Færsluflokkur: Menntun og skóli

Enskuskóli í Broadstairs sumarið 2007

  

Fyrir rúmuBroadstairs Minnir á flóð og fjöru í Breiðafirðiári fór ég að hugsa um að það væri sniðugt að fara í Enskuskóla erlendis. Ég fóSætasta stelpan í Broadstairsr á vefinn og fann Enskuskóla Erlu Aradóttur ásamt fleiri skólum. Ég var ekki í vafa um valið og þá fóru hjólin að snúast. Ég hringdi í Erlu og lét skrá mig í skóla sem var í Broadstairs á suðausturströnd Englands. Hægt er að velja um annan skóla í York sem er mitt á milli Edinborgar og London. Broadstairs er skammt frá Cantebury, Ermasundsgöngunum og Dover. Einnig er stutt að fara til London, c.a 2 klst.

 

29 júlí mætti ég svo á Keflavíkurflugvöll hálf skjálfandi því vegabréfið mitt var ekki með örgjafa og bað ég bróðir minn að bíða og sjá hvort ég kæmist í gegn. Samt var búið að segja mér að vegabréfið væri í lagi nema ef ég færi til Bandaríkjanna.  Allt gekk vel og um þrjúleytið hittist hópurinn hjá kaffibarnCaterina og John kennari sem er sætastur og flottasturum og var það nú ekki eini barinn sem við áttum eftir að heimsækja í ferðinnCaterina og fósturmóðir okkar Paulinei. Við áttum notalegt flug og lentum í Standsted og þaðan var ekið til Broadstairs. Við komum mjög seint þangað og þar biðu nýju fósturforeldrarnir okkar. Við bjuggum á heimilum víðs vegar um Broadstairs og á mínu heimili bjó kona frá Ítalíu, Caterina sem var að fara í sama skóla. Daginn eftir þurftum við að drífa okkur á fætur og fara í skólann og nú voru góð ráð dýr að rata. Sem betur fer gekk kona framhjá heimili okkar á meðan við stóðum ráðþrota fyrir utan hliðið. Hún var á leið í vinnuna og fósturmóðir okkar Pauline sem þekkti hana, bað hana að leyfa okkur að elta hana en hún var á sömu leið og við. Hún gekk mjög hratt og ég hélt að ég myndi drepast úr hlátri því Caterina var á háhæla skóm og átti í mesta brasi að fylgja konunni eftir. Þetta hafðist og við komust á réttum tíma í skólann. Caterina var rosa flott skvísa. Fór á fætur nokkrum klukkutímum áður en við fórum í skólann. Hún var alltaf uppábúin, flott máluð og engir skór voru inní myndinni nema háhæla skór. Henni fannst mínir skór hallærislegir sem voru flatbotna og sagði hún mér að konur á Ítalíu myndu ekki nota svona skó sem minnti sig eiginlega á vaðstígvél. LoL

Agnar töffari

Fyrstu tvoAðal gellurnar frá Vopnafirði dagana vorum við að kynnast en við vorum 15 í allt. Flestar konurnar voru að nálgast fertug og margar gott betur en það. Með okkur í hópnum voru þrír menn og tveir þeirra hefðu geta verið synir sumra okkar miðað við aldursmuninn. Þeir gerðu í því að forðast okkur fyrstu dagana því þeim fannst þetta svo niðurlægjandi að láta sjá sig með stútungs kerlingum. En sem betur fer átti þetta eftir að breytast og ég veit að þeir nutu þess að vera með okkur þrátt fyrir gífurlegan aldursmun. Þeir voru algjörir stuðboltar.

 

StundaskrMaría skvísa ásamt bekkjarsystir okkaráin var mjög löng. Skólinn var alla morgna og tvo eftirmiðdaga. Þegar það Canterbury Cathedralvar ekki skóli þá var yfirleitt eitthvað annað á dagskrá. Á miðvikudögum fórum við í ferðalag, í tvö skipti fórum við til Cantebury og einu sinni til Dover. Sumar rúturnar komu spánskt fyrir sjónir okkar Íslendinga. Sæti fyrir tvo var í raun bara fyrir sem nemur einn og hálfan mann og við upplifðum okkur í sardínudós. LoL  Í Cantebury skoðuðum sumir Kaþólskukirkjuna og einnig var okkur sýnt síki þar sem galdrakonum var drekkt. Þær voru settar á einhverja spöng sem síðan var kippt undan þeim þessu sæti eða hvað nú sem má kalla þetta og þá féllu þær í síkið og drukknuðu. Sjá mynd í myndaalbúmi hjá mér eða myndaalbúm hjá Erlu.

 Í Dover þáDover Castlefórum við að skoða kastala. Það var mjög hvasst og hárgreiðslan hjá okkur fór eitthvað úr skorðum. Við skoðuðu líka heilmikil göng sem höfðu verið grafin inDover Castle Kentní hæðina hjá kastalanum og var allavega á tveimur hæðum. Sjá mynd til hægri. Þessi staður var mjög  mikilvægur í Seinni heimstyrjöldinni og var Winton Churcill oft þarna vegna stríðsins. Við vitum öll að hann var  frábær forsætisráðherra og leiddi þjóð sína til sigurs gegn Þjóðverjum og fleirum. Við gengum um göngin og fórum niður stiga og  man ég ekki hversu mörg þrepin voru en við töldum þau. Við skoðuðum aðstæður þarna og sáum sjúkrahús, skurðstofu, fjarskiptaherbergi, símstöð, eldhús, matsal, svefnálmu og margt, margt fleira. Þetta var mjög athyglisvert að sjá.

 

Ingibjörg og Rósa töffari ásamt DJ stuðFyrri laugardaginn sem við dvöldum í Broadstairs fórum við til Cambridge. Við fórum í siglingu á ánni Cam og sigldum fram hjá öllum háskólabyggingunum. Við vorum svo mörg svo strákarnir fóru með öðrum hóp en við stelpurnar fórum með svaka flottum töffara en því miður á ég ekki nógu góða mynd af honum en sennilega er til mynd í myndasafninu hennar Erlu.

 

Seinni laugardaginn fóru flestir með Erlu í verslunarferð en við vorum nokkur sem fórumLondon til London. Þegar við kHjólreiðakappar í Londonomum þangað kom í ljós að það hafði ekki verið gert ráð fyrir að við færum með í skoðunarferð. Sumir höfðu komið til London áður en við vorum 5 sem sömdum við John sæta kennarann okkar og fengum við að fara með hópnum hans í skoðunarferð. Við fórum framhjá Big Ben og þá voru menn við klukkuna að þrífa hana. Bróðir minn sá hér heima á Íslandi fréttir um klukkuþvottinn og spurði mig hvort ég hafi séð karlana hanga þarna. Jú ég sá þá og þetta var ógnvekjandi. Það var eins og þeir væru þarna í lausu lofti fyrir framan klukkuna.

Bogga og Rósa

Á kvöldinIan kennari í smá pásu sendir fallegt bros til erfiðasta nemenda sínsvar einnig dagskrá. Við hentumst heim eftir miðdegisdagskránna og fleygðum í okkur mat hjá fósturforeldrum, síðan var farið niður í bæ aftur. Við stelpurnar sem bjuggum á svipuðum stað vorum 15 - 20 mínútur hvora leið.  Við fórum eitt kvöldið í lítinn bæ Sandwich rétt hjá Broadstairs, eitt kvöldið á sveitakrá og þá auðvita drukku allir það sama og ég, sprite og kók. Þrisvar sinnum var farið í keilu og ýmislegt fleira var brallað.

 

Á sunnudöRósa jólasveinn og Ingibjörggum var frí og þá dreif ég mig þrisvar sinnum í Hvítasunnukirkju sem var í 2Ástþór í miklu eldhafi0 mínútna göngufæri frá heimilinu mínu. Þar kynntist ég frábæru fólki. Í seinna skipti sem við samnemendur mínir heimsóttum Erlu þá gaf hún okkur öllum orðu og ég fékk orðu fyrir að hafa drifið mig ein í kirkju. Þegar við fengum boð um að mæta í partý til Erlu var sett skilyrði að við myndum mæta með hatt. Ég spurði fósturforeldra mína hvort þau ættu hatt til að lána mér og varð jólasveinahúfa fyrir valinu og það í ágúst. Um kvöldið þegar við fórum niður í bæ þá óskaði ég fólkinu að sjálfsögðu gleðilegra jóla. Maður sem ég hitti fannst þessi ósk einum of snemma en það var víst bara ágúst.

 

Ég veit að Erla er að skrá í ferðarnar núna og er að vera fullbókað í ferðarnar. Slóðin hjá Erlu er: http://www.enskafyriralla.is/  Um miðjan júní er farið í stutta ferð til Broadstairs og þá eru frístundirnar notaðar til að fara í golf. Um mánaðarmótin júní - júlí er farið til York og svo í lok júlí til Broadstairs. Á sama tíma og boðið er uppá ferð fyrir fullorna í lok júlí er einnig ferð fyrir unglinga. Minnir mig að þau hafi verið tæp 80 sl. sumar. Endilega kíkið á myndasafnið hjá Erlu og skrollið niður myndasíðurnar. Ég auðvita mæli aðallega með KSE 2007 og KSE 2007 unglingar.

Frí-ríkið Vestfirðir

Góða skemmtun að skoða myndirnar af okkur og endilega lítið á slóðina: http://bbv1950.blog.is/blog/bbv1950/  Þar skrifar Sverrir Gíslason frá Heydal í Mjóafirði v/Djúp grein og ég skrifaði formálann. Endilega sjáið hvað sumir eru að bralla núna. Wink

 

Rósa Aðalsteinsdóttir

P.S.  Ef þið viljið sjá myndirnar betur: TVÍSMELLIÐ Á MYNDINA. Dæmi um efstu myndina til hægri. Ef þið tvísmellið á myndina þá kemur einnig heiti myndarinnar fyrir ofan myndina og nánari skýringartexti fyrir neðan myndina. Þessi mynd heitir: "SÆTASTA STELPAN Í BROADSTAIRS." HM, STELPA = FULLORÐINN MAÐUR  Cool  Í KVENMANNSFÖTUM. LoL Grin LoL


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband