20.6.2008 | 18:14
HOLL RÁÐ
Christian Glitter by www.christianglitter.com
HOLL RÁÐ
Jesús sagði: Ég kem aftur. Jóh. 14: 3.
GERÐU EKKERT,
sem þú vildir ekki vera að gera, þegar
DROTTINN JESÚS KEMUR. -
TALAÐU EKKERT,
sem þú vildir ekki vera að tala, þegar
DROTTINN JESÚS KEMUR. -
FARÐU ALDREI ÞANGAÐ
þar sem þú vildir ekki vera, þegar
DROTTINN JESÚS KEMUR. -
HUGSAÐU ALDEI NEITT,
sem þú vildir ekki vera að hugsa um, þegar
DROTTINN JESÚS KEMUR. -
Vertu viðbúinn. Hann kemur.
Hver, sem hefir þessa von til hans, hreinsi sig." 1. Jóh. 3: 3.
Kæru bloggvinir. Þegar ég las fyrr í dag um Holl ráð þá þurfti ég auðvita að hugleiða þetta. Ég allavega er nú ekkert nógu dugleg að vanda orðavalið og einnig hugsa ég oft um ýmislegt sem ég vildi ekki vera að hugsa um ef ég væri að mæta Jesú Kristi. Oft hugsa ég um það ástand sem ríkir hér á Íslandi, ósanngirni gagnvart náunganum af hendi þeirra sem stýra skútunni, um siðleysið sem grasserar og ég viðurkenni að þetta pirrar mig og stundum verð ég virkilega reið yfir óréttlætinu. Ég þoli ekki þegar sumum er hampað á kostnað annarra sem líða skort. Hvað á að gera við svona gallagrip eins og mig?
6. júní sl. lögðum við pabbi af stað til Akureyrar. Við lögðum of seint af stað en ég náði samt að komast á réttum tíma í pjat en ég átti pantaðan tíma á snyrtistofu og er búin að fara þrisvar í allt í þessari ferð. Æi þessar kerlingar hugsa strákarnir núna. Við fórum svo með flugi til Reykjavíkur um kvöldið. Ég fór beint í heimsókn til bloggvinar míns og þar var annar bloggvinur ásamt konu sinni í heimsókn. Ég hitti fullt af bloggvinum í þessari ferð bæði í kirkjum og einnig fór ég í heimsóknir til margra þeirra. Elísabet frænka bloggaði um heimsóknina og heitir færslan: Rósa frænka í heimsókn." http://liso.blog.is/blog/elisabet/entry/569861/#comments Ferðin var farin vegna þess að faðir minn þurfti að fara til augnlæknis í tékk og einnig í tékk vegna gangráðs. Ég notaði tækifærið og fór í sjónmælingu og hitti líka húðsjúkdómasérfræðing. Þarf að hitta hann aftur í haust.
Þegar ég var á samkomu í Fíladelfíu seinni sunnudaginn sem ég var í Reykjavík þá rifjaðist upp hjá mér að fyrir 40 árum var ég stödd í Reykjavík og var á leið til Ísafjarðar og þaðan yfir í Önundarfjörð. Ástæðan fyrir því að þetta rifjaðist upp var að trúbróðir minn og bloggvinur lét blessa nýfæddan son sinn sem heitir sama nafni og tvíburabróðir föðurins sem lést nýfæddur. Man ég eftir þessari sorg eins og þessi atburður væri nýafstaðinn. Á meðan ég dvaldi í Reykjavík fyrir 40 árum fékk ég að heimsækja mömmu mína sem var á Landspítalanum. Ég man að ég átti mjög erfitt og það tók á mig að kveðja hana og það endaði með að móðursystir mín þurfti að reka á eftir mér að koma. Ég vissi ekki þá að þetta var í síðasta sinn sem ég sá móður mína. Ég mun segja ykkur nánar frá þessu í ágúst þegar móðir mín yfirgaf þessa jörð og flutti heim til Jesú. Ég gleðst yfir því að móður minni líður vel í hinni Himnesku Jerúsalem. Ég þarf oft að íhuga hvort ég sé viðbúin ef kallið kæmi skyndilega. Ég spyr mig oft hvort ég lifi sönnu kristnu lífi og sé ekki að drýgja synd með t.d. ljótum orðum, hugsunum eða gjörðum. Ég hugsa oft hvort ég fái að sjá móður mína aftur eða ekki. Guð gaf okkur frjálsan vilja og ég óska þess að ég fái að fara til Himnesku Jerúsalem. Ég veit að engin synd kemst inn í Himnesku Jerúsalem. Ég fæ enga undantekningu.
