7.2.2009 | 22:27
Bland í poka frá Vopna-Rósu og Guðskerlingunni-Rósu
Sæl og blessuð.
Hún Vopna-Rósa hafði rétt fyrir sér að Guðskerlingin-Rósa (ég) myndi ekki vera neitt spés á blogginu og lélegur arftaki. Ég hef haft mjög mikið að gera. Sjáið bara, byrjuð að afsaka mig í bak og fyrir Ég ætla að reyna að takast á við fjarnám, er í sjúkraþjálfun tvisvar í viku og þrisvar í viku í íþróttahúsinu í þrektíma. Í dag fór ég ásamt fjölskyldunni minni í jarðarför. Við vorum að kveðja mákonu föður míns hinstu kveðju. Hún var gift tvíburabróður pabba sem dó 1997. Þau áttu átta börn sem öll eiga fjölskyldu og er þarna stór frændgarður. Vopna-Rósa bað mig um að setja inn pistill sem hún var búin að semja áður en hún fór með Sólmundi Tómasi sínum á vit ævintýranna.
Guð veri með ykkur
Kær kveðja/Guðskerlingin-Rósa
Pistill Vopna-Rósu
Hæ og hó.
Lífið er svo dásamlegt. Við Sólmundur Tómas vorum í Reykjavík í nokkra daga áður en við létum okkur hverfa af þessari Guðsvoluðu eyju. Ég fór í blogghitting á A Hansen í Hafnarfirði 19 jan. sl. Ég hitti fullt af góðum vinum og þar var frábært kveðjupartý. Guðkerlingin-Rósa var þarna líka og þið getið séð einhverjar myndir af henni með vinum mínum. Ég vildi ekki vera með á myndunum. Daginn eftir hittum við Séra Guðstein Hauk og hann pússaði okkur saman. Brúðkaupsveislan var svaka flott og villt. Hefðarfólkið mætti í sínu flottasta skarti, með flottar gjafir sem voru flestar í ekta seðlum. Davíð Oddsson góðvinur okkar vottaði að seðlarnir væru allir ekta og erum við búin að leggja þá inní banka og eru þeir nú geymdir í banka í góðri Skatta-Paradís.
Á þriðjudaginn 20. janúar fórum við Sólmundur Tómas niður á Austurvöll og þar hittum við Guðskerlinguna-Rósu sem var eitthvað að sperrast. Hún fékk enga athygli en það var viðtal við Sólmund Tómas í sjónvarpinu og kom viðtalið í fréttum kl. 22. Þessir ríkisstarfsmenn gátu nú ekki haft rétt eftirnafn. Þeir fá alltof mikið borgað miðað við að það er alltaf eitthvað klúður hjá þeim og eru þau endalaust að biðjast afsökunar á þessu og hinu. Ég lét Guðskerlinguna-Rósu fá skrifin mín á Austurvelli því við létum okkur hverfa morguninn eftir á vit ævintýranna. Ég mun nú fylgjast með og sjá hörmungina á þessari síðu en mér er samt slétt sama fyrst ég er laus allra mála.
Það verður flott hjá okkur í Kyrrahafinu. Ég var búin að segja ykkur að við myndum passa peninga fyrir frábæra menn sem ætla að borga okkur vel fyrir greiðan.
Ég vona að þið hafið það gott hér á þessari Guðsvoluðu eyju.
Sólmundur Tómas biður að heilsa ykkur.
Takk fyrir samfylgdina.
Kær kveðja/Vopna-Rósa
Slidshow, klikkið á myndina hér fyrir neðan. Flottar myndir af glæsilegu fólki.
Linda Vonin mín, kærar þakkir fyrir hjálpina og allar myndirnar.
Blogghittingur 17 jan 2009 |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 15.2.2009 kl. 23:06 | Facebook
Athugasemdir
Gangi þér vel í fjarnámi Rósa mín. Er líka í sjúkraþjálfun 3 í viku eigðu góða helgi og kærar kveðjur.
Kristín Katla Árnadóttir, 7.2.2009 kl. 22:40
Sæl Katla mín.
Takk fyrir innlitið. Á morgunn koma inn fleiri myndir og þá af Austurvelli þar sem Vopna-Rósa og Sólmundur Tómas voru í essinu sínu. Ég kom þangað uppúr hádegi og var þarna í fjóra tíma. Ég tók myndir en ekki af Vopna-Rósu og Sólmundi Tómasi. Það var ósköp friðsælt þar sem ég var en á meðan ég var þarna var víst fjör í bakgarðinum og svo um kvöldið voru margir sem höguðu sér ömurlega. Sem betur fer var ég ekki þar.
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Guðskerlingin-Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.2.2009 kl. 22:48
Blessuð og sæl Rósa mín, eða nýja Rósa. Guðskerlingin mín mikið er langt síðan heyrst hefur frá þér, en skil það er greinilega full pakke hjá þér og nóg að gera. Gaman að heyra frá Vopna Rósu, ég er enn viss um að hún haldi nú ekki lengji út á paradísaeyjunni Vona að þú hafir það sem allra best. Guð veri með þér Kærar kveðjur frá Noreg.
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 8.2.2009 kl. 00:24
Hafðu það gott Rósa mín og Guð blessi þig
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 00:53
Yndislegt að þú skulir vera komin aftur, var buin að sakna þín mikið. Guð veri með þer kæra frænka
Kristín Gunnarsdóttir, 8.2.2009 kl. 08:33
Loksins loksins, var búinn að bíða spent eftir bloggi frá þér. Ég er viss um að þú átt ekki eftir að gefa vopnarósu eftir gætir jafnvel orðið betri en hún, engu að síður var gaman að heyra hvað er að drífa á hennar daga.
Kær kv.
Unnur Arna Sigurðardóttir, 8.2.2009 kl. 11:03
Sælar stelpur mínar og takk fyrir innlitið.
Sirrí mín, ég veit ekki hvar Vopna-Rósa er en ég vona að þú hafir staðið við að senda henni norskar krónur áður en hún yfirgaf eins og hún skrifar þessa Guðs voluðu eyju. Ég heimsótti Kristjanssand og Mandal 1987. Vinir mínir búa í nágrenni við Mandal. Skilst að þessir staðir séu í nágrenni við þig. Það er svo fallegt þarna.
Birna mín, takk fyrir og sömuleiðis.
Kristín mín, já loksins tók ég við af Vopna-Rósu en bara eftir hálfan mánuð þá fer ég í vikuferðalag svo hún Vopna-Rósa hafði rétt að ég yrði löt og lélegur arftaki.
Unnur mín, ég vona að ég verði góður arftaki en það er spurning??? Alveg er ég viss um að Vopna-Rósa er í essinu sínu. það hlýtur að vera lovely að vera með draumaprinsinum sínum í sólinni og þurfa ekkert að hafa fyrir lífinu. Passa einhverja peninga og fá borgað og geta lifað letilífi.
Orð til ykkar: "Þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar." Post. 1:8.
Guð blessi ykkur og varðveiti.
Kær kveðja/Guðskerlingin-Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.2.2009 kl. 12:18
Svakalega var þetta gaman...
Flottar myndir
Árni þór, 8.2.2009 kl. 15:47
Hæ skvís og takk fyrir þessar flottu myndir. Það var svo gaman að hittast. Ég er löt á blogginu eins og þú, kíki af og til og les lítið, var samt farin að sakna þín. Kærleikskveðja og guð gæti þín ávallt. Þín vinkona Ásdís
Ásdís Sigurðardóttir, 8.2.2009 kl. 19:45
Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.
Árni minn, já þetta var skemmtilegt og myndirnar eru flottar. Á eftir að fá fleiri myndir en Elísabet okkar er veik og hefur ekki getað sent okkur myndirnar sínar. Þarf líka að hringja í suma og ýta. Gaman að sjá allar myndirnar.
