23.4.2008 | 02:24
Bænagangan 2008 og að sjálfsögðu líka á Vopnafirði
Kæru Vopnfirðingar.
Bjóðum sumarið velkomið með bæn. Gengið verður á 27 stöðum víðsvegar um landið og beðið fyrir landi og þjóð, fimmta árið í röð. Við hér á Vopnafirði tókum þátt í fyrsta skipti fyrir ári síðan og nú langar okkur að bjóða ykkur að taka þátt. Allar göngurnar byrja kl. 9:00.
Okkur hefur verið úthlutað einu bænarefni:
Umhverfismál:
Guð gefi okkur visku til að fara vel með landið. Að eðlilegt jafnvægi sé á nýtingu lands og umhverfisvernd. Virkjanamálum og stóriðjuframkvæmdum sér stýrt af réttsýni og skynsemi. Að við sem einstaklingar mættum fara vel með þessar gjafir Guðs.
Svo megum við ráða hvað við viljum biðja fyrir. Við að sjálfsögðu leggjum áherslu á Vopnafjörð og Vopnfirðinga. Við höfum beðið fyrir atvinnuvegum þessa byggðalags í gegnum árin og nú þarf virkilega að leggja áherslu að allir geti fengið atvinnu og að fólk geti lifað af þeim launum sem þau eru að fá fyrir störf sín.
Þegar við göngum um bæinn þá stoppum við víða og biðjum fyrir t.d. fyrirtæki sem við erum stödd hjá hverju sinni. Við þurfum að leggja mjög mikla áherslu á að biðja fyrir æskunni okkar og að þau séu vernduð gegn allri vá s.s. áfengi og eiturlyfjum.
Við mætum rétt fyrir kl. 9:00 fyrir neðan Ás.
Guð blessi ykkur öll.
Rósa Aðalsteinsdóttir
Ási - Hafnarbyggð 37
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 29.4.2008 kl. 23:46 | Facebook
Athugasemdir
Kæru vinir.
Þið sem hafið verið að fylgjast með vinkonu minni þá eru nýjar fréttir í athugasemd í færslunni: "Bæn Jaebesar."
"Þetta er sú djörfung, sem vér höfum til hans: Ef vér biðjum um eitthvað eftir hans vilja, þá heyrir hann oss."
1. Jóh. 5:14.
Guð blessi ykkur öll.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.4.2008 kl. 02:30
Gangi ykkur vel með bænagönguna.
Knús
Linda, 23.4.2008 kl. 03:19
Guð blessi þig og þína
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 10:19
Gangi ykkur vel með bænagönguna
Guð blessi þig
Jóhann Helgason, 23.4.2008 kl. 13:23
Sæl og blessuð Linda, Birna Dís, Guðlaug Helga og Jói.
Takk fyrir innlitið og góðar óskir.
"Sá, sem talar, flytji orð Guðs, sá, sem þjónustu hefir skal þjóna eftir þeim mætti, sem Guð gefur, til þess að Guð vegsamist í öllum hlutum fyrir Jesúm Krist." 1. Pét. 4: 11.
Verum dugleg að taka þátt í að segja frá Jesú Kristi og kærleiksverkum hans.
Guð blessi ykkur ríkulega.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.4.2008 kl. 14:43
Gangi ykkur vel elsku Rósa mín og ég vil þakka þér fyrir ánægjuleg kynni í vetur og óska þér GLEÐILEGS SUMARS
Ásdís Sigurðardóttir, 23.4.2008 kl. 19:37
Sæl vinkona, kannski hefði ég komið með þér á morgun hefði ég ekki þurft að vinna,en er það ekki hugurinn sem skiptir máli. Ég vona að það verði gott veður svo gangan megi verða ykkur til enn meiri gleði.Óska þér gleðilegs sumars og þakka þér veturinn.
Kveðja
Ari Guðmar Hallgrímsson, 23.4.2008 kl. 21:51
Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.
Sæl Ásdís mín. Ég þakka þér einnig fyrir ánægjuleg kynni og ég óska þér og þínu Gleðilegs sumars. Megi Guð almáttugur blessa ykkur öll.
Sæll Ari minn. Gott að vita að þú hugsar til okkar í fyrramáli. Við kynnum Bænagönguna betur næsta ár og þá getum við sameinað dagskrá. Farið fyrst í Bænagöngu og svo í messu. Ég vona að ég fari í kirkju til Séra Stefáns vinar okkar á morgunn. Við klæðum okkur bara betur ef það verður vindur eins og í dag. Ari minn við köllum nú ekki allt ömmu okkar hér á Vopnafirði eins og þú aldeilis veist. Hef lítið getað kíkt á ykkur vini mína og bloggvini vegna anna. Nú nálgast próf og Karin er að reyna að berja stærðfræði inní minn haus og ég segi bara Guð hjálpi henni.
Gleðilegt sumar og ég þakka sömuleiðis fyrir veturinn og fjörið á blogginu. Hvenær ætli bloggsíðurnar okkar verði ritskoðaðar og jarðaðar? Guð blessi þig Ari minn og allt þitt fólk.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.4.2008 kl. 22:57
Sæl Helga mín.
Guð gefi þér Gleðilegt sumar. Ég þakka einnig skemmtileg kynni og samræður um uppruna þinn héðan frá Vopnafirði. Þetta var virkilega skemmtileg tilviljun.
Megi almáttugur Guð blessa þig og allt þitt fólk.
Kærar kveðjur yfir í Reykjanesbæ frá Vopnafirði
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.4.2008 kl. 23:03
Sæl Rósa mín.
Gleðilegt sumar og ótaldar þakkir færi ég þér fyrir mikla hjálp við mig á erfiðum stundum. Nú í þessum töluðum orðum skín sólin skært og megi svo lengi vera yfir þjóð okkar.
Algóður Guð vaki yfir þér og þinni fjölskyldu.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 07:34
Sæll Þórarinn minn. Gleðilegt sumar, ég þakka þér fyrir ánægjuleg kynni. Samtalið í gærkvöldi við þig og vin þinn gladdi mig. Í morgunn kl 6 og eins kl. 7 var svara þoka hér en það er aðeins að birta. Myndin hér fyrir ofan þar er heimili mitt. Tveggja hæða hús með rauðu þaki beint fyrir ofan litla bryggju. Meira að segja ég sá ekki niður á bryggju í morgunn. Blessuð þokan er kölluð Austfjarðaþokan. Hér áður fyrr þá var oft þoka á Austfjörðum en flottasta veður hér en eitthvað hefur breyst svo við hér á Norð-Austurlandi höfum þurft að bera byrðarnar með Austfirðingum og fengið okkar skerf af Austfjarðarþokunni sl. 10 ár? Ég sé glitta í sólina á bak við skýin og hún ætlar að verma okkur hér líka í dag. Við höfum fallega hólma hér örstutt frá okkur en þeir eru ennþá í felum. Bara á meðan ég hef verið að skrifa þessar fáeinu línur þá hefur sólin náð að skína í gegnum þokuna. sólin vinnur þokuna og Jesús er sigurvegarinn.
Við Astrid mákona mín ætlum í Bænagöngu kl. 9.
Skilaðu kveðju til Heiðu.
Guð blessi þig og allt þitt fólk.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.4.2008 kl. 07:59
Kæru Vopnfirðingar
Dró orð fyrir ykkur:
Jesús sagði: "Sjá, ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér." Opinb. 3: 20.
Bænaganga kl. 9
Messa í Vopnafjarðarkirkju kl. 14.
Drottinn blessi Vopnafjörð og alla Vopnfirðinga.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.4.2008 kl. 08:02
Gleðilegt sumar Rósa mín og guð verði með ykkur.
Kristín Katla Árnadóttir, 24.4.2008 kl. 12:43
Gleðilegt sumar elsku Rósa og þið öll á Vopnafirði - takk fyrir hversu hughraust þú ert alltaf í Drottni og Guð blessi þig og umvefji!!
Knús!!! Ása.
Ása (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 19:54
Gleðilegt sumar Rósa og auðvitað við öll hin til sjáva og sveita.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 24.4.2008 kl. 20:08
Gleðilegt sumar kæra Rósa og takk hjartanlega fyrir veturinn.
Eg sjálf er ekki hætt að blogga bara hef svo mikið að gera þessa stundina en það er að fara að róast.
Drottinn blessi þig og þína vinkona og eg bið fyrir þér á hverjum degi í Jesu nafni Amen,amen.
Aida., 24.4.2008 kl. 21:12
Sæl Rósa mín.
Ég dró orð fyrir mig snemma morguns og upp kom.Og til að lofa þér að lesa og ykkur.
Jósúa 1, 8-9.
8.Eigi skal lögmálsbók þessi víkja úr munni þínum,heldur skalt þú hugleiða hana um daga og nætur,til þess að gjöra allt það,sem í henni er skrifað:þvi að þá munt þú gæfu hljóta á vegum þínum og breyta viturlega.9. hefi ég ekki boðið þér;Ver þú hughraustur og öruggur. Lát eigi hugfallast og óttast eigi; Því að Drottinn, Guð þinn er með þér í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur.
þetta fannst mér, heldur betur, uppörvandi.
Sæl í bili.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 21:17
Kæra frænka,
Mínar bestu óskir um gleðilegt sumar og þakkir fyrir mjög fallega sendingu,
Það væri gott ef þú gætir gefið þér tima til að kenna mér að gera þetta,ég er búin að reyna en það tekst ekki. Skrifa þér fljótléga
Góð sumarkveðja frá mér
Elísabet Sigmarsdóttir, 24.4.2008 kl. 23:06
Guð gefi þér Gleðilegt sumar Elskuleg og takk fyrir yndisleg komment á blogginu mínu Rósa mín hafðu ljúfa helgi
Brynja skordal, 24.4.2008 kl. 23:40
Gleðilegt sumar, góða Rósa mín!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.4.2008 kl. 00:38
Gleðilegt sumar Rósa.
Erna Friðriksdóttir, 25.4.2008 kl. 12:40
Gleðilegt sumar og bestu þakkir fyrir ánægjuleg samskipti í vetur, kæra Rósa. Megi Guð gefa þér gæfuríkt sumar.
Theódór Norðkvist, 25.4.2008 kl. 13:31
Sæl Rósa mín.
Ég vil líka óska þér gleðilegs sumars og þakka fyrir veturinn.
Netfangið mitt er: korntop1@simnet.is
GUÐ veri með þér og styrki þig.
Magnús Paul Korntop, 25.4.2008 kl. 15:41
Sæl kæra Rósa.
Þakka þér fyrir sömuleiðis og gleðilegt sumar. Þökk fyrir kynnin á bloggheimum og Guð blessi þig
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.4.2008 kl. 21:08
Gleðilegt sumar Rósa og takk fyrir góða pistla
Guð blessi þig
Birgirsm, 25.4.2008 kl. 23:35
Sæl öll kæru vinir og takk fyrir innlitið. Ég óska þess að sumarið verði dásamlegt hjá ykkur öllum. Þá er ég ekki eingöngu að hugsa um veðrið sem er oft dyntótt hér á Fróni heldur að þið séuð hamingjusöm og ánægð.
Sæl Guðlaug Helga. Takk sömuleiðis. Vonandi lesa einhverjir hér á Vopnafirði bloggið mitt og meðtaka fallega kveðju frá þér. Guð blessi þig og fjölskylduna þína.
Sæl Katla mín. Takk sömuleiðis. Ég trúi að Jesús muni lækna þig fullkomlega. Drottinn blessi þig og fjölskyldu þína.
Sæl Ása Gréta frænka mín. Takk sömuleiðis. Við stöndum saman í gegnum súrt og sætt. Drottinn blessi þig og fjölskylduna þína, allt frændfólkið mitt.
Sæll Úlli minn. Takk sömuleiðis. Megi almáttugur Guð blessa þig og alla fjölskylduna þína.
Sæl Arabina mín. Takk sömuleiðis. Drottinn blessi þig og þína á Patreksfirði.
Sæll Þórarinn minn. Magnað orð. Þetta kalla ég að byrja sumarið með stæl. Ég trúi því að Jesús muni lækna þig fullkomlega. Drottinn blessi þig og alla fjölskylduna þína.
Sæl Elísabet frænka mín. Takk fyrir sumarkveðjuna. Við pabbi verðum í R-vík fyrripartinn í júní. Ég fer með honum sem fylgdarmaður. Þá vonandi hittumst við og ég skal kenna þér þetta eða að við tölum saman í símann þegar þú hefur tíma og við leikum okkur. Þannig lærði ég eð setja inn myndir. Linda vinkona mín er kennarinn minn í myndainnsetningu og Guðsteinn er aðal kennarinn minn í öllum tæknimálum. Hann hannaði útlitið á blogginu mínu. Endilega kíktu á síðurnar hjá þeim. Engum leiðist að kíkja þangað því þar er alltaf hörku fjör. Vona að ég fari að þorna á bak við eyrun í þessu tæknibrasi á blogginu.
Sæl Brynja mín. Takk sömuleiðis. Gaman að eiga skemmtilega bloggvini og þegar ég mæti inná fjörugar síður þá auðvita tek ég þátt í fjörinu. Alltaf gaman að vera þar sem kátt er á hjalla.
Sæl Helga Guðrún. Takk sömuleiðis. Takk fyrir fallegu myndina. Drottinn blessi þig og öll þín skrif.
Sæl Erna mín. Takk sömuleiðis. Örugglega gaman hjá þér núna þegar Skellibjallan, Vogin er komin heim. Jesús mun lækna hjartasárin. Drottinn blessi þig og fjölskyldu þína.
Sæll Teddi minn. Takk sömuleiðis og megi Guð ríkulega blessa þig. Hlakka til að sjá kröftug innlegg frá þér eins og í vetur þegar ég álpaðist inná bloggið. Það var nú meira slysið.
Sæll Magnús minn. Takk sömuleiðis. Ég er mjög glöð að sjá hvað þú ert duglegur að berjast við erfiðleikana. Megi almáttugur Guð gefa þér nýjan kraft á hverjum degi þegar þú tekst á við vinnuna og allt annað sem þú tekur þér fyrir hendur.
Sæll Erlingur minn. Þetta var mjög snjöll hugmynd að fara í Bænagöngu á sama tíma víða um land. Vona að fleiri staðir verði með að ári. Ekki veitir af að biðja Drottinn um hjálp þegar siðblindan er algjör hjá þeim sem halda um stjórnatauma þessa lands. Til hamingju með yndislegu stúlkuna þína. Hún er Guðs gjöf og ekki eyðileggur það að hún á ættir að rekja til Vopnafjarðar. Reyni að vera dugleg við lærdóminn. Það styttist í prófið sem er 6 maí. Smá grín: Það væri flott að setja þig í gervið mitt og senda þig í prófið.
Sæll Predikari. Takk fyrir sumarkveðjuna. Drottinn blessi þig og gefi þér styrk og blessi einnig skrif þín hér í bloggheimum.
Kær kveðja/Rósa.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.4.2008 kl. 00:20
Sæll Birgir minn. Gleðilegt sumar og takk fyrir frábær kynni á blogginu. Guð blessi þig og fjölskyldu þína.
Dró orð fyrir alla bloggvini mína: Um Jesúm: "Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum. Og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frelsað oss." Post. 4: 12.
Kær kveðja/Rósa.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.4.2008 kl. 00:33
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Kæru vinir.
Fréttir af Ingu vinkonu minni og einnig af Aðalbirni - Alla sem er trúbróðir minn og bloggvinur.
Ég hringdi í Helga eiginmanninn hennar Ingu. Hann sagði að allt gengi mjög vel. Inga er komin af gjörgæsludeild. Ég talaði einnig við hjúkrunarfræðing sem annast Ingu og hún var líka mjög ánægð með framgang mála. Lof sé Guði fyrir stórkostlegt kraftaverk. BÆNIN VIRKAR.
Ég hringdi í Alla í dag. Það var frábært í honum hljóðið og ekki vantaði stríðnina og kátínuna. Hann lenti í bílsslysi á Reykjanesbraut fyrir stuttu síðan. Hann lýsti þessu sjálfur fyrir mér. Hryggurinn fór í sundur og var hryggurinn spengdur. Það var enginn skaði á sinum, æðum eða mænu. Það blæddi inná miltað og hægra lungað marðist. Þess vegna m.a. átti Alli erfitt með öndun og þurfti að vera í öndunarvél í byrjun. Ég byrjaði að hringja heim til sjúklingsins en hann var ekki heima. Þá hringdi ég í farsímann og náði sambandi. Ég spurði hann hvar hann var akkurat þegar við vorum að spjalla og þá var hann að keyra á Reykjanesbraut. Ég sagði nú bara, finnst þér skemmtilegt að vera þar. Ég tilkynnti honum að nú væri kvótinn búinn hjá honum í bílsslysum en þetta er annað slysið á stuttum tíma. Ég bannaði honum að reyna að hræða líftóruna úr okkur aftur. Alli er frískur fyrir Guðs náð. Þvílíkt kraftaverk. Við hljótum öll að geta viðurkennt að BÆNIN VIRKAR.
Bænagangan gekk vel hér á Vopnafirði. Ég og Astrid tókum stóran hring í bænum og stoppuðum víða til að biðja. Pabbi fór líka í bænagönguna. Hann verður 83 ára í júní. Hann gekk um allt hafnarsvæðið og bað fyrir sjávarútvegsfyrirtækinu hér og fleiri fyrirtækjum við hafnarbakkann. Einnig fyrir starfsmönnum sem eru að dýpka höfnina og fyrir sjómönnum sem nú eru á grásleppuvertíð. Þegar við Astrid gengum út sjávarsíðuna sáum við pabba þar sem hann var búinn að snúa við í sinni Bænargöngu. Hann var hetja dagsins á Vopnafirði á Sumardaginn fyrsta. Áður en við hittum pabba þá stoppuðum við minnisvarða sem var reistur til minningar um sjómenn sem við höfum misst í hafið. Við báðum fyrir ástvinum þeirra. Við báðum fyrir kirkjustarfsemi, skólastarfi, hreppsmálum o.fl. Við báðum líka fyrir því að enginn geti smyglað eiturlyfjum hér og við báðum Jesú að varðveita æskuna okkar gegn áfengi, eiturlyfjum og allri vá sem getur eyðilegt æskuna okkar. Við báðum fyrir sjúkum og sorgmæddum. Við báðum fyrir fólkinu sem bjó í húsunum sem við gengum framhjá. Nefndum marga með nafni og báðum sérstaklega fyrir þeim sem glíma við sjúkdóma eða ýmis vandamál s.s. fjárhagsvandamál. Gegn áfengisböli og ýmsum vandamálum sem fólk er að glíma við sem hafa ekki getað sigrað Bakkus. Þetta er smá innsýni í hvað er verið að gera í Bænagöngu.
Guð blessi ykkur öll.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.4.2008 kl. 01:21
Rósa mín takk fyrir fréttirnar af Alla og vinkonu þinni. þar sem þú ert svo glitsgjörn þá set ég hér inn mynd sem þú kannt örugglega að meta, veit að Óskar mun gera það, enda er hann mikið fyrir engla. Knús krútt og Guð blessi þig og varðveiti Rósa mín, þakka þér fyrir að hafa mig í bænum þínum.
Linda, 26.4.2008 kl. 06:24
Sæl elsku Linda mín. Hvernig vissir þú að ég væri glysgjörn? Bróðir minn hefur oft í gegnum árin gert grín af mér að ég sé glysgjörn eins og móðuramma mín. Ég elska svona myndir og Óskar vinur okkar líka. Sennilega fer hann að koma niður af Drangajökli núna en hann flaug með þyrlu frá Vatnajökli þar sem hann var með sprungið dekk og komst ekkert án þyrlu. Við vorum að spauga á síðunni hans því fólk vildi vita hvar hann væri. Hann er bara í smá fríi og svo lætur hann í sér heyra.
Þú hefðir betur hlustað á samtalið við Alla. Drengurinn var svo kátur og hann sagðist svífa um á hvítu skýi. Svo hafði ég ekki við að meðtaka brandara og grín í samtalinu. Tókstu eftir hér fyrir ofan að Elísabet frænku minni langar svo að læra að setja inn svona myndir. Ég sagði henni hver hefði verið kennarinn minn í myndainnsetningu. Ég lofaði henni að kenna henni annað hvort í gegnum síma eða í júní þegar ég kem til ykkar. Pabbi þarf að hitta tvo sérfræðinga og kem ég með sem fylgdarmaður og bílsstjóri. Vonandi getum við haft fjör.
Vinkona mín er að koma hingað kl. 10:00 að berja inn í hausinn á mér stærðfræði. Guð hjálpi henni. Nemandinn er eins og þessi karl. Ósköp værukær, sljór og hálf sofandi.
Dró orð fyrir þig: "Treyst Drottni og gjör gott, bú þú í landinu og iðka ráðvendni, þá munt þú gleðjast yfir Drottni, og hann mun veita þér það, sem hjarta þitt girnis." Sálm. 37: 3.-4. Magnað orð.
Linda mín, Guð blessi þig og varðveiti og gefi þér styrk og kraft að takast á við öll þau verkefni sem þú þarft að leysa.
Þá er best að byrja að pæla í stærðfræðinni.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.4.2008 kl. 08:33
Sæl Linda og gleðilegt sumar.
Ég var nú ekkert vör við bænagönguna núna í ár hér í Reykjavík. Eins og það var mikið fjaðrafok um hana í fyrra. ???
Halla Rut , 26.4.2008 kl. 09:36
Sæl Halla Rut.
Þá ert þú sennilega að tala um Bænagönguna sem var farin frá Hallgrímskirkju og niður að Alþingi og minnir mig að hún hafi verið í nóvember frekar en október. Hún var sú fyrsta sinnar tegundar. Bænagangan núna er með öðru fyrirkomulagi og var haldin í fimmta skipti. Og er lögð áhersla á að Bænargangan sé á Sumardaginn fyrsta. Hún er ekki eins áberandi og sú sem var í vetur því það voru 17 gönguhópar í Reykjavík. Einn hópurinn í Reykjavík lagði af stað frá Eiðistorgi og fóru inná Laugarnesveg. Þaðan hafði farið hópur kl 9 sem fór inní Elliðavog. Bænaganga tók um 1 og 1/2 klst.
Ég veit ekki hvort Linda fór í Bænagöngu núna en hún fór í gönguna í vetur sem mikið var bloggað um hér í bloggheimum mbl.is og var heilmikið fjör.
Gleðilegt sumar Halla Rut og ég óska þess að þetta sumar verði það besta sem þú hefur átt allt þitt líf. Ég skrifaði þessa ósk hér ofar í innleggi nr. 30. og á þessi ósk við alla vini mína og þú ert þar í hópi.
Guð veri með þér og þínum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.4.2008 kl. 12:52
Takk fyrir fréttir af vinkonu þinni Rósa mín guð geymi ykkur
Kristín Katla Árnadóttir, 26.4.2008 kl. 14:03
Sæl Rósa mín og gleðilegt sumar. Bænagangan er hið besta mál og þér og ykkur öllum fylgja mínar bestu óskir:
Megið þið ganga á guðs vegum með sól í sinni.
Sigurður Þórðarson, 26.4.2008 kl. 22:07
Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.
Kæra Katla. Ég er mjög ánægð með hvað gengur vel með vinkonu mína því hún var orðin virkilega veik. Bara einn læknir treysti sér að framkvæma aðgerðina. Hann sagði þeim hjónum að hann skildi ekkert í því að hún væri lifandi en Guði sé lof að hún er lifandi og ég fæ að eiga hana áfram. Lífið væri tómlegt án hennar. Takk fyrir góðar óskir. Megi Guð almáttugur blessa þig og fjölskyldu þína.
Sæll Erlingur minn. Bænin virkar og stærðfræðinámið í morgunn gekk vel sem betur fer. Búin að kaupa þrjú sýnispróf og við höfum ennþá góðan tíma. Vonandi kemur ekkert uppá sem skemmir áætlunina hjá okkur. Takk fyrir góð ráð og umhyggjuna en þarna kemur kennarinn fram sem vill styðja nemendur sína og kann ég að meta það 100%.
Sæll Siggi minn. Gleðilegt sumar. Já bænagangan er hið besta mál, allar góðar bænir, fallegar hugsanir, fallegar gjörðir gera heiminn betri og ekki veitir nú af. Tek áskorun þinni og ætla í Jesú nafni að ganga á Guðs vegum með bros á vör og með góða skapið meðferðis. Sjáumst í júní í Reykjavíkurborg. Þarf að láta Guðsteinn vita svo hann geti útbúið almennilega veislu fyrir okkur.
Guð blessi ykkur öll.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.4.2008 kl. 23:55
Elsku Rósa mín, hef bara ekki verið með neina bloggputta, en takk fyrir síðast og simtalið verður endurtekið fljótlega, mér þykir undurvænt um þig.
Knus til þín ljúfan
Kristín Gunnarsdóttir, 27.4.2008 kl. 14:52
Þetta líst mér vel á. Ganga nógu langt og nógu lengi. Minnst 20 mín án þess að stoppa. Margt kemur upp í huga manns við að ganga. Sérstaklega innan um tré og plöntur. Alzheimer sjúklingar fá aftur minnið við það að ganga í skóginum og byrja að tala um atburði úr æsku.
Þetta gerði ég tvisvar á dag í fyrra og hitteðfyrra. Hlýlegar hugsanir ryðja hinum kaldari burt. Blóðrásin eykst um allan líkamann og spikið lekur hægt og rólega úr líkamanum, án alls puðs eða æsings.
Bæn er hlýleg hugsun.
Sigurður Rósant, 27.4.2008 kl. 22:22
Sæl og blessuð Kristín og Sigurður Rósant.
Ég vona að ykkur líði vel í Danaveldi og að það sé hlýlegra en hér á Vopnafirði. Hér var einhver hvít úrkoma í dag en það er komið sumar samkvæmt almanaki. Fáránlegt að hafa sumardaginn fyrsta þegar vorið er að koma.
Kristín mín Sömuleiðis mér þykir mjög vænt um þig líka. Við eigum eftir að eiga góðar stundir saman bæði í bloggheimum og utan bloggheima.
Guð blessi þig og umvefji þig.
Sigurður Rósant. Merkilegt að þú skyldir fara að tala um Alzheimer. Því miður er þessi sjúkdómur algengur í föðurætt minni. Afi fékk Alzheimer og tvö systkinin hans pabba. Þau eru bæði látin. Ég man eftir þegar ég heimsótti afa á Hrafnistu í Reykjavík Öll gamalmenni voru send frá okkur á þessum árum sem þurftu á hjúkrun að halda en sem betur fer ekki lengur. Þegar við vorum að tala saman þá mundi hann alltaf eftir Jesú og svo ef ég minntist á Vopnafjörð, þá sagðist hann ætla að fara þangað strax á morgunn. Eitt sinn heimsótti Pála föðursystir mín hann og þá var hann í sambandi. Starfsstúlka sagði við afa að nú væri Pála dóttir hans komin í heimsókn. Afi spurði hana hvar mamma hennar væri og hún svaraði að mamma sín væri heima hjá Jesú á himnum. Hann var mjög sáttur við þetta svar en hann var greinilega búinn að taka eftir því að hann hafði ekki hitt hana lengi. Því miður fékk Pála þennan sjúkdóm líka og einnig Tóti föðurbróðir minn. Hann var duglegur sjómaður. Eftir að hann fékk þennan sjúkdóm þá var oft svo mikið að gera hjá honum en hann dvaldi þá á dvalarheimili hér á Vopnafirði. Hann var að undirbúa að fara á sjó og bað mig stundum að taka stampana með sér. Þegar pabbi heimsótti systkini sín þá talaði hann alltaf um gamlan tíma og þá gat hann náð sambandi við þau. Alzheimerssjúklingar elska að hitta börn. Ég heyrði í fréttum eða las að það myndi léttast mikið brúnin á Alzheimers sjúklingum ef þau fá að umgangast dýr. Ömurlegur sjúkdómur. Ég er svo þakklát Guði að pabbi slapp við þennan viðbjóð. Ég vil ekki meiri erfiðleika. Vonandi er kvótinn búinn en við misstum mömmu þegar ég var á tíunda ári.
Bæn er hlýleg hugsun skrifar þú og erum við sammála þar og hún virkar líka.
Gangi þér vel í Danaveldi kæri bloggvinur.
Kær kveðja/Rósa.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.4.2008 kl. 23:22
Adda bloggar, 28.4.2008 kl. 10:02
þó þetta komi seint GUÐ veri með þér og styrki
Jóhann Helgason, 28.4.2008 kl. 17:04
Hæ Adda og Jói.
Flottar myndir og sumarlegar. Það er nú ekki þannig hér. Snjóaði hressilega hér um hádegisbil en það er hætt að snjóa í bili. Spáir ver á morgunn en var í dag svo ég vil nú meina að 24. apríl hefði frekar átt að heita VORDAGURINN FYRSTI.
Adda mín, ég vona að þú sért að hressast. Ég ætla að muna að koma á bloggið þitt 1. maí. WHY, WHY?
Jói minn, Guð mun lækna þig. Sumarkveðjan kom allavega ekki of seint því hér er vetur.
Guð blessi ykkur, styrki og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.4.2008 kl. 18:30
Sæl Rósa mín.
Nú er að duga eða duga enn betur,þú veist hvað ég meina.
Nú slulu DUGNAÐARFORKAR bretta upp ermarnar og klára NÁMIÐ MEÐ STÆL.
´Mínar albestu námskveðjur ég þér sendi.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 09:31
Sæl Rósa mín........Hér er bara vetur komin aftur he he amk haust, gott að heyra að vel gengur hjá vinkonu þinni...
Já þetta með bænina, stundum virkar hún og stundum ekki, amk í mínu tilfelli.......Ég bað svo heitT um að pabbi minn mundi finnast er hann drukknaði í Húnaflóa haustið 2000, mér var sagt að Húnaflói skilaði engu sem hann tækji en viti menn. vegna áræðni og þrautsegju vinafólk míns og foreldra minna, þá fanst hann.................ári síðar bað ég heitt og innilega að vinur minn fengi bata við sínum sjúkdómi en það varð ekki, hann fór burt af jörðinni :( alltof ungur........... en svona er þetta misjafnt
Erna Friðriksdóttir, 29.4.2008 kl. 17:12
Knús á þig mín kæra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2008 kl. 18:48
Sæl Þórarinn og Erna. Takk fyrir innlitið.
Kæri Þórarinn, ég vona að ég nái prófinu, fer ekki fram á meira. Þakka þér fyrir hvatninguna ekki veitir af.
Kæra Erna mín. Hér er ekta vetrarveður. Það er slydda og norðan 8 metrar á sekúndu. Búið að vera úrkoma hér í 9 klst. samfellt. Í gær var líka ekta vetrarveður. Fjör, var ekki Sumardagurinn fyrsti á fimmtudaginn var??? Algjör brandari, þetta með Sumardaginn fyrsta í apríl allavega hér á hjara veraldar.
Með bænina þá skiljum við sem betur fer ekki allt. Ég hef oft hugsað um af hverju varð ég missti móður mína þegar ég var að verða 10 ára?? Af hverju ég, spyr ég Guð enn þann dag í dag? Þetta átti heldur betur eftir að vefja uppá sig, erfiðleikar og aftur erfiðleikar og í kjölfarið líkamlegir sjúkdómar í lífi mínu. Erfiðleikatímabilið mitt, kalla ég svarta tímann í lífi mínu. Ég hugsa líka oft af hverju fékk ég ekki að fara þegar ég var næstum því drukknuð þegar ég var fimm ára? Ég spyr Guð og ég hef sagt honum ótal sinnum að þá hefði ég ekki gengið í gegnum þennan viðbjóð sem ég gekk í gegnum. Ég skil þetta ekki en ég vona að ég fái svör síðar þegar ég mæti Jesú eftir líf mitt hér á jörðu.
Við þurfum báðar að biðja Jesú að lækna hjartasárin okkar þannig að við getum orðið frjálsar.
Guð blessi ykkur, varðveiti og gefi ykkur styrk. Kær kveðja/Rósa.
23. Davíðssálmur 1. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.2. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta.3. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegufyrir sakir nafns síns.4. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt,því þú er hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.5. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum,þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur.6. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína,og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.4.2008 kl. 18:52
Sæl Ásthildur mín og velkomin heim til Ísafjarðar. Vonandi er veðrið betra en hér.
Guð blessi þig og hjálpi þér í allri þessari vinnu með barnauppeldið og gróðurstöðina.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.4.2008 kl. 18:55
Sæl Rósa! Það er hlaupið að því að finna internetsamband á sama tíma og þegar maður hefur tíma til að kíkja á blog, mail og þ.h. Takk fyrir gott innlegg. Allt samkvæmt áætlun bara hægar eins allaf þegar ég á í hlut. Farin að gruna að þetta gangi ekki hægt heldur það sé það ég sem sé óþólinmóður. Eða blanda af hvorugtveggja. Hvað veit ég. Allaf er ég síðastur að frétta af því, ef ekki er í lagi með mig. Enn eitt óréttlætið sem ég ætla að hætta að skipta mér af..
..svo þetta verður bara hraðferð þetta skiptið. Er samt að vonast að hægist eitthvað hérna svom maður geti farið að dúndra skoðunum eitthvað á bloggið...byrjaður að muna allt sem ég gleymdi heima..kalla það framfarir..annars hef ég það fínt og auðvitað dánlódaði ég myndini hennar Lindu í hvelli.....verðum í bandi..
Óskar Arnórsson, 29.4.2008 kl. 20:59
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæll Óskar minn. Kannski ertu bara í Tíbet fyrst að þetta er svona hallærislegt með internetsambandið?
Myndin hér fyrir ofan er svo falleg. Jesús fylgist með okkur öllum hvar sem við erum í heiminum.
Hann vill vera vinur okkar allra en það er okkar val að þiggja þá vináttu.
Guð blessi ykkur og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.4.2008 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.