Færsluflokkur: Mannréttindi
6.5.2009 | 19:55
Mannréttindadómstóll Sameinuðu þjóðanna
Sælt veri fólkið
Hver man eftir dómi Mannréttindadómstóls Sameinuðu Þjóðanna? Sjá hér.
Tími til kominn að afnema kvótakerfið. Það hlýtur að vera hægt eins og að gera alla banka að ríkiseign sem nú eru að mergsjúga almenning í landinu sem eru eigendur bankanna.
Persónulega finnst mér, þegar bankahrunið varð og það urðu eigendaskipti á bönkunum, að allir samningar á milli eigenda bankanna og lántakenda hafi hrunið - brostið í leiðinni. Hvað finnst ykkur?
Margir hugsa um að fara í greiðsluverkfall. Sjá hér.
Hvernig væri að kæra þessi mál til Mannréttindadómstóls Sameinuðu Þjóðanna?
Þegar stórt er spurt er kannski fátt um svör en ég vona ekki.
Mikið vildi ég að Búsáhaldabyltingin myndi láta heyra meira í sér. Það átti að slá Skjaldborg um heimilin er það get ég nú ekki séð að hafi verið gert þó svo að það hafi verið skipt um skipstjóra í brúnni fyrr á árinu en ennþá gerast kraftaverk og lifi ég í voninni fyrir hönd okkar Íslendinga að nú sé allt að lagast með hækkandi sól og ég tala nú ekki um þegar blómin byrja að springa út.
Það rignir á Vopnafirði núna og fyrr í dag var slydda. Í fyrrinótt snjóaði og það festi í rót. Við sjáum ekki yfir fjörðinn og en Karlinn í Krossavíkurfjöllum er samt á sínum stað.
Karlinn í Krossavíkurfjöllum biður örugglega að heilsa ykkur.
Guð veri með ykkur öllum
Lifi lýðræðisríkið Ísland
Kær kveðja/Rósa
P.s. Sjá færslu hjá Erlingi, hér og Guðlaugi, hér. Shalom/Rósa
Fyrningarleið víst farin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt 10.5.2009 kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
10.3.2009 | 10:29
Áskorun til Ríkisstjórnar!
Ég krefst þess að þingið setji á laggirnar alvöru rannsókn á hruninu og efnahagsbrotum þeim sem leiddu okkur í þá stöðu sem við erum nú komin í, stýrðri af erlendum rannsóknaraðilum sem hafa reynslu af rannsóknum stórfelldra efnahagsbrota.
Ég krefst þess að stjórnvöld og þing þiggi án undanbragða alla þá aðstoð sem Eva Joly getur veitt okkur sem og aðgang að tengslaneti hennar.
Að lokum krefst ég þess að núverandi stjórnvöld lýsi nú þegar yfir eindregnum vilja til að hrinda slíkri rannsókn af stað og geri bókstaflega allt sem í sínu valdi stendur til að tryggja að þetta verði að veruleika.
---------
Eftirfarandi eru netföng ráðherra ríkisstjórnarflokkanna (og vefslóð með öllum netföngum Alþingis):
arj@althingi.is,
johanna@althingi.is,
katrinja@althingi.is,
kolbrunh@althingi.is,
klm@althingi.is,
sjs@althingi.is,
ogmundur@althingi.is,
ossur@althingi.is
http://www.althingi.is/vefur/addr-s.html?teg_starfs=A
Þessi færsla er tekin af síðu Óskars Arnórssonar
Skora á ykkur að birta þessa færslu á síðunni ykkar og endilega sendið ráðamönnum tölvupóst.
Endilega sendið Sjálfstæðismönnum líka áskoruninna.
Gylfi Magnússon er ekki með neitt netfang og skora ég á hann að gefa okkur kost á að senda honum póst.
Ég prentaði út: "Listi yfir þingmenn" (sjá slóð hér fyrir ofan) og svo pikka ég inn öll netföngin. Þau eru líka í tölvuminninu þegar viðkomandi hefur áður sent þingmönnum bréf og svo auðvita er hægt að búa til möppu. Auðvelt fyrir mig því netföngin eru flest í tölvuminninu en ekki í mínu minni.
Megi almáttugur Guð snúa við högum okkar.
Guð blessi ykkur.
Kær kveðja/Guðskerlingin-Rósa
P.s. Það er svo langt síðan að ég setti inn færslu en sem betur fer rifjaðist þetta upp fyrir mér hvernig á að fara að þessu.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)