„Orðskviðir Salómons Davíðssonar, Ísraels konungs, 1. hluti.

 Orðskviðir Salómons Davíðssonar, Ísraels konungs, til þess að menn kynnist visku og aga, læri að skilja skynsamleg orð, til þess að menn fái viturlegan aga, réttlæti, réttvísi og ráðvendni, til þess að þeir veiti hinum óreyndu hyggindi, unglingum þekking og aðgætni, - hinn vitri hlýðir á og eykur lærdóm sinn, og hinn hyggni nemur hollar lífsreglur - til þess að menn skilji orðskviði og líkingamál, orð-spekinganna og gátur þeirra.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 1: 1.-6.

Ótti Drottins er upphaf þekkingar, visku og aga fyrirlíta afglapar einir.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 1:7.

„Hlýð þú, son minn, á áminning föður þíns og hafna eigi viðvörun móður þinnar, því að þær eru yndislegur sveigur á höfði þér og men um háls þinn.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 1: 8.-9.

Því að til einskis þenja menn út netið í augsýn allra fleygra fugla, og slíkir menn sitja um sitt eigið líf, liggja í launsátri fyrir sjálfum sér. Þannig fer öllum þeim, sem fíknir eru í rangfenginn gróða: fíknin verður þeim að fjörlesti.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 1: 17.-19.

„Sá sem á Guð hlýðir, mun búa óhultur, mun vera öruggur og engri óhamingju kvíða.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 1:33.

Því að Drottinn veitir speki, af munni hans kemur þekking og hyggindi. Hann geymir hinum ráðvöndu gæfuna, er skjöldur þeirra, sem breyta grandvarlega, með því að hann vakir yfir stigum réttarins og varðveitir veg sinna guðhræddu." Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 2: 6.-8.

„Því að speki mun koma í hjarta þitt, og þekking verða sálu þinni yndisleg. Aðgætni mun vernda þig, og hyggindin varðveita þig“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 2: 10.-11.

„Kærleiki og trúfesti munu aldrei yfirgefa þig. Bind þau um háls þér, rita þau á spjald hjarta þíns, þá munt þú ávinna þér hylli og fögur hyggindi, bæði í augum Guðs og manna.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 3: 3.-4.

Treystu Drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit. Mundu til hans á öllum þínum vegum, þá mun hann gjöra stigu þína slétta.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 3: 5.-6.

Þú skalt ekki þykjast vitur, óttast Drottin og forðast illt, það mun verða heilnæmt fyrir líkama þinn og hressandi fyrir bein þín." Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 3: 7.-8.

"Tigna Drottin með eigum þínum og með frumgróða allrar uppskeru þinnar, þá munu hlöður þínar verða nægtafullar og vínberjalögurinn flóa út af vínlagarþróm þínum.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 3: 9.-10.

Son minn, lítilsvirð eigi ögun Drottins og lát þér eigi gremjast umvöndun hans, því að Drottinn agar þann, sem hann elskar, og lætur þann son kenna til, sem hann hefir mætur á.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 3:11.-12.

Sæll er sá maður, sem öðlast hefir speki, sá maður, sem hyggindi hlotnast. Því að betra er að afla sér hennar en að afla silfurs, og arðurinn af henni ágætari en gull." Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 3: 13.-14. 

„Hún  „spekin“ er dýrmætari en perlur, og allir dýrgripir þínir jafnast ekki á við hana. Langir lífdagar eru í hægri hendi hennar, auður og mannvirðingar í vinstri hendi hennar.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 3: 15.-16.

„Vegir hennar „spekinnar“ eru yndislegir vegir og allar götur hennar velgengni.Hún - spekin er lífstré þeim, sem grípa hana, og sæll er hver sá, er heldur fast í hana.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  3: 17.-18.

Son minn, dóttir mín, varðveit þú visku og gætni, lát þær eigi víkja frá augum þínum, þá munu þær verða líf sálu þinni og prýði fyrir háls þinn. Þá muntu ganga óhultur veg þinn og eigi drepa við fæti. Þegar þú leggst til hvíldar, þarft þú ekki að hræðast, og hvílist þú, mun svefninn verða vær.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  3: 21.-24.

Synja eigi góðs þeim, er þarfnast þess, ef það er á þínu valdi að gjöra það.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 3:27.

Vitrir menn munu heiður hljóta en heimskingjar bera smán úr býtum.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 3: 35.

salomon 301107

„Hjarta þitt haldi fast orðum mínum, varðveit þú boðorð mín, og muntu lifa! Afla þér visku, afla þér hygginda! Gleym eigi og vík eigi frá orðum munns míns!“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 4: 4.-5.