Ásdís mín,er gaman á feisinu? Kannski prufum við aftur en nú eru svo margar af bloggvinkonunum byrjaðar á facebook og eru alveg uppteknar á feisinu. Ég er nú ekki sammála að þú sért löt því ég skoðaði fullt af færslum í gær áður en ég kvittaði.
Megi almáttugur Guð vera með ykkur og ykkar fólki.
Áfram Ísland.
Kær kveðja/Guðskerlingin-Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.2.2009 kl. 20:04
Sæl og blessuð Helga mín.
Takk fyrir innlitið.
Blogghittingurinn var frábær og var þessi dagur í alla staði mjög vel lukkaður.
Ég sá umrætt blogg nú í kvöld og er búin að skrifa athugasemd. Kíktu á það.
Sannleikurinn mun gera yður frjálsa segir í heilagri ritningu.
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.2.2009 kl. 22:34
Rósa mín skoðaði myndirnar sem hafa verið settar inn.Svakalega hefur verið gaman hjá ykkur. Þú ert falleg kona og það skín af þér góðmenskan, kæra vinkona sannkölluð guðsending. Gangi þér vel með allt sem þú ert að stússast í. Jú Mandal er bara næsti bær við Lyngdal þar sem ég bý og já hér er sérstaklega fallegt og rólegt. 1987 það er langt síðan þú myndir ekki þekkja þig þar núna ,bara hvað allt hefur breyst núna síðustu tíu árin er ótrúlegt, enda verið nóg um olíupeninga hér í noregi til nota í uppbyggjingu þessi síðustu ár. Nú eru aftur á móti farið að bera á aðhaldsemi hjá norðmönnum. það er ekki langt síðan þeir gengju í gengum síðustu kreppu, þó svo að ekki sé neitt í líkingingu við það sem reiknað er með nú. Vildi svo óska að ekki væru svona erfitt hjá ykkur þarna heima. Ekki meira um það góða nótt ljúfan,bið englana að vaka yfir ykkur. Guð veri með þér kæra vina. kv Sirrý
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 8.2.2009 kl. 23:29
Sæl og blessuð dugnaðarkona.
Velkomin aftur á skjáinn - Hér er bjart og fallegt veður sem lofar góðri vinnuviku á öllum vígstöðvum. Við erum að undirbúa Aglowfund 12.febr í Garðabænum og standsetja 23 fm. húsnæði fyrir innrastarf (bænahópa, vinkonuhitting, leshópa, kennslu/námskeið, prjóna/bútasaumskonurnar, ýmiss námskeið sem eflir og hvetur til dáða. Spennandi tímar framundan.
Rósa mín, gangi þér vel í námi og starfi. Góð heilsa skiptir öllu máli, því dapurt geð skrælir beinin segir guðsorðið. Ég set þig dúllan mín aftur í bænabókina.
Meira um Aglowstarfið í Garðabæ hér. www.aglowgb.net
Blessun Drottins fylli líf þitt í dag
Helena
Helena Leifsdóttir, 9.2.2009 kl. 11:24
Innlitskvitt,Knús og kossar:=)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.2.2009 kl. 13:15
Sælar stelpur mínar og takk fyrir innlitið.
Sirrý mín, sammála þér um að það er gaman að skoða myndirnar af vel heppnuðum blogghittingi. Kannski fæ ég aftur tækifæri að heimsækja Norge en ég er ekkert að hugleiða ferðalög á meðan þetta ástand er hjá okkur. Ég fer eftir tæpan hálfan mánuð til Akureyrar og mun vera þar í eina viku. Verð að vera dugleg í fjarnáminu áður en ég þarf að fara einu sinni enn á flandur. Því miður eiga margir um sárt að binda hér á Íslandi í dag. Bankarnir fóru á hausinn og urðu gerðir aftur að ríkiseign en nú heyrum við fréttir um konu á Akureyri sem missti íbúðina sína og þurfti að flytja út. Landsbankinn yfirtók íbúðina og óskuðu eftir því að konan flytti út. É sem hélt að nú ætti að slá skjaldborg um heimilin, hjálpa fólki sem væru í fjárhagserfiðleikum vegna bankahrunsins. Ekki var þetta rugl allt almenningi að kenna en fórnalömb bankahrunsins er almenningur og það er ósættanlegt á meðan Útrásavíkingar og fleiri sem eiga sök hafa það eins og þeim sýnist. Eina ráðið sem við í raun höfum er að biðja Guð almáttugan að snúa við högum okkar.
Helena mín, gaman að heyra að Aglow konur í Garðabæ eru svona kraftmiklar og miklir skörungar. Takk fyrir að setja mig aftur í bænabókina. Tók eftir að þú skrifaðir aftur í bænabókina? Frábært Biblíuvers sem þú komst með.
Linda mín, takk fyrir innlitið og kærleikskveðjur til þín.
Jesús sagði: "Hve, sem gjörir vilja föður míns, sem er á himnum, sá er bróðir minn, ystir og móðir." Matt. 12:50.
Guð blessi ykkur og varðveiti.
Kærleikskveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.2.2009 kl. 22:46
Gangi þér vel með fjarnámið Rósa mín. Knús og kram
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.2.2009 kl. 11:25
Frábærar myndir af hittingnum okkar þetta var nú bara yndislegt að hitta ykkur öll, gangi þér vel í sjúkraþjálfun og fjárnámi,
ps. ertu til ði að biðja þessa vopna-rósu um að bjóða kristnu bloggurunum á kaffihús þarna úti á Cayman Islands? vopna-rósa verður náttúrulega að láta ríku vinina sína borga far undir hópinn, en svo verður hver og einn að kaupa sinn kaffibolla, það er nú bara sanngjarnt
Guðrún Sæmundsdóttir, 10.2.2009 kl. 22:01
Sælar stelpur og takk fyrir innlitið.
Ásthildur mín, takk fyrirgóðar óskir, ekki veitir af.
Guðrún mín, takk fyrir síðast. Ég veit ekki hvar Vopna-Rósa er. Þetta er mögnuð tillaga og við verðum að senda Vopna-Rósu hugskeyti og vona að hún hringi og þá skal ég koma þessari frábæru hugmynd á framfæri.
Guð blessi ykkur og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.2.2009 kl. 00:05
Já, Rósa.
Stólmundur á ferð og í flugi með þér.
Verða blaðmenn með.
Lát okkur heyra.
Flottar myndir......kanski á ég myndir úr veislunni. Reyni að finna þær á morgun,eftir að ég er búnn að fara í tékkið.
Já,hvernig stól áhann Mundi ?
Kveðja
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 02:44
Sæl og blessaður
Sumir hlæja ahahahah
Sólmundur - Stólmundur er einhverstaðar með sinni Vopna-Rósu
Ég á nú ekki von á að þau séu svo vitlaus að hafa blaðamenn með. Það var víst algjört leyndarmál hvert þau fóru. Kannski fóru þau eitthvað allt annað en þau sögðu, til að villa um fyrir okkur????
Vona að við fáum fleiri myndir af blogghittingnum.
Búin að vera í 3 klst. ásamt fleirum að basla í námi í morgunn.
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.2.2009 kl. 12:05
Já SÆLL !!!! he he he var að kíkja inn á þig...... er að reyna að fá fermingarbarnið mitt til að fara með Litlu biblíuna sem ritningu þegar hann fermist í vor, ég gerði það og báðar skvísurnar mínar,,,,,, honum finst það svolítið langt .....enn hann verður hvort eð er að læra það sagði presturinn, svo að ég lifi í voninni En fermingarbarnið var sko ánægt með maraþon Jesú,,,,,,,,fór að sofa kl 6 um morgunin he he he.........í safnaðarheimilinu .Knús á þig Rósa mín
Erna Friðriksdóttir, 11.2.2009 kl. 16:12
Sæl Erna mín.
Strákurinn lærir Litlu Biblíuna með stæl vertu viss. Skemmtilegt hjá krökkunum með Jesú maraþonið. Sem betur fer er bryddað uppá ýmislegt fyrir fermingarbörn í dag sem var ekki gert þegar mínir jafnaldrar voru að undirbúa sig undir ferminguna.
Presturinn sem er hér núna er mjög duglegur að koma með nýjungar sem tíðkuðust ekki hér. Presturinn sem var hér áður en Séra Stefán kom var hér í 25 ár. Hugsaðu þér í 1/4 úr öld.
Var að koma úr íþróttahúsinu úr þreki. Þykist núna ætla að taka á þessu. Glætan.
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.2.2009 kl. 18:51
Heyrðu mig nú! Nú er ég bara abbó að hafa ekki komið á kaffihúsa hittinginn að hitta ykkur. Greinilega fjör á svæðinu og fullt af fólki sem ég þekki..... kem bara næst
Svala Erlendsdóttir, 11.2.2009 kl. 21:32
Sæl og blessuð
Allir að fara á facebook svo ég veit ekki hvort verður annar blogghittingur
Það væri virkilega gaman að endurtaka blogghitting svona í alvöru talað.
Takk fyrir innlitið.
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.2.2009 kl. 23:02
Góða helgi kæra Rósa mín Guð veri með þér og þínum. kv Sirrý
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 14.2.2009 kl. 17:45
Komdu sæl Rósa mín og þakka þér fyrir að samþykkja mig sem bloggvin,ég hef oft lesið komentin þín hjá Helgu vinkonu og hef lengi ætlað að tengjast þér ef þú vildir vertu ávalt Guði falin ljúfan
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 15.2.2009 kl. 23:17
Sælar stelpur mínar og takk fyrir innlitið
Sirrý mín, takk fyrir góðar óskir og blessun Guðs fyrir mig. Helgin var ósköp ljúf.
Sigríður mín, takk fyrir að senda mér beiðni. Ég er alltaf til í að eignast góða bloggvini. Takk fyrir blessunaróskir.
Megi almáttugur Guð vera með ykkur og ykkar fólki.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.2.2009 kl. 23:33
hallóooooooooooó á Vopnó, kveðja frá Reykjó og þinni vinkó heheh, allt of mikið súrefni í þinni, búin að fara langan göngutúr, úff, og týndi upp hundaskít eftir trassa, þetta var á annarri leið sem ég fer og ég kom heim með hátt í 3 kíló af skít, ok kannski ekki svo mikið 1 til 2, en samt, ég verð að gera þetta, vil ekki að hundahald verði tekið af okkur hér í Reykjó. Svo ef einhverjir trassar lesa þessa athugasemd, farið út með poka og týnið upp eftir dýrið ykkar, þetta er jú bara eins og hreinsa skít eftir barnið ykkar, ekkert ógeðslegra og hana nú. Jæja, ég er samt eins og ég gaf í skyn í byrjun í góðum gír, ætla að fara og ná í kisumat og kjúklinga strimla í salatið eilífa hahah. Nú Annað er það ekki í bili.
Vertu Guði falin vinkona, knús og kvitt
Linda, 16.2.2009 kl. 16:17
Hæ elsku Rósa, vildi kasta á þig smá kveðju. Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt.
Ertu á fésbókinni? Eigðu yndislegan dag og alla daga.
Nína Margrét (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 08:50
Flottur hittingur kær kveðja
Kristín Katla Árnadóttir, 20.2.2009 kl. 10:02
Takk Rósa mín fyrir að redda klúðrinu mínu inná blogginu mínu með staðsetninguna....úfff....hvað maður er mikill gullfiskur stundum!!!
Þá er nú gott að eiga góða að til að líta eftir manni...eins og svona frænku á Vopnafirði! ;)
Ása (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.