5.5.2008 | 22:56
Fagnaðarboðskaður Krists
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Fagnaðarboðskapur Krists
Friður á jörðu öll það við þráum.
Okkur þyrstir í kærleik,
því af kærleiksneista við öll erum komin.
Svartur sem hvítur
snauður sem ríkur
margbrotinn sem einfaldur
og allt þar á milli.
Við erum hér öll jafn mikilvæg
Í allri framþróun mannkyns.
Betra væri ef allir það vissu.
Fagnaðarboðskapur Krists
er kærleikur.
Kærleikurinn er Guð
og Guð er allt.
Sigríður Katrín, des. 1996.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 21.5.2008 kl. 12:36 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Vopna-Rósa
Guðskerlingin - Rósa
Ofurfemínistinn - Rósa
Róza trúfrænka
Litla englabossa-fyrirmyndarfíflið hér þessi Rósa Aðalsteinsdóttir
Litla kerlingartwitt
Sveitapenni á hjara veraldar.
Muna: Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.
Frekari upplýsingar fást með því að smella á mynd af höfundi.
Katrín Stefanía bróðurdóttir mín: http://isprinsessan.bloggar.is/
Lýdía Linnéa bróðurdóttir mín: http://lydialinnea.blogcentral.is/
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Kristin stjórnmálasamtök
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- ibbets
- Einar Gíslason
- Elísabet Sigmarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Guðlaug H. Konráðsdóttir
- Guðlaugur Hermannsson
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Helena Leifsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Hörður Halldórsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Jón Valur Jensson
- Jón Ríkharðsson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Ólafur Jóhannsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnheiður
- Sigríður Ásdís Karlsdóttir
- Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- Snorri Bergz
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefán Bogi Sveinsson
- Sverrir Halldórsson
- Tómas
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Þór Saari
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórólfur Ingvarsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Adda Laufey
- Adda bloggar
- Aida.
- Ari Guðmar Hallgrímsson
- Árni þór
- Birgirsm
- Ásta Steingerður Geirsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Bjarki Tryggvason
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Dísa Dóra
- Eygló Hjaltalín
- Flower
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Markúsdóttir
- Gladius
- G.Helga Ingadóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Kristín Ketilsdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Halla Rut
- Heiða Þórðar
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hreinsamviska
- Hörður Finnbogason
- Jakob Kristinsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Helgason
- Jón Steinar Ragnarsson
- jósep sigurðsson
- Kristbjörg Steinunn Gísladóttir
- Kristín Gunnarsdóttir
- lady
- leyla
- Magnús Paul Korntop
- Mofi
- Óskar Arnórsson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Ragnheiður Katla Laufdal
- sur
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ruth
- Kafteinninn
- Sindri Guðjónsson
- Ragnheiður Arna Arnarsdóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Styrmir Hafliðason
- Svala Erlendsdóttir
- Theodor Birgisson
- Theódór Norðkvist
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- halkatla
- Brynja skordal
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Vefritid
- Kristinn Ingi Jónsson
- Óskar Sigurðsson
- Samtök Fullveldissinna
- Sigurjón Þórðarson
- dittan
- Guðmundur Ásgeirsson
- Durtur
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- Óskar Helgi Helgason
- Nonni
- Einar K. Árnason
- Bjarni Jónsson
- Einar Rúnar Sigurðsson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðbjörn Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Hrannar Baldursson
- Inga G Halldórsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jósef Smári Ásmundsson
- Júlíus Valsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Lífsréttur
- Óðinn Þórisson
- Páll Vilhjálmsson
- Rúnar Kristjánsson
- Rúnar Már Bragason
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Steindór Sigursteinsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sverrir Stormsker
- Valdimar H Jóhannesson
- Viktor
- Þórhallur Heimisson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ægir Óskar Hallgrímsson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 140536
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Linda, 5.5.2008 kl. 23:00
Sæl og blessuð.
Fyrir tveimur árum var ég í endurhæfingu - viðgerð á Kristnes í Eyjafirði. Þar kynntist ég Sigríði Katrínu - Siggu sem samdi þetta yndislega ljóð. Hún skrautskrifaði ljóðið og gaf mér. Ég hringdi í hana í dag og spurði hvort ég mætti birta ljóðið og fékk ég samþykki. Hún sagði mér að hún færi oft með þetta ljóð þegar henni liði illa. Sigga er yndisleg manneskja og naut ég þess að vera í samvistum með henni á Kristnesi vegna vináttu hennar og trygglyndi við mig.
"Vinir" eru sjaldgæfir eins og demantar.
Guð blessi ykkur öll.
Kær kveðja/RósaRósa Aðalsteinsdóttir, 5.5.2008 kl. 23:03
Yndislegt.Guð blessi þig
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 23:13
Sælar stelpur.
Takk fyrir innlitið. Í fyrramáli kl. 9 fer ég í stærðfræðipróf og svo fer ég nú að kíkja á bloggið hjá ykkur. Helga gott að vita að allt gengur vel hjá ykkur í Reykjanesbæ.
Guð blessi ykkur Linda, Helga og Guðlaug Helga.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.5.2008 kl. 23:15
Takk fyrir þetta fallega ljóð. Guð blessi þig og þitt fólk ríkulega. Kíktu endilega á bloggið hjá Svani. Þar stend ég í ströngu í deilum við trúleysingja. Alltaf þörf fyrir góða hermenn Krists í svoleiðis baráttu, Rósa, Linda, Haukur, Bryndís, hver sem vettlingi getur valdið.
Theódór Norðkvist, 5.5.2008 kl. 23:23
Afskaplega fallegt ljóð, takk fyrir að birta það elsku Rósa. Hugsa til þín í fyrramálið. Bestu kveðjur austur
Ásdís Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 23:59
Sæl og blessuð Birna, Theódór og Ásdís. Takk fyrir innlitið.
Mikið af næturhröfnum í kvöld.
Þegar Sigga vinkona mín sýndi mér þetta ljóð þá bað ég hana að gefa mér eintak því ég heillaðist af þessu hjá henni. Hún á fleiri ljóð í þessum dúr og er ég búin að semja að fá fá þau. Þegar við pabbi skreppum til Akureyrar í þessum mánuði vonast ég til að hitta Siggu og rukka auðvita um fallegu ljóðin hennar.
Takk Ásdís mín að hugsa vel til mín í fyrramáli. Ekki veitir af. Teddi, kíki á morgunn í heimsókn til Svans vinar míns.
Skynsamlegt að fara að halla sér.
Guð blessi ykkur Birna Dís, Theódór, Ásdís og allt ykkar fólk.
GÓÐA NÓTT/RÓSA
Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.5.2008 kl. 00:22
Yndislegt ljóð
Guð blessi þig kæra systir í Kristi
Guðrún Sæmundsdóttir, 6.5.2008 kl. 08:44
Sæl Guðrún og Erlingur
Þakka ykkur fyrir innlitið. Ég skoðaði hvað karlinn þýddi sem Erlingur sendi mér.
Ég er bæði ánægð og glöð. Ég var í stærðfræðiprófi áðan og það gekk miklu betur en mig óraði fyrir. Það eitt er mikið þakkarefni og ég er þakklát Guði fyrir alla hjálp og ég þakka fyrir allar bænir en ég veit að vinir mínir báðu fyrir mér.
Niðurstöður úr prófi gæti borist eftir rúma viku en prófkassinn fer ekki héðan fyrr en allir eru búnir. Þá er búið að loka pósthúsinu. Þá er hægt að setja kassann í póst á þriðjudaginn þegar opnar 12:30. Þá er póstbíllinn kominn og farinn svo þetta er alveg dásamlegt. Vinkona mín sem hefur verið að hjálpa mér í stærðfræðinni fer til Reykjavíkur á morgunn og þaðan til London og kemur heim á miðvikudegi. Þá verða niðurstöður úr prófinu ekki komnar. Það er kúl að búa á hjara veraldar.
Frábært veður í dag en okkur bregður ekkert þó að það snjói á okkur aftur.
Guð blessi ykkur og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.5.2008 kl. 12:20
Vona að prófið hafi gengið vel í dag og hafðu góða nótt
Erna Friðriksdóttir, 6.5.2008 kl. 23:00
Sæl Erna mín. Prófið gekk miklu betur en ég þorði að vona. Í dag er ég búin að vera þreytt en reynt að gera eitthvað að viti. Ekki veitir af Hvítasunnuhátíð framundan. Ó já nú stefni ég á að sofa og það með stæl.
Guð blessi þig kæra vinkona.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.5.2008 kl. 23:17
Takk fyrir yndislegt ljóð elsku Rósa mín Guð verði með þér
Kristín Katla Árnadóttir, 7.5.2008 kl. 11:40
Bara að kíkja á þig, hafðu það gott og sérlega um Hvítasunnuna, er þá sjálf á leið í fermingarveislu
Erna Friðriksdóttir, 7.5.2008 kl. 16:47
Hæ hæ Rósa.
Mjög fallegt ljóð.
Guð blessi þig og þína.
Bestu kveðjur Jenni.
Jens Sigurjónsson, 7.5.2008 kl. 18:36
Ljómandi fínt ljóð Rósa og auðvitað til hamingju með stærðfræðina,ég er nokkuð klár að þú hafir staðið þig með glans.
Akkrat akkurat eins og ég er svo vanur að segja.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 7.5.2008 kl. 19:26
Fínt ljóð Rósa.
Ég heimsótti Guðstein Hauk í kirkjuna hans á sunnudaginn og hlustaði á hann flytja ágætt og fróðlegt erindi um kristindóm og fjölmiðla. Ég hefði ekki getað varið þessum sunnudagsmorgni betur.
Sigurður Þórðarson, 7.5.2008 kl. 21:12
Fallegt ljóð.
Hvernig gekk í prófinu?
mbk/sjs
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 23:23
Sæl öll og takk fyrir innlitið. Sammála ykkur að ljóðið hennar Siggu vinkonu minnar er mjög fallegt. Hún fer oft með ljóðið þegar henni líður illa.
Sæl Katla mín, Guð veri með þér og ég vona að ég fari að geta ræktað ykkur vini mína. Við pabbi förum kannski á morgunn til Reyðarfjarðar og á laugardaginn til Eskifjarðar. Okkur langar að fylgja Alla vini okkar til grafar og hitta Laugu ekkjuna hans og einnig föðursystir mína. Við ætluðum á föstudaginn því spáin á laugardaginn var slæm en nú hefur veðurspáin breyst þannig að við verðum að haga seglum eftir vindi. Búið að vera sólardagar hér og bullandi hiti en svo á að fara að snjóa aftur hér á föstudaginn. Þetta er magnað.
Sæl Erna mín. Ég slepp alveg við fermingar núna en er búin að senda frænda mínu Biblíu í fermingargjöf. Hann er búsettur í Svíþjóð. Vona að það verði magnaðar krásir á borðum í fermingarveislunni sem þú ert boðin í.
Sæll Jenni minn. Þar sem þú ert nú héðan þá er búið að vera fjör hérna hjá okkur með veðrið. Fyrir nokkrum dögum var snjór alveg niður að sjó hinu megin í firðinum, slabb á götum hérna í bænum og svo komu fáeinir dagar með svaka hita og á föstudaginn kemur veturinn aftur. Aðeins fyrir viku síðan var svo vont veður hér uppá heiði. Þá ætlaði iðjuþjálfari að koma til pabba en hætti við. Hún kom til okkar í dag og fór meira að segja yfir Hellisheiði.
Sæll Úlli minn. Þú hafðir rétt fyrir þér að ég ásaði yfir yfir þetta próf. Dauðu lýsnar duttu af mér og það lá við að ég missti þær sem eru lifandi líka vegna undrunar yfir góðu gengi. Stelpurnar í skólanum hafa örugglega ekki verið hrifnar að þurfa að þrífa upp eftir mig en ég auðvita lét mig hverfa svo ég slyppi við að þrífa lýsnar uppúr gólfinu. Þvílíkur léttir að þetta er búið og þá tekur eitthvað skemmtilegra við. Vorhreingerningar í garðinum og fullt af ferðalögum framundan nú í maí og júní.
Sæll elsku Siggi minn. Alveg er ég viss um að Guðsteinn hefur staðið sig vel. Þórarinn bloggvinur minn fór að hlusta á hann og hann var líka mjög ánægður. Vona að það gangi vel í rekstrinum hjá þér. Ég sé að það er hörku fjör á blogginu hjá Guðsteini. Siggi minn, ég er búin að láta Guðstein vita um veisluna sem við viljum að hann haldi fyrir okkur þegar ég kem í júní.
Sæl Sigrún mín. Það gekk vel í prófinu, miklu betur en ég þorði að vona. Þegar ég kom heim varð spennufall en ég er að koma til.
Þykir leiðinlegt hvað ég er búin að vanrækja ykkur mikið. Ég varð að taka mig á með stærðfræðina svo ég gæti marið prófið en ég gerði gott betur en það en ég hef ekki fengið neinar niðurstöður og á ekki von á þeim fyrr en seinnipartinn í næstu viku. Nú gleymum við stærðfræðinni og horfum fram á veginn.
Ég dró dúndur gott orð fyrir ykkur: "Treyst Drottni og gjör gott, bú þú í landinu og iðka ráðvendni, þá munt þú gleðjast yfir Drottni, og hann mun veita þér það, sem hjarta þitt girnist." Sálm. 37. 3.-4.
Guð blessi ykkur öll kæru vinir.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.5.2008 kl. 00:26
Flott ljóð Vopna-Rósa semdu lag við það. Þakka þér fyrir fyrirbænir, segðu mér hvernig þér gekk í stærðfræðiprófinu. Þú veist að þú getur allt því sá getur allt sem trúir. Be blessed not stressed.
Aðalbjörn Leifsson, 8.5.2008 kl. 16:05
Sæl Rósa mín.
Þetta er hugljúf og notleg lesning,gefur mildan yl í sálu.
Algóður Guð gefi þér góðan dag Rósa mín.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 02:09
Knús á þig inn í daginn baráttu kona
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2008 kl. 13:15
Ef bara Rósa Linda og Bryndís vissu hvað gott fólk er til á Íslandi!...wow! Þórainn Þ. myndi ég gera að ráðherra til að lækna Ísland í hvelli..
Óskar Arnórsson, 10.5.2008 kl. 15:06
elsku rósa
þakka þér fyrir að koma við hjá mér.kv adda og krissi
Adda bloggar, 11.5.2008 kl. 09:22
Kæru vinir.
Gleðilega hátíð. Takk fyrir innlitið og yndislegar kveðjur til mín. Faðir minn og ég fórum á fimmtudaginn til Neskaupsstaðar þar sem við vorum í góðu yfirlæti hjá frændsystkinum okkar inní Norðfirði. Við fórum deginum áður en áætlað var vegna breytingar á veðurspá. Á leiðinni hitti ég Öddu sem er bloggvinkona mín og einnig kíkti ég á hana á leiðinni heim seinnipartinn í gær. Við hittum Svövu föðursystir mína sem dvelur á heimili aldraða Hulduhlíð á Eskifirði bæði áður en við drifum okkur yfir Oddskarðið og einnig á leiðinni heim. Í gær hittum við líka Díönu dóttir Lóu sem við vorum hjá á Neskaupsstað. Díanna er að vinna í Hulduhlíð. Veðrið á Neskaupsstað var slæmt á föstudaginn. Alli og strákarnir hans drifu sig í að setja skjáturnar og fallegu lömbin þeirra í hús. Við Alli og Ragnar fórum í fjárhúsið á föstudagskvöld. Við Ragnar fórum á fjórhjólinu og var hann ökumaðurinn. Þetta var mögnuð ferð og svo fórum við að taka myndir af litlu nýfæddu lömbunum. Ég tók tvo heimalinga í fangið en móðir þeirra dó þegar þeir voru aðeins tveggja daga gamlir. Ragnar tók myndir af mér með þessi krútt í fanginu. Kannski leyfi ég ykkur að sjá myndirnar???? Alli er duglegur að fara með mjólk handa þeim. Passar þessi litlu grey fyrir mömmu þeirra sem gat ekki sjálf sinnt þeim. Á laugardagsmorgunn var búið að snjóa mikið um nóttina en kominn 10 stiga hiti svo þessi nýfallni snjór er örugglega allur farinn. Vinur okkar Bjössi sonur Kristins Jónssonar frá Eskifirði var hér á Vopnafirði á föstudeginum og hér var veður í stíl við það sem við höfðum á Neskaupsstað. GLEÐILEGT SUMAR
Aðal markmið þessarar ferðar var að fara og vera viðstödd kveðjustund Aðalsteins Jónssonar - Alla vinar míns sem ég kynntist sem barn. Ég reyndi að vera fín, málaði mig og var búin að blása hárið en svo þegar ég fór að bera út í bíl þá kom hundslappadrífa og hárgreiðslan fór eitthvað á skjön og getum við gefið hárgreiðslunni nafnið - Norðfjarðarhárgreiðslan. Ég hélt að ég væri að fara í venjulega lúterska jarðaför með þulubænum. En það var sko aldeilis öðruvísi og ég naut mín svo að hlusta á boðskapinn, minningarorð um Alla okkar og bænir prestsins voru engar þulur heldur bænir frá hjarta barns Guðs. Söngurinn var alveg magnaður en ég var búin að heyra að einhver kór kæmi frá Reykjavík. Það var ekki einhver kór heldur vinir mínir í Gospelkór Fíladelfíu. Við hittumst þegar við vorum að fara inní kirkju og ég var svo glöð að sjá þau. Það fór um mig gleðistraumur að sjá þau. Séra Davíð sagði mér að Óskar væri búinn að koma 12 sinnum til þeirra á Eskifjörð til að þjóna og Davíð sagði mér að það væri alltaf fagnaðarfundir þegar hann kæmi til þeirra. Mörg gospelnámskeið hafa verið haldin á Eskifirði sem Óskar og Hrönn Svansdóttir hafa verið með svo þetta var ekki einhver kór heldur vinir Eskifjarðar sem komu og gerðu útförina hans Alla enn meira innihaldsríka. Það skiptir svo miklu máli þegar við erum að syngja um Jesú hvort söngurinn komi frá hjartanu eða ekki.
Ég ætla að vitna aðeins í ræðu Séra Davíðs. Árið 1990 voru erfiðir tímar í sjávarútvegi en Alli sagði þá: "ÞAÐ ER BJART FRAMUNDAN. REIKNIMEISTARARNIR Í REYKJAVÍK KUNNA EKKI AÐ REIKNA. ÞAÐ ER BJART FRAMUNDAN." Ég mun segja ykkur nánar frá þessum orðum seinna og útförinni í heild sinni.
Sæll Alli minn. Ljóðið hennar Siggu er dásamlegt. Ég vona að Þórarinn hafi lesið innleggið þitt og semji lag. Honum eru gefnar talenturnar að spila á píanó og semja lög Drottni til dýrðar. Alli við erum öll þakklát Jesú Kristi fyrir undur hans, tákn og lækningu hans þér til handar. Þú hræddir næstum úr mér líftóruna en sem betur fer er ég á lífi eftir að hafa fengið fréttir af þér og hræðilega slysinu á Reykjanesbraut. Þú ert gangandi kraftaverk og ég veit að þú ert duglegur að biðja fyrir þeim sem voru í hinum bílnum að þau fái fullan bata í Jesú nafni. Við erum lánsöm að eiga greiðan aðgang að besta lækninum. Þurfum ekki að bíða í nokkrar vikur eftir viðtali. Dýrð sé Guði.
Sæll Þórarinn minn. Alli trúbróðir okkar vill endilega fá lag við þennan yndislega texta. Ég veit að þú ert magnaður og getur samið lag. Ég vona að Guð gefi þér lag við textann. Mundu að við eigum greiðan aðgang að besta lækninum þar sem við þurfum ekki að bíða í margar vikur eftir viðtali og greiða oft hellings pening fyrir ekki neitt.
Sæl Ásthildur mín. Ég vona að allt gangi vel hjá þér með allan barnaskarann. Endilega mundu að fara vel með þig. Ég hugsa oft til þín að þetta sé alltof mikið fyrir þig nú þegar sumarblómavertíðin er líka að byrja . Megi algóður Guð vernda þig og heilsu þína og senda þér þá hjálp sem þú þarft.
Sæll Óskar minn. Þórarinn yrði flottari ráðherra en margir sem gegna þessum embættum í dag. Við þurfum að veita þessu fólki aðhald en hingað til hafa þau getað haft það eins og þeim sýnist. Ég og margir aðrir biðjum fyrir þeim. Ég trúi að Guð muni snúa við högum okkar Íslendinga. Margir setja upp dæmi og reikna út útkomu sem þeir voru búnir að ákveða fyrirfram. Margir eru í því að tala neikvætt um fjármálin okkar og jú þau eru ekki til fyrirmyndar þökk sé Ríkisstjórn Íslands sem kann ekki til verka. En þetta fólk er úrtölufólk sem er að þessu til að komast á spena hjá Evrópubandalaginu. Viðskiptajöfrar græða enn meira en í dag ef þau komast á spena ESB og þeim virðist vera sama að gefa sjálfstæðið okkar Evrópumönnum. Eins og ég sagði í upphafi þá voru erfiðleikatímar á Íslandi árið 1990. Alli vinur minn á Eskifirði sagði þá að það væri bjart framundan og að reiknimeistararnir í Reykjavík kynnu ekki að reikna. Vona að Geir Harrde sem sat í kirkju rétt hjá mér hafi hlustað vel á ræðu Séra Davíðs. Hann þarf að stýra þjóðarskútunni í takt við þá hugsjón sem Alli vinur minn hafði í forgangi á Eskifirði. Fólkið sem var að vinna hjá honum var í fyrirrúmi. Þarna var maður með stórt og göfugt hjarta. Ég var lánsöm að hafa fengið að kynnast honum og Laugu og eins Kidda bróður hans og fjölskyldum þeirra.
Sæl Adda mín. Við fengum að sjást tvisvar í smá augnablik þegar við pabbi keyrðum í gegnum Reyðarfjörð. Yndislegt að sjá þig og ég trúi því að við eigum eftir að sjást aftur. Það var yndislegt að fá að knúsa litla Kristófer. Ég viðurkenni að ég er veik fyrir börnum og hann var svo yndislegur. Ég hitti líka lítinn frænda á Nesakaupsstað. Strax þegar hann sá mig þá rétti hann út hendurnar og vildi koma til mín. Ég var yfir mig ánægð en hann var alltaf bara stutt í fanginu hjá mér eða hjá öðrum því hann hafði svo mikið að gera og höfðu frændur hans ekki við að elta hann út um allt hús.
Guð blessi ykkur og gefi ykkur öllum Gleðilega hátíð.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.5.2008 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.