„Hafna henni „spekinni“ eigi, þá mun hún varðveita þig, elska hana, þá mun hún vernda þig." Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  4: 6.

„Upphaf viskunnar er: afla þér visku, afla þér hygginda fyrir allar eigur þínar! Haf hana í hávegum, þá mun hún hefja þig, hún mun koma þér til vegs, ef þú umfaðmar hana." Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  4: 7.- 8.

„Hún „“viskan“ mun setja yndislegan sveig á höfuð þér, sæma þig prýðilegri kórónu."  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  4: 9.

Ég vísa þér veg spekinnar, leiði þig á brautir ráðvendninnar.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  4:11.

Gata réttlátra er eins og bjartur árdagsljómi, sem verður æ skærari fram á hádegi. Vegur óguðlegra er eins og niðamyrkur, þeir vita ekki, um hvað þeir hrasa.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 4: 18.-19.

"Son minn, gef gaum að ræðu minni, hneig eyra þitt að orðum mínum. Lát þau eigi víkja frá augum þínum, varðveit þau innst í hjarta þínu." Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 4: 20.-21.

Því að þau  „orð spekinnar“ eru líf þeirra, er öðlast þau, og lækning fyrir allan líkama þeirra.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  4:22.

Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru, því að þar eru uppsprettur lífsins.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  4: 23.

.Lærðu af maurunum Grin

Far þú til maursins, letingi! skoða háttu hans og verð hygginn. Þótt hann hafi engan höfðingja, engan yfirboðara eða valdsherra, þá aflar hann sér samt vista á sumrin og dregur saman fæðu sína um uppskerutímann. Hversu lengi ætlar þú, letingi, að hvílast? hvenær ætlar þú að rísa af svefni? Sofa ögn enn, blunda ögn enn, leggja saman hendurnar ögn enn til að hvílast! Þá kemur fátæktin yfir þig eins og ræningi og skorturinn eins og vopnaður maður." Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 6: 6.-11. 

Því að viska er betri en perlur, og engir dýrgripir jafnast á við hana.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 8:11.

Ávöxtur minn – spekinnar, er betri en gull og gimsteinar og eftirtekjan eftir mig- visku, betri en úrvals silfur.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 8:19.

Ég geng á götu réttlætisins, á stigum réttarins miðjum, til þess að gefa þeim sanna auðlegð, er elska mig, og fylla forðabúr þeirra.“  Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 8: 20.-21.

„Og nú, þér yngismenn - yngismeyjar, hlýðið mér, því að sælir eru þeir, sem varðveita vegu mína.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  8:32.

„Hlýðið á aga, svo að þér verðið vitrir, og látið hann eigi sem vind um eyrun þjóta.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  8:33.

„Sæll er sá maður, sem hlýðir mér, sem vakir daglega við dyr mínar og geymir dyrastafa minna.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  8: 34.

Því að sá sem mig finnur, finnur lífið og hlýtur blessun af Drottni. En sá sem missir mín, skaðar sjálfan sig. Allir þeir, sem hata mig, elska dauðann.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  8: 35.-36.

 Því að fyrir mitt fulltingi-Guðs almáttugs, munu dagar þínir verða margir og ár lífs þíns aukast.“ Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs  9:11.

musteri 040708

Salómon konungur var sonur Davíðs Ísaísonar sem var konungur í Jerúsalem.

Salómon var konungur í 40 ár, 970-930 f. Krist.

Þessi frásögn um Salómon er eftirtektarverð vegna þess að Guð bauð Salómon að biðja um hvað sem hann vildi og Guð ætlaði að veita honum þá bón. Salómon bað Guð. Salómon bað um visku og þekkingu. Hann hefði getað beðið um auðlegð, fé, sæmd eða um líf þeirra sem hötuðu hann. Guð veitti honum einnig auðlegð, fé og sæmd.  

„Salómon sonur Davíðs festist í konungdómi, og Drottinn, Guð hans, var með honum og gjörði hann mjög vegsamlegan. Og Salómon lét boð fara um allan Ísrael, til þúsundhöfðingjanna og hundraðshöfðingjanna, dómaranna og allra höfðingjanna í öllum Ísrael, ætthöfðingjanna, og fór Salómon síðan og allur söfnuðurinn með honum til fórnarhæðarinnar í Gíbeon, því að þar var samfundatjald Guðs, það er Móse, þjónn Drottins, hafði gjöra látið á eyðimörkinni. Örk Guðs hafði Davíð þar á móti flutt frá Kirjat Jearím, þangað er Davíð hafði búið henni stað, því að hann hafði reist tjald fyrir hana í Jerúsalem. Eiraltarið, er Besaleel Úríson, Húrssonar, hafði gjört, var og þar, frammi fyrir bústað Drottins, og Salómon og söfnuðurinn leituðu hans þar. Og Salómon færði Drottni fórnir þar á eiraltarinu, er heyrði til samfundatjaldinu, og færði hann honum þar þúsund brennifórnir. Þá nótt vitraðist Guð Salómon og sagði við hann: "Bið þú þess, er þú vilt að ég veiti þér." Og Salómon svaraði Guði: "Þú auðsýndir Davíð föður mínum mikla miskunn, og þú hefir gjört mig að konungi eftir hann. Lát þá, Drottinn Guð, fyrirheit þitt til Davíðs föður míns standa stöðugt. Því að þú hefir gjört mig að konungi yfir lýð, sem er margur eins og duft jarðar. Gef mér þá visku og þekkingu, að ég megi ganga út og inn frammi fyrir lýð þessum. Því að hver getur annars stjórnað þessum fjölmenna lýð þínum?" Þá mælti Guð við Salómon: "Sakir þess, að þetta bjó þér í hjarta, og þú baðst eigi um auðlegð, fé og sæmd, eða um líf þeirra, er hata þig, og baðst eigi heldur um langlífi, heldur baðst þér visku og þekkingar, að þú gætir stjórnað lýð mínum, er ég hefi gjört þig að konungi yfir, þá er viska og þekking veitt þér, og auðlegð, fé og sæmd vil ég veita þér, meiri en haft hefir nokkur konungur á undan þér og meiri en nokkur mun hafa eftir þig." 2. Kron: 1: 1.-12.

Guð blessi ykkur.

Shalom/Rósa 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Hafðu það sem best Rósa mín,Guð veri með þér vinkona

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 12.11.2009 kl. 00:28

2 identicon

Drottinn blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 17:45

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.11.2009 kl. 14:33

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hæ kæru vinir.

Takk fyrir innlitið.

"Drottinn blessi þig og varðveiti þig! Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur! Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið!" 4. Mós. 24.-26.

Megi almáttugur Guð varðveita ykkur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.11.2009 kl. 17:45

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig inn í daginn elskulega Rósa mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2009 kl. 13:02

6 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl Rósa mín!

Takk fyrir að koma með þetta .

Hafðu það sem best.

Guð blessi þig.

   Kveðja úr Garðabæ

     Halldóra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 17.11.2009 kl. 10:48

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælar stelpur og takk fyrir innlitið

Smá orð til ykkar: "Ákalla mig á degi neyðarinnar, og ég mun frelsa þig, og þú skalt vegsama mig." Sálm. 50:15.

"Drottinn blessi þig og varðveiti þig! Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur! Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið!" 4. Mós. 24.-26.

Guð blessi ykkur konungsdætur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.11.2009 kl. 15:25

8 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

kæra Rósa, Drottinn blessi þig og allt sem þér er kært

Guðrún Sæmundsdóttir, 17.11.2009 kl. 21:40

9 identicon

Sæl Rósa.

Drottinn blessi þig,

 og gefi þér fullkomna heilsu fyrir þig og sömuleiðis föður þínum.

Mér finnst,

Þetta svo mögnuð lesning

að mér datt í hug að blessaðir Alþingismennirnir okkar

yrðu ekki verri menn að lesa þennan stórgóða pistil,

 sem að kemur úr hinni HELGU BÓK BIBLIUNNI .

Kærleikskveðjur á þig og alla þína .

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 07:44

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kærleikskveðja til þín Rósa mín

Ásdís Sigurðardóttir, 18.11.2009 kl. 13:44

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Kæru vinir

Ég var búin að skrifa innlegg til ykkar en svo þegar ég ætlaði að senda það í loftið þá lokaðist færslan. Best að endurtaka innleggið.

Takk fyrir innlitið.

Guðrún mín, takk fyrir blessunaróskirnar.

Þórarinn minn, takk fyrir góðar óskir og blessunaróskir. Alþingismönnum veitti nú ekki af að opna Biblíuna og einnig að biðja himnaföðurinn um visku og þekkingu eins og Salómon konungur gerði.

Frábært vers sem birtist í 2. hluta: "Þar sem engin stjórn er, þar fellur þjóðin, en þar sem margir ráðgjafar eru, fer allt vel." Orðskviðir Salómons Davíðssonar Ísraels konungs 14:11.

Ásdís mín, takk fyrir kærleikskveðjuna þína.

"Drottinn blessi þig og varðveiti þig! Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur! Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið!" 4. Mós. 24.-26.

Guð veri með ykkur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.11.2009 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband