Anita Pearce

Kæru Vopnfirðingar og nágrannar. 

Laugardagskvöldið 26. september kl. 20.00

og

sunnudaginn 27. september kl. 11.00

verða haldnar sérstakar samkomur í Hvítasunnukirkjunni.


Þetta er í þriðja sinn sem heimstrúboðinn og 
sveitatónlistasöngkonan 


 

      Anita Pearce           

 

er mætt með gítarinn sinn og
sína dásamlegu söngrödd hér á Vopnafjörð.

 

Hún mun einnig tala til okkar

og

biðja fyrir sjúkum.

Samkoman verður að sjálfsögðu túlkuð.

Allir hjartanlega velkomnir

Komum og gleðjumst öll.

Hvítasunnumenn Vopnafirði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Vopnafjörður er í alfaraleið, allavega í augum Guðs, hann sendir trúboða þangað með fagnaðarerindið.

Guð blessi ykkur á Vopnafirði í Jesú nafni. Amen.

Aðalbjörn Leifsson, 26.9.2009 kl. 06:44

2 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Góðan daginn vinkona,gaman að sjá þig aftur á blogginu,njóttu samveru við þessa ljúfu konu,kveðja og knús úr Keflavíkinni

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 26.9.2009 kl. 10:34

3 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Alltaf fjör hjá ykkur þarna á Vopnó,annars er ég bara að kasta á þig kveðju héðan úr rosinu.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 26.9.2009 kl. 19:29

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innlitskvitt og kærleikskveðja til þín elsku vinkona.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.9.2009 kl. 12:42

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Kæru vinir.

Takk fyrir innlitið.

Skemmtilegt að þrjú af ykkur sem hafið skrifað eiga heima í Keflavík. Hún Anita Pearce kemur til ykkar og verður með samkomur 10.-11. okt. og mun ég sko láta ykkur vita um samkomurnar þegar nær dregur.

Alli minn, það má nú segja að Vopnafjörður sé allt í einu í alfaraleið, allavega nú í sept. Fyrstu helgina voru þið hjá okkur. Debbí og Stefán eru búin að setja mynd af okkur öllum inná vegginn hjá mér á facebook. Einnig er hægt að fara á gospel.is og kíkja á myndirnar af heimsókninni bæði á heimasíðu ykkar í Keflavík og okkar hér á Vopnafirði. Svo fengum við óvænt gesti helgina eftir að þið voruð hjá okkur og svo núna. Svo vorum við nú á ferð í Keflavík hjá ykkur fyrir viku síðan. Ánægjulegt að koma og vera með ykkur á samkomu í Hvítasunnukirkjunni í Keflavík.

Sigga mín , já ég naut sko samverunnar með henni Anitu. Hún er svo yndisleg persóna og hún er svo fús að vinna fyrir Jesú. Hún er mikil bænakona, hefur náðargáfu að biðja fyrir sjúkum.

Úlli minn, hörku fjör hér á Vopnafirði og það er rólegt veður hér í dag. Aðeins búið að grána í fjöllin en snjór yfir öllu á Akureyri í morgunn.

Ásdís mín, takk fyrir kveðjuna. Ég er svo löt að blogga en vonandi lagast það þegar veturkonungur minnir meira á sig.

Anita las þessi orð fyrir okkur í dag og ætla ég að gefa ykkur hlutdeild í þeim. "Þótt fíkjutréð blómgist ekki og víntrén beri engan ávöxt, þótt gróði olíutrésins bregðist og akurlöndin gefi enga fæðu, þótt sauðfé hverfi úr réttinni og engin naut verði eftir í nautahúsunum, þá skal ég þó gleðjast í Drottni, fagna yfir Guði hjálpræðis míns. Drottinn er styrkur minn! Hann gjörir fætur mína sem hindanna og lætur mig ganga eftir hæðunum." Biblían: Habakkuk 3: 17.-19.
Og smá meira: Ég dró orð fyrir ykkur og svo þegar ég fór að ná í það á netið þá bættist við. Sverti textann sem ég dró fyrir ykkur: Finnst svo fyndið það sem stendur á undan: "Hingað til hafið þér einskis beðið í mínu nafni."
"Eins eruð þér nú hryggir, en ég mun sjá yður aftur, og hjarta yðar mun fagna, og enginn tekur fögnuð yðar frá yður. Á þeim degi munuð þér ekki spyrja mig neins. Sannlega, sannlega segi ég yður: Hvað sem þér biðjið föðurinn um í mínu nafni, mun hann veita yður. Hingað til hafið þér einskis beðið í mínu nafni. Biðjið, og þér munuð öðlast, svo að fögnuður yðar verði fullkominn."
Heimasíða Anitu Pearce: http://www.inspirationministries.net/
á meðan ég er að skrifa ykkur er ég að hlusta á Lindina. Dásamleg samkoma í Fíladelfíu í Reykjavík.

Megi almáttugur Guð blessa ykkur og varðveita.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.9.2009 kl. 16:58

6 Smámynd: Flower

Ætla bara aðeins að minna á mig og biðjast afsökunar á því hvað ég er löt að kvitta hjá þér. Gangi þér bara allt í haginn.

Flower, 28.9.2009 kl. 11:42

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfar kveðjur......:=)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.9.2009 kl. 11:51

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælar stelpur og takk fyrir innlitið

Flower, ekkert mál. Ég er líka mjög löt að lesa bloggfærslur og að kvitta.

Linda mín, takk fyrir fallega kveðju.

Dró orð fyrir ykkur: "Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans." Biblían: Efes. 6:10.

Guð blessi ykkur og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.9.2009 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband