Skuldasúpa

Sæl og blessuð

Hér fyrir neðan er grein eftir Gunnar Þorsteinsson sem er forstöðurmaður í Krossinum í Kópavogi. Greinin birtist á vef Krossins. Sjá nánar hér

Gunnar  Krossinum

Skuldasúpa

"Þjóð okkar er í vanda vega ábyrgða vegna Icesave.  Athugum hvað Guð hefur um málið að segja.

Skoði nú hver fyrir sig:

Biblía



Orðskviðirnir 6:1-5
-1- Son minn, hafir þú gengið í ábyrgð fyrir náunga þinn, hafir þú gengið til handsala fyrir annan mann,
-2- hafir þú ánetjað þig með orðum munns þíns, látið veiðast með orðum munns þíns,
-3- þá gjör þetta, son minn, til að losa þig því að þú ert kominn á vald náunga þíns far þú, varpa þér niður og legg að náunga þínum.
-4- Lát þér eigi koma dúr á auga, né blund á brá.
-5- Losa þig eins og skógargeit úr höndum hans, eins og fugl úr höndum fuglarans.

Orðskviðirnir 20:16
-16- Tak þú skikkjuna af þeim manni, sem hefir gengið í ábyrgð fyrir ókunnugan, tak veð af þeim manni, sem hefir gengið í ábyrgð fyrir útlendinga.

Orðskviðirnir 22:26-27
-26- Ver þú ekki meðal þeirra, er ganga til handsala, meðal þeirra, er ganga í ábyrgð fyrir skuldum,
-27- því þegar þú ekkert hefir að borga með, viltu þá láta taka sængina undan þér?

Guð blessi þig og varðveiti þig



Þessi orð ber að hafa að leiðarljósi.

Þjóð okkar hefur verið veidd í net skuldbindinga sem ekki er hægt að standa við.

Það ber að losa okkur undan þessu og semja einverðungu með greiðslugetu og skynsemi að leiðarljósi.

Annað er ógurlegt.

Sálm 37:21
Guðlaus maður tekur lán og borgar eigi, en hinn réttláti er mildur og örlátur.





Guð forði okkur frá skuldaklafa sem dregur úr okkur allan þrótt til langrar framtíðar.

Gerum rétt - þolum ekki órétt.

Guð blessi þig."


Gunnar Þorsteinsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Kæru vinir

Sammála Gunnari. Megi Guð forða okkur frá skuldaklafa sem við þjóðin höfum ekki stofnað til né gengið í ábyrg fyrir.

Megi almáttugur Guð gefa ráðamönnum okkar visku og vísdóm.

Guð blessi Ísland og alla Íslendinga.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.7.2009 kl. 23:12

2 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Ég er líka sammála Gunnari. Vona að réttlætið nái fram að ganga. Við þurfum svo sannarleg á Guðs hjálp að halda núna. 

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 6.7.2009 kl. 23:18

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sammála! Gott að þú birtit þetta Rósa!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.7.2009 kl. 23:26

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

birtir vildi ég sagt hafa ...

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.7.2009 kl. 23:27

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Takk innilega fyrir innlitið kæru vinir, Sólveig og Guðsteinn.

Ég dreif mig í að birta þessa grein eftir að ég las bloggið hans Sigga sæta.

Endilega kíkið á bloggið hans. Hér

Guð blessi ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.7.2009 kl. 23:31

6 Smámynd: Linda

Kæra Rósa, hef verið á fullu, og ætla að lesa þetta, mjög svo fljótlega. Hef verið að reyna ná í þig, sá að þú hringdir í mig í kvöld.  Endilega hafðu samband ef þú er vakandisem hlýtur að vera þar sem þú er Vopnfirðingur, samkvæmt því sem Ásta mákona segir.  Og ekki LÝGUR hún enda Vopnfirðingur.

Linda, 7.7.2009 kl. 23:47

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Rósa og aðrir.

Þetta er fín færsla og ég er búinn að hugleiða þetta vel.  Ýmsar tilvitnanir geta átt hér við en ein tilvitnun stendur algerlega uppúr í þessu ástandi og á nákvæmlega beint við ástandið eins og það er:

"Orðskviðirnir 22:26-27
-26- Ver þú ekki meðal þeirra, er ganga til handsala, meðal þeirra, er ganga í ábyrgð fyrir skuldum,
-27- því þegar þú ekkert hefir að borga með, viltu þá láta taka sængina undan þér? "

 Er einhver sanngirni í því að gera börnin okkar að "Ísþrælum" um ókomna tíð? Svarið er Nei.

Eigum við að lúta leiðsögn manna sem vilja leggja Ísland og komandi kynslóðir að veði? Svarið er að finna í ofangreindri Biblíutilvitnun. 

Ég vona að ég móðgi engan þó ég heiðinn maðurinn segi: Amen

Sigurður Þórðarson, 8.7.2009 kl. 09:36

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð kæru vinir Linda og Siggi

Linda mín, hún Ásta mákona þín er ekki búin að vera á Vopnafirði svo lengi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan hún átti heima hér. Nú hefðuð þið átt að vera hér því í dag er Mallorca veður hér.

Siggi minn, ég vil ekki að börnin okkar verði "Ísþrælar" um ókomna tíð til að borga aðgöngumiða til að komast í gin Ljónsins ESB. Ég vil ekki að við göngum í ESB. Ég vona til Guðs að þessi ríkisstjórn verði ekki langlíf. Þoli ekki þennan þráláta ESB vírus sem Jóhanna sýkt af. Svo finnst mér afskaplega slæmt ef á að lama allt atvinnulíf. Fyrirtækin fara á hausinn og fólk missir atvinnuna og þetta sama fólk á svo að borga hærri skatta. Betri leið að koma að koma fyrirtækjum af stað, auka þar með atvinnu og þá fá þau aukningu á sköttum.

Svo ætla þau að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur og lækka tekjur á hátekjufólki eins og ellilífeyrisþegum og öryrkjum.

Þau þurfa að læra fleiri aðferðir en þessar sem þau eru að beita. Aðferðirnar sem þau eru að nota eru út í Hróa Hött og afleiðingarnar verða þær að þau lama þjóðfélagið.

Ég trúi ekki að neinn móðgist þó þú Siggi minn finnist þessi vers viðeigandi og segir amen á eftir efninu.

Ég vil að við Íslendingar verðum frjáls.

Nei = ESB

Nei = Icesave sem við höfum ekki stofnað til.

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.7.2009 kl. 13:13

9 identicon

Sæl Rósa.

Já, þetta er mjög athygglivert og þess virði að hugleiða þetta. Erum við ekki að byggja okkar líf á Ritninigunni.

Kærleikskveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 17:02

10 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

til þín kæra vnkona. kv Sirrý

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 8.7.2009 kl. 20:08

11 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Losum okkur eins og skóargeit undan Icesave.

Guð blessi ykkur öll.

Jens Sigurjónsson, 8.7.2009 kl. 22:49

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið

Þórarinn minn, Guð gaf okkur Biblíuna til leiðsagnar fyrir okkur og það borgar sig að nota Biblíuna sem leiðarvísir. Við viljum byggja líf okkar á bjargi en ekki sandi.

Sirrý mín, sendi þér hlýjar kveðjur til Norge.

Jens minn, "Losa þig eins og skógargeit úr höndum hans, eins og fugl úr höndum fuglarans." Við þurfum að losa okkur út úr þessu rugli. Við stofnuðum ekki til þessara skulda og við höfum ekki gengið í ábyrgð fyrir Icesave. Þetta er dýr aðgöngumiði í ESB fyrir þjóð sem á enga peninga eins og er. Vona að þessi rugl stjórn verði ekki lengi við völd.

