3.1.2010 | 00:04
„Ótrúlegt ábyrgðarleysi og misnotkun á frelsinu"
Við verðum að horfast í augu við þann veruleika um þessar mundir að samtíð okkar er þröngur stakkur skorinn. Ótrúlegt ábyrgðarleysi og misnotkun á frelsinu, öflugasta aflvaka allra framfara, hefur gert það að verkum að illilega hefur slegið í bakseglin í siglingu þjóðarskútunnar íslensku til framfara og bættra lífskjara," að því er segir í nýárspistli Péturs Kr. Hafstein, forseta kirkjuþings og fyrrverandi hæstaréttardómara.Guðs gjöf að eiga til hnífs og skeiðarPétur segir í ávarpi sínu sem birt er á vefnum tru.is að það jafngildi þó ekki strandi. Orð eru dýr og orðið kreppa er ekki endilega réttnefni þótt bankar og útrásarfyrirtæki hafi hrunið. Þótt margir hafi nú vindinn í fangið er enn langt frá því að Ísland sé á vonarvöl. Það er meira að segja vel aflögufært gagnvart þeim þjóðum, sem neyð og skortur þjakar í biturri mynd hversdagsins.Það er Guðs gjöf að eiga til hnífs og skeiðar, gleymum því ekki. Þess vegna eigum við að taka nýju ári fagnandi og treysta Guði. Við eigum að treysta því að nýja árið beri í skauti sínu bjarta framtíð og betra samfélag en brotið hefur á skeri. Við megum ekki láta vonbrigði og vonleysi ná yfirtökum. Vonin verður að vera leiðarstjarna undir stefnumarki trúarinnar. Aðeins þannig tekst okkur að vera heillynd og vísa á bug þeirri hálfvelgju, sem Jónas Hallgrímsson varaði við. Við verðum að trúa því og treysta að framtíðin sé björt."
Athugasemdir
Sæl Rósa og gleðilegt ár.
Ég las innleggið þitt hjá Jóni Val og datt í hug að líta á síðuna þína.
Guð hefur, af ástæðum sem mér eru ókunnar, valið að veita þessari þjóð sérstaka náð.
Við erum ósköp lítil þjóð, en samt dugleg og sterk. Sama hvað hver segir, þá kemur allur styrkur frá Guði. Hann vakir yfir okkur og sér til þess, að við munum lifa þessar litlu þrengingar af.
Ég segi litlu þrengingar, því það eina sem er að, er skortur á peningum og þar af leiðandi, þurfum við að neita okkur um eitthvað sem við teljum sjálfgefið.
Líf í friðsælu landi er guðs gjöf. Menn vita ekki af hverju þeir fæddust á Íslandi, en ekki í Palestínu þar sem börn eru drepinn af hermönnum. Ég hef ekkert mér vitanlega unnið til þess, að fá að fæðast á Íslandi, en ég þakka Guði fyrir það. Það sem við höfum í þessum svokölluðu þrengingum, myndi gleðja hvern þann sem hefur alist upp við raunverulegar hörmungar.
Peningar koma og fara, en líf sem hverfur, kemur aldrei aftur. Við erum líka þannig í sveit sett að við höfum alltaf nóg að borða, húsnæði geta líka allir haft hér á landi. En það er ekki allstaðar.
En það er alltaf nærandi fyrir sálina, að lesa kristilegt efni, ég blaða oft í Nýja testamentinu mínu úti á sjó og það veitir mér gleði.
Ég legg til að við sameinumst í bæn á hverju kvöldi, og biðjum Drottinn að byggja upp Ísland, þar er ég að vitna til orðanna úr Davíðssálmi efst á síðunni þinni.
Guð blessi þig og þína, í Jesú nafni.
Jón Ríkharðsson, 3.1.2010 kl. 02:09
Sæl Rósa.
Þa er bara svona.
Athyglivert og má skoðast í stærra samhengi, þAÐ ER SANNLEIKUR Í ÞESSU, en við getum skift kökunni jafnar, því allir þurfa fæðu og húsaskjól,
þó fyrst og fremst ANDLEGA FÆÐU !
Kær kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 02:38
Drottinn blessi Ísland.Amen.
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 3.1.2010 kl. 11:54
Rósa mín takk fyrir að deila þessum með okkur um Pétur Hafstein hann og hans yndæla kona voru góðir vinir þegar þau voru á Ísafirði. Við áttum oft spjall saman og ég hjálpaði þeim mikið í garðinum þeirra í sýslumannsbústaðnum. þau eru yndæl og góðar manneskjur, sem ég gleymi ekki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.1.2010 kl. 17:48
Gleðilegt nýtt ár Rósa Ég kaus Pétur Hafstein í forsetakosningunum '96,en hann laut í lægra haldi fyrir Ólafi Ragnari .Pétur hefði sennilega verið líkur Kristjáni Eldjárn í sínum störfum.Er sáttur að hafa kosið Pétur þó hann hafi tapað.
Hörður Halldórsson, 3.1.2010 kl. 22:26
Þessu fyrstu orð sem þú tekur hér frá Pétri eru stórkostleg. Það er nefnilega ekki málið að var um að kenna misnotkun á frelsinu en ekki frelsinu sjálfur. Þetta er nefnilega fólk að misskilja og það ægilega. Ef við ákveðum nú að allt frelsi verði af okkur tekið þá munu engar framfarir hér verða.
Já, þetta er bara eitt það besta sem ég hef séð skrifað fram að þessu.
Halla Rut , 4.1.2010 kl. 01:31
Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið
Jón Ríkharðsson, velkominn í bloggvinahópinn minn. Frábært innlegg. Ég vil sjá meiri hjálp frá ríkinu - okkur til þeirra sem eru illa staddir vegna kreppunnar. Ég trúi því að með hækkandi sól muni ástandið fara að lagast á Íslandi.
Þórarinn minn, sammála þessu. Það var t.d. til skammar að Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpin þurftu að loka fyrir ári síðan vegna þess að þau skulduðu Reykjavíkurborg húsaleigu. Hvar er náungakærleikurinn?
Gulli minn, einmitt "Drottinn blessi Ísland" eða "Guð blessi Ísland" eins og Geir Harrde mælti fyrir rúmu ári síðan.
Ásthildur mín, gaman að heyra að þið hafið verið vinir. Frábær grein eftir vin þinn Pétur Kr. Hafstein.
Hörður frændi minn, ég kaus líka Pétur Kr. Hafstein og ég er hreykin af því.
Halla mín, Útrásarvíkingar misnotuðu frelsið sem þeir höfðu og eyðilögðu fyrir sér og okkur öllum. Stefna kommúnista er að taka frelsið af okkur. Jóhanna og co. vinna ljóst og leynt að taka frelsið af okkur með því að gera okkur af þrælum Isesave skulda og koma okkur í ESB. Sorglegt að þau skuli ekki sjá frelsið eins og við. Það verða engar framfarir hér á Íslandi ef við verðum þrælar ESB frekar en þegar bændur voru rifnir upp af jörðum sínum í Sovétríkjunum sálugu og settir á Samyrkjubú sem skiluðu engu.
Ísland frjáls þjóð er það sem þarf. Þvílík vanvirðing sem er viðhöfð núna, við minningu Jóns Sigurðssonar og allra þeirra sem börðust fyrir sjálfstæði okkar.
Megi almáttugur Guð miskunna okkur og bjarga okkur frá ráðagerðum kommúnista sem eru í ríkisstjórn Íslands.
Áfram Ísland.
Guð blessi ykkur öll
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.1.2010 kl. 03:03
Guðs gjöf að eiga til hnífs og skeiðar segir Pétur... í leiðinni er hann að segja að guð stundi mikið misrétti, það erum milljónir manna á jörðinni sem eiga ekki til hnífs og skeiðar, eiga ekki einu sinni hníf eða skeið.
Er guð kannski útrásarvíkingur
DoctorE (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 10:43
Já, vissir þú þetta ekki DoctorE, það er Guð sem ræður hver fær hvað. :)
Halla Rut , 4.1.2010 kl. 12:30
Gleðilegt blogg ár Rósa mín!
Og takk fyrir þennan þarfa pistil.
Jákvæðni og gleði er allt sem þarf!
Blessunaróskir
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 4.1.2010 kl. 12:42
Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.
Doctor E. Við sem eigum til hnífs og skeiðar erum Guði þakklát, það er ekki sjálfgefið. ekki einu sinni á Íslandi og hvernig fer ef Ólafur Ragnar skrifar undir lögin á morgunn? Guð fer ekki í manngreiningarálit en við höfum frjálsan vilja og margir hafa skemmt fyrir löndum sínum um allan heim eins og í Afríku og nú fyrst erum við að sjá það hér. Útrásarvíkingar hafa eyðilegt margt hér á landi og það eru ekki öll kurl komin til grafar enn því ekki er ríkisstjórnin að vinna að haga einstaklingana hér á landi.
Halla Rut Fyndin. Við verðum að hafa gaman af Doctor E. Hann er töffari.
Halldóra mín, mikil bjartsýniskona ertu: "Gleðilegt blogg ár Rósa mín!" úff. Takk fyrir blessunaróskir, ekki veitir af.
Kær kveðja/Rósa
Guð blessi ykkur öll.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.1.2010 kl. 01:24
Gledilegt ar Rosa min.
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 5.1.2010 kl. 23:31
Frábær grein hjá Pétri og eins hjá vini þínum Jóni,þörf áminning fyrir okkur sem vælum þó við eigum lítinn pening,peningarnir eru ekki allt elsku Rósa mín og vonandi hafa atburðir dagsins í dag jákvæð áhrif á landið okkar og verður okkur til góðs þegar upp er staðið,Guð veri með þér vinkona.
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 6.1.2010 kl. 00:30
Sælar kæru vinkonur
Sirrý mín, gleðilegt ár og megi almáttugur Guð vera með þér í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur.
Sigga mín, þú ert ekkert að væla Sigga mín. Þú ert hetja. Já ég vona að það sé hægt að semja við Breta og Hollendinga á öðrum forsendum en þeim að þeir ætluðu að eyðileggja okkur sem þjóð. Þeir vissu alveg að við gátum ekki borgað þennan háa reikning með þessum líka brjáluðu vöxtum. Ég hafði það á tilfinningunni að þetta væri hefnd vegna þorskastríðsins.
Guð veri með ykkur
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.1.2010 kl. 01:00
Flott grein og uppörvandi. Gleðilegt nýtt ár!
Bryndís Böðvarsdóttir, 8.1.2010 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.