Deilur Ísraela og Araba

Ég hef farið til Ísrael og þess vegna langar mig að glíma við ritgerðarefnið um “Deilur Ísraela og Araba.” Ég á svolítið af efni í fórum mínum og ætla ég að styðjast við það efni ásamt minni eigin sannfæringu og trú á Jesú Krist. Flest af því efni sem kennarinn minn sagði mér frá er ekki til í bókasafni Vopnafirðinga.

Þetta efni er yfirgripsmikið. Svo yfirgripsmikið að persónulega finnst mér það tengjast sögunni alveg frá því áður en himinn og jörð urðu til og fram að heimsenda. Ég mun reyna að  útskýra hvaða ég á við  eftir bestu getu í ritgerðinni og  í lokaorðum.

Í forsögunni  kemur skýrt fram loforð Guðs við Abraham um landið sem Guð gaf Abraham og niðjum hans. Ég trúi því að strax í upphafi hafi Guð almáttugur ákveðið að Ísrael ætti að verða hans útvalda þjóð. Synir Abrahams eru tveir Ísmael og Ísak. Það er athyglisvert hvað engillinn sagði við móður Ísmael.  Getur verið að Ísmael sé forfaðir Araba? Er Guð þarna  að tala um  afkomendur hans Araba að þeir myndu verða ólmir ekki einungis við Gyðinga heldur einnig innbyrðis?

Arabar berjast oft innbyrðis. Samstaða þeirra er engin. Þeir grafa undan hvor öðrum eins og var gert við Sadat og Egypta loksins þegar þeir vitkuðust og skrifuðu undir Camp David samkomulagið. Sadat galt lífi sínu fyrir að reyna að semja frið. Arabar hika ekki að drepa aðra Araba.  Arabar grafa undan sjálfum sér með sjálfsmorðsárásirnar.

Eru Öfga Arabar að berjast gegn sinni betri vitund en þeir geta ekki annað því þeir eru knúðir áfram af andaverum vonskunnar?  Er stríðið sem geisar í Miðausturlöndum , stríð á milli góðs og ills?

Vegna fréttaflutnings íslensku fjölmiðlana ætla ég að athuga hvort virkilega allt sem gerist í Ísrael og nágrenni sé Ísraelum að kenna. Er Arafat góðmenni og Ísraelar óþokkar eins og kemur fram í íslenskum fjölmiðlum?

Forsagan
Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. Þessi orð eru upphafsorð Biblíunnar. Áður en himin og jörð urðu til var sonur Guðs til ásamt her af englum. Þá var engin synd til. En svo skeði það að einn af englum Guðs sem hét Lúsifer  gerði uppreisn og honum var kastað út úr dýrð Guðs. Þá breyttist þessi engill  í óvin Guðs sem er Satan. Guð skapaði Adam og Evu og þau áttu heima í aldingarðinum Eden. Þegar Eva var eitt sinn á gangi í garðinum, þá talaði höggormurinn við hana. Þetta var Satan í gervi höggormsins. Höggormurinn freistaði hennar og hún óhlýðnaðist Guði. Eftir það komst syndin inní hinn nýskapaða heim. Adam og Eva voru rekin út úr garðinum. Satan  er í baráttu við Guð um hvert einasta mannsbarn og það getum við séð sjálf t.d.  þegar við heyrum um baráttuna í Miðausturlöndum.

Það er engin tilviljun að Rut sem kom frá Móabslandi giftist Bóasi. (Biblían:Rutarbók) Þau eignuðust son sem hét Óbeð. Hann eignaðist son sem hét Ísaí sem var faðir Davíðs konungs sem réði í Ísrael 1004-975. Salómon konungur var sonur Davíðs og réði í Ísrael 975-926. Það var engin tilviljun að Jesús Kristur fæddist í Betlehem sem er í Júdeu og  er afkomandi Abrahams sem Guð kallaði frá Úr í Kaldeu. Það svæði heitir í dag  Írak og Kúwait.  Rut var ein af formæðrum Jesú Krists.

Abraham var kallaður til þjónustu fyrir Guð. Guð ætlaði að gera Abraham að mikilli þjóð sem var blessuð af Guði og átti að blessa aðrar þjóðir. Drottinn sagði við Abraham:“ Far þú burt úr landi þínu og frá ættfólki þínu og úr húsi föður þíns, til landsins, sem ég mun vísa þér á. Ég mun gjöra þig að mikilli þjóð og blessa þig og gjöra nafn þitt mikið, og blessun skalt þú vera. Ég mun blessa þá, sem þig blessa, en bölva þeim, sem þér formæla, og af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta” (Biblían: 1.Mós.12.1-3). Abraham hlýddi og fór til landsins sem Guð hafi sagt honum að fara til. Þá sagði Guð við hann: “Niðjum þínum vil ég gefa þetta land.” (Biblían: 1.Mós.12.7) Þetta var loforð sem stendur enn í dag.

Guð gerði sáttmála við Abraham. Hann ætlaði að gefa honum og Söru son. Árin liðu,  Sara gerðist óþreyjufull og sagði við Abraham að hann skyldi eignast afkvæmi með ambátt sinni sem hét Hagar. Hagar varð þunguð og  flúði út í eyðimörkina vegna þess að Sara þjáði hana.  Þar fann engill Drottins hana og sagði henni að hverfa aftur heim til húsmóður hennar. Engilinn sagði einnig við hana: “Sjá þú ert þunguð og munt son fæða. Hans nafn skalt þú kalla Ísmael, því að Drottinn hefur heyrt kveinstafi þína. Hann mun verða maður ólmur sem villiasni, hönd hans mun vera uppi á móti hverjum manni og hvers manns hönd uppi á móti honum, og hann mun búa andspænis öllum bræðrum sínum.” (Biblían: 1.Mós. 16.11-12)

Abraham og Sara eignuðust son fyrirheitanna, Ísak. Guð endurnýjaði sáttmálann við Ísak.  “Dvel þú um hríð í þessu landi, og ég mun vera með þér og blessa þig, því að þér og niðjum þínum mun ég gefa öll þessi lönd, og ég mun halda þann eið, sem ég sór Abraham föður þínum. Og ég mun margfalda niðja þína sem stjörnur himinsins og gefa niðjum þínum öll þessi lönd, og af þínu afkvæmi skulu allar þjóðir á jörðinni blessun hljóta.” (Biblían: 1.Mós.26.3-4) Ísak og Rebekka konan hans eignuðust tvíburana Esaú og Jakob.

Jakob sveik út frumburðarréttinum sem Esaú átti og fékk með því blessunina sem tilheyrði Esaú. Eftir það flúði Jakob undan Esaú til Mesópótamíu til Labans móðurbróður síns. Þar var hann í 20 ár. Jakob giftist systrunum Leu og Rakel dætrum Labans. Síðar snéri Jakob aftur til föðurlands síns og sættist við Esaú. Eftir það  blessaði Guð Jakob og sagði: “Nafn þitt er Ísrael” (Biblían: 1.Mós.35.10)  Jakob eignaðist 12 syni og nokkrar dætur með konunum sínum tveimur og ambáttum þeirra.  Einn af sonum hans var Jósef. Bræður hans seldu hann kaupmönnum sem voru á leið til Egyptalands. Þeir  sögðu Jakobi föður hans að Jósef væri dáinn. Seinna varð hallæri  mikið í landinu og þurftu því synir Jakobs að fara og kaupa korn í Egyptalandi.

Þar hittu þeir fyrir Jósef bróður þeirra sem var þá hátt settur í Egyptalandi. Jósef bað bræður sína að flytja til Egyptalands ásamt föður þeirra og fjölskyldum á meðan hallæri væri í landinu. Þarna var komið fram það sem Guð hafði sagt Abraham: “Vit það fyrir víst, að niðjar þínir munu lifa sem útlendingar í landi sem þeir eiga ekki, og þeir munu þjóna þeim og þeir munu þjá þá í fjögur hundruð ár.” (Biblían: 1.Mós.15.13-14) Þegar Jakob fór til Egyptalands var fjölskyldan hans um 70 manns. Guð sagði við Jakob: “Ég er Guð , Guð föður þíns. Óttast þú eigi að fara til Egyptalands því að þar mun ég gjöra þig að mikilli þjóð.” (Biblían: 1.Mós.46.3)

Egyptar þjáðu hina útvöldu þjóð Guðs og Guð heyrði kveinstafi þeirra. Guð sendi Móses til Egyptalands til að leiða þjóðina frá Egyptalandi. Þau voru 40 ár á leiðinni í eyðimörkinni frá Egyptalandi. Móses dó í eyðimörkinni og Jósúa tók við og leiddi þjóðina inn í það land sem Guð hafði gefið feðrum þeirra.  Þetta tímabil gæti verið um 1250 f. Kr.

Árið 925 var ríkinu skipt, Ísrael í norðri og Júda í suðri eftir dauða Salómons. 722 réðust Assyríu menn á Ísrael og fluttu þjóðina til Assyríu. Árið 587 réðist Nebúkadnesar konungur á Júda þjóðina og hernam og flutti til  Babýlon.  Þar voru þeir í 70 ár. Ottómaníska (tyrkneska) heimsveldið ríkti í 400 ár frá 1517-1917 þegar Bretar sigruðu Tyrki í Krímstríðinu. (Ulf Ekman. 1997:127-128) Þetta er hluti af forsögunni sem segir frá tilvistarrétti Gyðinga til Landsins helga.

Musterið eyðilagt nema Grátmúrinn
Árið 70  hertóku Rómverjar Jerúsalem og eyðilögðu Musterið. Útveggur forgarðsins stóð eftir sem var þekktur undir nafninu “Grátmúrinn” en í dag kallaður Vesturmúrinn.  Gyðingar fengu að búa áfram í landinu en eftir uppreisn Gyðinga undir stjórn Bar-Kochta 132-135 dreifðust Gyðingar um allan heim. Einungis 750.000 Gyðingar urðu eftir í  Landinu helga. (Snorri G. Bergson. 1994:16)

Árið 438 leyfir Eodicea keisari Gyðingum að snúa aftur til Musterishæðarinnar í Jerúsalem. Árið 614 var Persneska heimsveldið við lýði. 628-633 var tímabil Býsantía sem voru Tyrkir. 633-637 var arabísk (múslímsk)  hernám. Þá náðu Arabar Landinu helga og stjórnuðu þeir landinu til ársins 1099. Þá komu Krossfarar til Landsins helga og voru þar til ársins1291.  Árið 1187 þá endurreisir Saladin soldán Íslam í stórum hluta landsins.   1517-1917 er Ottómaníska (tyrkneska) heimsveldið ríkir yfir landinu í 400 ár. (Ulf Ekman. 1997:128-129)

Margir Gyðingar áttu heima í Khazara á 8. öld sem er í suður hluta Rússlands. Konungsættin þar og aðalsmenn höfðu tekið gyðingatrú árið 740. Þeir komu frá Mesópótamíu, frá Litlu-Asíu og Kákasus. (Snorri G. Bergsson. 1994:16). Í margar aldir hafa Gyðingar átt heima í Rússlandi. Þetta skýrir fólksflutningana frá Rússlandi til Ísrael á 19. og  20. öldinni.

Í stjórnartíð Ottómanna í Landinu helga var þjóðin samansett úr fjölmörgum þjóðarbrotum. Árið 1800 var talið að 250.000 íbúar ættu heima á palestínusvæðinu sem var beggja vegna Jórdan.  Þegar múslimar tóku við völdum hafði verið mikil gróðureyðing á Palestínusvæðinu. Landið sem áður flaut í mjólk og hunangi var orðið að eyðimörk. Eftir landnám Gyðinga byrjaði eyðimörkin að blómstra. (Snorri G. Bergsson. 1994:19)

Þegar Gyðingar byrjuðu að flytja til Landsins helga um 1882 voru uppi ásakanir að Gyðingar hefðu rænt landinu frá Aröbum. Þetta er ekki rétt því í lok nítjándu aldar bjuggu fáir Arabar í landinu. (Ulf Ekman. 1997:31)

Stjórnartíð Tyrkja og Breta
Árið 1917 var ljóst að heimsveldi Ottómanna var að hruni komið. Bretar fóru í stríð við Tyrki og sigruðu þá. Bretar lögðu fram Balfour-yfirlýsinguna þar sem Gyðingum var gefið loforð um þjóðarríki í Palestínu. Það svæði átti að ná yfir núverandi Ísrael og Jórdaníu. Arabísk þjóðernishyggja þoldi þetta alls ekki og beitti bresku ríkisstjórnina miklum þrýstingi til að brjóta þetta loforð. Þjóðarbandalagið (fyrirrennari Sameinuðu þjóðanna) fól Bretum árið 1919 að endurreisa Gyðingaríki á öllu Palestínusvæðinu. Árið 1920 var Bretum falin umboðsstjórn í Palestínu. Það var samþykkt á friðarráðstefnu í San Remo sem síðar var samþykkt af Þjóðarbandalaginu árið 1922.
Landinu var skipt í  tvennt. Annar hlutinn var vestan Jórdanar og Gólanhæðir sem var kallað Cisjórdanía. Þar áttu Gyðingar að eiga heima. Hinn hlutinn var Transjórdanía og var fyrir austan Jórdan. Þar áttu Arabar að eiga heima. Það er Jórdanía í dag. Þarna hafði átt sér stað breyting frá 1917. Bretar höfðu svikið loforðið sem þeir gáfu Gyðingum 1917. Bretar létu Husseini fjölskylduna fá landsvæðið austan Jórdan sem í dag heitir Jórdanía og Abdullah Husseini lýsti sjálfan sig konung ríkisins að því loknu. Barnabarn hans er konungur í Jórdaníu í dag. Með þessum skiptum var vonast til að ró ríkti en það var alls ekki raunin því innbyrðisdeilur Gyðinga og Araba voru miklar. Einnig deildu Gyðingar og Arabar við bresku umboðsstjórnina. Winston Churshill þáverandi nýlendumálaráðherra hafði miklar efasemdir um markmið Breta og vildi hann að þeir drægju sig út úr þessu og koma á stjórn íbúa landsins. Það var ekkert hlustað á hann. Á þriðja áratug voru miklar óeirðir af hálfu Araba. Einnig á fjórða áratugnum voru árásir Araba á Gyðinga daglegur viðburður. Á árunum 1936-39 stóð yfir almenn uppreisn Araba í Landinu helga. Uppreisnin var kostuð m.a. af  stjórn Hitlers í Þýskalandi. Ýmsar tillögur kom fram um skiptingu lands en Arabar samþykktu ekki neina þeirra því þeir vildu fá landið einir til eignar. (Snorri G. Bergsson. 1994:24-25)

Á þessum árum var Hajj Amin al-Husseini harðasti andstæðingur Gyðinga. Hann var leiðtogi róttækra Palestínuaraba. Hann hélt uppi stöðugum áróðri um Gyðinga þegar hann ferðaðist víða um lönd til að safna fé vegna baráttunnar. Hann varaði við Gyðingum og sagði að ef Gyðingar næðu völdum myndu þeir eyðileggja byggingar á  Musterishæðinni og Al-Aksa moskunna. Hann krafðist Grátmúrsins til handa múslimum, það væri helgur staður þeirra ekki síður en Gyðinga. Þjóðarbandalagið hafnaði þessum kröfum árið 1930. Husseini flúði land eftir að breskur landstjóri í Galíleu var myrtur af hans mönnum. Hann stjórnaði úr fjarlægð m.a frá Þýskalandi Palestínuaröbum til að vinna gegn Gyðingum. Eftirlætisfrændi Husseins var Yasser Arafat. Husseini hafði hugsað sér hann sem mögulegt leiðtogaefni. (Snorri G. Bergsson. 1994:26-27)  Meira um það síðar.

Á milli heimsstyrjaldanna urðu miklar breytingar í Evrópu. Kommúnistar komust til valda í Rússlandi, fasistar á Ítalíu og nasistar í Þýskalandi. Á þessum tíma var kynnt undir Gyðingahatri sem hafði verið mikið fyrir þann tíma, eins og ritið “Gerðarbækur vitringanna á Zion.” Þetta var falsað rit sem leynilögregla keisarans í Rússlandi hafði látið gera til að sverta Gyðinga. Árið 1933 varð Adolf Hitler ríkiskanslari í Þýskalandi og 1935 voru samþykkt Nürnbergslögin. Gyðingar voru gerðir algjörlega réttindalausir. Nasistar sendu eins marga Gyðinga eins og þeir gátu til Landsins helga. Árið 1938 var algjör eyðileggingarherferð gegn fyrirtækjum og samkunduhúsum þeirra. 10. nóvember var kölluð “Kristalsnóttin.” Þá nótt náði  eyðileggingarherferðin hámarki og glerbrot lágu út um allt. Husseini hvatti Hitler til að hætta að senda Gyðinga úr landi. Husseini var tekinn til fanga eftir heimsstyrjöldina ásakaður fyrir stríðsglæpi.  Hann náði að flýja úr fangelsi í Frakklandi 1946 og flutti höfuðstöðvar sínar til Egyptalands.

Helförin
Nasistar hötuðu Gyðinga svo mikið að þeir myrtu um 6 milljónum m.a. í útrýmingarbúðum í Auschvitz sem nú er í Póllandi. Nasistar ætluðu að útrýma öllum Gyðingum í Evrópu sem voru þá um 11 milljónir. Byrjað var að gera tilraunir með útrýmingarbúðirnar sumarið 1941. Tilraunirnar voru gerðar með  700 sovéskum og 300 pólskum stríðsföngum.   “Lokalausn Gyðingavandamálsins” var að útrýma Gyðingum og fyrstu  aftökur Gyðinga í gasklefa voru framkvæmdar í Chelmo þann 8. desember. Frumkvæðið af aftökunum átti Husseini sem var búinn að hvetja Hitler að eyða eins mörgum Gyðingum á sem skemmstum tíma.  Eftir að heimstyrjöldinni seinni lauk vaknaði upp samúð almennings á Vesturlöndum með Gyðingum. (Snorri G. Bergsson. 1994:28-29)  

Landið helga kom vel út úr stríðinu en synir og dætur þessa lands í Evrópu höfðu liðið vítiskvalir og meira en helmingurinn af þeim var drepin. Margir af þeim sem lifðu af stríðið streymdu til Landsins helga þó að Bretar reyndu að hindra innflutninginn. Bandaríkjamenn vildu ekki að landinu væri skipt en Bretar hunsuðu óskir Bandaríkjamanna. Þegar þeir svo voru komnir á sömu skoðun og Bandaríkin var það of seint. Bretar ákváðu að yfirgefa landið fyrir 15. maí 1948 með allan sinn her. (Snorri G. Bergsson. 1994:30-31)

14 maí um kvöldið lýsti David Ben-Gurion nýskipaður forsætisráðherra yfir sjálfstæðu ríki Gyðinga sem nefnt var Ísrael. Þetta sama kvöld var gerð árás á hið nýstofnaða ríki af egypskum flugvélum. Egyptar gerðu sprengjuárás á Tel-Aviv og fleiri borgir í Ísrael. Herir Abdullah konungs í Transjórdaníu fóru yfir Jórdan og þeir hernumdu stór svæði í Ísrael  sem í dag er kallaður Vesturbakkinn. (Ísraelar náðu Vesturbakkanum til sín 1967 í sex daga stríðinu) Líbanar réðust inn í norðurhluta Galíleu og Írakar fylgdu að baki þeim. Ætlunarverkið var að eyða þessari nýstofnuðu þjóð en það tókst ekki. Fyrsta vopnahléið var komið á 11. júní að undirlagi Sameinuðu Þjóðanna. Ísraelar misstu um 6.000 manns í stríðinu 1948-1949. (Snorri G. Bergsson. 1994: 38-40)

Um leið og vopnahléið gekk úr gildi gerðu Arabar árás á Ísrael en þá mættu þeir ofurefli. Ísraelmenn höfðu notað vopnahléið og sameinað og skipulagt her sinn Zahal. 1. desember var gert vopnahlé og þá skárust úr leik Transjórdanir, herir Íraka, Líbana og Sýrlendinga. Egyptar voru umkringdir af Ísraelum og þegar vopnahlé var gert 29. desember voru Ísraelar komnir nærri landamærum Egypta og var egypski herinn á undanhaldi. Eftir að Ísraelar og Egyptar gerðu með sér samkomulag um vopnahlé í febrúar 1949 þá túlkuðu
þeir samninga á tvo vegu. Ísrael leit á samninginn sem undanfari varanlegs friðar en það gerðu Egyptar ekki. (Snorri G. Bergsson. 1994:41-42)

Eftir þetta hófs mikill flótti frá Ísrael. Sumir telja að meirihluti flóttamanna hafi flúið vegna beinna eða óbeinna athafna Gyðinga. Aðrir halda því fram að leiðtogar Araba hafi hvatt þegna sína í gegnum útvarpssendingar að flýja. Þessu fólki hafa Arabalöndin umhverfis Ísrael ekki tekið á móti og láta þetta fólk þjást í flóttamannabúðum. Það er gert til að vekja samúð umheimsins á flóttafólkinu og vekja andúð á Gyðingum. Gyðingar misstu fullt af fólk úr vinnu við þetta en innflytjendur úr austri hafa fengið vinnuna í staðinn.

Gamel Abdel Nasser varð forseti í Egyptalandi árið 1954. Nánustu aðstoðarmenn hans voru Zacharia Mohieddin og Anwar al-Sadat. Egyptar voru búnir að banna Ísrael að sigla skipum sínum um Súessskurðinn og Ísraelar kvörtuðu undan því við Sameinuðu þjóðirnar. Mikil ólga var á milli þessara tveggja þjóða. 21 janúar 1955 gerði egypski herinn skyndiárás inn í Ísrael. Þeir lögðu í rúst herstöð og drápu hermennina sem voru þar. Árásum Egypta fjölgaði inn í Ísrael og þegar mest gekk á nálguðust þeir höfnina í Eilat, ísraelskt skip var tekið í Súesskurði, tveir ísraelskir ríkisborgarar voru hengdir í Egyptalandi, þá jukust hefndarárásir til muna.  Árásirnar náðu hámarki þegar Ísraelar gerðu árásir á herbúðir á Gasasvæðinu 28. febrúar 1955 þegar 37 Egyptar létust. Það voru Egypskir hermenn og óbreyttir borgarar. Svipaður fjöldi særðist. Þessi árás var afdrifarík og eftir það var ekki aftur snúið. Bæði Nasser og Ben-Gurion vildu fara í stríð. 26. júlí 1956 tók Nasser Súesskurðinn eignarnámi og eignir Frakka og Breta voru gerðar upptækar. (Snorri G. Bergsson. 1994: 75-77)

7. apríl 1967 skall á stríð. Það voru mestu bardagar sem Arabar og Ísraelar höfðu háð síðan 1956. Sýrlendingar skutu á Ísraelska bændur fyrir neðan Gólanhæðir. Var því svarað með loftárás á sýrlenskar fallbyssur sem grafnar voru niður í hæðunum. Migþotur Sýrlendinga fóru á loft og þær mættu Mirageþotum Ísraela. Sýrlendingar misstu 6 þotur en Ísraelar enga. Stórveldin fullvissuðu Ísrael um að Egyptar ætluðu ekki í stríð. Þau vissu ekki betur. Nasser ætlaði í stríð og 25. maí sagði hann: “Arabíska þjóðin er staðfastlega ákveðin að þurrka Ísrael út af landakortin.” (Snorri G. Bergsson. 1994: 80-82)

Sex daga stríðið
4. júní var herútkall í Ísrael og jafnvel Arabar með ísraelskan ríkisborgararétt létu skrá sig í herinn. Um morguninn 5. júní gerðu Ísraelar árásir á flugvelli Egypta. Sex daga stríðið svokallaða var skollið á.  Á tveimur tímum og 50 mínútum hafði Ísraelski herinn brotið niður árásamátt egypska flughersins og eyðilagt meira en 300 af 340 flugfærum herflugvélum Egypta. “Þetta er einn mesti og skjótasti sigur, sem um getur. Á tæpum fjórum dögum hafði Ísraelsher brotið á bak aftur her Egypta, sem taldi um 100.000 manns. Mörg þúsund farartæki höfðu ýmist verið hertekin eða eyðilögð, þar á meðal 700 sovéskir skriðdrekar, sumir þeirra í hópi nýtískulegustu og best búnu skriðdreka sem til eru.” (Snorri G. Bergsson. 1994:85)

Ráðamenn stórveldanna voru búnir að sjá yfirburði Ísraela. Nasser kenndi Bretum og Bandaríkjunum um að þeir hefðu hjálpað Ísrael og sendiherra hans bar þessar ásakanir upp í Moskvu til að reyna að draga Sovétríkin inní átökin. Sovétmenn sáu við sendiherranum að hann var að reyna að leyna eigin vanhæfni. Vopnahlé var gert 10. júní. Í fyrsta skipti í 20. ár fengu Gyðingar að koma að Grátmúrnum. Forsætisráðherra Ísrael bauð Aröbum frið með því að skila mestu af herteknu svæðunum en í staðinn yrði tilvistarréttur Ísrael viðurkenndur. Arabar höfnuðu þessu boði Ísraela. (Snorri G. Bergsson. 1994:85-86)

Þó svo að sex daga stríðinu væri lokið og búið að gera vopnahlésamning hélt Nasser uppi stöðugum skotárásum á herlið Ísraela við Súesskurðinn. Þessum árásum fylgdu hefndarárásir Ísraela. Þreytistríðið hófst 8. desember 1969. Þá lýsti Nasser yfir stríði á hendur Ísrael. Þreytistríðinu lauk 8. ágúst 1970.  (Snorri G. Bergsson. 1994: 85-87)

PLO var stofnað og Yom Kippur stríðið var háð
PLO  frelsissamtök Palestínu var stofnað árið 1964. Arabar sáu að það yrði að grípa til annarra aðferða en að fara í stríð við Ísrael sem hafði sýnt yfirburði í stríðsátökum til þessa. Fyrsti leiðtogi samtakanna var Ahmed Shukeiri. Hann vildi engar skæruliðaárásir heldur fara samningsleið við Ísraela og  var rekinn þess vegna 1967. Yasser Arafat tók við af honum og er hann enn við völd. (Arafat lést 11.11.2004) Hann hafði verið í innsta hring fjölskyldumafíunnar, ættar Husseinis. Þar vaknaði áhugi hans á vopnaðri baráttu til frelsunar Palestínu. (Snorri G. Bergsson. 1994: 88-89)

Nasser lést 28. september 1970 og eftirmaður hans var Avwar al-Sadat. Efnahagur Egyptalands var í rúst. Miklar fjárupphæðir höfðu farið í byggingu Aswan stíflunnar og í hernað í Jemen. Einnig hlýtur að hafa tekið í pyngju Egypta allt það tjón sem þeir urðu fyrir í stríðsátökum við Ísraela.  Egyptar þurftu að opna Súesskurðinn aftur fyrir eðlilegri umferð því hann hafði verið aðal tekjulind þeirra. Sadat ákvað að fara í stríð við Ísrael. Nú leyndu þeir áformum sínum í fyrsta skipti í staðinn fyrir að gefa í skyn að stríð væri yfirvofandi. Mossad ísraelska leyniþjónustan komst ekki að því að stríð stæði til fyrr en herir Araba voru kallaðir út. Hins vegar vissi leyniþjónusta Bandaríkjanna það. Þrjátíu klukkustundum áður en stríðið skall á vissi óbreyttur skjalaþýðandi það. Upplýsingarnar voru hjá yfirmanni CIA sem greinilega hafði ekki áhuga að láta Ísraela vita.  Yfirmaðurinn var enginn annar en Georg Bush eldri. (Snorri G. Bergsson. 1994: 100-101)

Mossad  gerði viðvart og Ísraelar voru komnir í viðbragðsstöðu. Engin árás varð og svo þegar Mossad tilkynnti í september að stríð væri yfirvofandi tóku Ísraelar ekki mark á því undir forystu Goldu Meir sem var þá forsætisráðherra. Yom Kippur stríðið skall á 6. október 1973. Yom Kippur var mesti helgidagur Gyðinga og þess vegna var stríðið kallað Yom Kippur stríðið. Arabar gerðu innrás í Ísrael. Innrásin kom Ísraelum gjörsamlega á óvart og voru Ísraelar á undanhaldi í fyrsta skipti. Sovétríkin sendu Aröbum vopn en aðstoð frá Bandaríkjunum seinkaði vegna þess að þeim var meinað að millilenda í Evrópu. Um 500 skriðdrekar Egypta réðust yfir Súesskurðinn og eyðilögðu um 100 skriðdreka Ísraelsmanna. Sýrlendingar réðust inn í þann hluta Gólanhæða sem Ísraelar höfðu hernumið 1967. Gæfan snérist Ísraelum í vil og hófu þeir gagnsókn og á örfáum dögum náðu þeir að eyðileggja fjölda skriðdreka og hundruð flugvéla.   PLO sem voru í Suður-Líbanon höfðu gert árásir á fyrstu 17 dögum stríðsins. Þeir gerðu árásir á 44 þorp og borgir. Fjöldi Ísraela dóu eða særðust. Sameinuðu þjóðirnar komu á vopnahléi 25. október. (Snorri G. Bergsson. 1994: 101-103)

Eftir þetta urðu stefnubreytingar. Likud bandalag Meanchems Begins komst til valda árið 1977. Á sama tíma var Sadat að kynna nýja stefnu Egypta gagnvart Ísraelsmönnum. 19. nóvember 1977 kom hann til Ísraels í boði Begins forsætisráðherra. Leiðtogar Araba voru alls ekki ánægðir með að Sadat skyldi heimsækja Jerúsalem. (Snorri G. Bergson. 1994:106-108)

Camp David samkomulagið
Friðarfundur var haldinn í Leeds Castle í Englandi en hann bar engan árangur. Carter forseti Bandaríkjanna sendi þá utanríkisráðherra sinn Cyrus Vance til fundar við Sadat og Begin. Þeir voru boðaðir til Camp David til að ræða málefni Miðausturlanda. Sá fundur bar ekki árangur og ákvað Carter að gefinni reynslu að aðskilja leiðtogana og semja við þá í sitthvoru lagi.  Eftir það var fundað með Ísraelum sér og Egyptum sér. Camp David samningurinn var undirritaður 26. mars 1976. Margar Arabaþjóðir sýndu hörð viðbrögð gagnvart Camp David samningnum. Arababandalagið hélt fund í Bagdad. Egyptar og ríki sem studdu Sadat, Óman og Súdan voru ekki boðuð á fundinn. Fundurinn ályktaði samhljóða: “Ríkisstjórn Egyptalands hefur forsmáð réttindi arabísku þjóðarinnar... Hún hefur einnig sagt sig úr því hlutverki að frelsa hernumið arabískt land, sérstaklega Jerúsalem.” (Snorri G. Bergsson. 1994: 108-111)

Refsiaðgerðir voru harðar við Egypta. Þeim var vikið úr ráðinu, sendiherrar kallaðir frá Kairó og stjórnmálasambandi var slitið, fyrirgreiðslur og hjálp við Egypta var hætt, bann lagt við efnahagsaðstoð við Egypta, samskipti við egypskar stofnanir voru stöðvaðar, stofnanir fluttar frá Egyptalandi, Arabaþjóðum var bannað að selja Egyptum olíu, viðskiptabann á egypsk fyrirtæki. Þetta var bara hluti af reglugerðum sem voru gerðar gegn Egyptum. Eftir að Bagdad fundinum lauk var farið að framfylgja samningnum. Sameiginlegir bankar Araba voru lokaðir í Egyptalandi, Kuveit tók út rúmlega eins milljarðs dollara innistæðu sína í egypska ríkisbankanum. Arabísk vopnaverksmiðja  var flutt úr landi og þá misstu 15.000 þúsund manns vinnuna. Sadat reyndi að frelsa Austur-Jerúsalem undan Gyðingum svo hann var ekki heill gagnvart Ísrael. Sadat var líflátinn vegna Camp David samningsins. (Snorri G. Bergsson. 1994: 111-113)

7. júní 1981 gerðu orrustuþotur Ísraela árás á Osirak sem var kjarnakljúfur Íraka nærri Bagdad. Tilgangur árásarinnar var að tefja fyrir framleiðslu kjarnorkuvopna. Haldið var að Írakar hefðu verið komnir á lokastig  í framleiðslu þeirra. Saddam Hussein forseti Íraks gagnrýndi Ísraela lítið en flestar þjóðir fordæmdu árásina. Khaddafi forseti Líbíu var eini leiðtogi Araba sem hvatti til hefndaraðgerða. (Snorri G. Bergsson. 1994:114)

Í Líbanon var aðalbækistöð PLO á áttunda áratugnum.  Þaðan voru gerðar stöðugar árásir á Ísrael. Háðu PLO og  Ísraelar oft stríð og árið 1978 réðist Ísraelsher inní Suður-Líbanon og náðu að stöðva árásir PLO. Árið 1980 gerðu Ísraelsher aftur árás á stöðvar PLO og flæmdu þá norður á bóginn. En PLO sneri aftur og 6. júní 1982 gerðu Ísraelar aftur árás á stöðvar PLO. Líbanon hafði gefið leyfi fyrir árásinni til að uppræta PLO. Ísraelar og Sýrlendingar lentu þá í stríði í Bekaadalnum. Það tók ekki langan tíma að vinna Sýrlendinga og vopnahlé var samið 11. júní. (Snorri G. Bergsson. 1994:116)

Oft hafa Arabar sjálfir háð stríð gegn hvor öðrum. 16. desember 1982 var skotið á ísraelskan hermann í flóttamannabúðum Sabra og Shatilla. Kristnir falangistar fóru inní búðirnar til að ná byssumönnum. 460 manns féllu í árásinni þar af 35 konur og börn. Þetta voru ekki bara Palestínuarabar sem féllu, einnig skæruliðar frá Íran, Alsír, Líbanon og Pakistan. (Snorri G. Bergsson. 1994:117)

Þegar Mikhail Gorbachev komst til valda í Sovétríkjunum árið 1985 jókst Gyðingastraumurinn frá Sovétríkjunum.  Á árunum 1990-1991 fluttu 370.000 þúsund Gyðingar frá Sovétríkjunum til Ísraels. Margt af þessu fólk var vel menntað og þótti fengur að fá það fólk til Ísraels. 15. mars 1990 hótuðu Islamic Jihad samtökin að ráðast á þær flugvélar sem flyttu Gyðinga til Ísrael.  7 desember 1987 létust fjórir Palestínuarabar í umferðarslysi á Gasasvæðinu. Þeir höfðu orðið fyrir leigubíl Gyðings. Arabar voru með það á hreinu að þetta hafi verið skipulögð árás. Íbúar á Gasasvæðinu trylltust og höfðu uppi hávær mótmæli. 10 desember höfðu mótmælin náð að breiðast til Vesturbakkans og Intifata varð til. Fljótlega eftir það voru samskonar samtök stofnuð. Það var Hamas. Stofnskrá þeirra byrjaði með versum úr Kóraninum þar sem ráðist var á Gyðinga fyrir að vilja ekki vera múslimar. Skráin innihelt um 40 síður og innihaldið var hatramar yfirlýsingar í garð Gyðinga. Eitt af vopnum Intifata voru allsherjar verkföll.  Mörg skjöl hafa líka fundist þar sem PLO hafa notað svipaðar aðgerðir og Intifata.  Þessir aðilar nota unglinga óspart til hryðjuverka. Þau eru þjálfuð í vopnaburði.  (Snorri G. Bergsson. 1994: 125-128)

Á þjóðarþingi PLO sem var haldið í Alsír árið 1988, var samþykkt að farið væri eftir samþykkt Sameinuðu þjóðanna grein nr. 242. Þeir ætluðu að viðurkenna sjálfstæði Ísrael. En þetta var í rauninni blekking því þeir ætluðu alls ekki að taka út úr sinni stjórnarskrá að afmá Ísrael út af landakortinu.

Laufskálahátíðin og Óslóarsamningur
8. október 1990 voru mikil hátíðarhöld í Ísrael. Laufskálahátíðin er alltaf haldin á þessum tíma. Mikill fjöldi manns höfðu komið saman við Grátmúrinn. Gróusögur gengu á milli Araba um að Ísraelar væru að leggja hornstein að nýju musteri Gyðinga við Al-Aksa Moskuna. Fjöldi Arabar þustu til Musterishæðarinnar sem er fyrir ofan Grátmúrinn og byrjuðu að grýta fyrirbiðjendur við múrinn og einnig lögreglumennina sem voru Arabar og Drúsar. Þeir svöruðu þessu grjótkasti með gúmmíkúlum og táragasi. Kalla þurfti út landamæralögregluna til aðstoðar. 21 Arabi féll og á annað hundrað særðust ásamt fjölda Gyðinga og erlendra ferðamanna. 5. október voru tilbiðjendur í Al-Aksa moskunni beðnir að koma á mánudag 8. október til að verja musterishæðina. Borgarstjórinn í Jerúsalem Teddy Kollek var búinn að dreifa bæklingum á meðal Araba í borginni og segja þeim að Ísraelsstjórn ætlaði ekki að hrófla við helgistað múslima á Musterishæðinni. Borgarstjórinn reyndi að bæla niður gróusögurnar en án árangurs. Aðgerðir lögreglunnar voru fordæmdar víða um heim og Ísraelsmönnum var kennt um þetta allt. (Snorri G. Bergsson. 1994:132-134)

Árið 1991 gerði Írak árás á Ísrael. Þeir skutu 39 Schud-flugskeytum á Tel Aviv. Mörg hús skemmdust en sem betur fer dó aðeins einn maður.

Fram til 1993 vildu Palestínumenn alls ekki viðurkenna tilvist Ísrael og Ísraelar vildu ekki heldur semja við Yasser Arafat. Í upphafi tíunda áratugarins hófust leynilegar samningaviðræður milli þessara aðila í Noregi og víðar sem náðu hámarki með hinu fræga handabandi Arafats og Yitzaks Rabin forsætisráðherra Ísraels eftir að þeir undirrituðu  Oslóarsáttmála við Hvíta húsið árið 1993. Þessu handabandi tveggja fjandmanna var fagnað víða í hinum vestræna heimi sem upphaf að eðlilegum og friðsælum samskiptum. Margir Palestínumenn urðu reiðir og Ísraelar sérstaklega strangtrúaðir Gyðingar voru óánægðir með samninginn. Þeir töldu að Yitzhak Rabin hafi svikið málstað Ísraela.  Andstæðingur forsætisráherrans Yigal Amir sem er Gyðingur skaut hann til bana 4. nóvember 1995. (Stjórnmálafræði. Vefsíða)

Í kjölfarið hægðist á friðarferlinu og Hamas sem voru líka á móti sáttmálanum framkvæmdu mikil voðaverk gegn Ísrael. Benjamin Netanyahu varð forsætisráherra. Hann sýndi það ljóst og leynt að hann var ekki samþykkur sáttmálanum og hægði á framkvæmd sáttmálans. Í hans valdatíð hófst bygging margra landnemabyggðir. Það stuðlaði að miklum ófriði. (Stjórnmálafræði. Vefsíða)

Enud Barak náði kjöri árið 1999. Hann vildi feta í fótspor Yitzhak Rabin og hefja aftur samninga sem stuðluðu að friði. Þeir Arafat hittust í Camp David sumarið 2000 en þeir komust ekki að samkomulagi um framtíðarskipan svæðisins. Um haustið varð Ariel Sharon forsætisráðherra sem er harðlínumaður. Þá hófust miklir bardagar sérstaklega eftir að hann heimsótti hina helgu staði í Jerúsalem. Eftir það hefur verið mikill ófriður. Sjálfsmorðsárásir Araba eru viðurstyggilegar og hefndarárásir Ísraela líka. Sjónarmið þeirra eru svo ólík og munu verða það áfram. Palestínumenn segja að þeir séu hernumin þjóð og séu undirokaðir af Ísraelsmönnum. Ísraelar telja sig eiga sögulegar rætur til þessa lands. Báðir halda því fram að þeir eigi tilkall til Landsins helga.  Jerúsalem hefur aldrei verið höfuðborg annars ríkis en Ísrael. Í hópi beggja eru öfgahópar sem eru mjög þröngsýnir og berjast af öllu afli að eðlileg samskipti geti orðið meðal þeirra.  (Stjórnmálafræði. Vefsíða)
 
Lokaorð

Ég trúi því að það muni aldrei vera samið um frið í Ísrael fyrr en á síðustu tímum. En það er blekking sem ég segi frá á eftir.  Í dag hafa Ísraelar yfirburði gagnvart andstæðingum sínum.  Þeir hafa sigrað öll þau stríð sem hafa verið háð frá því Ísrael var stofnað. Við sjáum hvernig Arabar hafa þess vegna breytt aðferðum sínum úr stríðsbardögum yfir í sjálfsmorðsárásir. Sjálfsmorðsárásirnar eru skelfilegar. Fólk fer á staði þar sem margmennt er með sprengju á sér og drepur sjálft sig og aðra. Þetta fólk er heilaþvegið af mönnum eins og Arafat sem er knúinn áfram af hinum illa. Ísraelar hafa líka gert skelfilegar hefndarárásir. Þeir byggðu múr til að hindra að fólk sem er tilbúið að framkvæma sjálfsmorðsárásir komist inn í Ísrael. Fyrir þetta hafa þeir mætt andúð um heim allan sem mér finnst ósanngjarnt. Það þarf að koma fram að meirihluti Gyðingar eru ekki kristnir frekar en Arabar. Sem betur fer eru samt margir Gyðingar og Palestínumenn kristnir.

Ég trúi því að baráttan þarna sé á milli góðs og ills. Guð gaf Abraham þetta land. Ísak var sonur fyrirheitanna en ekki Ísmael sem er forfaðir Araba. Ísraelsríki er útvalið af Guði. Það sættir hinn illi sig ekki við og knýr Arabana til illra verka. Einn af spádómum Biblíunnar er að Gyðingar flytji heim. Þannig að stofnun Ísraelsríki er alls ekki tilviljun heldur vilji Guðs. Og þeir sem berjast á móti vilja Guðs eru ekki öfundsverðir.

Bretarnir stóðu sig illa gagnvart Gyðingum. Þeir sviku gefin loforð. Þeir hafa þurft að gjalda þess. Þeir eru ekki lengur heimsveldi. Þannig verður það líka með Bandaríkin þegar þeir snúast gegn Ísrael,  útvöldu þjóð Guðs þá missa þeir þann sess sem þeir hafa í dag. Í Biblíunni er talað um að allar þjóðir snúist gegn Ísrael á síðustu tímum. (Biblían: Op.16.14)

Rómverjar og Gyðingar krossfestu Jesú Krist. Ítalir voru á síðustu öld í bandalagi með Þýskalandi. Þessar þjóðir ásamt mörgum fleirum hafa stofnað bandalag sem heitir Evrópubandalagið. Það grundvallast á Rómarsáttmálanum 1948.  Er þetta það ríki sem rís upp á síðustu tímum? (Þetta bandalag minnir á Rómaveldi til forna). En á síðustu tímum mun Rómarríki koma fram. Það er einn af spádómum Biblíunnar um síðustu tíma. Mikill foringi  kemur fram og gerir samninga við Ísraela? Það er líka einn af spádómum Biblíunnar. Foringinn  verður Anti-Kristur og er sonur Satans. Anti-Kristur er Gyðingur eins og Jesús var. Þetta er látið líta út alveg eins. Þannig tekst Satan og Anti-Krist að blekkja alla.  Ísraelar blekkjast og halda að Messías sjálfur sé kominn sem þeir eru enn að bíða eftir.  Þeir komast svo að því að þeir hafi verið blekktir en þá verður það orðið of seint. Þriðja heimsstyrjöldin brýst út og það verður ráðist á Ísrael. Hvaðan kemur þessi her? Getur verið að hluti af þessum  her komi  frá Kína. Í Kína er stúlkufóstrum eytt. Er verið að framleiða þarna her sem berst við Ísrael á síðustu tímum?

Þriðja heimstyrjöldin stöðvast ekki fyrr en Jesús Kristu kemur á skýjum himins.  Í kafla 14 í Sakaría er spádómur um þegar Jesús kemur á skýjum himins: Kaflinn heitir: “Á efsta degi.” “Sjá, sá dagur kemur frá Drottni, að herfangi þínu verður skipt mitt í sjálfri þér. Og ég mun safna öllum þjóðunum til hernaðar móti Jerúsalem, og borgin mun verða tekin, húsin rænd og konurnar smánaðar. Helmingur borgarmanna mun verða herleiddir, en hinn lýðurinn mun ekki upprættur verða úr borginni. Og Drottinn mun út fara og berjast við þessar þjóðir, eins og þegar hann barðist forðum á orrustudeginum. Fætur hans munu á þeim degi standa á Olíufjallinu, sem er austanvert við Jerúsalem, og Olíufjallið mun klofna um þvert frá austri til vestur, og þar mun verða geysivíður dalur, því annar hluti fjallsins mun undan síga til norðurs en hinn til suðurs. En þér munuð flýja í fjalladal minn, því að fjalladalurinn nær til Asal. Og þér munuð flýja, eins og þér flýðuð undan jarðskjálftanum á dögum Ússía Júdakonungs. En Drottinn, Guð minn mun koma og allir heilagir með honum.” (Biblían: Sak. 14:1-5)

Þegar ég les um sögu Ísraels eftir stofnun þess sé ég að í flestum tilviku hafa þeir ekki átt frumkvæðið að hefja stríð við nágranna sína. En að sjálfsögðu verja þeir sig. Ég er mjög ósátt við fréttaflutning á Íslandi um Ísrael og Araba. Myndir birtast af grátandi börnum Araba. Foreldrar þeirra hafa látið lífið t.d. í sjálfsmorðsárás en hvað um allt hitt fólkið  sem dó í sömu árás.  Þetta fólk gat verið Gyðingar, Arabar eða fólk frá öðrum þjóðum. Hvað með fjölskyldur þeirra. Skiptir það ekki máli? Þegar sjálfsmorðsárás er gerð getur sá sem framkvæmir þennan voðaverknað ekkert verið viss um að þarna séu eintómir Gyðingar heldur líka Arabar bræður og systur þess sem framkvæmdi voðaverkið.

Fyrir skömmu heyrði ég í útvarpinu að Arabar hafi verið að kasta grjóti á fólk sem var við Grátmúrinn. Lögreglan var fordæmd fyrir að hafa  brugðist harkalega við. Værum við sátt ef við værum við múrinn og yrðum fyrir grjótkast? Ekki ég. Værum við sátt ef enginn reyndi að vernda okkur frá illmennum? Ekki ég.

Það er margt efni sem ég hef ekki getað talað um og vil ég benda á slóðina: http://www.Zion.is  Þar er hægt að lesa nýjustu fréttir frá Ísrael. Þar getum við lesið um að Sheik Yassin hafi verið drepinn af Ísraelsmönnum. Þessi maður hvatti fólk til að drepa Gyðinga. Einnig ef farið er í gluggann “um Ísrael þar er hægt að sjá kort og myndir. Á forsíðunni er líka gluggi sem heitir: “Sannleikurinn um Palestínu. ”  Þar er hægt að lesa um Arafat og hans hræðilegu fortíð. (Arafat lést 11.11.2004)

Heimildir

Biblían. Heilög ritning. Gamla testamenntið og Nýja testamenntið. 1981. Hið íslenska Biblíufélag, Reykjavík.

Snorri Bergsson. 1994. Heilagt stríð um Palestínu. AX forlagið Kópavogi.

Ulf Ekman. 1997. Ísrael Gyðingar þjóð framtíðarinnar. Bókaforlagið Vakning Reykjavík.

Stjórnmálafræði: “Af hverju geta Ísraelar og Palestínumenn ekki lifað saman í sátt og samlyndi.” Vefsíða.
http://visindavefur.hi.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Megi Almáttugur Guð gefa ykkur góðan dag. Fyrir 5 árum skrifaði ég þessa ritgerð og á hún erindi til okkar í dag. Þið sem viljið koma með skoðanir ykkar á málefnum Palestínu og Ísraels er bent á að þessi bloggsíða er ekki vígvöllur og ég bið fólk að sýna kurteis, vera málefnalegt og færa rök fyrir skoðunum ykkar í rólegheitunum.

Munið að ef þið eruð æst að telja upp á 10 eða 20 og kannski 30 eða 40 áður en skrifað er til að róa ykkur.

Ég lýt á heimasíðuna mína sem heimilið mitt og ef einhver ætlar að æða inná heimili mitt á skítugum skónum mun viðkomandi fá óblíðar móttökur og munn ég  fleygja viðkomandi út. Þeir sem hafa heimsótt okkur hér á Vopnafirði vita að það er ekkert grín að vera fleygt út héðan í Ási því það er hátt fall.

Megi Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs blessa ykkur öll. Shalom.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.3.2008 kl. 16:57

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Magnús minn. Ég get sent þér ritgerðina eins og hún leggur sig ef ég fæ netfangið þitt. Mitt er á bak við djókmyndina af höfundi. Magnús við stöndum saman. Ekki veitir af. Guð blessi þig.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.3.2008 kl. 17:35

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Fyrirgefðu Rósa mína vankunnáttu í Guðsfræðum og hversu einfaldur ég er í því sem þú kannt svo vel. Og endilega leiðréttu mig ef ég er komin út fyrir þekkingu mína (sem ég er komin reyndar) í Guðs málum. Ég hef barnatrú ennþá og hef lítið lesið í guðfræðibókum. Ef Satan sem var víst hægri hönd Guðs og villtist eittvað út af sporinu og yfirgaf Guð. Má ekki biðja fyrir honum? Ég trúi að Guð sé ekkert að erfa þessa vitleysu í Satan til lengdar. Satan hinn mikli myrkrahöfðingi sem ákvað að keppa við Guð hlýtur á endanum að gefast upp á vonlausri baráttu sinni við afl sem er svo miklu sterkara en Hann. Taktu samt ekkert mark á mér í þessum fræðum Kann nákvæmlega ekkert í svona málum. En það er þægilegt að lesa bloggið þitt, en hvað á ég að kommentera sem veit ekkert og er ekki einu sinni með skoðun á svona málum..

Óskar Arnórsson, 5.3.2008 kl. 18:27

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Þar sem ég trúi ekki á Guð og þess þá heldur Satan eða aðra uppdiktaða karaktera til stjórnunar lýðsins finnst mér Ísraelsmenn hafa sér fátt til málsbóta.

Georg P Sveinbjörnsson, 5.3.2008 kl. 18:43

5 Smámynd: Auðun Gíslason

Heimurinn er svart/hvítur?  Miklar eru einfaldanir yðar!  Sem dæmi má nefna ofsóknir gegn Gyðingum í Evrópu.  Það er ekki einsog nazistar hafi fundið þær upp.  Nazistar nýttu sér hinsvegar rótgróna fordóma Evrópubúa gagnvart Gyðingum.  Ein merkileg staðreynd í þessu sambandi:  Þegar Ríki Mára stóð á Spáni 711-1492 áttu Gyðingar griðland á Spáni.  Þetta var Múslimaríki.  Allstaðar í Evrópu voru Gyðingar óvelkomnir og ofsóttir þar sem þeir bjuggu.  Hvað svo rammt að þessu að páfinn hótaði bannfæringu þeim sem ofsóttu þá.  Þetta var hin Kristna Evrópa, en í hinu Múslimska ríka á Spáni var litið á Gyðinga sem hverja aðra íbúa!

Auðun Gíslason, 5.3.2008 kl. 19:02

6 Smámynd: Linda

Sæl vertu Rósa mín, ég las þetta í gegn og lærði um hluti sem ég vissi ekki áður, mikið er það gaman að fræðast betur.  Já, Ísrael er með sönnu í uppfyllingu spádómana, hún mun ekki víkja aftur, það er svo margt sem fólk veit ekki, það veit t.d. ekki að Palestínu arabar áttu kost á miklu stærra landsvæði en þeir hafa í dag, hefðu þeir samþykkt samninga á sínum tíma, en þeim var hafnað og afleiðingin er það sem við sjáum í dag.  Ombert í dag íhugar að semja burt hluta af Jerúsalem til að friðþægja heiminn, en staðreyndin er sú að hann hefur ekkert vald til þess lagalega séð og með einungs 3% stuðnings í heimalandi þá þykir mér hann tala mikið á sig, talað er um að haldi hann áfram verði hann sóttur til saka fyrir landráð, svo alvarlegt er málið þegar það kemur að Jerúsalem. (Guð blessi hana og varðveit). 

Þrátt fyrir að við skiljum vel hvað er á bak við það sem gengur á í landinu Helga, þá þýðir það ekki að við séum sátt við framgang mála, enda er hvert mannsbarn mikilvægt, en það þýðir ekki að við hörfum blind fram hjá gjörðum "hryðjuverkamanna" á Gaza, við vitum vel hvað þeir ætlast til, og með það í huga skoðum við þetta frá öðru sjónarhorni en hin vestræni fjölmiðlil  kemur almennt með. 

Sakaría 12

1Spádómur. Orð Drottins um Ísrael, guðmæli Drottins, sem útþandi himininn, grundvallaði jörðina og myndaði andann í brjósti mannsins:

    2Sjá, ég gjöri Jerúsalem að vímuskál fyrir allar þjóðirnar, sem umhverfis hana eru. Jafnvel Júda mun vera með í umsátinni um Jerúsalem.

    3Á þeim degi mun ég gjöra Jerúsalem að aflraunasteini fyrir allar þjóðir. Hver sá, er hefur hann upp, mun hrufla sig til blóðs, og allar þjóðir jarðarinnar munu safnast gegn henni.

Linda, 5.3.2008 kl. 19:11

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir strákar mínir

Skúli minn kærar þakikr fyrir fróðleikinn.

Óskar minn. Lúsífer valdi á sínum tíma að syndga gegn Guði og hann hefur unnið markvisst að meiða hvert einasta mannsbarn þó að fólk skilji ekki að óhamingja þeirra sé af völdum hins illa sem er kominn til að stela slátra og eyða. Spurningin þín er eiginlega þess eðlis að hún ætti flott við í pistli sem segir okkur frá burthrifningunni, 1000 ára ríkinu og er ég alls ekki nógu dugleg að ræða þau mál. En mig langar að setja inn orð úr Biblíunni þar sem Engill verður sendur til að stöðvar Satan.

Ég skora á Biblíufróða menn sem eru að blogga að skrifa um endatímana og útskýra þá vel fyrir okkur hinum sem höfum áhuga að fræðast um Guðs orð.

Burthrifningin verður afstaðin þegar þessir atburðir eiga sér stað.

"Nú sá ég engil stíga niður af himni. Hann hélt á lykli undirdjúpsins og stórum fjötri í hendi sér. Og hann tók drekann, þann gamla höggorm, sem er djöfull og Satan, og batt hann um þúsund ár. Hann kastaði honum í undirdjúpið og læsti og setti innsigli yfir, svo að hann leiddi ekki framar þjóðirnar afvega, allt til þess er fullnuðust þúsund árin. Eftir það á hann að vera leystur um stuttan tíma. " Obinb. 20: 1.-3.

"Þegar þúsund árin eru liðin, mun Satan verða leystur úr fangelsi sínu. Og hann mun út ganga til að leiða þjóðirnar afvega, þær sem eru á fjórum skautum jarðarinnar, Góg og Magóg, og safna þeim saman til stríðs, og tala þeirra er sem sandur sjávarins. Og þeir stigu upp á víðan völl jarðar og umkringdu herbúðir heilagra og borgina elskuðu. En eldur féll af himni ofan og eyddi þeim. Og djöflinum, sem leiðir þá afvega, var kastað í díkið elds og brennisteins, þar sem bæði dýrið er og falsspámaðurinn. Og þeir munu kvaldir verða dag og nótt um aldir alda. " Obinb. 20: 7.-10.

Eftir þessa atburði verður bölvun ekki framar til: "Að lokum sjáum við að bölvun verður ekki framar til ef orð Guðs fær að flæða frjálst og óhindrað. Það gildir alstaðar þar sem orðið fær að hafa öndvegi, hvort sem um er að ræða í tíma eða eilíf." Gunnar Þorsteinsson,Spádómarnir rætast, Ísafold 1991.  Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.3.2008 kl. 19:13

8 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Sæl vertu Rósa og þakka þér fyrir þetta. Guð blessi þig fyrir þetta í Jesú nafni Amen.

Þetta er mjög flott hjá þér haltu þessu áfram að vera "vörður Israels" SHALOM

Aðalbjörn Leifsson, 5.3.2008 kl. 20:23

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir strákar Georg og Auðunn. Ég þakka innlitið.

Georg lýsir skoðun sinni og virði ég hana og því er grundvöllur til umræðna erfiðari þar sem hann trúir ekki á tilvist Guðs og ekki tilvist Satans en það geri ég aftur á móti. Þegar tveir deila hljóta báðir aðilar að hafa eitthvað sér til málsbóta og ætla ég alls ekki að taka upp hanskann fyrir einum eða neinum sem fremur morð en það er eitt af boðorðunum sem Guð gaf Móse fyrir lýðs sinn og eru boðorðin í gildi í dag. Aftur á móti vil ég að okkur sé sagt fréttir frá því sem Palestínumenn gera rangt, ekki bara Ísraelsmenn. Ég vil hlutlausar fréttir í lýðræðisríki en ekki kommúnískan fréttaflutning þar sem Íslendingar eru blekktir með einhliða fréttaflutningi frá Miðausturlöndum.

Auðun. Þú varst svo formlegur með því að nota orðið yðar  Þetta er alveg rétt hjá þér að það voru alls ekki nasistar sem fundu upp ofsóknir gegn Gyðingum. Ég er með mörg dæmi hér í bókum við hliðina á mér um ofsóknir á Gyðingum t.d. í löndum Múslíma. Þetta ekki svart - hvítt dæmi að allar syndir eru Gyðingum að kenna. Tek eitt dæmi af handahófi.

Aden er svaði sem nú tilheyrir sameinuðu Jemen."Ofsóknirnar sem brutust út þann 2. desember 1947 voru hrottalegar - 82 Gyðingar voru myrtir og 76 særðir; 106 af 170 verslunum gyðinga í Aden voru hreinsaðar og átta voru tæmdar að mestu. Fjögur samkunduhús voru "brennd til grunna" og 220 hús Gyðinga voru brennd og rænd eða skemmd." Snorri Bergsson. 1993. Gyðingar, Arabar og Allir hinir. Fjölritað sem handrit Reykjavík, júní 1993.

"Fram til ársins 1492 var Spánn helsta aðsetur Gyðinga en það ár voru þeir reknir í burtu. Hrökkluðust þeir austur á bóginn og settust aðallega að í Hollandi, í löndum Þjóðverja, Póllandi, á Balkanskaga og í Marokkó."Snorri Bergsson. 1994. Heilagt stríð um Palestínu. AX forlagið Kópavogi.

Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.3.2008 kl. 20:34

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Alli minn. Takk fyrir innlitið. Þú vonandi fylgist með og endilega komdu með innlegg ef þér finnst eitthvað vanta í umræðuna og einnig vers beint úr Guðs orði.

"Biðjið Jerúsalem friðar, hljóti heill þeir er elska þig. Friður sé kringum múra þína, heill í höllum þínum." Sálm. 122: 6.-7. 

"Ég mun blessa þá sem þig blessa, en bölva þeim sem þér formælir, og af þér munu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljót." 1. Mós. 12: 3.

Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.3.2008 kl. 20:42

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Elsku Linda mín.
Ég þakka þér fyrir innlitið og ég vona að þú eigir eftir að koma oftar inní þessa umræðu.
Ég var svo ánægð með orðin sem þú komst með úr Sakaría.
Ég er nýbúin að lesa þessi orð og minna sameiginlegan bloggvin okkar á alvöru þessara orða.
Megi Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs blessa þig og launa fyrir þitt góða starf.
Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.3.2008 kl. 21:20

12 Smámynd: Halla Rut

Ég horfði einmitt á heimildarþátt um þetta í dag. Þetta er ekkert smá flókið.

Halla Rut , 6.3.2008 kl. 00:04

13 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Takk Rósa mín fyrir þennann góða fræðandi pistil og ég er alveg sammála þessu  sem þú segir þarna og þetta er saga sem hefur eins og þú sagðir réttilega staðið frá því heimur byggðist en þarna er líka að finna ýmislegt sem ég hafði ekki hugmynd um og hafði aldrei heyrt um að hefði gerst.

MEGI GUÐ ABRAHAMS,ÍSAKS OG JAKOBS BLESSA ÞIG.

Magnús Paul Korntop, 6.3.2008 kl. 00:36

14 Smámynd: Auðun Gíslason

Rósa mín!  1492 voru Gyðingar reknir frá Spáni, enda sama ár og Máraríkið féll!  Merkilega mikið af heimsendaruglurum hér!  Þeir hafa skotið upp kollinum sí og æ síðan Kristni hófst og nú enn og aftur.  T.d. voru fyrstu lærisveinarnir vissir um að þeir lifðu hina síðustu daga!  Einsog þessir sem eru sömu trúar í dag.  Spurning hvort þeir eru ekki orðnir leiðir á biðinni blessaðir.  Búnir að bíða allan þennan tíma í eilífðinni! Guð blessi ykkur öll, hvort sem þið lifið hinu síðustu daga eða ekki (einsog undirritaður)!

P.s.  Auðvitað er öll synd heimsins Gyðingum að kenna, ef maður trúir sköpunarsögunni!  Ég trúi hinsvegar ekki á syndina, enda tók Guðs Lambið hana á sig á degi krossfestingarinnar!

Auðun Gíslason, 6.3.2008 kl. 01:36

15 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já þetta er svo sannarlega flókið. Ef Lúsifer er svona vonlaust "case" að honum er ekki viðbjargandi, nú þá er bara að loka á hann. En af því ég er nú innst inni trúaður á kraft hins góða, og Skaparinn geti allt eða sé almáttugur, þá finnst mér Hann draga þetta með Lúsifer óþarflega lengi. Annars hef ég ekkert vit á þessu, þessi trúmál eru algjör algebra fyrir mig. En þetta með Guðshræðslutalið? Á maður að vera hræddur við bæði Guð og Lúsifer? Þetta er ekkert að ganga upp hjá mér hver sé meininginn á bak við allt þetta. Það var á sínum tíma óskaplega flókinn trúvísindi um að jörðin hafi verið flöt. Vegna nýrra upplýsinga um jörðina, dó á þeim vísindum og önnur kom í staðin. Ef Guð og Lúsifer geta ekki sest niður að sáttaborðinu, hvernig eiga þá menn að geta það. Er nauðsynlegt að eiga óvini, dauðlega eða ódauðlega??

Óskar Arnórsson, 6.3.2008 kl. 02:17

16 Smámynd: Óskar Arnórsson

En mig langar til að koma með eina spurningu til þín Rósa! Þú ert svo gífurlega vel lesin og setur mál í samhengi svo ég næstum því get skilið það mesta. Hvaða álit hefur þú áa baráttu PKK og þeirri trú sem er þar á bakvið, þó þeir kalli sig verkamannaflokk? Ararat fjallið og Örkin hans Nóa fannst í Kúrdistan ef ég er ekki orðin of kalkaður, og endilega leiðréttu mig ef ég fer með rangt mál, svo Kúrdar eru afkomendur þeirra sem lifðu af syndaflóðið mikla. Kanntu eitthvað um það? Er virkilega forvitin um þetta. Góður vinur minn er Kúrdi sem vann hjá mér í Svíþjóð. Ég bauð honum til Íslands fyrir mörgum árum. Virkilega góður maður og er f.v. hermaður PKK og var þar í mörg ár í fremstu víglínu meðan árásir Saddam Husein stóðu sem hæst.

Óskar Arnórsson, 6.3.2008 kl. 07:25

18 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Halla Rut og Magnús.

Kærar þakkir fyrir innlitið. Þetta er mikil saga og við þurfum að vita hliðar beggja til að geta dregið ályktanir en það er ekki í boði hér á Íslandi. Meira að segja er margt í gangi í dag sem flest okkar vita ekki í dag en mér skilst að Georg Bush yngri sé ekki eins góður vinur Ísrael eins og haldið er og væri fínt að fá fólk hingað inn sem veit um þessi mál. Á síðustu tímum munu allar þjóðir snúast gegn Ísraels samkvæmt spádómum Biblíunnar. Verðum við Íslendingar með í því?

"Hann sagði svo: Fjórða dýrið merkir, að fjórða konungsríkið mun rísa upp á jörðinni, sem ólíkt mun verða öllum hinum konungsríkjunum, og það mun upp svelgja öll lönd, niður troða þau og sundur merja. Og hornin tíu merkja það, að af þessu ríki munu upp koma tíu konungar, og annar konungur mun upp rísa eftir þá, og hann mun verða ólíkur hinum fyrri, og þremur konungum mun hann steypa. Hann mun orð mæla gegn Hinum hæsta, kúga hina heilögu Hins hæsta og hafa í hyggju að umbreyta helgitíðum og lögum, og þeir munu honum í hendur seldir verða um eina tíð, tvær tíðir og hálfa tíð. En dómurinn mun settur verða og hann sviptur völdum til þess að afmá þau með öllu og að engu gjöra." Daníelsbók 7:23.-26.

Anti-Kristur sonur Satans kemur fram. Gyðingar taka á móti honum sem Messíasi og treysta honum. Anti-Kristur er mikill samningsmaður á loka tímum en Gyðingar sjá of seint að hann er blekkingarmeistari eins og Myrkrahöfðinginn faðir hans sem er lygari.

Ætli þessi spádómur sé um Evrópubandalagið? Ætli þetta sé nýja Rómaríkið sem mun rísa upp á síðustu tímum? Hvernig stendur á því að Höfuðstöðvar ESB í Brussel er byggð í stíl Forn- Rómverja og Evran - myntin er með ýmislegt sem er frá þeim tíma?

Guð blessi ykkur kæru vinir.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.3.2008 kl. 11:54

19 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mikið er gott að geta falið sig á bak við trúnna.. ísrael er ekkert annað en hryðjuverkaríki í dag og eru dæmdir af almenningi vegna gerða sinna en ekki af einhverri vafasamri skruddu sem var ritskoðuð ærlega fyrir 1700 árum eða svo.. lifið heil.

Óskar Þorkelsson, 6.3.2008 kl. 12:15

20 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Kæri Auðun. Gaman að sjá þig hér aftur. Rétt hjá þér að Máraríki árið 1492 og þá voru Gyðingar reknir frá Spáni. Lærisveinarnir voru mennskir menn eins og við og Jesús reyndi að útskýra ýmislegt fyrir þeim sem þeir skildu ekki. Guð einn veit hvenær endir veraldar verður. Fólk sem ekki trúir á Guð þarf ekki að hafa áhyggjur af heimsendaruglurum en ég veit ekki hvort þú sért í þeim hópi. Aftur á móti burt séð frá Biblíunni þá get ég nú ekki betur séð en að við sjálf séum að granda jörðinni með viðbjóðslegri umgengni.

Syndin er ekkert frekar Gyðingum að kenna heldur en okkur. Það var Satan sem freistaði Evu og þá varð aðskilnaður milli Guðs og manna. Satan komst s.s. uppá milli Guðs og okkar. Jesús bar syndir okkar og sjúkdóma uppá krossins tré. En það er ekki nóg. Nú er það undir okkur komið hvort við viljum taka við syndafyrirgefningu. Þá þurfum við að biðja Jesú Krist að fyrirgefa okkur syndir okkar.

Ég vil alveg endilega sjá þig hér aftur Auðun kisi minn (Flott mynd í dálki höfundar hjá þér) Þú hefur örugglega eitthvað fleira í pokahorninu handa mér og öllum hinum. Guð blessi þig.

Kæra Adda mín. Takk fyrir frábæru myndina.

Kæri Óskar. Ég ætla í eldhúsverkin núna en svo mun ég svara því sem ég get og fá hjálp við því sem ég get ekki svarað. Ég er ekki Biblíufróð. Margir eru með allskyns gráður í Biblíufræðum og væri frábært að fá hjálp frá þeim til að skilja Guðsorðið betur. En Guð notar oft þá sem eru minnstir að áliti manna og er ég í þeim flokki og ég er bara ánægð með það.

Guð gefi ykkur öllum góðan dag. Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.3.2008 kl. 12:19

21 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Óskar Þorkelsson. En Hamassamtökin eru þau ekki hryðjuverkasamtök? Hvað segir þú um gjörðir Palestínumanna sem senda eldflaugar yfir til Ísraels frá Barnaheimilum, skólum og elliheimilum? Mitt svar er að þetta er útpælt hjá þeim því þeir vita að Ísraelsmenn miða út flaugarnar og senda flaugar til baka sem lenda á Barnaheimilum, skólum og elliheimilum. Palestínumönnum er alveg sama þó að börnin og gamalmennin deyja. Þeir hefðu ekki sent flaugarnar frá þessum stöðum ef þeim væri ekki sama. Þeir eru að gera þetta til að blekkja okkur og fá samúð okkar. Vesalings Palestínumennirnir eru fórnarlömb Gyðinga. Þetta er þeirra aðferð og þú hefur dottið ofaní þennan pytt hjá þeim að láta plata þig. Hamassamtökin og Palestínumenn eru ekki hvítþvegnir englar þó að félagið Ísland Palestína haldi það.

Hamassamtökin hafa það á stefnuskrá sinni að útrýma öllum Gyðingum. Arafat var slóttugur. Hann stal fullt af peningum sem átti að nota í hjálparstarf fyrir Palestínumenn sem var sent víða úr heiminum. Hvernig væri að hafa þetta allt með í dæminu. Skoðum allar staðreyndir áður en við alhæfum. Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.3.2008 kl. 12:34

22 Smámynd: Óskar Arnórsson

Lýsi yfir stuðningi Rósa gegn svona skrítnum rökum. Ég reyni ekki að gefa mig inn í umræður eða hafa skoðun á því sem ég hef ekki vit á. Þú ert full af fróðleik sem tekur tíma að setjast á rétta staði í kollinum á mér. Ég tek mér bara það leyfi að líta á þig sem kennarann minn í þessum fræðum. Er óskaplega fáfróður um þessa hluti en er að gera mitt besta að skilja samhengið í þessu.  það er til bók sem á ensku sem ég las fyrir mörgum árum sem heitir eitthvað á þessa leið ef mér tekt að þýða nafnið nógu vel, manekki einu sinni nafnið, bara meininguna: "Ef það yrði nú boðað stríð og enginn myndi mæta!" Var gaman að lesa þessa bók...takk fyrir bloggið þitt og fróðleikinn..

Óskar Arnórsson, 6.3.2008 kl. 13:57

23 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Guð kom til vinar míns og sagði honum að hann hefði aldrei útvalið eina þjóð fram yfir aðra...það væri bara bull!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.3.2008 kl. 14:35

24 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Óskar minn. Loksins er röðin komin að þér. Þar sem þú ert í klíku hjá mér þá fer ég út fyrir sjálft efnið með þér og svo getum við sent tölvupóst til hvors annars. Þú talar um Kúrda og þó þeir séu ekki hér á dagskrá ætla ég að segja þér að ég hef aldrei kynnt mér málefnin þeirra sérstaklega en ég hef alltaf staðið með þeim hvort sem það var Sadam Hussem eða Tyrkir sem réðust á þá eins og nú. Þeir eiga sinn tilvistarrétt eins og Gyðingar og Palestínumenn. Ég vil meina að fjallið Ararat sé í Armeníu. Ég er búin að vera að leita og leita á blogginu því það hafa nokkrir verið að fjalla um Nóa flóðið síðan ég byrjaði að blogga. Hér er slóð sem einn bloggfélaga minna, Sigurður Rósant benti mér á. Slóðin:http://english.sdaglobal.org/evangelism/arch/noah.htmInná síðunni hans er pistill um Örkina hans Nóa en Sigurður Rósant trúir ekki á Guð en þarna komu margir að spjalla við hann og þarna getur þú fengið fróðleik frá Árna og Bryndísi sem er konan hans Guðsteins. Guð ruglaði tungumálunum á þessum slóðum en það voru bara átta manneskjur sem lifðu af flóðið, það voru Nói og fjölskylda. Ég er alltaf að vona að Árni bloggfélagi minn bloggi um Nóaflóðið og ég skal láta þig vita.

Þetta með syndina er ekki einfalt mál. Satan er með mörg járn í eldinum núna. Sonur hans Anti-Kristur mun koma fram og taka Gyðingar honum fagnandi. Þeir eru alltaf að bíða eftir Messíasi sem er Jesús Kristur og var hjá þeim fyrir 2000 árum. Það verður ekki hægt að semja við þann mesta óvin sem við eigum öll þó mörg okkar gera sér ekki grein fyrir áhrifum hans í lífi sínu. Við sem eigum Jesú sem frelsara þurfum ekki að óttast og þeir sem trúa ekki á Guð ættu varla að hræðast neitt en ég held nú samt að þetta fólk sé ekki eins kúl eins og þau vilja láta okkur halda. Ég vona að þetta svari einhverju af pælingum þínum í bili en við getum alltaf haft samband í gegnum tölvupóst.

Guð blessi þig og veri með þér í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Friðarkveðjur 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.3.2008 kl. 14:56

25 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Anna mín. Skilaðu kveðju til vinar þíns og spurðu hann hvaða Guð þetta var?

"En þú Ísrael, þjónn minn, Jakob, sem ég hefi útvalið, þú afsprengi Abrahams ástvinar míns. Þú, sem ég þreif frá endimörkum jarðarinnar og kallaði þig frá ystu landsálfum hennar og sagði við þig: ,,Þú ert þjónn minn, ég hefi útvalið þig og eigi hafnað þér!" Óttast þú eigi, því að ég er með þér. Lát eigi hugfallast, því að ég er þinn Guð. Ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig með hægri hendi réttlætis míns. Sjá, allir fjandmenn þínir skulu verða til skammar og háðungar. Sökudólgar þínir skulu verða að engu og tortímast. Þó að þú leitir að þrætudólgum þínum, skalt þú ekki finna þá. Þeir sem á þig herja, skulu hverfa og að engu verða. Því að ég, Drottinn, Guð þinn, held í hægri hönd þína og segi við þig: ,,Óttast þú eigi, ég hjálpa þér!" Jesaja 41: 8.-13.

Ættfeður Guðs útvöldu þjóðar eru Abraham, Ísak og Jakob. Megi Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs blessa þig. Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.3.2008 kl. 15:13

26 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir hlýleg orð Rósa mín! Ég er að reyna að læra þetta. Ég trúi á hið góða í mannfólkinu og hef alltaf gert. En góðmennska er því miður allt of oft misnotuð af fólki sem ég held að líði bara illa. Er ekki komin lengra í þessum málum...

Óskar Arnórsson, 6.3.2008 kl. 15:22

27 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Frábær ritgerð hjá þér Rósa.

Guð blessi þig og þína.

Jens Sigurjónsson, 6.3.2008 kl. 17:52

28 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já Rósa mín, en eru til margir guðir?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.3.2008 kl. 18:24

29 Smámynd: Linda

Sæl Rósa mín - í færslunni minni hér fyrir ofan talaði ég um þá staðreynd að Olmert hafði engin lagaleg réttindi til þess að semja frá sér hluta af Jerúsalem.  Það sem ég hefði átt að taka fram líka, að það er ríkjandi misskilningur hér á blogginu sem og annars staðar að Bush yngri sé einhver sérstakur vinur Ísraels manna, þetta er rangt,  hann eins og faðir hans er nákvæmlega sama um Ísrael og rétt þeirra til að vera til, hvers vegna segi ég það? Hann hefur sagt að hann ætli að  ná samningum á milli Ísraels og palestínu Araba áður en hann kveður Hvíta húsið, þú segir e.t.v.  "só" er það ekki bara gott mál? Nei það er ekki gott mál , því þessir samningar eru til þess gerðir að skipta Jerúsalem upp, sem eingin hefur rétt á að gera, hvort Ísraelsstjórn eða hroka gikkurinn  í stuttbuxum (sannur sonur föður síns Bush eldri).  Jerúsalem hefur aldrei, aldrei verið höfuðborg annars ríki en Gyðinga ÍSRAELS.  Hugsið út í það Olmert hefur 3% fylgi í Ísrael og hann segist ætla semja fyrir þjóð sínaBush ætlar að skipta Ísrael upp til þess að friðþægja heiminn og Araba og gleymum ekki Abbas, hann er ekki einu sinni lýðræðislega kosin leiðtöku palestínu Araba, hvernig á hann að semja fyrir þeirra hönd.  Hér er um að ræða vanheilaga þrenningu sem við eigum að þekkja af gjörðum þeirra og orðum,  Þetta eru verstu óvinir Ísraels.  það eru skoðannir innan Ísraels sem vilja meina að Bush og BNA sé GoG, ég veit ekkert um það, en eitt er víst það mun koma í ljós fyrr en seinna.

knús.

Linda, 6.3.2008 kl. 18:49

30 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Sæll Óskar minn, ég skil hvað þú ert að meina því ég er búin að lesa athugasemdir frá þér inná síðum hjá Guðsteini og Þórarni. Við stöndum saman í þeirri baráttu Guð blessi þig og þína.

Sæll Jens minn. Takk fyrir innlitið. Ég hélt að þú værir farinn á sjóinn. Ekkert sjóveður hér á heimaslóðum okkar hér á Vopnafirði  Guð blessi þig og þína

Sæl Anna mín 1. boðorðið. Ég er Drottinn Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu. ÞÚ SKALT EKKI HAFA AÐRA GUÐI EN MIG. Það er enginn lifandi Guð nema Guð almáttugur. Margir falsspámenn koma fram og langar mig að skrifa orð sem Jesús Kristur sagði á meðan hann var á meðal okkar:

"Jesús svaraði þeim: ,,Varist að láta nokkurn leiða yður í villu. Margir munu koma í mínu nafni og segja: ,Ég er Kristur! og marga munu þeir leiða í villu. Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi. Gætið þess, að skelfast ekki. Þetta á að verða, en endirinn er ekki þar með kominn. Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum. Allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna. Þá munu menn framselja yður til pyndinga og taka af lífi, og allar þjóðir munu hata yður vegna nafns míns. Margir munu þá falla frá og framselja hver annan og hata. Fram munu koma margir falsspámenn og leiða marga í villu. Og vegna þess að lögleysi magnast, mun kærleikur flestra kólna. En sá sem staðfastur er allt til enda, mun hólpinn verða. Og þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma." Matteus 24: 4.-14. Guð blessi þig og son þinn

Megi Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs blessa ykkur Óskar, Jens og Önnu.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.3.2008 kl. 19:00

31 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Linda mín  Þakka þér fyrir frábært innlegg  Það er ekki allt sem sýnis og það er ekki allt gull sem glóir og þá er ég með George Bush í huga.

TAKIÐ EFTIR: Sæl öll. Í færslu nr. 9 þá var ég að svar Óskari bloggvini mínum. Ég hringdi í vin mín í dag og benti hann mér á að það væru skiptar skoðanir um hvort burthrifningin yrði áður en 1000 ára ríkið yrði. Langar mig að taka það fram að ég er alls ekki fróð um þessi mál og ég vona að   Kristinn Ásgrímsson og Snorri Óskarsson  komi með bloggfærslu á síðunum sínum og fræða okkur um þessa tíma lið fyrir lið.

Að lokum: "En Guð hefur útvalið það, sem heimurinn telur heimsku, til að gjöra hinum vitru kinnroða, og Guð hefur útvalið það, sem heimurinn telur veikleika til að gjöra hinu volduga kinnroða." 1. Kor. 1:27. Þetta vers passar ágætlega við mig. Engar prófgráður og ekki neitt en ég fékk tækifæri að koma að krossi Jesú Krists og fá fyrirgefningu synda minna. Það sem ég veit ligg ég ekkert að liggja á.

Ég vil hæla öllum sem hafa komið hér fyrir kurteisi og hafa flest verið málefnaleg.   Allavega þokkalega málefnaleg.

Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.3.2008 kl. 19:26

32 Smámynd: Auðun Gíslason

Þakka góðar undirtektir!  Heimsendir eða ekki heimsendir.  Það er nú eitthvað sem ég hef ekkert með að gera.  Ég hef  hugsað mér að halda áfram að reyna að vera betri í dag en í gær.  Og muna, að það sem ég geri mínum minnsta bróður, það geri ég honum!  Eða, frjálslega meðfarið:  Ég hef elskað yður, elskið því hver annan (alla menn) og munu menn hafa það til marks um að þér eruð lærisveinar mínir!  Mig langar að benda öllum lesurum á þessa síðu:  www.btselem.org/english

"En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur."    Endilega kíkið á þessa heimasíðu, sem er síða Ísraelskra mannréttindasamtaka.  Þau verða ekki bendluð við Hamas eða aðra á svæðinu.  Kannski að við lærum við lestur hennar að tala ekki um þjáningar Palestínumanna með háðstón.  Mig minnir að við eigum að elska alla menn en ekki bara suma!  Svo má minna á að margir Palestínumenn eru Kristinnar trúar.  Ef einhverjum líður betur með það.  Þeir verða jafn illa úti í Palestínu og aðrir! 

Auðun Gíslason, 6.3.2008 kl. 20:05

33 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Afbragðs góð grein þarna hjá þér Rósa,og þú ert hafsjór af fróðleik.Þú kemur reyndar inná margt sem óorðið er en mun að endingu verða,það er auðvitað hversu langt sé að bíða.

Ég hef haft gaman af að skoða þessi málefni lengi og farið víða í reikningum mínum við að finna svar við þessum spurnum.Ég held að þessi kynslóð sem nú les muni nú upplifa mikið af þessum hörmungum sem framundan eru,en ég tek fram að það er mitt sjónarmið og ég er svo sem ekkert að leytast við að fá svör.

Eða að ég þurfi síðan eitthvað að rökræða hverju ég trúi og tel vera,heldur svona meir að ég telji mér skylt að segja mína vissu með hvert stefnir.

En ég ætla mér að láta þetta duga og kannski færi ég inn aftur,ef umræða heldur áfram að einhverju marki sem ég tel svaravert.

Ég þakka þér Rósa fyrir færsluna og Guðsteini fyrir hjálpina þér til handa lifið heil og veri guð með ykkur kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 6.3.2008 kl. 21:47

34 Smámynd: Sigurður Rósant

Svona sögur um ættflokka sem hafa verið í sérstöku uppáhaldi hjá Guði, eru algengar um alla veröld. Enn eru t.d. ættflokkar í Súdan, Sómalíu og Kenya, þar sem allt logar í styrjöldum af sömu orsökum og milli Gyðinga og Palestínumanna. Margir þessara ættflokka segja þannig frá, að stuttu eftir sköpun heimsins hafi einhver ættarhöfðinginn staðið uppi á fjalli og Guð úthlutað honum og hans fólki allt það land sem augað eygði.

Svo stóð annar ættarhöfðingi hinum megin á fjallinu og Guð úthlutaði honum sömuleiðis allt það land sem hann gat séð með berum augum. Þá kom auðvitað að landamæraerjum, eins og gefur að skilja.

1. Mós 17:8 "Og ég mun gefa þér og niðjum þínum eftir þig það land, sem þú nú býr í sem útlendingur, allt Kanaanland til ævinlegrar eignar, og ég skal vera Guð þeirra." 

Eina skilyrðið sem Guð setti Abraham og afkomendum hans, var að drengir skyldu umskerast 8 daga gamlir. Og það hafa strangtrúargyðingar gert samviskusamlega og halda þess vegna að Guð muni standa við sáttmálann.

"Yður skal umskera á holdi yfirhúðar yðar, og það sé merki sáttmálans milli mín og yðar. Átta daga gömul skal öll sveinbörn umskera meðal yðar, ættlið eftir ættlið, bæði þau, er heima eru fædd, og eins hin, sem keypt eru verði af einhverjum útlendingi, er eigi er af þínum ættlegg. Umskera skal bæði þann, sem fæddur er í húsi þínu, og eins þann, sem þú hefir verði keyptan, og þannig sé minn sáttmáli í yðar holdi sem ævinlegur sáttmáli. En óumskorinn karlmaður, sá er ekki er umskorinn á holdi yfirhúðar sinnar, hann skal upprættur verða úr þjóð sinni. Sáttmála minn hefir hann rofið."

Svo fögur eru þessi orð.

En mér segir svo hugur að þessi þrjóska geti kostað nokkuð mörg mannslíf á næstunni og kannski verða Arabar búinir að yfirtaka fyrirheitna landið áður en langt um líður. Enn ein Helförin. Þvílík er heiftin orðin.

Varðandi "burthrifninguna" - þá má skilja hana sem svo að Svarti Dauði sem geisaði í Evrópu um 1600, lagði 75 milljónir manna í gröfina, eða um helming Evrópubúa. Burthrifningin er löngu afstaðin.

Sigurður Rósant, 6.3.2008 kl. 22:17

35 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir Auðun og Skúli.

Skúli minn, kærar þakkir fyrir innlitið

Auðun. Ég ætla að svara örlitlu núna en það mun berast betra svar á eftir og þar á meðal sennilega svar við spurningu Skúla. Við eigum að elska alla menn og ég hef sagt að hér ofar í svari við vin minn Óskar að bæði Palestínumenn, Ísraelsmenn og einnig Kúrdar hafa tilvistarrétt, rétt eins og við. Einhversstaðar verðum við öll að fá að búa. Það sem ég vil er réttlátur fréttaflutningur en ekki einhliða sem tíðkast í íslenskum fjölmiðlum.

Ég hef verið svo lánsöm að koma til Ísraels árið 1992. Ólafur Jóhannsson var fararstjóri okkar Íslendinga og vorum við í hópferð ásamt Dönum. Við komum til Tel Aviv. Þaðan fórum við með rútu til Tíberías sem er við Galíleuvatn. Á leiðinni benti Ólafur okkur á ríkmannlegt hverfi og sagði okkur að þar byggju Arabar sem byggju í sátt og samlyndi við Ísraelsmenn. Arabar bæði búsettir í Ísrael og Palestínu hafa margir verið svo lánsamir að kynnast Jesú Kristi sem frelsara sínum. Það hafa líka Gyðingar gert en þessir hópar eru í minnihluta. Við vitum öll að flestir Gyðingar eru Gyðingtrúar og Arabar eru flestir Múslímar. Ég fór á kristilega samkomu í Jerúsalem og einnig fór ég í kristilega bókabúð og þar keypti ég mér Gamla Testamentið og Nýja Testamentið á hebresku og ensku. Þegar ég opna bókina er hebreskur texti öðru megin og enskur hinu megin þannig að ég get borið saman textana. Mjög skemmtilegt. Við fórum til Betlehem og þar fórum við í heimsókn í kristinn skóla og nemendur skólans eru kristin Palestínskt börn. Skólinn heitir Hope Secondary School í Beit Jala in West Bank. Ég veit að Íslendingar hafa stutt börn til náms í skólanum sem heitir Skóli Vonarinnar á íslensku. Við hittum dreng sem kona frá Hvolsvelli var áð styrkja á þessum árum og tók ég mynd af honum og syni konunnar.

Auðun, tókstu eftir þegar sex daga stríðið var háð að jafnvel Arabar skráðu sig í her Ísraels en Ísraelsmenn höfðu hvorki þvingað þá til þess né beðið þá að skrá sig í herinn.  Ég læt þetta duga í bili.

Megi almáttugur Guð blessa ykkur. Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.3.2008 kl. 22:23

36 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll : Langar að ítreka að:  "Þúsundir gyðinga eru kristnir og fleiri þúsundir araba í Ísrael/Palestínu eru kristnir."

 

:,: Biðjum Jerúsalem friðar :,:

Friður sé yfir Ísrael.

Biðjum Jerúsalem friðar,

Friður sé yfir Ísrael.

Shalom, shalom, shalom

Shalom, shalom, shalom.

Friður sé yfir Ísrael.

Mun svara fleirum athugasemdum á eftir. Drottinn er undursamlegur. Shalom

 

 

 

 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.3.2008 kl. 23:15

37 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég reyni bara að einfalda þetta fyrir mig. þar sem mér finnst ég ekkert í neinu sambandi við Guð eða Jesu Krist, setti ég þetta á haus. Ég reyni frekar að lifa lífinu þannig að það sé möguleiki að guð sé ánægður með mig og svo hugsa ég ekkert meira um það. En ég finn líka þegar ég er að gera eitthvað sem er á móti minni betri vitund, og þá held ég að Guð sé ekkert hrifin af mér..einhvernvegin svona stilli ég þessu upp fyrir sjálfum mér. Alveg eins með leyndarmál. Ef maður vill eiga leyndarmál, er hollast að það sé gott leyndarmál og ekki slæm. Mér finnst alveg eins með síðuna þína Rósa, hún er flókin fyrir mig og Skúli er með fróðleik sem mér finnst alveg stórmerkilegur og les líka..hef það á tilfinningunni að það fylgi þér mikil blessun fyrir alla sem fá að kynnast þér..

Óskar Arnórsson, 6.3.2008 kl. 23:16

38 Smámynd: Linda

Auðun það eru innan við 3000 kristinna manna á Gaza réttar sagt í Betlehem sjálfri, þeir lifa í ótta við Palestínu Araba, fólki er rænt, eignir sprendgar  í loft upp,og fólk myrt,  fólk neitt til að taka trú á Íslam svona mætti endalaust telja.  Svo ég býst við að Kristnir þar þurfa að lýða fyrir trú sína á Jesú upp á hvern einasta dag.   eins og flestir sem trúa á Jesú og búa í löndum Íslams. 

Linda, 6.3.2008 kl. 23:19

39 identicon

Rósa þu er hetja og trúfastur varðmaður við múra Jerúsalem (Jes.62) Það er gott að vita að til eru vinir Ísraels hér á Íslandi sem láta heyra frá sér. Ég vil þakka þér fyrir málefnalega og velsamda grein. Haukur Guðsteinn á líka þökk fyrir þá hjálp sem hann veitti þér. Mér var brugðið þegar ég sá fyrirsögnina, "Deilur Ísraela og Araba"

Þú Rósa ferð ekki troðnar leiðir. Þar sem ég var mjög spenntur að lesa grein þína og þakklátur fyrir djörfung þína, vissi ég að þú myndir fá margvísleg viðbrögð og dró ég andann 10-30 sinnum (eins og þú ráðlagðir) til að fá ró áður en ég las framhaldið, þ.e.hinar mörgu athugasemdir sem á eftri myndu koma. Það brást heldur ekki. Þú mátt vera þakklát fyrir hina mörgu jákvæðu athugasemdir og hvatningu sem þúm hefur fengið.

Linda gaf mjög góða mynd af núverandi ástandi í Ísrael og einnig vitnaði hún í 12 kafla hjá Sakaría, þar sem litið er inní framtíðina.Við getum þakkað Lindu fyrir trú hennar og næmleika, hvað Ritningin segir um  Landið helga. Mætti góður Guð gefa okkur fleiri slíka.

Ég ætla nú ekki að þakka og nafngreina aðra sem þökkuðu þér og um leið styrktu mig í trú á að Guð okkar á marga Ísraelsvini hér á landi. Því miður sá ég nokkrar athugsemdir sem mér fannst ekki jafngóðar. Aðallega var það að mér fannst efni þeirra ekki koma grein þinni neitt við. Það var eins og sumir vildu draga athygli frá því efni sem þú skrifaðir. Þtta skeði einnig í ágætri og vandaðri grein hjá Lindu þega hún skrifaði um hátíð hinna "kristnu"páska. Þar komu einng nokkrir sem vildu leiða athyglinni frá efninu og fóru að deila um Þrenninguna, hvort þessi eða hinn hefði villukenningar o.sfr. Þér vildu eihverjir fara að spyrja um síðustu tíma, endalokin,"burthrifninguna" o,sfr. Rósa, stndum dettur mér í hug að þetta sé skipulagt..

Svo ég snúi mér að efninu. Ísarel hefur aldrei stolið nokkru landi frá ríki Palestínu, af þeirri einföldu ástæðu að Palestínuríki er ekki til og hefur aldrei verið til. Þeir unnu landsvæði í styrjöld sem var háð til þess að útrýma gyðingum og Ísrael. Hvað hefði skeð ef óvinirnir sem réðust á þetta nýfædda lýðræðisríki hefðu unnið, hernumið Tel-Aviv og Haifa, Samyrkjubúinn og allt sem gyðingar voru búinir að rækta. Myndu íslenskir Hamasvinir mótmæla á Lækjartorgi eða fordæma Palestínumenn og fara fram á að þeir skiluðu aftru  herteknum svæðum á landsvæði Ísraels?

Það voru Jórdanir sem hertóku Palestínu 1948 og það landsvæði fékk þá nafnið "Vesturbakkinn" Jórdanir innlimuðu þetta svæði í Jórdaníu og héldu því í 19 ár. Það var ísraelska varnarliðið sem sigraði í hinu svokallaða 6daga stríði og ráku Jórdani frá "vsturbakkanum" og Austur-Jerúsalem.

Jerúsalem varð nú ein og óskipt borg. Jerúsalem hefur verið og er höfuðborg Ísraels í meir en 3000 ár. Davíð konungur gerði hana að höfuðborg árið 1004 f.kr. og hefur hún ekki verið höfuðborg nokkurs annars ríkis síðan. 

Það er góður friður á milli araba og gyðinga í Jerúsalem. Ég þekki það eftir 26 ára veru þar, mikinn hluta á hverju ári.

Það er oft talað um að Ísrael eig að skila aftur hernumdum svæðum á "Vesturbakkanum" sem þeir tóku í 6daga stríðinu 1967. Það er aftur á móti lítið talað um að Ísrael hefur skilað meir en 60% af því svæði og eru nú sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna. Má þar nefna Jeríkó, Betlehem, Jenin, Nablus og Hebron (að mestum hluta).

Ekki má ég gleyma Gaza þar sem Ariel Sharon lét reka um 8000 gyðinga frá Gaza, þar sem þeir höfðu búið fjölda ára, ræktað jörðina og byggt fjölda húsa. Þetta var árið 2005 oig var haldið að nú myndi verða friður á þessu svæði. En þegar Hamas tók við þar, byrjuðu þeir á að sprengja öll hús sem gyðingar höfú búið í. Einnig eyðilögðu þeir "Synagogur", Guðshús gyðinga. Það mátti ekki minnast á neitt þar sem gyðingar höfðu verið. Það er mjög oft talað um fátækt og illan aðbúnað hjá íbúum á Gaza, atvinnuleysi og fátækt. Hverjum ætli það sé að kenna öðrum en þeim sem ráða þar, Hamas. Ísrael hafa lokað landamærum frá Gaza til Ísrael, það er rétt, en landamæri við Egyptaland eru einnig lokuð. Það er ekki Ísrael sem hafa lokað þeim.

Hryðjuverkasamtök Hamas hafa um langan tíma smyglað vopnum í gengum jarðgöng. Þessi vopn ásamt þeim sem þeir framleiða á svæðinu eru notuð til að skjóta yfir í Ísrael. Nú hafa þeir fengið langdrægar eldflaugar, sem ná til Askelon. Þeir skjóta tugum hvern dag. Hvesvegan smygla þeir ekki matvælum og lyfjum? Það er greinilega gert svo myndavélar geti sínt hve fólkið þar sé illa á sig komið.(allt Ísarel að kenna). 

Við megum ekki gleyma því að Hamas segjast aldrei munu semja frið við Ísrael. Markmið þeirra ásamt vinum þeirra í Íran og Hisbollah í Líbanon að þurrka Ísrael út af landakortinu. Ísrael verður að verja landið sitt fyrir þessum haturs-hryðjuverkamönnum. Ísrael hefur rétt til að verja sig.

Rósa mín, þú verður að fyrigefa þessa löngu grein,en hún er í tengslum við þín frábæru ritgerð
Að endingu:. 

Ísrael er lýðræðisríki. Arabar búa hvergi við jafnmikið frelsi og í Ísrael, sbr.trúfrelsi, skoðanafrelsi og frjálsar kosningar. Arabar eiga fulltrúa í þinginu og starfa í ráðuneytum í Ísrael.

Ég óska þér og lesendum Guðs blessunar og friðar.

Með Shalom/kveðju

 

Ólafur Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 00:16

40 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Sigurður Rósant. Ég var nú búin að hugsa til þín að þú hlytir að fara að líta hér inn

Flest allt sem þú skrifar um er ekki verið að fjalla um í þessari ritgerð. Hér erum við að fjalla um Deilur Ísraelsmanna og Palestínumanna. Ég ætla ekki að ræða um Súdan, Sómalíu og Kenýa hér. Einungis að lýsa hryggð minni yfir styrjöldum sem þar eru núna. Í Nairobi í Kenýa er ABC með hjálparstarf og hef ég haft verulegar áhyggjur af vinum mínum þar.

Þú ert nú fróður maður og veist að þegar Jesús Kristur var hér á jörð var gerður nýr sáttmáli. Ég ætla að koma með tvo ritningarstaði úr Nýja Testamentinu um umskurn og svo vil ég alls ekki eyða umræðunni hér um Nýja- og Gamla sáttmálann. Skúli trúbróðir minn og bloggvinur skrifar um umskurn kvenna og illa meðferð þeirra á síðu sinni og ættir þú að kíkja á síðuna hans. Lestu líka innlegg hans hér nr. 5. Mjög fróðlegt innlegg.

"Umskurn er gagnleg ef þú heldur lögmálið, en ef þú brýtur lögmálið, er umskurn þín orðin að engu. Ef því óumskorinn maður fer eftir kröfum lögmálsins, mun hann þá ekki metinn sem umskorinn væri? Og mun þá ekki sá, sem er óumskorinn og heldur lögmálið, dæma þig, sem þrátt fyrir bókstaf og umskurn brýtur lögmálið? Ekki er sá Gyðingur, sem er það hið ytra, og ekki það umskurn, sem er það hið ytra á holdinu. En sá er Gyðingur, sem er það hið innra, og umskurnin er umskurn hjartans í anda, en ekki í bókstaf. Lofstír hans er ekki af mönnum, heldur frá Guði." Róm. 2: 25.-29. "Sá sem var umskorinn, þegar hann var kallaður, breyti því ekki. Sá sem var óumskorinn, láti ekki umskera sig. Umskurnin er ekkert og yfirhúðin ekkert, heldur það að halda boðorð Guðs."1. Kor. 7: 18.-19.

Við þurfum að biðja fyrir Ísrael og Palestínu. Það er margt hræðilegt að gerast í Miðausturlöndum í dag. Burthrifningin hefur ekki átt sér stað, sú sem talað er um í Biblíunni þegar Jesús Kristur kemur og stígur á Olíufjallið og það mun klofna í tvennt. Lestu lokaorð í ritgerðinni minni og flettu uppá Sakaría 14:1.-5.

Megi Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs blessa þig. Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.3.2008 kl. 00:30

41 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Kæru vinir Ísraels, Ólafur, Linda og Úlli. Ég er hreykin af ykkur og ég þakka ykkur fyrir allan fróðleikinn sem þið komuð með inní þessa umræðu. Ólafur, aldrei of langar greinar sem segja sannleikann. Greinar sem segja ekki sannleikan þó þær séu bara tíu orð eru tíu orðum of langar en þín mátti vera lengri. Komið þið með meiri fróðleik á morgunn. Þetta er áskorun.

Ögmundur var sér til mikillar skammar þegar hann notaði ræðustól Alþingis og vildi rjúfa stjórnmálasamband við Ísrael. Hann ásamt læknum og fleirum stóðu fyrir mótmælum gegn Ísrael. Ég óska þess að Guð fyrirgefi þessu fólki. Væri ekki viskulegra að kynna sér alla málavexti. Hvernig geta Íslendingar verið vinir Hamassamtakana sem eru hryðjuverkasamtök? Eru þau líka búin að gleyma öllum sem Arafat gerði og að hann stal peningum sem borist hafði til hjálparstarfs í Palestínu. Honum var alveg sama um fólkið sem hafði ekki mat, vatn né húsaskjól. Hamas er alveg sama um almenna borgara í Palestínu. Þeir hafa sannað það með því að skjóta eldflaugum frá barnaheimilum, skólum og elliheimilum svo dæmi séu tekin. Þeir vita að það verður gagnárás og að Ísraelsmenn reikna út hvaðan flaugarnar komu og gera gagnárás. Konur koma yfir landamærin með belti um mittið og segjast þurfa á sjúkrahús að eignast börn en þær eru ekki ófrískar. Þeim er sama um sitt líf og fara inn í verslunarmiðstöð og þar er sprengt. Þarna er ekkert verið að hugsa um að það voru ekki bara Ísraelsmenn sem voru inní verslunarmiðstöðinni heldur líka Arabar og ferðamenn. Ögmundur Jónasson og Hamasvinir á Íslandi styðja sjálfsagt þennan verknað.

Enn og aftur kærar þakkir. Megi Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs blessa ykkur ríkulega. Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.3.2008 kl. 01:04

42 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Óskar minn. Þakka þér fyrir innlitið. Mikið var þetta rétt hjá þér. Við erum öll sköpuð með innri vitund um hvenær við erum að gera rétt og hvenær við erum að gera rangt.  En svo er það annað mál hvort við gerum eitthvað í því þegar við gerum rangt. Við erum mannleg og breysk. Það er svo gott að geta fengið fyrirgefningu ef við höfum gert rangt. Eins er oft þung spor þegar við þurfum að biðja aðra um fyrirgefningu. Það sem við höfum talað um okkar á milli hafa sumir sagt við mig: "Þú þurftir ekki að biðja þessa menn um fyrirgefningu, það var þeirra að biðja þig fyrirgefningar." En Óskar, ég þarf ekki að standa reiknisskil fyrir aðra bara mig og þess vegna verð ég að hafa allt á hreinu með sjálfa mig. Aðrir verða gera það upp við sjálfan sig hvað þau vilja gera. En fólk sem er stöðugt að gera rangt eins og við höfum rætt um saman hlýtur að vera orðið samviskulaust í gegnum árin vegna gjörða þeirra. Það hlýtur að vera slegið eins konar blindu, siðferðisblindu. Megi almáttugur Guð fyrirgefa þeim. Guð blessi þig kæri vinur.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.3.2008 kl. 01:18

43 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heil og sæl, Rósa, hér er hamagangurinn! Ég vissi ekkert af þessari vefsíðu fyrr en nú. En þótt ég krafsi hér stafina mína, tek ég fram, að mér hefur hvorki unnizt tími til að lesa þína löngu grein enn né allar athugasemdirnar, og því færðu lítið 'feedback' frá mér. Vil þó taka fram fáein atriði:

  1. Kannski hefði verið betra, að þú skiptir þessari grein þinni niður, hún er svo löng. Reyndar máttu alveg gera þér meiri mat úr þessu með því að birta þetta aftur (og endurskoðað og aukið, ef þú vilt) í nokkrum efnisgreindum bloggum.
  2. Athyglisvert að sjá, hve snemma þú hefur kynnt þér og skrifað um þessi mál og tilfærir hér t.d. margt eftir bók Snorra G. Bergssonar (Snorra Bergz, sagnfræðingsins), sem ég hef lesið og tel upplýsa um margt. En þú átt líka eitthvert fjölrit frá honum, sem ég á ekki.
  3. Tveir Óskarar eru að skrifa hér, annars vegar Óskar Arnórsson, sem þú ert í góðu talfæri eða andlegu sambandi við, og hins vegar nafni hans Þorkelsson, sem átti hér fjandsamlegt innlegg (nr. 21) 6.3. kl. 12:15. Þú hefur þegar svarað honum hressilega, en ekki þeim orðum hans, sem gera lítið úr trúverðugleik Biblíunnar eða eins og hann orðar það: "einhverri vafasamri skruddu sem var ritskoðuð ærlega fyrir 1700 árum eða svo". – Þetta eru vitaskuld alls óverðug orð og jafnframt fullkomin ósannindi, því að Biblían var alls ekkert "ritskoðuð ærlega fyrir 1700 árum eða svo" – þetta eru hins vegar mýthur úr vopnabúri illa upplýstra manna eins og Dans Brown, sem útbreiðir slíkan rangskilning með sínum víðáttuvitlausa Da Vinci lykli.

Jón Valur Jensson, 7.3.2008 kl. 03:06

44 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú baðst um vefslóð á frétt á minni vefsíðu (um hryðjuverk í Jerúsalem í kvöld, þar sem átta saklausir guðfræðinemar, sumir 15–16 ára, voru skotnir til bana, nokkrir þeirra með Gamla testamentið í höndunum, og álíka margir særðir). HÉRNA er sú vefslóð, Rósa. Í Guðs friði,

Jón Valur Jensson, 7.3.2008 kl. 03:17

45 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jón Valur. Kærar þakkir fyrir innlitið. Ég á sem betur fer fullt af ritum eftir Snorra Bergsson. Fyrst er að nefna Gyðingar, Arabar og allir hinir, gefið út 1993;  Heilagt stríð í Palestínu sem var gefin út 1994; Gyðingar í löndum Íslams gefin út 1994; Aríaríkið, viðhorf Íslendinga til Gyðinga 1920-1940 gefin út 1994. Svo á ég bók eftir Gunnar Þorsteinsson, Spádómarnir rætast gefin út 1991 og  bók eftir Ulf Ekman sem heitir Ísrael, Gyðingar þjóð framtíðarinnar, gefin út 1997 af bókaforlaginu Vakningu. Þetta eru frábærar heimildir.

Ég hitti Snorra á fundi þar sem vinir Ísraels hittust og einnig hringdi ég nokkrum sinnum í hann á sínum tíma til að fá eins mikið af gögnum keypt sem í boði var. Bækurnar voru ódýrar því að mínu mati  eru þessar bækur happafengur fyrir mig og sýna mér svart á hvítu sannleikann og vil ég nota tækifærið hér og nú og þakka Snorra Bergssyni fyrir frábært starf sem hann hefur innt af hendi og ég er glorhungruð og vil fá meira efni eftir Snorra Bergsson. Þetta áskorun til hans hér og nú.

Mig langar aðeins að segja þér frá Aríaríkið, viðhorf Íslendinga til gyðinga 1920-1940. Ég og fleiri í fjölskyldunni höfum lesið þessa bók og ég varð fyrir miklum vonbrigðum með steinhjarta ráðamanna Íslendinga gagnvart Gyðingum sem hingað komu á flótta frá nasistum eða fengu alls ekki að koma. Í október 1938 skrifaði aðalræðismannskrifsstofa Danmerkur í Vínarborg til  dómsmálaráðuneytisins, og var  beðið um tveggja mánaða landvistarleyfi fyrir Carl Lövy sem var að bíða eftir landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Löwy var fæddur í nóvember 1877. Beiðninni var hafnað og er það svartur blettur fyrir Ísland því örlög Carl Lövy voru sennilega þau sömu og flestra Gyðinga á þessum tíma að lenda í útrýmingabúðir  nasista.

Árið 1935 flúði þýskur Gyðingur, Kurt Sonnenfeld tannlæknir til Íslands. Hann reyndi að fá leyfi fyrir foreldra sína til að flytja hingað. Móðir hans, 64 ára var þýsk og faðir hans var 71 árs sem var Gyðingur. Því miður fluttu þessi öldruðu hjón ekki hingað til íslands. Kurt hafði kynnst þýskri konu hér á Íslandi og þau giftust 1939. Þegar hann lagði inn beiðni fyrir foreldra sína þá hafði hann unnið hér í nokkur ár og konan hans hafði dvalið hér í 13 ár og var í fastri vinnu. Þau hjón hefðu getað séð foreldrum Kurts farborða en fengu ekki.

Árið 1945 var aftur á móti krafist af ráðamönnum á Íslandi að þýskir borgarar sem voru handteknir hér árið 1940 og fluttir til Bretlands, fengju að koma heim aftur. Meðal þeirra var Walter Knauf en eiginkona hans var Halldóra Guðjónsdóttir Knauf sem var ættuð frá Kaldbak í Strandasýslu. Þarna sýndu ráðamenn þjóðar okkar aðra hlið á sér þegar þýskir "aríar" áttu í hlut. Sennilega voru það um 140 -150 Gyðingar auk fjölskyldna sem var hafnað að koma hingað og fyrir flesta var sú höfnun sennilega dauðalisti að þau hafi endað ævina í útrýmingarbúðum nasista sem ég - Rósa get auðvita ekki fullyrt.

Hef ég ekki nafngreint þann sem var æðst ráðandi hér á þessum tíma en merkilegt nokk að sonur hans varð síðar æðst ráðandi á Íslandi og var og er vinur Hamassamtakana í Palestínu.

Þetta er svartur blettur fyrir Ísland og ég vona til Guðs að hann hafi fyrirgefið þeim sem þarna áttu í hlut en sumt af þessu fólki er horfið yfir móðuna miklu í dag.

Megi Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs blessa þig og varðveita. Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.3.2008 kl. 09:31

46 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir, og fróðlegur var lesturinn. Fleiri hafa skrifað um illar (þ.e. engar) undirtektir Hermanns undir beiðni Gyðinga um landvistarleyfi, e.t.v. Arthúr Björgvin Bollason eða Einar Heimisson sagnfræðingur heitinn eða kannski bræðurnir Hrafn og Illugi Jökulssynir, sem og dr. Þór Whitehead. Það mætti segja mér, að unnt sé að nálgast upplýsingar um nöfn þeirra Gyðinga, sem af þessum hópi lentu í dauðabúðum nazista, og þá þarf ekki lengur að vera með getgátur um það, hvort þessi neitun íslenzkra stjórnvalda hafi leitt dauðann yfir þá einstaklinga (vonandi þó sem fæsta). – Með þakklæti,

Jón Valur Jensson, 7.3.2008 kl. 09:51

47 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jón Valur. Nöfnin eru skráð í heimildir sem ég er með. Langur listi. Svartur blettur fyrir ráðamenn Íslands á þessum tíma. Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.3.2008 kl. 10:34

48 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Sæl Rósa það tók sinn tíma að lesa þetta, en þetta er mjög fræðandi og áhugavert að lesa. Einhvers staðar heyrði ég það að Ísrael þýddi Guð mun sigra. Þannig að þegar talað er um Ísrael er alltaf verið að segja að Guð muni sigra.

Reyndar varðandi fréttaflutning á Íslandi að þá koma fréttirnar til landsins af stöðvum sem er stjórnað af múslimum. Ég fæ oft að heyra mikil mótmæli gagnvart Ísraelsmönnum að þeir séu að myrða börn og annað. En hvað eru þá Arabar að senda börn í stríð? Ef ég setti mig í þessar aðstæður að þá myndi ég ekki leyfa barni með byssu drepa mig ef það byrjaði að skjóta, ég myndi verja mig og skjóta til baka.

Brenglun heimsins er allgjörlega augljós gagnvart þessu. En er samt ekki sagt að Gyðingar munu frelsast á þrengingartímabilinu. Mig minnir að þeir sem gerðu myndina left behind 2 hafi sett það þannig upp.

En ég er allveg sammála því að Ísmael er forfaðir Araba og það verður enginn friður fyrr en anti kristur kemur... Mig minnir að þetta hafi verið túlkað þannig að anti kristur mun reyna fá Rabbaí frá Gyðingum til að segja að hann sé Messías en hann muni opinbera að Jesús Kristur sé sá eini sem uppfyllir skilyrðin og spádómana að geta kallast Messías og það uni verða til þess að Gyðingar og fleyrri á heimsbyggðinni munu snúa sér til Krists..

En þetta er víðtækt efni sem maður getur eytt miklum tíma í að skoða..

Sigvarður Hans Ísleifsson, 7.3.2008 kl. 11:45

49 Smámynd: Auðun Gíslason

Nú vona ég að allir hér séu búnir að skoða linkinn sem ég setti í ath. nr 35.  Sérstaklega Skúli, sem virðist haldinn þráhyggjukenndu hatri til hluta mannkynsins, hvort heldur eru saklaus skólabörn, húsmæður, verkamenn.  Hann setur Múslima alla undir sama hatt.  Hatt hryðjuverkamannsins!  Boðskapur Frelsarans hefur ekki náð til hjarta hans, frekar en svo margra Kristinna sem vilja helst, að því er virðist stroka æðsta boðorðið af síðum Biblíurnar!

Sigvarði!  Er þetta nú ekki orðið svolítið þreytt?  Að Múslimar stjórni Reuter-fréttastofunni, hvað þá heldur BBC?  Meðan innrásin og stríðsglæpir Ísraelsmanna fóru fram í Líbanon núna síðast var Íslendingur í fréttamannaliði BBC, sem sent var frá Bretlandi.  Ég minnist þess ekki að hún hafi talað um að það lið hafi verið skipað Múslimum.  En kannski eru þetta allt saman Múslimskir hryðjuverkamenn á British Broadcasting Company!  Frá þesssum fréttastofum koma helst fréttir frá þessu svæði heimsins!

Mig minnir nú að stór hluti Gyðinga verði drepinn á tímum þrenginganna, skv. þessu síðustudagarugli.  Drepnir af meðbræðrum sínum.  Það séu svo þeir sem "frelsist" til Kristinnar trúar, það er morðingjarnir!

Einhversstaðar las ég, að helstu áhrifavaldar utanríkisstefnu BNA væru forystumenn í söfnuðum síðustudagaruglara.  Þessvegna væru BNA svo hörð í stuðningi sínum við Ísrael.  Tilvist Gyðinga í Palestínu er jú ein af forsendum fyrir hinum síðustudögum.

Á heimasíðu eins af hinum fjölmörgu safnaða í BNA las ég að árásirnar á WTC-turnana hefðu verið skipulagðar af Gyðingum og voru færð fram talsvert mikil og sterk rök fyrir því.  Tek það fram að þetta er sérstaklega öfgafullur bókstafstrúarsöfnuður, auk þess að vera mjög hægrisinnaður í pólitík.  Þetta fer reyndar oft saman, sem ég skil ekki, þar sem ég tel að hægristena í pólitík stríði gegn boðskap Frelsarans.

Stundum velti ég því fyrir mér hvort sumir Kristnir séu farnir að halla sér um of að Gyðingdómi.  Spyr mig stundum, hvort þeir geti yfir höfuð talist Kristnir.  Hvort þeir séu ekki frekar "Gyðingtrúar."  Hef stundum kallað þetta fólk "Hvítasunnugyðinga."

Auðun Gíslason, 7.3.2008 kl. 13:38

50 Smámynd: Auðun Gíslason

Skúli minn!  Guð blessi þig!  Í færslu 5 í athugasemdum talar þú um nazista og Múslima í hvað 11 liðum.  Mér sýnist það vera Múslimar almennt sem þú ert að tala um!  Það að þú hafir aldrei sagst hata Múslima er sjálfsagt rétt, en skrif þín öll um Múslima eru hatursfull.  Þar af leiðandi hljóta allir að álykta að þú hatir þá.  Þau eru á svona svipuðu plani og að kenna öllum Kaþólikum um hryðjuverk sem Kaþólikar hafa framið.  Eða öllum Kristnum.  Sem er full mikil alhæfing.

 Það sem þú kallar bull, ranghugmyndir, hvað er það sem þú átt við?  Það væri voða gott ef þú nefndir eitthvað tiltekið, en það gerir þú ekki og þar með þarf ekki að taka mark á því frekar.  Þó skoðanir mínar, og margra annarra, í trúmálum og pólitík falli ekki að bókstafstrú þinn og hatursbloggi gegn saklausum borgurum, þá er ekki þar með sagt að þær séu rangar eða að ég sé  að rugla einhverju saman.  Það er aðeins þín skoðun og auðvitað hentar það þér að kalla það bara bull.  En það er auðvitað bara hroki og stærilæti í þér!

Nú spyr ég þig:  Hvað er bull í færslu 53?  Teldu nú upp allt bullið og gefðu mér færi á að svara því.  Er það bull að helsu fréttir frá Mið-Austurlöndum á Íslandi komi frá BBC og Reuter?  Er það bull að þessar fréttastofur eru ekki undir stjórn Múslima? Hvað þá öfgafullra Islamista?  Að Gyðingar hafi staðið að árásunum á WTC-turnana er sennilegast bull ( ekki veit ég sannleikann í því máli).  Enga að síður er þessu haldið fram á heimasíðu safnaðar í BNA.  Sumir halda því fram að það hafi verið "false flag" svona líkt og þinghúsbruninn í Berlín á sinni tíð.  Mér er reyndar nokk sama.  Ég held hinsvegar að Bandaríkamönnum væri hollast, sjálf sín vegna, að hætta að vorkenna sér vegna þessa og hætta að finna sér átyllur til þess að reka enn eitt stríðið sitt!

Auðun Gíslason, 7.3.2008 kl. 16:29

51 Smámynd: Auðun Gíslason

Heyrðu Skúli minn!  Í listanum þínum talar þú ekki um "hið pólitíska Islam" (átt sennilega við öfgafulla Islamista) heldur Múslima.  Prófaðu að setja Krístna í staðinn og sjáðu hvernig það kemur út. 

Bush-klanið hefur ekki meiri áhuga á lýðræðinu en svo, að þegar niðurstöðurnar eru ekki þeim að skapi, ákveða þeir að hundsa þær!  Dæmi:   1)kosningasigur Hamas í Palesínu.  2)  Sigur stjórnarandstöðunnar í Pakistan.  Þeir lýstu yfir stuðningi við  Musharraf, sem tapaði kosningunum með það í huga að hlaða undir hann völdum gagnstætt niðurstöðum kosninganna.  Þeir hafa ekki lýst stuðningi við sigur vegarana.  Í mætti sínum reyna þeir, með skelfilegum afleiðingum, að hafa áhrif á gang mála.  Þeir hundsa niðurstöður lýðræðislegra kosninga, ef þeim hentar.  Gleymum ekki félaga Allénde!

Enn lendir þú í því að afgreiða málflutning annarra með hroka og stærilæti. Og kallar bull!

Spurning varðandi ámæli sem Reuter og BBC hafa fengið fyrir að vera of pólitískt réttar:  Hverjir hafa sett fram þessi ámæli?  Auðvitað sæta fréttastofur ámæli annað slagið.  RÚV sætti ámæli Davíðs Oddssonar, þegar R-listinn vann sigur í borginni.  Kenndi fréttastofu RÚV um tap djélistans.  Sigvarði heldur því fram að helstu fréttaveitur til Íslands séu undir stjórn Múslima.  Þú veist ekki um núverandi eignahald á  þessum fréttastofum.  En fyrri eigendur?  Veistu eitthvað um þá?  Þegar menn eru að jórtra um að virtar fréttastofur séu undir stjórn Múslima verða þeir að geta lagt fram haldbærar sannanir fyrir því, svo við getum þá hætt að treysta þeim!  Þetta er hinsvegar haft fyrir satt í ákveðnum kreðsum hér í bæ, en enginn hefur haft fyrir því að sanna mál sitt (enda geta menn það ekki, heldur endurtaka þetta aftur og aftur.  Enda ýmislegt í fréttum sem þeir vildu sjálfsagt ekki sjá.  Sem von er.)!  Bullukollurinn minn!  Í Guðs friði!

P.s.  Ég ætla að hafa þetta síðustu athugasemd hér!  Einsog sést sjálfsagt á blogginu mínu hef ég ekki tíma fyrir tímafrek skrif (flestar færslur með endemum snubbóttar).  Ég er nefnilega einstæður faðir á gamalsaldri.  Þarf að sinna uppheldinu og ýmsu öðru, en gamanmálum á blogginu.  EN:  Samband mitt við Guð er milli Hans og mín, en ekki milli mín og hinna.  Semsagt: Farinn á halelújahopparasamkomu!  Skila kveðju til Almættisins!

P.p.s.  Síðasta gamanmál mitt hér að sinni!

Auðun Gíslason, 7.3.2008 kl. 19:17

52 Smámynd: Birgirsm

Sæl Rósa

Mér finnst þú gera dálítið lítið úr “6 daga stríðinu” í þinni annars ágætu færslu, þar sem Ísraelsmenn áttu í stríði við alla sína nágranna.  Þú hefðir t,d mátt telja upp öll löndin sem þeir áttu í stríði við ( Egyptaland, Sýrland, Líbanon, Jórdanía, og Írak) og svo bandalagsríki þeirra ( Saudi-Arabia, Súdan, Alsír og Marokkó).

Þrátt fyrir gríðarlegan liðsmun arabalöndunum í vil má segja að Ísraelski herinn hafi tekist að vinna á fjendum sínum á 4, dögum.

Styrjöldin var unnin en stríðið hélt áfram og er enn þann dag í dag og verður um ókomna framtíð.

Það er mjög svo athyglisvert að lesa sérstaklega 28. kaflann í 5 Mós um loforð Guðs um ævarandi blessun til handa Ísraelsþjóðinni en eins og stendur þar skírt og greinilega voru þau loforð háð skilyrðum, 5.Mós 28:13-22 svo segir í versi 64-67 bls 216 útg, 1981

    64Og Drottinn mun dreifa þér meðal þjóðanna frá einu heimsskauti til annars, og þar munt þú þjóna öðrum guðum, sem hvorki þú né feður þínir hafa þekkt, stokkum og steinum. 65Og meðal þessara þjóða munt þú eigi mega búa í næði, og hvergi mun hvíldarstaður vera á fæti þínum, heldur mun Drottinn gefa þér þar skjálfandi hjarta, þrotnandi augu og ráðþrota sál. 66Líf þitt mun leika fyrir þér sem á þræði, og þú munt hræddur vera nótt og dag og aldrei vera ugglaus um líf þitt. 67Á morgnana muntu segja: "Ó, að það væri komið kveld!" og á kveldin muntu segja: "Ó, að það væri kominn morgunn!" sökum hræðslu þeirrar, er gagntekið hefir hjarta þitt, og sökum þess, er þú verður að horfa upp á.

Getur þú bent mér á einhverja þjóð sem þessi lýsing á betur við en einmitt Gyðingaþjóðina sem lifað hefur dreifð um allan heim og hefur orðið að þola allar þær hörmungar sem á henni hefur dunið, og hefur verið umkringd og ofsótt af nágrönnum sínum í gegnum aldirnar og nú síðast alveg frá stofnun Ísraelsríkis 1948.

Er það blessun hjá Ísraelsmönnum að lifa í stöðugum stríðsótta og vera sí og æ fordæmdir af flestum þjóðum heims fyrir það eitt að verja sig og tilverurétt sinn ?.......

Er það blessun hjá Ísraelsmönnum að eiga geðveika nágranna sem hafa það efst á stefnuskrá sinni að þurrka Ísraelsríki út af landakortinu ?......

Er það blessun hjá Ísraelsmönnum að nú er sennilega þriðja Intifatha uppreisnin í burðarliðnum

En blessun er það hjá Ísraelsmönnum að eiga besta her og bestu hermenn í heimi en er það komið af góðu?  Ég spyr                                  

Megi góður Guð vera með öllu því saklausa fólki af hvaða þjóðerni sem er, sem líður fyrir þessa endalausu deilu                           Kveðja til þín Rósa

                                                                                                   Birgir Sm

Birgirsm, 7.3.2008 kl. 19:52

53 Smámynd: Njáll Harðarson

Jæja, enn einu sinni eru trúarbrögð sett á hásæti.

Eru Íslendingar alveg farnir að lúta.

Reynið að vakna og í það minnsta hugsa aðeins.

Trúarbrögð eru notuð til þess að girða fyrir að minnimáttar nái að rétta úr sér.

Africa, Malasia, Mið Austurlönd, hvað myndi ske ef þessi lönd næðu að kaupa sér faratæki sem notaði bensin?

Þið yrðuð að labba

Meeeeeee

Njáll Harðarson, 7.3.2008 kl. 22:50

54 identicon

Fróðleg færsla

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 00:47

55 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Rósa mín, nú hef ég talað aftur við vin minn sem Guð sagði við  að hann (guð) hefði aldrei gefið einni þjóð land!...það væri bara bull og misskilningur...og guð er einn (eins og þú staðfestir) svo þett hlýtur að vera sami guð og á að hafa talað við Abraham....og alla þa´karla!!

Allavega, langar mig að spyrja þig kæra vinkona, því ég veit að þú ert góð manneskja og vinkona, hvað segir þú um að múra þjóð inni...eða eina og hálfa milljón manna???? Hvað hefði Jesús Kristur sagt við því Rósa mín???? 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.3.2008 kl. 02:00

56 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Ég ætla að taka í áföngum að svara fólkinu hérna því ég hef ekki getað sinnt minni eigin vefsíðu í dag vegna anna.

Kæri Sigvarður. Takk fyrir innlitið. Ég er algjörlega sammála með fréttaflutning frá Miðausturlöndum og það er ein af aðal áherslum birtingar þessarar greinar ásamt sögunni í heild sinni. Ég vil fá hlutlausar fréttir þar sem skýrt er frá öllum ljótum verkum. Ekki eingöngu fréttir frá ljótum verkum öfga Gyðinga og hermanna Ísraels heldur líka fréttir frá ljótum verkum Hamas samtakanna og annarra öfga hópa í Palestínu.

ÖLL MORÐ ERU SYNDSAMLEG ALVEG SAMA HVER Á Í HLUT.

Njáll, ég þakka innlitið og óska þér Guðs blessunar.

Einar, ég þakka þér einnig fyrir innlitið og megi Guð blessa þig og alla Skagamenn.

Birna mín, kærar þakkir fyrir innlitið. Alltaf gaman að sjá þig hér í heimsókn. Guð blessi þig og þína.

Megi Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs blessa ykkur öll.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.3.2008 kl. 03:06

57 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Birgir minn. Ég ætlaði að vera búin að senda þér ritgerðina en gleymdi því og það ekki bara einu sinni heldur oftar. Ég sé að þú ert búin að opna bloggsíðu og ég óska þér til hamingju með bloggsíðuna. Ég hef líka ekkert heyrt frá þér í gegnum e-mail og vissi ekki að þú værir kominn með síðu fyrr en í dag.  Nú eru fundirnir sem ég sagði þér frá og vonandi fáum við svör.

Innleggið þitt var frábært. Þegar ég var að gera þessa ritgerð þá hafði ég orðið áhyggjur af hvað hún var orðin löng og hefði ég vel geta haft ritgerðina lengri. Ábendingin þín um að nefna öll löndin er mjög góð:"Þú hefðir t,d mátt telja upp öll löndin sem þeir áttu í stríði við ( Egyptaland, Sýrland, Líbanon, Jórdanía, og Írak) og svo bandalagsríki þeirra ( Saudi-Arabia, Súdan, Alsír og Marokkó)." Í dag skrifaði ég innlegg hjá bloggvini mínum en þar var á ferðinni gestkomandi sem var andstæðingur Ísraels. Þar  varpaði ég fram spurningu um hvernig viðkomandi liði ef hann byggi eins og Ísraelsmenn með óvini allt í kringum sig. Þetta hlýtur að vera skelfileg streita sem íbúar í Ísraels þurfa að búa við. Þau eru fyrir öllum, allir hata þau. Þau eiga svo sannarlega sinn tilvistarrétt eins og aðrir.  Ekki hafa Ísraelsmenn það á stefnuskrá sinni að eyða öllum Palestínumönnum en Hamassamtökin hafa það á stefnuskrá sinni að eyða öllum Gyðingum. Ísrael hlýtur að hafa rétt að verja sig gegn öllum þessum ríkjum umhverfis Ísraels sem vilja afmá Ísrael út af landakortinu. Ef einhver réðist á mig þá myndi ég reyna að verjast í staðinn fyrir að standa kyrr. Hugsa sér að það séu til Hamasvinir á Íslandi.

TAKK FYRIR FRÁBÆRT INNLEGG

Megi Guð Abrahams Ísaks og Jakobs blessa þig og ég hlakka til að kynnast þér og fjölskyldunni þinni.

Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.3.2008 kl. 03:36

58 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...ég bara bíð?...eftir svari?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.3.2008 kl. 03:38

59 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Anna mín. Ég hef bara einu sinni komið til Ísraels. Þá var ekki búið að byggja múrana. Ég man eftir þessum tíma og þá var mikill ófriður á milli Ísraelsmanna og Palestínumanna. Það hefur margt gerst á þessu svæði sem er hræðilegt og eiga báðir aðilar sök. Ég man á þessum tíma færðist mjög mikið í vöxt að fólk frá Vesturbakkanum kom yfir til Ísraels og var með sprengjur á sér. Þetta gerðist mjög oft og ég held að þetta hafi verið ein af ástæðunum að múrarnir voru byggðir. Fólk reynir að  fara yfir landamærin í dag á fölskum forsendum og konur t.d. segjast vera ófrískar og séu komnar á steypirinn. Sumar af þessum konum hafa sagt ósatt. Þær voru með sprengjubelti inná sér og fóru í verslunarmiðstöð, eða aðra fjölmenna staði. Þar hafa þær gert sprengjuna virka og sprengt sjálfa sig og aðra í loft upp. Vinur minn hefur séð með eigin augun atvik eins og ég er að lýsa. Þar lágu lík út um allt og í tætlum. ég vil afla mér upplýsingar um múrana á morgunn og mun svara þér eins heiðarlega og ég get. Þú átt það svo sannarlega skilið.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.3.2008 kl. 04:04

60 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Anna mín   Ég gleymdi: Guð blessi þig kæra vinkona.

Nota tækifærið hér og þakka vini mínu Jóni Val  fyrir góð svör við innleggi frá Óskari Þorkelssyni sem var nr. 21 í röðinni.

Ég á eftir að fara yfir umræður Auðuns og Skúla en læt staðar numið hér enda klukkan að ganga 5.

Guð blessi ykkur öll. Kær kveðja frá Næturhrafni

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.3.2008 kl. 04:12

61 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég skil fullkomlega kæra vinkona Rósa, enda á ég ættingja í Ísrael!...en hvernig sem maður snýr öllu á hvolf þá eiga palestínumenn undir högg að sækja?...ég er alveg á því að ísraelar eigi núorðið rétt á landi (enda orðnir 2 til 3 kynslóðir  þar) en allir hljóta að sjá óréttlætið sem fólkið er beitt, sem hefur lifað þarna í segjum 1000 ár og jafnvel 2000 ár og jafnvel 3000 ár...Rósa mín...ég er alltaf að hugsa "hvað hefði Jesús sagt og gert"?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.3.2008 kl. 04:19

62 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

shalom

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.3.2008 kl. 04:20

63 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Rósa, kíktu á innleggið mitt hjá Theódór.

Sigurður Þórðarson, 8.3.2008 kl. 08:36

64 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Þetta er búin að vera mjög skemmtileg umræða hérna.

Rósa þú kannt að vagga skútunni.

Guð blessi þig.

Jens Sigurjónsson, 8.3.2008 kl. 10:57

65 identicon

Rósa, trúsystir og vinkona! Ég vil nota nokkur orð til að þakka þér fyrir frábæra og velunna grein. Þó mér hafi fundist þú nota nokkuð mikinn tíma til að svara óvinum Ísraels. Sem betur fer hafa þeir verstu gefist upp. Til hamingju með það.

Margir þeirra hafa viljandi reynt að leiða athyggli frá greininni þinni. Ég bið og vona að þú haldir áfram að vera "vaðmaður við múra Jerúsalem", því fylgir blessun og fyrirheit.

Ég er á leið til Ísraels, með þau vopn sem Guð gaf mér, þ.e.bænin og vitnisburður um þann kærleika og Guð sem getur gefið sanna frið. Ég verð aðeins í 3 mánuði, en við getum haft samband í tölvupósti. Þakka þér og öðrum kristnum Ísraelsvinum fyirbænir og þakka ég Guði fyrir varðveislu og óendalega náð og miskunn hans.

Rósa og aðrir ísarelsvinir! Við vitum um einn óvin Ísraels sem hefur verið duglegur að formæla Ísrael og þjóðinn þar á hinum ýmsu blogg síðum, ég nefni ekki nafnið hans, en ég er viss um að honum líður mjög illa. Ég hvet þá sem vita um hvern ég er að skrifa að biðja fyrir honum, biðja honum blessunar og að Guð endurnýji hann og frelsi frá þessum "anda" sem hefur haldið honum.

Að eindingu, biðjum Jerúsalem friðar, og biðjum fyrir gyðingum og aröbum sem þurfa að líða vegna haturs og grimmdar hryðjuverkamanna.

Shalom kveðja
Ólafur

Ólafur Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 11:08

66 identicon

Sæl aftur Rósa. 

Í gær gleymdi ég að telja upp að 40 mér lá svo mikið á að senda þér athugasemdina mína en ég gleymdi að senda þér tvær línur sem áttu að vera á undan Biblíutilvitnunni.  Þær áttu að vera um það að ef Ísraelslýður myndi hlýða grandgæfilega raustu Drottins Guðs síns  5 Mós 28:1-14 og eins hvað myndi henda þjóðina ef hún hlýddi ekki raustu Drottins Guðs síns, 5 Mós 28:15-68.......svo átti TILVITNUNIN að koma.......  ég sem pikka allt með einum putta hefði nú átt að sjá þetta áður en ég sendi þetta frá mér.

Svona í lokin hvað finnst fólki og hvað hugsar fólk eftir að það les og spáir í Dæmisöguna um Víngarðseigandann sem við finnum bæði hjá  Lúk 20:9-19 og hjá Matt 21: 33-45           Vondir vínyrkjar

33Heyrið aðra dæmisögu: Landeigandi nokkur plantaði víngarð. Hann hlóð garð um hann, gróf fyrir vínþröng og reisti turn, seldi hann síðan vínyrkjum á leigu og fór úr landi. 34Þegar ávaxtatíminn nálgaðist, sendi hann þjóna sína til vínyrkjanna að fá ávöxt sinn. 35En vínyrkjarnir tóku þjóna hans, börðu einn, drápu annan og grýttu hinn þriðja. 36Aftur sendi hann aðra þjóna, fleiri en þá fyrri, og eins fóru þeir með þá. 37Síðast sendi hann til þeirra son sinn og sagði: "Þeir munu virða son minn. 38Þegar vínyrkjarnir sáu soninn, sögðu þeir sín á milli: ,Þetta er erfinginn. Förum og drepum hann, og náum arfi hans.' 39Og þeir tóku hann, köstuðu honum út fyrir víngarðinn og drápu hann.

40Hvað mun nú eigandi víngarðsins gjöra við vínyrkja þessa, þegar hann kemur?"

41Þeir svara: "Þeim vondu mönnum mun hann vægðarlaust tortíma og selja víngarðinn öðrum vínyrkjum á leigu, sem gjalda honum ávöxtinn á réttum tíma."

42Og Jesús segir við þá: "Hafið þér aldrei lesið í ritningunum:

Sá steinn, sem smiðirnir höfnuðu, er orðinn hyrningarsteinn. Þetta er verk Drottins, og undursamlegt er það í augum vorum.

43Þess vegna segi ég yður: Guðs ríki verður frá yður tekið og gefið þeirri þjóð, sem ber ávexti þess. [44Sá sem fellur á þennan stein, mun sundur molast, og þann sem hann fellur á, mun hann sundur merja.]"

45Þegar æðstu prestarnir og farísearnir heyrðu dæmisögur hans, skildu þeir, að hann átti við þá.  Hvað er Kristur að meina með þessari dæmisögu ég hef mína sannfæringu um hvað hann er að segja.                                           

Takk í bili Rósa og hafðu það sem allra best                      

Birgir Sm (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 12:56

67 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hér er mikið rætt og ritað, kærar þakkir elsku Rósa.  Eigðu ljúfastan dag og guð geymi þig Pink  Pink Pink  Pink Pink Pink  Pink Pink  Pink Pink 

Ásdís Sigurðardóttir, 8.3.2008 kl. 13:22

68 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Sæl Rósin mín.Þú ert heldur betur búin að fá steinana til að rúlla. Ég ætla að taka það strax fram að ég er ekki aðdándi Ísraelsmanna alla vega ekki þeirra sem stjórna og ráða. Mér finnst að þið gerið lítð úr guði þegar þið haldið því fram að hann hafi gert þessa júða að sinni útvöldu þjóð. Ég á við það ,að hann virðist þá ekki vera mikill mannþekkjari.  það er lágmarkskrafa í dag að framleiðandi vöru setji ekki annað í umferð en það sem er hættu og gallalaust. Nú hefur mér virst í gegnum tíðina að þessi " guðs útvalda þjóð " ná hvorugu af þessu. Og þar sem ég sá hér einhvesstaðar fyrir ofan að einhver nefndi sem dæmi Kenya og Sómalíu,og fékk næsta bágt fyrir spyr ég?  má nefna Gaza-Ströndina ? Þar býr ein og hálf miljón manna í átta flóttamannabúðum, og af þeim er 1,1 miljón HÁÐ matvælaaðstoð. Í júní 2002 lokuðu Ísraelar öllum landamærum að Gaza. Algengt er að rafmagnslaust sé í 10-12 tíma á hverjum degi. ÞAÐ KEMUR ILLA NIÐUR Á HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNNI. Vatns og skólpveitur meira og minna ónýtar.Eftir lokun landamæranna  hafa tapast sjö af hverjum tíu störfum. Íbúarnir verja 62% tekna sinna í mat.( Þeir sem hafa tekjur) Atvinnuleysi er um 40%. Fyrir lokun landamæranna voru starfræktar 3900 verksmiðjur á svæðinu, í dag eru þær 197.Fátæktarmörk.150 kr á dag Heimilum sem lifa á innan við 8o kr á dag hefur fjölgað úr 53% í 70% á þremur mánuðum eftir lokun landamæranna. Síðan má ekki gleyma því að Ísraelsmenn hersetja landi og þeim ber því skylda samkvæmt alþjóðasamþykktum að sjá til þess að þjóðin geti lifað við mannsaæmandi aðstæður. En það gera þeir ekki og þess vegna er staðan eins og hún er. Það er ekki hægt að búast við að hersetin vannærð og kúguð þjóð sé mjög vinsamleg í garð kúgarana.Þessar staðreyndir eru teknar úr SKÝRSLU frá  átta Breskum mannréttindasamtökum. EN það er kannski ekkert að marka svoleiðis fólk. Og ekki segja að ég hafi vaðið inn á skítugum skónum,ég heilsaði þér með kurt og pí eins og minn er vandi og stillti hreinum skónum upp í skógrindinni,og þefaði af sokkunum og það var ekki einu sinni merkjanleg táfýla. Með kærri kveðju með von um áframhaldandi vinskap nú sem áður.

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 8.3.2008 kl. 13:56

69 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Guð gefi ykkur öllum góðan dag. Jenni vinur minn skrifar að ég kunni að vagga skútunni  Hér hefur verið hörku fjör og langar mig að svara spurningum sem hafa komið fram og þakka vinum mínum í leiðinni fyrir innlitið.

Siggi minn, ég kíkti og skrifaði sjálf og vona ég að veðrinu sloti.

Jenni minn, það hefur verið heilmikill sjógangur hér og skútan hefur ruggað hraustleg en er á floti og hef ég sloppið við að ausa sjó úr skútunni. Á eftir storminum kemur logn.

Ásdís mín, kærar þakkir fyrir innlitið og við höldum áfram að hafa skemmtileg og góð samskipti.

Birgir minn, kærar þakkir fyrir innlitið. Frábært hjá þér að koma með Dæmisöguna um Vondu Vínyrkjanna.

Anna mín, mig langar að skrifa aðeins meira um múrinn og varnargirðingarnar sem voru reistar á milli Palestínu og Ísraelsmanna. Landamæri Palestínu liggja líka að Egyptalandi. Egyptar hafa einnig byggt múr á landamærunum á milli þeirra og Palestínumanna. Egyptar opnuðu múrana á nokkrum stöðum nýlega. Palestínumenn streymdu yfir landamærin t.d. til að versla matvörur og olíu. Þeir voru ekki lengi í Paradís. Egyptar lokuðu landamærunum aðeins 10 dögum seinna. samt eru Egyptar og Palestínumenn trúbræður. Athyglisvert. Kannski voru Hamasmenn engir aufúsugestir í Egyptalandi? Kannski eiga þeir fleiri óvini  en bara Ísraelsmanna? Kannski eiga þeir óvinir þó þeir séu trúbræður þeirra? Ég talaði um múrinn í nótt við þig en það er ekki alls staðar múr heldur öflugar girðingar. Þetta var gert til að verja Ísraelsmenn gegn skipulögðum hryðjuverkum Palestínumanna sem voru stöðugt að koma með sprengjur innanklæða til að drepa saklaust fólk. Því miður tekst þetta hjá Palestínumönnum en þann dag í dag þó að Ísraelsmenn hafi reynt að hefta þá með múrnum til að verja sitt fólk. Saklaust fólk bæði í Palestínu og í Ísrael líða fyrir voðaverk sem eru framin beggja vegna landamæranna. Jón Valur er hér ofar með innlegg og þar er slóð inná hans síðu. þar er hægt að lesa um girðingar víðar en á þessu svæði.

Auðun minn. Skúli vinur minn vann fyrir mig kauplaust í gær að ræða málin við þig. Ég var mjög ósátt þegar ég las skrif þín um Skúla: "Sérstaklega Skúli, sem virðist haldinn þráhyggjukenndu hatri til hluta mannkynsins, hvort heldur eru saklaus skólabörn, húsmæður, verkamenn.  Hann setur Múslima alla undir sama hatt.  Hatt hryðjuverkamannsins!  Boðskapur Frelsarans hefur ekki náð til hjarta hans, frekar en svo margra Kristinna sem vilja helst, að því er virðist stroka æðsta boðorðið af síðum Biblíurnar!" Auðun minn þetta er ekki satt. Skúli hefur kynnt sér sögu þessara þjóða mjög vel. Það sem hann er að segja okkur er verk öfgafólks sem eru Múslímar. Hann hatar ekki þetta fólk og hann hefur það á hreinu að margir Múslímar eru friðelskandi fólk alveg eins og margir Gyðingar og Palestínumenn eru líka friðelskandi fólk. Það eru öfgahópar þessara þjóða sem kemur óorði á alla. Og mundu Auðun að Guð elskar alla menn. Við sungum í sunnudagaskólanum að Jesús elskar alla (bæði konur og karla) Kórinn: "Jesús elskar ungu börnin, elskar börnin öll á jörð. þau sem eru andlitsbjört, einnig rauð og gul og svört. Jesús elskar ungu börnin öll á jörð." Þessi litli sunnudagaskólakór á líka við um okkur öll.

Skúli minn, þakka þér fyrir hvað þú varst duglegur að svara Auðun hér í gær.

Ólafur minn Jóhannsson, kærar þakkir fyrir innlitið, alla hjálp og stuðning. Ég óska þér góðrar ferðar til Landsins helga.

Megi Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs blessa ykkur öll. JESÚS LIFIR. SHALOM.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.3.2008 kl. 14:50

70 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ari Guðmar (svo að ég hafi þetta svart eins og þú), Gaza er ekki hersetið svæði, Ísraelar eru horfnir þaðan og létu fjarlægja 8.000 Gyðinga þaðan með valdi. Gaza liggur líka að Egyptalandi, en Egyptar loka það af með múr. Það er Hamas, sem öllu ræður á Gaza, hvers vegna nota þau samtök ekki styrkina, sem þau fá frá Íran o.fl. aðilum í múslimaheiminum, til að byggja upp landið í stað þess að nota það fé í flugskeyti til að skjóta á annað nágrannalandanna, Ísrael? Ætti það að vera mikið mál fyrir múslimaheiminn að koma öllu í gott horf fyrir atvinnulíf manna í Gaza og greiðum samgöngum við Egypta, ef menn vilja vinna þarna að friðsamlegri uppbyggingu? Og ef Gazamenn vilja fara til nágrannalandanna í leit að atvinnu (eins og Íslendingar gerðu til Norðurlandanna í efnahagskreppu hér, líkl. á 7. áratugnum), ættu Arabaríkin og önnur múslimsk lönd ekki að taka vel við þeim? Hvers vegna er alltaf allt Ísrael að kenna, Ari? Eiga þeir að framfæra Gazamenn? – þá sem vildu ekki einu sinni nota byggingar Gyðinga-landnemanna til áframhaldandi landbúnaðarstarfa og búsetu, heldur brutu þau niður. Og ég spyr: Eiga Gazamenn ekki von á miklum styrkjum jafnvel frá Bandaríkjunum, auk ESB, rétt eins og Vesturbakkamenn, ef Hamas hættir að stefna að útþurrkun Ísraels? – Ég hlakka til að sjá SVÖR þín við þessu.

Jón Valur Jensson, 8.3.2008 kl. 15:09

71 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll. Langar að birta kaflann þegar Hagar elur Ísmael.

"Saraí kona Abrams ól honum ekki börn. En hún hafði egypska ambátt, sem hét Hagar. Og Saraí sagði við Abram: ,,Heyrðu, Drottinn hefir varnað mér barngetnaðar. Gakk því inn til ambáttar minnar, vera má að hún afli mér afkvæmis."  Og Abram hlýddi orðum Saraí. Saraí, kona Abrams, tók Hagar hina egypsku, ambátt sína, er Abram hafði búið tíu ár í Kanaanlandi, og gaf manni sínum Abram hana fyrir konu. Og hann gekk inn til Hagar, og hún varð þunguð. En er hún vissi, að hún var með barni, fyrirleit hún húsmóður sína. Þá sagði Saraí við Abram: ,,Sá óréttur, sem ég verð að þola, bitni á þér! Ég hefi gefið ambátt mína þér í faðm, en er hún nú veit, að hún er með barni, fyrirlítur hún mig. Drottinn dæmi milli mín og þín!" En Abram sagði við Saraí: ,,Sjá, ambátt þín er á þínu valdi. Gjör þú við hana sem þér gott þykir."  Þá þjáði Saraí hana, svo að hún flýði í burtu frá henni. Þá fann engill Drottins hana hjá vatnslind í eyðimörkinni, hjá lindinni á veginum til Súr. Og hann mælti: ,,Hagar, ambátt Saraí, hvaðan kemur þú og hvert ætlar þú að fara?"  Hún svaraði: ,,Ég er á flótta frá Saraí, húsmóður minni." Og engill Drottins sagði við hana: ,,Hverf þú heim aftur til húsmóður þinnar og gef þig undir hennar vald." Engill Drottins sagði við hana: ,,Ég mun margfalda afkvæmi þitt, svo að það verði eigi talið fyrir fjölda sakir." Engill Drottins sagði við hana: ,,Sjá, þú ert þunguð og munt son fæða. Hans nafn skalt þú kalla Ísmael, því að Drottinn hefir heyrt kveinstafi þína. Hann mun verða maður ólmur sem villiasni, hönd hans mun vera uppi á móti hverjum manni og hvers manns hönd uppi á móti honum, og hann mun búa andspænis öllum bræðrum sínum." Og hún nefndi Drottin, sem við hana talaði, ,,Þú ert Guð, sem sér."  Því að hún sagði: ,,Ætli ég hafi einnig hér horft á eftir honum, sem hefir séð mig?" Þess vegna heitir brunnurinn Beer-lahaj-róí, en hann er á milli Kades og Bered. Hagar ól Abram son, og Abram nefndi son sinn, sem Hagar ól honum, Ísmael. En Abram var áttatíu og sex ára gamall, þegar Hagar ól honum Ísmael." 1. Mós. 16: 1.- 16.

Fremst í ritgerðinni minni standa þessi orð: "Í forsögunni  kemur skýrt fram loforð Guðs við Abraham um landið sem Guð gaf Abraham og niðjum hans. Ég trúi því að strax í upphafi hafi Guð almáttugur ákveðið að Ísrael ætti að verða hans útvalda þjóð. Synir Abrahams eru tveir Ísmael og Ísak. Það er athyglisvert hvað engillinn sagði við móður Ísmael.  Getur verið að Ísmael sé forfaðir Araba? Er Guð þarna  að tala um  afkomendur hans Araba að þeir myndu verða ólmir ekki einungis við Gyðinga heldur einnig innbyrðis?

Arabar berjast oft innbyrðis. Samstaða þeirra er engin. Þeir grafa undan hvor öðrum eins og var gert við Sadat og Egypta loksins þegar þeir vitkuðust og skrifuðu undir Camp David samkomulagið. Sadat galt lífi sínu fyrir að reyna að semja frið. Arabar hika ekki að drepa aðra Araba.  Arabar grafa undan sjálfum sér með sjálfsmorðsárásirnar."

"Að lokum: Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans. Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins. Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum. Takið því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt. Standið því gyrtir sannleika um lendar yðar og klæddir brynju réttlætisins og skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins. Takið umfram allt skjöld trúarinnar, sem þér getið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda. Takið við hjálmi hjálpræðisins og sverði andans, sem er Guðs orð. Gjörið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda. Verið því árvakrir og staðfastir í bæn fyrir öllum heilögum."Ef. 6: 10.-18.

SHALOM

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.3.2008 kl. 15:32

72 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Þú verður nú sennilega fyrir vonbrigum með svörin. Því það er nú svo með mig að ég hef ekki komið til Ísrael og getað kynnt mér málin af eigin raun.Ég leyfði mér að vitna í nýútkomna skýrslu frá átta breskum mannréttindasamtökum. þú virðist alveg ganga fram hjá því, og þar sem þú veist betur en þessi átta mannréttindasamtök hefðir þú átt að uppfræða mig frekar en að varpa á mig eintómum spurningum. Eins verð ég að hryggja þig með því að ég hef ekki neinn aðgang að væntanlegum styrkveitingum Bandaríkjamanna,svo þú verður að uppfræða mig þar líka. Ég er alveg opin fyrir fræðslu en hún verður þá að vera trúverðug, og þar sem mér virðist eftir skrifum þínum, að þú vitir allt um málefni Ísraels og Palestínu, þætti mér vænt um að fá að nema þann fróðleik,ég hef ekki við neitt að styðjast nema fréttir sem mér skilst á þér að séu meira og minna lygi.

Kveðja 

Ari Guðmar Hallgrímsson, 8.3.2008 kl. 15:33

73 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ari, ég benti þér á nokkrar staðreyndir og spurði þig sex spurninga. Getur það verið, að þú standir bara á gati? Ég fæ ekki betur séð – bjóst reyndar ekki við öðru.

En þú inntir mig eftir einu: styrkveitingum Bandaríkjamanna. Mér er ánægja að því að fræða þig. Stjórnvöldum þar er mjög umhugað, að friður takist á milli Ísraela og Palestínu-Araba. Þegar friðarsamningar voru undirritaðir milli Ísraels og Egyptalands, var það partur af samkomulaginu, að Bandaríkin borgi hvoru landi stórar fúlgur árlega: Ísrael þrjá milljarða dollara og Egyptum tvo milljarða. Bushstjórnin hefur m.a.s. stutt Vesturbakkamenn. Hvort sem það verður demókrati eða repúblikani, sem sezt á forsetastól í Hvíta húsinu í janúar á næsta ári, þá máttu treysta því, að hvor sem væri myndi styðja Gazamenn með ríflegu framlagi, ef þeir vilja ganga veg friðarins. Er það ekki til vinnandi?

Þau átta brezku mannréttindasamtök, sem þú minnist á, vita örugglega lengra nefi sínu og meira en ég á þeirra rannsóknarsviði. Engu að síður áttu spurningar mínar allar rétt á sér og sýna þeim, sem vilja sjá, í hnotskurn, að lausn málsins, allra stóru vandamálanna á Gaza, er innan seilingar – að vilja er allt sem þarf.

Jón Valur Jensson, 8.3.2008 kl. 22:24

74 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Guð gefi ykkur góðan dag í Jesú nafni.

Því miður hef ég ekki getað botnað þessar umræður fyrr en nú.

Hér er smá innlegg frá bloggvini mínum: "Og þar sem ég sá hér einhversstaðar fyrir ofan að einhver nefndi sem dæmi Kenýa og Sómalíu,og fékk næsta bágt fyrir spyr ég?  má nefna Gaza-Ströndina ? Þar býr ein og hálf miljón manna í átta flóttamannabúðum, og af þeim er 1,1 miljón HÁÐ matvælaaðstoð."

Þessi málsgrein er tekin úr ritgerðinni:

Eftir þetta hófs mikill flótti frá Ísrael. Sumir telja að meirihluti flóttamanna hafi flúið vegna beinna eða óbeinna athafna Gyðinga. Aðrir halda því fram að leiðtogar Araba hafi hvatt þegna sína í gegnum útvarpssendingar að flýja. Þessu fólki hafa Arabalöndin umhverfis Ísrael ekki tekið á móti og láta þetta fólk þjást í flóttamannabúðum. Það er gert til að vekja samúð umheimsins á flóttafólkinu og vekja andúð á Gyðingum. Gyðingar misstu fullt af fólk úr vinnu við þetta en innflytjendur úr austri hafa fengið vinnuna í staðinn.

Af hverju í ósköpunum hafa ekki þjóðir Araba ekki tekið við flóttafólkinu? Þau dúsa þarna enn. Getur það verið sem mig grunar að þetta sé gert að ráðnum hug til að koma blett á Ísrael og á meðan þarf saklaust fólk að lifa í flóttamannabúðum???

Svar frá Rósu til Sigurðar Rósant

Hér erum við að fjalla um Deilur Ísraelsmanna og Palestínumanna. Ég ætla ekki að ræða um Súdan, Sómalíu og Kenýa hér. Einungis að lýsa hryggð minni yfir styrjöldum sem þar eru núna. Í Nairobi í Kenýa er ABC með hjálparstarf og hef ég haft verulegar áhyggjur af vinum mínum þar.

Þarna lagði ég áherslu á að við værum að tala um Deilur Ísraelsmanna og Palestínumanna en notaði tækifærið og lýsti hryggð minni yfir stríði í Súdan, Sómalíu og Kenýa. Einnig talaði ég um vini mína sem voru og eru úti í Nairobi Kenýa sem ég hafði og hef áhyggjur af. Björg Davíðsdóttir æskuvinkona mín og trúsystir frá Vopnafirði og Halldór Pálsson eiginmaður hennar voru þarna en þau eru komin heim. Trúsystkini okkar, m.a. Þórunn er úti í Kenýa og þarfnast fyrirbænar okkar.

Endilega lesið innlegg Jóns Vals nr. 81. Þar kemur fram að Bandaríkin hafa styrkt bæði Palestínumenn og Ísraelsmenn um miklar fúlgur fjár. Á meðan Arafat var og hét þá stal hann miklu fé og kom því eitthvert, kannski í Svissneska banka? Franska ekkjan hans hefur það örugglega mjög gott og lifir á stolnu fé sem var ætlað Palestínumönnum. Margir gefa það í skyn að Bandaríkin hafi ekki hjálpað Palestínumönnum. Þetta er alrangt og meira að segja hafa Ísraelsmenn líka hjálpað þeim.

Alveg er ég hneyksluð  að það skuli vera til á Íslandi félag sem ég vil nefna  Hamasvinafélagið. „Stefna ríkisstjórna Hermanns Jónassonar í garð Gyðinga var skýr. Sveinn Björnsson, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, hafði spurst fyrir hjá ríkisstjórninni um dvalarleyfi fyrir þýskan Gyðing, tannlækninn S.Rubin, enda væri skortur á mönnum með slíka menntun á Íslandi. Í svari dómsmálaráðuneytisins var svarað neitandi, á þeim forsendum að ríkisstjórnin væri „principielt mótfallin að veita þýskum gyðingum dvalarleyfi á Íslandi.“ Heimild: Snorri Bergsson, 1994, Aríaríkið, viðhorf Íslendinga til Gyðinga 1920-1940.

Á meðan Steingrímur Hermannsson var  alþingismaður og  einnig forsætisráðherra var hann greinilega með sömu gen og faðir hans. Hann var og er Hamasvinur. Því miður hefur loðið við Framsóknarflokkinn að þeir sjá málin bara frá hlið Palestínu. Sama er mér þó Framsóknarflokkurinn káli sjálfum sér en Þorgerður Katrín sagði þessi fleygu orð nýlega um Framsóknarflokkurinn. Ef Framsóknaflokknum tekst það  og einhver tár falla hjá mér, þá verða það krókódílatár. 

Það er sennilega eitthvað sem mér yfirsést sem hefur ekki verið svarað en við eigum örugglega eftir að fjalla aftur um Ísrael og Palestínu.

:,: Biðjum Jerúsalem friðar :,:

Friður sé yfir Ísrael.

Biðjum Jerúsalem friðar,

Friður sé yfir Ísrael.

Shalom, shalom, shalom

Shalom, shalom, shalom.

Friður sé yfir Ísrael.

Kær kveðja/Vopna-Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.3.2008 kl. 06:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband