1.2.2008 | 20:01
Barnaskírn - Niðurdýfingarskírn
Nokkrar Biblíulegar sannanir móti kenningunni um
Barnaskírnina
en með
Niðurdýfingarskírn Trúaðra
Höf: G.E. Söderholm, prestur í Svíþjóð
Þýtt: J.S.J.
Prentsmiðja Björns Jónssonar, 1939 Akureyri
Þetta rit er ekki skrifað hér til ÁSTEYTINGAR heldur til að leyfa fólki að fræðast um annað sjónarmið en Lúterska kirkjan hefur
Nánari útskýringar neðar um að þetta er ekki til ásteytingar:
BARNASKÍRN:
1. Í Biblíunni er ekkert talað um barnaskírn, þrátt fyrir það frá fyrstu tímum kristninnar hafi verið til hópur af trúuðu fólki, sem áttu börn.
2.Frásögnin í Mark: 10: 13. -16, um hvernig menn færðu börn til Jesú, sýnir greinilega, að barnaskírn var ekki framkvæmd á þeim tíma, því ef svo hefði verið, og mæðurnar komið með börnin til skírnar, þá hefðu lærisveinarnir ekki vísað þeim frá með börnin; og ef Jesús hefði viljað láta skíra þau, þá hefði hann sagt lærisveinunum að gera það. Samkvæmt Jóh. 4: 1.-2., skírðu þeir fullornið fólk í stórhópum um sama leyti. Þetta sýnir, að Jesús getur blessað börnin án ádreifingarvatns eða skírnar.
3. Þegar Jesús sendi út lærisveina sína, eins og sagt er frá í Matt. 28: 18.20., þá segir hann við þá: "Gjörið allar þjóðir að lærisveinum." Síðan bætir hann við: "Og skírið þá" ekki fólkið, ekki þjóðirnar, heldur lærisveinana - "til nafns Föðurins, Sonarins og Hins Heilaga Anda." Síðan skyldu þeir kenna þeim að halda allt það, sem Jesú hefði boðið þeim. Þeir áttu ekki að byrja á því að skíra, heldur fyrst að prédika fagnaðarerindið og gjöra mennina að lærisveinum Drottins. Þeir sem þá gjörðust lærisveinar, skyldu skírast. Auðvitað hafa hinir fyrstu lærisveinar breytt samkvæmt fyrirskipun Meistara síns.
4. Í Mark. 16: 15.-16. er skrifað: "Farið út um allan heim og prédikið gleðiboðskapinn allri skepnu. Sá, sem trúir og verður skírður, mun hólpinn verða, en sá, sem ekki trúir, mun fyrirdæmdur verða." Þeir áttu fyrst að prédika fagnaðarerindið, og síðan að skíra þá, sem trúðu boðskapnum. En smábörn geta hvorki hlustað eftir fagnaðarerindinu né veitt því viðtöku.
5. Í Post. 2: 41. lesum við: "Þeir, sem þá veittu viðtöku orði hans, voru skírðir, og á þeim degi bættust við - í söfnuðinn - hér um bil 3000 sálir."
6. Í Post. 8. kafla er talað um trúboðsstarf Filippusar í Samaríu. Fyrst boðaði hann fólkinu Krist og síðan stendur í 12. versinu: "En er menn nú trúðu Filippusi, er hann boðaði þeim fagnaðarerindið um Guðsríki og nafn Jesú Krists, létu bæði karlar og konur skírast." Þeir trúðu og létu skírast, bæði menn og konur, en engin börn.
7. Í Post. 16 kafla er sagt frá því hvernig fangavörðurinn í Filippí frelsaðist. Í 33. versi er sagt, að hann þegar sömu nóttina hafi látið skírast með öllu sínu fólki. Hér hafa margir, í vandræðum sínum út af öllu sínu striti við að finna barnaskírnina í Biblíunni, viljað halda því fram, að smábörn hljóti að hafa verið meðal heimilisfólks fangavarðarins. En 34. vers hrifir mann út úr þeirri villu og ímyndun, því þar segir, að fangavörðurinn var gagnandi, er hann hafði tekið trú á Guð, með öllu heimilisfólki sínu. Börn geta ekki tekið trú, né fagnað í trúnni.
8. Yfir höfuð öll þau Biblíuorð, sem tala um skírnina, fjalla aðeins um skírn þeirra manna eða kvenna, sem persónulega og vitandi vits hafa tekið trú á Jesúm Krist.
SKÍRN TRÚAÐRA:
Það er hægðarleikur að ná fullvissu um, að á tímum frumkristninnar þekktist skírnin aðeins sem niðurdýfingarskírn.
1. Í Jóh. 3: 23. er skrifað: "En Jóhannes skírði í Ainon nálægt Salem, því að þar var vatn mikið. Jóhannes hafði ekki þurft að vera við Jórdan, þegar hann prédikaði og skírði, ef hann aðeins hefði dreypt fáeinum dropum af vatni á höfuð þeirra, sem létu skírast. Og enn þá síður hefði hann þurft að leita sér að stað, þar sem var "vatn mikið."
2. Um Jesús er skrifað í Matt. 3: 16., að þegar hann var skírður, "sté hann jafnskjótt upp úr vatninu." Þessi orð sýna, að hann fyrst sté niður í vatnið. Á sumum málverkum sést Jóhannes vera að ausa vatni með skál yfir höfuð Jesú, en slíkt er aðeins hugmynd, gripin úr lausu lofti og á enga fótfestu í raunveruleikanum.
3. Í Post. 8: 38., er talað um skírn hirðmannsins frá Eþíópíu (Abbesiniu) og sagt: "Og þeir stigu báðir niður í vatnið, Filippus og hirðmaðurinn, og hann skírði hann." Þegar reynt hefir verið að hrekja þetta vers, þá hafa menn borið fram svo lélegar sannanir, að það tekur því ekki að nefna þær hér.
4. Í Róm. 6: 3.-4., er enn rætt um skírnina, og henni líkt við greftrun og upprisu frá gröfinni. Augljóst er, að aðeins niðurdýfingarskírn getur komið til greina, sem táknmynd greftrunar og upprisu. Það er líka sögulega staðreynd, að skírnin var framkvæmd á þann hátt í frumkristninni, allt fram að þeim tíma, er kirkjan fór að víkja frá fyrirmynd Krists og Biblíunnar.
"Ef þér standið stöðugir í orði mínu, þá eruð þér í sannleika lærisveinar mínir." Jóh. 8: 31. "Og hver, sem ekki tekur sinn kross og fylgir mér eftir, tekur sinn kross og fylgir mér eftir, er mín ekki verður." Matt. 10: 38.
HÉR LÝKUR RITINU SJÁLFU:
Eina sem mér finnst hryllilegt í sambandi við barnaskírn var sú túlkun sem höfð var hér áður fyrr, þegar ungbarnadauði var mikill á Íslandi, að ef ekki var búið að skíra saklaust syndlaust barn þá færi það ekki til himnaríkis. Ef einhver fer til himnaríkis þá eru það börnin sem eru saklaus og syndlaus að mínu mati.
Mánudaginn 28. janúar var sameiginleg samkoma í Vopnafjarðarkirkju sem er Lútersk kirkja hér í kauptúninu. Á samveruna mættu fólk úr Vopnafjarðar- og Hofskirkjusókn, Hvítasunnumenn og Kaþólikki sem jafnframt er organisti Vopnafjarðarkirkju. Milli þess sem við sungum, þá voru lesnir ritningarstaðir, höfð hugleiðing og beðið til Drottins um blessun fyrir þennan stað, blessun og vernd fyrir íbúa Vopnafjarðar og beðið fyrir atvinnuástandinu en við höfum verið að bíða eftir að loðnan finnist og verði í veiðanlegu ástandi. Samveran var í alla staði mjög vel lukkuð. Boðið var uppá kaffi eftir samkomu og voru allir mjög ánægðir með samverustundina og höfum við öll áhuga að hafa samskonar samveru að ári. Ég dáðist af hvað margir úr sveitinni komu og mættu þorpsbúar taka þau sér til fyrirmyndar og mæta í Guðshús.
Það er ekki langt síðan að hér urðu prestsskipti og er Séra Stefán mjög duglegur að brydda uppá nýjungum. Síðasta vetur sótti ég 12 spora námseið í Vopnafjarðarkirkju og hafi mjög gott af því. Séra Stefán sá um að halda utan um námskeiðið.
Nú er bara að uppfæra tölvuna - heilann og muna að það eru breyttir tímar í Vopnafjarðar- og Hofskirkju.
Skýringar um að þetta rit er ekki til ásteytingar: Ég hef sett rit inná bloggið hjá mér frá vini mínum sem er meðlimur í KFUM og K. og einnig rit eftir Júlíus Guðmundsson sem var prestur í Aðventistakirkjunni. Í ritinu eftir Júlíus Guðmundsson kom fram túlkun sem ég hef túlkað öðruvísi og setti ég fáein vers fyrir neðan ritið til samanburðar fyrir þá sem vilja fræðast en ekki fyrir þá sem vilja rífast. Gaman væri að fá innlegg þar sem eru færð rök með eða á móti barnaskírn, rök með eða á móti niðurdýfingarskírn á faglegum nótum.
Shalom. Rósa Aðalsteinsdóttir.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Ég vil láta skíra börn en ekki með niðurdýfingum, heldur léttum skvettum. En mér finnst að börn séu úr ríki guðs þó svo þau séu óskyrð.
Ásdís Sigurðardóttir, 1.2.2008 kl. 20:09
Rósa þú segir nokkuð,ég hef nú bara alltaf litið á barnaskíringar sem nafnagiftir og síðan jú staðfestum við skírn okkar við fermingu.Hvað er réttast í þessu breytir engu svo sem.Trú á Jesú á ekkert að snúast um hvaða söfnuður gerir réttast heldur hvað við gerum hvert öðru.
Annars ætla ég ekkert að fara spekulera þetta neitt of mikið að sinni.kærar kveðjur Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 1.2.2008 kl. 20:24
Sæl og blessuð. Þetta rit er sjónarmið sem magir telja rétt og aðrir ekki. En það sem er aðalatriðið að mínu mati er að þessar athafnir séu gerðar af heilum hug. Unglingurinn er að staðfesta skírnina og er að gefa Jesú heit. Unglingurinn er að taka á móti Jesú og gera hann að leiðtoga lífs síns. Ég á vinkonu sem fermdist og hún var ákveðin eftir athöfnina að fylgja Jesú. Jesús Kristur er frelsari hennar í dag.
Þetta á alveg eins við um niðurdýfingarskírn að fólk á ekki að taka niðurdýfingarskírn nema að það viti hvað það sé að gera og að það sé gert af heilum hug. Það er samt mjög gott að vita um túlkanir annarra á Biblíunni, það eykur víðsýni mína allavega. Bíðum eftir fleirum viðhorfum. Takk fyrir innlitið. Shalom
Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.2.2008 kl. 22:02
Sæl Ásdís. Ég gleymdi að taka eitt fram. Þú skrifaðir: "En mér finnst að börn séu úr ríki Guðs þó svo þau séu óskýrð." Algjörlega sammála. Þau eru hrein og ef blessuð börnin deyja óskírð þá er Guðs ríki opið þeim því þau eru hrein, saklaus og falleg. Sem betur fer er þetta orðið úrelt en á 19 öld var önnur túlkun og mér finnst sú túlkun hræðileg.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.2.2008 kl. 01:13
Comment Buddy
MySpace Comments
Linda, 2.2.2008 kl. 02:33
Sæl,Rósa mín.
Enn einn fróðleikurinn og umræðugrundvöllurinn frá þér.
Þér er svo eðlilegt að vinna í svona TILTEKTUM án hroka og er það gott og Blessað.
Margir munu njóta þessara upprifjana og þinna eigin skrifa sem ekki eru síðri.
Góður Guð Geymi þig.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 03:57
Sæl Rósa. Ég ætla að hætta mér aðeins út þennan trúarvöll, hvort sem ég hef eitthvað fram að færa sem öðrum þóknast, ég á mína barnatrú, en hef ekki séð ástæðu til að bera hana á torg,hún dugir mér. Hef frá öndverðu verið á móti hinum ríksisrekna, reiða, og hefnigjarna guði sem "Þjóðkirkjan" boðar. Mín skoðun á skírninni eins og hún er framkvæmd í dag, er að þetta er veraldlegur gjörningur. Hún á ekkert skylt við kristni eða trú, ómálga börn eru skírð án þess að ráða nokkru um nafngift, og þurfa oft á tíðum að burðast með nafnskrípi sem foreldrum þeirra þótti flott Síðan kemur að því að staðfesta þennan skírnarsáttmála sem barnið hafði ekkert með að gera á sínum tíma,og það er gert á sama tómlega háttinn,.Að vísu á að vera eitthvað til sem heitir fermingarfræðsla,en hjá flestu fer hún fyrir ofan garð og neðan,væntanlegar fermingagjafir vega þar þyngra.. Sem sagt mín skoðun á skírn er sú að hún hafi ekkert trúarlegt gildi á meðan sá sem skíra á veit ekki um hvað málið snýst. Með bestu kveðjum
Ari Guðmar Hallgrímsson, 2.2.2008 kl. 10:24
Sæl öll og takk fyrir innlitið.
Linda takk fyrir innlitið og flottu myndina.
Þórarinn, ég geri þetta í góðri trú um að fólk geti skoðað þessi rit og ekkert endilega bara hér á mbl.is . Fólk er að leita af alkyns upplýsingum á leit.is og goggle.com. Þá koma upp fullt af upplýsingum og ég hef fundið fullt af bloggsíðum frá mbl.is þegar ég er að leita af efni í sambandi við fjarnámið.
Ari þú ert flottur töffari og þessi lýsing á því miður við alltof marga. Ég vona að breyting verði á. Þrái að sjá þegar unglingarnir okkar taka þá ákvörðun að fermast að þau séu með sömu markmið og elsku vinkona mín sem var ákveðin að fylgja Jesú í framhaldi af þessari athöfn. Ég þrái að sjá vakningu í öllum kirkjum landsins. Nóg er af kirkjum um allt land og ég vona að þær fyllist af fólki og að þar sé líf. Ég er bjartsýn og ég sé breytingar til hins jákvæða eftir að Séra Stefán flutti til Vopnafjarðar.
Valli. Sem betur fer hafa allir val. Það sem skiptir mestu máli er að vera vel upplýst-ur um hvað maður er að gera og ég vitna enn og aftur í vinkonu mína sem ákvað að fermast og í framhaldinu ákvað hún að fylgja Jesú. Valli minn engar áhyggjur af mér. Ég tek skrifum þínum vel og virði þau.
Hér er allt hvítt og fallegt. Veðrið að ganga niður en það er mikið brim. Skvettir vel á hafnargarðana. Eigið góðan dag. FRIÐARKVEÐJUR
Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.2.2008 kl. 12:20
Sæl . Ég tók niðurdýfingaskírn 2005 . Nú er næstum ekkert sem hindrar komu mína í himnaríkið góða
conwoy (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 19:10
Þá er klárt mál að Biblíuleg skírn, er niðurdýfingarskírn fyrir fullorðna. Það eru engar vísbendingar sem benda í aðra átt.
Sindri Guðjónsson, 3.2.2008 kl. 03:17
Sælir strákar mínir. Þið eruð flottir.
Sindri. Ég las nýjasta pistilinn þinn. Þetta voru svo mörg atriði í einu. Ef einhver treystir sér að pæla í öllu þessu þarf viðkomandi bæði að vera vel lesinn eins og þú og eiga góðan tíma í stúderingar. Ég þyrfti örugglega viku.
Eigið góðan dag. Guð blessi ykkur.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.2.2008 kl. 11:22
Sæl Rósa. Með minni mestu virðingu fyrir þér þá er ég hjartanlega sammála Ara.
Halla Rut , 3.2.2008 kl. 22:30
hæ Rósa mín, í hinni helgu bók stendur "leyfið börnunum að koma til mín" en kæra vina ég ætla mér ekki að fara útí skírnarumræðuna enda sjálf skírð bæði barna og niðurdýfingarskýrn en börnin mín barnaskírð og fermd svo ég er opin í báða enda í þessu máli, en vildi svo gjarnan þakka þér fyrir góða frammistöðu á Lindinni í kvöld og tek undir í bæn fyrir Vopnafirði, fólkinu þar, atvinnulífi og öllu öðru sem ykkur tengist. Guð blessi ykkur öll til sjávar og sveita í Jesú nafni
Guðrún Sæmundsdóttir, 3.2.2008 kl. 22:41
Sæl Rósa. Er ekki meiri líkur á því að barnið drukkni með niðurdýfingaskírn en barnaskírn Rósa.
Vigfús Davíðsson, 3.2.2008 kl. 22:59
Kæra Guðrún. Ég fékk áfall þegar þátturinn var endurtekinn. Það átti að endurtaka þátt með Unnari á Eyjólfstöðum. Þátturinn með mér var í vikunni þar áður. Ég sem var búin að óska þess að þurfa aldrei að heyra þennan þátt aftur
Já þetta er svona hjá okkur líka. Mamma og pabbi voru skírð og fermd og síðan þegar þau tóku afstöðu með Jesú vildu þau taka niðurdýfingarskírn. Við systkinin tókum niðurdýfingarskírn þegar við höfðum tekið afstöðu með Jesú. Í Hvítasunnukirkjunni tíðkast að nýfædd börn eru borin fram og það er beðið fyrir framtíð þeirra. Þau eru falin Drottni. En ég vitna en og aftur í vinkonu mína sem fermdist og hún gerði það með stæl. Hún var ákveðin að fylgja Jesú.
Kæra Halla Rut. Velkomin í heimsókn. við Ari búum hér á Vopnafirði og höfum verið vinnufélagar. Hann hefur mjög mikið til síns máls enda mikill töffari.
Friðarkveðjur úr sveitinni fögru.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.2.2008 kl. 23:00
Sæll kæri Vigfús. Fyndinn ertu. Við höfum ekki niðurdýfingarskírn fyrir ungabörn. Ég útskýrði þetta hér fyrir ofan prakkarinn þinn Fyrir þá sem ekki vita þá er Vigfús Vopnfirðingur og búsettur hér. Við vorum saman í bekk í denn. Hann var alltaf þægur en því var nú ekki að heilsa hérna megin.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.2.2008 kl. 23:04
Þá erum við bara sátt. Bið að heilsa pabba þínum. Góða nótt.
Vigfús Davíðsson, 3.2.2008 kl. 23:09
Sæll Vigfús. Ég vona meira en BARA sátt
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.2.2008 kl. 00:44
Góð færsla hjá þér að venju og mikill fróðleikur.Knús til þín
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 21:14
Já við erum öll einn limur á sama líkamanum. Það var mér mikill vitnisburður þegar hópur trúaðra var að tala saman. Allir voru með í talinu. Síðan barst talið af kirkju sem mönnun fannst í meira lagi skrítinn. Þá þagnaði einn maður og steig skref aftur á bak. Það var Bogi kenndur við Ástjörn. Ég átti svo tal við hann á eftir um þessa umræðu sem ég verð því miður að viðurkenna að ég tók þátt í. Þá sagði hann við eigum bara að blessa systkyni okkar í Kristi og horfa á Jesú í þeirra starfi. Flísin og bjálkin er saga sem á erindi við okkur í dag ;)
Davíð (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 11:17
Sæl elsku Birna Þú ert mér svo mikils virði og ég var svo ánægð með innleggið þitt hjá sameiginlegum bloggvini okkar. Mér líkaði krafturinn. Við þurfum að sameina krafta okkar og það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað sem nær athygli forráðamanna þjóðanna. Ég veit að þú hefur þurft að borga mikið gjald. Þú og fjölskylda þín hafa fengið höfnun hjá þeim sem eiga að hjálpa fólki sem er búið að missa alla stjórn vegna fíknar. Afleiðingar skelfilegar, þú ert búin að missa son þinn og dóttir þín lenti hjá glæpamanni og hún er mikið meidd af andlegum meiðslum. Við þurfum að standa saman og berjast.
Elsku Davíð minn Vonandi er þetta að breytast. T.d. að munnhöggvast um smáaatriði að mínu mati eins og hvenær við eigum að halda hvíldardaginn. Báðir aðilar hafa ágætis rök um hvort við eigum að halda hvíldardaginn á laugardag eða sunnudag. Frændi minn sem er í Kefas vildi ræða þetta við mig fyrir nokkrum árum en ég vildi ekki taka þátt í því. Ef fólk tekur einn dag í viku helgar Guði daginn, fer í Guðs hús og hvílir sig algjörlega frá veraldlegu striti þá er tilganginum náð að mínu mati. Mikill leyndardómur í sambandi við hvíldardaginn. Ef fólk tæki ekki hvíldardag, þó að það sé ekkert að hugsa um Guð í því sambandi, þá myndi það vera fljótt að gera út af við líkama sinn. Rugl að eyða tímanum í svona í staðinn fyrir að við eigum öll að standa saman og láta ljósið skína skært. Veitir ekki af hér á Íslandi þar sem alþingismenn láta ljós Jesú Krists ekki skína. Þarf að breyta orðalagi en samt á þetta að vera kristileg siðgæði en það bara má ekki standa í plöggum fyrir skólana. MÁLAMIÐLUN Takk fyrir að miðla með okkur reynslu þinn og segja okkur frá trúbróður okkar honum Boga. Hann er búinn að vinna mikið og kórónan hans verður mikil prýði miðað við mína allavega. Það verður gaman að mæta honum á strætum himnesku Jerúsalem með flottu kórónuna sína. Við stefnum jú öll þangað. Ég á stóra ósk. Ég vil sjá vakningu og að öll Guðs hús séu nýtt, líka Lútersku kirkjurnar. Ég var svo ánægð með samverustundina sem við áttum í Vopnafjarðarkirkju fyrir viku síðan. Það var yndisleg stund sem við áttum saman í húsi Guðs. Ég vona að þér gangi vel í skólanum og að sólargeislarnir þínir dafni vel. Shalom.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.2.2008 kl. 18:50
Yndislega Rósa þú ert hreinasta guðsgjöf og ég hef ekki fundið neitt nema góðvild frá þér til okkar allra hérna á blogginu,ég tel að einmitt svona vilji jú Jesú að við komum fram hvert við annað.Ég er að læra og á enn mikið í land,ég er soddan skappúki á stundum og þoli illa yfirgang annarra hvort það er til mín eður þeirra sem minna mega sín.Ég er sammála varðandi þing og stefnu þessarar þjóðar við mættum vel setja okkur meira í spor Jesú og muna hvernig hann tæklaði sín mál.Að vera kristin manneskja er að framkvæma ekki bara trúa ég reyni oft að muna vegna þess hversú ég sjaldan kemst í guðshús að þar sem tveir eða fleiri eru samankomin í mínu Nafni þar er ég mitt á meðal,og í húsi föður míns eru margar vistarverum og herbergi mörg hehehehe........Guðs blessun til ykkar allra Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 5.2.2008 kl. 20:21
Elsku kæri Úlli minn. Ég er nú óttalegur gallagripur. Það getur alveg verið norðaustan veður í skapinu mínu og stundum vestan hvellur. Takmarkið hér aftur á móti er að skrifa um mín hjartans mál í sátt og samlyndi. Ef einhver er ósáttur reyni ég að leysa málin í friði. Sumir halda að við vitum allt en svo er nú aldeilis ekki, kröfurnar um svör, glætan að við getum svarað þessu öllu. En það sem er besta sönnun fyrir okkar sem höfum tekið á móti Jesú er andleg reynsla og að ég skyldi læknast af flogaveiki þegar ég var á fjórtánda ári er nóg sönnun fyrir mig. Guðs blessun þvert yfir landið til þín Úlli minn. Guð blessi íslenska þjóð og miskunni forráðamönnum og gefi þeim visku. SHALOM
Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.2.2008 kl. 22:16
Ég vil benda Ara á það að skírn og nafngjöf eru ekki sama hluturinn (ef hann kemur hingað aftur)
Ef að maður vill framkvæma hina trúarlegu athöfn "skírn", og nota Biblíuna sem fyrirmynd, þá á að niðurdífa. Það er bara þannig.
Sindri Guðjónsson, 7.2.2008 kl. 14:02
Sæll Sindri minn og takk fyrir innlitið. Nú eru mjög margir sem gefa börnum sínum strax nafn hvort sem barnið verður skírt eða blessað. Fólk er ekkert upplýst um þessi mál í dag. Foreldrar gerir bara það sama og fjöldinn. Samkvæmt Biblíunni er niðurdýfingarskírn rétt og þegar íslendingar ákváðu að gerast kristin þjóð fyrir rúmum 1000 árum þá veigruðu hraustustu karlmenn sér við að taka skírn vegna kulda vatnsins.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.2.2008 kl. 16:36
Löngu fyrir daga Jóhannesar skírara tíðkaðist siður meðal þeirra sem kristnir kölluðu "heiðingja". Þessir heiðingjar höfðu þann sið að vígja unga menn sem sköruðu fram úr öðrum að atgerfi, með eins konar greftrun og upprisu. Eftir upprisuna var hann fullgildur í reglu þeirri sem fáir útvaldir komust inn í.
Sá sem skíra átti var lagður í gröf og sterk grind yfir. Þá var nauti slátrað og allt blóðið látið renna yfir þann grafna. Sá grafni ataði sig allan blóði, var síðan leystur úr gröfinni og hylltur af viðstöddum. Heimild: Launhelgar og lokuð félög eftir Efraim Briem.
Sigurður Rósant, 9.2.2008 kl. 21:19
Sæll og blessaður Sigurður Rósant. Kærar þakkir fyrir þennan fróðleik.
Jesús Kristur leysti okkur frá syndum okkar með því að fórnfæra sjálfum sér. Margar frásagnir eru í Biblíunni um syndafórnir. Ein slík er í 3. Mósebók 9: 15.-24.
"Þá bar hann fram fórnargjöf lýðsins, tók hafurinn, sem ætlaður var lýðnum til syndafórnar, slátraði honum og færði hann í syndafórn, eins og kálfinn áður. Hann fram bar og brennifórnina og fórnaði henni að réttum sið. Og hann fram bar matfórnina, tók af henni hnefafylli sína og brenndi á altarinu auk morgun-brennifórnarinnar. Því næst slátraði hann uxanum og hrútnum til heillafórnar fyrir lýðinn. En synir Arons réttu að honum blóðið, - en hann stökkti því allt í kring á altarið-, svo og mörstykkin úr uxanum og af hrútnum rófuna, netjuna, sem hylur iðrin, nýrun og stærra lifrarblaðið. Og þeir lögðu mörinn ofan á bringurnar, en hann brenndi mörinn á altarinu. En bringunum og hægra lærinu veifaði Aron til veififórnar frammi fyrir Drottni, svo sem Móse hafði boðið. Síðan hóf Aron upp hendur sínar yfir fólkið og blessaði það. Og hann sté niður, er hann hafði fórnað syndafórninni, brennifórninni og heillafórninni. Móse og Aron gengu inn í samfundatjaldið, og er þeir komu út aftur, blessuðu þeir fólkið. Birtist þá dýrð Drottins öllum lýðnum. Eldur gekk út frá Drottni og eyddi brennifórninni og mörnum á altarinu. En er allur lýðurinn sá þetta, hófu þeir upp fagnaðaróp og féllu fram á ásjónur sínar. "
Ég hef oft hugsað um hvað við erum lánsöm í dag að þurfa ekki að vera með svona vesen, þökk sé frelsara okkar.
Sigurður Rósant kemur aftur á móti með fróðleik um sið sem tíðkaðist löngu fyrir daga Jóhannesar skírara. Um siður meðal þeirra sem kristnir kölluðu "heiðingja"
Vona að fólk eigi eftir að sjá þetta rit á netinu í framtíðinni og allar athugasemdirnar sem allar eru fróðlegar og einnig þessi síðasta frá Sigurði Rósant. Þetta er einmitt það sem mér líkar að fá ólík sjónarmið sem eru skráð í sátt og samlyndi og í leiðinni höfum við meiri þekkingu fyrir vikið.
Enn og aftur kærar þakkir fyrir þennan fróðleik.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.2.2008 kl. 03:26
Sæl Rósa og þakka þér góða grein. Það virðast ekki allir gera sér grein fyrir hvað skírnin merkir. Skírnin er játning þess sem trú hefur tekið, táknmynd um að skírnþegi hefur sagt skilið við fyrra líferni og hefur hafið nýtt líf. Sem sagt athöfn eins og hjónaband í votta viðurvist.
Athöfnin sem Sigurður Rósant lýsir svipar hins vegar mjög til 3 gráðu athafnar hjá frímúrurum, nema að þeir nota líkkistu í stað grafar.
Kristinn Ásgrímsson, 13.2.2008 kl. 18:30
Sæll Kristinn. Já Sigurður Rósant var að segja okkur frá fornum siðum sem eru ekki Biblíulegir. Þetta var siður meðal þeirra sem kristnir kölluðu "heiðingja." Það sem mér þykir merkileg við þessa frásögn er að þeir nota blóð eins og var gert þegar Aron notaði blóðið og hann stökkti því allt í kring á altarið þegar hann var að framkvæma syndafórn fyrir fólkið sem með honum voru. Við í dag erum svo lánsöm að Jesús Kristur er búinn að vinna lausnarverkið. Á Jesú var fest þyrnikóróna, hann var negldur á kross, hann var sleginn mörgum svipuhöggum, var stunginn með sverði. Blóð Jesú Krist rann vegna þyrnikórónunnar sem var þryggt inn í höfuð hans, rann úr höndum og fótum þar sem hann var nelgdur, rann víða undan svipuhöggum og úr stungusári hans. Við sem erum orðin gömul í trúnni sjáum oft hvað Satan notar oft líkar aðferðir og eru í kristninni. Hann er blekkingarmeistarinn og fyrir þá sem eru ekki nógu vel lesnir um boðskap Jesú Krists rugla þessu því miður öllu saman. Sammála með skírnina. Guð blessi þig kæri trúbróðir.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.2.2008 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.