Vá hvað er gaman af þessari mynd, er þetta ekki á Flateyri? þarna þekki ég Guðmundu systir og Nonna frænda, þig og Rut, ætli það séu fleiri þarna sem ég þekki?
Jú þetta er á Görðum í Önundarfirði. Ég stend við handriðið. Er fimmta í röðinni. Í hvítri peysu og bláum kjól sem mamma keypti í Danmörku. Guðjón Hafliðason er við hliðina á mér. Mæja er á bak við hann og Inga við hlið hennar. Ég vísa í færslu um þennan tíma nú þegar ég skrifaði smá um að mamma ætti afmæli. Nonni hennar Ólafíu situr þarna í fýlu á myndinni. Þegar þau giftu sig þá klippti vinur minn hann út úr þessari mynd og setti hann í blómakörfu sem Ólafía stóð við á Egilsstöðum. Lítill óþægur strákur sem Ólafía tók að sér.
Sæl aftur. Guðmunda Guðrún hafði svo gaman af þessari mynd þegar við vorum í brúðkaupinu þeirra Nonna og Ólafíu. Kristján Rós. er þarna pínulítill rauðhaus. Við vorum herbergisfélagar eitt sumarið og höfum gaman af að því í dag. Halla Björg og Bryndís eru dætur Elísabetar og Önnu frá Skaftafelli í Vestmannaeyjum. Þær og Vörður Leví eru tvímenningar. Svo eru fleiri barnabörn Mæju þarna. Hanna Mæja, Halldór og Jonni. Eitt sinn áttum við að fara í ferðalag til Dýrafjarðar. það var þoka og suddi en við vorum með samkomu og bænastund. Við sungum himneska sólskin af krafti og svo báðum við Guð um gott veður. Halldór var að biðja og það heyrðist: "Taktu þokuna í burtu maður." Konurnar gátu ekki beðið meira því þær sprungu úr hlátri en við vorum bænheyrð og fórum í ferðalagið. Jesús heyrir bænir. Hallelúja.
Athugasemdir
Vá hvað er gaman af þessari mynd, er þetta ekki á Flateyri? þarna þekki ég Guðmundu systir og Nonna frænda, þig og Rut, ætli það séu fleiri þarna sem ég þekki?
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 24.7.2008 kl. 23:42
Sæl og blessuð Bryndís mín.
Jú þetta er á Görðum í Önundarfirði. Ég stend við handriðið. Er fimmta í röðinni. Í hvítri peysu og bláum kjól sem mamma keypti í Danmörku. Guðjón Hafliðason er við hliðina á mér. Mæja er á bak við hann og Inga við hlið hennar. Ég vísa í færslu um þennan tíma nú þegar ég skrifaði smá um að mamma ætti afmæli. Nonni hennar Ólafíu situr þarna í fýlu á myndinni. Þegar þau giftu sig þá klippti vinur minn hann út úr þessari mynd og setti hann í blómakörfu sem Ólafía stóð við á Egilsstöðum. Lítill óþægur strákur sem Ólafía tók að sér.
Kær kveðja/Rósa.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.7.2008 kl. 14:21
Sæl aftur. Guðmunda Guðrún hafði svo gaman af þessari mynd þegar við vorum í brúðkaupinu þeirra Nonna og Ólafíu. Kristján Rós. er þarna pínulítill rauðhaus. Við vorum herbergisfélagar eitt sumarið og höfum gaman af að því í dag. Halla Björg og Bryndís eru dætur Elísabetar og Önnu frá Skaftafelli í Vestmannaeyjum. Þær og Vörður Leví eru tvímenningar. Svo eru fleiri barnabörn Mæju þarna. Hanna Mæja, Halldór og Jonni. Eitt sinn áttum við að fara í ferðalag til Dýrafjarðar. það var þoka og suddi en við vorum með samkomu og bænastund. Við sungum himneska sólskin af krafti og svo báðum við Guð um gott veður. Halldór var að biðja og það heyrðist: "Taktu þokuna í burtu maður." Konurnar gátu ekki beðið meira því þær sprungu úr hlátri en við vorum bænheyrð og fórum í ferðalagið. Jesús heyrir bænir. Hallelúja.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.7.2008 kl. 14:31
Já takk fyrir uppl. virkilega gaman að skoða þessa mynd, þið eruð svo krúittleg þarna.
Ég man þegar þú seigir það eftir myndinni í brúðk. Ólafíu og Nonna. !
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 27.7.2008 kl. 21:20