Mánudaginn 16. júní þá var komið að því að leggja af stað frá Reykjavík. Ég kom aðeins við á Landspítalanum og hitti Ingibjörgu vinkonu mína sem fór í hjartaskurð og hefur þurft að vera óvenjulengi á spítalanum vegna þess að það gróf alltaf í skurðinum. Það var vitað mál að þetta tæki tíman sinn vegna þess að hún er með sykursýki en okkur óraði ekki fyrir að hún þyrfti að vera svona lengi á Landspítalanum. Hún sagði mér að núna loksins væri búið að komast fyrir þetta og var það gott ferðanesti. Við vorum klifjuð farangri og ég þurfti jú ein að bjarga þessu og þegar ég var að setja allan þennan varning á vigtina þá hugsaði ég bara að ég væri alveg hörku flink í þessu því það gekk óvenjuvel og ég hamaðist við að koma þessu frá mér. Þegar við svo vorum að fljúga út Eyjafjörðinn var mikil ókyrrð. Ég var uppgefin og var búin að draga fullt af ýsum. Það var lítill drengur sem sat rétt hjá mér og hann skellihló þegar flugvélin hristist og skókst til og frá. Ég gat nú ekki annað en brosað af stráknum. Hann varð svo æstur og sagði við mömmu sína að hann vildi meira og meira. Þessi ferð verður honum minnisstæð í einhvern tíma.
17. júní var farið snemma á fætur því við ætluðum að vera viðstödd þegar Katrín Stefanía bróðurdóttir mín útskrifaðist sem stúdent. Um kvöldið fórum við svo aftur í íþróttahúsið þar sem haldin var veisla og útskriftarnemar voru með skemmtiatriði. Seint um kvöldið heiðruðu svo nýstúdentar gesti sem voru á Ráðhústorgi og var skemmtilegt að vera þar og fylgjast með öllu þessu unga fólki sem var nýbúið að ljúka stórum áfanga í lífi sínu. Daginn eftir fékk ég tækifæri að hitta konu sem ég hafði lengi langað að hitta. Þegar öllum erindum á Akureyri var lokið drifum við okkur af stað. Við lentum í snjókomu á Mývatnsheiði og einnig á Mývatnsöræfum.
Í gærmorgunn þegar ég leit út um gluggann var búið að snjóa heilmikið og voru Krossavíkurfjöllin grá niður að bæjunum Krossavík 1 og 2. Snjórinn hopaði svo því það rigndi helling um daginn. Hér er ískalt og minnir meira á vetur en sumar. Las tilkynningu á vegag.is.
20.06.2008 kl. 09:56
FÆRÐ Éljagangur er á Hellisheiði eystri.
Akstur víða bannaður á hálendinu
Vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum er allur akstur bannaður á velflestum hálendisvegum og nokkrum leiðum sem að jafnaði eru ekki færar nema að sumarlagi.
Hellisheiði eystri er hér á milli Vopnafjarðar og Héraðsflóa. Þetta er svaka stuð. Dálítið ólíkt veður og ég upplifði fyrir 22 árum í Finnlandi á þessum tíma. Þá gekk hitabylgja yfir Finnland og það var alveg ROSALEGT. Við fjölskyldan fórum til Finnlands því bróðir minn var að fara að giftast konu sem er frá Finnlandi. 19. júní þurftum við að fara til borgarinnar Vasa og fara til dómara því Hvítasunnumenn höfðu ekki réttindi til að gifta. Ég og Kjell frændi mákonu minnar voru svaramenn. Við fórum inná skrifstofu dómara. Ég skildi nú ósköp lítið en ég man að hann sagði í krafti míns embættis en þá var hann að pússa saman bróðir minn og mákonu. Svo var alvöru brúðkaup daginn eftir og flott veisla. Þau líta alltaf á það sem brúðkaupsdaginn sinn. Dómaraferðin var til að giftingin yrði lögleg. Pabbi var þá í jakkafötum sem ég saumaði og einnig núna þegar Katrín Stefanía útskrifaðist. Hefur ekki passað í fötin í millitíðinni. Stundum er talað um að fötin hafi hlaupið í þvotti eins og þjóðbúningurinn minn sem ég var í á brúðkaupsdaginn þeirra. Ég var einhvern tímann að bulla þetta og fólkið trúði þessu en auðvita setti ég ekki þjóðbúninginn í þvottavél. Það var eigandinn sem óx uppúr þjóðbúningnum.
Guð blessi ykkur öll kæru vinir.
Rósa Aðalsteinsdóttir
Vopnafirði
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 24.6.2008 kl. 00:18 | Facebook
Athugasemdir
Hæ og hó.
Í gær fór ég að ná í pakka sem beið mín og viti menn það var tölva. Ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð en vissi að þarna voru einhver misstök. ég fór heim og skoðaði þetta allt nánar og hringdi í viðgerðarfyrirtækið. Tölvan mín var hjá þeim en það er jú sjálfsagt einn og hálfur mánuður eða tveir síðan ég heimti tölvuna. Maðurinn sem svaraði var svo glaður að ég væri heiðarlegt að láta vita og svo hringdi yfirmaðurinn í mig og bauð mér gull og græna skóga fyrir heiðarleika. Hann ætlar að gefa mér viðgerðina sem ég átti eftir að greiða en það kom aldrei rukkun og nú veit ég af hverju. Það var greinilega einhver ruglingur. Og einnig ætlar hann að veita mér afslátt á vöruúttekt.
Þegar ég var í Reykjavík þá spurði ég hvort ég mætti taka út slettar 2000 kr. en það mátti ekki því ég greiddi aðeins 900 kr. Ég átti að fá 1000 kr. til baka en fékk 1100 kr. Ég leiðrétti afgreiðslustúlkuna og sagði henni að hún væri aldeilis góð við mig að gefa mér 100 kr. en ég vildi ekki þiggja krónurnar.
Þegar ég var á Alþýðuskólanum á Eiðum sendi pabbi mér peninga sem ég fékk afhenta á símstöðinni. Konan lét mig hafa helmingi meira en ég átti að fá. ég leiðrétti konuna og hún horfði á mig eins og eitthvert furðuverk.
Í vor var ég í sambandi við símann og þeir gáfu mér vitlausar upplýsingar. Yfirmaðurinn vildi endilega gefa mér afslátt á símreikning vegna þessa sem ég sagði að væri nú óþarfi en sagðist samt skildi þiggja þennan afslátt. Í gær kom svo reikningurinn og afslátturinn var tæpar 6000 kr. Eins gott að Geir og Ingibjörg Sólrún viti ekki af þessu því þá þyrfti ég kannski að gefa þessar gjafir upp til skatts.
Frændi minn sagði að mér væri ekki bjargandi í staðinn fyrir að selja tölvuna en ég tek það fram að hann var að grínast.
Nú á að horfa á fótboltann
Guð veri með ykkur
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.6.2008 kl. 18:38
.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 20.6.2008 kl. 19:11
Hallelúja Vopnafjarðar Frúin er blessuð í alla staði og allstaðar. Það var gaman að hitta þig. Guð blessi Þig og varðveiti.
Þú ert Vopnafjarðar Frúin og ekkert múður með það. Og hana nú!!
Aðalbjörn Leifsson, 20.6.2008 kl. 20:06
Gott að þú ert komin aftur. Knús á þig
Kristín Katla Árnadóttir, 20.6.2008 kl. 20:32
Sæl öll .
Fótboltinn búinn. Ég var svo hneyksluð þegar Króatar sem ég stóð með fóru að fagna áður en leikurinn var búinn. Ég tuðaði og sagði þessum mönnum sem hlupu inná völlinn að hypja sér út aftur af vellinum. Ætli þeir hafi heyrt í mér? Leikurinn var ekkert búinn. Tyrkir náðu að skora og svo skoruðu þeir þrjú mörk í vítaspyrnukeppninni á meðan Króatar skoruðu bara eitt mark.
Sæll Úlli minn. Takk fyrir síðast. Það var gaman að heimsækja þig. Gaman að hitta sólargeislana þína og mömmu þína. Takk fyrir samveruna og gestrisnina.
Sæll Guðlaugur frændi. Nei þetta var ekki sumarfrí heldur vinnufrí og nóg vinna hér í kringum mig núna. Þannig að ég veit ekki hversu dugleg ég verð að blogga.
Sæll Alli minn. Það var gaman að hitta ykkur Þormar á samkomu í Keflavík - Reykjanesbæ. Hörku samkoma. Ég beðin að heilsa uppá trúsystkinin sem ég hafði alls ekki reiknað með en ég reyndi að bulla eitthvað og svo komst þú með ræðu á eftir. Fyndið að andlegu foreldrar þínir voru búnir að biðja þig að mæta í betri fötunum. Kannski verður þú sendur í samkeppni Herra Reykjanes fljótlega ef Dísa fer að aga þig með útlitið og velja með þér föt.
Sæl kæra Guðlaug Helga. Ég þarf að drífa mig í að kíkja á síðuna hjá þér. Frændi minn tuðaði að gamni sínu að ég væri nú ekki í lagi að skila tölvunni. Þetta var virkilega fyndið að fá tölvu í pósti. Ég var virkilega undrandi en gott að vera búin að senda hana til baka. Vonandi fær eigandinn tölvuna, sem hefur verið týnd lengi.
Sæl kæra Katla og takk fyrir síðast. Ég er búin að skoða bloggið þitt og ég sé að þú ert að hressast og ert dugleg að blogga. Við verðum í bandi.
Guð blessi ykkur öll.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.6.2008 kl. 22:42
Velkomin aftur á bloggið og kærar þakkir fyrir síðast.
Ég hef oft velt því fyrir mér hvort ég sé örugglega tilbúin og í réttu hugarfari. Við vitum ekki hvenær kallið kemur. Gætum jafnvel dáið á morgun...
Bryndís Böðvarsdóttir, 20.6.2008 kl. 23:04
Velkomin heim elsku Rósa og innilega takk fyrir síðast!!
Ása (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 23:21
Sæl Rósa mín.
Vertu velkomin heim, Vopnafjarðar til, þar sem þínar rætur eru.
Þetta var góð grein að vanda, vandaðu þig samt ekki of mikið. það er þá sem maður gerir vitleysunnar.
Ég eins og aðrir BLOGGVINIR þakka fyrir innlitð til mín þó stutt stæði.
Góður Guð veri með þér og þínum.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 02:32
Sæl Rósa mín....... Vildi að sjálfsögðu kvitta fyrir mig og gangi þér vel og einnig föður þínum........, ég vildi óska þess amk stundum að ég gæti verið eins trúuuð og þú :) en auðvitað hef ég mína trú , bestu einlægar kveðjur -
Erna Friðriksdóttir, 21.6.2008 kl. 13:40
Sæl Rósa og velkomin aftur á bloggið. Ég var mjög glaður að fá frá þér upplýsingarnar um Jón langalangafa minn á Hofi.
Þetta eru þörf áminningarorð og sígild, sem þú birtir þarna, minnir að hafi verið til í smáriti. Ég ritaði nýverið færslu um trúna á Jesú Krist og hvað í henni felst.
Theódór Norðkvist, 21.6.2008 kl. 15:59
Ég hugsa að ef einhver verði tilbúinn þá verðir það þú þegar þar að kemur, Rósa mín. En það verður nú vonandi mjöööööööög langt þangað til! Gaman að lesa ferðasöguna þína til norðlensku höfuðborgarinnar, bróðir minn var þarna einmitt um helgina að fagna 25 ára stúdentsafmælinu sínu og bróðursonur minn litli sem var örugglega bara tveggja ára í fyrra () átti líka fimm ára útskriftarafmæli. Mikið hve tíminn líður hratt. En eigðu yndislega helgi, yndislega kona!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.6.2008 kl. 17:32
Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.
Sæl Bryndís mín og takk fyrir síðast. Við Siggi erum í skýjunum síðan við duttum í lukkupottinn að fá að heimsækja ykkur. Siggi hringdi í mig og hann var ennþá í skýjunum þó að margir dagar væru þá liðnir svo þú getur ímyndað þér hvað við eru ánægð með okkur núna. Hef aldrei smakkað þetta úrvalskjöt svona vel matreitt.
Ég hef oft velt fyrir mér hvort ég geri eitthvað rangt og fái ekki þá himnavist sem ég þrái eftir veru mína hér. Þessi litli miði sem ég las hristi duglega heilabúið mitt.
Sæl Ása frænka. Takk fyrir síðast. Ég var flott að bjóða mér og köllunum mínum í mat til ykkar á afmælisdaginn hans pabba. Fyrr um daginn hittum við Dísu móðursystir mína og dætur hennar í Grasagarðinum. Frænkur mínar voru mjög ánægðar að drekka afmæliskaffi með pabba.
Sæll Þórarinn minn. Vopnafjörður tók nú ekkert vel á móti okkur og ekki batnaði ástandið daginn eftir en við erum vön þessari norðaustan fílu og snjókomu á sumrin. Ég stoppaði lengi hjá þér miðað við hjá mörgum öðrum. Við pabbi heimsóttum vinkonu mína á Landspítalann og við stoppuðum kannski í 1 klst og svo skaust ég inn til hennar og út aftur rétt áður en við áttum að mæta á flugvöllinn. Þá áttum við eftir að taka bensín og skila bílnum og koma öllu draslinu inní flugstöðina. Vona að Inga komi fljótlega austur en þá verður hún í nokkrar vikur á Neskaupsstað. Styttra að heimsækja hana þangað en á Hornafjörð. Sem betur fer vissu ekki allir að ég væri í Reykjavík. Vinkona mín hitti mig á samkomu á sunnudaginn var og hún spurði hvað hún ætti að halda með mig. Ég faðmaði hana og hló og hló og sagðist vera laus núna og nú skyldi ég heimsækja hana. Var hjá henni og fjölskyldu hennar á sunnudagskvöld og hitti yndislegar litlar stelpur þarna og var önnur aðeins níu mánaða. Vildi hún vera hjá mér og ég var alveg í skýjunum. Á samkomunni hitti ég vinkonur sem vissu ekkert að ég væri að flandrast í Reykjavíkurborg. Það var eins gott því ég hefði ekki ráðið við meira. Þarna hitti ég vinkonu mína sem er búin að vera búsett í Þýskalandi í mörg ár. Hafði ekki hugmynd um að hún væri hér á landi núna.
Sæl Erna mín. Ég veit að þú trúir á Jesú alveg eins og ég. Ég bara blaðra meira um mína trú en þú. Frábært starfið þitt sem ég las um á blogginu þínu. Hörku gott forvarnarstarf fyrir unglingana okkar sem eru svo dýrmætir.
Sæll Teddi minn. Ef við Óli finnum meira um langafa þinn þá sendum við þér upplýsingar. Nú er ég orðin svo flott græjuð. Keypti mér nýjan skanna í Reykjavíkurferðinni. Sá gamli dó. Það er prentari og ljósritunarvél í sama tæki.
Þessi áminningarorð eru á litlum hvítum pappír sem er á stærð við lítið umslag. Ég þarf að kíkja á færsluna þína um trúna á Jesú Krist og hvað felst í henni. Sennilega er þetta færslan? http://theodorn.blog.is/blog/theodorn/entry/572322/#comments
Sæl Helga mín. Það er spurning hver er tilbúin og hver er ekki tilbúin? Oft er ekki allt sem sýnist. Við höldum að á sumt fólk vanti bara vængina en svo kemur oft ýmislegt í ljós sem er ekki til fyrirmyndar.
Þegar við vorum á útskriftarhátíðinni á Akureyri þá heldu margir ræður. Ármann Snævarr hélt ræðu en hann hélt uppá 70 ára stúdentaafmæli. Hann var alveg magnaður. Þorlákur Axel Jónsson hélt ræðu fyrir 25 ára stúdenta og hann var alveg stórskemmtilegur og eins Valdimar Víðisson sem hélt uppá 10 ára stúdentsafmæli. Einnig voru 60 ára, 50 ára og 40 ára stúdentar með ræður. Svo kom hún Guðrún Tómasdóttir sem hélt uppá 60 ára stúdentsafmælið sitt og söng fyrir okkur. Söngurinn var að mínu mati himneskur. Bið að heilsa Rósu.
Nú er fótboltinn að byrja.
Guð blessi ykkur öll og eigið góða helgi.
Kær kveðja/Rósa.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.6.2008 kl. 18:57
Það er fátt sem jafnast á við 17. júní á Akureyri, með útskrift nýstúdenta alltaf á þjóðhátíðardaginn.
Theódór Norðkvist, 21.6.2008 kl. 19:33
Ég má til með að bæta hér við öðru smá kommenti, það er nefnilega engin spurning í mínum huga að hvenær sem er yrði ég tilbúin að öllu öðru leyti en því að helst vildi ég að Guð gæfi mér að fá að koma börnum mínum upp áður en hann kallaði mig til annarra starfa. Já, ég hin bersynduga kona í bak og fyrir! Ég veit nefnilega fyrir víst að það verður vel á móti mér tekið og sú vissa gefur mér hamingjutilfinningu sem ekki einusinni Vantrúarmenn gætu klórað af mér með sínum kolsvörtu kræklum þó þeir reyndu af öllum sínum ofsa!
Það er svo sannarlega rétt hjá þér að ekki er allt sem sýnist í ótalmörgum skilningi og vegna þess hversu heitt ég innilega ég fyrirlít falsdans og yfirborðsmennsku þá líður mér mun betur innan um fólk sem kemur til dyranna eins og það er klætt og talar mannamál!
Hún nafna þín sendir þér sérstakar kveðjur okkar megin.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.6.2008 kl. 19:44
Sæl aftur. Gaman að fá aftur innlegg frá ykkur.
Sæll Teddi minn. Þetta verður minnistæður dagur og svo er ég auðvita stolt af frænku minni en hún var með mjög góða aðaleinkunn. Hún uppskar eins og hún sáði. Hún er búin að leggja sig fram og svo hefur hún verið dugleg að vinna í kirkjunni og einnig hefur hún verið með í Björgunarsveitinni. Þetta er eins með yngri bróðurdóttir mína. Hún er seig í skólanum og í kirkjunni og í Björgunarsveitinni. Hún aftur á móti er í Verkmenntaskólanum á sömu braut og ég en hún er ekki á hraða snigilsins eins og föðursystir hennar. Trúsystkinin á Akureyri missa mikið nú þegar Katrín Stefanía er ekki lengur hjá þeim því hún var svo traust og trú í því sem henni var falið að framkvæma. Nú stefnir hún á Biblíuskóla í eitt ár í Alaska og svo ætlar hún í hjúkrunarnám á Akureyri.
Sæl Helga mín. Skemmtilegt innlegg. VANTRÚARMENN Ég óska þess að þér verði af ósk þinni með börnin þín. Hef reynslu að missa móður mína þegar ég var á tíunda ári. Það hefur merkt mig og fylgt mér allt lífið. Óska engum að lenda í þessu en því miður hef ég horft uppá foreldramissi hjá alltof mörgum og þá viðurkenni ég að ég fer alveg í klessu þeirra vegna því ég veit hvað þetta er ofboðslega sárt. Farðu því vel með þig og umfaðmaðu börnin þín aftur og aftur og sérstaklega hana Rósu nöfnu mína og faðmaðu hana fyrir fyrir mig líka. Þú ert smekkmanneskja með nöfn og kannski þess vegna laðaðist ég að þér og bað um bloggvináttu.
Guð veri með ykkur.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.6.2008 kl. 22:24
Yndisleg lesning Rósa mín, takk fyrir að deila þessu með okkur.
knús
Linda, 21.6.2008 kl. 22:26
Sæl Rósa mín,og takk fyrir innlitið.Mjög athyglisvert blogg um ferðalagið þitt.Ef allir okkar bloggvinir væru jafn grandvarir og þú,og hugsuðu um hvap væri rétt og hvað væri rángt væri gaman að lifa.Drottinn blessi þig og þína.
kærar kveðjur jobbi
jobbi (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 23:17
Aida., 22.6.2008 kl. 00:06
Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.
Sæl Linda mín. Nóg að gera hjá þér á blogginu þínu. Við hittumst vonandi næst þegar ég kem í Reykjavík eða hér seinnipartinn í júlí ef allt gengur upp hjá ykkur?
Sæll Jobbi minn. Þú hefur gleymt að skrá þig inn svo það sést engin mynd. Hvernig lýst þér að veðrið hér í sveitinni þinni og minni? Ég er sko því miður ekki grandvör. Mætti svo verða. Kannski að ég reyni að hafa það sem markmið og væri það eitt af bestu markmiðum sem ég myndi þá stefna að.
Sæl Arabina mín. Takk fyrir hjartað og broskarlinn.
Guð blessi ykkur öll.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.6.2008 kl. 00:29
Takk fyrir Rósa mín! Það er alltaf hressandi að lesa færslurnar þínar. Velkomin heim segi ég nú bara þó einhverjir dagar séu liðnir. Ég náði nú samt að segja góða ferð á réttum tíma..
Óskar Arnórsson, 22.6.2008 kl. 14:24
Sælir strákar. Takk fyrir innlitið.
Óskar ég er ennþá að hugsa um það sem þú sagðir í dag. Merkilegt að þú skildir sjá þetta út en þetta er laukrétt hjá þér, því miður. Það var skemmtilegt að heimsækja þig og gaman að vera í tölvusambandi við, you know á meðan ég var í heimsókn og bulla við hana. Hún hafði gaman af þessu.
Skemmtileg tilviljun þegar þú, Erlingur komst á sama stað og ég var stödd á í smá augnablik í Reykjavíkurborg. Lítil þessi Reykjavík stundum. Ég vildi auðvita að pabbi myndi hitta þig en feður okkar þekktust auðvita. Ólust báðir upp hér á hjara veraldar.
Spólurnar eru ennþá í hulstrinu. Koma tímar og koma ráð.
Guð veri með ykkur.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.6.2008 kl. 23:15
Er til nokkuð sem heitir "tilviljun" Rósa mín!...Takk fyrir heimsóknina. Ég vissi að þú ert engill, og stundum er gaman að hafa rétt fyrir sér, og fá það staðfest með vitjun!..
Óskar Arnórsson, 23.6.2008 kl. 17:21
Bryndís sagði:
"Við vitum ekki hvenær kallið kemur. Gætum jafnvel dáið á morgun..."
Sæl Bryndís.
Nú þekkir þú kristna kosmologíu væntanlega betur en ég, því furða ég mig á þvi hvað þú ert að troða "dauða" inn í málið
Jakob (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 19:10
Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið og hlýjar kveðjur.
Elsku Óskar minn. Þú ert nú meiri maðurinn og heppinn núna að ég sé alveg hinu megin á landinu. Að kalla gallagrip eins og mig engil er virkilega fyndið.
Sæll Guðlaugur frændi. Takk fyrir hrósið.
Sæll Jakob. Ég er ekki viss um að Bryndís sjái spurninguna þína hér.
Matteusarguðspjall 25:13
Vakið því, þér vitið ekki daginn né stundina.
Þetta á við þegar Jesús kemur aftur og burthrifningin á sér stað. Það er þannig með okkur öll, við vitum heldur ekkert hvað við fáum að lifa lengi. Getum fengið kall skyndilega og þá er eins gott að vera tilbúin.
VIÐ TRYGGJUM EKKI EFTIR Á.
Sæl Helga mín. Það var mjög ánægjulegt að heimsækja þig og ferðin okkar var frábær. Vona að þú hafir fengið textann "Spor í sandi."
Guð blessi ykkur kæru vinir.
Kær kveðja/Rósa.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.6.2008 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.