11.12.2008 | 23:15
AÐVENTAN
Þegar dagarnir styttast og dimmir um storð,
sérðu dýrlega stjörnu, þar ljómar Guðs orð,
um fæðingu hans, sem varð frelsari manna
og færði´ okkur jólin og gleðina sanna.
Þau færast nær og nær,
og nú er allt svo bjart,
er kærleikshátíð kristni hans
skal klædd í jólaskart.
Og svo kveikjum við ljósin á kertunum hér,
er við komum nú saman að fagna hjá þér,
sem gafst okkur lífið og gleðina bjarta.
Sú gleði er Jesús í sérhverju hjarta.
Þau færast nær og nær,
og nú er allt svo bjart,
er kærleikshátíð kristni hans
skal klædd í jólaskart.
Svo er upp renna jólin og annríkið dvín,
verða englar á ferð, þar sem kvöldstjarnan skín.
Er barnsaugun glitra í ljósanna ljóma,
þau lyfta upp hug, þegar sálmarnir hljóma.
Þau færast nær og nær,
og nú er allt svo bjart,
er kærleikshátíð kristni hans
skal klædd í jólaskart.
Rósa Aðalsteinsdóttir
Stóru Mörk
Kertin eru fjögur og hvert og eitt er táknrænt, til að hjálpa okkur að íhuga boðskap jólanna.
Fyrsta kertið heitir Spádómskerti og minnir á spádóma Gamla testamentisins um frelsarann sem koma skyldi.
Næsta kerti er kallað Betlehemskerti. Það leiðir hugann að bænum þar sem Jesús fæddist í fjárhúsi og var lagður í jötu.
Þriðja kertið sem kveikt er á er Hirðakerti og minnir á hirðana sem voru fyrstu mennirnir sem heyrðu um fæðingu Jesú.
Það fjórða er Englakertið og vísar til englanna sem birtust á jólanótt og sögðu frá því að Jesús væri fæddur. Hringurinn sjálfur táknar eilífðina.
Við kveikjum einu kerti á,
Hans koma nálgast fer,
sem fyrstu jól í jötu lá
og Jesú barnið er.
Við kveikjum tveimur kertum á
og komu bíðum hans.
Því Drottinn sjálfur soninn þá
mun senda í líking manns.
Við kveikjum þremur kertum á
því konungs beðið er,
þótt Jesús sjálfur jötu og strá
á jólum kysi sér.
Við kveikjum fjórum kertum á;
brátt kemur gesturinn
og allar þjóðir þurfa að sjá
að það er frelsarinn.
Sigurd Muri 1963 - Lilja Kristjánsdóttir
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 13.12.2008 kl. 15:02 | Facebook
Athugasemdir
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Kæru vinir.
Hún Rósa Aðalsteinsdóttir vinkona mín frá Stóru Mörk gaf mér leyfi til að birta ljóð eftir hana. Við kynntumst fyrir bráðum tuttugu árum. Hún hringdi í Hafliða Kristinsson sem þá var forstöðumaður í Hvítasunnukirkjunni í Reykjavík. Þegar hún kynnti sig þá sagði hann: "Sæl og blessuð, ertu þú í bænum?" Þetta svar varð til að hún spurði vini mína í Kirkjulækjarkoti hvort þau þekktu konu sem væri alnafna hennar. Þau héldu það nú og á næsta Kotmóti kom hún þangað til að hitta nöfnu sína. Við höfum verið í nánu sambandi síðan. Síðar kynntist ég annarri nöfnu okkar sem lést nú í sept. og fékk ég þann heiður að fylgja henni.
Guð blessi ykkur og varðveiti.
Kær kveðja
Rósa Aðalsteinsdóttir
Ási - Vopnafirði
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.12.2008 kl. 23:23
Sæl mín kæra.
Gott að vita að flutningarnir eru að taka enda. Stress að þurfa að standa í þessu rétt fyrir jól.
Megi almáttugur Guð gefa þér styrk.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.12.2008 kl. 23:48
Sæl Rósa mín.
Já, það er ekki ofsögum sagt
að þú sért stærsti kærleiksmiðlarinn í Bloggheimum,
og jafnvel þegar sækja þig heim, sem ekki eru heilir.
Þá reynir þú allt og vilt ekki gefast upp og heldur áfram að gefa og sefa en
og alltaf er hart að þér sótt, jafnt dag sem nótt.
Þá átt þú einn að
sem sagt hefir það,
að hver sem á hann trúir
sé Guðs barn og þar er enginn efi í hjarta þínu.
Algóður Guð styrki þig dagana alla, sem hann hefur ætlað þér.
þinn Bloggvinur, Þórarinn Þ. Gíslason.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 03:46
Þú ert svo yndisleg manneskja að það er heiður að geta kallað þig vinkonu. Guð geimi þig Rósa mín
Kristín Gunnarsdóttir, 12.12.2008 kl. 10:08
Ljós í myrkri ertu mín kæra Rósa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.12.2008 kl. 11:15
Takk elsku Rósa mín, þetta er falleg færsla sem hlýjar, farðu með þig kæra vinkona.l
Ásdís Sigurðardóttir, 12.12.2008 kl. 11:19
Sæl og blessuð Rósa!
Gott og gefandi hjá þér!
Þú mannst að þar sem margar Rósur koma saman er rósa breiða
Mundu að Drottinn elskar þig!
Kveðja úr snjónum í Garðabæ
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 12.12.2008 kl. 13:24
Sæl og blessuð
Takk fyrir innlitið og góðar óskir.
Þórarinn minn, hm, en það er rétt að ég hef valið Jesú og hann á bústað hjá mér.
Galdrar, njóttu lífsins með stæl.
Kristín mín, ég er líka glöð að eiga þig sem vinkonu.
Ásthildur mín, takk fyrir það.
Ásdís mín, gott að ljóðin þeirra Rósu og Lilju ylja.
Halldóra mín, rósabreiður eru fallegar.
Einar minn, búin að skrifa inná bloggið þitt því ég held að þú hafir misskilið að ég hafi búið til annað ljóðið.
Megi almáttugur Guð blessa ykkur öll.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.12.2008 kl. 15:17
Fín myndin af ykkur nöfnunum. guð blessi þig vinkona mín
Ásdís Sigurðardóttir, 12.12.2008 kl. 17:53
Sæl Ásdís mín
Myndin var tekin í maí 1992. Hugsa sér að það eru 16 ár síðan.
Ég var í heimsókn hjá nöfnu minni í Stóru - Mörk sem er undir Eyjafjöllum, á leið inní Þórsmörk.
Þegar við kynntumst þá sagði nafna mín mér að mamma hefði búið hjá afa og ömmu hennar, Ástmari Benedikssyni og Rósamundu Guðmundsdóttir, kölluð Rósa, sem áttu heima í Sundstræti 11 á Ísafirði sennilega var það veturinn 1944.-1945. Við eigum mynd hér af þeim.Við nöfnurnar viljum meina að þetta hafi ekki verið tilviljun að við fengum að kynnast heldur var Guð svo góður allavega við mig að fá að kynnast henni Rósu. Hún er búin að hjálpa mér og hjálpa við fjarnámið mitt. Hún er nefnilega mikill viskubrunnur.
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.12.2008 kl. 21:34
Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.12.2008 kl. 21:38
Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.12.2008 kl. 21:40
Fallegt og indælt
halkatla, 12.12.2008 kl. 22:17
Kæra Rósa mín, gullfalleg síðan þín eins og alltaf Rósa nafnið þitt segir allt sem sega þarf. Kærkeikskv, til þín kæra .kv. Sirrý Góða helgi til you to.
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 13.12.2008 kl. 00:48
Svo fallegt blogg hjá þér Rósa mín....... og þessi þetta í lokin er svo fallegt :) elska að heyra börn syngja það :) Heyrðu einhvertíma átti ég svona um nafnið mitt en hvar er það ?? HMMMMMM
Fegin að heyra að þú sért líka til á svona síðustu stundu eins og ég hehe he he en jólin koma alltaf Hlakka þó meira til í febrúar ef satt skal segja :)
Knús á þig mín kæra og áfram áfram með jóla jóla hvað he heh e
Erna Friðriksdóttir, 13.12.2008 kl. 11:14
Þú ert gæjaleg Rósa.
Ég þarf alltaf að rifja upp ár hvert hvað kertin eru nefnt!
Kær kveðja til Vopnó!
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 13.12.2008 kl. 12:28
Sælar stelpur og takk fyrir innlitið.
Anna mín Karen, takk fyrir það. Jólakveðjur til Neskaupsstaðar.
Sirrí mín, þegar Halldóra var að tala um rósir þá ákvað ég að setja inn myndina af okkur Rósu og um nafnið okkar. Myndin er tekin 1992. Innleggið hennar Halldóru: "Þú manst að þar sem margar Rósur koma saman er rósa breiða" Jólakveðjur til Norge.
Erna mín, við syngjum á samkomum með börnunum um kertin. Ester Eva sem er þriggja ára var ekki að skilja að við kveiktum bara á tveimur kertum síðast. Hún var alls ekki sátt. Jólin eru að koma og ég hlakka til. Ætla að njóta jólanna. Jólakveðjur á Hvammstanga.
Bryndís mín, fyndin ertu, "gæjaleg" Ég var bara 31 árs þarna. Afmæli ekki fyrr en um haustið. Nú getur þú kóperað textann um kertin og sett í tölvuna þína. Fínt að hafa textann til að rifja upp. Maður getur ekki endalaust hlaðið í heilabúið svo það er fínt að hafa tölvuheila til viðbótar. Jólakveðjur í Hafnarfjörð.
Guð veri með ykkur.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.12.2008 kl. 13:56
Saturday Glitters
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.12.2008 kl. 13:58
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.12.2008 kl. 17:41
Knús knús í hús og ljúfar yndislegar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.12.2008 kl. 19:53
Það er sko enginn vafi á því að hér er kærleikur á ferð.
Guð blessi þig og þína Rósa
Unnur Arna Sigurdardottir (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 00:11
Innlitskvitt og knús á þig
Magnús Paul Korntop, 14.12.2008 kl. 05:43
Ég er komin í stóra skuld við Rósu, bæði það sem hún hefur gert jákvætt fyrir mig og svo hvernig ég hef talað til hennar þegar mér líður ekkert of vel.
Rósa er merkileg og stórkostleg manneskja í alla staði..
Óskar Arnórsson, 14.12.2008 kl. 08:31
Þakka þér fyrir þessa færslu og fyrir að vera bloggvinkona mín . það er mikill styrkur í þér kæra vinkona. þú styrkir okkur trúsystkynin þín Guð blessi þig fyrir það
Kristín Ketilsdóttir, 14.12.2008 kl. 21:58
Kæru bloggfélagar.
Takk fyrir innlitið og hlýjar kveðjur.
Ég ætla að gefa ykkur orð:
"Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá." Sálm. 37:5.
"Þetta er sú djörfung, sem vérr höfum til hans: Ef vér biðjum um eitthvað eftir hans vilja, þá heyrir hann oss." 1. Jóh. 5:14.
Verum dugleg að koma með allt til Jesú. áhyggjur okkar, vanlíðan bæði á líkama og sál, fjármál, ástvini okkar. Munum líka að þakka honum fyrir allar gjafir sem við höfum nú þegar þegið og njótum.
Við getum verið þakklát fyrir að eiga fjölskyldu og heimili. Margir eiga ekki heimili og margir eiga ekki fjölskyldu.
Guð blessi ykkur og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.12.2008 kl. 22:15
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.12.2008 kl. 22:16
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.12.2008 kl. 22:17
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.12.2008 kl. 22:18
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.12.2008 kl. 22:19
Já já Rósa, það eru ennnnnnnnn 1001 verk eftir fyrir jól he hehehe....... Heyrðu skal segja þér það að ég var svo heppinn í kirkjunni í gær að það voru sungin 3 vers um aðventukertin og það af BARNAKÓR,,,,,,,,, ég meira að segja raulaði svona aðeins með í huganum á aftasta bekk................mjög fallegt,,,,,,,,,,
áfram nú með þig í jóla stússinu he he ehhe og kærleikskveðjur....
Erna Friðriksdóttir, 15.12.2008 kl. 08:47
Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.
Erna mín, það gengur ósköp hægt með jólastússið en ég stefni á að vera tilbúin með jólasteikina kl 18 á aðfangadag. Yndislegur texti og lag við Aðventuljóðið sem Lilja Sigurðardóttir þýddi. Mér finnst svo notalegt að syngja þennan texta.
Erlingur minn, takk fyrir fróðleikinn en við vorum ekkert að tala um hvenær Jesús fæddist. Það er nýbúið að skrifa grein um að hann hafi fæðst 17 júní. Snorri, Bryndís Eva og Hanna Rúna bloggvinir mínir blogguðu um fæðingardaginn. Endilega kíktu á bloggið hjá þeim.
Guð blessi ykkur og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.12.2008 kl. 12:08
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæl og blessuð
Aðalatriðið er að Jesús fæddist í þennan heim vegna okkar.
Drottinn blessi ykkur og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.12.2008 kl. 12:16
Guðrún Magnea Helgadóttir, 15.12.2008 kl. 12:24
Satt segirðu, Rósa, það er aðalatriðið, að hann fæddist okkar vegna. Þökk fyrir hressileg skrifin og allar myndirnar, má ekki nota þær til að senda vinum um jólin? – Með kærri kveðju og þakklæti,
Jón Valur Jensson, 15.12.2008 kl. 12:25
Vonandi ertu hress Rósa mín og klár í jólin. Mikð verður nú gott að komast í jólafrí, ég er sko farin að telja niður vinnudagana hjá mér. Ætla njóta þess í botn að vera í fríi. Kemur þú eitthvað í bæinn um hátíðarnar? Þú verður að koma við í Hafnarf og hitta okkur stöllur (mig og Bryndísi)
Hafðu það gott Rósa mín. Kveðja frá H.F
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 15.12.2008 kl. 12:29
Sæl og blessuð
Takk fyrir innlitið og hlý orð.
Guðrún Magnea, takk fyrir hjartað sent alla leið frá Tælandi. Guð veri með þér og gefi þér Gleðileg Jól í Tælandi.
Jón Valur, búin að skella inn einni fallegri mynd á bloggið hjá þér.
Hanna mín, nei við verðum heima á Vopnafirði um jólin en fljótlega hugsum við okkur til hreyfings á nýju ári. Samgleðst þér að fá frí. Láttu nú bóndann dekra við þig.
Gulli minn, nú eru blessuð jólin að koma og börnum Guðs hlakkar til.
Ég vona að þið séuð komin í jólaskap.
Megi almáttugur Guð vera með ykkur
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.12.2008 kl. 18:04
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.12.2008 kl. 18:05
Kærleikskveðja til þín með óskum um góða daga
Dísa Dóra, 15.12.2008 kl. 22:08
Ég er svo heppinn að það eru Rósur um allt í mínu lífi.Amma systir frænkur bloggvinur og auðvitað má ekki gleyma kisunni Rósu.Svo það er ónýtt að nafnið veiti á gott.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 16.12.2008 kl. 07:22
Sæl og blessuð.
Takk fyrir innlitið og hlý orð.
Dísa mín, takk fyrir góðar óskir.
Úlli minn, aldeilis nóg af Rósum í lífi þínu. Vona að lífið sé dans á Rósum hjá þér en ekki á Rósarstilkum. Mér fannst svo fyndið þegar ég vissi um kisuna Rósu. Það var í nóvember fyrir ári síðan. Flott að eiga nöfnu í Reykjanesbæ.
Erlingur minn, hann Pétur er með orð í bókinni sinnu um "kerkönnun" Hef ekki kynnt mér Da Vincy svo ég get ekki svarað þessu.
Hún Halldóra vinkona mín byrjaði að tala um rósabreiður og þess vegna setti ég inn mynd af okkur nöfnunum og einnig kort með nafninu okkar. Þessi færsla átti alls ekki að fjalla um Rósir heldur ljóðið hennar Rósu nöfnu minnar.
Máttugur Guð
Hinn sanni, máttugi Guð
hefur sakapað allt sem í kringum okkur er.
Allt frá minnsta blómi
til fallegu fiðrildanna,
fiskana og allt annað líf í hafinu,
- dýrin, fuglana,
já, allt er mótað af höndum Guðs.
Hann er máttugur Guð.
Hann sýnir sig í krafti kjarnorkunnar,
í sólkerfum alheimsins.
Við getum aðeins
gert okkur það í hugarlund:
hversu máttugur er Guð!
Við megum koma til hans
með allt sem íþyngir okkur.
Líkaminn okkar er sköpun Guðs.
Sérhver maður, óháður kynþætti,
og hæfileikum
er það besta sem Guð hefur skapað
í þessum heimi.
Þú ert eitt af
meistarastykkjum hans.
Tekið úr bókinni Rósir handa þér eftir Gunnar Hamnoy.
Guð blessi ykkur og varðveiti
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.12.2008 kl. 19:07
Regnbleytt rós
ilmar af sumri.
Hún minnir okkur á
lifandi kærleika.
Hún minnir á
ný og hressandi sumur
sem við eigum í vændum.
Líttu á orð Biblíunnar
sem fallegar rósir handa þér.
"Trúfesti Drottins varir að eilífu." sálm. 117:1
"Þú munt leiða mig eftir ályktun þinni og síðan munt þú taka við mér í dýrð." sálm. 73.24
Tekið úr bókinni "Rósir handa þér" eftir Gunnar Hamnoy
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.12.2008 kl. 19:13
Gakktu inn í rósargarðinn
Rósagarður er með því fegursta
sem Guð hefur skapað hér á jörð.
Þú ert rós.
Öll þau sem þér þykir vænt um
eru eins og rósagarður.
Fallegri en allar rósir eru góðu orðin og versin frá Guði.
Tekið úr bókinni "Rósir handa þér" eftir Gunnar Hamnoy.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.12.2008 kl. 19:22
Kæra Rósa mín, mikið var gaman að lesa um aðventuna, og ég viðurkenni fúslega að ég get aldrei munað hvað kertin þíða og þetta hefur valdið mér smá pirringi af og til um jólin. Þakka þér fyrir að taka þetta saman.
bk.
Linda.
Linda, 16.12.2008 kl. 22:38
Sæl Linda mín.
Nú getur þú kóperað textann og rifjað upp með kertin í byrjun Aðventu. Ég fann þennan texta á netinu.
Vertu Guði falin.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.12.2008 kl. 22:53
Sæll Erlingur minn.
Í sunnudagaskólanum sungum við: "Hver hefur skapað blómin björt....
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.12.2008 kl. 00:05
Ef Jésú, sá mikli kennari, getur birst fólki 30 sinnum, þá getur hann alveg haft fyrir því að sýna sig hér..
Annars eru fleiri kennarar sem eru lifandi, enn ekki steindauðir..
Óskar Arnórsson, 18.12.2008 kl. 20:13
Sæll og blessaður.
Jesús kom til að kenna lærisveinunum og þeir áttu að taka við og breiða út boðskapinn öllu mannkyni.
Heilög þrenning: Guð, Jesús Kristur og Heilagur Andi. Heilagur Andi var sendur til okkar eftir að Jesús fór aftur heim til föður síns.
Jesús mun koma aftur til jarðarinnar og stíga á Olíufjallið í lok tímana. Sjá ritgerð sem ég birti í byrjun mars.
"Sjá, sá dagur kemur frá Drottni, að herfangi þínu verður skipt mitt í sjálfri þér.
Og ég mun safna öllum þjóðunum til hernaðar móti Jerúsalem, og borgin mun verða tekin, húsin rænd og konurnar smánaðar. Helmingur borgarmanna mun verða herleiddur, en hinn lýðurinn mun ekki upprættur verða úr borginni.
Og Drottinn mun út fara og berjast við þessar þjóðir, eins og þegar hann barðist forðum á orrustudeginum.
Fætur hans munu á þeim degi standa á Olíufjallinu, sem er austanvert við Jerúsalem, og Olíufjallið mun klofna um þvert frá austri til vesturs, og þar mun verða geysivíður dalur, því að annar hluti fjallsins mun undan síga til norðurs, en hinn til suðurs.
En þér munuð flýja í fjalldal minn, því að fjalldalurinn nær til Asal. Og þér munuð flýja, eins og þér flýðuð undan landskjálftanum á dögum Ússía Júdakonungs. En Drottinn, Guð minn, mun koma og allir heilagir með honum.
Á þeim degi mun hvorki verða hiti, kuldi né frost,
og það mun verða óslitinn dagur - hann er Drottni kunnur _ hvorki dagur né nótt, og jafnvel um kveldtíma mun vera bjart.
Á þeim degi munu lifandi vötn út fljóta frá Jerúsalem, og mun annar helmingur þeirra falla í austurhafið, en hinn helmingurinn í vesturhafið. Skal það verða bæði sumar og vetur.
Drottinn mun þá vera konungur yfir öllu landinu. Á þeim degi mun Drottinn vera einn og nafn hans eitt.
Allt landið frá Geba til Rimmon fyrir sunnan Jerúsalem mun verða að einni sléttu, en hún mun standa háreist og óhögguð á stöðvum sínum, frá Benjamínshliði þangað að er fyrra hliðið var, allt að hornhliðinu, og frá Hananelturni til konungsvínþrónna. Sakaría 14: 1.-10.
"Og Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði: "Allt vald er mér gefið á himni og jörðu.
Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda,
og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá ég er með yður alla daga allt til enda veraldar." Matt. 28: 18.-20.
"Seinna birtist hann þeim ellefu, þegar þeir sátu til borðs, og ávítaði þá fyrir vantrú þeirra og harðúð hjartans, að þeir hefðu ekki trúað þeim, er sáu hann upp risinn.
Hann sagði við þá: "Farið út um allan heim, og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni.
Sá sem trúir og skírist, mun hólpinn verða, en sá sem trúir ekki, mun fyrirdæmdur verða.
En þessi tákn munu fylgja þeim, er trúa: Í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum,
taka upp höggorma, og þó að þeir drekki eitthvað banvænt, mun þeim ekki verða meint af. Yfir sjúka munu þeir leggja hendur, og þeir verða heilir."
Þegar nú Drottinn Jesús hafði talað við þá, var hann upp numinn til himins og settist til hægri handar Guði." Mark. 16: 14.-19.
"Trúið mér, að ég er í föðurnum og faðirinn í mér. Ef þér gerið það ekki, trúið þá vegna sjálfra verkanna.
Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem trúir á mig, mun einnig gjöra þau verk, sem ég gjöri. Og hann mun gjöra meiri verk en þau, því ég fer til föðurins.
Og hvers sem þér biðjið í mínu nafni, það mun ég gjöra, svo að faðirinn vegsamist í syninum." Jóh. 14: 11.-13.
"Þetta hef ég talað til yðar, meðan ég var hjá yður.
En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður.
Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist." Jóh. 14: 25.-27.
Vertu Guði falinn.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.12.2008 kl. 20:51
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.12.2008 kl. 20:53
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.12.2008 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.