Guð veri með ykkur kæru vinir

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.7.2009 kl. 00:40

13 Smámynd: Tómas

Flotur

Tómas, 9.7.2009 kl. 03:42

14 identicon

Flott þetta ,Guð blessi þig Rósa mín

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 11:35

15 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Tómas og Birna.

Takk fyrir innlitið kæru trúsystkini.

Tek undir með ykkur að þetta er flott hjá Gunnari, stutt og hnitmiðað.

Guð blessi ykkur og varðveiti

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.7.2009 kl. 12:55

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Flott færsla hjá þér Rósa, gott hjá Gunnari að benda á þetta  og virkilega góðar umræður.

Við erum á villigötum núna. 

Þeir ætla að henda 800 milljónum í að ræða við Evrópusambandið og það ofaná alla milljarðana sem þeir ætla að nota í að borga Icesave. Eða réttara sagt skuldbinda þjóðina til að borga, því við höfum aldrei efni á að borga þetta.

Rósa, er þetta ekki skömm og hneisa?

Hafðu það sem best og gakktu á guðsvegum Rósa.

Sigurður Þórðarson, 9.7.2009 kl. 14:13

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Er einhver hér sem vill Gunnar sem ráðherra og hafi vald til að taka ákvaðkaðarnir?

Gunnar er "Lalli Jóns" í sambandi við trúarbrögð og það vita allir. Meira ruglið!   

Óskar Arnórsson, 9.7.2009 kl. 18:29

18 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Já, Biblían virðist hitta á ótrúlega mikil sannindi sem eiga við á öllum tímum. Góð grein hjá Gunnari og gott hjá þér að vekja máls á henni. Bið að heilsa þér í bili.

Óskar líkir Gunnari við Lalla Jóns. Hvað ætli hann meini með því. Er hann að segja að báðir séu svo óheiðarlegir eða að báðir hafi verið óheiðarlegir? Allavega finnst mér lítil dygð fólgin í því að gera lítið úr báðum. Sé sjálf fátt líkt með þeim.  Vona að þú meinnir ekkert illt með þessu.

Bryndís Böðvarsdóttir, 9.7.2009 kl. 21:38

19 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Amen

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 12.7.2009 kl. 21:03

20 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nei Bryndís. Ég meina ekkert illt með þessu. Alls ekki...

Óskar Arnórsson, 13.7.2009 kl. 09:57

21 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góð færsla Rósa mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.7.2009 kl. 21:36

22 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið

Siggi minn, alveg sammála þér að ríkisstjórn Íslands er á villigötum. Þau vilja að við greiðum Icesave reikninganna og svo þarf að borga helling til viðbótar til að komast í þetta sambandsríkjabandalag. Þjóðin hefur ekkert efn á þessu. Ég eiginlega veit ekki hvað þau eru að hugsa Jóhanna og Steingrímur ef þau eru nokkuð að hugsa annað en að komast á beit í Brussel. SAMMÁLA ÞÉR AÐ ÞETTA ER SKÖMM OG HNEISA.

Óskar minn, hvaða rugl er þetta í þér? Dastu á hausinn?

Bryndís mín, Biblían er full af leyndardómum sem nú eru að skýrast fyrir okkur. Hið nýja Rómarríki er risið og um þetta ríki er spáð í Daníelsbók. Ég sé líka lítið líkt með Gunnari og Lalla Jóns. Guði sé lof að Gunnar hefur ekki þurft að ganga í gegnum sömu hörmungar og Lalli Jóns. Megi Guð fyrirgefa þeim sem sköðuðu hann og alla þá sem voru í Breiðavík.

Gulli minn, amen á eftir efninu.

Óskar minn, bara kominn aftur. Gott að þú meintir ekkert illt með þessu. Við höfum sama rétt öll, líka Lalli Jóns sem var farið illa með. Hann er dýrmætur í augum Guðs eins og allir aðrir. Meira að segja þú ert dýrmætur fyrir Guði.

Katla mín, takk fyrir það.

Megi almáttugur Guð vera með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.7.2009 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband