Saga af litlum dreng


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Þetta bréf fékk ég fyrir nokkrum árum svo ábyggilega kannist þið við söguna um litla drenginn. Bréfið bar heitið „Áfram vinavika" og skýrist heitið neðst í bréfinu.

 

Þetta er saga af litlum dreng sem var afar geðvondur. Faðir hans gaf Honum naglapakka og sagði honum að í hvert sinn sem hann missti stjórn á skapi sínu skyldi hann negla einn nagla í bakhlið grindverksins.

Fyrsta daginn negldi drengurinn 37 nagla í grindverkið. Næstu vikurnar lærði hann að Hafa stjórn á reiði sinni og fjöldi negldra nagla minnkaði dag frá degi. Hann uppgötvaði að það var auðveldara að hafa stjórn á skapi sínu en að negla alla þessa nagla í girðinguna.

Loksins rann upp sá dagur að enginn nagli var negldur og drengurinn hafði lært að hafa stjórn á sér. Hann sagði Föður sínum þetta og faðirinn lagði til að nú drægi drengurinn út einn nagla fyrir hvern þann dag sem hann hefði stjórn á skapi sínu. Dagarnir liðu og loks gat drengurinn sagt föður sínum að allir naglarnir væru horfnir.

Faðirinn tók soninn við hönd sér og leiddi hann að grindverkinu. Þú hefur staðið þig með prýði en, sjáðu öll götin á grindverkinu. Það verður Aldrei aftur eins og það var áður. Þegar þú segir eitthvað í reiði, skilur það eftir sig ör alveg eins og naglarnir.

Þú getur stungið mann með hnífi og dregið hnífinn aftur úr sárinu, en það er alveg sama hve oft þú biðst fyrirgefningar, örin eru þarna samt áfram. Ör sem orð skilja eftir sig. Geta verið jafnslæm og líkamleg ör.

"Vinir" eru sjaldgæfir eins og demantar.

Þeir hlusta á þig, skiptast á skoðunum við þig og opna hjarta sitt fyrir þér? Þú ert vinur minn og það er mér mikill heiður og fyrirgefðu mér ef

Ég hef skilið eftir göt í grindverkinu þínu.

 

Smá hugleiðing allavega fyrir Rósu:

Öllum hefur orðið á og við höfum örugglega öll skilið eftir göt í grindverki hjá öðrum. Langar að koma með fáein Biblíuvers um fyrirgefninguna.

„Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. En ef þér fyrirgefið ekki öðrum, mun faðir yðar ekki heldur fyrirgefa misgjörðir yðar." Matt. 6: 14.-15.

„Og þegar þér eruð að biðja, þá fyrirgefið, ef yður þykir nokkuð við einhvern, til þess að faðir yðar á himnum fyrirgefi einnig yður misgjörðir yðar. Ef þér fyrirgefið ekki, mun faðir yðar á himnum ekki heldur fyrirgefa misgjörðir yðar." Mark. 11: 25.-26.

„Umberið hver annan og fyrirgefið hver öðrum, ef einhver hefur sök á hendur öðrum. Eins og Drottinn hefur fyrirgefið yður, svo skuluð þér og gjöra." Kól. 3: 13.

„Látið hvers konar beiskju, ofsa, reiði, hávaða og lastmæli vera fjarlægt yður og alla mannvonsku yfirleitt. Verið góðviljaðir hver við annan, miskunnsamir, fúsir til að fyrirgefa hver öðrum, eins og Guð hefur í Kristi fyrirgefið yður." Efes. 4: 31.32.

„Nei, elskið óvini yðar, og gjörið gott og lánið án þess að vænta nokkurs í staðinn, og laun yðar munu verða mikil, og þér verða börn hins hæsta, því að hann er góður við vanþakkláta og vonda. Verið miskunnsamir, eins og faðir yðar er miskunnsamur. Dæmið ekki, og þér munuð eigi dæmdir verða. Sakfellið eigi, og þér munuð eigi sakfelldir verða. Sýknið, og þér munuð sýknaðir verða. Gefið, og yður mun gefið verða. Góður mælir, troðinn, skekinn, fleytifullur mun lagður í skaut yðar. Því með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður aftur mælt verða." Lúk. 6: 35.-38.

„Sértu því að færa fórn þína á altarið og minnist þess þar, að bróðir þinn hefur eitthvað á móti þér, þá skaltu skilja gjöf þína eftir fyrir framan altarið, fara fyrst og sættast við bróður þinn, koma síðan og færa fórn þína" Matt. 5: 23.-24.

Guð blessi ykkur.

Rósa Aðalsteinsdóttir

Vopnafirði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Helgason

Sæl Rósa  ég Þakka fyrir þessa fallegu sögu  og deila henni með okkur

Guð blessi þig

Jói

Jóhann Helgason, 30.4.2008 kl. 01:09

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Það er ekki ónýtt að byrja daginn eftir lestur þennan.Takk Rósa.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 30.4.2008 kl. 06:52

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er virkilega falleg saga Rósa mín, og verð umhugsunar.  Ég hef heyrt hana áður, en ég held að ég þurfi að heyra hana oft og mörgum sinnum, til að muna.  Takk elskulega kona.  Knús á þig inn í daginn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2008 kl. 10:25

4 identicon

Sæl Rósa mín.

Þetta eru orð í tíma töluð, falleg saga, áhrifamikil, góður og einlægur boðskapur.

Það er mikil hlýja í þessu öllu saman,og megi sem flestir lesa og njóta þessarar færslu þinnar.

Guð blessi þig og þína og ég á svo einlæga ósk að námið þitt beri ríkulegan ávöxt.

Þinn trúbróðir Þórarinn Þ. Gíslason.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 10:58

5 identicon

Þetta er frábær saga. Takk fyrir að setja þetta á síðuna þína. Guð blessi þig.

Þekkir þú frænku mína sem býr á Vopnafirði? Hún heitir Guðrún Steingrímsdóttir, konan hans Árna sem er með matvörubúðina á Vopnafirði.

Kv Steini

Steini (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 11:32

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð. Takk fyrir innlitið. Ég var í morgunn að puða í stærðfræði og eftirmiðdagurinn er bókaður fyrir stærðfræði. Veðrið er fínt hér niðri í byggð. Búið að snjóa í gær og fyrradag. Í gær var slydda svo það er nóg slabb og snjórinn er að renna af þakinu í dag með miklum látum og dynkjum. Uppi á Vopnafjarðarheiði er NA 10m/s og aðeins 8 bílar búnir að fara um heiðina frá miðnætti. Hörku vetur = hörku fjör.  Undur og stórmerki og það er víst komið sumar.

Sæl Helga mín. Frábært að eiga góða bloggvini og það er magnað þegar fólk nær vel saman og verða góðir vinir. Og svo er nú bónus að þú ert frá þessum fallega stað.  Dásamlegt að heyra að málin eru að leysast og að dóttir þinni vegni vel þar sem hún er og að yngsta syni þínum vegnar betur.

Sæl Guðlaug mín. Mögnuð saga sem hægt er að læra af.

Sæll Jói minn. Þessi saga er mjög lærdómsrík. Ég hafði nú samúð með litla drengnum sem þurfti að puða og puða við að negla alla þessa nagla til þess eins að draga þá út úr grindverkinu aftur.

Sæll Úlli minn. Dugnaðurinn í þér að nenna að lesa blogg áður en þú ferð í vinnuna. Fínt að þessi saga var gott nesti inní fjörugan vinnudag hjá þér.

Sæl Ásthildur mín. Ég fékk þessa sögu í tölvupósti fyrir sex árum og ákvað að varðveita söguna því hún er svo sérstök og lærdómsrík. Yfirskriftin á þessari sögu var "Áfram vinavika" Örugglega hefur þessi tölvupóstur komið til menningarbæjarins Ísafjarðar fyrst tölvupósturinn kom hingað á hjara veraldar.

Sæll Þórarinn minn. Takk fyrir hlý orð og hugulsemina. Hér þarf að koma þíða bæði úti og eins í heilanum mínum svo eitthvað nái að síast inn.

Sæll Steini minn. Ég þekki Guðrúnu mjög vel og hún er alveg frábær. Ég er árinu eldri en hún og við Árni vorum bekkjasystkini. Veit ekki með bekkinn hennar Guðrúnar en það var oft fjör í bekknum okkar Árna. Kennararnir okkar voru oft virkilega þreyttir á okkur.  Við Guðrún vorum einu sinni á sama tíma á Kristnesspítala í viðgerð. Við fórum í bæjarferð og fórum í skóbúð. Guðrún fór að máta skó og það var svo mikið fjör hjá okkur. Ég hugsa að þetta hafi verið skemmtilegast vinnudagur hjá búðareigandanum í langan tíma. Hann hló og hló og mér minnir að Guðrún hafi fengið afslátt. Kata biður að heilsa þér. Endilega mundu næst þegar þú setur inn athugasemd að skrá þig inn svo að við fáum að sjá myndina af höfundi = Hjól í blöðruflugi.

Smá gjöf til ykkar: Jesús sagði: "Yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki." Matt. 6: 32.-33.

Guð blessi ykkur öll.

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.4.2008 kl. 15:00

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir snilldarlega dæmisögu sem er svo sönn! Og vitur faðir.  Mér hefði verið nær að hlusta á föður minn meira, en ég man allt hvað hann sagði sem skipti máli. Svo ég er að hlusta á hann núna þó hann sé farin fyrir  ca. 10 árum síðan.  Ég er bara svolítið seinþroska skiluru. Takk fyrir kraftinn og stuðninginn sem þú gefur mér allan tíman...

Óskar Arnórsson, 30.4.2008 kl. 20:18

8 Smámynd: Steingrímur Jón Valgarðsson

Já takk fyrir þetta Rósa. Ef þú rekst á fókið mitt þarna á Vopnafirði þá máttu skila kærri kveðju. Bið að heilsa Kötu

Kv Steini

Steingrímur Jón Valgarðsson, 30.4.2008 kl. 22:36

9 Smámynd: Linda

Sæl Rósa mín - þetta er yndisleg saga sem ég hef heyrt áður og hún er alltaf jafn góð. Takk fyrir að setja hana inn með tilvitnunum í ritninguna.

knús

Linda, 30.4.2008 kl. 23:35

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir strákar mínir.

Óskar minn, þú stendur þig vel. Aldrei of seint að fara eftir góðum ráðleggingum.  Fyndinn ertu  að segja að þú sért seinþroska.  Við stöndum saman í baráttunni. Þú gefur mér og fleirum mjög mikið hér á blogginu. Ég get alveg ímyndað mér að margir sakni þín því þú varst duglegur að segja okkur ýmislegt sem við vissum ekki og var tími til kominn að fá vitneskju um ýmis krabbamein sem hafa grasserað hér. Ertu á leiðinni á Hofsjökul núna? Ertu búinn að finna skó eða einhverjar leifar eftir Eyvind og Höllu?

Sæll Steini minn. Flott að nú kemur myndin og þá geta bloggvinir mínir farið inná síðuna hjá þér og séð hvað þú ert magnaður. Ég hitti Árna mest þar sem hann er í matvörubúðinni hérna en stundum rekst ég á Guðrúnu og Kötu. Guðrún er alltaf kát og skemmtileg. Og þegar hún er með Önnu á Felli þá er oft hörku fjör hjá okkur og við höfum hlegið mikið saman þegar við höfum hitts í búðinni. Skil ekki að búðareigandinn hafi ekki hent okkur út vegna hávaða.  

Við megum aldeilis vera þakklát Guði að eiga Guðrúnu því eins og þú veist þá var hún næstum því dáin. Guði sé lof líka fyrir allan batann sem hún hefur fengið. Hún er alltaf að verða líkari  og líkari sjálfri sér áður en hún veiktist svona heiftarlega. Árni er hetja og hefur staðið með henni í gegnum súrt og sætt.

Strákar ég dró orð fyrir ykkur: "Guði er enginn hlutur um megn." Lúk. 1: 37.

Guð blessi ykkur.

Kær kveðja/Rósa

P.s. Kæru bloggvinir: Ég mun vanrækja ykkur  í eina viku til viðbótar út af fjarnámi en svo skal ég reyni  að bæta ráð mitt.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.4.2008 kl. 23:47

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Flowers - Myspace Glitters
Hot Myspace Glitters - Dezrum.com

Sæl Linda mín. Þessi saga var send í tölvupósti þvers og kruss um landið fyrir 6 árum. Hún var svo sérstök og lærdómsríks svo ég ákvað að varðveita söguna. Auðvelt að setja svona færslur á netið sem þarf ekkert að vinna og vinna við skrif.  

"Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans." Efes. 6: 10.

"Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir." 4: 4.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.5.2008 kl. 00:11

12 identicon

Frábær færsla

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 21:16

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hver veit nema einhver af aðlinum á Íslandi lesi þetta, sjái að sér og geri upp sínan skuldir hverjar sem þær eru..mér finns lakkrís góður á bragðið en mér verður alltaf illt í maganum af honum...

Óskar Arnórsson, 2.5.2008 kl. 02:32

14 identicon

Þrátt fyrir veðrið hjá þér, segi ég samt : Gleðilegt sumar !

conwoy (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 17:52

15 identicon

Sæl Rósa mín, mikið rosalega finnst mér síðan þín flott. Svo hlý og mikill sannleikur í henni. Búin að setja hana í favoritið miitt og ætla að kíkja reglulega á hana. Hér á suðurlandinu er komið sumar með bullandi sól og tilheyrandi, gleðilegt sumar. Sumarið kemur hjá þér þegar prófin þín eru búin svo þú freystist ekki til að kíkja of mikið á sólina. Gangi þér vel í stærðfræðinn flotta kona.

Kristbjörg (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 11:02

16 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Elsku Rósa mín þetta er falleg saga. Góða helgi elskan

Kristín Katla Árnadóttir, 3.5.2008 kl. 15:26

17 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Elsku Rósa mikið er þetta falleg saga.

Knus til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 3.5.2008 kl. 16:12

18 Smámynd: Sigurður Rósant

Já, aldrei er góð vísa of oft kveðin. Það er margur kristinn bloggarinn sem gæti lært sína lexíu af þessari fallegu dæmisögu. Já og vantrúarseggirnir gætu líkatekið feðgana til fyrirmyndar.

Verum góð við hvert annað þó sjónarmiðin stangist harkalega á. Samhryggist þér Rósa með kuldann þarna fyrir norðan.

Sigurður Rósant, 4.5.2008 kl. 12:25

19 identicon

Kæra Rósa!

Falleg saga, og líkt þér að koma með svoleiðis boðskap.

Drottinn blessi þig og þitt hús æfinlega!

Kveðja úr Garðabæ 

Halldóra Ásgeirsdótti (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 17:24

20 identicon

Sæl Rósa mín.

það sást fjólublátt tjald í jaðri Hofsjökuls. Er það ekki liturinn á tjaldinu hans Óskars.Mér skilst að hann sé að verða vistalaus,aðeins fáeinar kruður og Hofsjökulskurl til að skola með niður.

Eigum við að gera eitthvað í málinu eða sendir hann Robotinn til Byggða?

Heyri frekar frá þér og Óskari.----------------Bless á meðan.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 00:03

21 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislega falleg færsla elsku Rósa og þér líkt að koma með þennan kærleik.  Hafðu það sem best og gangi þér vel í prófinu.  Hlakka til að heyra frá þér.  Kær kveðja 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 13:03

22 Smámynd: Elísabet Sigmarsdóttir

Sæl Rósa mín,

Ég hef því miður ekki haft tíma til að commenta hjá þer eða öðrum en mig vantar að vita hvort þú hafir fengið "vistvæna " bréfið frá mér um daginn?

Ég er búin að vera veiki en er nú batnað .

Gangi þér vel í prófinu á morgun

Elísabet Sigmarsdóttir, 5.5.2008 kl. 14:24

23 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Kæru vinir, takk fyrir innlitið.

Sæll Einar minn. Ekta vinir eru eins og demantar. Lífið væri tómlegt án traustra vina.

Sæl Birna mín. Kærar þakkir, þetta er lærdómsrík saga.

Sæll Óskar minn. Það væri í lagi að AÐALINN lesi þessa færslu. Því miður hefur AÐALINN oft skilið eftir göt í grindverki þeirra sem minna mega sín og komast upp með það. Það þarf að upplýsa AÐALINN að ljót verk eins og að setja steina í götu þeirra sem eiga bágt er syndsamlegt athæfi og nýtur þar af leiðandi ekki blessun Guðs.  Ekki skrýtið hvernig er komið fyrir þessu landi. AÐALINN biður ekki um leiðsögn Guðs almáttugs, semja lög sem eru Guði óþóknanleg eins og fóstureyðingarlögin 1975. AÐALINN þarf eins og við öll að svara fyrir gjörðir sínar eftir veru þeirra hér á jörð. Ég öfunda AÐALINN ekki, hef nóg sjálf. Prestastefnan semur og semur lög sem er gegn leiðsögubókinni sem þeir lærðu í Guðfræðideild. Tími til kominn að leysa þessa óguðlegu prestastefnu upp. Ég hef aldrei verið neitt að hugsa út í þetta fyrr en núna allra síðustu ár nema auðvita er það mjög sérstakt að það er bara mulið undir Lúterskukirkjuna en ekki aðra söfnuði sem eru að vinna frábært hjálparstarf ekki síður en Lúterskukirkjan. Nú undanfarin ár hefur prestastefnan verið að semja og semja lög sem eru gegn Guðs vilja og þess vegna vil ég nú að það verði aðskilnaður á milli ríkis og kirkju og það helst STRAX. Lúthersakirkjan getur þá sjálfri sér um kennt að vinna ljóst og leynt gegn vilja Guðs almáttugs. Ég hugsa að sumir prestar fái sér aðra vinnu því brauðið verður ekki eins næringargott eins og það er núna. Prestar þurfa líka að svara fyrir gjörðir sínar eftir veru sína hér á jörð eins og við hin. Engin undanþága þó þeir hafi flotta nafnbót.

Sæll Conwoy. Loksins í dag skín sólin hér en mér er sagt að veðurspáin um Hvítasunnuhelgina sé ekkert spennandi? Við lifum þetta alveg af. Við erum hörku fólk.

Sæl elsku Kristbjörg mín. Frábært að fá þig í heimsókn. Sólin skín í dag og snjórinn nær ekki alveg niður að sjó eins og fyrir nokkrum dögum. Bróðir minn er búinn að sjá Sóleyjar í Kópavogi á meðan hér er lítið líf í gróðri ennþá. Krókusarnir eru byrjaðir að blómstra hér í garðinum. Fyrir nokkrum dögum var ég að horfa á páskaliljurnar og þær voru aðeins byrjaðar að vaxa og snjór allt í kring um þær.

Nú ætla Alla og Lína systir hennar að drífa sig í enskuskólann í Broadstairs í sumar. Ég er alveg viss um að þær verða ekki eins heppnar og ég með skólafélagana. Þetta var nú alveg magnað fjör hjá okkur.

Sæl Ruth mín. Sammála, þetta er falleg saga og lærdómsrík.

Sæl Kristín mín. Yndisleg saga og allir ættu að hugleiða þessa sögu. Óskar vinur minn vonar að AÐALINN hér á Íslandi lesi söguna.

Sæll Sigurður Rósant. Ertu alltaf í myndatökum?  Öllum hefur orðið á og skilið eftir göt í grindverki annarra. Fyrirgefningin gerir sitt en sumt því miður baslar fólk með allt lífið því sumir naglarnir voru ryðgaðir og skemmdu meira út frá sér en hinir. Mér dettur í hug börn sem voru misnotuð. Þau fóru út í lífið með brotið líf og þau ganga í gegnum lífið, lifandi-dauð eftir glæpsamlegan verknað sem þau urðu fyrir.

Sammála þér að við skulum reyna að vera málefnaleg þó við höfum gjörólík sjónarmið. Verum góð við hvort annað enda heitum við nú bæði svo flottum nöfnum.   Fyrsti dagurinn núna lengi sem sólin skín en það skilst mér að sé skammgóður vermir. Við erum svo hraust hér á Vopnafirði, við þolum þetta alveg. Höfum séð það hvítara  á þessum árstíma og stundum fram í miðjan júní.

Sæl Halldóra mín. Ég var svo lánsöm að fá þessa sögu í tölvupósti fyrir mörgum árum. Þessi saga hafði svo mikið innihald svo ég ákvað að geyma hana. Svo fann ég þetta bréf nýlega og ákvað að skella því á netið. Ég hafði engin áform þá að blogga og ekki heldur fyrir sl. áramót. ÞETTA VAR ALGJÖRT SLYS. Endilega skráðu þig inná bloggið svo við hin fáum að sjá mynd af þér.

Sæll Þórarinn minn. Ég reyndi að hringja í Óskar í dag án árangurs. Vonandi er hann ekki í einhverri sprungu uppá Hofsjökli. Skil ekki þetta jöklaævintýri hans. Vona að það hafi gengið vel í dag hjá Doktor. Gott að það var ekki Doctor E. sem þú þurftir að heimsækja.

Sæl Ásdís mín. Sagan er frábær og lærdómsrík. Takk fyrir falleg orð í minn garð og góðar óskir með prófið. Prófið er kl. 9 í fyrramáli, þvílíkur léttir að þetta er að verða búið.

Set niðurlag sögunar hér:

"Vinir" eru sjaldgæfir eins og demantar.

Þeir hlusta á þig, skiptast á skoðunum við þig og opna hjarta sitt fyrir þér? Þú ert vinur minn og það er mér mikill heiður og fyrirgefðu mér ef

Ég hef skilið eftir göt í grindverkinu þínu.

Hjartans þakkir fyrir að vera vinir mínir.

Guð launi ykkur tryggð ykkar við mig.

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.5.2008 kl. 16:17

24 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl elsku Elísabet frænka.

Ég hef glatað því en man innihaldið. Síðasta bréfið sem ég finn er það sem þú ætlaðir að senda Rósa frænda okkar í Ástralíu en sendir Rósu frænku þinni á Vopnafirði bréfið. Það var virkilega sniðugt hjá þér.

Sorglegt að heyra að með veikindin.

Búin að senda tölvubréf.

Guð blessi þig og lækni þig.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.5.2008 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband