Jón Steingrímsson eldklerkur og Skaftáreldar

Jón varð fyrir því láni sem barn og unglingur að læra að lesa og skrifa og síðar að fara í Hólaskóla. Ludvig Harboe og Jón Þorkelsson fóru um landið að kanna menntun þjóðarinnar. Þeir hittu Jón og var hann látinn lesa fyrir þá. Þeir borguðu skólagjöld fyrir Jón í Hólaskóla.

Snemma byrjaði Jón að tóna og prédika eins og prestur. Hann gerði sér kirkjur og kapellur úti á túni við vissar þúfur. Jón dreymdi drauma og var ráðning þeirra að hann yrði prestur.

Jón giftist Þórunni Hannesdóttir Scheving. Hún átti jarðir í Mýrdalnum sem varð til þess að þau fluttu búferlum þangað. Síðar fluttu þau að Prestbakka á Síðu. Þá var Jón orðinn prestur og var hann þangað sendur af Guði. Því hörmungarnar sem dundu þar yfir 5 árum eftir að hann flutti voru með þeim hætti að það hefði enginn getað farið í sporin hans Jóns. Eldmessan er t.d. dæmi þess.

kapella"Sumarið 1783 urðu gríðarlegar náttúruhamfarir á Íslandi, einhver mestu eldgos sem orðið hafa á jörðinni síðustu árþúsundirnar. Eyjar risu úr hafi, jarðeldar löguðu úr jöklum, og hraun vall úr 25 km langri gossprungu suðvestur af Vatnajökli þar sem síðar heita Lakagígar. Hraunin lögðust yfir 580 ferkílómetra af landi, eitruð aska dreifðist yfir mestallt Ísland, og gosmóða mengaði himinhvolfið. Gosinu og móðunni fylgdu kuldar og harðindi - Móðurharðindin. Móðunnar var vart allt austur í Síberíu, á meginlandi Evrópu sá víða á gróðri sökum eitraðra lofttegunda, og í Skotlandi olli gosið uppskerubresti." (Björn Þorsteinsson o.fl.1991:249)

Ætt og æska Jóns Steingrímssonar

Jón Steingrímsson var fæddur föstudaginn 10. september 1728 á Þverá í Blönduhlíð í Skagafirði. Fæðing hans var 6 vikur fyrir vetur. Foreldrar Jóns voru Steingrímur Jónsson og Sigríður Hjálmarsdóttir. Föðurafi Jóns var Jón Steingrímsson (Guðmundssonar) lögréttumaður í Skagafirði. Föðuramma Jóns var Ingiríður Aradóttir (Guðmundssonar). Móðurafi Jóns var Hjálmar Stefánsson (Rafnsson). Móðuramma Jóns var Helga Guðmundsdóttir (Guðmundssonar). Jón var strax skírður af Birni Skúlasyni presti í Flugumýrarþingum. Guðfeðgin Jóns hétu Páll Skúlason og Guðný Stefánsdóttir sem var móðurafa systir Jóns. (Kristján Albertsson.1985:29-30).

Þegar Sigríður móðir Jóns var ófrísk af Jóni, dreymdi hana draum. Draumurinn var að hún gengi með hvíthyrndan hrút. Hann ætti eftir að eyðileggja heilar sveitir í landinu. Hún hafði miklar áhyggjur af þessum draumi og  ákvað að segja Páli Skúlasyni drauminn. Páll réði drauminn og sagði henni að hún gengi með sveinbarn. Hann yrði yfirmaður eins og hrúturinn sem væri höfuð og herra hjarðar sinnar. Sveinbarn þetta myndi eyða einhverju slæmu þar sem hann myndi búa í framtíðinni. (Kristján Albertsson. 1973:32-33)

Foreldrar Jóns, Steingrímur og Sigríður bjuggu á Þverá.  Þegar Jón var á tíunda aldursári  dó faðir hans á 37. aldursári. Daginn áður en hann dó hafði hann orðið fyrir miklum fjárskaða. Um nóttina vakti fjósadrengur Jón sem Ásmundur hét og sagði honum að faðir hans væri dauður. Hann sagði einnig. "Guði sé lof, nú má ég lifa og láta sem ég vil" (Kristján Albertsson.1973:41). Jón átti fjóra bræður, Þorstein, Pálma, Helga og Steingrím. Þegar faðir Jóns dó gekk móðir Jóns með yngsta drenginn Steingrím. Hann dó þegar hann var 11 ára. (Kristján Albertsson.1973:42) Árið eftir að faðir Jóns dó flutti fjölskyldan að Ystugrund.

Fyrsta minningin, skólagangan og draumfarir

Þegar Jón var 4 ára  varð sólmyrkvi. Þessi atburður var að vorlagi og Jón segir frá því að þegar sólin formyrkvaðist þá varð dimmt eins og það væri nótt. (Kristján Albertsson.1973:34)

Jón fór snemma að lesa. Það gekk frekar stirðlega fyrst, því hann hafði lært svo margt utanbókar. Móðir Jóns fór með hann til séra Jóns Magnússonar og lærði hann þar bæði settskrift og fljótaskrift. Einnig kenndi séra Jón honum latínu.  (Aðalsteinn Eiríksson. 1985:9)

Þegar Jón var sjö ára fór hann með föður sínu til gegninga. Pabbi hans kenndi honum að gefa lömbum og að brynna þeim. Þeir fóru út í haga og pabbi hans kenndi honum að halda kindunum í haga. Pabbi hans hafði smíðað litla varreku sem hann notaði til að brjóta ofan af fyrir kindunum. (Kristján Albertsson. 1973:39) Stundum fór frænka Jóns með honum sem hét Guðfinna. Í eitt skipti sem þau voru saman í gegningum fældist hesturinn og fleygði þeim  af baki. Lágu þau í roti þar lengi vel. Þegar farið var að leita að þeim um kvöldið fundust þau  ráfandi og blóðug.

Snemma fór Jón að tóna og prédika eins og prestur. Hann stóð uppá stóru keri í búrinu og tónaði.  Móður hans leiddist þessar embættisgerðir sonar síns. Hann gerði sér þá  kirkjur og kapellur út á túni við vissar þúfur. (Kristján Albertsson.1973:40)

Jón fór að dreyma undarlega drauma. Dreymdi hann að hann væri í stríði við Tyrki og var það alltaf í kirkjugörðum. Dreymdi hann að hann fékk bæði högg og sár frá Tyrkjunum. Sagði hann presti sínum draumana. Réði prestur draumana: "Djöfullinn er farinn að freista þín og skelfa; með betri hlut en þú nærri getur er guð að benda þér, og stunda þú að lifa sem best. Þetta er ráðningin: Þú átt að verða prestur og meiri en ég, þar þér þótti kirkjugarðarnir margir vera, en munt eiga að berjast við einhverja balstýruga menn." (Kristján Albertsson.1973:46)

Jón fótbrotnaði á annan í páskum,  sama dag og hann hafði sagt móður sinni ósatt um að hann væri veikur og gæti þess vegna ekki komið með henni í kirkju. Gert var að fótbrotinu og hann komst ekki á fætur fyrr en á uppstigningardag og þá með staf. (Kristján Albertsson.1973:46-47)

Ludvig Harboe og Jón Þorkelsson fóru um landið að kanna menntun þjóðarinnar. Jón var látinn lesa fyrir þá. Þeir sendu hann í Hólaskóla. Staðarhaldarinn Skúli Magnússon ætlaði ekki að taka snáða í skólann vegna fátæktar en Ludvig og Jón borguðu þá skólagönguna fyrir Jón. (Aðalsteinn Eiríksson.1985:13)

Á námsárunum fór Jón oft suður á land í ýmsum erindagjörðum. Hann var m.a. að kaupa fisk  og flytja norður í land. (Aðalsteinn Eiríksson. 1985:16) Oft seinna meir þá fór hann í erindagjörðir víða um land vegna kaupa á fiski.

Frá Hólum brautskráðist hann sem stúdent árið 1750. Fór hann þá til móður sinnar. Þrisvar þennan vetur prédikaði hann og fyrstu prédikunina flutti hann á allraheilagramessu. Presturinn spáði því að Jón yrði góður prédikari. (Kristján Albertsson. 1973:83) 

Fljótlega eftir brautskráninguna  varð hann djákni á Reynisstað í Skagafirði. Staðarhaldarinn á Reynisstað var Vigfús Jónsson. Hann lést tæpum þremur árum eftir að Jón gerðist djákni þar.

Jón og Þórunn

Þórunn var ekkja Jóns Vigfússonar.  Þau Jón eignuðust 4 börn. Guðlaug dó ung en þrjú komust til fullorðins ára. Það voru Vigfús, Karitas og Jón. 

Jón og Þórunn feldu hugi saman. Jón missti djáknaembættið vegna þess að þau Þórunn áttu von á barni áður en þau giftu sig. Segir Jón frá fyrstu samfundum þeirra og segir frá "að undir kom fyrir tíman barnfuglinn Sigríður dóttir mín." (Kristján Albertsson. 1973:109)

Jón og Þórunn Hannesdóttir Scheving giftu sig 29 sept. 1753. Séra Halldór gaf þau saman. Þremur dögum áður trúlofaði séra Halldór þau. Brúðkaupsveislan stóð yfir í hálfan mánuð. 90 manns voru í brúðkaupsveislunni. Þegar veislan stóð sem hæst voru veitingarnar búnar og horfði til vandræða. Þá veiddust 60 laxar í ánni við bæinn og vissi enginn um að þar hafi veiðst svona mikið áður. (Árni Hermannsson o.fl. 2000:223) Í veislunni daginn eftir að Jón og Þórunn voru gefin saman segir séra Jón Magnússon við Jón. "Aldrei varstu Jón, verðugur þess að eiga hana Þórunni Hannesdóttur, þó það verði nú svo að vera"  Bróðir Þórunnar sagði þá "Stendur þú ei betur með honum frænda þínum? Sá er fuglinn verstur, er í sjálfs sín hreiður drítur." (Kristján Albertsson.1973:113) 

Jón og Þórunn  hófu sinn búskap á Frostastöðum. Þau eignuðust 5 dætur. Sigríði, Jórunni, Guðnýju, Katrínu og Helgu. Fyrstu tvær dæturnar voru fæddar í Skagafirði.

Árið 1755 ákváðu Jón og Þórunn að flytja búferlum að Hellum í Mýrdal. Þórunn átti jarðir í Mýrdalnum.Fór Jón ásamt bróður sínum Þorsteini yfir í Mýrdalinn ásamt vinnumanni til að undirbúa að fjölskyldan flytti búferlum. Ferðin var mesta þrekraun. Þegar þeir voru staddir á Biskupsþúfu tjölduðu þeir og um nóttina varð mjög vont veður. Það snjóaði svo mikið að tjaldið fór á kaf. Það var mikið lán að snjórinn hefði ekki sligað tjaldið. Þegar þeir komu að Hamarsholti, sem er efsti bær í Vestur-Hreppum, þá þökkuðu þeir Guði fyrir að hafa komist til mannabyggða. Þeir börðu á dyr í Hamarsholti og var kallað að innan hverjir væru þarna á ferð. Þeir báðu um gistingu og var þeim vísað í hesthúsið. Síðar hitti Jón bóndann frá Hamarsholti. Þá hafði bóndinn misst allt sitt fé í fjárpest og Jón seldi honum eina kind og gaf honum eitt lamb. (Kristján Albertsson.1973:120-123) 

Þegar þeir voru á leið yfir í Mýrdalinn var gos í Kötlu. (Aðalsteinn Eiríksson. 1985:16). Íverustaður Jóns og Þorsteins um veturinn var skemmukofi sem var höggvinn inn í bergið. (Aðalsteinn Eiríksson. 1985:23). Vinnumaðurinn Jón Þorgeirsson fór til Vestmannaeyjar og lést þar um veturinn. (Kristján Albertsson. 1973.:120)

Fyrsta veturinn sem Jón var í Mýrdalnum  lærði hann formennsku til sjós.  Hann var formaður í 5 ár. Hann fékk sér góðan bitamann sem Sveinn hét og réru þeir marga róðra. Á þessum fimm árum varð aldrei óhapp og þakkaði Jón Guði fyrir varðveisluna. 

Næsta vor flutti Þórunn og fjölskylda til Jóns og þau hófu búskap á Hellum. Búskapurinn á Hellum gekk mjög vel. Með búskapnum og sjósókninni  drýgði Jón tekjur sínar með silungsveiði og fuglatekju.  Ári síðar fluttu svo móðir Jóns, systkinin hans og  Jórunn dóttir Jóns og Þórunnar yfir í Mýrdalinn. Pálmi bróðir hans flutti svo aftur norður tveimur árum síðar.

Læknis- og prestsstörf

altariÞegar Jón bjó á Hellum byrjaði hann að stunda læknisstörf. Hann lærði læknisfræði og skurðlækningar síns tíma. Dvaldi oft fólk hjá Jóni og Þórunni vegna þessa. Einnig var Jón oft sóttur til að hlynna að sjúkum um nálega allt Suðurland. Hann tók ekki fé fyrir ferðir sínar og oft gaf hann fólki meðulin því lítið var um peninga til að borga fyrir þau.  Bjarni Pálsson landlæknir lét Jón fá öll þau sjúkragögn sem með þurfti. Jón stundaði læknisstörf í 17 ár. (Aðalsteinn Eiríksson.1985:25)
 
Þegar þau hjón höfðu dvalið á Hellum í fimm ár  var Jón vígður  til prests í Sólheimaþingi. Vígsluathöfnin fór fram í Skálholti. (Ráðning drauma stráksins í Skagafirði hafði ræst). Þau sæmdarhjón fluttu að Felli sem var við bakka Klifanda. (Aðalsteinn Eiríksson. 1985:26).  Á Felli  vann hann að miklum endurbótum á jörðinni. Þóttu verk hans það mikið afrek að hann var sæmdur af konungi “medalliu” og peningaverlaunum fyrir verk sín. Einnig var honum veitt viðurkenning fyrir læknisstörf og mannúðarverk. Jón var fyrsti Íslendingurinn sem var sæmdur “medalliu” og var viðurkenningin afhent á Þingvöllum. Þar voru staddir Skálholtsbiskup, stiftamaður og flest stórmenni þjóðarinnar. (Aðalsteinn Eiríksson. 1985:27)

Í ýmsum raunum lentu  Jón og Þórunn. Börn Þórunnar sem hún átti með Jóni Vigfússyni, ólust upp hjá þeim. Jón Scheving fóstursonur Jóns  var óstöðugur, brúkaði pretti og var ekki skilvís. Hann var sendur til Kaupmannahafnar og fékk allan sinn föðurarf. Þessi ráðstöfun var gerð í von um að Jón sæi að sér. Kom Jón aftur til Íslands næsta vor og seldi hluta af jörð móður sinnar sem var í Skagafirð. Einnig seldi hann eignir sem hann og bróðir hans áttu saman. Eftir það fór Jón til Danmerkur. Jón Steingrímsson  fór á fund sýslumanns og gat aftrað sölunni áður en eignin var þinglýst nýjum eiganda. Jón þurfti s.s að kaupa jörðina í Mýrdal aftur til sín svo Vigfús fóstursonur hans gæti búið þar. Þegar Jón Scheving fréttir þetta þá fór hann til Björns Árnasonar og lét hann hafa peninga til að skrökva því að hann hefði drepið Jón fyrri mann Þórunnar fyrir bón Jóns og Þórunnar. (Kristján Albertsson. 1973:155-160) Fór fram rannsókn og  var Björn Árnason fluttur til Íslands til yfirheyrslu. Og kom þá í ljós að Björn og Jón höfðu slegist kvöldið áður en Jón lést og sennilega hafa slagsmálin  haft áhrif á dauða Jóns Vigfússonar. (Kristján Albertsson.1973:163-164) Jón fór á fund Skúla fógeta og sagði Skúli honum þá þessi tíðindi og var miklu fargi létt af Jóni.

Þegar Jón var búinn að vera prestur Mýrdælinga í 17 ár þá ákvað hann að finna sér léttara starf en samt tekjumeira. Þá fékk hann starf á Kirkjubæjarklaustri. Þetta var árið 1778. Fluttist hann og fjölskyldan að Prestbakka og gekk allt mjög vel fyrstu fimm árin. (Aðalsteinn Eiríksson 1985:30)

stigurJón sagði: “Hér lifðu menn í sælgæti matar og drykkjar, sumir orðnir svo matvandir, einkanlegast þjónustufólk, húsgangslýður og letingjar, að ei vildu nema þá allra bestu og krydduðu fæðu. Drykkjuskapur og tóbakssvall fór að sama lagi, að á einu ári upp gekk hér í gildi, heimboð og þess kyns brennivín upp á 4000 fiska, eftir sem ég með öðrum vitanlega samreiknuðum, er svo hátt steig, að prestar fundust þeir hér, sem ei þóttust geta framflutt með reglu og andakt guðsþjónustugjörð nema fyrir brennivíns tilstyrk, hverjum og svo urðu síðan sín hús í eyði látin, og margra annarra sem féllu á sömu sveif.” (Kristján Albertsson. 1973:344).

Jón sagði líka frá því að margir vissu ekki hversu ríkir þeir væru af sauðpeningi en þó að sumir vissu hvað þeir ættu af sauðpeningi þá fannst Jóni tíundargjörð og afdráttur til kóngs, kirkju og prests hafa minnkað miðað við hvað allt gekk vel.

Jóni bárust fréttir af undarlegum fyrirbærum s.s. vatnsskrímslum í Feðgakvísl í Meðallandi. Eldingu hafði lostið niður í fjárhús og varð lamb fyrir eldingunni. Klukknahljóð heyrðust í lofti og pestarflugur höfðu sést á Síðu. (Aðalsteinn Eiríksson. 1985:35) Þær voru dökkrauðar, gular og svartröndóttar. Þær voru “svo stórar og digrar sem þumalfingursliður er á karlmanni.” (Kristján Albertsson.1973:345). Óvenjumikið var um að lömb og kálfar fæddust vansköpuð.  Jóni fannst þetta allt benda til að þetta væri fyrirboði stórtíðinda og taldi hann að það boðaði eitthvað slæmt. (Kristján Albertsson.1973:345) Jón sagði að Guð hafi bent sér og fleirum, bæði í vöku og svefni að þeir skyldu búa sig undir yfirhangandi og ókomið straff. (Kristján Albertsson. 1973:346)

Jarðskjálftakippir og eldgos

kraflaÞað áraði vel á vormánuðum í Skaftafellsýslu 1783. En á norðurlandi var kuldatíð og hafís var landfastur. Á uppstigningadag, 29. maí byrjuðu jarðskjálftakippir í Skaftafellssýslu

8. júní á hvítasunnuhátíð var veður mjög gott í byrjun dags. “Þá kom upp fyrir norðan næstu byggðarfjöll á Síðunni svart sandmistur og mökkur svo stór, að hann á stuttum tíma breiddi yfir alla Síðuna og nokkuð af Fljótshverfinu, svo þykkt að dimmt varð í húsum og sporrækt á jörðu.” (Kristján Albertsson.1973:346). Þannig lýsti Jón fyrsta degi gossins sem átti eftir að hafa afdrifarík áhrif á alla Íslendinga og áhrifin teygðu sig út fyrir landsteinanna.

Fyrstu dagana eftir gos var mikil úrkoma. Þrátt fyrir mikla úrkomu minnkaði árstraumurinn í Skaftá. Rigningarvatnið var skolleitt og virðist  hafa verið eitrað. Brunablettir komu á nýrúið fé. Göt komu á njólablöð og plöntur. Fólk sveið í augun og á bert hörundið. Einnig áttu margir, sérstaklega þeir sem voru veikir erfitt með andardrátt. (Aðalsteinn Eiríksson.1985:53)

20. júlí, sem var sunnudagur, var hraunstraumurinn aðeins í tveggja kílómetra fjarlægt frá kirkjunni á Síðu. Fólk streymdi til kirkju og óttaðist að það yrði í síðasta skipti sem það gæti sótt kirkjuna því hraunstraumurinn stefndi í áttina að kirkjunni þeirra.
 
Þegar fólkið kom að kirkjunni  var þykk hitasvækja og þoka svo að kirkjan sást varla fyrr en fólkið var alveg komið að henni. Á meðan fólkið var í kirkju gekk mikið á. “Skruggur með eldingum svo miklar kippum saman, að leiftraði inn í kirkjuna og sem dvergmál tæki í klukkunum, en jarðhræringin iðugleg” (Kristján Albertsson. 1973:362)

Jón hóf upp raust sína og bað Drottin um miskunn og náð. Hann sagði:  “Sú stóra neyð, sem nú var á ferð og yfirhangandi, kenndi mér nú og öðrum að biðja Guð með réttilegri andtakt, að hann af sinni náð vildi ei í hasti eyðileggja oss og þetta sitt hús, þá var og svo hans almættiskraftur mikill í vorum breyskleika.” (Kristján Albertsson.1973:362)  Allir voru að biðja um náð Guðs.  Fólkið virtist óskelft inni í kirkjunni. Allavega fór enginn á meðan á messunni stóð. Guðþjónustugjörðin var jafnlengi  og venjulega.

Á meðan á messunni stóð stöðvaðist hraunið í farvegi Skaftár hjá Systrastapa sem er skammt vestan við Kirkjubæjarklaustur. Fram í október hélst gosið óslitið en síðan slitrótt fram í febrúar næsta ár.

Jón talaði um að prjónaskapur konu sinnar hafi bjargað búi þeirra á þessum erfiðu tímum. 20 manns var í heimili þeirra og prjónaði Þórunn fyrir allt sitt heimilisfólk. Prjónaskapur hennar var mjög vel gerður og  þéttur. Það var leitun að svona góðum  prjónaskap. (Árni Hermannsson o.fl. 2000:232)

Danir söfnuðu mat og peningum

gigarDanir söfnuðu mat og peningum fyrir nauðstadda Íslendinga. Var sent skip um haustið til Íslands en það þurfti að snúa við og hafa vetursetu í Noregi. Um vorið 1784 komst skipið svo loksins til Íslands. Jón fékk sextíu ríkisdali til að ráðstafa sjálfur og sex hundruð ríkisdali í innsigluðu böggli sem hann átti að færa sýslumanni í Vestur-Skaftafellssýslu. Sýslumaðurinn í Vík og klausturshaldarinn á Kirkjubæjarklaustri áttu að skipta þessum peningum á milli þeirra sem ætluðu yfir í Múlasýslu til skepnukaupa. Á leið sinni austur brá Jón sér í læknisferð og á meðan braut klausturshaldarinn upp innsiglið á bögglinum og lét einn bónda hafa 8 ríkisdali og sjálfur tók hann 20 ríkisdali. Svo skipaði hann Jóni að fara með afganginn til sýslumanns. (Aðalsteinn Eiríksson. 1985:90)

Á leiðinni  sátu fyrir Jóni flestallir sóknarmenn hans og báðu hann að útvega sér peninga. Þannig að Jón var í miklum vanda staddur. Vorið 1786 kom fyrirskipun frá stjórninni til biskups og stiftamtmanns að þeir skyldu finna hæfilega refsingu fyrir Jón vegna þess að hann hafi ekki komið bögglinum innsigluðum til skila. Jón hafði miklar áhyggjur af þessu en sem betur fer var dómurinn vægur. Jón átti að biðjast afsökunar opinberlega og borga 5 ríkisdala sekt sem átti að fara til fátækra presta. (Aðalsteinn Eiríksson. 1985:101)

Jón taldi að peningar af söfnunarfénu hafi orðið til hjálpar. Hann keypti sér bát og net fyrir þá 60 ríkisdali sem hann fékk. Á næstu árum notaði hann þennan búnað einkunn til að veiða sel sem synti upp í árósana. (Aðalsteinn Eiríksson. 1985:92)

Þórunn dó 4. okt. 1784. Þá var það þröngt í búi hjá Jóni. Vinur hans Pétur Sveinsson lét hann hafa sauð vegna útfararkostnaðar Þórunnar. Árið 1787 giftist Jón, Margréti Sigurðardóttir. Annaðist Margrét Jón í veikindum  hans. Hagur Jóns vænkaðist að nýju. Dætur hans giftust allar prestum í Vestur-Skaftafellssýslu. Jón lést 11 ágúst 1791. Hann var jarðsunginn á Kirkjubæjarklaustri frá sóknarkirkju sinni. Bein hans hvíla langt frá skagfirsku þúfunum þar sem hann messaði sem lítill drengur en stutt frá þeim stað sem margir báðu Drottinn um hjálp í eldmessunni frægu. (Aðalsteinn Eiríksson. 1985:101).

Skaftáreldar og Móðuharðindin

“Gosið átti upptök sín á suðvesturhluta gossprungunnar, þar sem hét Varmárdalur. Varmárdalur og Skaftárgljúfur, sem voru allt að 200 m. djúp, fylltust af hrauni, sem breiddi síðan úr sér á láglendinu á Síðu og  eyddi mörgum bæjum.” (Vefsíða: Lakagígar) Gossprungan var um 25 km löng. Hraunið fór yfir 580 ferkílómetra lands.

Áhrif gossins voru gífurleg. Mikið land fór undir hraun. Fólk missti jarðir sínar og hús undir hraunið. Veðráttan breyttist og kólnaði. Óvenjumikið var um hafís. Mistur og móða lá yfir öllu landinu um sumarið svo varla sást til sólar. Aska og eiturefni bárust um allt land og jörð var sviðin, grasið visnaði og heyfengur brást. Skepnurnar dóu vegna heyskorts og flúoreitrunar. (Árni Daníel Júlíusson o.fl. 1991:212) Mannfall var mikið. Sumarið 1785  hafði fimmti hver Íslendingur látist eða um 10 þúsund manns. (Björn Þorsteinsson o.fl. 1991:252). Meira að segja það varð uppskerubrestur á Norður-Skotlandi og kuldatíð var víða um heim vegna Skaftárelda.

Móðan náði víða um heim. Öskuryk barst yfir til meginlands Evrópu og mistur sást í lofti í Kína. (Vefsíða: Skaftáreldar). Einnig náði móðan  alla leið til Síberíu og einnig til Ameríku og Afríku.

Tomas Jefferson (Varð síðar forseti Bandaríkjanna) var mikill áhuga maður um veðurfræði. Hann hélt nákvæma skrá yfir hitastigið á þessum árum. Síðsumar 1783 kólnaði og næstu þrjú árin var mjög kalt. Höfnin í New York lokaðist í 10 daga vegna ísa og sleðafært var um mörg sund sem aldrei áður hafði gerst svo vitað væri. (Vefsíða: Skaftáreldar)

Benjamín Franklin var sendiherra Bandaríkjanna í Frakklandi og bjó hann í París. Hann sagði að þykk bláleit móða skyggði á sólina um alla Evrópu. (Vefsíða: Skaftáreldar)

Í Þýskalandi var sumarið 1783 nefnt bláa sumarið. Þoka og mistur grúfði sig yfir landið allt sumarið. (Vefsíða: Skaftáreldar)

Um sumarið 1783 var undarleg móða eða reykjarþoka í lofti bæði á Englandi og megnilandi Evrópu. Sólin um hádegisbil var ekki bjartari en tungl sem var bak við ský. Sólin var svo rauð og fölleit. (Aðalsteinn Eiríksson. 1985:71)

Gosinu lauk 7. febr. 1784. Móðurharðindunum lauk sumarið 1785. Bólusótt herjaði á landsmenn og það var ekki fyrr en 1787 sem fólki fór að fjölga á ný.  Þá fóru jarðir í Vestur-Skaftafellssýslu að byggjast á nýjan leik. (Árni Daníel Júlíusson o.fl. 1991:212)

Lokaorð

Guð hafði útvalið Jón Steingrímsson sem sendiboða sinn. Ég sé þráð í allri ævisögu hans sem er undirbúningur að því starfi sem Guð hafði útvalið hann í. Jón lærði að lesa og skrifa. Hann fór í skóla. Hann giftist Þórunni sem átti jarðir í Mýrdalnum. Þess vegna flytja þau í Mýrdalinn í áttina að þeim stað sem Guð ætlaði að nota Jón. Hann hlynnir að sjúkum. Hann var örlátur á matargjafir og alla þá hjálp sem þurfti með. Svo gerist hann prestur og  1773 er hann orðinn prófastur fyrir Vestur-Skaftafellsýslu. Eftir langa veru í Mýrdalnum flyst hann yfir á Síðu. Hann sést að á Prestbakka og gerist prófastur í öllu Skaftafellsþingi árið 1779. Fimm fyrstu árin á Prestbakka   gekk vel hjá Jóni. Honum þótti samt lýðurinn fjarlægast Guð. Svo dynur á ógn og skelfing og þá var Jón rétti maðurinn á réttum stað til að standa með fólkinu.

Ýmsar hörmungar og erfiðleikar þurftu Jón og Þórunn að ganga í gegnum. Það hlýtur að hafa verið sárt þegar Jón sonur Þórunnar bregst þeim Jóni og  fær mann til að skrökva því að þau hefðu beðið hann að drepa Vigfús föður Jóns Scheving. Jón varð fyrir illgirni og rógi allt frá barnæsku. Margir áttu í deilum og málaferlum við Jón. Sumt var lítilmannlegt en sumt var gert af stráksskap þegar menn rökuðu allt taglið af reiðhesti Jóns eða skáru alla hnappana af prestshempunni nema efsta og neðsta. Margir öfunduðust út í Jón og fannst honum margir ofsækja hann fyrir vikið.

Jón var með ríkari mönnum fyrir Skaftárelda. Hann lúrði ekki á ríkidæmi sínu heldur hjálpaði öllum eins og hann gat. Þegar Þórunn dó, hjálpar vinur hans honum með útfararkostnað.

 

Heimildir 

Aðalsteinn Eiríksson.1985. Jón Steingrímsson og móðurharðindin 2. útg. Reykjavík, Námsgagnastofnun.

Árni Hermannsson o.fl. 2000. Íslands-og Mannkynssaga NB 1. Reykjavík, Nýja bókafélagið ehf.

Árni Daníel Júlíusson, Jón Ólafur Ísberg og Helgi Skúli Kjartansson. 1991. Íslenskur Sögu Atlas 3. útg. Reykjavík, Iðunn.

Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson.  1991. Íslandssaga til okkar daga. Reykjavík, Sögufélagið.

Kristján Albertsson. 1973. Jón Steingrímsson. Ævisaga og önnur rit. Reykjavík, Helgarfell.

Vefsíða um Skaftárelda 1783:
http://www.islandia.is/hamfarir/jardfraedilegt/eldgos/skaftareldar.html

Vefsíða um Lakagíga: http://www.nat.is/travelguide/lakagigar_ferdavisir.htm

Endilega skoðið vefssíðurnar:

20. júlí 2008 verða 225 ár frá því að Séra Jón Steingrímsson flutti messu í Kirkjubæ. 

Messan hefur síðan verið kölluð "Eldmessan"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

 Jón Steingrímsson    Þórunn Hannesdóttir Scheving   
   10. september 1728 - 11. september 1791   28. ágúst 1718 - 7. október 1784  
Guðný Jónsdóttir1757 - 1839
Þórunn Jónsdóttir 1784 - 1863
Jón Brynjólfsson 1815 - 1878
Páll Jónsson 1856 - 1931
Katrín Ingibjörg Pálsdóttir1891 - 1978
Stefán Aðalsteinn Sigurðsson 1925
Rósa Aðalsteinsdóttir1958

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.5.2008 kl. 16:18

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

 

Guðsteinn vinur minn föndraði ritgerð fyrir mig yfir í bloggfærslu um Séra Jón eldklerk. Hann er bjargvættur minn í þessu blessaða bloggi. Ég er ennþá blaut á bak við eyrun og kann ekki ennþá allt en trúi því að þetta komi með kalda vatninu. Ég hef prufað að setja inn ættartölu eins og þessa hér fyrir ofan. Þegar ég hef farið inná Íslendingabók og fundið ættartölu og sett inn eingöngu með aðgerðinni copy-paste hefur ættartalan komið furðulega út en núna notaði ég aðgerðina:  klikkaði á prentvænt og svo copy og síðan fór ég inná síðuna og klikkaði á paste. Þá kemur ættartalan svo skemmtilega út. Endilega komið með ættartöluna ykkar.

Best að fara að undirbúa með fjölskyldunni partý.

1. sæti, 3. sæti, 7. sæti eða 12. sæti væri magnað.

Helgar tölur 3, 7 og 12.

Áfram Ísland

Guð blessi ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.5.2008 kl. 17:02

3 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Þetta er allveg magnað hjá þér "Frú Vopna-Rósa eldklerks-kona" Guð blessi þig og varðveiti í Jesú nafni. Amen.

Aðalbjörn Leifsson, 24.5.2008 kl. 18:03

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Alli minn.

Alltaf jafn fyndinn.   

Guð blessi þig og öll trúsystkinin mín suður með sjó.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.5.2008 kl. 18:21

5 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

ég er einmitt ættaður frá Heiði á Síðu, þarf að skoða hvar við erum skyld frænka

Ragnar Kristján Gestsson, 24.5.2008 kl. 21:15

6 Smámynd: Sigurður Rósant

Sæl Rósa, ertu ekki að einfalda ættartölu þína einum of? Mér reiknast til að þú sért komin af 63 samtímamönnum Jóns Steingrímssonar til viðbótar og öðrum 63 konum þeirra líka.

Nema allir afkomendur Jóns og Þórunnar hafi gætt þess að ná sér í maka innan afkomenda Jóns og Þórunnar, líkt og afkomendur Abrahams og Söru gerðu, svo úr varð "útvalin þjóð Guðs".

Prófaðu að smella í framætt (í Íslendingabók) og ég er nokkuð viss um að þú finnur a.m.k. 32 forfeður- og mæður í 5. lið.

Með kveðju

Sigurður Rósant, 24.5.2008 kl. 22:27

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl kæra Guðlaug Helga.

Það var skemmtilegt að lesa bókina um Séra Jón Steingrímsson.  Takk fyrir hólið. Mér fannst þetta mest spennandi efnið sem var í boði í ísl. 212, vegna þess að Séra Jón var forfaðir minn. Vona að fólk hafi gaman af þessari færslu.

Sæll Ragnar minn. Aldrei að vita nema að við séum skyld úr Síðunni. En best af öllu er að við eigum sameiginlegan andlegan föður.

Guð blessi ykkur og ég óska þess að þið eigið góða helgi.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.5.2008 kl. 23:20

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sigurður Stefánsson    Þórunn Jónsdóttir   
   1698 - 1765   1710  
Bergljót Sigurðardóttir 1732
Vilborg Björnsdóttir 1761
Brynjólfur Eiríksson 1781 - 1831
Jón Brynjólfsson 1815 - 1878
Páll Jónsson 1856 - 1931
Katrín Ingibjörg Pálsdóttir1891 - 1978
Stefán Aðalsteinn Sigurðsson 1925
Rósa Aðalsteinsdóttir1958
Jón Sigurðsson 1730 - 1797
Sigríður Jónsdóttir 1763 - 1820
Ingibjörg Jónsdóttir1795 - 1846
Guðríður Hallvarðsdóttir1826
Finnbogi Björnsson1856 - 1943
Árni Sigurjón Finnbogason1893 - 1992
Sigurbjörn Árnason 1920 - 1998
Sigurður Rósant Sigurbjörnsson 1950

Sæll Sigurður Rósant frændi minn!

Mikið rétt að þetta er rakið beint til Séra Jóns Steingrímssonar. Við erum með bók hér um Ættir síðuspresta. Jón Brynjólfsson var sonur Þórunnar Jónsdóttur. Hún var gift Brynjólfi Eiríkssyni sem er einnig frændi minn en hann kemur fram þegar ég bið forritið að rekja ættir okkar saman.

Brynjólfur Eiríksson  1781 - 1. júní 1831Var í Bæ, Stafafellssókn, Skaft. 1801. Hreppstjóri í Hlíð í Lóni. Drukknaði við Grænklett segir í Austf.14069 .

Brynjólfur Eiríksson og Ingibjörg Jónsdóttir formóðir þín ( ein af mörgum) voru þremenningar.

Þetta með að einfalda ættartöluna þá spurði ég eingöngu um skyldleika minn við Jón Steingrímsson í þessu tilviki og tel ég það enga einföldun frekar en ef ég spyr forritið um skyldleika við þig. Svona virkar Íslendingabók Friðriks Skúlassonar.

Ég veit alveg að foreldrar mínir áttu foreldra og þar voru fjórir einstaklingar sem áttu foreldra sem voru 8 einstaklingar og svo koll af kolli.  16 - 32 - 64 - 128.  Þannig að hafðu ekki áhyggjur, ég var ekkert að koma af fjöllum í sambandi við ættfræði en ég get klikkað eins og aðrir. The light are on nobody on.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.5.2008 kl. 00:00

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Helga mín.

Takk fyrir hólið. Ég vona að þú hafir séð innleggið mitt hjá þér og látir ekki skemma fyrir þér. Þakka þér einnig fyrir þína frábæru vináttu. Megi algóður Guð blessa þig og þína og gangi þér vel að vinna að því markmiði sem þú hefur sett þér að ná betri heilsu.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.5.2008 kl. 01:13

10 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Sigurður Rósant,ég sé ekki betur en þú sért náskyldur mér,Rósa Árnadóttir var Amma mín móðir mömmu og Árni Finnbogason langafi minn.

Ja ég er svo aldeilis hlessa skal ég segja ykkur.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 25.5.2008 kl. 04:06

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Úlli minn.

Þetta var nú virkilega fyndið. Þú veist að Sigurður Rósant og Svanur Sigurbjörnsson læknir eru bræður. Ég heimsæki Svan annarslagið á síðuna hans, nú síðast í gær og ég fæ alltaf frábærar móttökur.

Þú átt s.s. glæsilega frændur og þið mamma þín haldið að sjálfsögðu veislu í dag vegna skyldmenna sem þið vissuð ekki um sem nú eru fundnir.

Guð gefi þér góðan dag.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.5.2008 kl. 09:53

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll 

 Sigurður Rósant.

 

Það átti að standa  The light are on nobody home.

 

Brynjólfur er forfaðir minn en ég skrifaði frændi en hann er það auðvita líka. En forfaðir er miklu virðulegra.

 

Stundum dettur manni í hug lagið hans Ladda: Ég er afi minn.  

 

Vona að þú hafir verið ánægður með söngvakeppnina.

 

Guð gefi þér góðan dag.

 

Kær kveðja frá uppáhaldsbloggvinkonu þinni Rósu.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.5.2008 kl. 10:01

13 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Takk fyrir það Rósa,jú ég er rosa happy með þetta allt.

En auðvitað veit mamma allt um þetta fólk,þó mér sé nokk sama eins og þú veist með mig nægir mér að vera barn guðs.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 25.5.2008 kl. 10:26

14 Smámynd: Linda

Sæl Rósa mín, þetta var hreint frábær færsla og maður lærði heilmikið, eftir lesturinn varð mér að orði "Guð forði okkur frá slíku". 

Ég man þegar ég lærði þetta í sögu ég gat ekki ímyndað mér skelfinguna og heil 4 ár af hamförum á eftir hamförum.  Jón var mikill maður og það yndislegt að fá að heyra um slíkan mann sem við eigum í okkar sögu.

Það er ekki vera að vera skyldur  slíkum dugnaðar manni Rósa mín, ég veit ekki til þess að ég sé skyld honum, enda pæli frekar lítið í ættfræði þessa daganna.

knús

Linda, 25.5.2008 kl. 18:43

15 Smámynd: Linda

Það vantaði þarna orð í setninguna hjá mér sem á að vera "það er ekki amarlegt að vera skyldur..."

Linda, 25.5.2008 kl. 18:44

16 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Frábært og takk fyrir Rósa...ég ætla að lesa þetta betur seinna. Kemur ekki á óvart að þú skulir vera komin af þessum magnaða presti. Ég hef komið þarna og skoðað kapelluna. Fallegt Guðshús..

Guðni Már Henningsson, 26.5.2008 kl. 00:21

17 identicon

Sæl Rósa mín.

Já ,að sjálfsögðu tek ég undir þetta sem fólk er að segja hér á undan mér,og hef nánast ekkert við að bæta ,nema hvað það. Að mikið og frábært starf  ert þú að inna hér á blogginu,og svo sem margir ekki vita,þar fyrir utan ,með bænum,upplýsa fólk. Koma kjarki í fólk og ert svo sjálf skilin,kannski orkulaus eða lítil orka sem eftir er handa þér. Þess vegna farðu geyst en ekki OF GEYST,þar skilur á milli. Greinin var fránær upplýsing fyrir mig og hafðu miklar þakkir fyrir það. Þó aðrir riti ,þarf að halda utan um það og birta staðreyndirnar í samhengi.

Hafðu það sem best Rósa mín, og Góður verndi þig og þína.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 02:37

18 Smámynd: Jóhann Helgason

Sæl Rósa Mín þetta er alveg magnað hjá þér

Guð Blessi Þig

Jói

Jóhann Helgason, 26.5.2008 kl. 13:53

19 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Kæru trúsystkini. Takk fyrir innlitið.

Sæll Úlli minn. Þú hlýtur að vera rosa happy með nýuppgötvaðan frænda. Best þótti mér samt það sem þú skrifaðir síðast í innlegginu þínu. Þér nægir að vera Guðs barn Það er það sem skiptir mestu máli og erum við lánsöm að eiga Guð að föður. Guð gaf okkur þá bestu gjöf sem völ er á þegar hann gaf son sinn í sölurnar fyrir okkur þannig að við erum leyst úr fjötrum viðjar. Því miður eru alltof margir sem fara á mis við þessi frábæru forréttindi.

Sæl Linda mín. Þegar ég var að fletta í vetur upp í Íslendingabók þá fann ég skyldleika við þig og mín megin voru forfeður og formæður sem eru í beinan legg frá Séra Jóni. Forritið gefur bara upp upplýsingar um skyldleik sem nær styðst en svo get ég verið skyld viðkomandi persónu í gegnum báða foreldra mína en engar upplýsingar í boði hjá Friðriki Skúlasyni um slíkt. Séra Jón var mikil hetja en mundu að þú ert líka hetja Guðs því þú ert að boða orð hans. Það sem skiptir mestu máli er að vera Guðs barn Skiptir ekki máli hvort við erum skyld þessum eða hinum. Lá samt við að ég þyrfti áfallahjálp þegar mér var sagt frá manni sem var og er fjórmenningur minn. Þá var ég stödd í Hnífsdal í heimsókn hjá móðurmóður fólkinu mínu.

Sæll Guðni minn. Þú þekkir mig greinilega ekkert. Þú veist að oft geta afkomendur verið svona og svona.  Séra Jón var frábær og það er auðlesið að Guð sendi hann á þennan stað áður en hörmungarnar dundu yfir. Ótrúlegt að þessar hörmungar hafi átt sér stað á þessum friðsæla og fallega stað. Þegar ég var að skrifa greinina þá var ég mjög hissa að finna ekkert á vefsíðu hjá þeim á Kirkjubæjarklaustri um Skaftárelda og Séra Jón Steingrímsson. En kannski voru upplýsingar þarna en kunnáttuleysi í mér.

En við Vopnfirðingar erum heldur ekki dugleg að halda sögu okkar á lofti. Þyrftum að setja frásögn um Þorvarð Þórarinsson á vefinn sem var síðasti goðinn á þjóðveldistímanum. Hann bjó á Hofi í Hofsárdal í Vopnafirði. Ísland var svipt sjálfstæði sínu 1262 og urðu allir þegnar Noregskonungs nema Austfirðingar. Árið 1264 urðu Austfirðingar líka þegnar Noregskonungs. Austurland var sjálfstætt ríki í tvö ár. Hof var síðasti höfuðstaður þjóðveldisins. Náði land Þorvarðar frá Brekknaheiði í norðri að Lónsheiði í suðri. Sumir segja að Jökulsá í Lóni???

Sæll Þórarinn minn. Guð gefur mér nýjan kraft á hverjum degi. Sem betur fer er ég loksins að finna fyrir bata eftir mörg erfið ár. Einn af mínum læknum hafði vit fyrir mér og sendi mig heim en það tókst ekki í fyrstu lotu. Ég hugsaði með mér að þetta væri nú meira bullið og þetta myndi batna en það var öfugt. Ég er mjög bjartsýn að komast aftur út á vinnumarkaðinn eftir fáein ár. Ekki vil ég vera baggi á þessari ríkisstjórn sem segir að við öryrkjar höfum nóg. Þau ættu að skipta og hafa rúm 100 þúsund útborgað á mánuði. En svo vona ég nú að þessi ríkisstjórn fái frí fljótlega. Það þarf að fá ráðafólk sem kann að stýra þjóðarskútunni okkar og þá verða þau auðvita að hafa skipstjóraréttindi. Ég verð lengi að afla mér 95 milljóna sem hefur farið í ferðakostnað hjá ráðherrum á aðeins 1 ári. Nógu lengi yrði ég að afla mér 22 miljóna sem utanríkisráðherrann okkar hefur notað í ferðakostnað.

Sæll Jói minn. Nóg að gera í próflestri hjá þér. Vinnan við þessa ritgerð var mjög gefandi og lærdómsríkt að lesa um allar þessar hörmungar sem voru þarna og er ekkert svo langt síðan. Segi eins og Linda: "Guð forði okkur frá slíku".  Guð gefi þér styrk í próflestrinum.

Sendi ykkur Sálm 103. Datt í hug vers úr þessum dásamlega Sálmi þegar Þórarinn fór að hafa áhyggjur af mér sem er óþarfi en það er yndislegt að eiga góð trúsystkin sem bera umhyggju fyrir mér.

"Lofa þú Drottin, sála mín, og allt sem í mér er, hans heilaga nafn, lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans. Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar, læknar öll þín mein, leysir líf þitt frá gröfinni, krýnir þig náð og miskunn. Hann mettar þig gæðum, þú yngist upp sem örninn.Drottinn fremur réttlæti og veitir rétt öllum kúguðum. Hann gjörði Móse vegu sína kunna og Ísraelsbörnum stórvirki sín.  Náðugur og miskunnsamur er Drottinn, þolinmóður og mjög gæskuríkur. Hann þreytir eigi deilur um aldur og er eigi eilíflega reiður. Hann hefir eigi breytt við oss eftir syndum vorum og eigi goldið oss eftir misgjörðum vorum, heldur svo hár sem himinninn er yfir jörðunni, svo voldug er miskunn hans við þá er óttast hann. Svo langt sem austrið er frá vestrinu, svo langt hefir hann fjarlægt afbrot vor frá oss. Eins og faðir sýnir miskunn börnum sínum, eins hefir Drottinn sýnt miskunn þeim er óttast hann. Því að hann þekkir eðli vort, minnist þess að vér erum mold. Dagar mannsins eru sem grasið, hann blómgast sem blómið á mörkinni, þegar vindur blæs á hann er hann horfinn, og staður hans þekkir hann ekki framar. En miskunn Drottins við þá er óttast hann varir frá eilífð til eilífðar, og réttlæti hans nær til barnabarnanna, þeirra er varðveita sáttmála hans og muna að breyta eftir boðum hans. Drottinn hefir reist hásæti sitt á himnum, og konungdómur hans drottnar yfir alheimi. Lofið Drottin, þér englar hans, þér voldugu hetjur, er framkvæmið boð hans, er þér heyrið hljóminn af orði hans.  Lofið Drottin, allar hersveitir hans, þjónar hans, er framkvæmið vilja hans.  Lofið Drottin, öll verk hans, á hverjum stað í ríki hans. Lofa þú Drottin, sála mín. "

Guð blessi ykkur, varðveiti og gefi ykkur styrk að halda áfram að bera út boðskapinn um Jesú Krist og hann upprisinn.

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.5.2008 kl. 15:06

20 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

 Þórunn Hannesdóttir Scheving   
   28. ágúst 1718 - 7. október 1784  
Karítas Jónsdóttir Scheving1750 - 1800
Guðrún "eldri" Þorsteinsdóttir 1776
Hugborg Loftsdóttir 1812 - 1887
Þórunn Tómasdóttir 1844 - 1919
Skúli Sveinsson 1872 - 1949
Sigurlaug Ingibjörg Skúladóttir 1904 - 1952
Garðar Haukur Hansen 1930 - 1971
Friðgeir Börkur Hansen 1954
Guðsteinn Haukur Barkarson Hansen1976
Guðný Jónsdóttir1757 - 1839
Þórunn Jónsdóttir 1784 - 1863
Jón Brynjólfsson 1815 - 1878
Páll Jónsson 1856 - 1931
Katrín Ingibjörg Pálsdóttir1891 - 1978
Stefán Aðalsteinn Sigurðsson 1925
Rósa Aðalsteinsdóttir1958

Sæl og blessuð. Guðsteinn trúbróðir minn er afkomandi fósturdóttur Séra Jóns Steingrímssonar.

"Það jók og mikið á meinsemdir konu minnar, að dóttir hennar, Karítas, lét fallerast og hlaut því að giftast manni þeim, er hún nú á, er heitir Þorsteinn Eyjólfsson, af góðu bóndaslekti kominn, hann sjálfur góður smiður, verkmaður og prýðismaður í allri framgengni, svo sú gifting fór að öllu betur en Mr. Vigfúsar bróður hennar, er öllum sýndist horfa til mikillar farsældar. Mr. Jón Scheving bróðir hans var þá og búinn að gefa sig í soldáta stétt, svo hér bættist eitt á annað. Mátti ég nú kenna á blíðu og stríðu, en guð veitti mér styrk og léttlyndi að bera það allt." Þessi frásögn er á bls. 155 í Ævisögu Séra Jóns Steingrímssonar.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.5.2008 kl. 17:42

21 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

 Jón Steingrímsson    Þórunn Hannesdóttir Scheving   
   10. september 1728 - 11. september 1791   28. ágúst 1718 - 7. október 1784  
Sigríður Jónsdóttir1753 - 1800
Ragnhildur Sigurðardóttir1779 - 1857
Sigríður Einarsdóttir 1805 - 1865
Þuríður Kjartansdóttir 1830 - 1921
Jóhanna Sigríður Jónsdóttir 1874 - 1963
Marinó Kjartan Stefánsson1910 - 1968
Ingibjörg Marínósdóttir Nordquist1936
Theodór Nordquist1965

Sæl aftur. Teddi gaf mér leyfi til að birta hvernig hann rekur ætt sína til Séra Jóns Steingrímssonar. þar sem Teddi er hörku duglegur stærðfræðingur á við að hafa töfluna hér fyrir neðan með.

Bls: 246. Skipting arfs

Fyrir utan, hvað mr. Jón Scheving átti hjá mér, hafði ég útlagt honum um fram upp á 15 hundruð 77 álnir, er ........100 rd.

Mr. Vigfús Scheving bróðir hans fékk nú í sinn móðurarf                 68 rd.

Madame Karitas í sinn móðurarf                                                        61 rd.

Madame sigríði á sínum giftingardegi                                              100 rd.

Madame Guðnýju á hennar giftingardegi                                         100 rd.

Jómfrú Jórunn í sinn móðurarf uppborið                                            68 rd.  17 sk.

Madame Katrín á hennar giftingardegi                                              64 rd.

                                                                                              Summa 626 rd. 17 sk.           

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.5.2008 kl. 18:38

22 Smámynd: Sigurður Rósant

Góð samantekt hjá þér Rósa um Móðuharðindin, þó svo að sögurnar af séra Jóni og Guði séu auðvitað stórlega ýktar.  

Rósa, þar afhjúpaðir þú mig aldeilis. Ég vissi reyndar að við erum flest öll skyld í innan við 9. - 10. lið., eins og fyrrum forseti okkar Kristján Eldjárn fornleifafræðingur sagði.  Var hann og vel að sér um Ísland á þá sem það byggja.

Já, Úlfar frændi. Ég vissi þetta nú reyndar að við erum náskyldir, en ég vildi ekki raska ró þinni alveg strax. Rósa tók óvart af skarið. Við erum að auki nauðalíkir í útliti og líkamsbyggingu. Með sama sveipinn í hárinu.

En haltu áfram á þessari braut Úlfar, láttu mig ekki villa þér sýn. Ég ætla til helvítis. Enda hef ég trú á því að það verði búið að sameina himnaríki og helvíti innan skamms af hagkvæmnisástæðum.

Með trúfrjálsri kveðju

Sigurður Rósant, 26.5.2008 kl. 19:06

23 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Hafðu engar áhyggjur Sigurður Rósant,þó þú sért trúfrjáls og allt það villir þú ekkert fyrir mér neitt.

Ég er svo heppinn að trú annarra er ekkert fyrir mér,guð gaf öllum frjálsan vilja til að trúa því og þeir kjósa.Ég vil aðeins eitt og það er að við komum fram hvert við annað af virðingu og kostgæfni.

Ég á sjálfur vini á báðum stöðum og sjálfsagt vinkonur líka ef því er að skipta sem bíða mín í röðum,svo hver veit hvar ég enda.Vona samt ég sé verðugur að vera með guði.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 26.5.2008 kl. 20:34

24 Smámynd: Sigurður Rósant

Sammála þér frændi. Aðal atriðið er að byrja á því að bíta í báða enda pylsunnar, þá er hægt að éta hana endalaust.

Með kveðju trúfrelsingjans

Sigurður Rósant, 26.5.2008 kl. 20:52

25 identicon

Elsku Rósa - það er víða skyldleikinn hérna inná blogginu eins og sjá má!!  

Jón Steingrímsson    Þórunn Hannesdóttir Scheving   
   10. september 1728 - 11. september 1791   28. ágúst 1718 - 7. október 1784  
Guðný Jónsdóttir1757 - 1839
Þórunn Jónsdóttir 1784 - 1863
Jón Brynjólfsson 1815 - 1878
Páll Jónsson 1856 - 1931
Katrín Ingibjörg Pálsdóttir1891 - 1978
Pála Margrét Sigurðardóttir1921 - 1994
Díana Ásmundsdóttir1942 - 1990
Ása Gréta Einarsdóttir 1960

Ása (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 21:05

26 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð. Hér er hörku fjör. Ég fór aðeins og heilsaði uppá saumavélina mína og svo fékk ég símtal með ábendingu um að hér væri hörku fjör.

Sæll Sigurður Rósant. Sögurnar um séra Jón eru ekki ýktar. Þarna var mikill Guðsmaður á ferð og við yrðum nú lánsöm ef við kæmust með tærnar þar sem hann var með hælana. Ég hefði nú aldrei getað ímyndað mér að ég gæti afhjúpað þig en mér er greinilega margt til listana lagt.   Ef þú Sigurður Rósant værir á eyðieyju væri mjög flott að bíta í báða endana á pylsunni og geta svo etið endalaust. Sama og með brauðið að borða endana og  borða svo brauðið endalaust. Ég vona að þú sem ert að líkja ykkur Úlla saman í útliti og líkamsbyggingu að þú vitkist einn góðan veðurdag og takir upp kross Jesú Krists eins og frændi þinn gerði. Það er mín hjartansósk að þú veljir Jesú Krist sem frelsara þinn. Láttu mig vita og ég skal koma og fagna með þér.

Sæll Úlli minn. Hörku fjör her hjá ykkur frændunum.  Guð gaf okkur frjálst val þannig að ef fólk vill ekki þiggja þá bestu gjöf sem Guð gaf okkur er hann gaf son sinn eingetinn í sölurnar fyrir okkur þá er það bara þeirra mál sem það kjósa en ég samhryggist þeim. Þau vita ekki hvers þau fara á mis við en valið er frjálst og ekki ætla ég að reyna að breyta þessari skoðun frænda þíns en það er til fín leið að biðja Guð að miskunna honum.

Sæl kæra Ása Gréta stórfrænka mín. Svipaður skyldleiki hjá okkur og hjá þeim frændum Úlla og Sigurði Rósant. Þú getur ekki neitað að hér er hörku fjör.   

Kærar þakkir fyrir frábæra skemmtun.    Ætla að halda áfram að sauma.

Guð blessi ykkur öll.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.5.2008 kl. 22:18

27 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er nú alveg magnað þetta líf Rósa! Ég spurði Svavar prest um bandamál mitt við lestur Biblíunnar og að skilja þetta eitthvað meira enn ég geri. Veistu hverju hann svaraði? Hann sagði: " Aðal vandamálið er ekki að reyna að skilja Biblíuna, aðalvandamálin felast í því sem maður skilur nú þegar" og svo vitnaði hann í einhvern annan. Ég gruna að þetta sé komið frá honum sjálfum. Ég skildi alla vega svarið!..

Hlakka til að hitta þig Rósa! 

Óskar Arnórsson, 26.5.2008 kl. 22:32

28 Smámynd: Theódór Norðkvist

Meiri ættfræði. Hér kemur skyldleiki minn við Jón Jónsson, prest á Hofi á seinni hluta 19. aldar. Það er mynd af honum á byggðasafninu á Hofi.

Hann er lík afkomandi eldklerksins.
 
Jón Jónsson    Þuríður Kjartansdóttir   
   3. júlí 1830 - 31. júlí 1898   18. desember 1830 - 1. júlí 1921  
Jóhanna Sigríður Jónsdóttir 1874 - 1963
Marinó Kjartan Stefánsson1910 - 1968
Ingibjörg Marínósdóttir Nordquist1936
Theodór Nordquist1965

 Bestu kveðjur,

 T.N.

Theódór Norðkvist, 26.5.2008 kl. 22:51

29 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég er af Tröllatúnguætt og er hún í fimm bindum. nenni að vísu ekki að lesa þetta og hef takmarkaðan áhuga á ættfræði eða hverjum ég er skyldur og hverjum ekki.

Enn alla vega byrjar ættartala mín á Jóni Arasyni Biskupi og syni hans sem báðir voru hálshöggnir. Man ekkert fyrir hvað..það eru kannski eðlilegar skýringar á hversu fámenn þjóð við erum.

Menn voru skyldugir að hefna sín og þetta fækkaði sérstaklega köllum þannig að tómt vesen var á Íslandi í margar aldir. Það var litið mikið upp til þeirra sem gátu drepið sem flesta.

Núna er allt svona bannað og þegar maður hugsar um stjórn þessa lands í dag, er ég ekki viss um að þeir hefðu átt að banna dráp bara af því að það er talinn synd í kristnidómi. Enn það er víst best að fylgja þessum lögum sem gilda þó þau séu stundum hundleiðinleg..

Óskar Arnórsson, 26.5.2008 kl. 23:40

30 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sigurður Rósant Von Fláríkus Fjandibus!

Ef það væri hægt að kæra fólk fyrir tilraunir til að drepa fólk úr hlátri værir þú að fá á þig eina kæru núna! Þú mátt ekki gera mér þetta! ég bara misstu af þessu kommenti þínu alveg óvart! Annað hvort ertu gáfaður sem er að gera tilraun til að þykjast vera heimskur eða öfugt! Enn útkoman í mínum huga barð brandari. Ertu nokkuð skyldur Jóni Gnarr?, Siggi Rós, ég og Jón Gnarr erum systkinabörn og höfum mjög gaman af svona húmor eins og þú ert með. Þú ert að djóka trúi ég, annað væri agalegt. Fjandinn sjálfur myndi aldrei sleppa þér inn í helvíti, því það eru gerðar lágmarkskröfur um gáfur þar eins og á öðrum vinnustöðum! Annars dettur mér í hug svona hagfræði í trúmálum sem ég hef verið að spjalla við DoktorE um, KristLam sem er kjörið tækifæri fyrir þig. Eiginlega bara sjálfsagur hlutur að gera þig að félaga. annars er ég að pæla í kommentinu þínu hér að neða sem olli hlátursgusunni:  

En haltu áfram á þessari braut Úlfar, láttu mig ekki villa þér sýn. Ég ætla til helvítis. Enda hef ég trú á því að það verði búið að sameina himnaríki og helvíti innan skamms af hagkvæmnisástæðum. !!!

Enn eins og hommi á leið úr skápnum, ertu að tala um trúmál og lýsir því jafnframt yfir að þú sért trúleysingi! Mér finnst þú æðislegur í alla staði nema náttúrulega gáfurnar. Enn blessaður vertu, ekki vera að fárast yfir því þó þú sért algjörlega frelsaður í burtu frá gáfum og öðrum óþarfa. Er hvort eð er ekkert annað enn talva í honum manns sem kann ekki að kveikja á henni. Enn hann getur kannski í mesta lagi montað sig af að eiga tölvu, þó hann noti hana ekki neitt. Fullt af fólki eins og okkur Siggi Rós! Sérstaklega á Íslandi. Við erum fæddir til að þróa með okkur heimsku sem er bara okkur til góðs.

Ég er með aðra hagfræði heimskunar sem mér finnst vera sniðug eins og þín. Það var ráðin hagfræðingur fyrir sinfóníuhljómsveit til að draga úr kostnaði við konsertana. Hagfræðingurinn hafði ekkert vit á músik enn þrælgáfaður hagfræðingur. hann byrjaði á að fylgjast með vinnubrögðum hljólistarmanna við flutning eins verks á konsert. Útkoman var þessi: Hann sá að stundum spilaði bara einn maður á píanó og hinir gerðu ekkert á meðan, hann mældi allt með skeiðklukku hvað hver og einn "vann" mikið við flutning sinfóníuverksins.

Hann sá strax að þarna var hægt að koma mikilli hagkvæmni að og spara heilmikla peningar. þegar hann var búin að gera sína útreikninga stakk hann upp á að allir ynnu jafnt við að spila, flutningur hvers verks fyrir sig tæki miklu minni tíma, miðarnir yrðu hækkaðir bara smá, og væri með þessu hægt að flytja miklu fleiri verk á sama kvöldi! Hagfræðingurinn er enn að klóra sér í hausnum af hverju þessum ráðum hans var ekki eins vel tekið eins og hann hafði gert ráð fyrir. 100% hagfræði, vel úthugsuð og ekki vantaði honum gáfurnar í útreikninganna!

Svo fréttist þetta eitthvað og allir fóru að hlægja og hann hló með því þetta var besta skinn sem hafði gaman af því að vera í kring um skemmtilegt fólk. Og þegar hann hló, hlógu hinir enn meira svo honum fannst mikið til sín koma af öllum hlátrinum!

Bara þín vegna Siggi Rós, þá ætla ég ekki að segja þér af hverju var hlegið, að hverjum var mest hlegið og hver var trúðurinn í hópnum. Þú ert kannski viðkvæm sál og minnir mig þrælmikið á þennan hagfræðing. Hann átti konu og börn og það var svo sem ekkert að honum. Frekar enn þér. Bara duglegur hagfræðingur algjörlega frelsaður frá allri visku.

Óskar Arnórsson, 27.5.2008 kl. 06:02

31 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður Óskar minn og takk fyrir innlitið og vináttu þína.

Frábært svar hjá Séra Svavari. Skilningurinn kemur og það hjálpar líka mikið að biðja Drottinn um hjálp til að skilja Guðs orð. Kem með gögn til þín sem vonandi geta hjálpað.

Um Tröllatunguætt:

Langafi minn Jón Guðmundsson frá Kjörvogi, kallaður "Brúðgumi" átti börn með fjórum konum. Tvær af konunum voru í Tröllatunguætt svo flest af móður-móðurfólk mitt eru Tröllarar. Ég var nú fljót að kaupa bækurnar því þarna fékk ég svo miklar upplýsingar um móður-móðurfólk mitt. Ég vissi lítið um móðurætt mína því mamma dó þegar við systkinin vorum börn. Hún fékk ekki tækifræi til að segja okkur ýmislegt sem við hefðum viljað vita en við eigu dásamlega frænku sem hefur upplýst okkur heilmikið. Hún og mamma voru bræðradætur. Fyrstu fimm árin þá átti mamma og amma heima hjá foreldrum frænku minnar því afi var að vinna og vinna til að geta keypt sér jörð.

Jón Arason:

"Biskup. Prestur á Helgastöðum 1507, Hrafnagili frá 1508 , prófastur og um tíma sýslumaður í Vaðlaþingi, ráðsmaður á Hólum frá um 1514 og hélt einnig Odda á Rangárvöllum 1519-1524 en bjó aldrei þar. Biskup og skáld á Hólum í Hjaltadal frá 1524. Hálshöggvinn í Skálholti ásamt sonum sínum tveimur. Espólín segir suma telja eitt barn Jóns enn, Þuríði, en aðrir vilji ekkert af henni vita. Sýsl. segja Þuríði þessa hafa verið setta í Reynistaðaklaustur en unað því illa. Jón og Helga áttu ekki færri en níu börn saman og kvittaði Gottskálk biskup Nikulásson þau Jón og Helgu af þessum barneignum í einu lagi 4.5.1519." Íslendingabók Friðriks Skúlasonar.

"Siðaskipti á Íslandi: Kenningar Lúthers bárust snemma til íslands. Þýskir Hansakaupmenn reistu fyrstu lúterskukirkjuna í Hafnarfirði árið 1537. Tíðar ferðir voru á milli Íslands og Þýskalands á þessum tíma og stunduðu nokkrir íslendingar þar nám, þeirra á meðal upprennandi prestar. einn þeirra var Gissur Einarsson fyrsti lúterski biskupinn á Íslandi. Hann tók við Skálholtsbiskupsdæmi árið 1539 og þar var lútersk kirkjuskipan samþykkt árið 1941. En siðaskiptin gengu ekki átakalaust. Jón Arason, kaþólskur biskup á Hólum spyrnti af alefli gegn hinum nýja sið, sem Kristan 3. Danakonungur vildi taka upp hér á landi. Konungur hafði sigur og kæfði mótþróa Jóns og sona hans með fulltingi embættismanna sinna hérlendis. Jón var hálshöggvinn 7. nóvember 1550 og synir hans tveir, Séra Björn á Melstað og Ari lögmaður. Árið 1550 má segja að hinn nýi siður hafi komist á um allt Ísland." Árni Hermannson o.fl. Íslands- og Mannkynssaga NB I. Nýja Bókafélagið ehf, Reykjavík 2000.

Óskar minn þetta er hörmulegur atburður sem átti sér stað þarna. Fyrirskipun frá Danakonungi um að Íslendingar ættu að skipta úr Kaþólskri trú yfir í Lúterska trú. Þarna var fólk drepið sem vildi ekki skipta um trú. Árið 1000 kom fyrirskipun frá Noregskonungi að Íslendingar ættu að gerast kristnir en áður voru Íslendingar heiðnir. Sem betur fer fór allt friðsamlega fram þar en ég skrifaði í ritgerð um "Kristnitökuna árið 1000" sem er hér á blogginu að ég hefði viljað að fólk hefði fengið að taka þessa ákvörðun sjálft og það er skoðun mín líka þegar fyrirskipun kom frá Danakonungi að skipta um trú. Þetta er ekki þóknanlegt vilja Guðs sem gaf okkur frjálsan vilja. En það er eitt sem mér finnst virkilega fyndið með Lúterskukirkjurnar að þær eru uppfullar af allskyns dóti eins og var fyrir Siðaskipti hjá Kaþólikkum og er enn hjá þeim í dag. Mér skilst að Kaþólikkar hafi breytt boðorðunum 10 þannig að boðorð tvö rennur inn í boðorð 1 um að við eigum ekki að tilbiðja líkneski. En við megum ekki breyta Biblíunni sem er leiðarbókin okkar. Guð gaf okkur leiðarbókina til að hjálpa okkur á lífsgöngunni.

"Það er í rauninni undarlegt að mennirnir skuli hafa þurft að setja þúsundir lagagreina til að tryggja að boðorðin tíu væru haldin." Earl Wilson

 Jón Arason    Helga Sigurðardóttir   
   1484 - 7. nóvember 1550   1485 - 1559  
Björn Jónsson 1506 - 1550
Jón Björnsson 1538 - 1613
Halldóra "yngri" Jónsdóttir 1590 - 1665
Guðrún Þorvaldsdóttir 1625 - 1700
Þorvaldur Stefánsson 1666 - 1749
Guðrún Þorvaldsdóttir 1701 - 1778
Sigríður Sörensdóttir 1736 - 1820
Anna Árnadóttir1764 - 1818
Naemi Eyjólfsdóttir 1791 - 1862
Þóranna "yngri" Benjamínsdóttir 1826
Sveinn Sigurðsson 1864 - 1926
Sigurður Þorbjörn Sveinsson 1892 - 1978
Stefán Aðalsteinn Sigurðsson 1925
Rósa Aðalsteinsdóttir1958

Innlegg þitt til Sigurðar Rósant sem er einn af uppáhaldsbloggvinum mínum fyrir þær sakir að það er alveg sama hvort ég blogga um trúmál eða ekki þá er hann alltaf með skot en samt kom hann blessaður með tillögu um að við skyldum koma vel fram við hvort annað og ég vona að samkomulagið verði virt af báðum aðilum.

Ég ætla að geyma innleggið þitt til Sigurðar Rósant og leyfa honum að lesa og svara. Ég viðurkenni að ég þurfti að halda niðri í mér hlátrinum svo ég myndi ekki vekja föður minn.

Guð gefi þér góðan dag í Jesú nafni.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.5.2008 kl. 10:45

32 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Guð gefi ykkur góðan dag. Í innleggi nr. 21 þar sem ég er að svara Guðna M. Henningssonar skrifa ég um merka sögu sem átti sér stað á Austurlandi. Ætla að koma með þetta innlegg hérna:

"En við Vopnfirðingar erum heldur ekki dugleg að halda sögu okkar á lofti. Þyrftum að setja frásögn um Þorvarð Þórarinsson á vefinn sem var síðasti goðinn á þjóðveldistímanum. Hann bjó á Hofi í Hofsárdal í Vopnafirði. Ísland var svipt sjálfstæði sínu 1262 og urðu allir þegnar Noregskonungs nema Austfirðingar. Árið 1264 urðu Austfirðingar líka þegnar Noregskonungs. Austurland var sjálfstætt ríki í tvö ár. Hof var síðasti höfuðstaður þjóðveldisins. Náði land Þorvarðar frá Brekknaheiði í norðri að Lónsheiði í suðri. Sumir segja að Jökulsá í Lóni???"

 Sigmundur Ormsson    Arnbjörg Oddsdóttir   
   1140 - 1198   1137  
Ásdís Sigmundardóttir1172
Herdís Arnórsdóttir1200
Guðný Böðvarsdóttir 1215
Þórður Hallsson 1245 - 1312
Loftur Þórðarson 1280 - 1355
Ingiríður Loftsdóttir1320
Margrét Eiríksdóttir 1350
Magnús Benediktsson 1400 - 1478
Brynjólfur Magnússon 1440
Magnús Brynjólfsson 1490
Guðrún Magnúsdóttir1540
Þórný Narfadóttir 1575
Þórarinn Gíslason 1610
Jón Þórarinsson 1640
Þórarinn Jónsson 1705 - 1765
Friðgerður Þórarinsdóttir1745 - 1809
Helga Halldórsdóttir 1770 - 1846
Friðgerður Sigurðardóttir 1799 - 1873
Sigurður Halldórsson 1829 - 1894
Halldór Sigurðsson 1859 - 1931
Sigurður Rósinkar Halldórsson1897 - 1984
Stefanía Sigurðardóttir 1925 - 1968
Rósa Aðalsteinsdóttir1958
Jón Sigmundarson 1170 - 1212
Þórarinn Jónsson 1200 - 1239
Þorvarður Þórarinsson 1228 - 1296

Dugnaðar forkur sem þarna var á ferð.

Þarf að afla mér heimilda um Séra Jón Jónsson sem var prestur á Hofi sem er forfaðir Theódórs Norðquist. Sjá innlegg nr. 30.

Guð gefi ykkur öllum góðan dag.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.5.2008 kl. 10:56

33 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæl Rósa og takk fyrir svarið!

þú ert aldeilis fróð um þessa Tröllatúnguætt þykir mér. Þetta er eitt af því sem ég kann ekkert um og hef svo sem engan sérstakan áhuga á þessu. Systir mín, Elsa Ísfold Arnórsdóttir er algjört séní í svona ættfræði og átti reyndar stóran þátt að þessi 5 bindi væru gefin út. Fékk ég þær senda sem gjöf á 40 ára afmælinu mínu. Mjög flottar bækur sem ég veit ekki lengur hvar eru. Sjálfsagt niðri í kjallara eða einhversstaðar í gömlu drasli. ég vissi ekki að synirnir hefðu verið 2, helt að það hafi bara verið einn. Svona lítið er ég nú inn í þessum málum.

Já ég varð ekkert smá hrifin af svari Svars prests! maður fer bara að fá álit á þessari stétt eða a.m.k. að það séu til einhverjir með viti í kirjunum. Hann er alla vega vitur maður í mínum augu og ber é mikla virðingu fyrir mönnum eins og honum, þó að hann sé í vinnugallanum á blggmyndinni.

þetta með Sigurð Rósant tók ég nú bara sem djók. ég þekki þennan mann ekki neitt, enn hann skrifaði svo skemmtilega að ég mátti til með að halda fjörinnu uppi svolítið. Ég segi t.d. aldrei kynlífsbrandara og finnst þreytandi fólk sem er með svoleiðis kæki. Svo fór ég að lesa kommentið hans úr öðrum vinkli og þá fannst mér hann vera dónalegur við þig sem kannski er tómur misskilningur. Ég fann ekkert gáfulegt í kommentinu og gerði ég heiðarlega tilraun til að finna eitthvað vitrænt í þessum orðum. enn fann ekkert.

það getur vel verið að hann sé launvitur, sé gáfaður og leiki trúð. Það er þó skömminni skárra enn fólk sem er raunverulega heimskt, og reynir að leika sig gáfað. ég fer alveg hjá mér þegar ég verð vitni að svoleiðis. hann er kannski bara seinbroska. Ég er alveg viss um að við gætum orðið mestu máta ég og þessi Sigurður Rósant sem ég bætti við eftirnafni úr skrípabók um Gallana í Asterix. Svo á hann náttúrulega að drífa í að krítisera mig fyrir eitthvað, af nógu er af að taka. þá fyrst kemst maður í almennilegt samband við fólk. Alveg er ég viss um að þetta er góðmenni.

Enn fyrst hann er að ráðast á konur, þá fauk í mig aðeins. Hef aldrei haft neitt sérstakt álit á köllum sem ráðast á konur, hvaða aðferðum sem beittar eru. Kallar geta misþyrmt konum á sálfræðilegan máta og er það nákvæmlega það sama og að berja þær með berum hnefum. þess negna slengdi ég þessari athugasemd inn, bara svona til að sjá hvort það færi honum ekki betur að berja á köllum enn konum. Vona bara að ég sé ekki að skemma neitt fyrir þér með þessu. það var síður enn svo ætluninn. Vona að trúir mér í því að mér gekk gott eitt til.

Sigurður er kannski Messías sjálfur kominn til að kenna okkur, og þá er ég í vondum málum!..     

Óskar Arnórsson, 27.5.2008 kl. 12:41

34 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Óskar minn.

Við bíðum bara spennt að fá Sigurð Rósant aftur í heimsókn en það ætti nú ekki að verða fyrr en í kvöld. Hann er kennari og er að kenna dönskum börnum að vera kurteis. Svona í alvöru, hann er kristnifræðikennari og trúarbragakennari. Ef ég ætti börn þá myndi ég ekki vilja að hann myndi  kenna þeim því hann vinnur markvisst að gera lítið úr kristinni trú og Heilagri þrenningu.  Þú getur klikkað á mynd af höfundi og þar á bak við er kynning hjá flestum bloggurum.

Það er mín hjartansósk að Sigurður Rósant persónulegt samband við Jesú Krist.

BÍÐUM SPENNT.

Guð blessi þig.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.5.2008 kl. 13:49

35 Smámynd: Óskar Arnórsson

...var ekki sagt um fólk í Tröllatunguætt að margir af þeim gátu sagt svo svakaleg orð að fólk breyttist í grjót  fyrir það eitt aað "með eða á móti" , eða að sumir áttu víst svo öflug orð, að þeir gátu sent orðin með hugsun einni saman það breyttist í steina líka...það eru víst svona steingerfingar um allt Ísland  sem minna á þessa tíma...Jáa þetta er virkilega fróðlegt allt saman..

Óskar Arnórsson, 27.5.2008 kl. 15:11

36 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kær kveðja til þín Rósa mín og takk fyrir pistillin

Kristín Katla Árnadóttir, 27.5.2008 kl. 15:35

37 Smámynd: Sigurður Rósant

Ja, það er aldeilis útreið.

Mér finnst ég ekki bara afhjúpaður, heldur talaður í kaf af tungum og það Tröllatungum, dreginn upp meðvitundarlaus eins og þorskur, hausaður, útflattur og bíð eftir að verða saltaður 4ever, eins og DoctorE myndi orða það.

En ég þurfti á þessu að halda. Þakka þér Óskar kærlega fyrir. Ég minnist þess er ég ungur að árum var í brúarvinnu fyrir Vestan og  hafði strítt einum mér eldri og þroskaðri manni. Hann skellti mér niður og gaf mér munnfylli af sínu munntóbaki sem hann hafði japlað í nokkrar mínútur milli sinna hlandbrunnu tanna. Ég stríddi engum það sem eftir var sumars.

Nú læt ég gott af mér leiða og rækta tré eigi all fjarri Tröllatungu. Kominn með um 2000 plöntur í yfir 20 tegundum, síðustu 16 árin eða svo. Mínir 1000 nemendur hafa ekki enn kvartað undan kristinfræðikennslu minni hér á blogginu, Rósa. Það eru alla vega ekki mótmæli. En hvaða dönskum börnum er ég að kenna? Og í hvaða skóla, Rósa?

Eftir því sem ég best veit, hef ég ekki stundað kennslu síðan um miðjan síðasta tug síðustu aldar. Svo ég er líka frelsaður frá allri kennslu. Vinn við að hjálpa fólki til að komast leiða sinna sunnarlega á Sjálandi í Danmörku.

Ykkar trúfrjálsi

Sigurður Rósant, 27.5.2008 kl. 19:18

38 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður Sigurður Rósant.

 

Upplýsingarnar um kennslu í kristnifræði hafði ég frá þinni síðu. Ég klikka á mynd af höfundi og þá kemur kynning og þar er t.d. skrifað um að trjárækt og ljósmyndun sé áhugamál. Slóðin:http://truryni.blog.is/blog/truryni/about/

 

Sigurður Rósant skrifar: "En hvaða dönskum börnum er ég að kenna? Og í hvaða skóla, Rósa?

 

Veit ekki hvaða börnum þú varst að kenna og í hvaða skóla þú varst að kenna en það er greinilega liðin tíð að þinni sögn en það kemur ekki fram í kynningunni þinn.

 

Sigurður Rósant skrifar: "Mínir 1000 nemendur hafa ekki enn kvartað undan kristinfræðikennslu minni hér á blogginu, Rósa."

 

Ef nemendur þínir hafa verið danskir þá myndu þeir ekki kvarta hér á blogginu.

 

Verðugt verkefni að hjálpa fólki á Sjálandi í Danmörku.

 

En þú þarft nú ekkert að kvarta að þú hafir verið talaður í kaf. Þetta er sami stíllinn og þú notar og láttu þér ekkert bregða þó Óskar skrifi sína skoðun eins og þú hefur fengið að skrifa þína skoðun hér næstum því óáreittur. Fólk hefur kvartað undan skrifum þínum þegar ég t.d. skrifaði um Vestfirði en ég svarði auðvita athugasemdunum þínum en skrif þín plöguðu mig ekkert. Viðurkenni samt að ég var mjög undrandi því þá var ég ekki að tala um trúmál.

 

Guð veri með þér og ég vona að við getum haldið áfram að ræða málin hér á blogginu.

 

Guð veri með þér og þínum.

 

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.5.2008 kl. 19:58

39 Smámynd: Sigurður Rósant

Ég var ekkert að kvarta Rósa. Ég var að hrósa ykkur fyrir að kaffæra mig. Mér finnst virkilega gaman að vera kaffærður og get verið lengi í kafi. Ég náði því nokkrum sinnum að kafa heila 50 metra í kafi. Það eru ekki margir leikmenn sem geta það.

Nemendur mínir voru á sínum tíma flest allir íslenskir og höfðu gaman af kristinfræðikennslunni en þeim fannst trúarbragðafræðin um Gyðingdóm, Hindúisma, Islam og Búddisma ekki eins spennandi. Börn Votta Jehóva stálust stundum til að vera í tímum hjá mér í stað þess að húka á bókasafni skólans eins og foreldrar þeirra vildu. En þau vissu aldrei um mitt trúleysi. Ég reyndi hins vegar að forðast trúarinnrætingu í þeim verkefnum og spurningum sem ég lagði fyrir þau. Hér á blogginu er ég í allt öðru hlutverki og ekki bundinn af neinum lögum og reglugerðum um hvað ég má láta fara frá mér í þeim efnum.

Varðandi frálsa Vestfirði, þá var ég nú mest að stríða, enda þekki ég svolítið til á Vestfjörðum og meira að segja höfuðpaur hugmyndar um frjálsa Vestfirði.

Með kveðju trúfrelsingjans

Sigurður Rósant, 27.5.2008 kl. 20:39

40 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Sigurður Rósant.

Gott mál að þú lést ekki krakkana vita um hvar þú stæðir en ég veit um kennara sem hafa gert það og ég veit um kennara sem gerði grín af unglingi sem hafði tekið afstöðum með Kristi og það inní kennslustofu fyrir framan alla samnemendur viðkomandi. Þetta var bróðir minn sem varð fyrir þessari fólskulegri árás.

Með Vestfirði þá veit ég að þú særðir fólk sem þar á heima. Ég fékk nokkrar upphringingar. Útrætt mál frá minni hálfu og mundu að  öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.5.2008 kl. 22:21

41 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk Rósa, þetta er bráðskemmtileg frásögn.

 Hlakka til að hitta þig

Sigurður Þórðarson, 28.5.2008 kl. 01:23

42 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll elsku Siggi minn.

Þú sérð að hér er mikið fjör og er nafni þinn Sigurður Rósant aðal persónan ásamt Úlla og Óskari. Ég lifi í voninni að Sigurður Rósant komi aftur í kvöld og haldi áfram að sjá um sinn þátt í þessu. Ég veit bara ekki hvernig við kæmust af án hans.  

  

Við erum lánsöm að ritsagn Séra Jóns Steingrímssonar skyldi ekki vera eyðilagt. Guðný dóttir hans ætlaði að brenna ritsafnið því henni fannst svo margt persónulegt þarna sem hún vildi ekki láta varðveita. Systursonur Jóns, Steingrímur Jónsson biskup fékk ritsafnið lánað frá Guðnýju og hún bað hann að brenna ritsafnið eftir að hann hefði lesið það. Sem betur fer varð ritsafnið ekki eldinum af bráð. Þar hefðum við misst svo magnaðar heimildir bæði um Séra Jón og einnig um Skaftáreldana og Móðuharðindin.

Guð gefi þér góðan dag.

Sjáumst eldhress

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.5.2008 kl. 10:31

43 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Elsku Rósa mín, þú ert nu  alveg meiri háttar penni, altaf gaman að lesa skrifin þín.

Heirumst Rósa mín

Kristín Gunnarsdóttir, 28.5.2008 kl. 11:39

44 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Kristín mín.

Það er ekki hægt að kvarta undan ládeyðu hérna á síðunni. Sigurður Rósant er í uppáhaldi hjá mér en hann býr þarna einhversstaðar í nágrenni við þig. Hann skrifar hér fyrir ofan: "Vinn við að hjálpa fólki til að komast leiða sinna sunnarlega á Sjálandi í Danmörku." Ef ég kem að heimsækja þig þá verðum við að bjóða honum með okkur út á lífið. Það yrði hörku fjör.

Ætla að senda þér tölvupóst.

Guð veri með þér.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.5.2008 kl. 11:52

45 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæl rósa og Sigurður Rósant!

Það er alltaf sama fjörið hjá þér Rósa mín! ég var bara að atast í Sigurði Rósant og er virkilega hrifin af svari hans. Eins og mig grunaði að þetta væri kall með hjartað á réttum stað. Ég er líka fyrrverandi kennari Sigurður Rósant! var kennari í 10 ár. Mér líst alveg þrælvel á þig. Leiðinlegt þetta með munntóbakið, enn það eru til margar aðferðir til að læra og að sjálfsögðu jafnmargar aðferðir til að kenna...hvað sem er..

Óskar Arnórsson, 28.5.2008 kl. 12:17

46 Smámynd: Óskar Arnórsson

Guðlaugur!

Rósa er í ætt við bestu engla sem sem uppi hafa verið! Kann að vísu ekkert um ættfræði engla. Enn innilega sammála þér Guðlaugur í öllu þó ég viti ekkert hvað karitas þýðir... 

Óskar Arnórsson, 28.5.2008 kl. 19:20

47 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir strákar.

Sæll Guðlaugur. Velkominn í fjörið hérna hjá okkur. Takk fyrir hrósið með ritgerðina. Ég skrifaði hana hjá árið 2003 þegar ég var í ísl. 212. Kennarinn minn var Guðmundur Kristinn Sæmundsson sem var og kannski er enn búsettur á Laugavatni. Verkmenntaskólinn á Akureyri er með fullt af kennurum sem eru búsettir um allt land. Flott tækni.  Ég er s.s. í fjarnámi á hraða snigilsins.

Búin að kíkja á bloggið hjá þér og þar rakst ég á nafn vinar míns Geir Jóns Þórissonar. Fyrir c.a. þrjátíu árum var ég stödd í Vestmannaeyjum og var boðin í veislu ásamt fullt af flottu fólki til Geir Jóns og Ingu. Geir Jón ætlaði aldeilis að æsa mig og fór að tala um að allt væri svo ljótt á Vopnafirði og fólkið svona og svona og ég man ekki allt en þetta voru hörku lýsingar hjá honum og ég sat hljóð og hlustaði á kappann. Þegar hann svo lauk máli sínu þá sagði Inga við mig: "Rósa nú mátt þú skjóta." Ég svaraði: "Ég hef ekki byssuleyfi."Tilraunin um að æsa upp saklausa sveitastúlku   mistókst og  hefur Geir Jón ekki gleymt þessu svari. Síðar kom hann í heimsókn til okkar á Vopnafjörð og leist mjög vel á staðinn og fólkið.

Sæll Óskar minn. Við þurfum að biðja Geir Jón að leita af Sigurði Rósant. Hann hefur ekki birst hér og er hans sárt saknað. Karitas var fósturdóttir Séra  Jóns Steingrímssonar og hún er formóðir Guðlaugs. Hún var hálfsystir Guðnýjar formóður minnar. Svona er nú þessi ættfræði og þeir sem byrja að pæla í ættfræði fá ættfræðipest sem er ólæknandi sjúkdómur.

Guðsteinn Haukur og Guðlaug Helga Konráðsdóttir bloggfélagar mínir eru einnig afkomendur Karitasar.

Guð veri með ykkur og njótið þess að horfa á fótboltann. Áfram Íslandi.

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.5.2008 kl. 20:00

48 Smámynd: Jón Valur Jensson

Glæsilegt hjá þér, Rósa, frábær samantekt, sem ég er búinn að lesa ýmislegt af og renna yfir annað. Til hamingju með að vera komin af þessum hamingjunnar manni, Guðsþjóninum trúa.

Jón Valur Jensson, 28.5.2008 kl. 20:06

49 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæl Rósa!

Ég er alltaf að svara fólki sem ég þekki ekki neitt. Enn þesi Guðlaugur er maður að mínu skapi. Virðist vera dýpra þenkjandi enn ég hafði ímyndað mér. Hann er skarpari enn ég hélt. Gaman að hafa virtlaust fyrir sér stundum. hann er algjört séni þó hann sé ungur...  

Óskar Arnórsson, 28.5.2008 kl. 20:12

50 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir strákar.

Takk fyrir innlitið. Þegar ég skellti inn síðustu athugasemd þá tók ég ekki eftir að Guðlaugur hafði sett inn skemmtilegt innlegg og grínast við Óskar. Hann talar um dugnað formóður sinnar Karitas og það er ég viss um að hún hefur verið hörku dugleg og til fyrirmyndar. Þessi setning var mögnuð: "Þetta var allt saman einstakt fólk og eru miklir englar í dag. Það er gott að vera ættingi englanna."  Þessi setning kom vegna innleggs Óskars sem líkir mestu gallagripum á Íslandi eins og mér við engla.  Ég er ekki svo viss Óskar að Guðlaugur sé yngri en við. Ég er nefnilega búin að kíkja í Íslendingabók. Svo kom Jón Valur í heimsókn en hann er mikill ættfræðispekingur. Við ræðum um margt gagnlegt á hans síðu, allt milli himins og jarðar. Enginn ósvikin að mínu áliti að fara í heimsókn á bloggsíðuna hans því þar er heilmikill fróðleikur.

Guð blessi ykkur Óskar, Guðlaugur og Jón Valur.

Kær kveðja/Rósa

      Guðlaug setti inn færslu um Karitas formóður sína.

·         Guðlaug Helga Konráðsdóttir: http://amma-gulla.blog.is/blog/amma-gulla/entry/536110/#comments

Erlingur setti inn færslu um Jón Steingrímsson

·         Erlingur Þorsteinsson: http://eggsteinn.blog.is/blog/eggsteinn/entry/502900/#comments

 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.5.2008 kl. 00:43

51 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

 Þórunn Hannesdóttir Scheving   
   28. ágúst 1718 - 7. október 1784  
Guðný Jónsdóttir1757 - 1839
Þórunn Jónsdóttir 1784 - 1863
Jón Brynjólfsson 1815 - 1878
Páll Jónsson 1856 - 1931
Katrín Ingibjörg Pálsdóttir1891 - 1978
Stefán Aðalsteinn Sigurðsson 1925
Rósa Aðalsteinsdóttir1958
Karítas Jónsdóttir Scheving1750 - 1800
Karitas Þorsteinsdóttir 1788 - 1844
Þorsteinn Jakobsson1812 - 1855
Guðrún Þorsteinsdóttir 1849 - 1881
Guðlaug Helga Hafliðadóttir 1877 - 1941
Guðrún Ingibjörg Auðunsdóttir 1918 - 1987
Guðlaug Helga Konráðsdóttir 1952

Skelli inn skyldleika okkar Guðlaugar Helgu en við erum afkomendur hálfsystrana Guðnýjar og Karítas.

Sigurður Rósant kom ekki að heilsa uppá okkur og var það miður.

Guðs blessun/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.5.2008 kl. 00:47

52 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er ekkert smá djúpþenkjandi fólk hér á síðunni segi ég nú bara! Af hverju er ekki þetta fólk að stjórna þessu landi spyr ég bara í fávisku minni?

Jón Valur vex bara og vex í mínum augum því ég get alveg viðurkennt að ég hef voða lítið botnað í honum lengi. Það hefur sko örugglega ekkert með hann að ger, heldur mig! ég sem hélt að ég gæti lært Biblíufræði í einum logandi grænum, kemst ekki hænufet!

Ætli ég verði ekki að fara í heilascönnun eða eitthvað. Það virðist vera alveg frosið á þessum "kanal" hjá mér. Samt á ég auðvelt með að læra allt mögulegt.

Ef ég ætti hatt myndi ég taka hann ofan fyrir Sigurði Rósant, Erlingi, Jóni val, Guðlaugi og mörgum öðrum sem eru snillingar hver á sinn hátt í fræðum sem mig langar að læra og læra...

Óskar Arnórsson, 29.5.2008 kl. 04:59

53 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Óskar minn.

Ég ætla að koma með gögn með mér sem hjálpa þér við lestur Biblíunnar. Þú þarft sko ekkert í heilaskönnun. Við björgum þessu saman og verðum ekki í neinum vandræðum.

Jón Valur er mjög fróður maður og ég er mjög ánægð með síðuna hans og ég dásit af dugnaði hans og elju.

Ég sé að þér líst vel á bloggfélagana mína og ég tek undir með þér í því. Ég hef verið lánsöm með bloggfélaga sem svo hafa orðið vinir mínir bæði fólk sem er í frísöfnuðum eða ekki. Ég hef verið mjög lánsöm að vera í tölvusambandi við fullt af bloggfélögum mínum og einnig verið í símasambandi við mörg þeirra. Ég og vinur minn brosum yfir því að ég er alltaf að eignast fleiri og fleiri bloggvini.

Ég get alltaf blómum við mig bætt enda elska ég blóm. Ég þarf að fara að hlúa að blómunum í garðinum hjá okkur en þar er nóg af þeim og væru fleiri ef ég hefði haft heilsu til.

Guð gefi þér og öllum sem kíkja hingað á síðuna mína góðan dag í Jesú nafni.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.5.2008 kl. 09:03

54 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

vildi nú endilega kvitta fyrir mig   þú ert nú alveg ótrúleg með öll þessi skrif þín    Vona að allt gangi vel hjá þér .........

Erna Friðriksdóttir, 29.5.2008 kl. 21:11

55 Smámynd: Sigurður Rósant

Sæl verið í trúfestunni

Fyrir nákvæmlega 10 árum, 10 klst og 10 mín rakst ég á Geir Jón þar sem hann var í innilegum diskúteringum við Pál nokkurn í Krossinum um hvort skilaði meiri árangri, Marítafræðsla með smá bænatísti í Fíladelfíu eða Hallelújahopp með 110 decibila Svertingjatónlist í Krossinum. Ég var á hraðferð en gaf mér þó smá tíma til að stinga nefi á milli þeirra og sagði: "Strákar, þessi fúaraftur sem þið hangið í er löngu orðinn gegnsósa. Losið ykkur frá honum svo þið sökkvið ekki til botns þegar að því kemur."

Hvorugur átti til orð, enda hafði ég ekki tíma til að bíða eftir svari.

En það sem ég sá athugaverrt við fullyrðingu þína um Jón og Guð var þetta: "Þá var Jón orðinn prestur og var hann þangað sendur af Guði"

Ef Guð sæi þetta myndi hann klaga þig fyrir brot á 25. gr. laga um persónuvernd.

"25. gr. Leiðrétting og eyðing rangra og villandi persónuupplýsinga.
Ef skráðar hafa verið persónuupplýsingar sem eru rangar, villandi eða ófullkomnar, eða persónuupplýsingar hafa verið skráðar án tilskilinnar heimildar, skal ábyrgðaraðili sjá til þess að upplýsingarnar verði leiðréttar, þeim eytt eða við þær aukið ef umræddur annmarki getur haft áhrif á hagsmuni hins skráða. Hafi slíkum upplýsingum verið miðlað eða þær notaðar ber ábyrgðaraðila, eftir því sem honum er frekast unnt, að hindra að það hafi áhrif á hagsmuni hins skráða.

Eða ertu með einhverja pappíra sem sýna að þú hafir heimild Guðs til að segja frá þessari tilskipun? Eða hvort Jón var sendur af Guði eða einhverjum öðrum?

Sigurður Rósant, 29.5.2008 kl. 21:17

56 Smámynd: Sigurður Rósant

Sæl rótföst í trúnni

Rósa, ég er annars hugsi yfir því hvers vegna þú ert að kafi í ættartölum. Ekki mælti Páll postuli með því sbr. 1. Tím 1:3-4 "Þú áttir að bjóða sumum mönnum að fara ekki með annarlegar kenningar og gefa sig ekki að ævintýrum og endalausum ættartölum, er fremur efla þrætur en trúarskilning á ráðstöfun Guðs."

Það er ekki skrýtið þó allt verði vitlaust við svona pælingar í ljósi orða Páls postula. Hann hefur náttúrulega haft slæma reynslu af svona málum þegar Gyðingar voru að rekja ættir sínar til Abrahams og það á marga vegu eins og gerðist með son Jósefs og Maríu. Þessi siður er enn við lýði í Sómalíu og trúlega fleiri Afríkuríkjum. Börn eru pínd frá blautu barnsbeini til að rekja ættir sínar mörg hundruð ár aftur í tímann og gæta þess svo að giftast ekki út fyrir ættbálkinn ef marka má skrif Ayaan Hirsi Ali í bók sinni "Frjáls".

Ég geri mér grein fyrir því að það vakir ekkert svoleiðis fyrir okkur Íslendingum, en annar rembingur eða skömm getur vaknað við svona upprifjanir á afrekum eða syndum feðranna. Svo ég myndi í þínum sporum, Rósa, láta hér staðar numið í ættartölum og hreyfa ekki við þeim nema í einrúmi eða við skál í góðra vina hópi.

Með kveðju hins trúfrelsaða

Sigurður Rósant, 29.5.2008 kl. 22:20

57 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll og takk fyrir innlitið.

Sæll Guðlaugur frændi. Hér er ólgusjór og ber innlegg sigurðar Rósant nr. 65 þess merki. Hann er mættur á nýjan leik.

Sæll Óskar minn. Frábært að heyra af kraftaverkinu sem vinur þinn í Svíþjóð hefur meðtekið frá Meistaranum okkar Jesú Kristi. Sendi þér vers úr Biblíunni: "Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá." Sálmarnir 37:5

Ég trúi því að þú fáir lausn á málefnum þínum. Treystu Drottni fyrir málefnum þínum.

Sæl Erna mín. Nóg að gera hjá mér og engin lognmolla heldur.

Sæll Sigurður Rósant. Þú hefur ekkert breyst þó þú þóttist hafa lært og sagðist hafa verið afhjúpaður, kaffærður, talaður í kaf, dreginn upp meðvitundarlaus eins og þorskur, afhausaður, útflattur og biðir eftir að vera saltaður 4ever. Þú þakkaðir Óskari fyrir að hafa talað þig í kaf og að þú hafir þurft á þessu að halda. Er ekki í lagi heima hjá þér?

Ég var að vona að þú hefðir lært og yrðir kurteisari og skemmtilegri þegar þú litir hingað inná síðuna en þarna klikkaði ég.

Ég trúi í einlægni minni að Jón Steingrímsson hafi verið leiddur - sendur af guði á þennan stað þar sem hörmungar dundu yfir nokkrum árum seinna. Þá var Séra Jón réttur maður á réttum stað til að þjóna Guði og fólkinu á Síðu.

Bíð eftir kæru frá þér Sigurður Rósant. Þar mun ég rúlla yfir þig og það með stæl.

Guð veri með ykkur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.5.2008 kl. 22:40

58 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Sigurður Rósant.

Þú aldeilis þykist vera karl í krapinu núna. Vitnar í Pál postula  og ég veit ekki hvað og hvað. Páll postuli var ekki fullkominn. Mér finnst alveg nauðsynlegar ættartölurnar sem eru í Biblíunni sem benda t.d. á að Rut hin Móabítíska var formóðir Jesú Krists.

Ekki veit ég hvort þú sért alltaf að sulla í víni en ég hef aldrei sullað í víni. Ég ákvað það þegar ég var unglingur að ég ætlaði ekki að neyta áfengis, eiturlyfja eða að reykja. Ég hef staðið við það og ég frábið mér ráðleggingar frá þér um að fara að sulla í áfengi. Finnst ráðleggingar þínar þar af leiðandi algjör steypa.

Megi almáttugur Guð miskunna þér.

Með Guðs friði

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.5.2008 kl. 23:17

59 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég þarf að biðja þig afsökunar á orðbragði mínu Rósa og ekki síst til Sigarðar Rósant! Að vísu kenndi hann mér hvernig maður á EKKI að haga sér á bloggi þínu! Það heiðrar ekki minnigi móður minnar né bróður að tala svona eins og ég er búin að gera frá þeim degi að ég fékk að vita að það var ég sem átti þátt, alveg óvart að stytta minni eigin móður aldur.

Eiginlega erum við ekki ósvipaðir ég og Sigurður Rósant. Ættir að loka á okkur báða fyrir dónaskap. Þú hefur bara súnt mér allt gott, og ég dáist að þolinmæði þinni á fólk eins og mig og Sigurðar. Síðan tók ég ekki eftir færslu Erlings hér að ofan. "þó maður sé af Tröllatunguætt, þýðir það ekki endilega að maður eigi að vera kjaftfor.

Sá maður sem ég skulda stærstu afsökunarbeiðni er Landlæknir. Var ég búin að senda honum hvert óþverrabréfið á fætur öðru, löngu áður enn ég lærði að blogga. Vona að takir afsökunabeiðni mína gilda og bið ég Sigurð Rósant líka afsökuna á hvernig ég læt tilfinningar hlaupa með mig í gönur.. 

Óskar Arnórsson, 30.5.2008 kl. 01:15

60 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Óskar minn.

Þú þarf ekkert að biðja mig afsökunar á neinu og ekki heldur Sigurði Rósant sem sagði að hann hefði þurft á þessu að halda að þú kaffærðir hann og ég vona að hann læri mannasiði peyinn sá en ég ætla ekki að taka að mér það hlutverk  að kenna honum því það gæti orðið ærið verkefni og tímafrekt. Ætla ég með Guðs hjálp að nota mína ævidaga í eitthvað sem er meira spennandi og er ég með fullt af áformum í þeim efnum.

Ég vona að þú fáir lausn með þín mál varðandi móður þína og bróður. Þú hefur fullan rétt á því.

Þó við séum ósátt og við beitt órétti þá er mikill sigur í því að vera fyrri til og biðjast afsökunar á sínum hlut. Það getur þú gert með Landlæknir og þá er aldrei að vita hvað gott getur hlotist af því.

Guð veri með þér og gefi þér góðan dag í Jesú nafni.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.5.2008 kl. 07:22

61 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl kæra Guðlaug Helga og takk fyrir innlitið.

Hér er mikið fjör og það var virkilega gaman að Guðlaugur skyldi rata hingað. Skemmtilegt svar hjá honum með englana og ég er aldeilis ánægð að vera skyld ykkur. Við Guðlaugur erum allavega ánægð að vera í ætt við engla. 

Formóðir okkar Þórunn var mikil hetja og ábyggilega hefur Séra Jón lesið Orðskv. 31:10.- 31. Yfirskrift kaflans er "Verkin lofa væna konu"

"Væna konu, hver hlýtur hana? hún er miklu meira virði en perlur. Hjarta manns hennar treystir henni, og ekki vantar að honum fénist. Hún gjörir honum gott og ekkert illt alla ævidaga sína. Hún sér um ull og hör og vinnur fúslega með höndum sínum. Hún er eins og kaupförin, sækir björgina langt að. Hún fer á fætur fyrir dag, skammtar heimilisfólki sínu og segir þernum sínum fyrir verkum. Hún hefir augastað á akri og kaupir hann, af ávexti handa sinna plantar hún víngarð.  Hún gyrðir lendar sínar krafti og tekur sterklega til armleggjunum. Hún finnur, að atvinna hennar er arðsöm, á lampa hennar slokknar eigi um nætur. Hún réttir út hendurnar eftir rokknum, og fingur hennar grípa snælduna. Hún breiðir út lófann móti hinum bágstadda og réttir út hendurnar móti hinum snauða. Hún er ekki hrædd um heimilisfólk sitt, þótt snjói, því að allt heimilisfólk hennar er klætt skarlati. Hún býr sér til ábreiður, klæðnaður hennar er úr baðmull og purpura. Maður hennar er mikils metinn í borgarhliðunum, þá er hann situr með öldungum landsins. Hún býr til skyrtur og selur þær, og kaupmanninum fær hún belti. Kraftur og tign er klæðnaður hennar, og hún hlær að komandi degi. Hún opnar munninn með speki, og ástúðleg fræðsla er á tungu hennar. Hún vakir yfir því, sem fram fer á heimili hennar, og etur ekki letinnar brauð.  Synir hennar ganga fram og segja hana sæla, maður hennar gengur fram og hrósar henni:  "Margar konur hafa sýnt dugnað, en þú tekur þeim öllum fram!" Yndisþokkinn er svikull og fríðleikinn hverfull, en sú kona, sem óttast Drottin, á hrós skilið. Gefið henni af ávexti handa hennar, og verk hennar skulu lofa hana í borgarhliðunum."

Í ritgerðinni þá skrifa ég um Þórunni formóður okkar: "Jón talaði um að prjónaskapur konu sinnar hafi bjargað búi þeirra á þessum erfiðu tímum. 20 manns var í heimili þeirra og prjónaði Þórunn fyrir allt sitt heimilisfólk. Prjónaskapur hennar var mjög vel gerður og  þéttur. Það var leitun að svona góðum  prjónaskap." (Árni Hermannsson o.fl. 2000:232)

Bróðir minn, frændi þinn er mjög hrifinn af þessu orði: "Hversu lengi ætlar þú að reika fram og aftur, þú hin fráhverfa dóttir? Því að Drottinn skapar nýtt á jörðu: Kvenmaðurinn verndar karlmanninn." Jeremía 31:22

Guð veri með þér kæra frænka

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.5.2008 kl. 12:19

63 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Ég ætla að taka mér bessaleyfi til að birta skyldleik minn við frænda minn og bloggvin Eyþór Arnalds sem vinnur nú hörðum höndum á Selfossi vegna jarðskjálftans í gær. Ég er Guði þakklát að það urðu ekki mikil meiðsl á fólki og við misstum engan. Við höfum enn einu sinni verið minnt á hvar við búum og við sleppum ekki alltaf svona billega. Á 18. öld slapp fólkið ekki svona billega þegar jörðin opnaðist og Skaftáreldarnir hófust. Þvílíkar hörmungar sem þetta fólk lent í. Við höfum lent í hörmungum vegna eldgosins í Vestmannaeyjum og ýmissa annarra hamfara vegna eldgosa og jarðskjálfta. Við vorum svo lánsöm að öll skip voru í höfn á gosnótt og það var hægt að fara með alla frá Vestmannaeyjum vegna öryggis. Aftur á móti höfum við misst marga í snjóflóðum s.s. á Neskaupsstað, Suðureyri, Flateyri og Ísafirði. Hafið hefur tekið mikinn toll og nú á sunnudaginn er Sjómannadagurinn og þá rifjum við oft upp minningar um alla þá sem við höfum misst í hafið. Við vitum aldrei hvenær kallið kemur og þá er gott að vera tilbúin, sáttur við Guð og menn. Búin að gera upp öll sín mál við Jesú Krist.

 Jón Brynjólfsson    Ingibjörg Ketilsdóttir   
   1815 - 24. júlí 1878   1822 - 22. janúar 1863  
Jón Jónsson 1844 - 1910
Ingibjörg Jónsdóttir 1874 - 1946
Bergljót Guðmundsdóttir 1906 - 1980
Sigríður Eyþórsdóttir 1940
Eyþór Arnalds1964
Páll Jónsson 1856 - 1931
Katrín Ingibjörg Pálsdóttir1891 - 1978
Stefán Aðalsteinn Sigurðsson 1925
Rósa Aðalsteinsdóttir1958

Jón og Páll áttu 15 systkini. Því miður dóu mörg af systkinum þeirra kornung. Í Íslendingabók kemur fram að systkinin hafi aðeins verið 5 og er bróðir minn oft búinn að setja ofaní við mig um af hverju ég hef ekki látið leiðrétta þetta. Hann segir að ég sé miklu betri en hann til þess verks. Klókur að koma sér undan þessu sjálfur. Fimm systkinin áttu afkomendur. Það voru Sigurður, Jón, Brynjólfur, Páll og Hildur. Afkomendur Jóns og Páls búa á Íslandi en vegna náttúruhamfara á 19. öld fluttu margir til Vesturheims. Þar á meðal voru Sigurður og Brynjólfur. Hildur flutti til Danmörku. Hún giftist dönskum manni og eignaðist allavega einn afkomenda. Það gæti orðið erfitt að finna hana vegna þess að blessaðar konurnar skiptu um eftirnafn þegar þær giftust.

Ég fór til Kanada 1988. Ég var stödd í Prince Rupert sem er nálægt ströndum Alaska. Þar hitti ég konu sem sagði mér að hún væri afkomandi Brynjólfs Jónssonar sem átti heima í Mikley í Manitoba. Bróðir minn var nú byrjaður að smita mig með ættfræði þarna en ekki nóg því ég kveikti ekkert á perunni. Það var svo ekki fyrr en nokkrum árum seinna að ég fór að leita af ættfólkinu okkar í Vesturheimi og fann ég afkomendur Brynjólfs en ekki Sigurðar. Sylvía barnabarn Brynjólfs skrifaði mér og fór að segja mér frá barnabörnum og barnabarnabörnum Brynjólfs. Þar stóð Ruby, Prince Rupert. Ég skrifaði og spurði um eftirnafnið og það stemmdi við nafnið á konunni sem tók á móti mér með opnum örmum fáum árum áður en þá var ég í heimsókn hjá kanadísku vinafólki sem hafði heimsótt okkur hér á Vopnafjörð 8 árum áður. Við Ruby höfðum þá verið í sambandi og ekki varð þetta nú amalegt að vita að við vorum fjórmenningar. Hvernig átti mér að detta þetta í hug að ég ætti frændfólk rétt við strendur Alaska.

Aftur á móti þegar ég fór til Kanada 1998 þá hitti ég fullt af frændfólk sem voru afkomendur Brynjólfs bæði í Manitoba og einnig í B.C. Einnig var ég búin að finna afkomendur bróður Margrétar langömmu sem var gift Páli Jónssyni. Vonandi vex mér ársmegin og leita af afkomendum Sigurðar með hjálp vina minna Nelsons Gerrard og Geraldine en þau hafa heimsótt mig hingað til Vopnafjarðar og eru á kafi í að leita fyrir okkur Íslendinga af ættingjum okkar í Kanada og Bandaríkjunum. Nelson Gerrard þekkja margir Íslendingar en hann er oft einn til tvo mánuði á sumrin á Hofsós að hjálpa þar til við Vesturfararsetrið.

Læt þetta duga í bili.

Guð blessi afkomendur J'ons Steingrímssonar og Þórunnar Hannesdóttur Scheving.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.5.2008 kl. 13:51

64 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæl Adda mín

Ég er líka lánsöm að hafa eignast þig sem vinkonu.

Guð gefi þér og þínum góðan dag.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.5.2008 kl. 13:55

65 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæl Rósa. Talandi um Eyþór Arnalds þá liggur skyldleiki minn við hann í föðurættinni minni, að vestan:

Jón Ólafsson    Sigríður Teitsdóttir   
   5. maí 1704 - 29. ágúst 1784   1720 - 12. desember 1796  
Margrét Jónsdóttir 1748 - 1817
Jón Hjálmarsson 1776 - 1812
Margrét Jónsdóttir 1802 - 1883
Jón Gíslason 1830 - 1903
Jón Jónsson 1857 - 1909
Jón Norðkvist Jónsson 1895 - 1961
Theodór Sigurjón Nordquist1933 - 1994
Theodór Nordquist1965
Ari Jónsson1749 - 1816
Sigríður Aradóttir 1777 - 1827
Jochum Magnússon 1806 - 1889
Matthías Jochumsson 1835 - 1920
Elín Matthíasdóttir Laxdal 1883 - 1918
Guðrún Jónsdóttir Laxdal Figved 1914 - 2006
Jón Laxdal Arnalds1935
Eyþór Arnalds1964

Vonandi kemur þetta almennilega út.

Eins og sjá má er þjóðskáldið Matthías Jochumsson langafi Eyþórs. Ekki amalegt það.

Theódór Norðkvist, 30.5.2008 kl. 15:48

66 Smámynd: Theódór Norðkvist

Matthías Jochumsson er langalangafi Eyþórs, ekki langafi. Og taflan kom illa út. Skora á forráðamenn bloggsins að laga athugasemdakerfið þannig að auðveldara sé að setja myndir og töflur.

Theódór Norðkvist, 30.5.2008 kl. 15:51

67 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Teddi minn.

Þakka þér fyrir þennan fróðleik. Vonandi hefur Eyþór smá tíma til að kíkja og sjá allar ættartöflurnar en nú er mikið að gera á Suðurlandi eftir jarðskjálftana og bíst ég fastlega við að þú hafir verið að vinna við hjálparstörf.

Yndislegur boðskapur sem Matthías Jochumsson hefur arfleitt þjóðina af. Hann var eitt mesta trúarskáld þjóðarinnar eftir daga Hallgríms Péturssonar.

Við skulum nú ekki hafa áhyggjur af töflunni. En ég er oft óhress að geta ekki farið inní athugasemdirnar mínar á mínu eigin bloggi og lagað stafsetningu eða tekið burtu innsláttarvillur. En ég er að læra að fyrirgefa mér þó sumt hafi ekki verið skrifað rétt.

Megi Guð almáttugur hjálpa fólkinu á Suðurlandi.

Guð blessi þig kæri trúbróðir og frændi.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.5.2008 kl. 17:53

68 Smámynd: Theódór Norðkvist

Alltaf gaman að ættfræðinni. Ég tek undir bænir þínar og Guð blessi þig sömuleiðis, frænka.

Ég er að setja inn nokkrar myndir á bloggið mitt, sem ég tók á ferðinni í gær.

Theódór Norðkvist, 30.5.2008 kl. 22:59

69 identicon

Sæl Rósa mín.

Svei, mér þá ég held bara að ég sé kominn af GEITUNGAÆTT, eftir að hafa lesið allan þennan bálk.

Frábært há þér.

Kær Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 06:06

70 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir strákar. Takk fyrir innlitið.

Sæll Teddi minn. Ættfræði er skemmtileg þjóðaríþrótt og meira að segja nóg af ættfræði í Biblíunni og virkilega gaman að skoða ættartölur þar og eins að spá og spekulera hverjir voru uppi á sama tíma. Bróðir minn hefur verið mjög duglegur að spekulera í þessu og leyft okkur hinum að fylgjast með. Hann smitaði mig í að hafa áhuga á ætt Benjamíns. Gaman að vera búin að kynnast fólki hér á blogginu sem hefur líka áhuga á ættfræði.  Ég er búinn að skoða myndirnar þínar á blogginu þínu. Það hefur allt farið á stað þegar jörðin fór að iða. Ein af vinkonum mínum hér á blogginu hefur lýst þessu en hún er búsett á Selfossi. Einnig er aðeins sagt frá jarðskjálftunum á heimasíðu Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi. Slóðin: http://selfossgospel.is/

Sæll Þórarinn minn. Alltaf jafn fyndinn. Lýst ekkert á ef þú ert af Geitungaætt.    Geturðu nokkuð sagt mér hvar sú ætt er upprunnin?  Var það í fallegu Kolbeinsey?

Guð blessi ykkur og gefi ykkur góðan dag Í Jesú nafni.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.5.2008 kl. 07:18

71 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þói er Ísfirðingur og hlýtur að vera af góðu fólki kominn.

Guð blessi þig líka, Rósa. 

Theódór Norðkvist, 31.5.2008 kl. 14:40

72 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Teddi minn.

Við erum öll Vestfirðingar og af góðu fólki komin þaðan. Ég er 100% Vestfirðingur í móðurætt. Það eru oft fyndnar athugasemdirnar hans Þórarins.

Bryndís var að senda mér bréf sem ég ætla að senda ykkur áfram.

Guð blessi þig

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.5.2008 kl. 15:30

73 Smámynd: Sigurður Rósant

Sæl Rósa

Var aðeins að grúska í þessum skrifum þínum um Jón Steingrímsson og vakna ýmsar spurningar um þann athafnamann. Hann er sagður útskrifast sem stúdent frá Hólum (sennilega í Hjaltadal í Skagafirði) 22ja ára gamall eða 1750. Þá ræðst hann sem djákn að Reynistað í Skagafirði hjá hjónunum Vigfúsi Jónssyni staðarhaldara og Þórunni Hannesdóttur Scheving sem þá var 32ra ára (10 árum eldri en Jón) og átti orðið 4 börn með  (séra) Vigfúsi.

Samkvæmt rýni minni í Íslendingabók hét maður Þórunnar ekki Vigfús heldur Jón Vigfússon f. 1705  - d. 1752 og hefur því verið 47 ára gamall er hann lætur lífið í Danmörku af völdum slagsmála við Björn Árnason. Það upplýsist þó ekki fyrr en Jón Jónsson Scheving f. 1750 fær það upp úr Birni Árnasyni í Danmörku og hlýtur það að hafa verið um 20 árum eftir dauða séra Jóns Vigfússonar.

Því spyr ég í auðmýkt og forvitni, Rósa. Eru heimildir þínar á þessa vegu eða ertu að snúa hlutunum við, óvart?

Með kveðju hins trúfrjálsa

Sigurður Rósant, 31.5.2008 kl. 15:31

74 Smámynd: Sigurður Rósant

Hér koma svo nöfn og fæðingarár þeirra Jóna og Þórunnar Hannesdóttur Scheving:

Hannes Lauritzson Scheving 1694 - 1726
Þórunn Hannesdóttir Scheving 1718 - 1784

Jón Vigfússon 1705 - 1752
Vigfús Jónsson Scheving 1748 - 1834

Jón Vigfússon 1705 - 1752
Karítas Jónsdóttir Scheving1750 - 1800

Jón Vigfússon 1705 - 1752
Guðlaug Jónsdóttir1750

Jón Vigfússon 1705 - 1752
Jón Jónsson Scheving1750

Jón Steingrímsson 1728 - 1791
Sigríður Jónsdóttir1753 - 1800
 

Sigurður Rósant, 31.5.2008 kl. 15:52

75 Smámynd: Sigurður Rósant

Einnig kemur þessi ferilslýsing fram hjá þér Rósa, sett hérna í samhengi og réttri tímaröð:

  • Árið 1755 ákváðu Jón og Þórunn að flytja búferlum að Hellum í Mýrdal. Þórunn átti jarðir í Mýrdalnum.
  • Fyrsta veturinn sem Jón var í Mýrdalnum  lærði hann formennsku til sjós.  Hann var formaður í 5 ár.
  • Næsta vor flutti Þórunn og fjölskylda til Jóns og þau hófu búskap á Hellum. Búskapurinn á Hellum gekk mjög vel. Með búskapnum og sjósókninni  drýgði Jón tekjur sínar með silungsveiði og fuglatekju.
  • Þegar Jón bjó á Hellum byrjaði hann að stunda læknisstörf. Hann lærði læknisfræði og skurðlækningar síns tíma.
  • Þegar þau hjón höfðu dvalið á Hellum í fimm ár  var Jón vígður  til prests í Sólheimaþingi.

Þetta er í raun ótrúlegur ferill þessa manns, en hvenær og hjá hverjum lærði hann læknisfræði og skurðlækningar á meðan hann sinnti formennsku, silungsveiði og fuglatekju?

Hvar og hjá hverjum lærði hann til prests áður en hann var víðgður?

Með kveðju hins síforvitna.

Sigurður Rósant, 31.5.2008 kl. 16:53

76 Smámynd: Birgirsm

Sæl Rósa mín

Ég er svo heillaður af skrifum Sigurðar Rósant, að ég ætla að leggja honum lið og hjálp í því að bæta kommentin sem hann leggur hér til málanna.

Kæri Sigurður ég er með símanúmer sem þú mátt til með að hringja í.

Í þessu símanúmeri færðu góða og örugga þjónustu, sem á, án efa eftir að gagnast þér vel bæði í þínum eigin pistlaskrifum svo ég tali nú ekki um í þeim kommentum sem þú ritar hjá öðrum bloggurum, en síminn er 4125100 ( opið á skrifstofutíma)

Birgirsm, 31.5.2008 kl. 18:35

77 Smámynd: Birgirsm

og vertu nú dálítið dannaður, elsku kallinn. 

Birgirsm, 31.5.2008 kl. 18:38

78 Smámynd: Birgirsm

þegar þú talar við símadömuna.

Birgirsm, 31.5.2008 kl. 18:44

79 Smámynd: Sigurður Rósant

Svo eru það dæturnar 5 sem þú nefnir. "Þau eignuðust 5 dætur. Sigríði, Jórunni, Guðnýju, Katrínu og Helgu. Fyrstu tvær dæturnar voru fæddar í Skagafirði."

Íslendingabók tengir 3 fyrstu við mig eins og búast mátti við, en þær 2 síðustu finn ég engan skyldleika. Veistu um fæðingarár og dánarár þeirra? Getur verið að þau Jón og Þórunn hafi ráðist í búferlaflutninga eftir fæðingu Jórunnar 16. des 1755, um miðjan vetur í mesta skammdeginu? Voru þau að flýja eitthvað?

Sigríður Jónsdóttir

1753 - 1800

Jórunn Jónsdóttir  16. desember 1755 - 1791

Guðný Jónsdóttir 1757 - 4. júlí 1839

Katrín Jónsdóttir ?

Helga Jónsdóttir ?

Svei mér þá ef ég er ekki farinn að hafa áhuga fyrir lífsferli þessa manns. Mér finnst hann meir en lítið grunsamlegur. Sennilega verið eins konar Benny Hinn síns tíma.

Með kveðju

Sigurður Rósant, 31.5.2008 kl. 18:55

80 Smámynd: Sigurður Rósant

Birgirsm - "Í þessu símanúmeri færðu góða og örugga þjónustu, sem á, án efa eftir að gagnast þér vel bæði í þínum eigin pistlaskrifum svo ég tali nú ekki um í þeim kommentum sem þú ritar hjá öðrum bloggurum, en síminn er               4125100        ( opið á skrifstofutíma)"

Þakka þér fyrir þetta tilboð. Slæ aldrei hendi á móti aðstoð í bættri ritsmíð, stafsetningu eða málfræði. Heldur ekki á móti "common sense", ef það er það sem þú átt við. En ég get því miður ekki hringt í þig þar sem ég bý í Danmörku og tími hreinlega ekki að eyða mínum dönsku aurum í símtöl út af slíku.

Þigg þó ef það er ekki verra fyrir þig að þú sendir mér skrifleg ráð í e-mail sigurdur@paradis.dk

Með kveðju

Sigurður Rósant, 31.5.2008 kl. 19:06

81 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæl aftur Rósa, fjör hjá þér. Ég skila kveðju frá góðum vini okkar beggja og miklum guðsmanni: Geirjóni Þórissyni. Ég hitti hann í Hveragerði, er staddur þar núna.

Theódór Norðkvist, 31.5.2008 kl. 19:55

82 identicon

Hæ hæ Rósa mín - ég er bara alveg gáttuð hvað mikilli umræðu þú hefur startað hérna inni með blogginu um forföður okkar Jón Steingrímsson!!!
Mikið fjör og miklar umræður hérna inni greinilega!

Ása (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 20:41

83 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Sigurður Rósant.

Þú ætlast til að ég sé að svara fullt af spurningum sem tekur langan tíma. Ég ákvað nú samt að horfa á handboltann og athuga málin á eftir.

Ég er búin að smita þig og ertu kominn á kaf í ættfræði. Þórunn var gift Jóni Vigfússyni sem lést eftir slagsmál við Björn Árnason. Slagsmálin áttu sér stað á Reynisstað í Skagafirði en ekki í Danmörku. Aftur á móti flutti Björn Árnason til Danmörku eftir dauða Jóns Vigfússonar. Þar hitti Jón Scheving fóstursonur Jóns Steingrímssonar Björn og lét hann hafa peninga til að skrökva því að Jón Steingrímsson hefði drepið Jón Vigfússon fyrri mann Þórunnar. Það var sannað að þetta var rangt. Eina sem var rétt hjá þér var að ég hafði óvart snúið við nafni Jóns Vigfússonar og hvers vegna skil ég ekki en ég þakka þér fyrir ábendinguna og hef ég lagað það sem hafði farið aflaga.

Þórunn var 10 árum eldri en Jón. Finnst þér það klikkað? Móðuramma mín var rúmum 8 árum eldri en móðurafi minn. Hefði þau ekki ruglað saman reitum og svo mamma og pabbi hefðir þú farið á mis við mig og það hefði nú verið hræðilegt.

Flott ættartala í innleggi nr. 81. Hér er slóð sem ég rakst á um daginn sem þú getur kíkt á sem segir frá Jón Steingrímssyni og læknisstörfum hans. http://laeknabladid.is/2006/12/nr/2600  Flestar heimildir sem ég hef tók ég upp úr Ævisögu Jóns Steingrímssonar. Vona að þú getir útvegað þér bókina. Kannski verður það til að þú nálgast Guð og það væri mikils virði fyrir mig allavega.

Hvernig stendur á að þú sem ert trúfjötraður skuli hafa áhuga á ættfræði? Ég aftur á móti er frjáls því ég trúi á Guð almáttugan og son hans Jesú Krist sem leysti mig. Mér finnst nú meira ruglið þegar þú ert að segja að þú sért trúfrjáls. Þú ert ekki frjáls fyrir fimmeyring.

Læt þetta duga í bili.

Með Guðs friði/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.5.2008 kl. 20:56

84 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

 Jón Steingrímsson    Þórunn Hannesdóttir Scheving   
   10. september 1728 - 11. september 1791   28. ágúst 1718 - 7. október 1784  
Guðný Jónsdóttir1757 - 1839
Þórunn Jónsdóttir 1784 - 1863
Jón Brynjólfsson 1815 - 1878
Páll Jónsson 1856 - 1931
Katrín Ingibjörg Pálsdóttir1891 - 1978
Stefán Aðalsteinn Sigurðsson 1925
Rósa Aðalsteinsdóttir1958
Sigríður Jónsdóttir1753 - 1800

Sigríður fæddist á Reynisstað í Skagafirði, drukknaði 11. júní 1800 í Ölfusá.

Maki: Sigurður Jónsson prestur á Heiði í Mýrdal. f. 20. jan. 1748, d. 13. ág. 1786 á Heiði í Mýrdal.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.5.2008 kl. 22:27

85 Smámynd: Birgirsm

Sæl Rósa

Ég held að Sigurður ætti að athuga hver sé skráður fyrir þessu símanúmeri sem ég var að benda honum á.

Birgirsm, 31.5.2008 kl. 22:31

86 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

 Jón Steingrímsson    Þórunn Hannesdóttir Scheving   
   10. september 1728 - 11. september 1791   28. ágúst 1718 - 7. október 1784  
Guðný Jónsdóttir1757 - 1839
Þórunn Jónsdóttir 1784 - 1863
Jón Brynjólfsson 1815 - 1878
Páll Jónsson 1856 - 1931
Katrín Ingibjörg Pálsdóttir1891 - 1978
Stefán Aðalsteinn Sigurðsson 1925
Rósa Aðalsteinsdóttir1958
Jórunn Jónsdóttir 1755 - 1791

Jórunn fæddist 16. des. 1755, d. 18. sept. 1791 á Kálfafelli.

Maki: Þórður Brynjólfsson prófastur síðast á Heiði. f. 8. sept. 1763, d. 1840 í Fagragal í Mýrdal

Þau voru barnlaus

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.5.2008 kl. 22:34

87 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

 Guðný Jónsdóttir   Jón "köggull" Jónsson   
   1757 - 4. júlí 1839   1758 - 6. mars 1839  
Þórunn Jónsdóttir 1784 - 1863
Jón Brynjólfsson 1815 - 1878
Páll Jónsson 1856 - 1931
Katrín Ingibjörg Pálsdóttir1891 - 1978
Stefán Aðalsteinn Sigurðsson 1925
Rósa Aðalsteinsdóttir1958

Guðný fæddist 1757 á Hellum í Mýrdal, d. 4. 1839 á blómsturvöllum í Fljótshverfi

Húsfreyja á Hofi, Hofssókn í Álftafirði, Múl. 1801. Prestsfrú í Meðallandsþingum.

Maki: Jón "köggull" Jónsson f. 1756, d, 6. mars 1839 á Ofanleiti í Vestmannaeyjum.

Síðast prestur á Kálfafelli.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.5.2008 kl. 22:41

88 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

 Jón Steingrímsson    Þórunn Hannesdóttir Scheving   
   10. september 1728 - 11. september 1791   28. ágúst 1718 - 7. október 1784  
Guðný Jónsdóttir1757 - 1839
Þórunn Jónsdóttir 1784 - 1863
Jón Brynjólfsson 1815 - 1878
Páll Jónsson 1856 - 1931
Katrín Ingibjörg Pálsdóttir1891 - 1978
Stefán Aðalsteinn Sigurðsson 1925
Rósa Aðalsteinsdóttir1958
Katrín Jónsdóttir 1761 - 1820

Katrín fæddist 30. sept. 1761 á Felli í Mýrdal, d. 13. maí 1820 á Prestbakka (Merkisdagur) 

Maki: Bergur Jónsson prestur á Prestbakka, f. í sept 1760 á Kálfafelli í Fljótshverfi, d. 16. nóv. 1852 á fossi á Síðu.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.5.2008 kl. 22:53

89 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

 Jón Steingrímsson    Þórunn Hannesdóttir Scheving   
   10. september 1728 - 11. september 1791   28. ágúst 1718 - 7. október 1784  
Guðný Jónsdóttir1757 - 1839
Þórunn Jónsdóttir 1784 - 1863
Jón Brynjólfsson 1815 - 1878
Páll Jónsson 1856 - 1931
Katrín Ingibjörg Pálsdóttir1891 - 1978
Stefán Aðalsteinn Sigurðsson 1925
Rósa Aðalsteinsdóttir1958
Helga Jónsdóttir1762 - 1846

Helga fæddist 29. sept. 1762 á Felli í Mýrdal, d. 21. júlí 1846.

Maki Ólafur Pálsson prestur í Ásum og Eyvindarhólum, f. 8. júlí 1763 í Eystra - Hrauni, d. 30. sept. 1839 í eystri-Skógum

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.5.2008 kl. 22:59

90 Smámynd: Theódór Norðkvist

Rósa ætlarðu alveg að drekkja okkur í ættfræði. Sástu ekki kveðjuna frá Geirjóni? Hann spurði mig um konu fyrir austan sem þú hafðir beðið mikið fyrir, en ég kom alveg af fjöllum.

Theódór Norðkvist, 31.5.2008 kl. 23:39

91 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Sigurður Rósant.

í ritgerðinni segi ég frá því að Jón og Þorsteinn bróðir hans fóru yfir í Mýrdalinn til að undirbúa að fjölskyldan flytji búferlum. Sjá kaflann um Þórunni og Jón.

Þórunn flutti um vorið en hún var ófrísk af Jórunni þegar Jón fór yfir í Mýrdal og því ógáfulegt að fara í ferðalag þvert yfir hálendi Íslands. Varla hafa þau verið að flýja fyrst hún fór ekki fyrr en um vorið. Netfangið þitt vekur hlátur hjá mér. Sigurður í Paradís í Danmörku. Ég stefni á miklu betri Paradís. Stefni að dvelja með Guði og kannski þér í Paradís sem er hin himneska Jerúsalem.

En nú held ég að þú verðir að fá eitthvað krafsandi. Jón Steingrímur lýsir Þórunni: "Um það bil var mín góða húsmóðir orðin ekkja, sem áður er sagt; fékk hún svoddan langsemi og svefnleysi að hún mátti ei einsömul vera, og vildi það ei að fara eftir það hún ól barnið, er hún gekk með, eftir jólin. En þessi neyð og barátta varð að tildrætti okkar hjónabands. Ég og þjónusta mín Sigríður Ólafsdóttir urðum helst fyrir því að vaka hjá henni með ljósi um nætur. Gekk þetta nokkra tíð, þar til greind Sigríður finnur upp eitt ráð, sem sýna skal eina þá rörustu dyggð og mannkosti er hún hafði að bera. Við höfðum þanka hvort á öðru til ektaskapar, þá Guð gæfi efni og gott tækifæri til þess, og vorum þó aldeilis óflekkuð hvort af öðru. (Sigríður og Jón) Hún segir eitt sinn við' mig: " Leggðu þig í fötunum fyrir framan hana í rúminu og vitum hvernig fer," sem ég gerði. Og fékk hún hér af fljóta værð. Hún segir framar: "Nú sjáum við hvað henni má verða til líknar: Hún hefur huga á þér." En ég segi henni, það sé jafnnært, hún viti minn annan þanka; hvorki muni ég fá hana, og þar með reisi ég mér hurðarás um öxl og margt þess háttar. En hún svarar: "Hún er þó sú ein hreinlyndasta og besta kona, en orðin sára angruð og mædd af því hún hefur liðið, og þarf sérdeilis góðan og lempinn mann, sem fari hér eftir vel með hana, og veit ég þar til engan betur fallinn en þig, og verður þú nú að hafa Guð og þitt gott geð fyrir augum, og hjálpa upp á hana, og muntu sanna það, að Guð mun hjálpa þér fram úr öllu, og hún mun verða þér góð, þó hún sé þér ríkari; skulum við bæði vinna það til að slá frá okkur öllum okkar innbyrðis þönkum, og aldrei skal ég misvirða slíkt fyrir þér. Guð sér einhvern veginn fyrir mér." Hvað svo varð sem áður en sagt: hefur þó síðan haldið fram sömu ærlegheitum við mig og börn mín, og oft gefið þeim peninga, þá er til hennar hafa komið. Svo er dyggðin sín eigin laun. Orðlengi ég það ei framar. Ég féllst á þessi ráð hennar. Hún þar eftir sviptir af mér utanhafnarklæðum og drífur mig upp í rúmið, og byrjuðust svo okkar fyrstu þess háttar samfundir með heitri bæn og sárum trega á báðar síður; bundum svo Guðs nafni ástir saman, sem þó ofbráðar urðu í þeim óyndisúrræðum, að undir kom fyrir tíma barnfuglinn Sigríður dóttir mín."

Ja hérna, það var greinilega fjör í Skagafirði þegar barnfuglinn Sigríður kom undir fyrir tíma eða fyrir giftingu.  

Vertu sæll að sinni Sigurður Rósant.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.6.2008 kl. 00:18

92 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Birgir minn. Hörku fjör og þú kemur hér inn eins og sunnan blær til að hressa uppá Sigurð Rósant. Ekki veitir nú af.  Ég var að hugsa um að hringja í þetta númer og athuga hvort það væri símadama sem svaraði.

Sæll Teddi minn. Já hér er hörku fjör. sástu innlegg nr. 52 um þegar Geir Jón ætlaði að æsa upp saklausa sveitastúlku. ég mátti ekki minnast á Geir Jón þá fékk ég innlegg frá skemmtikraftinum RÓSANT. Geir Jón var að tala um vinkonu mína Ingu og þú getur séð á blogginu mínu þar sem ég segi frá henni. Hún fór í hjartaskurð og loksins núna er hún í bata. Hún er sykursjúklingur líka og þess vegna gekk illa að fá sárin til að gróa og svo komu sýkingar og það gróf og grasseraði í þessu alltof lengi en læknirinn hennar var ekkert á því að gefast upp og honum tókst ætlunarverk sitt með Guðs hjálp. Margir voru að biðja fyrir Ingu því ég sendi bréf þvers og krus og þar á meðal til Geir Jóns.

Sæl Ása Gréta frænka. Séra Jón var líka sterkur persónuleiki og það var ekki lognmolla í kringum hann, heldur ekki dans á rósarblöðum heldur rósarstilkum. Þannig að kannski þurfum við ekki að vera gáttaðar á þessum umbrotatíma að það sé fjör að rifja upp umbrotatíma 18. aldar þar sem forfaðir okkar fékk stórt hlutverk og leysti það með sóma.

Sæll Guðlaugur frændi. Hér er hörku fjör. Ég hef greinilga tekið að' mér mikið hlutverk að reyna að koma Guðstrúnni á yfirborðið hjá félaga okkar Sigurði Rósant.  Alveg er ég viss um að hann yrði skemmtilegri og dannaðri.

Guð blessi ykkur öll.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.6.2008 kl. 00:33

93 Smámynd: Theódór Norðkvist

Geir Jón, skamm! Má ekki stríða svona saklausum sveitastúlkum! Gott svar hjá þér, Rósa.

Theódór Norðkvist, 1.6.2008 kl. 01:16

94 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Helga mín ég hringi í þig á morgunn.

Teddi ég stakk alveg upp í strák enda hefur hann ekki gleymt þessu svari.

Megi Guð almátttugur vera með ykkur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.6.2008 kl. 01:23

95 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæl Rósa og Sigurður Rósant! Nú er ég farin að hættta fúkyrðum og illkvittni eins og ég sýndi Sigurði Rósant og búin að biðjast afsökunar á. Ég skrifa þetta nú alveg sérstaklega handa Sigurði og Rósu. Sigurður Rósant minnir mig á þegar ég var 10 ára og var skotin í sætri stelpu. þá henti ég snjóboltum í hana og talaði illa um hana við félagana, allt til að maður yrði ekki fyrir aðkasti og sæti uppi með það óorð á sér að maður væri skotin í stelpu! Það var eins og að vera staðin að verki á þessum aldri að vera leika sér með dúkkur. Ég lagðist að vísu aldrei svo lágt. En ég henti snjóboltum í stelpur sem ég var skotin í.

Ég er alvarlega farin að halda að Rósa skilji ekki að að Sigurður Rósant er að gera hosur sína grænar fyrir sér og þetta eru allt saman dulbúnar ástarjátningar. Eins og ég með snjóboltana 10 ára. það er eitthvað bogið við aðferðina hans samt. hann ætti nú frekar að senda henni blóm sem er nú ekkert dýrt. hann tímir ekki að hringja í sálfræðing á Íslandi ala vega, enn það hlítur að vera sálfræðiþjónusta til fyrir mann komin á þennan aldur sem árangurslaust reynin að tjá ást sína með sömu aðferð og smástrákar.

Þetta munntóbaksmál sem hann talar um hér að ofan hefur skilið eftir sig einhver "trauma" sem skilar sér síðan í tilfinningalífið hans með þessum árangri. Alla vega er hann óþreytandi að tjá Rósu ást sína með þessum undarlega hætti. Ég veit ekki hvort Rósa er gift og Sigurður Rósant er einhleypur eða illa giftur.

Enn það er ákaflega gaman að þessum rómantísku tilburðum Sigurðar Rósant og ekki skilur Rósa bendinguna. Myndi ég Sigurður Rósan, byrja á að senda blóm til Rósu og vertu ekkert að þræta fyrir þetta. Ég gerði það alltaf þegar einhvern strákinn í skólanum grunaði eitthvað! Ég ber djúpa virðingu fyrir ást þinni á Rósu, Sigurður Rósant og byrjaðu nú bara að fylgja reglum tilhugalífsins miðað við aldur þinn. Hættu að henda snjóboltum og sendu henni bara rósir í staðin. ég er viss um að hún myndi skilja það miklu betur. 

Óskar Arnórsson, 1.6.2008 kl. 01:53

96 Smámynd: Óskar Arnórsson

..og í guðana bænum Sigurður Rósant, farðu nú ekki að benda mér á stafsettningarvillur eða eitthvað álíka gáfulegt. Vitna ég bara í Kiljan Laxness, þetta er bara minn persónulegi ritstíll, sem ég er ákaflega stoltur af..

Óskar Arnórsson, 1.6.2008 kl. 01:57

97 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður Óskar minn.

Ég er ógift heimasæta og bý hjá föður mínum.  Þú ert alveg magnaður. Mér hugkvæmdist ekki að Sigurður Rósant væri að spá og spekulera.  Við verðum að kryfja þetta mál.

Guð gefi þér góðan dag.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.6.2008 kl. 08:27

98 Smámynd: Sigurður Rósant

Óskar - "..og í guðana bænum Sigurður Rósant,..."

Það blundar í þér trú á fleiri en einn guð, Óskar.  Við látum ekki plata okkur út í leiðréttingar á stafsetningar- og málfræðivillum ólaunað.

Rósa - Þakka þér fyrir þessi svör. Að hluta til mér að kenna að sjá ekki að Þórunn flutti vorið 1756. En gott var að fá nánari deili á Katrínu og Helgu.

Jón Steingrímsson hefur verið spaugsamur í meira lagi og notfært sér trúgirni fólks í þaula. Hann hefur örugglega verið sjarmerandi maður og vafið flestum um fingur sér líkt og nokkrir ónefndir nýdæmdir menn sem bendlað hafa Guði við gjörðir sínar bæði hérlendis og erlendis.

En guðfræðinámið hjá honum er mér enn ráðgáta og hvort hann lærði skurðlækningar á að gera að fiski og laxi þykir mér í hæsta máta ótrúlegt.

En honum virðist hafa verið þetta í blóð borið eins og þú lýsir því - "Snemma fór Jón að tóna og prédika eins og prestur. Hann stóð uppá stóru keri í búrinu og tónaði.  Móður hans leiddist þessar embættisgerðir sonar síns. Hann gerði sér þá  kirkjur og kapellur út á túni við vissar þúfur."

Svona rétt eins og við ungir drengir leikum okkur að bílum, skipum og flugvélum í æsku, en það tryggir okkur ekki starfsréttindi svo ég viti.

Vera má að djúpt sé á trú minni á guð, Guðlaugur, og að hún dúkki upp þegar meiri sveiflur verða á virkni vinstri og hægri heilahvels míns, en eins og er þá finnst mér trúfrelsun mín alger.

Með kveðju

Sigurður Rósant, 1.6.2008 kl. 11:37

99 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Sigurður Rósant.

Auðvita var Séra Jón sjarmerandi maður en hann vafði alls ekki flestum um fingur sér því ef þú lest bókina hans voru margir sem reyndu að gera honum til miska og öfundin var mikil.

"Jón varð stúdent frá Hólum árið 1750 og árið eftir er hann kallaður til djáknaembættis við staðarklaustur Reyniness í Skagafirði. Fór hann heim að Hólum þar sem biskup yfirheyrði hann með examine theologico, tók hann í eið og meðdeildi síðan innsiglað djáknabréf, svo notuð séu orð Jóns.

Hann var vígður árið 1760 og varð prestur í Sólheimaþingum og bjó á Felli í 17 ár. Síra Jóni var veittur Prestbakki á Síðu 1778 og sama ár varð hann prófastur í Austur-Skaftafellssýslu. Árið 1787 kvæntist síra Jón seinni konu sinni, Margréti Sigurðardóttur. Jón Steingrímsson var starfandi prestur allt til æviloka árið 1791." Heimildir af slóðinni sem ég var búin að birta og hér er hún aftur:  http://laeknabladid.is/2006/12/nr/2600

Hér er önnur slóð eftir sama höfund. Vonandi hjálpar þetta þér eitthvað.

http://laeknabladid.is/2007/01/nr/2640

Það virðist vera djúpt á trú þína en að þú skulir blanda saman orðunum trú og frelsun finnst mér algjör steypa. Ég myndi frekar í þínum sporum blanda saman orðunum trú og leysi og fá út orðið trúleysi. Allavega miðað við það sem þú heldur fram sjálfur en það er von mín að þú fáir tækifæri að kynnast Jesú Kristi sem persónulegum frelsara þínum og vini.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa = greinilega uppáhaldsbloggvinkona þín.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.6.2008 kl. 12:23

100 Smámynd: Sigurður Rósant

Þakka þér þolinmæðina, Rósa.

Jón Steingrímsson hefur verið dugnaðarmaður, framsýnn og útsjónasamur, burt séð frá hans áráttu að bendla Guði við sínar hugrenningar (samvisku) eins og mörgum er títt, enn þann dag í dag.

"Það virðist vera djúpt á trú þína en að þú skulir blanda saman orðunum trú og frelsun finnst mér algjör steypa. Ég myndi frekar í þínum sporum blanda saman orðunum trú og leysi og fá út orðið trúleysi."

Já, en orðið "trú" er huglægt orð svipað og "hugsun" eða "skoðun" og fleir orð. Við erum vön orðunum, hugsunarfrelsi, hugsunaraleysi, skoðanafrelsi, skoðanaleysi, en eins og þú sérð þá er munur á hvort þú segir hugsunarfrelsi eða hugsunarleysi. Skoðanafrelsi eða skoðanaleysi.

Ég get vel skilið það að trúaðir vilja ekki sjá neitt jákvætt við það að vera laus við trú, eða að vera trúfrjáls. Fyrir mér er það í flestum tilfellum jákvætt þó ýmsir kunni ekkert með slíkt frelsi að fara. Missi stjórn á sér o.s.frv. Verða áttavilltir. Kasti fúkyrðum að trúuðum og noti miður æskileg orð um trú þeirra.

Þetta tekur langan tíma að þjálfa sig í að tjá sig við trúaða án þess að lenda í skætingi. Ég er langt kominn, en á langt í land ennþá. Stutt í stríðnina hjá mér, oft á tíðum. Verð að viðurkenna það.

En það kryddar nú oft málið ef maður kemur með nýjar birtingarmyndir og jafnvel ný orð. Ég held að þú hafir nú líka gaman af því, Rósa.

Ég hef t.d. tekið eftir því að trúaðir bloggarar hafa dregið talsvert úr áráttu sinni að vera með upphrópanir á borð við; Shalom - Hallelújah - Ó, Guði sé lof - Amen - o.s.frv. - og finnst mér það virðingarvert.

Hvort það kom í kjölfarið á því að ég fór að nota orð um slíka hegðun sem "bænamjálm" eða "bænatíst", veit ég ekki, en það má vel vera. Kannski er það bara eins og að hella olíu á eldinn

Neyddur til að vinna en trúfrjáls

Sigurður Rósant, 1.6.2008 kl. 13:54

101 Smámynd: Óskar Arnórsson

..Bara benda á að fyrir ca. 30 árum fór netabátur sem ég var á á hliðina í innsiglingunnu í Grindavík og vöknuðum vuð 4 hásetar frammí við það að slökkt var á öllum ljósum, sjór fossaði inn á káetuna og við náðum að komast upp á dekk sem allt snéri á hlið. Ég var á nærbuxum og hlýrabol og restin af áhöfninni stíð á hlið brúarinnar. ég varð trúaður í nærri 2 klukkutíma í alvörunni Sigurður Rósant, þangað til Björgunarsveit Grindavíkur tókst loksins að skjóta stálpílu í einn brúarglugga. Held ég að þeir hafi skotið á okkur a.mk. 10 sinnum áður enn þeir hittu. Það var svo mikil slaki á línunni að við vorum allir dregnir frá bátnum og niður í sjóinn og upp aftur. Kokkurinn var að setja fyrst í stólinn eftir að skipstjórinn hafði þurft að rota hann því hann gargaði svo mikið. Gerði okkur hina tagaveiklaða. Þú mátt alveg trúa mér að ég var meira trúaður enn allir sem ég þekki í þennan 2 eða tvo og hálfan tíma. Á ströndinni beið hjúkrunarkona með sprautu og fengu allir eina í rassinn. Einhver sjokksprauta.  Svo var farið heim til  skipstjórans  og drukkið heitt kaffi og brennivín  og ég hafði gefið Guði 100 loforð að ég myndi trúa á hann  og Jésu Krist, fara í kirkju og hvaðeina.  Sem ég auðvitað stóð ekkert við þegar ég kom í land.  Fór síðan á annan netabát 5 dögum seinna í Keflavík. Þetta var mitt fyrsta sjóslys.  Og alvöru trúaður í 2 - 2 1/2 tíma.  Sían hef ég ekki verið neitt trúaður nema á engla.

Enn ást þína á Rósu þarftu að viðurkenna. það þýðir ekkert fyrir þig að þræta fyrir þetta. ég er búin að viðurkenna að trúin blundar í mér, og nú er komið að þér Sigurður Rósant að vera heiðarlegur og  segja eins og er gagnvart Rósu. 

Óskar Arnórsson, 1.6.2008 kl. 15:55

102 Smámynd: Sigurður Rósant

Í ýmsum svaðilförum hefi ég lent í á minni stuttu æfi, en í svona klemmu eins og þú lentir í fyrir 30 árum hef ég sem betur fer sloppið við, Óskar.

Þú viðurkennir að hafa trúað á Guð og Jesú. Það nægir mér ekki alveg. Hún er almennt talin eingyðistrú þó að trúaðir vilji skipta guðdómnum í þrennt, þ.e. Guð - Sonur - Heilagur Andi.

En orð þín - "..og í guðana bænum Sigurður Rósant,..." benda til þess að þú trúir á einhverja fleiri guði.

Hver hugur minn til Rósu eða annarra hér á blogginu er vil ég ekkert tjá mig um. Ég reyni að ímynda mér að ég sé staddur á fjölmennum fundi þar sem verið er að ræða trúmál, sagnfræði, ættfræði, stjórnmál o.fl. en mínum hug til annarra og mínum fjölskyldu- eða einkamálum vil ég ekki blanda inn í þessar umræður. Mér finnst nóg að reyna að halda mig við umræðuefnið sem tekið er fyrir hverju sinni.

Ég get hins vegar upplýst þig um mína afstöðu í trúmálum með því að taka dæmisögur úr mínu lífi eins og þú gerðir hér í færslu no. 111. Ég var eitt sumar við humarveiðar sem kokkur á Víði II frá Garði sem réri frá Sandgerði, en ældi mest allan tímann eins og múkki um leið og ég gaf kjölsvíninu.

Sigurður Rósant, 1.6.2008 kl. 16:54

103 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sigurður Rósant! ég ber miklu meiri virðingu fyrir þér enn þú heldur. Þú ert þrælsniðugur kall og ábyggilega með hjartað á réttum stað. Ég trúi á engla númer eitt, ég trúi að Jesú hafi verið kristinn, ég dýrka konuna mína eins og Guð, ég trúi að Woodúlæknir hafi bjargað lífimínu þegar ég var bitin af slöngu fyrir ekki mörgum árum síðan...og ég trúi að það sé bara einn Skapari og hef ekki hugmynd um hvað hann heitir. Hann virðist ganga undir mörgum nöfnum, fer eftir landi og þeirra siðum. Konan mín er Búddisti og ég trúi á það líka.

Þú þarft ekkert að segja mér um hug þinn til Rósu, ættir að fatta að ég var bara að stríða þér. Það verður líka að ver soldið gaman. Laug því á síðunni hans Svavars prests að ég og DiktorE værum að lesa Biblínuna saman. t.d. hann fyrirgaf mér það strax enda fínn náungi.

það var merkilegt að þú skildir hafa gefið kjölsvíninu. Þú hefur ekki verið sendur í verkfærageymsluna á togara til að sækja plankastrekkjarann? Þú veist, þetta apparat sem strekkir á spýtum þegar þær eru of stuttar? Það hlupu margir að sækja þetta tól og komu afsakandi til baka. Það var oft gaman af svona djókum.

Annars var einn stýrimaður á humarveiðibát sóttur um borð í bát með humar-tremma af Landhelgisgæslunni einu sinni fyrir austan. ég var líka farin að dreyma humar og sá bara humar ef ég lokaði augunum á humarvertíðum og svo var ræst og byrjað að slíta humar.

Maður var stundum farin að henda hausnum í körfuna og halanum í sjóinn eftir langar vökur.

En í alvöru Sigurður, ég er að reyna mitt besta til að verða alvörukristinn, enn ég er ekki viss um að ég geti það með hjálp Biblíunnar.  Voðalega erfið aflestrar og er ég alveg að gefast upp á lestrinum.

Ég bið bara Guð að blessa þig Sigurður Rósant, því ekki hefur Hann verið mikið að blessa mig á undanförnum árum. Enn aldrei að vita að þú sért í betri samböndum við Hann enn ég. ég er ekki mér vitanlega í neinum samböndum, enn það væri gaman að vera það..virkilega.

þess vegna er ég nú að leggja þetta á mig, og fleira í þessum dúr...

Þetta með að skipta einhverjum Guðdómi í 3 parta er of flókið fyrir mig. Ég er langt frá því að vera einhver vísindamaður í þessum málum. Fyrir mér er bara einn Skapari og virðist hann vera með fjöldan allan af aðstoðarfólki út um allan heim...það er ekkert nauðsynlegt fyrir mig að skilja allt. Trúi því sem virkar.. 

Óskar Arnórsson, 1.6.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband