27.11.2008 | 22:05
Tilhleypingakvöld - Yfirlitssýning hjá Séra Pétri
Hörku partý á laugardagskvöldið 29. nóv., hjá Séra Pétri sem er prestur hjá Óháðasöfnuðinum í Reykjavík. Partýið verur á Hagamel helming hundraðs, að hætti Péturs og er mæting tvær í tvöþúsund.
Yfirlitssýning = þegar Pétur býður stúlkum heim á Hagamel 50, sem eru á lausu og lætur Guðsgeldingagengið líta á þær.
Ég fór einu sinni í svona partý í denn eða 1992. Pétur reyndi og reyndi að koma mér til við einn af gestum hans en ég var og er erfið viðureignar. Kannski ert þú auðveldar viðureignar en ég? Pétur hvetur ykkur, sem eruð á lausu, að mæta.
Ég lofaði Pétri að auglýsa Pétrísku-íslensku Orðabókina hans. Þið sem hafið áhuga að kaupa Orðabókina en getið ekki mætt í tilhleypingapartýið eða þurfið þess ekki, getið hringt í Pétur . Síminn er 5522652.
Ég verð nú að setja inn fáein orð úr Pétrísku-íslensku Orðabókinni en ég mun velja orðin svo það líði ekki yfir ykkur.
Eitt sinn kom Pétur í heimsókn til Vopnafjarðar og var í heimsókn hjá vinum okkar sameiginlegum á leið í Loðmundafjörð. Hann hringdi en ég var ekki heima. Klukkan tíu kom ég heim og ætlaði að drífa mig í rúmið því erfið vinna beið daginn eftir og ég með mígreni. Þá hafði Pétur hringt. Ég fór að hitta Pétur og vini mína. Hann sá að ég var slöpp og ég sagði honum að ég væri með mígreni. Þá spurði hann mig hvort það væri Kommúnistafundur í kjallaranum hjá mér?" Ég hváði en fattaði strax hvað hann átti við. Ég var nú ekkert að svara þessu hvorki játandi eða neitandi, fannst pilti ekkert koma það við en hann hitti nú samt naglann á höfuðið.
Kommúnistafundur í kjallaranum = tíðarblæðingar sbr. RÓSA FRÆNKA Í HEIMSÓKN
Að þykkna upp = verða ólétt; (Pabbi minn segir að konurnar hafi verið bólusettar. Rósa)
Afleggjari = maður í megrun
Andlitsát = sviðaveisla
Auðkúla = vömb á karlmönnum
Áleggsbrauð = brauð þar sem presturinn er með æðardúntekju, en æðakollurnar liggja á eggjunum og dúnninn er tíndur úr hreiðrinu
Ástarhöldur = spikfellingar á hliðum manna (SH: velmegunarvöðvar, auðkúla, kúlulegur)
Bálreið = slökkviliðsbifreið
Bjórúlfar = Björgólfsfeðgar í Samson, þar sem þeir fóru sem úlfar í hjörð Sóla Sig. Á vormisseri 2003 í - Búnaðarþingi - honum gersamlega að óvörum
Blindfyllerísmótið í Alkalæk = Bindindismótið í Galtalæk, haldið á frídegi verslunarmanna
Dómkirkja = kona mjög væn að vallarsýn (þar sem líkaminn á að vera musteri eins og segir í Biblíunni) Lýsing á mér- Rósa
Eiturblys = sígaretta (SH: Hvíti dauði)
Endurholdgun = að fita aftur eftir megrun
Fálkaungi = barn fálkaorðuhafa
Feimið hvítkál = rauðkál
Fingrafæði = pinnamatur. Það tekur því varla að mæta í slík boð þar sem maturinn er það rýr að alveg eins er hægt að stanga úr tönnunum í staðinn (SH: tannstönglakviðfylli)
Fitufátæktarmatur = diet, megrunarmatur
Grautur og gras = súpa og salat
Hálffress = rauðsokka eða femínisti
Hátíðarblys = vindill
Hrökkbrauð = embætti farprests
Kalli og co = þeir sem tilheyra alríkiskirkjunni, þjóðkirkjunni þar sem Karl er biskup
Kjaftakerling = ökuriti í rútu og vöruflutningabifreið sem skráir ökuhraða og vinnutíma
Kjaftasaga = Útvarp Saga, eftir að hún varð talmálsstöð á vormisseri 2002
Krabbameinshvati = ljósabekkur
Kransæðakítti = majones o.þ.h.l.
Kreppukort = greiðslukort (SH: Eyðslukort)
Krítarkort = póstkort frá eyjunni Krít
Kroppakrem = body lotion
Kúlukýlingarkall = golfleikari
Kúlusukk = Perlan, þar sem sukkað var með peninga við byggingu hennar
Kviðlingur = ófætt barn (SH: bumbubúi)
Maggi dóni = Hamborgarstaðurinn McDonalds
Mammonsfræði = viðskiptafræði
Marteinsmaður = Lútherstrúarmaður
Melakleppur = Háskóli Íslands
Naglhreinsa = fótaaðgerðakona við störf
Nýheiðindómur = nýöld
O.A. = ofát og aukakíló
Pottormar = spagettí
Randabrauð = meðlæti, einkum kökur með rjóma
Sendiherra = stjórnmálamaður sem orðin er hættulegur eða óþægilegur stjórnarflokkum og er því sendur erlendis
Skeifuskoltur = maður sem er sífellt fýldur á svipinn
Skófluskattur = kirkjugarðsgjald
Skráveifa = meðhjálpari í kirkju sem dreifir messuskrá
Skröltsskór = inniskór starfsfólks heilbrigðisstofnana, sem auka á skarkala á göngum stofnananna
Stelpugöngin = veggöngin úr Siglufirði yfir í Héðinsfjörð, þar sem Strákagöngin eru hinu megin yfir í Fljótin
Svampbotn = rass á konu sem er - væn að vallarsýn (SH: Bústýrubotn, ráðskonurass) Það hlýtur að vera að Pétur sé virkilega skotin í okkur sem erum frjálslegar vaxnar miðað við orðabókina hans - Rósa.
Svartbaunaseyði = kaffi
Svipting = gifting (SH: sjálfsforræðissvipting)
Túristatrú = Ásatrú, þar sem erlendir ferðamenn koma til Íslands til að kynna sér hana
Uxahryggir = t-beina steik
Vangefin = kona, sem ekki hefur verið gefin manni
Veiðivatn = ilmvatn
Vitlausa vikan = síðasta vikan fyrir jól
Vínarbrauð = brauð S.Á.Á. - prestsins
Votti óhófi = Votti Jehóvi, þar sem heimsóknir þeirra verða að ofsóknum
Þurrkaðir hringormar = cheerios
Ævisaga = lygasaga sem einhver gengst við
Örendur = sáralitlar endur
Öskureið = ruslabifreið, sorpbifreið
Sjá nánar hjá Guðrúnu fræ. bloggvinkonu minni: http://goodster.blog.is
Færslurnar heita: Nú nálgast hið árlega.... Skrifað 26/11. 2008 og Að gefnu tilefni.. skrifað 24/1 2008.
Góða skemmtun að lesa þessa vitleysu.
Guð veri með ykkur öllum bæði ykkur sem eruð á lausu eða orðið fyrir sjálfsforræðissviptingu.
Kær kveðja/Rósa
Flokkur: Spaugilegt | Breytt 3.12.2008 kl. 23:18 | Facebook
Athugasemdir
Flower, 27.11.2008 kl. 23:57
Sæl Rósa.
Hann er með munninn fyrir neðan nefið og heilann á réttum stað andsælis !
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 00:27
Linda, 28.11.2008 kl. 04:43
Sæl Rósa!
Ég þekki séra Pétur frá fornu fari, og kannast við mörg þessara orða. Ætli ég sé þá ekki fornvinur?
Skemtilegt hjá þér að auglysa þetta.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 28.11.2008 kl. 11:42
Ég skellihló þetta var svo fyndið. Góða helgi Rósa mín
Kristín Katla Árnadóttir, 28.11.2008 kl. 12:26
Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.
Hann Pétur vinnu sko að góðum málefnum eða finnst ykkur það ekki? Vill hjálpa okkur sem erum að mygla.
Erlingur minn, já hann Pétur er virkilega fyndinn. Þú ættir að lesa bókina.
Ruslana mín, já, mikill orðasmiður er hann Pétur. Hlakka til að heyra í þér.
Flower mín, takk fyrir broskarlinn, færslan hefur hitt í mark. Veitir ekki af smá upplyftingu nú á erfiðleikatímum.
Þórarinn minn, rétt hjá þér.
Linda mín, takk fyrir alla broskarlana og ullakarlinn. Drífðu þig í partýið.
Svandís mín, þið Linda ættuð nú bara að mæta og líta á úrvalið - yfirlitssýninguna hjá Pétri.
Halldóra mín, sennilega orðin fornvinur. Við erum víst ekki lengur unglömb þó svo að við séum ungar í anda.
Katla mín, mörg af þessum orðum eru hreinasta snilld.
Góða helgi og góða veiði þið sem ætlið að heimsækja Pétur.
Megi almáttugur Guð blessa ykkur.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.11.2008 kl. 13:06
Sæl Rósa mín þetta var mikið gaman hahahaha! mikið gott að skellihlægja!
takk fyrir þetta
Kristín Ketilsdóttir, 28.11.2008 kl. 13:43
Skemmtileg ertu skottið mitt. Takk fyrir líflega og skemmtilega færslu. Ég þarf ekki annan mann og er reyndar löngu vaxin upp úr því að vilja deita, nema sama manninn þá bara hafðu það gott elsku Rósin mín og njóttu helgarinnar.
Ásdís Sigurðardóttir, 28.11.2008 kl. 14:40
Sælar stelpur og takk fyrir innlitið.
Kristín mín, það er svo hollt fyrir okkur að hlægja og auðvelt að hlægja af þessari vitleysu hjá honum Pétri. skil ekki allt þetta hugmyndaflug sem strákurinn hefur. Vona að það gangi vel hjá honum í tilhleypingum annað kvöld. Ég ætla ekki að vera þar heldur hér heima á Vopnafirði.
Ásdís mín, haltu áfram að vera gift Bjarna þínum og vertu dugleg að deita við hann.
Megi almáttugur Guð vera með ykkur og gefa ykkur góða helgi og bjarta framtíð.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.11.2008 kl. 21:55
Æi, það er gott að geta helgið ennþá.
Hafði gleymt því.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 23:32
Takk fyrir þetta
Sigurður Þórðarson, 29.11.2008 kl. 00:45
Þetta er alveg frábært. Algjör snilld! Ég kópera þetta og dreifi...
Óskar Arnórsson, 29.11.2008 kl. 00:57
Ég lá bara í krampa, Rósa mín, þegar ég var kominn miðja leið í lestrinum – hafði þó lesið orðabókina fyrir mörgum árum, en hann er hreint kostulegur, og mörgu hefur hann aukið við fyrri útgáfur. Pottormar = spagettí, og þurrkaðir hringormar = cheerios, og vitlausa vikan = síðasta vikan fyrir jól – á þessum þarf ég að fræða börnin mín og mörgum fleiri.
Jón Valur Jensson, 29.11.2008 kl. 02:15
þekki nú vel til Péturs enda minn prestur í minni kirkju svo oft hef ég fengið faðmlag og koss á kinn frá þessum eðal manni á líka hans orðabækur sem eru snildar efni og gaman að pæla í þeim alltaf gaman að vera í messu hjá honum krakkarnir fá sko sinn skammt líka og hlakka alltaf til að mæta í kirkju hafðu ljúfa helgi elskuleg og takk fyrir þetta
Brynja skordal, 29.11.2008 kl. 04:38
Ég verð að segja pass,ég er enn eins og þú orðaðir svo vel einusinni Rósa svo styggur.Önnur góð kona sagði eitt sinn við mig að ára hreinlega hrópaði burt með ykkur og látið mig einann..Heheheheh góður pistill samt Rósa mín.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 29.11.2008 kl. 10:14
Sorry ára mín átti þetta auðvitað að vera.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 29.11.2008 kl. 10:14
Takk Rósa mín fyrir þessa upprifjun, ég fékk einhverntíman í hendurnar smárit, ljósritað minnir mig, með Pétrískunni, og finnst þetta alveg frábært framtak hjá honum. Hvar er hægt að nálgast bókina ? Ég væri alveg til í að kaupa hana.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2008 kl. 11:42
Pétur er snillingur.. myndi kjósa hann á þing ef hann væri í boði.
Kommúnistakjallarakveðja
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 29.11.2008 kl. 12:34
Sæl og blessuð.
Takk fyrir innlitið.
Sigrún mín, það er svo nauðsynlegt að geta hlegið og það var og er nú tilgangurinn hjá Pétri með þessari bók.
Siggi minn, sömuleiðis.
Óskar minn, þetta er algjör snilld hjá Pétri. Gaman af þessu bulli.
Jón minn, gott að þú hefur skemmt þér, ekki veitir af að nú þegar við Íslendingar eigum í miklum vanda. En við bæði vitum að Guð almáttugur mun snúa við högum þjóðar okkar.
Brynja mín, nú fatta ég eina færsluna frá þér þegar þú sagðist hafa farið í kirkju og þú skrifaðir aðeins um samveruna þar. Mér fannst samveran í kirkjunni þinni svo jákvætt. Kæmi ekki á óvart að Pétur vinur okkar hafi verið presturinn en sem betur fer eru margir líflegir prestar. Gaman að fara í Guðshús þar sem ríkir gleði og kærleikur.
Úlli minn, Pétur mun hafa svona partý að ári, kannski fyrr ef eftirspurnin eykst. Þá kannski skellir þú þér í Hagamelinn. Frænkur mínar vilja endilega að ég fari á einkamál.is en ég afþakkaði. Ég er nefnilega stygg líka þó sumir haldi að ég sé að breima með þessari færslu.
Ásthildur mín, þú mátt hringja í Pétur, síminn er 5522652. Endilega fáðu bókina. Flott að lesa úr bókinni í góðra vinahópi. Get lofað þér því að enginn verður með Skeifuskolt = maður sem er sífellt fýldur á svipinn.
Hanna mín, þú segir nokkuð með að hvetja Pétur á þing. Það yrði þá líflegra á þingi. Enginn með skeifuskolt. Rósa frænka biður að heilsa þér.
Góða helgi.
Guð blessi ykkur og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.11.2008 kl. 15:50
Sæl öll.
Nú er Pétur á fullu að undirbúa tilhleypingapartýið sitt.
Alkulskall/-kerling = kerfiskarl af verstu gerð
Apaeista = kiwíávöxtur
Aumingjabrauð = franskbrauð (SH: Hvíti dauði, krabbameinsbrauð, þarmastíflubrauð)
Blaðka = kvenkyns blaðamaður
Bolvindur = svitalykt, þar sem svo sterk lykt kemur af bol viðkomandi manns að það líkist helst vindi
Botnfrosinn og fannbarinn = kerfiskarl sem hefur ekki minnsta vott af kímnigáfu
GÓÐA SKEMMTUN.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.11.2008 kl. 16:16
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.11.2008 kl. 16:20
Thanksgiving Glitter
Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.11.2008 kl. 16:24
Pétur er greinilega ávalt samur við sig og uppátektasamur jafnt nú og þegar við vorum smándar að alast upp í sömu sveit Hef nú í mörg ár (ehemm sennilega reiknast það í áratugum núorðið) ætlað mér að versla eins og eina petríska en aldrei orðið af því. Ætti kannski að láta verða af því núna
Dísa Dóra, 29.11.2008 kl. 20:47
Þú ert Rós Rósa min. Frábært hjá þér kæra vina. Guð veri með þér. Kv Sirrý
Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 30.11.2008 kl. 00:29
Sæl og blessuð
Takk fyrir innlitið.
Gulli minn, ég er vangefin = kona, sem ekki hefur verið gefin manni. Þetta var ég búin að segja þér frá. Bý ásamt föður mínum sem er 83 ára. Sniðugur ertu með að fatta að Pétur er ekki að gera þetta eingöngu vegna vináttu og tryggðar.
Dísa Dóra mín, gaman að vita að þið eruð gamlir sveitungar. Nú ættir þú að drífa þig í að hringja í séra Pétur og fá þér Pétríska - Orðabók og það áritaða. Gætir spurt hann í leiðinni hvernig yfirlitssýningin gekk.
Sirrý mín, takk fyrir hlý orð. Verum í bandi þó langt sé á milli okkar, Norge-Island.
Ætli sé fjör hjá Séra Pétri núna???
Guð gefi ykkur góða helgi og bjarta framtíð.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.11.2008 kl. 00:47
Friends Glitters
Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.11.2008 kl. 00:50
Friends Glitters
Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.11.2008 kl. 00:50
Good Night Glitter
Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.11.2008 kl. 00:52
Good Night Glitter
Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.11.2008 kl. 00:53
Rósa mín, þetta er frábært. Guð veri með þér
Kristín Gunnarsdóttir, 30.11.2008 kl. 10:22
Halló Rósa
Í minni sveit hleypa menn ekki til fyrr en á aðfangadag HAHAHA, gott framtak hjá þessum Pétri
Kær kveðja til þín Rósa.
Birgirsm, 30.11.2008 kl. 12:50
Sæl og blessuð
Takk fyrir innlitið.
Kristín mín, sammála þetta er frábært.
Birgir minn, í minni sveit eru tilhleypingar á milli jóla og nýárs.
Megi almáttugur Guð vera með ykkur báðum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.11.2008 kl. 16:15
Innlitskvitt og ljúfar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.11.2008 kl. 23:21
Sæl Rósa.
Svo mörg eru orðin þau.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 04:30
Heil og Sæl Rósa mín.
Til hamingju með fullveldisdaginn 1.des.
Þessi færsla þín er frábær, ótrúlega skemmtileg, full af gleði. Mér finnst þetta góð hugmynd með deitkvöld fyrir einhleypa.
Á Þingvöllum var sérstakur blettur helgaður einhleypum til forna, svipað og í Kotinu í gamla daga var blettur fyrir einhleypa og kveiknaði mörg ástin þar og lifir enn. Í dag virðist þetta vera feimnismál meðal trúaðra að finna sinn ástarprófíl til lífstíðar. En eins og þú veist eru ótrúlega margir á aldrinum 30-50-60 ógiftir segja mér vinkonur mínar hér á mölinni og hafa oft verið stórar pælingar um hverskonar kvöld / dag ætti að kalla til. Kannski hefur Pétur mikli svar við þessu.
Annars finnst mér orðið Dómkirkja=kona mjög væn að vallarsýn ( heillandi orð)
Guð blessi þig ídag, hér verða vöfflur með rjóma í tilefni dagsins.
Helena
Helena Leifsdóttir, 1.12.2008 kl. 11:48
Haha alger snilld, mikil speki hér á ferð, einhvern tíman heyrði ég hann segja að öryrki- væri sá sem yrkir hratt, fannst það fyndið.
Ertu ekki í jólastuði Rósa superwomen, ég er í svaka stuði, hef ekki haft mikinn tíma fyrir blogg, en það kemur í rólegheitum, hvað ætli Pétur kalli að vera upptekinn?
Sjáumst elsku besta! þín bev
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 2.12.2008 kl. 16:43
Snilld Rósa mín! Ég var reyndar löngu búinn að lesa þetta, en þú veist hvað ég er duglegur að gera athugasemdir hjá öðrum .... sorrý litla/stóra systir ...
Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.12.2008 kl. 21:21
Frábær færsla hjá þér! sniðugt hjá Pétri að vera með svona kvöld, þá þarf fólk ekki að fara á bari og detta í´ða til að kynnast einhverjum
Guðrún Sæmundsdóttir, 2.12.2008 kl. 21:32
Ótrúlega skemmtileg lesning. Pétur er virkilega skemmtilegur kall
Svala Erlendsdóttir, 2.12.2008 kl. 22:34
Sæl og blessuð.
Takk fyrir innlitið og skemmtileg innlegg.
Linda mín Linnet, takk fyrir.
Þórarinn minn, einmitt.
Helena mín, auðvita á að hafa samkomu fyrir Guðsgeldinga. Skilgreining Péturs á Dómkirkju er virkilega fyndin.
Bryndís mín, ef ég kynni nú að yrkja þó það væri í rólegheitunum væri ég ánægð. Er komin í jólagírinn.
Guðsteinn minn, þú ert mjög duglegur að skrifa athugasemdir hjá öðrum.
Guðrún mín, Pétur er sniðugur og hann hefur náð að para saman og er hreykinn af.
Svala mín, já Pétur er skemmtilegur karl.
Einar Ingvi, velkominn á síðuna hjá mér. Þú þarft endilega að fá þér eintak og skemmta þér og fjölskyldunni yfir þessu bulli.
Nína mín, Pétur er hinn kátasti í góðra vina hópi. Hann er í því að reyna að redda Guðsgeldingum en gleymir sjálfum sér.
Guð veri með ykkur öllum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.12.2008 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.