Spjallað við Hallgerði Langbrók í andaglasi á Eiðum!!!

 

Guð gefi ykkur öllum góðan dag.

Ég benti á bók eftir Friðrik Ó. Schram í athugasemd. Bókin heitir "Tengsl Tveggja heima. Innihaldið eru 30 spurningar og svör. Ein spurningin er hvor óhætt sé að fara í andaglas? Það að fara í andaglas getur verið mjög hættulegt og fólk getur orðið fyrir áhrifum illra anda. Þetta getur orðið fyrsta skrefið inn í hinn myrkra heim dultrúar og hættulegs andakukls. Fólk getur orðið bundið og fjötrað af illu andavaldi ef það er að daðra við andaverur vonskunnar.

Þegar ég var í Alþýðuskólanum á Eiðum 1974 1976 var okkur nemendum sagt frá fyndnum atburði sem átt hafði sér stað þar. Kennarinn Matthías Frímannsson sagði okkur frá stúlkum sem ætluðu í andaglas í herbergi eins af nemendum kvennavistarinnar. Stúlkan sem undirbjó athöfnina hafði lítið ljós í herberginu.  Hún batt tvinnaspotta við handfang á skápnum í herberginu og hinn endann af tvinnanum við fót sér. Stúlkurnar komu og athöfnin byrjaði eins og venjulega. Allt í einu sagði stúlkan: "Ef þú Hallgerður Langbrók ert inn í skápnum þá opnaðu skápinn." Á sama tíma kippti hún í tvinnaspottann og hurðin opnaðist. Stelpurnar urðu mjög hræddar og var mikill hávaði, öskur og garg. Ættfræð: Matthías er móðurbróðir Sigurðar Ægissonar sem bjó til flottu vísuna um mig sem þið getið séð með því að klikka á mynd af höfundi!!

Vinkona mín sem er nú á áttræðisaldri hefur oft sagt mér frá því þegar hún var að leika sér að spá fyrir samnemendum sínum og kennurum á Húsmæðraskóla. Í byrjun var þetta algjör leikur frá hennar hálfu og henni fannst athyglisvert að kennara voru að koma til hennar seint um kvöld en hún var á heimavist. Það gerðu kennararnir svo að aðrir vissu ekki að þær hefðu komið til að láta spá fyrir sér. Vinkona mín sagði að í upphafi hafi þetta verið gaman og hún hafði gaman af auðtrúa samnemendum sínum og kennurunum. Vinkona mín var alveg hissa á hvað hún gat tvinnað upp miklar sögur. Hún hafði samviskubit yfir þessum leik sínum, samnemendur og kennarar voru svo auðtrúa. Hún hætti þessu og það var eins gott áður en Satan náði til hennar. Þegar fólk er að daðra við eitthvað þá er það saklaus skemmtun í fyrstu en hinn illi vinnur sitt verk og smátt og smátt nær hann að glepja viðkomandi og hrifsar viðkomandi til sín og fjötrar viðkomandi. Sem betur fer fór vel í þetta skipti.Brent barn forðast eldinn og við skulum vera varkár og daðra ekki við andaverur vonskunnar. 

Fyrir mörgum árum kynntist ég fullorðnum manni. Konan hans var á kaf í andatrú og hann greinilega undir áhrifum því hann var með þá hjátrú að honum vegnaði betur með því að hafa stein í buxnavasa sínum. Talað er um í Biblíunni að fólk tilbað stokka og steina. Við munum líka þegar Ísraelsmenn byggðu gullkálf í eyðimörkinni til að tilbiðja. Fólk trúi á álfa og tröll. Og goðafræðin er stór kapítuli út af fyrir sig. Ég veit að fólk er að leita að hamingju og leita að sannlekanum en blessað fólkið er að leita á röngum stöðum. Jesús er vegurinn sannleikurinn og lífið og ég vona að íslenska þjóðin finni sannleikann.

Fáein Biblíuvers: Fékk bókina Gull og Silfur í jólagjöf frá bróður mínum. Lindin Fjölmiðlun gaf út bókina. Ritningaversin sem ég er með eru undir kaflanum "Kukl."

"Eigi skal nokkur finnast hjá þér, sá er láti son sinn eða dóttur ganga gegnum eldinn, eða sá er fari með galdur eða spár eða fjölkynngi, eða töframaður eða gjörningamaður eða særingamaður eða spásagnamaður eða sá er leiti frétta af framliðnum. Því að hver sá, er slíkt gjörir, er Drottni andstyggilegur, og fyrir slíkar svívirðingar rekur Drottinn Guð þinn þá burt undan þér. Þú skalt vera grandvar gagnvart Drottni Guði þínum. 5. Mós. 18: 10. - 13.

Því að baráttan sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum. Efes. 6:12.

Holdsins verk eru augljós: Frillulífi, óhreinleiki, saurlífi, skurðgoðadýrkun, fjölkynngi, fjandskapur, deilur, metingur, reiði, eigingirni, tvídrægni, flokkadráttur, öfund, ofdrykkja, svall og annað þessu líkt. Og það segi ég yður fyrir, eins og ég hef áður sagt, að þeir, sem slíkt gjöra, munu ekki erfa Guðs ríki. Gal. 5: 19.-21.

Ef þeir segja við yður: "Leitið til andasæringarmanna og spásagnarmanna, sem hvískra og umla! Á ekki fólk að leita frétta hjá guðum sínum og leita til hinna dauðu vegna hinna lifandi'" þá svarið þeim: "Til kenningarinnar og vitnisburðarins!" Ef menn tala ekki samkvæmt þessu orði, hafa þeir engan morgunroða og munu ráfa hrjáðir og hungraðir. Jes. 8: 19.-21.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Sæl Rósa jæja þú kemur bara inn með krafti og dug,og er það gott mál.Svo get ég nú bara athugasemdast hérna við þig fram og aftur.Ég er ekki lengur duglegur bloggari og gott að sjá hversu sterkt þú kemur inn, guð veri með þér Rósa kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 5.1.2008 kl. 21:00

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Úlli minn. Ég lofa því að þetta verður nú ekki alveg svona mikil læti í framtíðinni en hvernig fannst þér brandarinn um Hallgerði Langbrók. Þetta gerðist á eiðum um 1970. Kennarinn minn Matthías Frímannsson hafði gaman af þegar hann sagði okkur frá þessu atviki. Þetta gerðist á meðan hann starfaði á Eiðum. Var að bæta fáeinum myndum í albúmin en læt það duga í bili. Ekta Reykjavíkurveður hér núna en ég óttast ekki að Nóaflóð sé að skella á. Guð blessi þig.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.1.2008 kl. 21:33

3 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Brandarinn er auðvitað fínn,ég var sjálfur að koma úr göngutúr hér í Reykjanesbæ alveg stillt og stjörnubjart vetrarkveld yndislegt alveg hreint,gekk með ipot í vasa og heyrnartól í eyrum og söng svo auðvitað með fullum hálsi.Ég á þetta til verst hversu laglaus ég er,en ég hef gaman af þessu svo ég hætti þessu ekkert í bili allavegana.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 5.1.2008 kl. 23:52

4 Smámynd: Árni þór

Ég get sagt margt um andatrú og andaglas og hversu varasamt þetta er úr eigin lífi en læt núna nægja að segja að þetta er stórvarasamt.

Þú minnist á rigningarnar núna og Nóaflóðið því varðandi vill ég nefna að Guð er að sýna með þessum miklu rigningum og vindum sem eru ekki búnar að vera svona miklar í mörg ár hvað hann er að byrja að gera í heilögum anda, þessi áramót er upphaf að endatíma úthellingu heilags anda yfir allt hold eins og segir í spádómsbók Jóel.
Þessi úthelling heilags anda er rétt áður en Drottin kemur aftur og það segir eins og var á dögum Nóa svo mun verða við komu mannsonarins, því varðandi er hægt að nefna nokkur atriði en ég læt duga núna að nefna það hérna að það var náttúrulegt flóð á dögum Nóa en núna á þessu ári 2008 er upphaf úthellingar heilags anda flóðs, við höfum hingað til upplifað regn heilags anda en núna verður flóð.
Árið 2008 er ár nýrrar byrjunar á því sem Guð er að fara að gera og fullkomnunar.
Þegar þessi vetrar rigning er liðin þá hef ég tilfinningu fyrir því að sumarið verði óvenju gott með miklu sólskyni, mynd upp á dýrð Guðs sem mun koma yfir alla jörð rétt áður en Frottinn kemur.
Get staðfest þetta á margan hátt en læt það duga að koma með ritningarvers úr ljóðaljóðunum sem Guð talaði til mín þessu varðandi; Ljóðaljóðin 2:11Veturinn er liðinn,
rigningarnar um garð gengnar.
12Landið blómgast,
tími söngsins er kominn,
kurr turtildúfunnar heyrist
í landi okkar.
13Fíkjutrén bera ávöxt,
ilm leggur af blómstrandi vínviði.
Stattu upp, ástin mín fagra, komdu.

Akrarnir eru hvítir til uppskeru, núna á þessu ári mun koma fram fólk sem mun taka uppskeruna með öllu því sem því fylgir, núna er ekki bara vakning það verður bylting með lækningum, kraftaverkum, táknum og undrum í jesú nafni

Guð blessi ykkur

Árni þór, 6.1.2008 kl. 01:56

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir strákar. Takk fyrir innlitið. Úlli þú skrifar um að þú sért laglaus. Ertu dómbær á það? Þegar ég las að þú hefðir verið að syngja og svo um að þú værir laglaus þá datt mér í hug bók sem ég las oft þegar ég var barn og unglingur. Bókin heitir Elísabet. Elísabet var dóttir trúboðahjóna sem voru út í Kongó. Hún bjó hjá föðursystur sinni og manni hennar sem gátu ekki eignast börn á meðan foreldrar hennar voru á trúboðsakrinum. Fósturforeldrar Elísabetar ofdekruðu hana og hún fjarlægðist Guð. Hún var með fallega söngrödd og var oft beðin að syngja á samkomum. Foreldrar hennar komu  frá Kongó og komu til að ná í Elísabet áður en þau fóru til þess staðar sem þau bjuggu á áður en þau fóru út til Kongó. Þau höfðu smá samkomu saman heima hjá fósturforeldrum Elísabetar. Mamma Elísabetar söng og spilaði á gítar. Söngurinn kom við hið söngelska eyra Elísabetar að röddin var ekki hrein og falleg. Hún vissi ekki að einu sinni hafði þetta verið fögur söngrödd en var nú ofreynd. Söngurinn kom frá hjartanu og þess vegna hreif söngurinn þá sem hlustuðu á hann. Áður en Elísabet og foreldrar hennar yfirgáfu þennan stað fóru þau á samkomu og Elísabet söng einsöng og spilaði á gítar. Pabbi hennar sagði henni að hann hefði óskað þess af öllu hjarta að söngurinn hefði komið frá hjarta hennar en hann sá á andliti Elísabetar að orðin í sálminum þýddu ekkert markvert fyrir hana sjálfa. Þessi saga talaði mikið til mín þá og ég hugsa oft um þessa frásöng enn í dag. Úlli minn haltu áfram að syngja því ég veit að söngurinn kemur frá hjartanu og það er það sem skiptir máli.

Árni Þór takk fyrir frábær skrif. Ert það þú sem ert á leið til Afríku með Kolla? Við þurfum að skrifa aftur um Nóaflóðið. Við hittumst oft í heimsókn hjá Höllu Rut um áramótin vegna skrifa hennar um Nóaflóðið. Mákona mín á magnaða greiná sænsku um Örkina sem hefur varðveist í jökli á landamærum Tyrklands og Armeníu. Við vorum að leita af blaðinu fyrir nokkrum dögum vegna umræðna á blogginu en fundum ekki. Verðum að finna blaðið og þýða greinina. Ábyggilega er hægt að finna greinar í svipuðum dúr á netinu.

Strákar, Guð blessi ykkur og varðveiti.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.1.2008 kl. 03:07

6 Smámynd: Árni þór

Já kæra Rósa ég er á leið til Afríku 12. janúar með kolla til Rúanda og Kongó endilega takið þátt í sáningunni með því að biðja fyrir okkur, þarna er mikil neyð og við væntum þess að Guð starfi kröftuglega í gegnum okkur en við þurfum á bænum fólks að halda.

Fyrir einu ári síðan lagði Guð á hjarta mitt að tala um Nóa á Omega, ég gerði það og eftir að ég var búin að því þá talaði Guð sterkar opinberanir til mín varðandi þetta efni í sýnum og draumum og lagði það á hjarta mitt að tala þetta út í Jesú nafni.
Ég hef ekki talað út nema smá hluta af þessu og sennilega mun ég skrifa þetta líka niður og setja á netið eða gefa út bók og eitthvað mun ég tala líka opinberlega ef Guð lofar.

Guð starfar samkvæmt tímatali og dagsetningum þó svo hann sé ekki bundinn af því, eitt með þetta er það að 60 ár eru núna liðin frá stofnun Ísraelsríkis í maí 1948.

Á þessum árum hefur Guð verið að undirbúa 5 földu þjónustuna að koma fram og starfa saman í einingu. Núna munum við sjá spámennina koma fram og postulana þeir hafa það meira fram yfir hinar þjónusturnar að sjá fram í tíman og vita hvað Guð er að gera nákvæmlega núna og starfa saman með hinum þremur í einingu. Það eru bara sumir postular, spámenn, trúboðar, hirðar og kennarar en allir aðrir geta þó flætt í hinum 9 gjöfum heilags anda.
allir geta spáð, talað huggun, hvatningu og uppbyggingu inn í líf annarra og flætt undir hinni postulalegu smurningu.

Talan 6 er tala manns og hingað til hafa hinir kristnu þurft að hafa mikið fyrir því að hafa vatn að drekka andlega talað, hálfgerð eyðimerkur ganga en núna frá áramótum er upphaf að næstu 10 árum, þversumman að 2 og 8 í ártalinu 2008. Talan 10 er tala boðorðanna 10/lögmálsins og réttlætingar Guðs, næstu 10 ár gera 70 ár, talan sjö er tala Guðs eða fullkomnunar. Á næstu 10 árum mun Guð sanna sitt ríki á jörðu með úthellingu heilags anda stig vaxandi uns flæðir yfir og hefur slíkt aldrei gerst svo áður í manna minnum. Flæðið verður svo mikið að þjónustan verður ekki á hendur fárra manna eins og hingað til hefur verið heldur verður úthellingin yfir allt hold þannig að enginn maður fær dýrðina nema Guð einn. Flæðið verður stigvaxandi næstu 10 árin eins og talað er um í Esíkel, vatnið byrjaði í ökkla og varð síðan að fljóti sem varð að synda í, þannig verður þetta eins og á dögum Nóa en núna í andanum en ekki náttúrulega. Guð gaf Nóa Guðlega bendingu að smíða örk til bjargar heimilisfólki sínu, með öðrum orðum Nói heyrði Guð tala til sýn og hann sagði öðrum frá slíkt mun gerast núna menn munu heyra skírt frá Guði hvað á að gera og tala út þvílíkar opinberanir beint frá hástóli Guðs. þetta er eins og segir í Jóel, dætur yðar og synir munu sjá sýnir og spá og gamalmenni drauma dreyma, þessu mun fylgja tákn og undur, lækningar og kraftaverk og margt annað.
ég hef einnig séð í sýn heimahópa spretta upp út um allt og ég hef séð þá eins og litla báta með fólki í alveg eins og á dögum Nóa, heimilisfólkið bjargaðist í örk.

Talan 2 og 8 í ártalinu 2008 er líka talan sem var á dögum Nóa, dýrin fóru 2 og 2 inn í örkina og 8 menn.
Talan 2 er tala einingar og talan 8 er tala nýrrar byrjunar og upprisu Drottins og skírnar í vatnslaug orðsins.
Á þessu ári mun margt gerast sem er upphaf að því sem Guð gerir Guð er að reisa upp andlegan bænaher af fólki sem mun taka uppskeruna, fólk mun núna koma fram í krafti andans og sérstaklega unga fólkið.

Get varla hætt að skrifa er ég byrja, en svona mun flæðið verða allt eftir hvernig Guð kallar hvern og einn , auðvitað er þetta viðkvæmt fyrir marga að talað sé svona og ekki allir sem taka við þessu 1,2 og 3 en Guð mun vinna verkið.

Kærar þakkir og megi þessi skrif blessa sem flesta í Jesú nafni

Árni þór, 6.1.2008 kl. 12:45

7 identicon

Hver þarf andaglas þegar maður hefur svona fína gesti sem spá í tölur og komast að heimsendi á næstu 10 árum!

En talandi um flóð og fúla vinda, þá finnst mér þetta líka óeðlilegt, en hef aðra skýringu í handraðinum heldur en syndaflóð.  Kíkið hér

Gullvagninn (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 14:33

8 Smámynd: Jóhann Helgason

Æðisleg blogg síðan þín Rósa Frábær """

Jóhann Helgason, 6.1.2008 kl. 15:30

9 Smámynd: Árni þór

Ég var reyndar að tala um úthellingu heilags anda sem myndi ná fyllingu á 10 árum, daginn né stundina með komu Drottins veit engin nákvæmlega það gæti þess vegna gerst á morgun eða eftir 10 ár, hvort sem er bendir allt til þess að ekki sé mjög langt í það þar sem það er talað um fíkjuviðartréð í Mattheus 24. (sami kafli og talað er um að það verði við komu Drottins eins og á dögum Nóa), fíkjuviðartréð er stofnun Ísraelsríkis 1948 og það stendur í þeim versum að þessi kynslóð mun ekki líða undir lok uns allt þetta er komið fram.
Þeir sem eiga heilagan anda starfandi í sínu lífi vita að hvort sem þeir lifa eða deyja Drottni áður en hann kemur þá er betra að lifa lífi sínu reiðubúin að mæta skapara sínum.
Guð ætlar að nota unga fólkið, þessa kynslóð, það er engin spurning með það þess vegna reynir óvinurinn að deyða þessa kynslóð í móðurkviði.
sama gerðist þegar Móse fæddist og Jesús hugleiðið það.
annars ætlaði ég bara rétt aðeins að minnast á þetta hérna ef mikið verður úr verð ég að færa þessa umræðu á mína blogg síðu, annars vissi fyrirfram að raddir kæmu upp á móti þessu.
Skiptir mig samt engu máli ég veit hvaðan þessi opinberun kemur.

Árni þór, 6.1.2008 kl. 16:34

10 identicon

  Góð færsla

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 16:38

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll opg takk fyrir innlitið. Árni talar um að næstu 10 árin verði úthelling Heilags anda en hann tók ekki fram að eftir 10 ár væri heimsendir. Enginn veit um tímann nema Guð einn. Gullvagninn var auðvita að grínast og við þolum það alveg.En færslurnar hjá Árna voru magnaðar og ég þakka fyrir almennilega andlega hressingu. Alltaf frábært að koma að andlegu veisluborði Drottins. Guðs blessun til ykkar allra.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.1.2008 kl. 20:47

12 Smámynd: Árni þór

kærar þakkir Rósa

Árni þór, 6.1.2008 kl. 20:54

13 identicon

Kæra trú-systir Rósa!

"Velkomin úr skápnun", inní "Bloggheima". Þessi mynd af þér í herklæðum, ruglar mig dálítið. Þú ert þá komin í ný herklæði, frá því þú varst í Ísrael!!!!!

Þakka þér fyrir að vekja athygli á þeim villuljósum sem Spíritismi og andaglas kukl er. Við vitum hvaða andi er á bak við þetta.

Ég vil einnig þakka Árna Þór fyrir athyglisverða grein hans og bið honum blessunar í ferð hans með Kolla til Afríku.

Ég trúi einnig að við séum að upplifa nýja og kraftmikla blessun Heilags Anda, á þessu nýbyrjaða ári.

Rósa! Ertu ekki ennþá Hvítasunnukona?

Ég þekkti ömmu þína og var hún mér til mikillar blessunar, á erfiðum tíma. Blessuð sé minning hennar...

Guð blessi þig Rósa og haltu áfram að nota
þessa hæfuleika þína, að skrifa. 

Shalom kveðja
Ólafur 

Ólafur Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 00:06

14 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Óli minn. Myndin er grín og ef þú ferð inn í myndaalbúmið mitt þá er flotta myndin af mér og sæta Gyðingnum mínum þar. Eins ef þú klikkar á myndina efst í vinstra horninu þá eru ýmsar upplýsingar um mig. Þá er ég alveg viss um að þú sannfærist um hver höfundur er í raun og veru

Samkvæmt íslenskum lögum gerðist ég Hvítasunnukona þegar ég fæddist því móðir mín var Hvítasunnukona og er hún nú heima hjá Drottni. Ég fór á mót í Kirkjulækjarkot 1972. Þá fékk ég sterka köllun og ákvað að fylgja Jesú. Óli hefur þú farið inná gospel.is og skoðað síðuna okkar frá Vopnafirði. Astrid sér um síðuna og þar getur þú einnig skoðað myndir frá okkur og frá óveðriru sem geisaði hér 30 des. sl. Við erum svo þakklát að hafa verið uppí kirkjunni því þar flæddi inn um þrjár dyr og báða gluggana í sjálfri kirkjunni. Það var rafmagnslaust og við notuðum allar tuskur og teppi sem til voru á meðan á látunum stóð en svo lygndi um miðnætti og rafmagnið kom. Þá náðum við okkur í vél  sem við notuðum til að ná vatninu úr teppunum. Ég er ekki viss að við hefðum fattað að líta uppeftir því t.d. heima í Ási sem var byggt 1946 var allt í lagi.

Frábært að heyra um ömmu en hún var vinur vina sinna og mjög trygglynd. Þegar við kvöddum hana hinstu kveðju þá hafði maður úr Öxarfirði sent til okkar minngarbrot sem móðir hans hafði sagt honum. Amma var ljósmóðir og hún tók á móti þessum litla dreng og svo var hún hjá fjölskyldunni í marga daga og dreif sig í öll húsverk og sláturgerð. Ég heyrði líka um heimili þar sem amma hafði tekið á móti barni og það lak inn í húsið og í rúm konunnar. Amma mín skipaði fyrir að rúmið yrði fært og hún fékk sínu fram.

Þegar fólk á Vopnafirði tók afstöðu með Kristi á fimmta áratug sl. aldar og gekk í Hvítasunnukirkjuna vildi maður hér í sveitinni fá prestinn til að tala gegn Hvítasunnumönnum í kirkjunni. Amma var í kirkjunni og þegar hún stóð upp eftir messu og gekk út er okkur sagt að amma hafi sagt: "Satan talaði í kirkjunni í dag." Biðjum Jerúsalem friðar. Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.1.2008 kl. 01:36

15 Smámynd: Linda

Anda glass er óhuggnaleg fyrirbæri..been there done that og aldrei aftur..takk fyrir.  Maður er svo vitlaus stundum.  Frábær grein hjá þér.  Amma þín hefur verið hreint frábær og þú ert greinilega henni lík.  Knús vina og Guð blessi þig og varðveiti.

Linda, 7.1.2008 kl. 17:11

16 Smámynd: Linda

BTW amma mín og afi voru líka Hvítasunnu fólk hehe, lítill heimur hér á landi.

Linda, 7.1.2008 kl. 17:11

17 Smámynd: Árni þór

Gaman að heyra frá þér Ólafur

Árni þór, 7.1.2008 kl. 21:02

18 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Valli minn, minn er heiðurinn líka. Gangi þér vel. Búin að fara í heimsókn á síðuna hjá þér. Ég trúi á lækningu Jesú Krists. ég var flogaveik þegar ég var barn og unglingur. Fyrst að Jesús gat læknað mig þá getur hann gert dásamlega hluti fyrir þig líka. Það er bara undir okkur komið hvort við viljum þyggja gafir Jesú Krists. Það eru miklu betri gjafir en jólapakkar þó að þeir séu líka alveg frábærir.

Árni Þór. Ég segi eins og Óli: Góða ferð til Afríku og ég bið Guð að varðveita ykkur Kolla í þeirri ferð. Við báðum fyrir vini mínum á samkomu í gær. Ég talaði við hann í dag og hann var að segja mér hvað hann hafi verið blessaður í gær. Ég gaf honum skýringu á því. Guð heyrir bænir.

Linda, ég hef oft heyrt að ég væri brussa eins og AMMA  Linda sendu mér e-mail og segðu mér hvað þau heita eða hétu. Kannski þekki ég þau eða þekkti?

Guð blessi ykkur kæru vinir

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.1.2008 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband