14.5.2008 | 23:00
Ísrael 60 ára - Til hamingju með afmælið
Rósa og sæti kyssilegi Gyðingurinn hennar
Tiberías við Galíleuvatn, 1992
Ísrael 60 ára.
Grein eftir Ólaf Jóhannsson
Greinin birtist í blaðinu Zíons fréttir 2008
Ég, Rósa er meðlimur í félaginu Zíons vinir Ísraels og er hreykin af því.
Frá fyrstu öld e.Kr. hefur gyðingahatur (andsemítismi) verið fyrir hendi í nær öllum löndum Evrópu og Gyðingar hvergi átt höfði sínu að halla. Rómverska herveldið undir stjórn Títusar hershöfðingja sigraði borgina Jerúsalem árið 70 e.Kr. Borgin eyðilögð og helgasti staður Gyðinga, musterið brennt til grunna. Aðeins einn útveggur forgarðarins er eftir sem er nefndur Vesturmúrinn eða Grátmúrinn. Eftir uppreisn Gyðinga gegn Rómverjum sem þeir töpuðu, dreifðust þeir um alla heimsbyggðina. Þó voru um 700.000 Gyðingar eftir í landinu. Það væri of langt mál að segja frá öllum þeim hildarleik sem þessi þjóð Gyðinga hefur þurft að liða í gegn um aldirnar. Um tíma bjuggu þeir um sig á Spáni, en árið 1492 voru allir Gyðingar gerðir útlægir þaðan og settust þeir þá að á Balkanskaga og víðar í Evrópu.
Hinn mikli trúarleiðtogi Marteinn Lúter tók afdráttarlausa andstöðu gegn Gyðingum, skrifað margar bækur geng þeim og hvatti kristnar kirkju að útiloka þá frá Guðþjónustum. Einnig hvatti hann bændur til að taka ekki Gyðinga í vinnu. Það er sagt að æðstu menn Nasista í seinni heimstyrjöldinni hefðu svarað fyrir gerðir sínar, vegna Gyðingaofsókna og drápa: "Við gerum aðeins það sem kirkjufeðurnir hafa sagt okkur að gera." 6 milljónir Gyðinga voru myrtir í útrýmingarbúðum nasista. Mörg hundruð þúsund Gyðingar voru drepnir og sendir í þrælabúðir í Rússlandi undir stjórn Jósefs Stalíns.
Strax eftir síðari heimsstyrjöld, var ákveðið hjá hinum nýstofnuðu Sameinuðu þjóðum, að taka málefni Gyðinga og Palestínu til umfjöllunar og finna lausn sem bæði Gyðingar og Arabar gætu sætt sig við. Niðurstaðan varð sú á þingi Sameinuðu þjóðanna árið 1947 að samþykkt var að stofna tvö ríki í Palestínu, eitt fyrir Gyðinga og annað fyrir Araba. Fulltrúi Íslands, Thor Thors átti mikilvægan þátt í því, að Sameinuðu þjóðirnar náðu að taka ákvörðun. Gyðingar samþykktu þessa lausn mála en Arabar höfnuðu þessu alfarið og sögðu að það kæmi ekki til greina að stofna ríki Araba. Sjónarmið Araba árið 1947 er óbreytt í dag. "Við sættum okkur aðeins við að fá allt landið og Jerúsalem verði höfuðborg þess."
Þann 14. maí 1948 varð sá atburður sem hafði varanleg áhrif á mannkynssöguna. Að kvöldi þessa dags lýsti nýskipaður forsætisráðherra, yfir sjálfstæðu ríki Gyðinga í Palestínu sem fékk nafnið Ísrael. Landið náði yfir hluta af því landssvæði sem Gyðingar höfðu búið í og átt sína sögu í um 4000 ár en oft undir stjórn og yfirráðum annarra þjóða, var nú sjálfstætt ríki Gyðinga sem um tvöþúsund ár höfðu verið dreifðir meðal fjölda þjóða. Arabar náðu Palestínu á sitt vald árið 636 og stjórnuðu múslímar landinu fram til ársins 1099, þegar krossfarar réðust á landið og stofnuðu ríki þar. Síðasta ríki krossfaranna leið undir lok 1299 eftir að hafa beðið ósigur fyrir herjum múslima. Tyrkir stjórnuðu svo Palestínu frá 1517 -1917 (Tyrkir eru Evrópuþjóð ekki Arabar) Á seinni hluta nítjándu aldar, jókst flutningur Gyðinga til landsins og keyptu þeir upp stór landsvæði af Tyrkjum. Þessi voru aðallega mýraflákar í órækt, engin tré og malaría geisaði þar. Þessir Gyðingar sáu þó fram í tímann. Þeir byrjuðu að þurrka upp landið og hófu að rækta það. Um svipað leiti fóru Arabar að koma til landsins í atvinnuleit. Sérstaklega komu margir frá Egyptalandi. Í byrjun voru friðsamleg samskipti meðal þeirra. Gyðingar hjálpuðu m.a. Aröbum að rækta jörðina. Því miður breyttist þetta þegar fleiri og fleiri Gyðingar fóru að koma til landsins, þá jókst einnig innflutningur Araba frá mörgum nærliggjandi löndum. Arabaþjóðir sáu þarna hættu ef Gyðingar yrðu fjölmennir og tækju stjórn á landinu. Óeirðir brutust út hvað eftir annað og oft var mikið mannfall á báða bóga.
Hvernig voru nú móttökur hins nýfædda lýðræðisríkis Ísrael árið 1948. Það leið nú ekki sólarhringur þangað til hersveitir nágrannaþjóða Araba réðust inn í þetta nýja land, með það eitt í huga, að útrýma þeim. Í hafið með þessa nýju þjóð. Þurrkum Ísrael út af landakortinu. Ísrael vann þetta stríð. Fimm sinnum hafa nágrannaþjóðir reynt að sigra þetta litla ríki, en alltaf beðið ósigur. Tvö Arabaríki hafa þó gert friðarsamninga við Ísrael, Jórdanía og Egyptaland.
Ísrael er lýðræðisríki. Arabar búa hvergi við jafnmikið frelsi og í Ísrael, sbr. trúfrelsi, skoðanafrelsi og frjálsar kosningar. Arabar eiga fulltrúa í þinginu og starfa í ráðuneytum í Ísrael.
Ísrael! Til hamingju með afmælið
Smá viðbót:
The State of Israel was formed on May 15 1948 as a Jewish state and a democratic republic. Over time it became one of the only two democracies in the Middle East, the other being Turkey. http://www.ynetnews.com/articles/0,7340,L-3284752,00.html
Það var að kvöldi 14. maí sem David-Ben-Gurion nýskipaður forsætisráðherra lýsti yfir sjálfstæðu ríki Gyðinga sem nefnt var Ísrael. Í Ísrael byrjar nýr dagur við sólsetur og er til sólsetur. Þannig að báðir þessir dagar 14. og 15. maí eru réttir. Samkvæmt því sem við eigum að venjast þá byrjar hver dagur um miðnætti svo samkvæmt því er afmæli Ísraels 14. maí en þá samkvæmt venjum Ísraela er komin nýr dagur 15. maí. Atburðurinn átti s.s. sér stað nú í kvöld.
Í vetur setti ég inn ritgerð sem heitir Deilur Ísraela og Araba" http://rosaadalsteinsdottir.blog.is/blog/rosaadalsteinsdottir/entry/465441/#comments
Snorri Óskarsson er með grein um Ísrael: "Ísrael 60 ára!" http://snorribetel.blog.is/blog/snorribetel/entry/539744/#comment1385756
Jóhann Helgason er með grein um Ísrael: "Ísrael 60 ára - Til hamingju með afmælið." http://enoch.blog.is/blog/truin_a_jesu/
Vefslóð: Félags ZION Vinir Ísraels: http://www.zion.is/
Drottinn blessi þig frá Zíon, þú munt horfa með unun á hamingju Jerúsalem alla ævidaga þína. Sálmur 128: 5.
Drottinn blessi Ísrael.
Shalom
Rósa Aðalsteinsdóttir
Ási Vopnafirði
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 20.5.2008 kl. 23:49 | Facebook
Athugasemdir
Er á leið í rumið, vildi bara segja hæ, les þetta á morgun. Knús til þín elsku Rósa.
Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 23:05
Sæl, Rósa mín, þú ert svo dugleg að skrifa, að ég hef ekki við að lesa þetta allt saman! Kíkti á umræðurnar við síðustu færslu, og það er augljóst að þú ert að gera góða hluti.
Takk fyrir öll innlitin á mína síðu og bestu kveðjur,
Guðrún Markúsdóttir, 15.5.2008 kl. 00:37
Knús á þig elsku duglega skrifkona mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2008 kl. 00:47
..ég þarf að skreppa til Íslands..takk fyrir pistilinn.
Óskar Arnórsson, 15.5.2008 kl. 05:35
Sæl Rósa mín.
Takk fyrir uppýsingarnar sem aldrei er nóg af.
En þú vakir vel yfir að þær berist um víðan völl.
Takk fyrir og til HAMINGJU MEÐ PRÓFIÐ.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 06:05
Akurrat akkurat Rósa,ég sé þú hefur lagt á þig krókaleiðir til að komast að dagsetningunni.Það eru allavegana 60 ár í dag,svo kannski er viðeigandi að óska Ísrael til hamingju með daginn.
Bestu kveðjur Úlfurinn.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 15.5.2008 kl. 07:05
Takk fyrir góðan pistil Rósa, og er ég þér sammála.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.5.2008 kl. 08:47
Flottur pistill! Guð blessi þig!
Steingrímur Jón Valgarðsson, 15.5.2008 kl. 09:50
Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.
Sæl Ásdís mín. Sjáumst hér og hjá þér á blogginu í dag. Vonandi hafðir þú góðar draumfarir. Ég segi nú oft við vini mína þegar þau eru að fara að sofa: " Dreymi þig Guð, englana og mig."
Sæl mín kæra Guðrún fræ. Hefði skanninn minn ekki gefið upp öndina þá hefði ég kannski stolist til að birta myndina af þér í Tíberías. Þar varstu búin að útbúa flott höfuðfat til að verjast sólinni. Frábær mynd. Við vorum flotta í Ísraels í denn. Manstu fararstjórann okkar hann Móses Hanssen. Fyrsta daginn sem við vorum í Tíberías þá skruppum við í banka svo við hefðum einhverja aura áður en við fórum í skoðunarferðina. Það var svo bratt þegar við vorum á leiðinni upp á hótel. Ég og Odda rétt náðum í rútuna og Móses sagðist hefði farið á undan okkur ef við hefðum ekki komið þarna. Meira að segja hlupum við síðasta spottann til að missa ekki af rútunni. Manstu í hvert einasta skipti sem við stoppuðum þá var samkoma. Það liggur við að við vorum með samkomur á hverjum hól sem við fundum í Ísrael. Ólafur hafði ekki við að túlka Móses. Eitt fannst mér svo fyndið þegar við Odda ætluðum að fara í sund og ætluðum ekki að komast ofan í laugina vegna þess að vatnið var svo kalt. Danska fólkið sem var að horfa á okkur fannst þetta svo fyndið að við hetjurnar frá Íslandivorum hikandi að fara ofan í þennan íspoll. En þau vissu ekki betur og þurfa að kynnast lúxusinum sem við höfum, heita vatnið. Þvílíkur munur að fara í Galíleuvatni. Þar var hlýtt og notalegt að busla.
Sæl Ásthildur mín. Ég slapp nú ódýrt núna við skriffinsku því Ólafur Jóhannsson skrifaði þessa grein. Takk fyrir fallega hjartað sem þú sendir mér.
Sæl Guðlaug Helga. Takk fyrir innlitið og fallega hjartað sem þú sendir mér.
Ég ætla að gefa ykkur stelpur orð áður en ég kíki á gæjana mína.
"Fagna þú og gleð þig dóttirin Zion! Því sjá ég kem og vil búa mitt í þér - segir Drottinn." Sakaría 2: 14.
Sæll Óskar minn. Ég hélt að þú værir ennþá hér uppá jöklum en auðvita hefur þér fundist þeir litlir og aumingjalegir miðað við Grænlandsjökul og drifið þig þangað. Passaðu þig á öllum sprungunum. Takk fyrir fallega hjartað.
Sæll Þórarinn minn. Ég fór inná síðu hjá trúbræðrum okkar og sagðist vera svöng að heyra meira um það sem sameinar okkur. Talaði undir rós en þeir auðvita skyldu óskina og vonandi koma pistlar frá þeim. Karin bjargvætturinn minn var að hringja í mig. Ég var búin að segja þér að við stefndum bara í að ég myndi ná prófinu. Ég þurfti að ná 4,5 en mig dreymdi um 5 og þá næði ég 6 því ég hafði topp vetrareinkunn sem gilti 20% en þetta var hörku bónus að fá 7 sem mér finnst nú miklu fallegri tala en 6. Nú er stærðfræðinni lokið í stúdentsbardaganum mínum. Ætla aldrei í stærðfræði aftur í fjarnámi. Þetta er eina fagið sem mér finnst slæmt að taka í fjarnámi. En að fá 7 í ensku og stærðfræði finnst mér flott. Næstu allar aðrar einkunnirnar eru hærri og nálgast ég 100 einingar. Ég ætla að halda áfram á hraða snigilsins og kannski held ég stúdentsveislu þegar ég verð sjötug.
Sæll Úlli minn. Það er viðeigandi að óska Ísrael til hamingju með afmælið. Þeir eru hataðir af flestum sem búa umhverfis þá og auðvelt hefur þetta ekki verið að búa þarna. En ég trúi að þarna eigi þeir að vera staðsettir samkvæmt leiðarbókinni minni Biblíunni. Ólafur var búinn að segja mér að í raun væri afmælið 15 maí hjá þeim og þess vegna langaði mig að fá skýringar því ég hafði heimildir úr bókum eftir Snorra Bergs og Ulf Ekmann að afmælið væri 14. maí. Ísraelsmenn miða við sólsetur og þá er kominn nýr dagur hjá þeim. Þegar þú skrifar Akkurat Akkurat þá dettur mér í hug yndislegur trúbróðir sem nú er heima hjá Drottni. Hann hét Dagbjartur Guðjónsson. Við eigum margar myndir af honum hér heima því hann var ásamt mörgum öðrum að ferðast um Norður- og Austurland á fimmta og sjötta áratug sl. aldar. Þessi hópur var að selja kristilegar bækur og var mamma með í þessum hóp. Hún hafði draumfarir áður en hún kom til Vopnafjarðar í fyrsta skipti. Draumurinn var "Rauður hani" og hún hitti hann á Vopnafirði. Það var nú hann pabbi minn. Þegar ég hitti Dagbjart - Denna og við vorum að spjalla þá svaraði hann oft: "Akkurat, Akkurat systir." Hann var styggur og giftist aldei en hann var svaka sætur og myndarlegur. Ég er að undirbúa næstu færslu sem er um allar Náðargáfurnar og þar las ég að Páll postuli mælir með einlífi. Ég hugsaði að það væri lítið um mannfólkið hér á jörðinni ef meirihluti jarðarbúa hefðu vilja líkjast Páli postula og pipra á sínum tíma. En við Denni og fl. líkjum okkur ekkert við sjálfan Jesú Krist sem enginn skildi þegar hann var hér á jörðu.
Sæll Guðsteinn minn. Gaman að þú skyldir hafa tíma til að kíkja. Þú sérð að það er nóg að gera hjá mér eftir að ég lét tilleiðast að byrja að blogga. Mundu hverjir eru sökudólgarnir. Kærar þakkir fyrir alla hjálpina með tækniaðstoð. Heilmikill lærdómur að læra að blogga ef maður vill leggja metnað í þetta. Það hlýtur að fara að hvessa hér inná síðunni. Það verður vonandi fjör.
Strákar það má ekki gera uppá milli svo ég ætla líka að gefa ykkur orð.
"Drottinn blessi þig frá Zíon, hann sem er skapari himins og jarðar." Sálmur 134: 3.
Guð blessi ykkur öll í Jesú nafni.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.5.2008 kl. 11:06
Góð grein hjá þér Rósa,
Til hamingju með góðar einkunnir
Guðrún Sæmundsdóttir, 15.5.2008 kl. 11:21
Sæl og blessuð Steingrímur Jón og Guðrún.
Ólafur Jóhannsson formaður Félags vina Ísraels skrifaði þessa grein.
Snorri Óskarsson er með grein á sínu bloggi um Ísrael.
Kærar þakkir fyrir hamingjuóskir og blessunaróskir mér til handa.
Ó Ísrael, bið þú til Drottins,
því hjá Drottni er miskunn.
"Hjá honum er gnægð lausnar." Sálmur 130: 7.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.5.2008 kl. 12:39
Ég óska Ísrael og velunnurum ríkisins til hamingju með afmælið. Stofnun Ísraelsríkis leysti vandamál Gyðinga með heimaland, en skapaði því miður annað flóttamannavandamál í staðinn.
Jón Magnússon bendir á það í ágætis grein.
Theódór Norðkvist, 15.5.2008 kl. 13:17
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæll Teddi minn. Sendi þér fallega mynd í verðlaun fyrir að standa við gerða samninga Myndin er af leiðarbókinni okkar sem er full af kærleiksboðskap Jesú Krists til okkar allra.
"Sæll er sá maður, er eigi fer að ráðum óguðlegra, eigi gengur á vegi syndaranna og eigi situr í hópi þeirra, er hafa Guð að háði, heldur hefir yndi af lögmáli Drottins og hugleiðir lögmál hans dag og nótt. Hann er sem tré, gróðursett hjá rennandi lækjum, er ber ávöxt sinn á réttum tíma, og blöð þess visna ekki. Allt er hann gjörir lánast honum. Svo fer eigi hinum óguðlega, heldur sem sáðum, er vindur feykir. Þess vegna munu hinir óguðlegu eigi standast í dóminum og syndugir eigi í söfnuði réttlátra. Því að Drottinn þekkir veg réttlátra, en vegur óguðlegra endar í vegleysu. Sálmur 1.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.5.2008 kl. 14:31
Takk fyrir það, Rósa.
Theódór Norðkvist, 15.5.2008 kl. 14:46
Sail Rosa min! Eg takka ter fyrir ad birta geinina Israel 60 ara sem eg skrifadi i nyja bladid okkar "Zions frettir". Her i Jerusalem hefur verid mikid um ad vera. ¢ll hotel yfirfull allan tennan manud. Tonlist, s¢ngur og dans a g¢tum hvert kv¢ld. Fyrir stuttu var eg bedin ad segja a fundi fra starfi okkar a Islandi, Zion,vinir Israels, medal kristinna araba og gydinga.
Eg takka Gudi fyrir tig Rosa, Snorra, Lindu og fleiri sem hafa blessad Israel med skrifum sinum og vitnisburdum. Eg vil takka fyrir h¢nd Israels afmailiskvedjur ykkar og godar oskir.
Tvi midur a Israel einnig ovini sem reyna ad eydileggja, deyda og tortima landi og tjod. I gair sendu teir sprengju fra Gasa a Verslunarmidst¢d i Askelon og fj¢ldi slasadra liggur i valnum. Slikar sprengjur fra Gaza eru daglegur vidburdur her.
Kairu kristnu Israelsvinir, ekki gefast upp! H¢ldum v¢ku okkar og bidum Jerusalem fridar. Bidjum einnig fyrir teim Palestinum¢nnum sem lida vegna hrydjuverka sinna eigin manna.
Rosa! Sendi ter og teim sem tetta lesa, fridar og blessunaroskir fra Zion
Olafur
Olafur Johannsson (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 14:57
Þú ert nú ótrúleg Rósa og gaman að sjá myndina af ykkur saman .. Hafðu það sem allra best bloggvinkona og kærar kveðjur
Erna Friðriksdóttir, 15.5.2008 kl. 16:50
Okkur húsbandi langar mikið til Ísrael.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 18:15
Takk fyrir fínan pistil Rósa mín,
Lengi lifi Ísrael.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 21:30
Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.
Sæll og blessaður Ólafur Ísraelsfari. Það hlýtur að vera mikil blessun að vera í Ísraels nú á þessum hátíðardögum. Ég er mjög þakklát að fá að birta þessa grein eftir þig á þessum tímamótum Ísraelsríkis.
Takk fyrir fréttirnar frá Ísrael. Ekki veitir af að fá fréttir sem eru smá mótvægi við fréttaflutning íslenskra fjölmiðla sem sennilega fá fréttir frá fréttastofu sem er hlutdræg og kannski í eigu fólks sem ber hatur í brjósti til Ísraels en ekki Palestínu. Ég vil sanngjarnan fréttaflutning. Að það sé líka sagt frá því hvað Palestínumenn gera. Ég sá eftir peningunum, 250 milljónum sem Ingibjörg Sólrún gaf til Hamas í Palestínu. Ég myndi ekki sýta það ef ég væri viss að peningunum væri varið í að kaupa mat fyrir fólkið í Palestínu. En ég bara treysti ekki Hamas sem eru hryðjuverkasamtök. Á stefnuskrá þeirra á að eyða öllum Gyðingum. Notuðu þeir þessa peninga í mat eða vopn? Ég er ekkert búin að gleyma hvernig Arafat stal og stal peningum sem voru gefnir Palestínumönnum til að nota í hjálparstarf. Franska ekkjan hans hefur það örugglega flott núna með peninga sem átti að nota í hjálparstarf í Palestínu á sama tíma og margir eiga mjög bágt þar. Eiga hvorki í sig og á.
Sæl Erna mín. Þegar ég sá þennan myndarlega gæja úti í Ísrael þá tók ég mynd af honum. Hann sá blossann því það var komið kvöld og kom til okkar. Hann var spurður hvort mætti taka mynd af okkur saman og það var samþykkt. Þegar ég kom heim lét ég stækka myndina og keypti ramma. Myndin hangir hér inní í vinnuherberginu-skólastofunni.
Sæl Birna mín. Vonandi fékkstu bréfið sem ég sendi ykkur um daginn. Snorri Óskarsson er að fara til Ísraels í júní með hóp. Nú að undanförnu er þessi tími orðinn fastur liður þannig að ef ekki núna þá kannski eftir ár. Ólafur stefnir á að vera útí Ísrael á Laufskálahátíðinni sem verður seinnipartinn í október. Aglokonur fara stundum til Ísraels. Þannig að það er örugglega hægt að finna góðan hóp. Vandamálið er bara að fá peningarigningu í staðinn fyrir þessa venjulegu.
Guð blessi ykkur öll
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.5.2008 kl. 22:57
Sæll Skúli minn. Takk fyrir innlitið.
Ég var að skoða ritgerðina sem ég var með hér í vetur um "Deilur Ísrael og Araba."Þar voruð þið Auðun að skiptast á skoðunum. Nú eru athugasemdirnar þínar horfnar og Auðun á þrjú innlegg í röð. Þetta er óásættanlegt að Morgunblaðsmenn tóku út athugasemdir sem ekki fjölluðu um Íslam. Ólafur Jóhannsson skrifaði þessa grein og var hún birt í Zíon-fréttum 2008. Þú veist þetta blað er gefið út m.a. fyrir okkur sem erum í félaginu "Vinir Ísraels." Ólafur var mjög duglegur að senda þetta blað til fullt af fólki. Vona að þú sért á skrá hjá honum með að fá blaðið.
Guð blessi þig og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa
Fáein ritningarorð:
Jesús sagði: "Þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarkar jarðarinnar." Post. 1: 8.
"Ekkert brást af öllum fyrirheitum þeim, er Drottinn hafði gefið húsi Ísraels. Þau rættust öll." Jós. 21: 45.
"Biðjið Jerúsalem friðar, hljóti heill þeir er elska þig. Friður sé kringum múra þína, heill í höllum þínum." Sálm: 122. 6.-7.
Shalom.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.5.2008 kl. 00:01
Ég segi það líka, Rósa að mér fannst skrýtið að sjá öll innlegg Skúla hverfa, gömul og ný. Ég var ekki sammála honum, en hann hafði sinn rétt til að tjá sig. Hann skrifaði nokkrar athugasemdir hjá mér og þær hurfu. Samt eru svörin við þeim ennþá inni. Það er mjög einkennilegt.
Það er ekki aðeins að það hafi verið sett kefli fyrir munninn á honum í framtíð. Hann er keflaður aftur í tímann líka! Svona er nú tölvutæknin tvíeggjuð, líkt og orð Guðs.
Theódór Norðkvist, 16.5.2008 kl. 00:38
Sæll Teddi minn.
Skúli tjáði sig um margt fleira en Íslam og mér finnst þetta vera skemmd á síðunum okkar og verið að refsa okkur líka. Þarna eru innlegg þar sem stendur "Sæll Skúli" og svo í framtíðinni ef einhver er að gúggla og vill fræðast um eitthvað mál þá er búið að skemma heildarmyndina fyrir þann sem er að afla sér kannski fróðleiks til að skrifa ritgerð. Fólkið sem skoðar þetta eftir nokkra mánuði skilur ekkert í þessu. Alltaf verið að heilsa uppá Skúla og þarna er enginn Skúli. Vonandi er fólkið ekki draugahrætt.
Drottinn blessi þig.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.5.2008 kl. 01:11
..væri gaman að koma við á Vopnafirði! Er þessi fjörður örugglega á Íslandi? ég þarf neblega að skreppa þangað og hitta þig Rósa. Er svo áttavilltir að ég gleumi öllum adressum hvar í heiminum sem þær eru..
Óskar Arnórsson, 16.5.2008 kl. 08:20
Æðislegur pistil hjá þér Rósa um 'israel góð myndin á af þér sem var tekin þar .
Drottinn blessi Ísrael.
Shalom
Jóhann
Jóhann Helgason, 16.5.2008 kl. 10:00
Sælir strákar mínir. Gaman að fá ykkur í heimsókn bæði hér og eins á Vopnafjörð.
Sæll Óskar minn, síðast þegar ég vissi var þessi fjörður á Íslandi. Hér fyrir neðan er slóð þar sem þú sérð Vopnafjörð. Þegar þú kemur á Vopnafjörð vita allir allt um alla þannig að þó þú værir eitthvað áttavilltur þá erum við hér vön að hjálpa ferðafólki sem er að leita af vinum búsettum hér. Allir hjálpast hér að við að greiða götu ferðafólks. Vopnfirðingar eru gestrisnir. Engar áhyggjur á endanum finnið þið okkur.
http://www.vegagerdin.is/umferd-og-faerd/faerd-og-astand/faerd-og-vedur/nordurland-eystra/austurl1.html
Sæll Jói minn. Ég setti tengill fyrir neðan greinina hans Ólafs Jóhannssonar svo fólk gæti séð pistilinn þinn um Ísrael. Myndin er mögnuð. Ég kolfell fyrir þessum kyssilega sæta Gyðing
"Drottinn blessi þig frá Zíon. Þú munt horfa með unun á hamingju Jerúsalem alla ævidaga þína." Sálmur 128. 5.
Megi Guð Abrahams Ísaks og Jakobs blessa ykkur og varðveita.
Drottinn blessi Ísrael.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.5.2008 kl. 11:04
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Fáein orð úr Heilagri ritningu:
"Lát óma gleðihljóm og kveða við fagnaðaróp, þú sem býr á Síon, því að mikill er Hinn heilagi í Ísrael meðal þín." Jes. 12:1
" Eins og fuglar á flökti, eins mun Drottinn allsherjar vernda Jerúsalem, vernda hana og frelsa, vægja henni og bjarga." Jes. 31: 5.
"Vakna þú, vakna þú, íklæð þig styrk þínum, Síon! Klæð þig skartklæðum þínum, Jerúsalem, þú hin heilaga borg!" Jes. 52:1
"Þeir sem treysta Drottni eru sem Síonfjall, er eigi bifast, sem stendur að eilífu. Fjöll eru kringum Jerúsalem, og Drottinn er kringum lýð sinn héðan í frá og að eilífu." Sálmur 125: 1.-2.
Megi Guð Abrahams Ísaks og Jakobs blessa ykkur um alla framtíð.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.5.2008 kl. 13:41
Fallegur pistill hjá þér að venju Takk fyrir mig elsku Rósa.
Kristín Katla Árnadóttir, 16.5.2008 kl. 14:30
Rósa mín, þú ert ekkert smá dugleg að skrifa, ég öfunda þig að hafa svona myndarlegan mann hjá þér í Ísrael. Takk fyrir spjallið áðna Rósa mín, gangi þér vel á Akureyri, mundu að skrifa niur ljufan.
Knus til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 16.5.2008 kl. 15:22
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Elsku Katla mín. Takk fyrir innlitið.
Við skulum treysta Jesú og ég trúi því að Jesús muni lækna þig. Ég trúi að Guð hafi gefið læknum visku til að annast hina sjúku. Sástu þegar ég var að segja ykkur frá Ingu vinkonu minni sem þurfti að fara í hjartaskurð. skurðinum var frestað um viku vegna þess að hún var í raun ekkert í formi til að fara í svona stóra aðgerð. Mikil undirbúningsvinna var framkvæmd á þessari viku og veistu það var bara einn læknir sem treysti sér að gera þessa aðgerð og hann sagði henni og manninum hennar að hann skildi ekkert í því að hún væri lifandi. Allt gekk vel og hún er að hressast. Það hafa komið upp ýmis tilvik sem hafa tafið batan hennar en hún er líka sykursjúklingur og það fór að grafa í skurðinum. Þar sem þetta var vinkona mín þá skrifaði ég e-mail og sendi vinum mínum út um allt. Margir bænahermenn voru kallaðir til og við fengum bænasvar. Þú og ég ætlum að glíma. Láttu mig vita hvenær ég á að kalla út bænahermennina mína.
Megi algóður Guð blessa þig og varðveita.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.5.2008 kl. 15:31
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæl og blessuð Kristín mín.
Flott að fá símtal alla leið frá Danaveldi.
Í þetta skipti slapp ég vel því Ólafur Jóhannsson skrifaði greinina.
Ég skil þig vel að þú öfundir mig á að hafa hitt svona flottan, sætan og kyssilegan Gyðing. Ég kolfell fyrir honum.
Sammála með að skrifa niður. Ég hef það yfirleitt sem reglu en gott að láta minna sig á. Gremjulegt þegar maður er búin í samtali og komin fram og þá fattar maður að maður hefur gleymt þessu og hinu. Þetta hefur komið fyrir mig og þess vegna borgar sig að skrifa niður.
Sendi þér og Kötlu fallega mynd af engli.
Heyrumst fljótlega
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.5.2008 kl. 15:42
Sæl Rósa mín þú á þakkir skilið fyrir að koma þessu á framfæri. Til hamingju með afmælið Ísrael.
Ég kvitta hér fyrir mig og sendi þér þakkir fyrir alla hjálpina á síðustu dögum.
Knús til þín vinkona.
Linda, 16.5.2008 kl. 17:22
Sæl elsku Linda mín. Takk fyrir innlitið.
Ég legg Zion
valin og dýrmætan stein
Valin stein, dýrmætan stein,
og sá sem trúir mun ei glatast.
Valinn steinn, dýrmætan stein,
og sá sem trúir því,
hann glatast ei.
Ég er að hlusta á Lindina á meðan ég er að skrifa þér. Helga Björk vinkona mín sem ég kynntist fyrir 15 árum úti í Ísrael er í viðtali. Helga Björk er búin að fara til Ísraels mjög oft og ferðast þar um með söngleik. Fyrst voru þau bara fá sem fóru en svo fór stór hópur. Vonandi verður viðtalið endurtekið.
"Fagna þú og gleð þig, dóttirin Síon! Því sjá, ég kem og vil búa mitt í þér - segir Drottinn."
Jesús Yahshua (Yeshua) elskar þig.
Shalom/Rósa.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.5.2008 kl. 17:42
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 23:11
Sæl og blessuð Sigrún mín og takk fyrir innlitið og hjartað.
Guð blessi þig og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa
Ætla að setja hér inn Sálm nr. 505 úr "Hörpustrengjum." Þessi Sálmur lýsir himnesku Jerúsalem. Spennandi að stefna þangað eftir veru sína hér:
1. Af sorgarhafi sál mót himni lítur. Þá segir Andinn: Bráðum ert þar. Og morgunstjarnan máttug leið sér brýtur. Um myrkrin þykk og gefur trúnni svar.
Kór: Jerúsalem með háu perluhliðin. Og heiðan jaspismúr og fullin torg. Þar heilög Guðs börn hljóta þráða friðinn. Og hylla Lambið Guðs í fagri borg.
2. Ég heyri oft á skerjum bylgur brjóta. Hvar bátur margur hefir silgt í kaf. Þeir villuljósa vildu heldur njóta. En vita Guðs orðs yfir lífsins haf.
3. Oft blossa ljós upp björt í þessumj heimi. Sem benda leið, en reynast aðeins tál. En ljós guðs náðar lokkar burt frá seimi. Í lífsins höfn það stefnu gefur sál.
4. Það ljós mér alltaf lýsa skal á hafi. Uns lífsins hafnar sé ég opnast geim. Frá bylgjum hafs og brimsins úðaskafi. Þá býður Jesús mig velkominn heim.
Siexten Larsson - Á. E.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.5.2008 kl. 23:48
Takk fyrir þessi skrif þú ert yndisleg Rósa knús og hafðu ljúfan sunnudag Elskuleg
Brynja skordal, 17.5.2008 kl. 23:49
Sæl Rósa
Ég spurði góðan mann þeirrar spurningar hversu margir Gyðingar í Ísrael væru kristnir, svarið kom um hæl (reyndar ekki frá þeim sem ég spurði).
U þ b 15. þúsund af 5,4 milljónum Gyðinga í Ísrael játa Krist sem frelsara sinn.
Snýst vinátta, stuðningur og tengsl félagsins Zion- vinir Ísraels eingöngu um þennan 15 þúsund manna hóp, eða snýst hann um alla Gyðinga í Ísrael ?
Kveðja
Birgirsm, 18.5.2008 kl. 00:37
Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.
Sæl Brynja mín og til hamingju með stelpuna. Takk fyrir falleg orð til mín.
Sæll Birgir minn. Eiginlega væri best að Ólafur Jóhannsson svaraði þessari spurningu. Ég vil meina að Zions-vinir fari ekkert í manngreiningarálit um hvort Gyðingar eru kristnir eða Gyðingatrúar. Við eigum líka marga vini í Palestínu. Svo spilar landið og sagan mikið inní að við séum vinir Ísraels.
Góða helgi.
Guð blessi ykkur og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa.
Zíon, þú sá mína laðar. Sólarbjarta friðarins strönd! Glerhafið geislum í baðar. Gljúpnar af heimþrá mín önd. Handan við hulu ég eygi Himnesku vordægrin löng. Drottinn ég daginn æ þreyi. dag þinn og útvaldra söng.
Kór: Heitt þreyði, himneski morgunn. Harmanna þerraðu tár. Fólk Guðs á friðarins landi. Framar ei ber nokkur sár.
2. Dauðans nú broddur er brotinn. Brotinn í Frelsarans und. Guðs náð á Golgata hlotin. glöð því og sæl er mín lund. Sekt þína og synd Jesús hylur. Sýkn ertu hjarta hans við. Sárþunga sorg best hann skilur. sál þinni gefur hann frið.
3. Freistinga fjöldi þó að mæti. fullkominn sigur er vís Guði' ef þú gefur rétt sæti. Gjálpin þá æðandi rís. Biðjandi barni Guð svarar. Bugast lát aldregi þor! Börn Guðs, þið blóðkeyptu skarar. Brátt er lífs kórónan vor! T.B. Barratt - Á.E.Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.5.2008 kl. 01:18
Sail Rosa min, og blessunaroskir fra Zion. Vardandi spurningu sem Birgirsm sem ber fra her ad ofan og tu bendir a ad best vairi ad Olafur svaradi tessu.
Mer er tad mikill heidur og blessun ad geta fraitt um margvisleg malefni i Israel. Audvita get eg ekki svarad ¢llum spurningum!
Snýst vinátta, stuðningur og tengsl félagsins Zion- vinir Ísraels eingöngu um þennan 15 þúsund manna hóp, eða snýst hann um alla Gyðinga í Ísrael ?
Svar: Nei, studningur felgasins snyst ekki eing¢ngu um gydinga sem trua a Jeshua.Tvi midur getum vid ekki adstodad alla sem vid viljum. Studingur okkar i gegnum Altjodlega Kristna Sendiradi i Jerusalem, er m.a. til fornarlamba hrydjuverka, studningur vid flottamenn fra Sudan sem Israel hefur tekid a moti, Gamallt, einamma folk sem lifdi af Helf¢rina. Innflytendur fra Etiopiu og Indlandi.o.fl.
Einng hafa einstaklingar i felaginu greitt fyrir loftvarnarskyli nalaigt skola i bainum Sideriot, tar sem daglega koma sperngjur fra Gaza. Eg gaiti nefnt fleiri adstodir vid ta sem lida i Israel. Eg vil samt einnig nefna ad Felagid Zion vinir Israels hefur stutt kristinn Palestinskan barna og unglingaskola i Beit-Jala, sem er rett hja Betlehem. I tessum skola eru baidi muslimskir og kristnir nemendur. Margir kristnir Israelsvinir a Islandi hafa stutt tennan skola i 17 ar.
Med ¢drum ordum. Felagid Zion, vinir Israels er samfelag byggt a kristnum grunni og gerir tvi engan muna a gydingum, ar¢bum. Sja stefnuskra felagsins a vefsid okkar www.zion.is Okkar Gud fer ekki i manngreinaralit.
Eg voan ad tetta hafi svarad adhluta tvi sem vid getum og gerum.
To vil eg nefna ad mikilvaigastur studningur okkar er ad blessa og bidja Israel og Jeruslam fridar. (Salm.122.6)
Med Shalom kvedju fra Zion
Olafur Johannsson
olafur johannsson (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 11:54
Sæll Ólafur Ísraelsfari.
Mikið var þetta frábært svar og þarna fengum við fullt af upplýsingu um hvað Zions vinir eru að gera. Frábært starf og er Guði til blessunar.
Ég skora á fólk að skoða heimasíðuna okkar eins og Ólafur bendir á.
Ólafur ég sendi þér vers um leið og ég vil þakka þér fyrir hjálpina.
"Drottinn blessi þig frá Síon, hann sem er skapari himins og jarðar." Sálmur 134: 3.
" Biðjið Jerúsalem friðar, hljóti heill þeir, er elska þig." Sálmur 122: 6.
Guð blessi þig.
Shalom/Rósa.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.5.2008 kl. 12:27
Takk fyrir fallegu kveðjuna þína og sálminn, elsku Rósa mín.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.5.2008 kl. 13:44
Sæl elsku Helga Guðrún.
Þessi sálmur er svo fallegur og á við núna hjá fjölskyldunni þinni. Setti þennan sálm hér í innleggi nr. 35 líka.
Megi almáttugur Guð gefa þér styrk á þessum tímamótum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.5.2008 kl. 17:29
Hugsið ykkur hversu þessi sextíu ár eru búin að vera fljót að líða!!! Og þeir voru margir sem spáðu Ísrael fáeinum lífdögum, umkringdu óvinalöndum á alla vegu. Ég las æfisögu Goldu Meir fyrir nokkrum og sú bók er stútfull af fróðleik um stofnun Ísraelsríkis. Mæli með henni. Takk fyrir Rósa
Guðni Már Henningsson, 18.5.2008 kl. 22:37
Sæll og blessaður.
Takk fyrir innlitið. Nei þeim var ekki spáð mörgum lífdögum og strax þetta sama kvöld var gerð árás á hið nýstofnaða ríki af egypskum flugvélum. Egyptar gerðu sprengjuárás á Tel-Aviv og fleiri borgir í Ísrael. Herir Abdullah konungs í Transjórdaníu fóru yfir Jórdan og þeir hernumdu stór svæði í Ísrael sem í dag er kallaður Vesturbakkinn. Líbanar réðust inn í norðurhluta Galíleu og Írakar fylgdu að baki þeim. Ætlunarverkið var að eyða þessari nýstofnuðu þjóð en það tókst ekki. Fyrsta vopnahléið var komið á 11. júní að undirlagi Sameinuðu Þjóðanna.
Hér er á blogginu er grein um Deilur Gyðinga og Araba. Slóðin er fyrir neðan pistilinn hans Ólafs.
"Drottinn blessi þig frá Síon, hann sem er skapari himins og jarðar." Sálmur 134:3
Drottinn blessi þig og varðveiti
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.5.2008 kl. 23:19
Sæl Rósa mín. Svona smá innlitskvitt á þig skil vel að þú hafir látið stækka myndina enda bara flott. Hafðu það sem allra best
Erna Friðriksdóttir, 19.5.2008 kl. 16:42
Fín grein og ekki síðri mynd. Skrýtið hvað ég á erfitt með að sjá þig svona vopnlausa (er orðinn of vanur hinni myndinni)
Ragnar Kristján Gestsson, 20.5.2008 kl. 19:12
Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.
Sæl Erna mín. Gyðingurinn var svo flottur eins og ég var búin að segja þér og ég kolfell fyrir honum.
Sæll Ragnar. Myndin af Ofurfemínistanum er langflottust. Greinin hjá Ólafi er mjög góð og heiður að fá að birta greinina.
Vinur minn sendi mér tölvupóst og sagði:
"Ég vildi benda þér á leiðindagrein um málefni Ísraels eftir Svein Rúnar Hauksson, sem er full af hatursáróðri út í Ísrael. Svona greinar lepur Moggaritstjórnin upp eftir þessum hatursbelg.
Hún er á bls. 23. í Mogganum í dag."
Sorglegt að fjölmiðlar á Íslandi skuli ekki vera hlutlausir.
"Þeir koma með fögnuði til Síonar og eilíf gleði skal leika yfir höfði þeim. Fögnuður og gleði skal fylgja þeim, en hryggð og andvarpan flýja." Jesaja 35: 10.b.
Við förum öll til himins,
við eigum stefnúmót.
Við hann sem heitir Jesús,
við tefjum ekki hót.
Hann mun okkur leiða,
inn í himinsdýrðarsal,
við förum öll til himins,
já, það er okkar val.
Til Jerúsalem borgar
við hödlum öll í hóp.
Og höfin siglum yfir,
sem Faðir okkar skóp.
Báturinn er náðín,
og Jesús skipstjórinn.
Blóðið það er fáninn
og þú ert farþeginn.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.5.2008 kl. 23:41
Sæl aftur.
Ég missti innleggið frá mér áður en ég var búin að skrifa allt innleggið, leiðrétta með forritinu og kveðja.
Eitt vers að lokum fyrir okkur öll: "Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir." Hebr. 13: 8.
Guð blessi ykkur öll.
Kær kveðja/Rósa
Christian Glitter by www.christianglitter.com
SHALOM
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.5.2008 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.