bað Guð að hjálpa mér að ELSKA aðra jafnmikið og hann elskar mig.

Guð sagði JÁ...... loksins ertu farinn að skilja hvað er mikilvægt.

Ef þú elskar Guð, miðlaðu þá þessum boðskap með öðrum.

ÞÚ ÁTT DAGINN Í DAG. EKKI LÁTA HANN FARA TIL SPILLIS.

„Þú gætir verið öllum heiminum sem einhver venjuleg manneskja, en einhverri venjulegri maStrákur að biðjanneskju Stúlka að biðjasem allur heimurinn."

Guð blessi þig!

 Vinkona mín

Það var búið að ákveða að hún ætti að fara í hjartaskurð á morgunn. Ég var búin að vera í símasambandi við hana í morgunn og einnig mann hennar. Ég sagði henni að ég skildi senda trúsystkinum okkar bréf og biðja þau að biðja fyrir henni. Rétt eftir að bréfin voru farin þá hringdi hún og sagði mér að það væri búið að ákveða að fresta aðgerð. Ég viðurkenni að það var viss léttir því ég vissi að hún var ekki í nógu góðu líkamlegu ástandi til að fara í svona stóran skurð. Eftir símtalið varð mér hugsað til frænku minnar sem ég missti 1990. Hún var á skurðarborðinu þegar hjartað stoppaði. Hún var aðeins 48 ára gömul.

Hjarta

Ég bið Guð að gefa læknunum og hjúkrunarfólki visku sem annast vinkonu mína og ég bið Jesú Krist sem er besti læknirinn að grípa inní og lækna vinkonu mína.

Krossinn

„Hann „Jesús Kristur" bar sjálfur syndir vorar á líkama sínum upp á tréð, til þess að vér skyldum deyja frá syndunum og lifa réttlætinu. Fyrir hans benjar eruð þér læknaðir." 1. Pét. 2: 24.

„Hann læknar þá, er hafa sundurkramið hjarta, og bindur um benjar þeirra." Sálm. 143: 3.

En er Jesús heyrði þetta, sagði hann við hann: ,,Óttast ekki, trú þú aðeins, og mun hún heil verða."  Lúk. 8: 50.

Jesús sagði: „Óttast ekki, trú þú aðeins." Mark. 5: 36.

Guð blessi ykkur öll.

Rósa Aðalsteinsdóttir

Ási Vopnafirði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð blessi þig elsku Rósa frænka - ég bið fyrir vinkonu þinni.

Ása (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 18:29

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Elsku Inga.
Treystu Drottni.
Trúsystkini okkar eru að biðja fyrir þér.
Vertu Guði falin.
Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.4.2008 kl. 19:08

3 Smámynd: Aida.

Sæl og blessuð kæra Rósa.

Takk fyrir orðin þín.

'Eg er búinn að biðja að hún og maður hennar fái snert fald klæða hans og læknast og verða alheil.

'Eg trúi því að dýrmætur Guð okkar muni gera það og jafnvel er búin að því.

Hún og hann munu læknast í Jesú nafni honum til dýrðar.

'Eg trúi Jesú hjálpa þú vantrú minni.

Drottinn blessi þig Rósa og gefi þér fullvissu eins og mér í Jesú nafni. Amen,amen.

Aida., 13.4.2008 kl. 19:19

4 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég hreinlega dáist af hversu hjálpsöm þú ert elsku Rósa,minn skilningur á drottni er einmitt svona að við mannfólkið séum hér hvert öðru til stuðnings og gefum hvert öðru eins og okkur er frekast unnt.

Læt orð Jesú botna athugasemd mína,það og þú gerir mínum minnsta bróður það og gjörir þú mér.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 13.4.2008 kl. 20:02

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Rósa mín!

Þetta er fallegt að lesa og myndirnar líka! Þú ert búin að vera með óskiljanlega góður leiðbeinandi fyrir mig ásamt fleirum sem hafa gefið mér nýjan styrk, von og betri hugsanir. Ég sef miklu betur en ég hef gert í mörg ár! kalla það skref í rétta átt í mínu tilfelli alla vega.. 

Óskar Arnórsson, 13.4.2008 kl. 20:40

6 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Sæl Rósa mín,mér fannst þetta býsna athyglisverð færsla hjá þér,en myndi nú bara kalla þetta samræður við guð,frekar en bæn.En það er bara mín túlkun á þessum orðum sem ættu að vera öllum sem lesa umhugsunarefni.

Kveðja.

Ari Guðmar Hallgrímsson, 13.4.2008 kl. 21:18

7 identicon

takk fyrir þessi fallegu orð frá ykkur öllum, ´eg hef hresst mikið í dag ótrúlega mikið. Inga Jónasar.

inga (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 21:43

8 Smámynd: Sigurður Rósant

Rósa mín - Þetta er fallega ort samtal við Guð. Falleg myndin af "spøgelse" halda á konu í yfirliði í fjöruborðinu.

Fyrir 38 árum gerði ég eftirfarandi samning við Guð:

Þú lætur mig í friði, ég læt þig í friði.

Síðan hefur aldrei borið skugga á okkar samkomulag. Hann hefur látið mig í friði og ég hef látið hann í friði. Dásamlegt friðarsamkomulag. Aldrei fundið fyrir því að hann sé að herða hjarta mitt eins og hann gerði í samskiptum sínum við Faraó á dögum Móse. 2. Mós 10:20 "En Drottinn herti hjarta Faraós, svo að hann leyfði ekki Ísraelsmönnum burt að fara."

Hvergi er þess getið að Guð hafi mýkt hjarta Faraós eða eins eða neins í "heilagri ritningu"

Aftur á móti virðist Símon Pétur álíta að Satan geti kuklað eitthvað í hjartanu skv. Post. 5:3  "En Pétur mælti: "Ananías, hví fyllti Satan hjarta þitt, svo að þú laugst að heilögum anda og dróst undan af verði lands þíns?"

Guð og Satan eru þarna hver í kapp við annan að herða, hrella eða fylla hjörtu manna í góðri samvinnu.

Sigurður Rósant, 14.4.2008 kl. 10:33

9 identicon

Guð blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 10:55

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Guð blessi þig Rósa mín sem hjálpar öllum

og mikið ertu góð ég mun biðja fyrir vinkonu þinni.

Takk fyrir þína hjálp

Kristín Katla Árnadóttir, 14.4.2008 kl. 11:38

11 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Frábær pistill hjá þér Rósa En hvar fékkstu þessa bæn? má ég setja hana á síðuna mína?

Takk svo fyrir emailin, ég er ekkert að svara keðjubréfunum því það er svolítið þungt fyrir tölvuna mína að vesenast með myndir á emailinu. En ég er mjög ánægð með skrifin þín stelpa

Guðrún Sæmundsdóttir, 14.4.2008 kl. 12:19

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Knús á þig inn í daginn Rósa mín hreinhjartaða kona.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2008 kl. 15:08

13 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Sæl Rósa, ég vona að allt gangi vel með vinkonu þína og góð færsla hjá þér . Bestu kveðjur til þín

Erna Friðriksdóttir, 14.4.2008 kl. 15:11

14 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Kæru vinir.

Takk fyrir innlitið og kærar þakkir að hjálpa okkur að biðja fyrir Ingu. Þið getið séð að hún skrifar innlegg nr. 8. Hún var trúlega hress miðað við aðstæður seinnipartinn í gær. Hún sagði mér að hún væri alveg róleg og hún trúir á mátt bænarinnar. Bænin virkaði svo sannarlega í gær. Hún hringdi aftur í mig í gærkvöldi og var gott í henni hljóðið. Hún hló mikið af myndinni af höfundi því hún þekkti ekkert þessa konu.  

Í dag talaði ég við hana og þá var hún alveg búin á því vegna þess að það voru búið að vera stöðugur gestagangur. Sennilega verður aðgerð næsta mánudag og verður tíminn á meðan notaður til að styrkja hana. Ég mun láta ykkur vita.

Sæl Ása mín. Takk fyrir góðar óskir og kærar þakkir að toga í bænastrenginn fyrir Ingu.

Sæl Arabina mín. Bænirnar ykkar eru heldur betur byrjaðar að virka og við treystu Drottni fyrir vinkonu minni. Kröftug orð sem þú vitnaðir í að snerta klæðafald Jesú Krists.

"Kona, sem hafði haft blóðlát í tólf ár, kom þá að baki honum og snart fald klæða hans. Hún hugsaði með sér: ,,Ef ég fæ aðeins snert klæði hans, mun ég heil verða." Jesús sneri sér við, og er hann sá hana, sagði hann: ,,Vertu hughraust, dóttir, trú þín hefur bjargað þér." Og konan varð heil frá þeirri stundu. " Matt. 9: 20 - 22.

Sæll Úlli minn. Ég segi nú bara uss, uss, hvaða vitleysa. Ég hef óviljandi villt á mér heimildir. Ég er mjög baldin. Bræður mínir gerðu at í mér þegar við vorum að alast upp og gáfu mér í jólagjöf, bókina Baldintáta - óþægasta stelpan í skólanum. Akkúrat þar ráku þeir snilldarlega naglann í haus systur sinnar enda smiðir góðir.

Sæll Erlingur minn. Þakka þér fyrir hólið og góðar óskir fyrir vinkonu mína. Hér eru fullt af Vopnfirðingum á ferð. Fyrst Ása Gréta en mamma hennar er fædd hér á Vopnafirði, síðan þú, Ari og Helga Valdimarsdóttir sem er ættuð frá Eyvindarstöðum.

Sæll Ari minn. Þetta er alveg rétt hjá þér. Þetta flokkast meira undir samtal en bæn. Sammála þér að þetta samtal er umhugsunarvert.

Sæl Inga mín. Gaman að þú skyldir fá að kíkja í tölvu á spítalanum. Þú sérð að þú ert vinamörg þessa dagana. Fullt af fólki að biðja fyrir þér.

Sæl Guðlaug ættfræðingurinn minn. Takk fyrir góða kveðju.

Sæl Helga mín. Dásamlegar fréttir af dóttur þinni. Nú er ekkert annað að gera en að snúa vörn í sókn og ég bið þess að dóttir þín muni aldrei snerta dóp aftur sem er eitt af vopnum hins illa til að eyðileggja líf fólks.

Sæl Birna mín. Takk fyrir blessunarorðin þín.

Sæl Katla mín. Takk fyrir blessunarorðin þín og þakka þér fyrir að biðja fyrir vinkonu minni.

Sæl Guðrún mín. Kærar þakkir fyrir hólið. Ég sendi þér tölvupóst með svörum við spurningunum þínum.

Sæl Ásthildur mín. Takk fyrir innilega kveðju. Við ætlum að láta í okkur heyra saman. Spennandi verkefni.

Sæl Erna mín. Ég vona líka að það gangi vel hjá vinkonu minni. Hún er hjá frábæru hjúkrunarfólki sem eru að hjálpa henni. Ég var þarna með pabba fyrir nokkrum árum þegar hann fór í hjartaskurð. Frábært starfsfólk þarna.

Guð blessi ykkur öll kæru vinir.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.4.2008 kl. 16:31

15 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Sigurður Rósant.

Við túlkum myndir oft ólíkt. Ég túlka þessa mynd svona: Þarna er Jesús að ganga á sandströnd og hann er að bera veika konu. Þegar erfiðleikarnir steðja að í lífi okkar og við viljum þiggja hjálp Jesú Krists þá ber hann byrðarnar fyrir okkur. Ég hef átt mjög erfitt líf en ég get ekki hugsað þá hugsun til enda hefði ég ekki átt Jesú sem studdi mig og einnig öll trúsystkinin mín sem báðu fyrir mér. Mér datt núna í hug yndisleg kona sem nú er heima í hinni himnesku Jerúsalem. Hún sá mig þegar ég var 10 -11 ára og hún hugsað um þessa litlu stelpu sem átti enga mömmu. Seinna kynntist ég þessari konu í gegnum dóttir hennar. Þvílík blessun að hafa fengið að eignast svona góða vinkonu. Gæti endalaust talið upp trúsystkini og vini sem hafa stutt mig á lífsleiðinni.

Þú gerðir dásamlegt samkomulag við Guð fyrir 38 árum. Þú hefur frjálsan vilja og ef Guði er hafnað þá er hann svo mikill gentleman og virðir ákvörðun þína en ég er alveg örugg um að þetta samkomulag þitt við hann, hefur hryggt hann mikið. Hann þráir að þú riftir þessu samkomulagi.

Ég aftur á móti gerði dásamlegt samkomulag við  Jesú Krist fyrir 36 árum. Ég bað hann að vera frelsara minn og leyfa mér að vera barnið hans. Ég hef aldrei séð eftir þessu dásamlega samkomulagi

Að byggja líf sitt á  Jesú Kristi er það sama og að byggja líf sitt á kletti. Ég vil ekki byggja líf mitt á sandi og sveiflast til og frá eftir veðri og vindum.

Þegar ég frelsaðist þá ákvað ég að ég skildi algjörlega sniðganga tóbak, vín og eiturlyf. Ég hef staðið við þessa ákvörðun. Ég aftur á móti á marga vini sem voru ekki  lánsöm eins og ég að kynnast Jesú á unglingsárum þeirra. Margir vinir mínir hafa gengið í gegnum helvíti eftir að þau ánetjuðust vímuefnum. Mörg eru leyst úr þessum viðjum en því miður eru margir fjötraðir.

AÐ TAKA Á MÓTI JESÚ SEM UNGLINGUR ER BESTA FORVÖRNIN GEGN VÍMUEFNUM.

Við vorum búin að ræða um Faraó og einnig um Ananías, t.d. hér:

http://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/entry/455586/#comments

Það er mikil barátta milli Guðs og Satans um hvert einasta mannsbarn.

"Verið algáðir, vakið. Óvinur yðar, djöfullinn, gengur um sem öskrandi ljón, leitandi að þeim, sem hann geti gleypt."1. Pét. 5: 8.

 

"Þjófurinn kemur ekki nema til að stela og slátra og eyða. Ég er kominn til þess, að þeir hafi líf, líf í fullri gnægð."Jóh. 10: 10.

Jesús er kominn til þess að við höfum líf í fullri gnægð. Ég óska þess að nafn Sigurðar Rósant verði skráð í lífsins bók.

Guð blessi þig og varðveiti. Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.4.2008 kl. 17:45

16 Smámynd: Linda

Frábært að sjá þetta á Íslensku hef bara séð þetta áður á Ensku.  Þú er vinum þínum afar kær og ekki af ástæðulausu.  Guð blessi þig og varðveiti Rósa mín  í dag sem og alla daga.

knús

Linda, 14.4.2008 kl. 18:33

17 Smámynd: Jóhann Helgason

frábær færsla hjá þér Rósa . Bestu kveðjur yfir til þín

Guð Blessi þig

Jói

Jóhann Helgason, 14.4.2008 kl. 21:01

18 identicon

Sæl Rósa mín.

Það er ekki að spyrja að því. Þar sem þú kemur að ,fara hlutirnir að gerast.Þú ert svo mikil bænakona að ég veit ekki um neina í augnablikinu sem er eins og þú . Alltaf ertu tilbúin að hjálpa öðrum hjálparþurfi með orðum þínum og bænum.

Megi Algóður Guð vera með þér og gefa þér styrk til að takast á við námið þitt,og bið ég Drottin að hjálpa þér með það.Einnig bið ég Algóðan Guð að vernda heilsu  þína.Amen

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 00:44

19 Smámynd: Óskar Arnórsson

...ég byrjaði í dag að lesa bók sem ég þakka þér Rósa mín fyrir að gefa mér á tungumáli sem er mér skiljanlegra en íslenska. Ég ætlaði að  lesa  mikið enda fékk smá svigrúm fyrir lestur seinni partin í dag eða undir kvöld...það kom bara svo  mikil þreyta  í mig  að ég steinssofnaði!  vaknaði núna um miðja nótt og ætla að borða og reyna að lesa meira. Ég verð alltaf fyrir sterkum áhrifum af því sem ég les og þessi undarlega þreyta við lesturinn er ekki eðlileg..

Óskar Arnórsson, 15.4.2008 kl. 05:49

20 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Guð blessi þig elsku Rósa, takk fyrir síðast. Yndisleg færsla hjá þér vinan

Eigðu góðan dag, knus til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 15.4.2008 kl. 07:26

21 identicon

Takk fyrir allar þessar yndislegu bænir.  Mér líður mikið betur.

Kær kveðja

Ingibjög Jónasdóttir.

inga (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 11:47

22 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Kæru vinir.

Inga vinkona mín skrifar hér fyrir ofan í innleggi nr. 8 og  einnig nr. 24. Ég hringdi í hana í dag: Hún var hress miðað við aðstæður, kát og glöð. Hún sagði mér að hún væri byrjuð að geta ýmislegt sem hún gat ekki fyrir örfáum dögum. Hún er mjög þakklát fyrir bænirnar ykkar.

Sjáið þessi orð hér fyrir neðan. Jesús er besti læknirinn. 

Og hann svaraði þeim: ,,Farið og kunngjörið Jóhannesi það, sem þið hafið séð og heyrt: Blindir fá sýn, haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir heyra, dauðir rísa upp og fátækum er flutt fagnaðarerindi. Lúk. 7: 22.

 

Blindir fá sýn og haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir heyra, dauðir rísa upp, og fátækum er flutt fagnaðarerindi. Matt. 11: 5.

 

Hvar eru hinir níu?

 

“Svo bar við á ferð hans til Jerúsalem, að leið hans lá á mörkum Samaríu og Galíleu. Og er hann kom inn í þorp nokkurt, mættu honum tíu menn líkþráir. Þeir stóðu álengdar, hófu upp raust sína og kölluðu: ,,Jesús, meistari, miskunna þú oss!” Er hann leit þá, sagði hann við þá: ,,Farið og sýnið yður prestunum” Þeir héldu af stað og nú brá svo við, að þeir urðu hreinir. En einn þeirra sneri aftur, er hann sá, að hann var heill orðinn, og lofaði Guð hárri raustu. Hann féll fram á ásjónu sína að fótum Jesú og þakkaði honum. En hann var Samverji. Jesús sagði: ,,Urðu ekki allir tíu hreinir? Hvar eru hinir níu? Urðu engir til þess að snúa aftur að gefa Guði dýrðina nema þessi útlendingur?” Síðan mælti Jesús við hann: ,,Statt upp, og far leiðar þinnar. Trú þín hefur bjargað þér.” Lúk. 17: 11-19.

Guð blessi ykkur öll og launi ykkur ríkulega.

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.4.2008 kl. 16:31

23 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Kæru vinir. Takk fyrir innlitið.

Sæl Linda mín. Ég hef alltaf verið lánsöm að eiga fullt af vinum og get alltaf blómum við mig bætt. Takk fyrir góðar óskir. "Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir." Hebr. 13: 8. Guð blessi þig og varðveiti.

Sæll Jói minn. Sendi þér tölvupóst í dag. Takk fyrir góðar óskir. Mundu að Jesús er besti læknirinn. Jesús sagði: "Sá getur allt, sem trúir." Mark. 9: 23.  Guð blessi þig og varðveiti.

Sæll Óskar minn. Gaman að heyra um bókina. Ég hef greinilega veðjað á réttan hest.   Ég trúi því að lesturinn hafi haft góð áhrif og þess vegna kom þessi dásamlega værð yfir þig sem þú hefur verið án. Tala undir rós við þig núna. "Trú þú á Drottinn Jesúm, og þú munt verða hólpinn og heimili þitt." Post. 16: 31. Guð blessi þig og fjölskyldu þína.

Sæl Kristín mín. Sömuleiðis og takk fyrir góðar óskir. Bíð spennt eftir að heyra í þér aftur."Elska skalt þú Drottinn, Guð þinn af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum." Matt. 22: 37. Guð blessi þig og þína.

Sæl Þórarinn minn. Ég á Ingu mikið að þakka og auðvita stend ég með henni núna þegar hún stendur frammi fyrir að fara í hjartaskurð á mánudaginn kemur.  Það er ýmislegt sem er að og þess vegna verður þetta erfiðara fyrir vikið fyrir skurðlækninn. Hann heitir Tómas og við verðum að biðja Guð að gefa honum mikla visku og að Guð gefi honum styrk og kraft á meðan hann er að framkvæma þessa miklu skurðaðgerð. 

Við Inga kynntumst 1997 í Skotlandi á Biblíuviku. Það var algjör tilviljun að við kynntumst. Ég trúi að það hafi verið Guðs vilji. Þegar við komum að kastalanum sem er aðeins ofar í Hálöndum Skotlands en Inverness þá þurfti ég að bíða í rútunni þangað til allir voru farnir út úr rútunni til að ná í farangur sem var aftarlega í rútunni. Þegar ég kom inn voru allir farnir til herbergja sinna. Ég fór upp stigann og fann herbergi þar sem trúsystir mín Ásdís frá Akureyri var í ásamt fleiri konum. Þar var nóg hjartarými og pláss og ég kom mér fyrir þar. Síðar frétti ég að það hafi verið einhver í móttökunni sem las upp nöfn fólksins og sagði þeim í hvaða herbergjum þau áttu að vera. Ég hef oft hugsað um þetta litla augnablik sem ég var úti í rútunni. Rosalega var viðkomandi fljótur að lesa upp nöfnin og smala fólkinu til herbergja sinna.  Ég upptvötaði seinna að ég átti að vera í öðru herbergi. Ég fékk að vera þarna áfram sem betur fer enda færri í þessu herbergi en hinu. Þarna var Inga og efast ég um að við hefðum kynnst ef ég hefði ekki álpast þarna inn.

Við fórum í gríðarlega skemmtilega ferð ásamt Helgu á Höfn í frítímanum okkar. Við ætluðum auðvita að koma til baka í tæka tíð fyrir samkomu.  Við tókum lest og fórum eitthvað út í buskann. Við enduðum í litlum bæ sem heitir Tain. Þar eyddum við góðum tíma og svo ætluðum við að taka lest til baka í tæka tíð fyrir samkomu.   Þá kom í ljós að engar lestarsamgöngur voru seinnipartinn á þessum hjara veraldar sem við vorum á. Við hittum hjón frá Akureyri sem voru líka á Biblíuvikunni. Við útveguðum okkur saman leigubíl og tók það tímann sinn og þess vegna misstum við af einni samkomu. Hinrik vinur minn var nú ekkert hress með mig að skrópa en ég fékk engar skammir.  Óþekkir nemendur að stelast svona í ævintýraferð.

Inga hefur hjálpað mér gríðarlega mikið í náminu mínu. Hún er kennari. Við höfum oft heimsótt hvor aðra og símareikningarnir okkar hafa  oft verið háir. Þegar Sumarmót Hvítasunnumanna var á Höfn vorum við pabbi búsett hjá henni. Bróðir minn kom seint um kvöld á mótið og gisti á hóteli fyrstu nóttina. Inga var ekkert hress með það og tilkynnti honum að koma og gista í sínu heimili sem bróðir minn þáði.

Dró orð fyrir þig: "Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans." Efes. 6: 10.

Guð blessi þig og varðveiti.

Guð blessi alla sem þetta lesa.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.4.2008 kl. 18:59

24 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Gud blessi tig Rosa min.

Bestu kvedjur Jenni.

Jens Sigurjónsson, 15.4.2008 kl. 19:17

25 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæl Rósa!

Ég á ekki orð yfir neitt hvað mig langar til að segja! Bara ég vissi ekki að það væru til svona manneskjur og þú fyrr en ég fór að blogga!

Óskar Arnórsson, 15.4.2008 kl. 21:53

26 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mjög góð bæn. Kær kveðja, Guð blessi þig.

Theódór Norðkvist, 16.4.2008 kl. 10:03

27 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Flowers - Myspace Glitters
Hot Myspace Glitters - Dezrum.com

Sælir strákar mínir. Ég ætla að senda ykkur öllum fallega rós. Takk fyrir innlitið og góðar óskir.

Sæll Jenni minn. Velkominn af sjónum. Vona að þið hafið fiskað vel. Hvar eruð þið aðallega að fiska? Nú er Erlingur frændi þinn orðinn bloggvinur minn. Hann sagði mér að hann væri 50% Vopnfirðingur og þá auðvita varð ég forvitin eins og allar kerlingar, you know.

Sendi þér Biblíuorð: Jesús sagði: "Sannlega sannlega segi ég yður: Sá, sem varðveitir mitt orð, skal aldrei að eilífu deyja." Jóh. 8: 51.

Bið að heilsa konunni þinni og einnig einu af draumalöndunum mínum Kanada.

Guð blessi ykkur og varðveiti.

Sæll Óskar minn. Ekki er allt gull sem glóir.  Hann Jenni vinur minn er frá Vopnafirði. Hann getur sagt þér ýmislegt en við förum þá fram á greiðslu.

Ég hef gengið í gegnum erfitt líf. Aðeins tveggja ára veiktist ég af flogaveiki. Ég þurfti að horfa á eftir kistu móður minnar ofan í jörðina þegar ég var að verða tíu ára. Ég sem betur fer læknaðist af flogaveikinni daginn eftir að ég frelsaðist. Ég var brotið ker vegna móðurmissis og í þannig ástandi fór ég út á vinnumarkaðinn. Vinnufélagar mínir sáu að þarna var aumingi sem hægt væri að hafa gaman af. Það liggur við að við sem erum viðkvæm lyktum öðruvísi.  Ég var bæði tekin í einelti og var beitt grófu kynferðislegu ofbeldi. Ég reyndi að verja mig með því að vera dónaleg sjálf bæði í orði og verki. Ég vildi ekki að þeir vissu að ég var aumingi sem þyldi þetta ekki. Svo kom ég heim og grenjaði. Ég hafði svo mikið samviskubit, ég upplifði að ég væri núll og nix og ætti þetta skilið.  Þetta var allt mér að kenna og ég átti þetta skilið að mínu mati.

Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda hvernig þetta hefði verið ef ég hefði ekki kynnst Jesú. Væri ég þá lífs eða hefði ég tekið örlagaríka ákvörðun og farið héðan?? Sem betur fer eru þessi svörtu ár í lífi mínu liðin og ég finn bata á hverjum degi enda búin að fá hjálp frá Jesú Kristi, fagmönnum, trúsystkinum og vinum.

Ég ætla líka að senda þér Biblíuorð: "Augu Drottins hvarfla um alla jörðina, til þess að hann megi sýna sig máttkan þeim til hjálpar, sem eru heils hugar við hann." 2. Kon. 16: 9. Guð blessi þig og alla fjölskylduna.

Sæll Teddi minn. Við erum sammála að þetta er falleg bæn eða athyglisvert samtal við Guð okkar sem við eigum sameiginlegan. Allt er gott sem endar vel. Sátt

Sendi þér líka orð: Jesús sagði: "Mínir sauðir heyra raust mína, og ég þekki þá, og þeir fylgja mér. ég gef þeim eilíft líf, og þeir skulu aldrei að eilífu glatast, og enginn skal slíta þá úr hendi minni.

Guð blessi þig og varðveiti.

Sendi strákunum mínum og ykkur öllum orð:

"Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sínu, að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu? Og þó að þær gætu gleymt, þá gleymi ég þér samt ekki. Sjá, ég hefi rist þig á lófa mína, múrar þínir standa jafnan fyrir augum mér." Jes. 49: 15.-16.

Því miður hafa mæður yfirgefið brjóstbörn sín af einhverjum ástæðum en Jesús yfirgefur okkur ekki. Hann hefur rist okkur á lófa sinn. Hann var negldur á kross fyrir okkur. Þó okkur finnist þetta undarlegt og hugsum en ég er nú ekki merkilegur pappír. Hugsanir Jesú eru allt öðruvísi en hjá okkur. Hann elskar hvert mannsbarn og vill gefa hverju einasta mannbarni eilíft líf. það er bara okkar að þiggja gjöfina sem er besta gjöfin sem hver og einn á kost á.

"Því að þú hefir myndað nýru mín, ofið mig í móðurlífi. Ég lofa þig fyrir það, að ég er undursamlega skapaður, undursamleg eru verk þín, það veit ég næsta vel. Beinin í mér voru þér eigi hulin, þegar ég var gjörður í leyni, myndaður í djúpum jarðar. Augu þín sáu mig, er ég enn var ómyndað efni, ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína, áður en nokkur þeirra var til orðinn." Sálm. 139: 13.-16.

Kæru vinir. Hvert mannsbarn er mikilvægt. Sjáið bara versin hér fyrir ofan. Guð var með áætlun fyrir okkur öll löngu áður en við urðum til í móðurkviði.  

VIÐ ERUM ÖLL MIKILVÆGT ÞÓ AÐ SATAN SÉ ALLTAF AÐ HVÍSLA ÖÐRU AÐ OKKUR. HÆTTUM AÐ HLUSTA Á SATAN SEM ER HÖFUNDUR LYGINNAR.

Guð blessi ykkur öll. Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.4.2008 kl. 12:53

28 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.4.2008 kl. 12:56

29 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 16.4.2008 kl. 13:44

30 Smámynd: Adda bloggar

Myspace Layouts, Myspace Codes, Myspace Graphics

Adda bloggar, 16.4.2008 kl. 18:35

31 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk Rósa mín!

Þú ert yndisleg og bendi ég þér á að lesa kommentið hennar Fanneyjar sem gæti alveg eins verið til þín. Þannig slepp ég við að skrifa það sama aftur upp á nýtt! Ég ætla að setja þessa mynd í safnið mitt, þetta verður fyrsta myndin af þessum heimsfræga manni í albúminu mínu. ég veit að þú skilur kommentið af hverju það á svo vel við þig eftir allar raunir sem þú ert búin að ganga í gegn um. Takk fyrir allt sem þú ert búin að gera fyrir mig.

Óskar Arnórsson, 16.4.2008 kl. 20:55

32 Smámynd: Brynja skordal

Knús inn í nóttina Elskuleg

Brynja skordal, 16.4.2008 kl. 23:06

33 Smámynd: Jóhann Helgason

Hæ sambandi við Skúla

Já það er skipulega verið að loka síðum hér ég er ekki grínast ,ég var skrifa um íslam + video frá youtube og ég fékk aðvörum .Svartagall  sem hér blogginu og Samtök múslima hérna búsettir eru búnir að finna íslensk lög til styðjast við . Að lögsækja hvern einn sem hallmælir íslam . Við höfum misst málfrelsi hérna. Sorglegt .ekki lengur  málfrelsi hér, vesturlanda frelsið farið.

http://svartagall.blog.is/blog/svartagall/

Jóhann Helgason, 17.4.2008 kl. 00:54

34 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta er ekki rétt hjá Jóhanni. Þessi lög eru til að vernda átrúnaði, þ.m.t. kristna trú. Að hæðast að og gera lítið úr átrúnaði annarra, hvort sem það er kristin trú eða önnur trúarbrögð er misnotkun á málfrelsi. Menn mega ekki ráðast á trúarhefðir með háði og menn mega ekki smána persónur manna.

Það er ekki hægt að kalla þessar skorður á málfrelsi sviptingu á tjáningarfrelsi. Ekki frekar en að hægt sé að kalla það sviptingu á athafnafrelsi, að þú megir ekki berja mann til óbóta refsingarlaust.

Theódór Norðkvist, 17.4.2008 kl. 09:35

35 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll og takk fyrir innlitið.

Sæll Guðsteinn minn. Mikið var gaman að heyra í þér nú í morgunn. Fyndið samtal og nafnið Rósa er greinilega mjög magnað.

Sæl Katla mín. Takk fyrir fallegu hjörtun sem innihalda kærleika þinn til mín. ég er lánsöm að eiga góða vini.

Sæl Adda mín. ég hringdi í Lindina sem er kristileg útvarpsstöð. ég bað þau að biðja fyrir þér og Kristófer. Þau eru að biðja núna í beinni útsendingu og ég heyrði rétt áðan þegar bænarefnið mitt var tekið fyrir. Við hittumst hér heima seinna í dag og þá munum við biðja fyrir ykkur. Takk fyrir þessa fallegu mynd.

Sæll Óskar minn. Ég las innlegið hjá Fanney í síðustu færslunni hennar. það er sko alveg greinilegt að þú ert vinur vina þinna. Ég trúi að Fanney megi verða frjáls úr þessum viðjum og ég trúi að besta leiðin til þess er að fá hjálp frá Jesú Kristi sem er besti læknirinn og besti vinur okkar sem við eigum völ á.

Sæl Brynja mín. Kærleikskveðjur til þín.

Sendi ykkur orð: "Drottinn er minn hjálpari, eigi mun ég óttast. hvað geta mennirnir gjört mér?" Hebr. 13: 6.

Guð blessi ykkur í dag og um alla framtíð. Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.4.2008 kl. 10:55

36 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir strákar mínir Jói og Teddi.

Takk fyrir innlitið. Ég er búin að skrifa Skúla og fá fáeinar skýringar og ætlar hann að senda okkur bréf þegar hann er búinn að fá meira af upplýsingum.

Jói, hvorki greinin þín né síðan hans Skúla voru með háði, heldur ábendingar um innihald múslímskar trúar. Margsinnis hefur verið bent á að það er ekki samansemmerki á milli Öfga Múslímum og venjulegu múslímsku fólki sem ástundar sína trú í friði. Þetta á við um öll trúarbrögð að það eru innan um fólk sem er öfgafólk og sem setur ljóta bletti á alla. Við þekkjum nóg af dæmum innan hins kristna geira.

Það sem við strákar mínir þurfum að gera núna er að leggja þetta mál í Guðs hendur. Ég er búin að hafa miklar áhyggjur af áhrifum Öfga Íslam hér en Skúli reyndi að uppörva mig og segja mér að hafa ekki áhyggjur í bili en nú hefur komið á daginn að Múslímar virðast eiga greiðan aðgang inn í íslenskt réttarkerfi. Ég mæli með að við söltum þetta í bili og sjáum hvaða stefnu þetta mál tekur. Það hljóta að koma skýringar á næstu dögum.

Ég er með dagatal hér fyrir framan mig sem ég keypti í Litla húsinu á Akureyri sem selur kristilegar vörur: "Úr sex nauðum frelsar hann þig og í hinni sjöundu snertir þig ekkert illt." Job. 5:19. Svo kemur skýringartexti fyrir neðan. "Djöfullinn notfærir sér neyðina til að svipta okkur kjarki og krafti. Guð notar hana til þess að veita okkur djörfung og styrk. Því er hann aldrei eins nálægur né kraftur hans jafnvirkur og þegar eldur þrenginganna æðir í kringun okkur." H.E.Wislöff

Guð blessi ykkur strákar mínir og við skulum salta þetta í bili og sjá hvað setur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.4.2008 kl. 11:21

37 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndisleg elsku Rósa eins og allt sem frá þér kemur.  Hjartans þakkir fyrir ljúfar kveðjur og fyrirbænir, það er langt síðan ég hef verið eins frísk og þessa síðustu 2 daga.  Ég ætla að copera þessa færslu og geyma hjá mér, til að geta lesið af og til, þetta er svo satt og rétt.  Hafðu það sem allra best kæra vinkona  og hjartans kveðja austur  Kisses

Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2008 kl. 11:41

38 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Happy Birthday - Myspace Glitters
Hot Myspace Glitters - Dezrum.com

Kæru bloggvinir.

Bænasvar:

Þar sem þessi færsla fjallar um bæn þá langar mig að segja ykkur frá bænasvari sem ég fékk í dag fyrir 11 árum. Ég á tvær bróðurdætur sem verða 18 og 20 ára á þessu ári. Ég fór að hugsa um að það væri nú gaman að eignast bróðurson líka. Ég sagði við yngri bróðurdóttir mína hvort hún myndi vilja eignast bróðir. Jú hún vildi það og hún fór að biðja Guð að gefa sér bróðir og ég bað Guð að gefa mér bróðurson. Við báðum fyrir þessu í einhvern tíma og svo gerðist undur og stórmerki. Jesús svaraði bænunum okkar og í dag fyrir 11 árum fæddist yndislegur drengur sem heitir Enok Örn.

Ég veit ekki hvernig þessi sl. 20 ár hefðu verið ef ég hefði ekki eignast sólargeislana mína. Þau eru mér svo mikils virði og það hefur verið virkilega ánægjulegt að fylgjast með uppvexti þeirra og ýmislegt skemmtilegt hefur verið gert sem hefur kryddað einmanna tilveru mína.

Enok Örn er mikill vinur minn og höfum við brallað mikið saman í gegnum tíðina. Hann er hörku smiður og ég vona að slóðin hér fyrir neðan virki.

Sjá slóð: http://visir.is/article/20070919/FRETTIR01/109190165

Guð blessi Enok Örn, Lýdíu Linnéu og Katrínu Stefaníu.

Góði Guð. Ég er svo þakklát að eiga þessi yndislegu frændsystkini sem hafa gefið mér svo mikið. Blessaðu þau og verndaðu og gefðu þeim yndislega framtíð. Í Jesú nafni. Amen. Þín Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.4.2008 kl. 11:55

39 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Elsku Ásdís mín. Yndislegar fréttir því þetta voru mikil inngrip, uppskurðurinn sem þú fórst í og það er bara fáeinir dagar síðan. Nú trúum við því að þið hjónakornin blómstrið þann tíma sem þið eigið eftir saman og ég vona að sá tími verði langur.

"Þegar hann "Jesús" kom heim, gengu blindu mennirnir til hans. Jesús spyr þá: "Trúið þið, að ég geti gjört þetta?" Þeir sögðu: Já, herra." Þá snart hann augu þeirra og mælti: "Verið ykkur að trú ykkar." Og augu þeirra lukust upp. Jesús lagði ríkt á við þá og sagði: "Gætið þess, að enginn fái að vita þetta." Matt. 9: 28 -30.

Jesús svarar bænum. Trúbróðir okkar hann Alli sem er einnig bloggvinur okkar, lenti í umferðarslysi á Reykjanesbraut fyrir rúmri viku síðan. Þið getið lesið um þetta slys á síðunni hans Kristins Ásgrímssonar sem er trúbróðir minn og bloggvinur.  Við sjáum öll að hann hefur fengið snertingu Jesú Krists á þessum tíma eftir slysið. Ótrúlegur bati miðað við hvað þetta var hryllilega alvarlegt.

Alli minn, ef þú lest þetta. Guð blessi þig og lækni þig fullkomlega. Þið sem þekkið ekki Alla þá er þetta annað slysið á stuttum tíma sem hann hefur lent í. Nú er komið nóg Alli, við viljum ekki láta hræða úr okkur líftóruna aftur.  Úff, þetta var svakalegt.

Takk góði Guð hvað þú ert góður við okkur.

Guð blessi ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.4.2008 kl. 12:16

40 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Flower & Sun - Myspace Glitters
Hot Myspace Glitters - Dezrum.com

Kæru bloggvinir.

Ég var að tala við Ingu vinkonu mína áðan. Hún ber sig vel og hún fór að segja mér frá bænasvari sem hún fékk í morgunn. Hún bað mig að finna mynd af sólblómi því hún veit að ég er algjör sólblómafíkill.

Hún bað mig að skila kveðju til ykkar og hún þakkar ykkur fyrir bænirnar. Hún finnur svo sannarlega að það sé beðið fyrir henni og hún talar um að starfsfólkið finni að það er eitthvað sérstakt þegar þau koma inní herbergið hennar. Við vitum að það er nærvera Heilags anda. Allt er í góðum farvegi og við verðum að halda áfram að biðja fyrir henni.

Guð blessi ykkur öll. Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.4.2008 kl. 12:32

41 identicon

Sail Rosa, trusystir og vinkona!

Sendi ter fridar og blessunaroskir fra Landinu helga, Israel. Her er mikid um ferdamenn og eftir ad fj¢lga i naista manudi. Um tessa helgi byrja Paskar gydinga ( hinir Bibliulegu Paskar) og eru i 7 daga. Tetta er ein mesta hatid Bibliunnar og mikil tilhl¢kkun tessa dagana. Her i Jerusalem rikir mikill fridur baidi medal gydinga og araba (Palestinumanna). Ad visu eru ovinir Israels tilbunir til ad deyda og eydileggja og utryma landi og tjod af landakortinu. En Rosa! Gud Abrahams, Isaks og Jakobs er staerkari, svo vid turfum ekkert ad ottast. Allt er i Hans hendi. Eg takka ter serstaklega fyrir tessa fallegu grein tina sem vard fleirum en mer til blessunar her i Jerusalem.

Mer bra nu tegar eg fretti ad buid vairi ad fjarlaigja greinar hans Skula af bogginu. En tetta er einmitt tad sem Skuli var buin ad advara vid. Islam er ad taka meiri og meiri v¢ld i Evropu. "Andi" Islams hefur einnig nad til Islands. Vid verdum ad vera vakandi og bidjandi ad tjaningafrelsi verdi ekki heftad, eins og i flestum "Islamskum l¢ndum". Takka ter aftur fyrir dugnad tinn og kairleika. Haltu afram hinni godu barattu sem hun Amma tin byjadi med a Vopnafirdi.

Drottinn blessi tig fra Zion.

Shalom kvedja
Olafur

Olafur Johannsson (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 13:20

42 identicon

Vá.. þetta er svo fallegt og svo er líka svo mikið til í þessu! Guð er svo góður!

Lýdía Linnéa (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 15:03

43 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður Ólafur

Það eru nokkrir búnir að blogga vegna þess að síðunni hans Skúla var lokað. Kannski fá þau kvörtun á morgunn? Við erum auðvita alls ekki sátt að á sama tíma er ekkert  gert þegar skirfað er níð um kristna trú, um Guð almáttugan, Jesú Krist eða Heilagan anda. Það kallast víst að skrifa almennt um trúarbrögð.

Megi Guð, Abrahams, Ísaks, og Jakobs miskunna íslensku þjóðinni.

Gleðilega páskahátíð í Ísrael.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.4.2008 kl. 23:13

44 Smámynd: Birgirsm

Sæl Rósa

Takk fyrir fallegan pistil ,  mér varð hugsað til Páls Postula við lesturinn þegar hann bað Guð um að taka "fleininn úr holdi sínu".

Páll segir að þrisvar sinnum hafi hann beðið Guð að fjarlægja fleininn,  en Guð svaraði Páli einfaldlega : Náð mín nægir þér, því að mátturinn fullkomnast í veikleika.    2Korintubréf 12:9.                             

Hef grun um að þetta sem var að plaga Pál hafi verið sjóndepra á háu stigi,  hvað heldur þú ?

Hvað er að frétta af BOÐORÐA-NEFNDINNI  varðandi uppröðunina. Varstu búinn að fá eitthvað álit frá henni ?   ég bíð rólegur.

Kær kveðja til þín

Birgirsm, 17.4.2008 kl. 23:15

45 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Missing You with Flower - Myspace Glitters
Hot Myspace Glitters - Dezrum.com

Elsku Lýdía Linnéa. Takk fyrir innlitið. Bróðir þinn var lukkulegur í dag. Ég spurði hvort ég ætti að fara að leita að einhverjum afmælisgjöfum fyrir hann. Jú hann var alveg samþykkur því. Hugsaðu þér hvað við vorum snjallar að biðja Guð að gefa okkur bróðir og frænda. Ég hlakka til þegar þú kemur stormandi heim úr skólanum frá  Akureyri. Skilaðu kveðju til Katrínar Stefaníu. Gangi þér vel í skólanum. Guð blessi þig kæra frænka/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.4.2008 kl. 23:24

46 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com  

Sæll og blessaður. Takk fyrir innlitið.  Ég setti þessa mynd inn hjá bloggvini mínum nýlega. Hann var að skrifa um landbúnaðarvörur. Hann skrifaði og spurði mig: "Ekkert smá ofurkusa.  Var ekki erfitt að koma henni í laugina til skírnar?"  Meiri prakkarinn.  Mér datt í hug að setja þessa mynd inn núna því myndin sem þú velur er fyndin. Við erum ekkert að leyfa bloggfélögum okkar að sjá hvað við erum myndarleg, heldur komum með myndir af kusu og einhverjum ofurfemínista í víkingaklæðum.

Í sambandi við Pál postula þá hef ég lesið um bók sem er frá annarri öld og kallast Gjörðir Teklu. Tekla þessi var kona sem komst til trúar eftir að hún hlustaði á Pál predika. Í bók hennar er Páll sagður vera lágvaxinn maður og sköllóttur. fætur snúnir en hann annars vel á sig kominn líkamlega. Augnbrúnir runnu nær saman og liður var á nefi. Hann var fullur náðar og þó maður væri þá var ásjóna hans sem engils! Þessi texti er í bók sem heitir Biblían frá grunni. Texti og myndir Simon Jenkins. Því miður veit ég ekki hvort það var þetta sem var að plaga hann eða sjónin.

Ég reyndi og reyndi að spyrja fullt af fólki og það virðist vera svo upptekið að það hefur ekki gefið sér tíma til að ansa þessu. Einn trúbróðir minn sem á heima í Kanada sagðist ætla að svara mér eftir tvo daga og hef ég rukkað hann nokkrum sinnum og hef skrifað að tveir dagar væru liðnir en ekkert gengur. Þarf greinilega að snúa mér að öðrum og er ég með ungan mann í huga sem er búinn að vera í Biblíuskóla í mörg ár. Vinkona mín sendi líka fyrirspurn því hún vildi líka fá að vita uppröðun en hún hefur ekki fengið svar heldur.

Guð blessi þig og varðveiti og einnig Arafat í sparifötunum.

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.4.2008 kl. 00:07

47 identicon

Sæl Rósa

Ég skoða reglulega bloggið hjá þér og ég þykkjist vita hvaða frænku þína úr ert að tala um og ég óska þess á hverjum degi a' hafa fengið að kynnast henni.

Endilega kíktu á síðurnar hjá börnum okkar, það er www.halldororn.barnaland.is og www.dianasol.barnaland.is lykilorðið er seinni hlutinn í bæjarnanafni hjá Einari afa þeirra en ekki komma.

 Kveðja Fanney konan hans Kobba

Fanney Inga Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 19:47

48 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Heart and Roses - Myspace Glitters
Hot Myspace Glitters - Dezrum.com

Sæl Fanney mín.

Ég hugsaði ekkert út í að auðvita sáuð þið að ég var að blogga þegar þið sáuð innlegg hjá mér hjá Ásu Grétu.

Auðvita hefur þú rétt fyrir þér með frænku mína og ég skil vel að þú hefðir viljað kynnast henni. Þú hefðir orðið ríkari með þá reynslu. Frænka bjó við mikla fátækt og það var alveg ótrúlegt hvað hún var dugleg og glöð miðað við þessar aðstæður.  

Ég fór svo mikið að hugsa um þennan atburð með frænku mína þegar við misstum hana á skurðarborðinu eftir að aðgerð var aflýst hjá vinkonu minni vegna þess að henni var ekki treyst í þessa inngripsmiklu aðgerð.  Margt eiga þær líkt frænka mín og vinkona mín og það var mikill léttir að fá eina viku til viðbótar í undirbúning. Ég sendi bréf til margra trúsystkina minna rétt áður en aðgerðinni var aflýst og svo sendi ég útskýringarbréf strax á eftir. Það eru svo margir að biðja Jesú að varðveita vinkonu mína og að hún hljóti lækningu. Hún finnur það og henni hefur farið mikið fram þessa viku en auðvita er hún mjög veik þar sem flestar æðarnar hjá hjartanu eru kolstíflaðar.

Vonandi sjáumst við í sumar.

Skilaðu kveðju til Kobba frænda og barnanna.

Guð blessi ykkur kæru frændsystkini.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.4.2008 kl. 22:56

49 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Vildi bara segja Amen.

Finnst ofangreindur pistill gefa nokkuð góða innsýn inn í það hvernig við biðjum oft klaufalega. En Guð elskar okkur samt og ofangreint er einmitt gott dæmi um það hvernig hann mundi geta svarað okkur.

Kærleiks kveðjur

Bryndís Böðvarsdóttir, 26.4.2008 kl. 00:10

50 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæl kæra Bryndís mín.

Sammála þessu. "Ég bað Guð að taka burtu venjur mínar."

Við verðum nú að reyna aðeins að taka í okkur sjálf líka. Ég var að tala við frænku mína í kvöld. Ég sagði henni að við værum samt oft mannleg og breysk og værum ekki nógu dugleg að ganga fram í trú og trúarvissu um að Jesús væri búinn að taka þessi málefni að sér og myndi leysa málin. Oft erum við líka að burðast við að leysa málin sjálf í staðinn fyrir að afhenta Jesú málin og hvíla í Jesú og bíða eftir bænasvarinu.

Guð blessi þig kæra Bryndís.

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.4.2008 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband