Bæn Jaebesar


Christian Glitter by www.christianglitter.com

 

Bæn Jaebesar

En Jaebes hrópaði til Guðs Ísraels

og sagði:

„Blessaðu mig.

Auktu við land mitt.

Hönd þín sé með mér

og bægðu frá mér böli

svo ég þurfi ekki að líða kvalir."

Og Guð veitti honum það

sem hann bað um.

(Ný þýðing Hins íslenska Biblíufélags, Biblíurit 4, 1996)

Kæru vinir.  

Vinkona mín sem átti að fara í hjartaskurð á mánudaginn var á að fara í hjartaskurð núna á mánudaginn 21. apríl. Hún er mjög illa farin og eru æðarnar flestar kolstíflaðar. Hún getur ekki verið svona og einnig er hún alls ekki hraust til að fara í svona stórann uppskurð. Þess vegna þarf ég að biðja ykkur að biðja fyrir vinkonu minni. Biðja um hjálp og vernd Guðs. Biðja fyrir Tómasi sem er hjartaskurðlæknir og hann mun framkvæma aðgerðina.

Ég talaði við vinkonu mína rétt áðan og þá var hún þreytt og ekki eins hress og hún hefur verið undanfarna daga. Ein ástæðan er kvíði og er það alveg skiljanlegt.

Áhyggjur:

„Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú." Fíl. 4: 6-7.

„Auðmýkið yður því undir Guðs voldugu hönd, til þess að hann á sínum tíma upphefji yður. Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður." 1. Pét. 5: 6-9.

Trúarbænin:

„Og þetta er sú djörfung, sem vér höfum til hans: Ef vér biðjum um eitthvað eftir hans vilja, þá heyrir hann oss. Og ef vér vitum, að hann heyrir oss, um hvað sem vér biðjum, þá vitum vér, að oss eru veittar þær bænir, sem vér höfum beðið hann um." 1. Jóh. 5: 14-15.

„Sé einhver sjúkur yðar á meðal, þá kalli hann til sín öldunga safnaðarins og þeir skulu smyrja hann með olíu í nafni Drottins og biðjast fyrir yfir honum. Trúarbænin mun gjöra hinn sjúka heilan, og Drottinn mun reisa hann á fætur. Þær syndir, sem hann kann að hafa drýgt, munu honum verða fyrirgefnar. Játið því hver fyrir öðrum syndir yðar og biðjið hver fyrir öðrum, til þess að þér verðið heilbrigðir. Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið." Jak. 5: 14-16.

Guð blessi ykkur öll.

Rósa Aðalsteinsdóttir

Vopnafirði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Yndislegt Rósa mín.  Við sækjum í Guð með öll okkar mein sem og gleði, þannig á það að vera.

knús

Linda, 19.4.2008 kl. 18:24

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég skal biðja af bestu getu Rósa og guð gefi henni styrk.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 19.4.2008 kl. 18:27

3 identicon

Bið að DROTTINN komi inn í þessar aðstæður.Og blessi þið líka Rósa mín

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 19:13

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég mun biðja fyrir vinkonu þinni  og skil vel hvað hún er kvíðin. Guð blessi hana og þig

Kristín Katla Árnadóttir, 19.4.2008 kl. 20:09

5 Smámynd: Adda bloggar

SÆL rósin mín.

þakka þér fyrir bænirnar, við erum að styrkjast bæði mæðginin.en ég á samt langt í land, er komin með lungnabólgu.ég bloggaði aðeins um skírnina, endilega segðu mér hvað þér finnst.kv adda

Adda bloggar, 19.4.2008 kl. 21:33

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Rósa, étt er mér að verða við þessari bón. Þú og þínir vinir hafið hjálpað mér og til er ég að hjálpa öðrum.  Bænin er okkur mikilsvirði og léttur allan þunga og erfiðleika.  Hjartanskveðja til þín  Angel Glitter 

Ásdís Sigurðardóttir, 19.4.2008 kl. 22:34

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk Rósa mín!

Bænir hafa svo sannarlega áhrif. Alla vega á mig. Þó ég segði öllum kunningjum mínum frá því að ég hefði beðið 2 alvörubænir, myndi engin þeirra trúa mér! Svo ég ætla að nota þessar bænastundir án þess að tala um það við neinn. Líka að lesa allar bækurnar án þess að minnast á það. Ég á nefnilega skrítna vini.  Ætli ég sé ekki búin að finna fyrsta manninn sem ég er svolítið hræddur við.! Jesú Krist! Furðulegt hvað þetta virkar sterkt þó ég sé bara búin að lesa nokkrar blaðsíður. Ég verð að finna ró og næði til að geta einbeitt mér að þessum lestri. Eiginlega verð ég bara fyrir áhrifum af Biblíunni með því að halda á henni í hendinni, án þess að opna hana! Er það eðlilegt??

Óskar Arnórsson, 19.4.2008 kl. 23:33

8 Smámynd: Brynja skordal

Elsku Rósa þið verðið í mínum bænum ljúfust knús til ykkar og hafðu ljúfan sunnudag

Brynja skordal, 20.4.2008 kl. 00:23

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Elsku vinir mínir.

Hjartans þakkir fyrir innlitið. Það var nóg að gera í gær. Fyrst reyndi ég að koma þessari færslu á netið sjálf með myndinni fallegu en það gekk ekki. Ég hringdi í einn af bjargvættum mínum Lindu og hún reddaði mér og kenndi mér fullt af nýjungum. Hvenær í ósköpunum mun ég fara að þorna á bak við eyrun í þessum bloggbransa?? Ég sendi fullt af bréfum til trúsystkina minna bæði innanlands og utanlands með beiðni um að biðja fyrir vinkonu minn. Hún þarfnast kraftaverks. Loksins um áttaleytið gat ég drifið mig í síðbúna afmælisveislu. Bróðursonur minn átti afmæli á fimmtudaginn. Ég setti inn athugasemd í seinustu bloggfærslu um hann og vefslóð um hann en hann vann til verlauna hjá Byko í haust og kom frétt um hann í Vísir. Athugasemdin var samt aðallega skrifuð vegna þess að hann er bænasvar. Svo átti mákona mín afmæli á föstudaginn og þá var ég á flandri með vinkonum mínum á Egilsstöðum. Þegar ég kom heim í gærkvöldi þurfti ég að hringja til að afla mér fleiri netfanga til að geta sent út fleiri bréf vegna vinkonu minnar.

Sæl Linda mín. Sammála, við biðjum til Jesú og segjum honum hvernig okkur líður hvort sem við eigum góða daga eða ekki. Hjartans þakkir fyrir hjálpina í gær. Ég trúi því að Guð launi fyrir hrafninn = mig

Sæll Úlli minn. Hjartans þakkir fyrir hjálpina að toga í bænastrenginn. Þetta er mjög alvarleg staða en Guði er ekkert um megn.

Sæl Birna mín. Hjartans þakkir fyrir bænirnar þínar og yndislegar blessunaróskir fyrir mig.

Sæl Katla mín. Hjartans þakkir fyrir bænirnar þínar. Við skiljum alveg að hún sé kvíðin og ég er líka með áhyggjur. Við erum jú mannleg og breysk þó að við vitum alveg að við eigum að afhenta Guði allar byrðarnar okkar. Ég óska þess að þú hafir fengið betri niðurstöður úr rannsókn þinni en þú óttaðist. Þakka þér fyrir yndislegar blessunaróskir fyrir mig.

Sæl Helga mín. Ég er svo glöð að við höfum fengið lausn vegna þess að við báðum til Guðs. Þakka þér fyrir yndislegar blessunaróskir.

Sæl Adda mín. Ekkert að þakka, það er svo sjálfsagt að standa með vinum sínum og biðja Jesú að lækna ykkur Kristófer. Við höldum samkomu í dag kl. 14. og þá mun ég leggja fram bænarefni fyrir ykkur Kristófer. Þegar trúsystkinin mín spyrja á samkomunum hvort einhver sé með bænarefni, þá hafa þau varla sleppt setningunni þegar þau segja að Rósa sé örugglega með bænarefni og það reynist yfirleitt rétt.

Sæll Óskar minn. Sammála að bænin hefur mikil áhrif. Þú þarf alls ekki að vera hræddur við Jesú. Hann er besti vinur okkar allra en því miður finna ekki allir þennan vin sem þau geta tengst böndum. Í Biblíunni er talað um að óttast Guð en meiningin er ekki að vera hræddur heldur að bera virðingu fyrir skapara okkar Guði almáttugum, einkasyni hans Jesú Kristi og Heilögum anda.  Krafturinn í orði Guðs er stórkostlegur. Ég skil þig vel að þú finnir kraft frá Biblíunni sem er leiðarbók okkar mannkynsins. Mér finnst þetta alveg eðlilegt að það streymir kraftur frá Guðs heilaga orði. Ég er búin að biðja Guð að lækna konuna þína. Mun leggja hana fram sem bænarefni á samkomu í dag kl 14. Ég trúi að Guð grípi inní og að þið megið njóta þess að ferðast frá R-vík til Seyðisfjarðar. Njóta þess að sjá sköpunarverk Guðs almáttugs. Allt sem hann hefur skapað er fallegt en svo er það undir okkur komið hvernig við förum með sköpunarverk Guðs hvort sem það er landið okkar eða við sjálf. Við getum skemmt líkama okkar og sál. Það er vilji óvinar okkar Myrkrahöfðingjans. Við þurfum að vera dugleg að reka hann í burtu í Jesú nafni þegar við verðum fyrir árásum. Við þurfum að átta okkur á hvernig hann vinnur og að hann gerir í því að brjóta okkur niður. Myrkrahöfðinginn hatar hvert mannsbarn en fólk hugsar ekki mig því ég er ekki trúuð. Þetta er mesti misskilningur. Óskar minn og þið öll, standið með sjálfum ykkur og látið ekki ill öfl snerta ykkur.

Sæl Brynja mín. Hjartans þakkir fyrir bænirnar þínar fyrir okkur Ingu. Ég stefni á að eiga frábæran dag og vona að Lilja frænka sé ekkert flúin frá Vopnafirði en hún á afmæli í dag og mig langar að heimsækja hana.

Ég fékk keðjubréf nýlega. Ég ætla að senda ykkur aðaltextann en ekki þuluna ef þú sendir bréfið til eins eða tveggja.... ætla ég að sleppa.

Yfirskriftin á bréfinu er "Sannur vinur"

Elsku besti vinur!!!
Mig langaði bara að minna þig á hvað þú ert góð og frábær manneskja.... þú
ert algjört yndi...  og þú ert vinur minn og verður það vonandi alltaf!!!!
Því þú getur ekki ímyndað hvað það yrði leiðinlegt ef
við hættum að vera vinir!!!
Þú ert bestasta besta manneskjan!!! (Flott fallbeyging)

 Ég dró líka orð fyrir ykkur: "Ekkert brást af öllum fyrirheitum þeim, er Drottinn hafði gefið húsi Ísraels. Þau rættust öll." Jós. 21: 45.

Ég er svo lánsöm að eiga ykkur öll sem vini, ekki bara bloggvini heldur vini.

Guð gefi ykkur góðan dag og hamingjuríka framtíð.

Guðs blessun/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.4.2008 kl. 10:57

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Guðlaug mín. Á meðan ég var að skrifa innleggið mitt hefur þú sent mér innlegg. Bið þig að tileinka þér bréfið hér fyrir ofan. Það á svo sannarlega við þig líka. Takk fyrir bænirnar þínar. Guð blessi þig og gefi þér bjarta framtíð.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.4.2008 kl. 11:02

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig Rósa mín elskuleg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2008 kl. 15:24

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæl Rósa! Nú er ég svo hoppandi vondur út í einhver prest sem heitir Halldór. Get ekki sofið fyrir öllu sem er að rifjast upp fyrir mér í sambandi við Reykjanesskóla og prest þar sem messaði í 10 mínútur og safnaði klámblöðum. Og svo Passíusálmarnir sem ég þurfti að sitja grafkjurr allan tíman meðan sálmarnir voru lesnir. Mátti ekki einu sinni fara á klósettið. Það var ekki einu sinni klósett heldur kamar úti, ískaldur og gerði mig endalaust myrkfælinn. Svo kom stundum prestur þarna sem ég man ekki hvað heitir á haustin og allir voru fullir. Presturinn gerð grín að Guði þegar hann var fullur. Baldur heitir eða hét þessi í Reykjanesskóla minnir mig. Alruglaðasti maður sem ég hef séð. Í sunnudagaskóla þar sem englamynda hobbýið mitt byrjaði, 13 ára, var líka prestur sem kom einstaka sinnum og ég held að allir hafi verið hræddir við þennan mann. Konan sem stjórnaði sunnudagaskólanum sagði aldrei neitt þegar hún kom. Svo hef ég hitt fleiri og þeir eru hver öðrum furðulegri. Verða menn skrítnir af því að fara í prestaskóla eða sækir skrítið fólk í svona skóla. Þarf presta yfirleitt til að verða kristinn? Það var þessi Halldór prestur sem klagaði yfir Skúla! Ég veit um 3 presta í Reykjavík sem ég gæti farið beint til lögreglu og kært, enn af því að það var ekki ég sem varð fyrir barðinu á þeim, get ég það ekki. Allt strákar sem urðu fyrir þessum svínum í prestklæðum. Ég ætla að lesa Biblíuna. Enn í kirkju fer ég bara til að þóknast öðrum, jarðarfarir og nú er búið að bjóða mér í skírn. Í kirkju sem prestur er í sem ég hugsa bar um sem ekki er prenthæft! Ég sá þennan prest á síðunni hans salman. það vantar alvöru presta í Reykjavík og ég er viss um að ef þú yrðir þar Prestur, myndi ég koma i kirkju. Svavar er eini presturinn sem talar af viti um trúmál í mínum augum á blogginu. Skil samt ekkert í sumum pistlunum hans. Þetta litla sem ég hef lesið úr biblíunni sannfærir mig um það, að Jesús Kristur  er ekki í mörgum kirkjum í  Reykjavík.  Það er rosalegur ruglingur í gangi hjá mér út af því að það var prestur sem er búin að stofna til illinda út um allt.  Og einn vinur minn sem er  alin upp sem múslimi er skíthræddur við þennan salmann. Og hann er sjálfsagt múslimaprestur. Ég ætla að biðja fyrir öllu fólki núna, nema þessum presti Halldóri.

Ég hef engan núna til að kvarta yfir þessu nema þig Rósa, því ég treysti þér 100%

Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig.

Óskar Arnórsson, 21.4.2008 kl. 01:22

13 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæl Ásthildur mín. Takk fyrir innlitið og kærleikskveðjur.
Gangi þér vel í barnauppeldinu og öllu hinu.
Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.4.2008 kl. 01:47

14 identicon

Sæl Rósa mín.

Fallegt af þér eins og fyrri daginn.Ég hugsa og hef beðið fyrir vinkonu þinni og fjölskyldu hennar.Ég bið einnig fyrir þér og þínum.

Góða nótt í hvíld með Guði. Amen.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 02:19

15 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Angels - Myspace Glitters
Hot Myspace Glitters - Dezrum.com

Sæll Óskar minn.

Ég var inná síðunni hjá þér og skrifaði þar innlegg og síðan kíkti ég inná síðuna mína og þar beið mín innlegg frá þér um sama málefni. Ég skil vel að þú sért ósáttur að Guðsþjónn skuli setja steina í götu Skúla vinar okkar. Skúli hefur ekkert gert rangt. Hann þýddi greinar sem meira að segja múslímar skrifuðu. Hann skrifaði oft beint uppúr Kórarnum. Ég er með þessa bók fyrir framan mig og er hægt að kaupa hana hjá Eddu-úgáfu á Bræðraborgarstíg. Skúli á þakkir skildar að segja okkur sannleikann um Öfga-múslíma. Það að birta þýddar greinar sem hafa birtst í öðrum löndum og einnig að birta texta sem er beint uppúr Kórarnum, hafi verið ritskoðað hér á Íslandi er algjör hneysa.

Ég fæddist inní kristna fjölskyldu og það var mitt lán. Foreldrar mínir voru og eru ekta en því miður er ekki hægt að segja það um alla og það á við um fleiri en bara þá sem tilheyra Lútherskukirkjunni. Það er samt alveg sérstaklega fyndið þegar fólk í Lútherskukirkjunni er að segja mér hvað ég má gera og hvað ég má ekki gera. Sömu lög gilda um þau. Þau jú tóku þá ákvörðun að fermast, að gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns.

Ég tek það fram að ég er mjög ánægð með Lútherska prestinn hér á Vopnafirði en Vopnfirðingar hafa ekki átt því láni að fagna lengi  að hafa prest sem tekur starf sitt alvarlega og vinnur í kærleika í takt við söfnuðinn sinn. Prestar eru margir að mínu áliti á rangri hillu. Það er nú lágmark að þeir trúi á Jesú Krist og hafi gert hann að leiðtoga lífs síns af heilum hug.

Þessar lýsingar á prestum koma mér ekkert á óvart. Þvílík óvirðing að gera grín af Guði og safna klámblöðum.  Alltaf verð ég sorgmædd þegar ég heyri um drykkfelda presta og eins um ýmis afbrot sem þeir hafa framið.

Óskar þú skrifar:  "Þetta litla sem ég hef lesið úr Biblíunni sannfærir mig um það, að Jesús Kristur  er ekki í mörgum kirkjum í  Reykjavík." Því miður hefur þú rétt fyrir þér þarna að mörgu leyti. Það eru margar kirkjur á Íslandi sem eru steindauðar. Það vantar neistann. Messurnar eru njörvaðar niður og þær gefa enga fyllingu en það er auðvita ekkert skrýtið þegar presturinn er ekki samkvæmur sjálfum sér og er að flytja boðskap  um Jesú Krist sem einhvers konar þulu og kórinn syngur og söngurinn kemur ekki frá hjartanu. Meira lagt uppúr að kórinn sé flottur og syngi fullkomlega og á alltof háum tónum svo kirkjugestir geta ekki sungið með.  Það vantar neistann í sönginn. Söngurinn á að koma frá hjartanu.

Ekki finnst mér skrýtið að múslímar sem vilja lifa venjulegu lífi í sátt við aðra skuli hræðast Salmann Taminn. Bara að sjá hann vekur óhug hjá mér. Hann er formaður félags Múslíma á Íslandi og eins og þú veist núna er hann með bloggsíðu á mbl.is Ég sá viðtalsþátt með honum í haust, sennilega Kastljós.

Ég held að íslenska þjóðin hafi ekki lengur val um hvort eigi að vera aðskilnaður milli ríkis og kirkju eða ekki. Á þingi presta eru teknar ákvarðanir sem eru gegn lögum Guðs. Prestar hér taka lögin í sínar hendur og það er greinilega tímabært að leysa þetta rugl þing upp. Ég er alveg viss um að margir prestar fara þá úr þessari þjónustu þegar brauðið verður ekki eins matarmikið eins og það er í dag.

Við sjáum ýmsar klíkur í sambandi við ráðningar. Karl Sigurbjörnsson er biskup Íslands og er það sennilega vegna þess að faðir hans gegndi því embætti áður. Hann og faðir hans eru ekkert líkir. Fullt af ættingjum Karls eru í góðum embættum.

En það sem heldur mér gangandi er að ég á ekki að horfa á breiska menn heldur á Jesú Krist. Margt fólk sem tekur afstöðu og kemur í söfnuð finnst fólkið vera svo frábært og að það vanti bara vængina á fólkið en svo líður bara stuttur tími og þau sjá að við erum ekkert öðruvísi en þau. Eini mismunurinn á okkur er að við höfum játað Jesú Krist en við erum sko ekkert betri en aðrir. Aftur á móti hefur annað fólk ákveðið fyrir okkur hvernig við eigum að vera en það er bara ekki sanngjarnt. Við verðum að fá að vera eins og við viljum sjálf.

Við þurfum að muna að enginn er fullkominn nema Guð almáttugur. Við erum breysk og fólk má alls ekki láta skemma samband sitt við Guð með því að horfa upp á fólk sem er breiskt og oft á tíðum alls ekki heiðarlegt.

Guð blessi þig og varðveiti

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.4.2008 kl. 04:51

16 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Elsku Rósa mín, takk fyrir innleggið þitt. Ég mun svo sannarlega byðja fyrir vinkonu þinni, og öllum öðrum, en vonandi fer þetta vel hjá henni. Heirumst fljótlega Rósa mín, vonandi gengur þér vel í dönskunni:)

Knus til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 21.4.2008 kl. 09:08

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk Rósa fyrir þessar skýringar!

Ég er algjörlega á móti því að Ríkið sé að púkka upp á einhverja þjóðkirkju. Búin að ætla að segja mig þjóðkirkjunni enn alltaf gleymt því.

Gott að það var presur eða djákni sem minnti mig svo rækilega á það að því verður ekki gleymt. Hugsa sér að það þurfi mann úr kirkjunni til að minna mig á að skrifa mig út úr henni.

Ég er þessum Guðsmanni þakklátur fyrir að minna mig á þetta svo ég geti verið honum þakklátur fyrir eitthvað.

Það er þó alltaf jákvætt að vera þakklátur. Nú er engin hætta lengur að ég gleymi að skrifa mig úr þjóðkirkjunni. 'eg ætla að senda honum mail og þakka honum fyrir þetta. verð í bandi þegar ég verð nettengdur næst.

Ástarkveðja 

Óskar Arnórsson, 21.4.2008 kl. 18:48

18 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Flowers - Myspace Glitters
Hot Myspace Glitters - Dezrum.com

Kæri Óskar minn.

Sendi þér orð: Jesús sagði: "Sjá, ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér." Opinb. 3: 20.

Guð blessi ykkur hjónin og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.4.2008 kl. 20:46

19 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Flowers - Myspace Glitters
Hot Myspace Glitters - Dezrum.com

Sæl Kristín mín. Takk fyrir fyrirbænirnar. Þær virkuðu vel.

Sendi þér orð: "Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir. Fil.4: 4.

Guð blessi þig. Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.4.2008 kl. 20:51

20 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Kæru vinir.

Guð er góður og hann hefur svarað bænum okkar í dag. Ég er búin að fá fréttir af vinkonu minni. Maðurinn hennar hringdi í mig og var mjög glaður. Vinkona mín fór í aðgerð um áttaleytið í morgunn og tók aðgerðin átta tíma. Læknirinn er mjög bjartsýnn. Hann var sá eini sem treysti sér að framkvæma þessa aðgerð. Í gærkvöldi sagði hann þeim að hann skyldi ekki hvernig stæði á því að vinkona mín væri lifandi miðað við hvað hún var illa farin. Hann sagðist ekki hafa viljað segja þeim frá þessu fyrr en rétt fyrir aðgerð.

Blóðflæðið er orðið mjög gott hjá vinkonu minni og henni er haldið sofandi. Ekki hafa verið teknar neinar ákvarðanir um framhaldið.

Kolbeinn Sigurðsson vinur minn og trúbróðir heimsótti Ingu í gær og bað fyrir henni. Hann bað Guð að gefa henni orð. Fljótlega eftir heimsóknina hringdi vinkona mín í mig og sagði mér að Guð hefði gefið sér orð c.a. 15 mín. eftir að Kolbeinn fór. Orðið var: "Ég lifi og þér munuð lifa." Stórkostlegt orð. Kolli minn, kærar þakkir fyrir þjónustu þína. Guð blessi þig og launi fyrir okkur.

Ég vil þakka öllum sem hjálpuðu okkur að biðja fyrir vinkonu minni. Við trúum því að áframhaldið sé sigur og fullkomin lækning. Þetta var erfiður tími en við erum svo lánsöm að hafa átt ykkur öll að.

Guð blessi ykkur öll og launi fyrir góðvild ykkar og kærleika.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.4.2008 kl. 21:17

21 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Kæru vinir. Jesús er Drottinn.

Vinkona mín er vöknuð og þarf ekki lengur að vera í öndunarvél. Hún verður á gjörgæsludeild í dag og á morgunn fer hún inná almenna deild.

"Hvar eru hinir níu?"

"Svo bar við á ferð hans til Jerúsalem, að leið hans lá á mörkum Samaríu og Galíleu. Og er hann kom inn í þorp nokkurt, mættu honum tíu menn líkþráir. Þeir stóðu álengdar, hófu upp raust sína og kölluðu: ,,Jesús, meistari, miskunna þú oss!" Er hann leit þá, sagði hann við þá: ,,Farið og sýnið yður prestunum."  Þeir héldu af stað og nú brá svo við, að þeir urðu hreinir. En einn þeirra sneri aftur, er hann sá, að hann var heill orðinn, og lofaði Guð hárri raustu. Hann féll fram á ásjónu sína að fótum Jesú og þakkaði honum. En hann var Samverji. Jesús sagði: ,,Urðu ekki allir tíu hreinir? Hvar eru hinir níu? Urðu engir til þess að snúa aftur að gefa Guði dýrðina nema þessi útlendingur?" Síðan mælti Jesús við hann: ,,Statt upp, og far leiðar þinnar. Trú þín hefur bjargað þér." Lúkas 17: 11. - 19.

Í gærdag náði ég ekki í mann vinkonu minnar en ég var búin að hringja í móðir hans og ég vissi að allt gekk vel. Ég vildi ekki koma með fréttir fyrr en eiginmaðurinn hringdi í mig og þá gat ég látið vita nákvæmlega um hlutina. Ég sendi fullt af tölvupóst og skrifaði hér gleðifréttirnar.

Ég fékk svar frá vinkonu minni í Öræfum og ég hringdi þá strax til hennar. Við vorum í sigurvímu. Ég vildi endilega að við myndum hafa bænastund í símanum þar sem við þökkuðum fyrir bænasvarið. Ég sagði henni að ég vildi ekki vera eins og mennirnir níu sem voru líkþráir. Ég vildi taka mér til fyrirmyndar eina manninn sem sneri aftur og þakkaði Jesú fyrir að hann var læknaður. Við báðum og þökkuðum fyrir stórkostlegt kraftaverk sem við fengum öll að sannreyna í gær.

Munum að þakka Jesú fyrir allt sem hann hefur gert fyrir okkur.

Guð blessi ykkur öll.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.4.2008 kl. 12:29

22 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég gleðst með þér Rósa,og afar gott að vita að allt gekk vel.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 22.4.2008 kl. 19:08

23 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Frábær Drottinn sem að við eigum og stöndum fast í þeirri trú og játningu sem að hann gaf okkur til lífs. Ég er að fara á kvennamót um næstu helgi, sé ég þig þar? Drottinn blessi vinkonu þína, manninn hennar og fjölskyldu.

Ég er með bænarefni vegna vinkonu minnar sem að býr í Svíþjóð. Hún fór í aðgerð út af skemmdri taug, sem að er úr höfði niður í axlir. Hún lenti í vinnuslysi fyrir þremur árum, datt aftur fyrir sig og skall á hnakkann.Hún hefur verið óvinnufær síðan og mjög kvalin.

Einnig á hún að fara í aðra aðgerð í haust, vegna brjósklos í hálsi, sem að er líka afleiðing af þessu slysi. Hún hefur ekki fengið bætur út úr tryggingunum, þar sem að þessi  meiðsl voru svo lengi að finnast og allt þetta mál er í járnum. Hún er með lögfræðing í málinu, en nauðsynlegt er að fá viðeigandi vottorð frá læknunum sem að nú eru að meðhöndla hana.

Ef þessi vottorð fást ekki, kemur hún til með að missa húsið sitt og fl.

Hún fann strax mun eftir aðgerðina til góðs, en fékk samt eitthvað bakslag, sem að dró úr henni kjarkinn.

Bænarefnið er að hún nái fullum bata og að allt fari vel. Hún veit að það er verið að biðja fyrir henni, en ég er búin að vera að vitna fyrir henni í bráðum 17 ár.

Ég bið ykkur öll sem að sjáið þetta bænarefni inni á síðunni hennar Rósu, að taka það upp á ykkar arma, ef þið mögulega fynduð ykkur tíma. Guð blessi ykkur öll.   

G.Helga Ingadóttir, 22.4.2008 kl. 21:23

24 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð  og takk fyrir innlitið.

Augasteinn. Fór inná síðuna þína og leist vel á. Guð blessi þig.

Sæll Úlli minn. Þakka þér fyrir stuðninginn og fyrir bænirnar. Guð blessi þig og launi þér ríkulega.

Sæl Helga mín. Nei ég fer ekki á Kvennamót. Það hentar ekki svona rugludöllum sem eru í fjarnámi. Próftíminn er að bresta á og þá er víst best að reyna að vera dugleg á lokasprettinum. Hef aðeins einu sinni farið á Kvennamót. Það að ferðast á milli Vopnafjarðar og Reykjavíkur með flugi er svipað og ég borgaði fyrir flugfargjald til London og til baka sl. sumar. Svo bætist mótsgjaldið við. Við sem búum hér á hjara veraldar þurfum oft að láta ýmislegt út um hitt þegar við heyrum um mót eins og voru  í Kirkjulækjarkoti í vetur. Ég viðurkenni að þetta er mjög erfitt því ég vildi svo gjarnan koma oftar og vera með ykkur og njóta gjafa Guðs. Það er erfitt að þurfa að neita sér um að fá að koma að veisluborði Drottins en svona mót eins og voru í vetur eru algjörar andlegar veislur.

Bænarefnið þitt er mjög alvarlegt og verðum við að standa saman og biðja fyrir vinkonu þinni og einnig að biðja Jesú að frelsa hana.

Dró orð: "Sá, sem ekki elskar þekkir ekki Guð, því að Guð er kærleikur. Í því birtist kærleikur Guðs meðal vor, að Guð hefur sent einkason sinn í heiminn til þess að vér skyldum lifa fyrir hann." 1. Jóh. 4: 8.-9.

Við biðjum til Jesú að vinkona þín frelsis og kynnist kærleika Guðs.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kærleikskveður til ykkar allra.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.4.2008 kl. 14:11

25 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Kæru vinir.
Nýjustu fréttir af vinkonu minn eru þær að hún verður lengur á gjörgæsludeild. Hún var kvalin í morgunn en það s.s. kemur ekkert á óvart miðað við þessi miklu inngrip og hvað vinkona mín var langt leidd þegar hún loksins komst til lækna sem fundu strax hvað var að. Þá loksins fóru hjólin að snúast eftir margra ára sjúkdóms þrautagöngu.
Guð blessi ykkur og launi fyrir bænirnar ykkar og kærleika.
Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.4.2008 kl. 14:20

26 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Gott að alt hefur gengið vel hjá vinkonu þinni elsku Rósa, vonandi heldur henni áfram að batna. Eg reindi að hringja í þig í gærmorgun en var altaf á tali.Guð blessi þig elsku Rósa mín

Kærleikskveðja til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 24.4.2008 kl. 07:28

27 Smámynd: Ruth

Dýrð sé Guði þakka þér öll þín skrif Rósa mín Drottinn blessi þig og ég mun hafa vinkonu þína í bænum mínum og líka vinkonu Helgu

Ruth, 25.4.2008 kl. 01:47

28 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Já takk fyrir að taka vinkonu mína upp á ykkar bænaarma, ekki veitir af her Guðs. Ég bið þess að þú verðir í andlegri veislu í próflestrinum með Guði, hann er hjá þér eins og mér og eins og á kvennamótinu. Hæg er heimantökin fyrir mig, þar sem ég bý í næsta nágrenni. Guð veri með þér og öllum sem líta við á síðunni þinni, kæra vinkona.

G.Helga Ingadóttir, 25.4.2008 kl. 13:00

29 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæl Kristín mín.

Takk fyrir innlitið. Við vorum ekki að nota símann minn á miðvikudagsmorgunn því þá var Karin hjá mér í stærðfræðibrasi.  Þegar þú sendir mér tölvupóst á fimmtudaginn og sagðir að það hafi verið á tali þá var ekki verið að nota símana. Aldrei þessu vant því það er mikið hringt héðan.  Ég athugaði hvort allt væri í lagi og hvort það væri sónn. Allt í orden. Sennilega álag á línunni. Þá hafa allir verið að hringja og óska hvort öðru Gleðilegs sumars nú þegar vorið er rétt nýbyrjað hér á Íslandi en ekki sumarið. Allavega ekki hér á hjara veraldar. Vinkonu minni vegnar vel og skrifaði ég nýjustu fréttir af henni í færslunni minni hér fyrir ofan. Guð blessi þig og fjölskyldu þína í Danaveldi.

Sæl Ruth mín. Takk fyrir innlitið og fyrir bænirnar þínar fyrir vinkonum okkar Helgu. Einnig þakka ég þér fyrir hvatningu og blessunaróskir. Drottinn blessi þig og fjölskyldu þína.

Sæl Helga mín. Komin á Kvennamót í andlega veislu. Spurning hvort ég verði í andlegri veislu að vesenast í próflestir en vonandi er hægt að lemja fræðin inn í minn haus. Vona að þú verðir dugleg að láta biðja fyrir vinkonu þinni á Kvennamótinu. Drottinn blessi þig og fjölskyldu þína.

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.4.2008 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband