Spádómar um síðustu tíma


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Árið 1968 sýndi Drottinn níræðri konu frá Valdres í Noregi, (sem var sannkristin og naut virðingar af öllum sem þekktu hana,) sérstaka sýn. Sagði hún Emanúel Minos predikara, sem hélt samkomur í nágrenni við heimili hennar, frá þessari reynslu sinni. Hann skrifaði frásögn hennar hjá sér en fannst hún svo ótrúleg og óskiljanleg að hann stakk henni ofan í skúffu. Næstum 30 árum seinna rakst hann á hana aftur og skildi að þetta var eitthvað sem hann varð að deila með öðrum. Ég vil deila þessari grein með ykkur, við grípum niður í seinni helming hennar.

3. „Upplausn í siðferðismálum verður slík að gamli Noregur hefur aldrei reynt annað eins. Fólk mun lifa hjónalífi án þess að vera gift," (þetta var 1968 og ég held að hugtakið sambúð hafi ekki þekkst þá). „Kynlíf fyrir hjónaband og framhjáhald verða eðlilegir hlutir og afsakaðir á allan hátt. Þetta mun einnig fá að viðgangast hjá hinum kristnu og eins það að syndga móti náttúrunni.

Á þessum síðustu tímum munum við sjá hluti í sjónvarpinu sem okkur hefði ekki órað fyrir að yrðu þar. Sjónvarpið verður fullt af ofbeldi. Ofbeldið verður svo mikið, að fólk mun læra að myrða og eyðileggja hvert annað og það verður hættulegt að ganga um göturnar. Sjónvarpið verður eins og útvarpið, það koma fleiri stöðvar og þær fyllast af ofbeldi. Fólk mun horfa á grófar ofbeldis- og morðsenur sér til afþreyingar og það mun hafa áhrif út í samfélagið. ‚i sjónvarpinu verða líka sýndar samlífssenur, nánustu athafnir sem fram fara í hjónabandinu verða sýndar á skjánum."

(Þetta var 1968 og ég mótmælti þessu og sagði að við hefðum lög sem bönnuðu slíkt.) Þá sagði gamla konan: Þetta mun gerast og þú munt sjá það gerast. Allt það sem við virðum verður troðið í svaðið og ósæmilegustu hlutir verða sýndir fyrir augum okkar.

4. „Fólk frá fátækum löndum mun streyma til Evrópu." (1968 voru ekki innflytjendur í Noregi) „Þeir munu líka koma til Skandinavíu og Noregs. Þeir verða svo margir að fólki verður illa við þá og það kemur illa fram við þá. Þeir verða meðhöndlaðir eins og Gyðingar fyrir stríð. Þá er mælir synda okkar fullur." (Ég mótmælti þessu með innflytjendurna. Ég skildi það ekki þá.) Þá streymdu tárin niður kinnar gömlu konunnar.

„Ég mun ekki sjá það, en þú færð að sjá það. Þá allt í einu kemur Jesús aftur og þriðja heimstyrjöldin brýst út. Það verður stutt stríð." (Hún fékk að sjá það í sýninni) „Þær styrjaldir sem ég hef upplifað eru aðeins leikur í samanburði við þessa og hún mun enda með kjarnorkusprengju. Loftið verður mengað þannig að ekki verður hægt að anda því að sér. Þannig verður það í allri Evrópu, Ameríku, Japan og Ástralíu, ríku löndunum. Vatnið verður mengað og við getum ekki ræktað jörðina lengur. Þeir sem lífa af í ríku löndunum munu reyna að flýja til fátæku landanna en íbúarnir þar verða jafn harðir við okkur eins og við vorum við þá. Ég er svo glöð yfir að ég þarf ekki að horfa uppá þetta en hert þú upp hugann og segðu frá þessu þegar tíminn nálgast. Ég fékk vitneskju frá Guði. Ekkert af þessu er gagnstætt því sem Biblían segir okkur. Skoðaðu Mattheusarguðspjall 24. kaflann og áfram. En sá sem hefur fengið fyrirgefningu synda sinna og á Jesú sem Frelsara sinn og Drottinn er öruggur.

Grein í fréttabréfi  Aglow á Akureyri í mars 1998.

Helena Leifsdóttir,formaður Aglow í Garðabæ bloggar á mbl.is

http://aglow.blog.is/blog/aglow/

Hvað er Aglow?

Aglow er; Alþjóðlegt Kærleiksnet kvenna
Aglow er ; Alþjóðlegt bænanet kvenna

Langar einnig að benda ykkur á slóð Sigurðar Júlíussonar. Í efstu stikunni undir flokknum „Greinar" getum við fundið þessa sömu grein og ég er með hér  og einnig grein um „Evrópusambandið og spádómana" og fleiri áhugaverðar greinar. Einnig er boðið uppá að skrifa niður bænarefni og senda til Sigurðar.   http://ljosimyrkri.org/

Í „Tenglum" getum við fundið þessa slóð: http://www.torah.is/  Mjög áhugaverð síða um Ísrael.

  • 1. Á skýjum himins senn kemur Kristur. Þá klofna sundur þykkstu skýjamistur. Öll tákn það boða sá tími nálgist, Þá takast Guðs börn til himinsins.
  • Kór: Ég elska Jesúm, hann allt mér gefur, Og Andans skírn mér nú veitt hann hefur. Hann fyrir blóð sitt og frelsið gaf mér. Og fasta arfsvon í himninum.
  • 2. Nú vítt um heiminn Guðs vitni fara, Og vinna drottni mikinn sálnaskara. Í ferðalöndum og fjarst í álfum, Þeir fólkið kalla til himinsins.
  • 3. Já, Kristur Jesús hann kemur bráðum, Þá kemur stundin, sem vér ætiíð þráðum, er burt vér hrífumst í brúðkaupsklæðum. Og beina leið upp til himinsins.

                                                                                                      S.M. Linder - Ásmundur Eiríksson.

Guð blessi okkur og gefi okkur öllum náð að vera tilbúin þegar Jesús Kristur kemur á skýjum himins að ná í alla þá sem höfðu fylgt honum.

Kær kveðja

Rósa Aðalsteinsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Athyglisverð grein, en, ef Jesú kemur aftur hví er svona mikil þjáning, talaði hún ekki um það.  Eða gefur hún í skin burthrifninguna með þessum orðum.  En, þetta er alveg ótrúlegt hvað hún var sannspá hingað til :)

knús

Linda, 19.10.2008 kl. 02:04

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Rósa mín, þessa gamla kona hefur sagt fyrir um það sem hefur skeð og mun ske, það er á hreinu.

Guð geimi þig Rósa mín

Kristín Gunnarsdóttir, 19.10.2008 kl. 08:27

3 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Það var og,já Rósa mín þeir tímar framundan verða ekki skemmtilegir og gefandi.En jú ´það er gott að ekki muni þetta versna endalaust án þess að drottinn stígi fram og grípi inn.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 19.10.2008 kl. 09:20

4 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Rósa mín!

Takk fyrir að koma með þetta, var búin að gleyma þessu, en hef lesið þetta áður.

Hjartans þakkir.

                  Kveðja úr Garðabænum

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 19.10.2008 kl. 10:08

5 Smámynd: Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir

Já þetta er magnað, við Guðsteinn Ingimarsson vorum að tala saman um daginn, og minna okkur á, það sem við erum alin upp við í Hvítasunnukirkjunni að Jésús muni koma aftur og endatímarnir hvernig þeir verða, nú erum við að upplifa allt þetta gerast beint fyrir framan okkur, ég bið Guð að augu mín mættu vera opin, og ég verði ein af þeim sem fæ að fara inn í örk Guðs, og ég veit að Guð er miskunnsamur og Góður, allt þetta er til að minna okkur á að við sjáum að við lifum á alvarlegum tímum, en við lifum líka á spennandi tímum í Guði, hugsið ykkur að fá að sjá Drottinn koma á skýjum himins, vá ég vil ekki missa af því, ég er búin að trúa þessu síðan ég var krakki!

Guð geymi þig Rósa mín og takk fyrir þetta!

Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 19.10.2008 kl. 14:41

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knúa á þig duglega kona.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2008 kl. 17:22

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl mín kæra, gaman að kíkja á þig aftur. Ég er öll að hressast og kætast, hafðu það sem best elskuleg.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.10.2008 kl. 17:32

8 identicon

Sæl Rósa mín.

Þetta er alveg magnað, í fjórum orðum sagt.

Ég veit að það er allt of fáir sem gefa þessu gaum,   þetta er það sem koma skal.   Að lesa Biblíuna er meirihátar lýsing á því líka .það er að segja það sem koma skal.

Kærleikskveðja.                Shalom/Þórarinn Þ.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 19:36

9 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Sæl og blessuð Rósa mín.
Þessi spádómur minnir mig á spádóm sem David Wilkerson
kom með árið 1971 og skrifaði bók um. Spádómurinn var
mjög alvarlegur og hefur allt ræst hingað til.

Guð gerir ekkert án þess að opinbera það fyrst þjónum
sínum segir í Orðinu.

Við lifum á þeim tíma sem spádómar Biblíunnar rætast fyrir framan augu
okkar, en hvernig eru viðbrögð okkar við þeim atburðum sem
eiga sér stað í heiminum og á landinu okkar, erum við að
leita Guðs af öllu hjarta?

Við skulum einnig fylgjast vel með Israel, því Ísrael gegnir
lykilhlutverki í endatímaáætlun Guðs.
Verum einnig minnug þess að Guð elskar sitt fólk og annast
allar stundir.

Blessunaróskir úr Garðabænum.
Helena

Helena Leifsdóttir, 19.10.2008 kl. 19:58

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið

Linda mín, við vitum ekki hvenær burthrifningin verður. Verður Burthrifningin fyrir komu Anti-Krists eða eftir að hann hefur komið fram? Talað er svo um þrjú og hálft ár þegar Þrengingin mikla verður og eftir það Endurkoman og síðan Þúsund ára ríkið.  Ég velti þess svo sem ekki mikið fyrir mér og veit ég að það eru misjafnar túlkanir. Það eina sem við vitum með vissu er ef við  höldum vegi okkar hreinum fáum við að vera með í Burthrifningunni.

Kristín mín, já það er margt af þessu komið fram sem konan í Noregi spáði til um.

Úlli minn, Jesús kemur á skýjum himins og stöðvar stríðið sem er háð gegn Ísrael. Eftir það er þúsund ára friðarríki Jesú Krists stofnað. Nú er talað um að gjaldmiðlarnir sem þjóðir heims  nota í dag séu handónýtir og það þurfi nýjan gjaldmiðil sem er gegnsær. Þá getur engin veðsett pappír eins og nú hefur tíðkast. Nýr gjalmiðill minnir á spádóma Biblíunnar um Merki Dýrsins sem fólk þarf að taka á hægri hendi eða enni. Ef fólk tekur ekki Merki Dýrsins getur það hvorki keypt né selt. Svo er spurning um hvaða þjóðir muni fara gegn Ísrael. Eru það Kínverjar, Rússar, Evrópubandalagið eða einhverjir aðrir? Allavega munu allar þjóðir heims, Opinb. 16. 14.b.

Halldóra mín,ég las þennan spádóm í blaði Aglow kvenna. Við erum meðlimir þar, þú og ég.

Bryndís mín, við þráum að fá að vera með þegar Jesús kemur að sækja þá sem hafa tekið á móti honum sem persónulegum frelsara og vini. Dásamleg lýsing á hinni himnesku Jerúsalem.

Ásthildur mín, takk fyrir. Vertu Guði falin.

Ásdís mín, frábært að heyra að þér líði betur. Sendi þér orð: "Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar, læknar öll þín mein, leysir líf þitt frá gröfinni, krýnir þig náð og miskunn. Hann mettar þig gæðum, þú yngist upp sem örninn." Sálmur 103: 3.-5.

Þórarinn minn,satt segirðu. Drottinn er í nánd. Guð einn ákveður hvenær Burthrifningin verður og Endurkoman. "En þann dag og stund veit enginn, hvorki englar á himnum né sonurinn, enginn nema faðirinn einn." Matt. 24: 36.

Verðum viðbúin þegar Drottins lúður hljómar.

Guð blessi ykkur öll.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.10.2008 kl. 20:31

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl kæra Helena.

Takk fyrir innlitið og blessunaróskir. Við þurfum að halda vöku okkar svo við fáum að vera með þegar Jesús kemur á skýjum himins.

Það væri fróðlegt að lesa um spádómana sem David Wilkerson kom með.

Guð blessi þig og varðveiti

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.10.2008 kl. 20:41

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Matteus 24 kafli.

"Jesús gekk út úr helgidóminum og hélt brott. Þá komu lærisveinar hans og vildu sýna honum byggingar helgidómsins. Hann sagði við þá: "Þér sjáið allt þetta? Sannlega segi ég yður, hér mun ekki eftir látinn steinn yfir steini, er eigi sé niður brotinn." Þá er hann sat á Olíufjallinu, gengu lærisveinarnir til hans og spurðu hann einslega: "Seg þú oss, hvenær verður þetta? Og hvert mun tákn komu þinnar og endaloka veraldar?" Jesús svaraði þeim: "Varist að láta nokkurn leiða yður í villu. Margir munu koma í mínu nafni og segja: "Ég er Kristur!" og marga munu þeir leiða í villu. Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi. Gætið þess, að skelfast ekki. Þetta á að verða, en endirinn er ekki þar með kominn. Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum. Allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna. Þá munu menn framselja yður til pyndinga og taka af lífi, og allar þjóðir munu hata yður vegna nafns míns. Margir munu þá falla frá og framselja hver annan og hata. Fram munu koma margir falsspámenn og leiða marga í villu. Og vegna þess að lögleysi magnast, mun kærleikur flestra kólna. En sá sem staðfastur er allt til enda, mun hólpinn verða. Og þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma. Þegar þér sjáið viðurstyggð eyðingarinnar, sem Daníel spámaður talar um, standa á helgum stað," -  lesandinn athugi það - "þá flýi þeir, sem í Júdeu eru, til fjalla. Sá sem er uppi á þaki, fari ekki ofan að sækja neitt í hús sitt. Og sá sem er á akri, skal ekki hverfa aftur að taka yfirhöfn sína. Vei þeim sem þungaðar eru eða börn hafa á brjósti á þeim dögum. Biðjið, að flótti yðar verði ekki um vetur eða á hvíldardegi. Þá verður sú mikla þrenging, sem engin hefur þvílík verið frá upphafi heims allt til þessa og mun aldrei verða. Ef dagar þessir hefðu ekki verið styttir, kæmist enginn maður af.En vegna hinna útvöldu munu þeir dagar styttir verða. Ef einhver segir þá við yður: ,Hér er Kristur` eða ,þar`, þá trúið því ekki. Því að fram munu koma falskristar og falsspámenn, og þeir munu gjöra stór tákn og undur til að leiða afvega jafnvel hina útvöldu, ef orðið gæti. Sjá, ég hef sagt yður það fyrir. Ef þeir segja við yður: ,Sjá, hann er í óbyggðum," þá farið ekki þangað. Ef þeir segja: ,Sjá, hann er í leynum,` þá trúið því ekki. Eins og elding sem leiftrar frá austri til vesturs, svo mun verða koma Mannssonarins. Þar munu ernirnir safnast, sem hræið er. En þegar eftir þrenging þessara daga mun sólin sortna og tunglið hætta að skína. Stjörnurnar munu hrapa af himni og kraftar himnanna bifast. Þá mun tákn Mannssonarins birtast á himni, og allar kynkvíslir jarðarinnar hefja kveinstafi. Og menn munu sjá Mannssoninn koma á skýjum himins með mætti og mikilli dýrð. Hann mun senda út engla sína með hvellum lúðri, og þeir munu safna hans útvöldu úr áttunum fjórum, himinskauta milli. Nemið líkingu af fíkjutrénu. Þegar greinar þess fara að mýkjast og laufið að springa út, þá vitið þér, að sumar er í nánd. Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið allt þetta, að hann er í nánd, fyrir dyrum. Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok, uns allt þetta er komið fram. Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða. En þann dag og stund veit enginn, hvorki englar á himnum né sonurinn, enginn nema faðirinn einn. Eins og var á dögum Nóa, svo mun verða við komu Mannssonarins. Dagana fyrir flóðið átu menn og drukku, kvæntust og giftust allt til þess dags, er Nói gekk í örkina. Og þeir vissu ekki, fyrr en flóðið kom og hreif þá alla burt. Eins verður við komu Mannssonarins. Þá verða tveir á akri, annar mun tekinn, hinn eftir skilinn. Tvær munu mala á kvörn, önnur verður tekin, hin eftir skilin. Vakið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. Það skiljið þér, að húsráðandi vekti og léti ekki brjótast inn í hús sitt, ef hann vissi á hvaða stundu nætur þjófurinn kæmi. Verið þér og viðbúnir, því að Mannssonurinn kemur á þeirri stundu, sem þér ætlið eigi. Hver er sá trúi og hyggni þjónn, sem húsbóndinn hefur sett yfir hjú sín að gefa þeim mat á réttum tíma? Sæll er sá þjónn, er húsbóndinn finnur breyta svo, er hann kemur. Sannlega segi ég yður: Hann mun setja hann yfir allar eigur sínar. En ef illur þjónn segir í hjarta sínu: ,Húsbónda mínum dvelst,"og hann tekur að berja samþjóna sína og eta og drekka með svöllurum, þá mun húsbóndi þess þjóns koma á þeim degi, sem hann væntir ekki, á þeirri stundu, sem hann veit ekki, höggva hann og láta hann fá hlut með hræsnurum. Þar verður grátur og gnístran tanna."

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.10.2008 kl. 21:05

13 Smámynd: Heiða  Þórðar

Yndisleg manneskja, kíki oft þó ég sé ódugleg við að commenta

Heiða Þórðar, 19.10.2008 kl. 23:56

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Flott Rósa mín, svona á að gera þetta!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.10.2008 kl. 09:35

15 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.

Helga mín, takk fyrir hjartað og takk fyrir símtalið í morgunn.

Heiða mín, takk fyrir fallega kveðju.

Guðsteinn minn, takk innilega fyrir góða hvatningu.

Ætla að koma með sálm hér fyrir neðan sem er ætlaður ykkur.

Guð blessi ykkur og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

1. Sá mikli læknir hann er hér. Hinn hjartamildi Jesús. í hverri þrenging hjálp oss lér. Og huggun veitir Jesús.

Kór: Ljúfasta nafn, er lofum vér. Ljúfasta nafn í englaher. Ljúfasta nafnið næst oss ver: Jesús, kæri Jesús. 

2. Ef baki við þér veröld snýr. Þér vinur reynist Jesús. Þá jarðnesk gleði frá þér flýr. Þér fögnuð veitir Jesús.

3. Og börnin ættu ung og smá. Að elska Herrann Jesú. Það æ sé lífs vors ljúfust þrá. Að lifa fyrir Jesú.

4. Ó, kom þú fljótt að finna hann, því frelsi, og líf er Jesús. Og settu trú og taust á þann. Hinn trúa´, er heitir Jesús.

                                                                                                                                        William Huter - H.Ó.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.10.2008 kl. 13:47

16 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

1. Ég hef heyrt að Herrann Jesú  Hafi stöðvað vind og sjó, Gengið yfir ölduföllin eftir vild. Öllum var hann vina bestur, Veitti náð og bætti hag! Komið, heyrið helgan sannleik: Hann er enn hinn sami í dag.

Kór: :,: Eins og var, hann er í dag :,: Týndum að hann er á leit, að sér dregur fallna sveit. Já, eins og var, hann er í dag.

2. Er hinn blindi Bartimeus Boðskap fékk um nálægð hans, Hrópaði´ hann: Þú, Herra Kristur, hjálpa mér! Blindnin hvar og Bartimeus Bót þar fékk á eymdarhag. Heyrið orð, sem hjartað kætir: Hann er enn hinn sami' í dag.

3. Haltir, blindir, þreyttir, þjáðir, Þungum syndum hlaðnir menn, öllum boðið er í Jesú opinn faðm. Snert sem konan fald hans fata, Færist allt þá skjótt í lag. Fallna menn af flokkum öllum Frelsa vill hann enn í dag.

                                                                                                                                                 S.Z. Kaufman - S.S.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.10.2008 kl. 14:03

17 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á þig elsku Rósa mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.10.2008 kl. 14:07

18 identicon

Takk Rósa mín.Drottinn blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 17:40

19 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælar stelpur mínar  og takk fyrir innlitið.

Ætla að senda ykkur fallegan sálm.

Guð blessi ykkur og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

1. Af sorgarhafi sál mót himni lítur. Þá segir Andinn: "Bráðum ertu þar." Og morgunstjarnan máttug leið sér brýtur. Um myrkrin þykk og gefur trúnni svar.

Kór: Jerúsalem með háu peruhliðin. Og heiðan jaspismúr og gullin torg. Þar heilög Guðs börn hljóta þráða friðinn. Og hylla Lambið Guðs í fagri borg.

2. Ég heyri oft á skerjum bylgjur brjóta. Hvar bátur margur hefir siglt í kaf. Þeir villuljósa vildu heldur njóta. En vita Guðs orðs yfir lífsins haf.

3. Oft blossa ljós upp björt í þessum heimi. Sem benda leið, en reynast aðeins tál. En ljós Guðs náðar lokkar burt frá seimi. Í lífsins höfn það stefnu gefur sál.

4. Það ljós mér alltaf lýsa skal á hafi. Unz lífsins hafnar sé ég opnast geim. Frá bylgjum hafs og brimsins úðaskafi. Þá býður Jesús mig velkominn heim.

                                                                                                                          Siexten Larsson - Ásmundur Eiríksson.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.10.2008 kl. 18:03

20 Smámynd: Aida.

Takk fyrir indislega færslu Rósa mín.

Mikið til að hugsa um.

Eg bið fyrir þér kæra trúsystir, I Jesú nafni.Amen.

Aida., 21.10.2008 kl. 09:40

21 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.10.2008 kl. 17:40

22 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæl Rósa engill!

Þetta er fráfær færsla. Nú get ég sagt þér hvað ég er komin langt í trúmálum. Allt um Guð fer fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Enn ég trúi að Hann sé Orðið! Það er alveg magnað. En þá verð ég að passa mín eigin orð. Ég verð hvassyrtari eftir því sem ég skil Orðið betur! Svo upplifi ég það alla vega.

Það er ekki mikið af kristnu fólki á Íslandi. það er mest leikrit þjókirkjunnar og svo eru allskonar sértrúarsöfnuðir að rífast um hver er með rétt fyrir sér.

Ég ætla ekki þá leið. Mér finnst þetta ekki snúast um hver hefur rétt fyrir sér eð ekki. mér finnst þetta vera hver kann að bera virðingu fyrir Orðinu. Og þar á ég mikið eftir ólært.

Þú fyrirgefur mér þetta um jerúsalem og Gyðinga og allt það. Gyðingar eru snobbabbaðir í trúmálum og Jerúsalem er ekkert heilög borg segir Jesú í þeirri bók sem ég er að lesa núna.

Hann segir líka að margir rugli saman dýrkun og trú. Hljómar skynsamlega sagt.. Guð er semsagt Orðið og Jesú talsmaður hans.

Enn þú hefur meira vit á þessu enn ég hef, enn þetta er sú tilfinning sem ég hef í dag gagnvart öllu þessu.

Ég ætla að verða trúaður, enn ég ætla aldrei að koma nálægt neinum trúarbrögðum... 

Óskar Arnórsson, 22.10.2008 kl. 08:29

23 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæl Rósa, þetta er mjög athygliverð lesning. Var þó ekki sumt af þessu sem konan spáði komið fram árið 1968? Ofbeldið var sjálfsagt minna í sjónvarpinu, en hippabyltingin með áherslu á frjálsar ástir var einmitt í hámarki þetta árið.

Theódór Norðkvist, 22.10.2008 kl. 20:57

24 Smámynd: Óskar Arnórsson

Var hippabyltinginn mð frjálsar ástir 1968? 'eg veit ekki betur enn að það hafi aldrei verið eins mikið um frjálsar ástir og árið núna, 2008, og þannig á það að vera.

Enda eru frjálsar ástir kenndar í Biblíunni fyirr þá sem hafa áhuga..Það er meira að segja mælt með því..

Óskar Arnórsson, 22.10.2008 kl. 22:06

25 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð og takk fyrir innlitið.

Leti í mér að vera ekki búin að svara fyrr.

Aida mín, takk kærlega og sérstaklega fyrir bænirnar þínar. Ég met mikils að eiga trúsystur eins og þig sem biður fyrir mér.

Jóhanna. Takk fyrir hjartað. Þegar ég sá þig kvitta vissi ég hvers vegna þú komst inná bloggið. Við höfðum verið inná síðunni hjá Guðsteini og þar var Doctor E. í essinu sínu.

Teddi minn, á mínu heimili var ekki til sjónvarp 1968.  Árið 1968 að mér minnir var Woodstock hátíðin. Boðskapur hippana var að allir væru sáttir og jafnir ; friður og ást.  Pease and love. Aðalatriðið hjá þeim var ekki kynlífið sem slíkt heldur að allir væru sáttir og jafnir.  Þeir sem héldu hátíðina áætluðu að það kæmu um hundrað þúsund manns en það komu um fimm hundruð þúsund manns. Þessi hátíð vakti athygli því allt fór fram með ró og spekt. Unga fólkið þá var búið að fá nóg af stríði eins og t.d. í Víetnam.

Óskar minn, ég er sko ekki sammála þér með Gyðinga en það er ekki til umræðu hér. Hef sjálf heimsótt Jerúsalem og þeir Gyðingar sem ég hitti voru yndislegar mannverur. Það sem þarf er að Gyðingar eignist lifandi trú á Guð almáttugan og geri Jesú Krist að leiðtoga lífs síns.

Getur þú bent mér á ritningarstaði þar sem frjálsar ástir eru kenndar í Biblíunni fyrir þá sem hafa áhuga og þú segir að þar sé meira að segja mælt með því? Eitthvað er Biblían þín öðruvísi en okkar. Ég breytti ekki Biblíunni þinni áður en ég gaf þér hana.  

Ég skora á þig að biðja Guð að gefa þér visku og vísdóm. Biðja Guð að hjálpa þér að skilja Biblíuna.

Fáein Biblíuvers:

Eitt af boðorðunum 10: "Þú skalt ekki drýgja hór." 1.Mós. 20: 14.

"En það sem út fer af munni, kemur frá hjartanu. Og slíkt saurgar manninn. Því að frá hjartanu koma illar hugsanir, manndráp, hórdómur, saurlifnaður, þjófnaður, ljúgvitni, lastmælgi. Þetta er það, sem saurgar manninn. En að eta með óþvegnum höndum saurgar engan mann." Matt. 15: 18.- 20.

"Og hann sagði: "Það sem fer út frá manninum, það saurgar manninn. Því að innan frá, úr hjarta mannsins, koma hinar illu hugsanir, saurlifnaður, þjófnaður, manndráp, hórdómur, ágirnd, illmennska, sviksemi, taumleysi, öfund, lastmælgi, hroki, heimska." Mark. 7. 20.-22.

"Nú kemur hann til borgar í Samaríu, er Síkar heitir, nálægt þeirri landspildu, sem Jakob gaf Jósef syni sínum.

Þar var Jakobsbrunnur. Jesús var vegmóður, og settist hann þarna við brunninn. Þetta var um hádegisbil.

Samversk kona kemur að sækja vatn. Jesús segir við hana: "Gef mér að drekka."

En lærisveinar hans höfðu farið inn í borgina að kaupa vistir.

Þá segir samverska konan við hann: "Hverju sætir, að þú, sem ert Gyðingur, biður mig um að drekka, samverska konu?" [En Gyðingar hafa ekki samneyti við Samverja.]

Jesús svaraði henni: "Ef þú þekktir gjöf Guðs og vissir, hver sá er, sem segir við þig: ,Gef mér að drekka,` þá mundir þú biðja hann, og hann gæfi þér lifandi vatn."

Hún segir við hann: "Herra, þú hefur enga skjólu að ausa með, og brunnurinn er djúpur. Hvaðan hefur þú þetta lifandi vatn?

Ertu meiri en Jakob forfaðir vor, sem gaf oss brunninn og drakk sjálfur úr honum og synir hans og fénaður?"

Jesús svaraði: "Hvern sem drekkur af þessu vatni mun aftur þyrsta,

en hvern sem drekkur af vatninu, er ég gef honum, mun aldrei þyrsta að eilífu. Því vatnið, sem ég gef honum, verður í honum að lind, sem streymir fram til eilífs lífs."

Þá segir konan við hann: "Herra, gef mér þetta vatn, svo að mig þyrsti ekki og ég þurfi ekki að fara hingað að ausa."

Hann segir við hana: "Farðu, kallaðu á manninn þinn, og komdu hingað."

Konan svaraði: "Ég á engan mann." Jesús segir við hana: "Rétt er það, að þú eigir engan mann,

því þú hefur átt fimm menn, og sá sem þú átt nú, er ekki þinn maður. Þetta sagðir þú satt."

Konan segir við hann: "Herra, nú sé ég, að þú ert spámaður." Jóh. 4: 5.-19.

Guð blessi ykkur og varðveiti.

Friðarkveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.10.2008 kl. 02:03

26 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Rósa mín smá leiðrétting við annars flotta athugasemd nú síðast,og það er að Woodstock hátíðin var haldin á því herrans ári 1969 ekki 1968,en auðvitað er það ekki miklivægt innlegg varðandi færsluna,nema kannski fyrir hann mig.

Ég var svo lánsamur að vera staddur á woodstock hátíð árið 1999 sem var 30 annoversary frá því að upphaflega hátíðin var haldin og þá þegar ég fór var venja að á 5 ára fresti var svona music hátíð með sem mest af þeim stóru rockgrúbbum á hverjum tíma voru að spila á.´

 10 ára 15 ára 20 ára 25 ára og síðan auðvitað 30 ára mér vitandi var engin hátíð haldin 2004 sem hefði orðið 35 árum síðar vegna skrílsláta og vitleysu sem einmitt kom upp á hátíðinni sem ég var viðstaddur,sem var að á loka degi hátíðarinnar þá komust þeir sem voru fyrir utan (mest allahelgina) inná svæðið með því að brjóta niður grindverkin og hópast inn á svæðið svo að þeir sem vöktuðu áttu ekki möguleika gegn marginum.Og til að kóróna síðan dæmið var hreinlega kveikt í staðnum eða miklu mörgum gámum og færanlegum vögnum sem voru um allt svæðið.

Mér varð á um nóttina þegar ég var á ferli ásamt vini mínum að fara þar sem matsöluvagnar voru að kaupa mér snæðing og jafnvel kaffi,að lenda í alvopnuðum hermanni gargandi á okkur að koma okkur burt þar sem við gengum,kom hann hlaupandi með byssuna í hendi sér svo æstur að ekki nokkur leið var að ná sambandi við manninn,ég reyni í stökustu ró að segja blessuðum drengnum að við værum bara svangir og vildum ef mögulegt fá að kaupa í vögnunum eitthvað til næringa,við það gargar maðurinn á okkur að koma okkur burt og að hlýða skipunum sínum(við Íslendingar erum rosa agaðir í að taka við skipunum frá hermönnum í fullum skrúða)vinur minn röflar eitthvað smá sem viðkomandi hérmaður skildi ekki og fyrir vikið sló hermaðurinn vin minn með fullum þunga skaftinu á byssunni í handlegg vinar míns sem auðvitað gargaði upp af sársauka og verður ekki minn maður hermaður enn æstari og mér hætt að lítast á hvað sé hreinlega að gerast.Sem betur fer náði ég að tosa vin minn í átt að mér frá hermanni og greykkaði sporin í átt vagnana og frá manni með byssu.Þar með rauk hermaðurinn í þá átt sem við höfðum komið að og við lausir.

Málið var að þegar allt fór úr böndun um þarna síðasta kvöldið var víst heimavarnaliðið kallað ásamt óeirðalögreglu og þeim sem tiltækir væru til að koma skikki á lýðinn.Og síðan held ég að mönnum sé þetta enn í fersku minni á þessum slóðum og allavegana hættu við hátíðina 2004,svo er bara að sjá hvað gerist næsta sumar því þá mun vera 40 ár síðan upphaflega hátíðin var haldin og hver veit kannski taka þeir sjens á að reyna aftur að koma hátíðinni aftur á með þessu 5 eða 10 ára fresti og minnast þessa tíma og hátíðarinnar og fyrir hvað hún stóð og tíðarandanum sem ríkti hjá blómabörnunum og þessara frábæru listamanna sem spiluðu á þeirri hátíð.

Jæja þetta var svona útúrdúr Rósa mín,ég vona þú fyrirgefir mér innleggið á kannski ekkert skilt við pistilin sem slíkan bara skemmtileg minning úr lífi mínu,ég vona að þessi hátíð sem var á 5 ára fresti muni aftur koma frá og með næsta ári,ég gæti þá kannski sótt hana á 10 ára fresti og notið góðrar tónlistar og verið blómabarn eina helgi nokkrum sinnum enn meðan æfi endist og sem sagt næsta sumar í júlí verð ég vonandi einhver staðar í New York fylki að sólbaða mig í 40 stiga hita og hlustandi á stórsveitir á 2-3 sviðum frá morgni til kvelds í 3 daga,og til að allt færi nú vel fram og ég væri á tánum og ekki með neitt vesen,þá bara tæki ég þig með og þú minntir mig á að kunna að haga mér sæmandi og að ég væri ekki 21 lengur ég á til með að gleyma að ég sé orðinn svona fullorðinn og megi ekki haga mér eins og mig langar stundum.

Bestu kveðjur Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 23.10.2008 kl. 02:52

27 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Úlli minn.

Takk fyrir innlitið og leiðréttinguna.

Gaman af þessu innleggi nema þegar vinur þinn varð fyrir árás af hermanninum. Mér minnti að Woodstock hátíðin hafi verið 1969 en sameiginlegur bloggvinur okkar 1968. Hefði átt að fletta uppí námsgögnunum mínum en ég las um þessa hátíð þar og auðvita man ég eftir hippatímabilinu þó ég hafi verið stutt í annan endann í upphafi tímabilsins. Þegar ég var unglingur var tískan í takt við hippana. Við stelpurnar klæddumst mussum og allis.

Ég er nú ekkert stillt heldur þegar ég er í útlöndum. Spurðu vini mína sem voru með mér í Englandi fyrir ári síðan.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.10.2008 kl. 13:45

28 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll frændi.

Fyndinn ertu. Endilega hafðu samband við Helenu vinkonu mína. Hún  er bloggvinkona mín svo þú finnur hana hér á síðunni hjá mér. Kannski er hún með albúm þar sem þið strákarnir getið flett upp og séð hvort eitthvað af okkur Aglow konum séu á lausu.

Þetta djók með albúmið kom upp í Vestmannaeyjum eftir að Geir Jón vinur minn náði í hana Ingu T. Það vissi enginn að þau voru saman fyrr en þau voru trúlofuð. Gísli Óskarsson skáldaði að Geir Jón hafi farið til Reykjavíkur til Einars J. sem þá var forstöðumaður í Fíladelfíu og þar hafi hann flett albúmi og valið Ingu.

Gangi þér vel.

Megi Guð almáttugur varveiti þig þegar þú ferð í leiðangur.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.10.2008 kl. 15:18

29 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð aftur.

Eitt fór ég að hugsa um áðan sem var í  innleggi frá Úlla nr. 26. Hátíðin sem var haldin 1969 var haldin í sátt og samlyndi en þrjátíu árum seinna á lokadegi þá urðu skrílslæti, vitleysa og kveikt var í af fólki sem braust inná svæðið. Sjáið mismuninn þarna á unga fólkinu sem var á Woodstock 1969 og svo unga fólkinu sem ruddist inná svæðið 1999. Þetta í raun undirstrikar spádóminn  sem konan í Noregi fékk. Því miður hefur margt breyst og það ekki til batnaðar.

Guð blessi ykkur öll.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.10.2008 kl. 20:27

30 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Betra er seint en aldrei, til hamingju með stóra daginn þinn......um daginn. Vildi bara senda kveðju á þig 

Erna Friðriksdóttir, 23.10.2008 kl. 22:40

31 identicon

Var bara að gá hvort þetta virkar.

Helga (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 23:06

32 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælar stelpur og takk fyrir innlitið.

Erna mín, takk fyrir afmæliskveðjuna. Nú þarf ég bráðum að drífa mig að sækja um elliheimilisvist.

Helga mín, tók eftir að þú hættir með síðuna þína en þetta er ágætt í bili að blogga með IP tölu. Vona að þú byrjir aftur að blogga fljótlega.

Guð veri með ykkur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.10.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband